Snilldarþýðing

Bob Marley 

  Ég heyrði áðan út undan mér Snorra Sturluson afgreiða ágæta næturvakt á rás 2.  Snorri á það sameiginlegt með flestum dagskrárgerðarmönnum rásar 2 að vera með ágætan músíksmekk - ef við skautum framhjá Kiss. Snorri spilaði hið ljúfa lag með Bob Marley "No Woman, No Cry".  Sumir vilja meina að titill lagsins beri keim af jamaískri málvillu.  Titillinn eigi að vera "No Woman don´t Cry" ef hangið er í kórréttri ensku.  Snorri þýddi titilinn "Hættu að gráta hringaná".  Frábær þýðing

  Til gamans má geta þess að ég tók símaviðtal við Bob Marley í námunda við 1980 og tók þátt í að reyna að fá hann til hljómleikahalds á Íslandi.  Það gekk ekki eftir.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já, sko, hóst...

Fordómar þínir um þá tónlist sem að þér fellur ekki í geð ættu máske að gefa sér tækifæri í að uppfræðast dáldið.

Umræddur Snorri, sem & Óli Palli, gerðu einmitt fína þætti í fyrra á RÚV um Kizz.  Ég er máske gamall, en ég er ekki forpokaður ennþá, & þó að ég hafi aldrei átt dona plötubúð, þá geri ég nú greinarmun á þungarokki & glam rokki.

Kizz rúlaði glamið vestra, & smá kántrí í þeim líka, en þungarokk ?

Ni...

& tel mig vera alveg málsmetandi, eða alla vega kjattrífandi um hvort tvegga eða jafnvel þriggja.

Ef þú kýst að bera fram þessa röngu söguskýríngu um það að textinn sé eitthvað misskilinn, þá átt þú inni hjá þér sjálfum heimsókn inn í 'Trenchtown' í Kingston, en ekki á minn kostnað.

Ég borgaði mínar vísiteríngar þangað sjálfur...

S.

Steingrímur Helgason, 18.8.2007 kl. 02:50

2 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  það er rétt hjá þér að Kiss flokkast undir glamrokkdæmi. Eins mikill þungarokkari og ég er get ég ekki svarið glamrokkið af þungarokksdeildinni.  Bölvað glamrokkið lýtur lögmálum þungarokksins (síendurtekin gítariff og blúshljómar).  Við getum reynt að skilja glamrokkið frá þungarokki sem poppaðri útgáfu.  En verðum að bíta í það súra epli að glamrokkið  í víðtækri merkingu poppmúsíkur fellur helvítis glamrokkið undir skilgreiningu þungarokks.  Já, já, og Kiss viðbjóðurinn fór út í diskó og kántrý.  En það er ekki hægt að þvo af þessu ógeði þungarokksstimpilinn.   

Jens Guð, 18.8.2007 kl. 03:11

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Snorri Sturluson er ekki sonur Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis, heldur Sturlu Kristjánssonar, fyrrum fræðslustjóra hér á Akureyri.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.8.2007 kl. 03:14

4 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  takk kærlega fyrir að léiðrétta þetta.  Þegar þú nefnir þetta rifjast einmitt upp fyrir mér að þessi ágæti útvarpsmaður þekkir vel til á Dalvík og Akureyri.  Var það kannski pabbi hans sem Sverrir Hermannsson flokksbróðir minn í Frjálslynda flokknum setti úr embætti á sínum tíma?

Jens Guð, 18.8.2007 kl. 03:33

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, það passar.

Sverrir setti Sturlu úr embættinu í ársbyrjun 1987, skömmu fyrir þingkosningar. Í kjölfarið voru fræg málaferli og átök og sjálfstæðismenn hér nyrðra deildu mjög á Sverri vegna málsins. Bæði Sturla og Inga, foreldrar Snorra, eru Dalvíkingar að uppruna.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.8.2007 kl. 03:43

6 identicon

Eitthvað hefur þetta viðtal farið illa í Bob Marley, því hann hrökk upp af standinum skömmu síðar, á vordögum 1981. Var hann staddur í reykingakofanum þegar þú náðir tali af honum, Jens, og hafði hann einhverja glóru um það hvar Klakinn væri á landakortinu? Og hvers vegna vildi hann ekki koma, ef ég má spyrja?

Snorri Sturluson Dalvíkingur og ljósvakans Ljósvíkingur verður vonandi ekki drepinn af Norðmönnum í sýrukeri eins og nafni hans, út af lélegum tónlistarsmekk sínum. 

