Mest óþolandi íslenska dægurlagið

  Ég leitaði til um 30 manns.  Spurði hvaða íslenskt dægurlag pirraði mest.  Ýmis lög voru nefnd til sögunnar.  Upp úr stóðu tvö lög,  Nína og Villi og Lúlla.  Yfir 20 nefndu annað hvort lagið.  Önnur lög fengu bara eitt atkvæði.  Síðar bættust við áskoranir um að hafa lagið Skólaball með.  Ég bætti því við þó að þegar hafi 43 atkvæði verið greidd hinum lögunum.  Ég lagði upp með að lögin væru íslensk.  500 greidd atkvæði eru marktæk niðurstaða. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nýja lagið með Ladda..´"Ég er fjáður..." Ég flýti mér að skipta um rás þegar ég heyri það. Skelfilega metnaðarlaust lag og textinn ekki skárri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.8.2007 kl. 05:02

2 Smámynd: Ragnheiður

jibbý, loksins gat ég kosið með 100% sannfæringu, ég þoli ekki Nínu -sko lagið- á ágæta vinkonu sem heitir Nína og hún er ágæt alveg

Ragnheiður , 19.8.2007 kl. 10:34

3 identicon

Nína, mikið er lagið skelfilegt!

Ragga (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 11:26

4 identicon

  Þessi lög vöru flott á sínum tíma, en kannski voru þau spiluð of mikið í útvarpi allra landsmanna .Hef séð Björgvinn syngja Nínu,og kallin rúllaði því upp

res (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 11:32

5 identicon

  En hvað er þá skemmtilegasta lag allra tíma ???

Res (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 11:44

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Villi og Lúlla ... hmmm, hef ég svona blessunarlega sloppið við það? Kannast ekkert við það!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.8.2007 kl. 12:08

7 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Ef Geiri væri þarna með Nínu þá fengi það örugglega mitt atkvæði.  Textinn í Villa og Lúllu er svo skemmtilega tvíræður að ég get ekki kosið það.

Hjalti Garðarsson, 19.8.2007 kl. 12:31

8 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

já það er á hreinu Hjalti, Nína og Geiri,Ömurlegt, en mitt atkvæði fær Brimkló með Skólaball, skelfingin ein. Villi, Lúlla og Nína,ein og sér, eru bara of góð fyrir þessa kosningu

Kjartan Pálmarsson, 19.8.2007 kl. 12:48

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Jens, þú hefðir átt að skrifa "Nína og Geiri" í skoðanakönnunina, ég kaus Villa og Lúllu, haldandi að hitt lagið væri "Nína" hans Eyjó (..núna ertu hjá mér, Nína..). Hefði reyndar samt kosið V-L, fæ gæsahúð bara við tilhugsunina um það.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.8.2007 kl. 13:34

10 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Valdi Nína. Get brosað að Villa og Lúllu. Ef ég hefði getað kosið Traustur Vinur hefði það fengið mitt atkvæði. Fæ alltaf grænar við það lag.

Kristján Kristjánsson, 19.8.2007 kl. 13:38

11 Smámynd: Jens Guð

  "Nína og Geiri" er erlent lag.  Mig minnir að Rúni Júl hafi sagt í viðtali að það hafi komið honum á óvart að uppgötva að "Söngur villiandarinnar" væri íslenskt lag.  Held að ég muni það rétt.

  "Villi og Lúlla" er diskólag með Þú & ég. 

  Það verður erfitt að finna skemmtilegasta íslenska lagið.  En það kemur að því. 

  "Skólaball" er í hópi þeirra laga sem pirra mig mest.  Hinsvegar var bara ein manneskja sem hafði rænu á að nefna það í forkönnunni.   Hin lögin tvö virðast flestum hugleiknari.   

Jens Guð, 19.8.2007 kl. 14:59

12 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Jói G er frábær lagasmiður Ein flottasta laglína sem heyrst hefur er "Don't try to fool me" finnst mér. En lagið "Traustur vinur" hefur verið svo ótrúlega ofspilað í gegnum tíðina að ég fæ grænar þegar ég heyri það

Annars læt ég sjaldan lög fara í taugarnar á mér. Það eru örfá sem hafa tekist það. Mér finnst sum léleg lög einfaldlega fyndin.

Hlakka til þegar við förum að kjósa skemmtilegasta lagið

Kristján Kristjánsson, 19.8.2007 kl. 15:38

13 identicon

Allt sem "þú" í "Þú og ég"-dúettinum "söng" olli því að nyt snarféll í kúm, sérhver ær varð ær, hross köstuðu sér fram af björgum og nýtt afbragði, heyrnarlausar mýs, kom fram á Norðurlandi.

