Ótrúleg frekja, ósvífni og yfirgangur

  Svala Jóhannesdóttir frá Hofsósi reyndi að setja mig áðan inn í málaferli sem eru í gangi vegna 6 íbúða raðhúslengju á Prestbakka í Breiðholti.  Ég ætla að reyna að hafa þessa fyrstu - en ekki síðustu - færslu um málið í sem allra einfaldasta formi. 

  Þau ágætu hjón og góðir vinir mínir,  Svala og Hebbi Guðmunds poppstjarna,  búa á Prestbakka 15.  Þannig hefur háttað til á "bökkunum" frá því að Breiðholtið byggðist að eigendur raðhúsa þar hafa séð um viðhald sinna íbúða hver um sig.  Þegar Svala og Hebbi keyptu sína íbúð var þeim gerð grein fyrir því að þak hússins þyrfti endurnýjun.  Þau gengu því í það verk að taka þakið í gegn. 

  Núna nokkrum árum síðar tóku eigendur 4ra íbúðanna upp á því að endurnýja þak sinna íbúða á einu bretti.  Þeir virkjuðu lög um húseigendafélag raðhúsa og hófust handa.  Einn eigendinn vinnur hjá Almennu verkfræðistofunni.  Sú stofa var virkjuð í að halda utan um verkið.  Til að byrja með var öllum íbúðareigendum raðhúslengjunnar sendur gíróseðill upp á 50 þús. kr. mánaðargreiðslu upp í verkið. 

  Skömmu síðar samþykkti meirihlutinn að mánaðargjaldið yrði hálf milljón kr.  á mánuði.  Svala og Hebbi óskuðu strax eftir því að fá að standa utan við þetta þar sem þau höfðu þegar endurnýjað þak sinnar íbúðar.  Þeirri ósk var mætt með hörðum innheimtuaðferðum.  Núna er málið komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.

  Fyrir utan allt annað þá er hálfs milljón króna mánaðargjald ofviða venjulegri fjölskyldu,  eins og hver getur mátað við sín mánaðarlegu útgjöld.  Svala og Hebbi hafa reynt að vísa til sanngirnissjónarmiða.  Þeim er svarað með því að "lögin eru svona".

  Ég trúi því að kostnaðarsöm og tímafrek málaferli muni enda á eftirfarandi veg:  Svala og Hebbi leggja fram pappíra yfir kostnað þeirra við að endurnýja þak sinnar íbúðar.  Þeim kostnaði verði deilt yfir á aðrar íbúðir raðhúslengjunnar.  Þannig að þegar upp er staðið verði núllstaða.  Nema hvað að út af standi aukaútgjöld vegna málaferla,  kostnaðarsamt mat á framkvæmdum og annað í þeim dúr.

  Mig undrar sú frekja,  ósvífni og yfirgangur sem ræður för hjá nágrönnum Svölu og Hebba.  En þetta er til samræmis við þá græðgisvæðingu sem einkennir því miður íslenskt samfélag í dag.  Það er reynt að valta yfir allt og alla án sanngirni og tillitssemi.  Sumt fólk er ekki fallega innrætt þegar kemur að peningamálum. 

  Ég mun setja inn fleiri færslur um þetta mál næstu daga. 

     Prestbakki 17  Veggurinn á milli Prestbakka 17 og 19.  Hvíta þakið er á íbúð Svölu og Hebba.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Skrýtið mál, þau búin að laga hjá sér þakið og samt þessi læti ?

Æj hvað ég er fegin að búa í einbýli !

Ragnheiður , 26.7.2007 kl. 23:08

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hefurðu nokkuð heyrt hina hlið málsins?

Haukur Nikulásson, 26.7.2007 kl. 23:27

3 identicon

Kostnaður þeirra heiðurshjóna verður dreginn frá heildarkostnaðinum, þannig að málið er dautt, samkvæmt Húseigendafélaginu.

Eiríkur ríki (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 23:30

4 identicon

Þau hafa nú þegar greitt sinn hlut í heildarkostnaðinum, meinti ég nú.

Eiríkur ríki (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 23:35

5 Smámynd: Jens Guð

  Nei,  Haukur,  ég hef ekki heyrt hina hlið málsins.  En næstu daga ætla ég að reyna að setja mig betur inn í dæmið frá öllum hliðum.  Ég ætla meðal annars að skoða ljósmyndir af vettvangi og birta hér.  Húseigendafélagið styður meirihluta raðhúseigendanna.  Ég ætla líka að kynna mér lög og reglur sem snúa að svona dæmi.  Og reyna að setja mig betur inn í aðstæður. 

Jens Guð, 26.7.2007 kl. 23:37

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Heyrði af þessu og var ekki alveg að trúa því. Lenti sjálfur í svona máli þar sem ég átti 8,eitthvað % í húseign þar sem meirihlutinn ákvað að gera allt upp að utan með miklum kostnaði fyrir mig. Ekki mjög gott þegar aðrir ákveða hvernig fjárútlátin manns eiga að vera!

