Tapað og ekki fundið

  Stjórnleysið og ringulreiðin í Írak tekur á sig ýmsar myndir.  Núna var varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna,  Pentagon,  að viðurkenna að Bandaríkjaher er búinn að týna 147.000 rifflum í Írak.  Hann er líka búinn að týna 50.000 skammbyssum í Írak.  Þetta er hættulegt.  Fólk deyr af völdum byssa. 

  Ég er viss um að ég yrði skammaður ef að ég myndi týna svona mörgum rifflum og skammbyssum.

  Góðu fréttirnar eru þær að Bandaríkjaher er jafnframt búinn að týna 100.000 skotheldum vestum í Írak.  Kannski þau bjargi lífi einhvers.  Þar til viðbótar hafa 100.000 öryggishjálmar týnst.  Þá eru ótaldir heilu milljarðarnir í peningum sem Bandaríkjaher hefur týnt í Írak. 

  Til viðbótar hafa næstum 4000 Bandaríkjamenn týnt lífinu í Írak.  Ofan á þetta bætist að bandarískar leyniþjónustur hafa týnt sínum gamla starfsmanni Osama bin Laden.  Og það án þess að hafa fundið hann. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er mjög sérkenilegt sérstaklega í ljósi þess að yfirlýstur tilgangur með innrásinni var að finna vopn og afvopna Íraka.

Sigurður Þórðarson, 7.8.2007 kl. 12:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlegar tölur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.8.2007 kl. 12:40

3 Smámynd: Ár & síð

Þú gleymir því að hundruð þúsunda Íraka hafa svo týnt lífinu í þessum hörmungum þótt einhvers staðar hafi í upphafi kannski leynst sú tálsýn að stríðið yrði til að bjarga mannslífum. 

Ár & síð, 7.8.2007 kl. 16:48

4 Smámynd: Jens Guð

  Menn nenna nú ekki einu sinni að telja af vandvirkni þá Íraka sem hafa týnt lífinu.  Það er verið að giska á 60.000 - 600.000.  En það skiptir ekki máli.  Þetta eru útlendingar sem búa langt í burtu. 

Jens Guð, 7.8.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.