Steini Briem (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 10:40

7 Smámynd: Gunnar Kristinn Björgvinsson

Maður þarf ekki endilega að fara til jamaika til að taka smá túr um slóðir Bob Marley.  Maður getur farið á Youtube og fengið alveg frábæran rasta guide frá Bob Marley Foundation.  Skoðið þessar slóðir:

http://youtube.com/watch?v=63yJxXfiIkY

og hérna er annað um fjallið sem Marley söng um, ekki jafngóð myndgæði en skemmtilegt myndband samt:

http://youtube.com/watch?v=34roTOXVG1g&mode=related&search=

Góða ferð;  G.

Gunnar Kristinn Björgvinsson, 18.8.2007 kl. 11:17

8 Smámynd: Ómar Ingi

Bob Marley var og er auðvitað Snillingur

þú hefðir nú verið tekin í dýrkingatölu ef þú hefðir landað honum a klakann.

Ómar Ingi, 18.8.2007 kl. 13:46

9 Smámynd: Snorri Sturluson

Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti; fyrir hrós, leiðréttingu (góður Stebbi!) og tímabærar vangaveltur um Kiss.  Staðreyndin er nefnilega sú að þeir voru misfrábærir.

Snorri Sturluson, 18.8.2007 kl. 14:44

10 Smámynd: Jens Guð

  Ég lagfærði færsluna lítillega.  Dró úr yfirlýsingagleði um Kiss.  Ég þekki hljómsveitina ekki nægilega til að vera með stóryrtar yfirlýsingar.  Ég læt glamrokk pirra mig.  Ég læt poppara með andlitsmálningu pirra mig.  Og ég hef látið öll lög sem ég hef heyrt með Kiss pirra mig.  Þau lög eru þó varla fleiri en 10 - 15 í hæsta lagi.  Þannig að vel má vera að plötur Kiss geymi einhver meistaraverk sem aldrei eru spiluð í útvarpi.    

Jens Guð, 18.8.2007 kl. 16:15

11 identicon

Ég er nú ekki hrifinn af Kiss en Bob Marley var snillingur og það hefði verið frábært ef ykkur hefði tekist að koma honum hingað upp á skerið, Jens.

Rás 1 og Rás 2 á RÚV eru báðar betri og Snorri er flottur, enda er allt gott sem kemur að norðan, sérstaklega Dalvík, höfuðstað Norðurlands.

Steini Briem (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 17:34

12 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Bob Marley og Kiss eiga sína góðu spretti. Það sem er merkilegt við lagið "Ekki gráta hringaná" er að það var nú sennilega samið af Bob en hann skráði það á Vincent Ford, vin sinn sem rak eldhús fyrir heimilislausa í Kingston. "Stef"gjöldin fyrir lagið gerðu það að verkum að Ford átti auðveldara með að metta hina hungruðu fátæklinga í Trenchtown.

Markús frá Djúpalæk, 18.8.2007 kl. 17:40

13 Smámynd: Jens Guð

  Það er rétt að taka fram að aðkoma mín að þá fyrirhuguðum hljómleikum Bobs Marleys var óveruleg.  Þetta var verkefni Listahátíðar.  Kröfum Bobs var ekki hægt að mæta.  Hann vildi fá að taka með sér hass af trúarástæðum.  Einnig vildi hann fá að ógilda samning ef færi að snjóa.    

Jens Guð, 18.8.2007 kl. 17:45

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Á Dalvík má finna yndislegar konur á borð við Þóru, Maggý, Steinunni og Svanfríði ofurkláru bæjarstýru,en Dalvík þrátt fyrir fiskidaginn, er ekki höfuðstaður norðurlands. Jens!

Sá þessa færslu strax í nótt, en nennti ekki að leiðrétta hana, Snorri svo hægrisinnaður að það skiptir litlu þótt Sturla Bö væri faðir hans! Annar mikill "Skemmtilkraftur" er svo perluvinur Snorra úr MA, sjálfur nýji heilbrigðisráðherran, svo Snorri mun alltaf njóta forgangs í sjúkrahúsheimsóknum!

Annars væri gaman að vita hvað snorri ætlar að verða þegar hann er orðin stór, gengur ílla að fá vinnu nema á rás tvö, þar sem hann er byrjaður að vinna í 40 sinn!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.8.2007 kl. 23:26

15 Smámynd: Jens Guð

  Ég þekki ekki þessar dalvísku konur sem þú nefnir.  Enda þekki ég fáa Dalvíkinga.  En veit að þar er gott fólk og ekki síðra í Svarfaðardal.  Eins og sást á því að ég rangfeðraði Snorra þá þekki ég manninn ekkert.  En hann á vel heima á rás 2.  Er með fína þekkingu á músík,  ágætis músíksmekk og kemur vel fyrir sem útvarpsmaður.  Þannig eru flestir dagskrárgerðarmenn rásar 2.  Og þetta skiptir sem betur fer máli fremur en hvað langt til hægri í pólitík menn eru.  Eða annarsstaðar.  Sem einn af eigendum rásar 2 bíð ég Snorra bara velkominn til starfa sem oftast þar.

Jens Guð, 18.8.2007 kl. 23:43

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jens minn!

Þetta á nú bara að skoðast sem grín á kosnað Snorra! Hef ekkert við skoðun þína á honum að athuga, en held minni eigin til haga. Staðreyndin hins vegar sú, að Snorri hefur ekki ílengst lengi í störfum, t.d. hjá KKÍ þar sem hann var ráðin framkvæmdastjóri, en hætti nánast áður en hann byrjaði!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.8.2007 kl. 00:21

17 Smámynd: Jens Guð

  Ég er alveg einlægur í minni afstöðu til Snorra.  Ég þekki ekkert til ferilsskráar hans og veit ekki einu sinni hvað KKÍ er.  Dettur þó helst í hug að það sé eitthvert fótboltadæmi sem ég veit ekkert um.  Fylgist ekkert með fótbolta. 

Jens Guð, 19.8.2007 kl. 01:03

18 Smámynd: Steingrímur Helgason

Lítið er nú gaman er að lesa hvað þessi meistari Magnús er nú að opinbera lítinn manndóm sinn í að níða niður skóinn af þriðja aðila, umræddum Snorra, í athugasemdakerfi þínu.

Eru svona athugasemdir eiginlega ekki bara útstrikunar verðar ?  Við vorum nú bara að röfla um Kizz ?

S.

Steingrímur Helgason, 19.8.2007 kl. 02:16

19 Smámynd: Jens Guð

  Jú,  jú.  Magnús Geir er meistari og hefur margt áhugavert fram að færa.  Mikill músíkpælari og það allt.  Ég er bara ekki nógu vel inni í málum þarna fyrir norðan,  varðandi pólitík og afstöðu til boltaleikja. 

  Varðandi Kiss þá er ég ekki á heimavelli.  Hef kannski bara heyrt leiðinlegustu lög þeirrar hljómsveitar í útvarpi og þekki ekki einhver hugsanleg merkari lög þeirra.  Virkilega leiðinleg lög. 

  Hvað varðar titil lagsins "No Woman No Cry" þá snýr spurningin að því hvort að átt er við "Engin kona, enginn grátur" eða "Nei,  kona ekki gráta".   Ég hef ekki verið á Jamaica en enskan þar er töluvert frábrugðin enskunni á Englandi og í Bandaríkjunum.  Bara svo lítið dæmi sé nefnt þá segja jamaikubúar iðulega "I & I" í staðinn fyrir "we".  Á Jamaíka þýðir orðið "dreadlocks" samherjar og orðið "baldhead" þýðir óvinir.  Annað eftir því.            

Jens Guð, 19.8.2007 kl. 02:34

20 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Almennt er talið að þetta þýði "Ekki gráta, kona".

Markús frá Djúpalæk, 19.8.2007 kl. 09:10

21 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Magnús þú sem veist allt... og klikkaðir á að minnast á að ekki nóg með að Gulli sé vinur hans heldur er mágur Snorra þingmaður sjálfstæðisflokksins.  Hann hlýtur því að vera einn mesti hægri maður landsins.  Hannes Hólmsteinn bliknar bara í samanburðinum. 

Hvar er Snorri annars að vinna svona á daginn núna Magnús?

Hafrún Kristjánsdóttir, 19.8.2007 kl. 19:26

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Óskaplega er sálin eitthvað lítil og viðkvæm í Hafrúnu Sálu!

Engin ástæða til að vera svona viðkvæm fyrir Snorra garminum, kannast nú aðeins við hann og átti bara bærileg samskipti við hann er drengurinn gerði stuttan stans í ábyrðarstarfi hjá Steinari Berg fyrir mörgum árum! Svo var hann í gagnfræðaskólanum hérna nyrða með mörgum sem ég þekki og var sjálfur síðar með í skóla.

Hver segir annars að ég viti mikið, hvað þá allt?

En svo ég sálgreini stúlkuna aðeins, kafi dýpra í viðbrögð hennar, þá held ég að tvennt valdi. Annars vegar er hún ekki ennþá búin að jafna sig á slöppu gengi Vals í kvennahandboltanum sl. vetur og hins vegar leiðist henni á "eyjunni á eyjunni" sem hún ákvað að flýja út á fyrir skömmu! Þetta virðist mér nú liggja í augum uppi. En eitt má hún vita, nafnið hennar er mjög fallegt!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.8.2007 kl. 22:14

23 Smámynd: Jens Guð

  Markús,  það er rétt hjá þér að flestir álíta þetta vera það sem verið er að segja í viðlagi lagsins.  Ég ætla ekki að þykjast vera mikill enskuspesíalisti.  Ég vitna bara í ensk blöð sem hafa velt titlinum fyrir sér.  Á sínum tíma var svörtum þrælum á Jamaíka refsað fyrir að tala annað tungumál en ensku.  Þeir komust upp á lag með að brengla enskuna þannig að þeir skildu en ensku þrælaeigendurnir misskildu.  Þannig gátu þrælarnir stundum gagnrýnt húsbóndann án þess að óttast að hann heyrði.  Það eimir eftir af þessari mállísku í reggítextum á Jamaíka.   

  Magnús,  ég tek undir með þér að nafn Hafrúnar er fallegt og rammíslenskt.  Annað en Jens og Magnús!

Jens Guð, 19.8.2007 kl. 22:43

24 Smámynd: Jens Guð

  Hafrún,  bara fyrir forvitnissakir án þess að það skipti máli:  Hver er mágur Snorra?

Jens Guð, 19.8.2007 kl. 22:45

25 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Til að sálgreina mig þarftu að fara í barnæskuna... svo er hvort eð er lítið vit í sálgreiningu.  Ég er nú ekki viðkvæm, löngu komin yfir það sem getur fer, annars væri ég ekki að blaðra svona á alnetinu og væri búin að segja skilið við suma fjölskyldumeðlimi.  Annars er nýbúin að jafna mig á 3 sætinu sem við lentum í í fyrra.  Okkur gekk svo helv vel á æfingamóti í noregi s.l helgi... Bjartsýni ræður ríkum í huga mínum núna.  Svo er bara alveg fínt á eyjunni.

Þetta komment mitt hafði semsagt ekki með viðkvæmni að gera heldur fannst mér athugasemdin þín um að hann væri rosa hægrisinnaður heldur skondin... ákvað því að skjóta pínu á þig.  Vona að þú takir það ekki stynnt upp

Þakka þér annars fyrir commentið um nafnið :)

Jens: Sagan segir að það sé Sigurður Kári

Hafrún Kristjánsdóttir, 19.8.2007 kl. 23:40

26 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hafrún hressa!

Ég var þá allavega ekki langt frá því fyrst þú ert nýbúin að jafna þig og skalt já bara viðurkenna það, þriðja sætið var lélegur árangur! (unnuð titla árin á undan minnir mig!) Ætlaði nú ekkei um leið og að kafa í þig, að kafa niður í heilan á sjalfum mér, þ.e. að rifja upp 15 til 20 ára pælingar í Simma Fróða, (las semsagt þesi fræði, en ekkert varð að því að fara alla leið í fræðingin) bara að rýna í viðbrögðin við þessu að ég hélt, létta grín um "selin Snorra"!En samfélagið á eyju þessari hlýtur að vera lítið og takmarkað, því þið "Eyjaskeggjar" eruð alltaf á flakki "uppi á landi"!

Og nei, svo ég skjalli þig aðeins betur, þá eru skot frá falllegum ungum konum, bara mikill heiður! Hef reyndar örugglega aldrei séð þig, en það skiptir engu, konur eru allar fallegar, hver á sinn hátt.

Og Jens minn, afsakaðu allt þetta kjaftæði mitt hérna auk þess sem ég bara var ekki búin að lesa færslurnar hérna að ofan fyrr en áðan. KKÍ er skammstöfun fyrir Körfuknattleikssamband Íslands! Á hinn elskulega Hr. S eyði ég ekki orðum, hann getur bara heimsótt mig ef hann vill til dæmis fræðast um Kiss!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.8.2007 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.