Ævar Rafn Kjartansson, 26.7.2007 kl. 23:43

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er alveg sammála þessu þetta er græðgi og ekkert annað/Eg bý i raðhúsi í efra Breiðholti og allir hafa gert sin þök hver fyrir sig,þar er reyndar steyptur veggur á milli lika fyrir þakið/en svona hefur þetta verið herna og engin kvartar/HALLI GAMLI

Haraldur Haraldsson, 26.7.2007 kl. 23:49

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alltaf er græðgin söm við sig.   Þetta er mjög ósanngjarnt eins og þú setur þetta fram, ætla mér að fá að fylgjast með þessu áfram Jens Gud minn.  Bið að heilsa Kansöngvaranum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2007 kl. 00:30

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kva, Hebbi fer bara í einn bókatúr & selur fyrir einu þaki til ofan á hitt & fer létt með.

S.

Steingrímur Helgason, 27.7.2007 kl. 00:39

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

saxi hefur spilað inn á margar plötur Herberts og stendur heils hugar með honum

Einar Bragi Bragason., 27.7.2007 kl. 00:42

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

'Eg er ekki viss um að þau hafi erindi sem erfiði í málaferlum. Dómskerfið hér er algerlega andstætt einstaklingum og er það marg reynt.  Ég á ljóta sögu af slíku í mínum ranni, sem enn er ekki á enda og er svífyrðan, geðþóttinn og valdníðslan ótrúleg.  Liti maðurinn fær þau skilaboð frá dómskerfinu. "Það tekur því ekki að stefna fyrirtækjum, þú tapar peningum hvernig sem málið fer."  Ég man eftir eldri öðlingi, sem fór í mál til að f´slysabætur, þar sem hann varð öryrki við slys á sjó. Hann vann jú málið en tapaði einhverjum hundraðþúsundkllum því bæturnar voru svo smánarlegar að þær dugðu ekki fyrir lögfræðingnum.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.7.2007 kl. 02:09

12 identicon

Þau lög sem taka á þessu eru nr 26/1994 og heita í daglegu tali lög um fjöleignarhús og er raðhús sannarlega fjöleignarhús samkvæmt þeim lögum. Annað sem þarf að skoða er að fjárkröfur fyrnast á 4 árum og ef þeirra viðgerð /kostnaður er eldri en 4 ára þá er krafan sem þau hafa til skuldajöfnunar fyrnd enda hafa þau sennilega ekki haft uppi innheimtu á henni til að viðhalda henni.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 08:11

13 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Þetta er ástæðan fyrir því að ég bý í tvíbíli og er að reyna að kaupa parhús. Ég bjó á Leirubakkanum frá fæðingu og hef því algjört ofnæmi fyrir húsfélögum.

Ómar Örn Hauksson, 27.7.2007 kl. 11:18

14 Smámynd: Halla Rut

Merkilegt að nágrannar geti bara yfirleitt sent út 500.000 króna gíróseðla án þess að allir í félaginu hafi ráð á greiðslu. Oft eru nú tekin heildar lán fyrir slíku og tekið tillit til allra. Þetta er ekki í lagi en ég samt bíð sent eftir hinni hliðinni á málinu. Það er gaman að búa í þessari lengju með þetta yfir sér.

Þoli ekki nágranna erjur og hef lagt mig mikið fram til að geta búið í einbýli. Bjó síðast í blokk þar sem einn karlkúskur sem hélt að hann væri Guð almáttugur og ekkert minna. Vildi ráðgast með allt og alla. Kvartaði í hvert sinn er einhver hreyfði sig en gekk svo um eignina eins og hann hætti hana einn. Hann hringdi á lögregluna nokkrum sinnum yfir nánast engu. Reiður maður þetta. Hann var AA maður, kannski langaði honum bara í sopa. Hver veit.

Halla Rut , 27.7.2007 kl. 12:20

15 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Við erum stödd á öld græðginnar eins og sést og heyrist nánast hvert sem litið er....verður fróðlegt að fylgjast með framvindu málsins.

Georg P Sveinbjörnsson, 27.7.2007 kl. 19:28

16 Smámynd: Jens Guð

  Frábært hjá þér,  Ægir,  og takk fyrir þessar upplýsingar.  Kannski er þetta leið sem getur gagnast Svölu og Hebba.  Ég held nefnilega að raðhúslengjan hafi ekki verið byggð á einu bretti.  Dæmið þitt er þörf áminning á fólk í fjölbýli að varðveita alla pappíra sem snúa að húsnæðinu. 

Jens Guð, 27.7.2007 kl. 23:07

17 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Jens. Jæja. Þetta eru nú æskustöðvarnar og ég þekki vel til þessara húsa. Vissi af Hebba þarna. Hvaða læti eru þetta. Er bara verið að æða áfram? Vonandi fáum við að sjá báðar hliðar þessa máls og getum þá átað okkur betur á þessu.

