Annað lag með Gyllinæð

  Ég var að bæta við í tónspilarann öðru lagi með hljómsveitinni Gyllinæð,  Gamall maður í hjólastól.  Eins og hitt lagið með Gyllinæð,  Djöflakallinn,  var það hljóðritað við frumstæðar aðstæður á segulbandstæki á æfingu hjá hljómsveitinni þegar hún var nokkurra daga gömul.  Strákarnir voru bara 14 - 15 ára gamlir.  Þetta er þess vegna skemmtilega ferskt.  Einungis gítar,  trommur og söngur.  Textinn er sóttur í frétt af því þegar Hljómabítillinn Engilbert Jensen varð fyrir barðinu á handrukkurum.  Textinn er kannski dálítið yfirkeyrður.  En lagið er flott og hressandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kaptein ÍSLAND

yndislegt nafn á hjómsveit

kaptein ÍSLAND, 31.7.2007 kl. 10:10

2 Smámynd: Jens Guð

  Nafnið er tilkomið á eftirfarandi hátt:  Þegar strákarnir fóru á fyrstu æfingu hljómsveitarinnar þá pissuðu þeir utan í hús hjá gamalli konu sem umtalað var að sé með gyllinæð.  Konan varð drengjanna var,  hljóp út með kúst á lofti og reyndi að lemja þá.  Þeir sömdu í snatri lag um konuna,  Kristjana með gyllinæð.  Fljótlega áttuðu þeir sig á að betra væri að lagið héti bara Kristjana og væri með hljómsveitinni GyllinæðKristjana með Gyllinæð.    

Jens Guð, 31.7.2007 kl. 13:16

3 identicon

Þetta er alveg þrusulag, maður trúir því varla að svona ungir drengir hafa getað gert þetta svona vel.

Guðmundur (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.