Steini Briem (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 15:57

14 identicon

"afbragði" átti að sjálfsögðu að vera "afbrigði" en það getur náttúrlega vera afbragð að vera heyrnarlaus þegar Veinólínur þessa lands hefja upp spangól sitt í fullu tunglsljósi.

Steini Briem (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 16:03

15 identicon

Ég held ég verði að taka undir með Kristjáni, það eru fá lög sem fara í taugarnar á mér, það er þá frekar flutningurinn sem pirrar mig. T.d. á ég erfitt með að hlusta á lög sem eru ofskreytt með lykkjum í tíma og ótíma, gerist einna helst hjá wannabe Maria Carey eða Whitney söngkonum. Lög með miklu vibrado í endanum á öllum línum hjá karlkynssöngvurum pirrar mig líka, eins og ég ber mikla virðingu fyrir Ragga Bjarna þá finnst mér hann farinn að gera of mikið af þessu nú á seinni árum. Ég læt það líka stundum fara í taugarnar á mér þegar Bubbi notar ákveðna tegund af vibrado, þá verður víbradóið svo ógnarhratt að það virkar nánast eins og jarm. Þegar hann syngur með þessari tækni hætti ég að geta hlustað á lögin. Þess fyrir utan finnst mér Bubbi fínn söngvari.  

Ætli ég verði ekki að segja að ofspiluð lög séu þau sem ég læt helst fara í taugarnar á mér. Hvar er, hvar er, hvar er, hvar er húfan mín fannst mér fyndið og skemmtilegt svona um það bil 3svar, en þegar búið var að spila það á klukkutíma fresti í heila verslunarmannahelgi var ég komin með grænar og hef síðan slökkt á útvarpinu eða skipt um stöð þegar það er spilað.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 17:23

16 Smámynd: Jens Guð

  Hanna Birna,  lag er aldrei leiðinlegt ef það er flutt af Megasi.   Hvanndalsbræður uppfærðu textann um Nínu og Geira í fyrra og gáfu út á plötu.  Ansi hressandi uppfærsla í takt við tíðarandann. 

  Anna,  það er rétt að flutningur á lagi ræður úrslitum um það hvort lag er leiðinlegt eða skemmtilegt.  Þekktur flutningur á lagi getur líka lagst svo þungt á lag að lagið verður seint skemmtilegt þó að það sé flutt á annan hátt af öðrum flytjendum. 

  Ég læt yfir 90% af allri músík sem ég heyri út undan mér pirra mig.  Þegar ég segi út undan mér þá á ég við aðstæður þar sem ég hef ekkert um músíkina að segja (veitingahúsum,  verslunum,  biðstofum og svo framvegis). 

Jens Guð, 19.8.2007 kl. 18:01

17 Smámynd: Halla Rut

Nína fékk mitt atkvæði. Nína og Geiri er nú alveg frábært og fyndið lag. 

Halla Rut , 19.8.2007 kl. 18:12

18 Smámynd: Jens Guð

  Halla Rut,  Nína og Geiri er virkilega fyndið með Hvanndaldsbræðrum.

  Herra hundraðogeinn,  mikið er ég þér sammála.  Árin 1975 - ´80 er versta tímabil í dægurlagasögu landsins.  Um og upp úr 1980 kom aftur á móti til hliðar við ómerkilegheitin þessi ágæti rokk-kafli sem stundum er kenndur við "Rokk í Reykjavík".   

Jens Guð, 19.8.2007 kl. 20:47

19 identicon

Ég er sammála honum Kristjáni, ég flissa yfir Villa og Lúllu, rétt eins og ég flissa yfir sumum lögum, þau eru svo hallærisleg að þau fara hringinn og verða næstum því töff, eins og Fjólublátt ljós við barinn... það er í ágætis uppáhaldi hjá mér.

Ragga (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 20:53

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, geisp, svona lagatal fram og til baka er ekki mín deild!

En Jens minn, eðalmennið Rúnni J'ull hefur verið eitthvað utan við sig ef hann hefur sagt þetta, Söngur villiandarinnar er 99% örugglega gamalt sænskt þjóðlag, en textin fallegi er eftir Jakob Hafstein. Eyjólfur hinn djúpvitri á ekki að láta svona við þetta sígildu söngperlu!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.8.2007 kl. 20:55

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

þessa sígildu, átti þetta auðvitað að vera!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.8.2007 kl. 20:58

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ragga sæta listaspíra!

Fjólublátt ljós við barin er hvorki meira né minna en, ÆGIFÖGUR SMÍÐ Í LITRÓFI DISKÓSINS, eftir snillingin Gunna Þórðar!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.8.2007 kl. 21:02

23 Smámynd: Jens Guð

  Magnús,  það getur líka verið að mig misminni varðandi orð Rúnars.  Hann sendi frá sér í fyrra plötu með einungis "cover" lögum.  Hann var eitthvað að tala um að með plötunni sé hann að heiðra íslenska lagahöfunda.  Mér finnst eins og hann hafi við það tækifæri viðhaft áðurnefnd ummæli.  En minni mitt er götóttara en svo að ég þori að standa við þetta.  Ég er þaulvanur því að rugla hlutum saman.  Þess vegna getur verið að Rúnar hafi verið að tala um nnað lag.  

  Ég sá á bloggsíðu Eyjólfs að í nýjustu færslu sinni ítrekar hann andúð sína á Söngi villandarinnar.  

Jens Guð, 19.8.2007 kl. 21:09

24 identicon

Fjólublátt ljós við barinn er snilld!

Ragga (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 21:14

25 identicon

Svo koma furðutextar eins og þar sem Vilhjálmur kveður sér hljóðs með tímasetningunni "Þegar ég á æskuárum ungur var",  og á þessum æskuárum þar sem hann var ungur en ekki gamall, átti hann sér þegar "fagrar ljúfar minningar" sem þó því miður eru á söngstundu "horfnar horfnar" og það sem meira er, "í hinzta sinn til grafar bornar", sem bendir til þess að fögru minningarnar sem hann átti strax í æsku hafi verið margjarðaðar.

Hvað á að segja um svona samsetning?

Þ. (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 23:45

26 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er nú ekki verstu klúðrið hjá Villa heitnum.  Af nógu er svo sem að taka.  Blessaður maðurinn,  eins þokkalegur söngvari og hann var,  hafði veika máltilfinningu þegar kom að textagerð.  Í Skýinu orti hann um að "leysast upp í læðing".  Læðingur stendur fyrir fjötra,  samanber að leysast úr læðingi.  Þetta kemur fyrir besta fólk.  En mörgum verður hált á að ætla sér að verða hátíðlegir í texta og vitna til spakmæla sem þeir skilja ekki.   

Jens Guð, 19.8.2007 kl. 23:57

27 Smámynd: Jens Guð

  Hér átti að standa versta...

Jens Guð, 19.8.2007 kl. 23:58

28 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Hmm mest óþolandi lag....ég er voða hræddur við að móðga einhvern þar sem að við getum ekki verið að dæma versta lag sem versta tónsmíð heldur erum við bara að dæma smekk.

En ég get tekið undir að lög eins og Traustur vinur ofl eru frekar orðin fúl....annars er ég anti trúbador maður og finnst sú blanda því miður yfirleitt ekki skemmtileg.

Einar Bragi Bragason., 20.8.2007 kl. 00:00

29 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Fatlað fól hefði líka getað verið þarna heyrði það í útvarpinu um daginn og finnst það eldast mjög illa..........

Einar Bragi Bragason., 20.8.2007 kl. 00:02

30 Smámynd: Jens Guð

  Einar Bragi,  nú er ég þér ósammála.  Textinn við Fatlafól er að vísu með verst ortu textum Megasar.  En fyndinn.  Þetta er klassík.  Megas sagðist hafa látið pirra sig hvað aðrir textahöfundar voru teprulegir og réðust bara á garðinn þar sem hann var hæstur.  Megas ákvað að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur og semja níðvísu um fatlað fólk.  Hann hefur síðar sagt að fatlaðir eigi að vera sprækir yfir að vera ekki ósýnilegir heldur dregnir fram í sviðsljósið í svona níðvísu.  Sveitungi minn heitinn,  Jói Pétur úr Lýtingsstaðahreppi, varð Megasi að yrkisefni.  Jói hafði húmor fyrir þessu.  Enda bráðgreindur og skemmtilegur náungi. 

Jens Guð, 20.8.2007 kl. 00:10

31 Smámynd: Jens Guð

  Eyjólfur,  þegar ég var barn grét ég alltaf þegar ég heyrði Söng villiandarinnar.  Stebbi,  eldri bróðir minn,  passaði upp á að ég heyrði lagið í útvarpinu þegar það var spilað þar. 

  Þú ert svo ungur að ég undrast að þú hafir heyrt þetta lag svona oft.  Það var vinsælast á fyrrihluta sjöunda áratugarins.   

Jens Guð, 20.8.2007 kl. 00:14

32 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heyrðu Jens, Þ. hér að ofan fer með texta og blandar Villa Vill í málið og þú bætir svo í! Ekki man ég til þess að hann hafi sungið þennan texta hvað þá samið hann! Þetta er Angelía sem Dúmbó og Steini af Skaganum gerðu "allt brjálað" með!Skil bara ekki að Drottningin af Skaga skildi ekki detta inn hérna og leiðrétta þessa villu!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.8.2007 kl. 01:25

33 identicon

Jens hefur greinilega komist í sveppina á Klambratúni í gærkveldi þegar hann klambraði saman kvæðið.

Steini Briem (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 01:32

34 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  þú ert með þetta á meira á hreinu en við.  Texti Angelíu er ekki eftir Villa Vill.  Það breytir þó ekki klúðri Villa í Skýinu.  Bara til að það sé á hreinu þá hef ég aldrei étið sveppi en oft kengruglast af bjórdrykkju. 

Jens Guð, 20.8.2007 kl. 01:45

35 Smámynd: Jens Guð

  Þarna er staðfest að um sænskt þjóðlag er að ræða. 

Jens Guð, 20.8.2007 kl. 15:02

36 Smámynd: Haukur Viðar

Villi og Lúlla er afleitt.

Helga Möller er afleit.

Eflaust ágætis kona, en hvað tónlist varðar þá finnst mér hún andkristur

Haukur Viðar, 20.8.2007 kl. 18:39

37 Smámynd: Jens Guð

  Ég veit ekki hvað kom fyrir Helgu,  blessaða konuna.  Á unglingsárum þegar við dönsuðum saman í Klúbbnum virtist hún vera með þokkalegan músíksmekk.  Á þeim árum tróð hún upp með kassagítar og söng ljúfa þjóðlagatónlist í anda Joan Baez.  Síðar snéri hún við blaðinu og hellti sér út í vonda músík og brotavilji hennar er einbeittur. 

Jens Guð, 20.8.2007 kl. 20:35

38 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekki vera svona grimmir við Helgu, góð stúlka! En Jens, mannstu eftir henni á þessum sama tíma með Melchior?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.8.2007 kl. 21:29

39 Smámynd: Jens Guð

  Helga er áreiðanlega hin vænsta stúlka.  Hún tók á sínum tíma saman við mikinn hestamann sem ég kynntist er hann nam við Bændaskólann á Hólum. 

  Ég man ekki eftir Helgu með Melchior.  Enda minnið götótt.  Ég man eftir annarri söngkonu með Melchoir.  Á þessum tíma þekkti ég einn liðsmanna hljómsveitarinnar,  Karl Roth.  Hann var sumarstrákur í Viðvíkursveit fram eftir unglingsárum. 

Jens Guð, 20.8.2007 kl. 21:41

40 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jens, ef þú hættir að birta svona fínar kannanir sem að hægt er að rífast út í hið óendanlega hvað eru frirrt framsettar, þá hættir þú um leið að vera sá skemmtilegi bloggvinur sem þú náttúrlega ert.

Bara þrjú lög ?

& enginn minnst á RabbabaraRúnu hans Sigga ennþá ?

Ertu búinn með moggeríisbloggplássið ?

Varla...

Hins vegar tek ég nú upp hanskann fyrir hann Vilhjálm gullbarka þarna, mér rennur dáldið blóðið til skyldunnar þarna, hann átti til að hýsa mig í LUX þegar ég var barn & því að hann er nú ekki hérna til að svara fyrir sig sjálfur um sína textagerð þá verð ég nú bara að reyna.

Textinn í 'Angelía' kemur honum ekkert við eins & áður kom fram, en hann náttla söng það betur en aðrir. 

Þegar þú ert leiðréttur réttilega fyrir rangfærslur, (sem að kemur fyrir lángbesta fólk, mig líka...), þá ber ekki að bæta bölið með því að benda á eitthvað annað.

Þó að ég sé nú ekki með BA í íslensku eins & á minni ~ztazzettníngu~ sést þá hef ég alveg ágæta máltilfinníngu, eins & Villi hafði nú reyndar líka.  Læt athugasemdir þessa Þ. félaga þíns þarna eiginlega fljóta undir enda var hann ekkert fyrir að skilja myndmálið þarna í textanum, en bendi þér á að þokulæðíngur hefur líklega byrgt honum einhverja sýn á það, líkt & þú gryfjaðist ofaní líka, með því að alhæfa þann læðíng sem einhverja fjötra.

S.

Steingrímur Helgason, 20.8.2007 kl. 21:46

41 Smámynd: Jens Guð

  Ég held að Rabbabara-Rúna sé erlent lag.  Er samt ekki 100% viss og nenni hvorki fyrr né nú að "gúggla" það.  Ástæðan fyrir þetta fáum lögum er að í forvali voru 2 fyrstu lögin þau einu sem margir nefndu.  Síðan bætti ég Skólaballi við eftir áskoranir hér og út í bæ. 

  Það er þannig að þegar ég hef gert forval meðal u.þ.b. 30 áhugamanna um músík með góða yfirsýn þá verður endanleg niðurstaða - eftir 500 greidd atkvæði - í megindráttum sú sama og kemur þar fram. 

  Það bregst heldur ekki að þegar ég bæti við valkostum vegna utanaðkomandi þrýstings þá verma þeir valkostir botninn þegar upp er staðið.  En samt allt í lagi að hafa þá með. 

  Ég reikna með,  eins og þú,  að Villi Vill hafi haft þokulæðing í huga þegar hann orti Skýið.  Nafnið Skýið bendir líka til þess.  Það var hinsvegar klaufalegt af honum að láta setninguna hljóma svona líkt orðatiltækinu að leysa úr læðingi.  Þar fyrir utan er almennt aldrei talað um þokulæðing öðruvísi en segja allt orðið.  Í Skagfirskum fjöllum var mikið um þokulæðing.  En menn styttu orðið aldrei í læðing.  Enda er orðið læðingur bundið við merkinguna fjötra

  Í orðabók má finna orðið læðing yfir skafrenning.  Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson hefur fundið í gamalli vísu orðið læðing notað yfir steinsmugu

Jens Guð, 20.8.2007 kl. 23:10

42 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ógúgglað, þá er Rabbabararúna, frá Fárskrúðsfirðíngi, reyndar.

Þínir þrjátíu líklega eru jafn góðir peníngar & Júdasi voru jafndrjúgir sínir jafnmörgu silfurpeníngar.

Bendir máske frekar á það að þú ættir að leita víðar í flórunni en hjá vinum & viðhlæjendum & árétta enn þá setníngu sem að meistarinn söng, að svo skuli bölið bæta, að benda á eitthvað annað, þegar þér er rétt sagt til af heilum & góðum hug.

Enda, söng hann, "að leysast út í læðíng....", dona ef að ég þarf að leiðrétta þig, aftur.  Varla hægt að misskilja það, eða kalla einhvern klaufahátt hans.

Fyrir mér mátt þú drulla á allt VælOn, karla eða kvenna, Bárðar, eða klaufabárða annara, en ég leiðrétti þig hiklaust þegar kemur að Villa eða öðrum af hans kalíberi.

S.

Steingrímur Helgason, 20.8.2007 kl. 23:41

43 Smámynd: Jens Guð

  Takk fyrir upplýsingar um að lagið um Rúnu sé íslenskt.  Hver er annars höfundurinn?  Ég veit að textinn er eftir snillinginn Þorstein Eggertsson. 

  En ég tel mig geta staðið við að í textanum sé sungið um að "leysast upp í læðing".  Þetta hef ég lesið í söngtextabókum og heyrt nokkuð skýrt fram borið hjá söngvurum. 

  Varðandi skoðanakannanir mínar þá er ég öfgamaður í músík.  Skoðanakannanirnar bera keim af því. 

Jens Guð, 20.8.2007 kl. 23:57

44 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Endurfundir með Upplyftingu.  Vekur ekki aðeins velgjutilfinningu heldur getur verið notað við ristilhreinsun í stað stólpípu.

Hjalti Garðarsson, 25.8.2007 kl. 14:04

45 Smámynd: Jens Guð

  Upplyfting var stofnuð á Hofsósi af æskuvinum mínum á áttunda áratugnum.  Þess vegna kemur ekki til greina að setja lög með Upplyftingu á lista yfir neitt neikvætt.  Til gamans má geta þess að Inga Rún var gítarleikari í Upplyftingu áður en hún tók þátt í stofnun Grílanna.   

Jens Guð, 25.8.2007 kl. 14:57

46 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Mikið er ég feginn því að sjá að þetta er algjörlega óhlutdræg kosning.  Enda mikið í húfi

Hjalti Garðarsson, 25.8.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.