Bestu kveðjur,

Sveinn Hjörtur , 27.7.2007 kl. 23:19

18 Smámynd: Jens Guð

  Halla Rut,  það er líklegt að þorstahaft mannsins hafi skapraunað honum og pirringurinn brotist út á þennan hátt.  Beint á móti þar sem ég er með lageraðstöðu býr eldri maður.  Mér er sagt að hann hafi verið mikill drykkjubolti áratugum saman.  Svo fór hann í meðferð og hætti að drekka.  Eftir það breyttist hann í skaphund sem leggur sig í líma við að skamma nágrannana.  Hann gargar á unglinga sem stytta sér leið yfir garða.  Hann gerir læti ef bílum er illa lagt í stæði.  Hann skammast ef börn nágranna vakna úti í barnavagni og gráta.  Annað eftir þessu.   

Jens Guð, 27.7.2007 kl. 23:19

19 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn Hjörtur,  ég ætla einhvern næstu daga,  jafnvel um helgina,  að fara yfir fundargerðir raðhúslengjunnar,  skoða aðstæður og ræða við fólk. 

  Ég hef bæði búið í blokk og raðhúslengju.  Það koma alltaf upp einhver mál sem vekja upp spurningu um sanngirni eða lagabókstaf.  Bara svo að lítið dæmi sé nefnt þá var hverri íbúð í raðhúslengjunni ætluð tvenn bílastæði.  Stundum þegar gestkvæmt var í einni íbúð dugðu ekki bílastæði þeirrar íbúðar.  Þá reyndi á umburðarlyndi annarra íbúðaeigenda.  Þetta var aldrei vandamál.  En ég vissi af öðrum raðhúslengjum í hverfinu þar sem menn pössuðu svo vel upp á sín merktu bílastæði að þeir hringdu á Vöku við þessar aðstæður. 

  Ég minnist líka húsfunda þar sem framkvæmdir voru ræddar og fjármál þeim tengdum.  Ef einhver mótmælti auknum fjárútlátum vegna þess að þau yrðu óþægilega íþyngjandi var reynt að finna aðra lausn á málum og finna aðra uppskrift fremur en að meirihluti væri að valta yfir minnihluta. 

Jens Guð, 27.7.2007 kl. 23:37

20 Smámynd: Halla Rut

Ef fólk kaupir sér heimili í einhverskonar fjölbýli þá verður það að vera tilbúið til að taka tillit til nágranna sinna og skilja að aðstæður þeirra geta verið misjafnar. Ef rétt er farið með mál þitt gera þessir nágrannar það ekki en ég býð eftir rannsókn þinni á þessu.

Halla Rut , 28.7.2007 kl. 00:49

21 Smámynd: Jens Guð

  Málið snýst nákvæmlega um þetta,  Halla Rut:  Að vera í sambýli við nágranna snýr að umburðarlyndi,  tillitssemi og sanngirni.  Þar reynir á félagslegan þroska og það sem kallast tilfinningagreind.  Hæfileikann til að setja sig í spor annarra og vilja til að leysa ágreiningsmál út frá sjónarmiðum annarra. 

Jens Guð, 28.7.2007 kl. 01:05

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að Hebbi ætti að hugsa sig vel um.  Löggjafinn þjónar ekki smælingjanum lengur heldur fyrirtækjum.  Dæmi er að maður, sem var svikin um laun vildi stefna fyrirtækinu.  Lögmaður fyrirtækisins fór þá fram á mörg hundruð þúsund króna málkostnaðartryggingu frá stefnanda, sem ekki hafði efni á henni m.a. sökum fjársvikanna. Dómari samþykkti þessa kröfu og maðurinn varð frá að hverfa því hann gat ekki reitt trygginguna fram í tíma. Málið féll niður og maðurinn sat eftir með skuld við sína lögmenn auk þess að glata margra mánaða launum. Ergó: ef þú ert blankur eða í skuld við skattinn, hefur þú ekki aðgang að réttarkerfinu. Aðeins þeir sem eiga peninga geta nýtt sér réttarkerfið.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.7.2007 kl. 04:20

23 Smámynd: Ómar Ingi

Cant Walk Away

Go Hebbi Go

Ómar Ingi, 28.7.2007 kl. 12:00

24 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Svo erum við að hneykslast á því að það séu stríð í heiminum, þegar að nágrannar geta ekki einu sinni haldið friðinn útaf einu húsþaki

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.7.2007 kl. 23:01

25 Smámynd: halkatla

ég verð svo leið þegar ég les um svona - þetta eru ljótu nágrannarnir! Guði sé lof fyrir góða granna! vonandi fer þetta vel að lokum....

halkatla, 28.7.2007 kl. 23:08

26 Smámynd: Halla Rut

Guðrún: Besta "point" sem ég hef heyrt lengi.

Halla Rut , 28.7.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband