Sérkennileg merking

  Ég flyt inn snyrtivörur frá ýmsum löndum.  Bandarísku vörurnar eru sumar merktar sérkennilegum texta.  Yfirleitt er ástæðan sú að einhver málaferli eða leiðindi hafa átt sér stað og verið er að fyrirbyggja að slíkt endurtaki sig.

  Fyrir mörgum árum birtu bandarísk kvennablöð upplýsingar þess efnis að snyrtivörur endast lengur ef þær eru geymdar í ísskáp.  Í einni verslunarkeðju oftúlkuðu menn þetta og ætluðu heldur betur að varðveita endingu síns lagers af snyrtivörum og skelltu honum í frysti.  Það þoldu snyrtivörurnar ekki og skemmdust með tilheyrandi leiðindum sem eftirmála.  Eftir það eru kassar frá framleiðanda sólkrema rækilega merktir "Ekki frystivara".

  Í gær var ég að taka á móti sendingu af Banana Boat Aloe Vera geli.  Það kemur í ósköp venjulegum pappakössum.  Þeim er lokað með breiðu límbandi.  Ég er vanur að opna kassana með því að kippa límbandinu af eða rista það í sundur með penna eða lykli. 

  Það fór ekki framhjá mér í gær þegar ég tók á móti sendingunni að ný áberandi merking er komin á kassana.  Þar segir stórum stöfum:  "Opnið kassann með því að fjarlægja límbandið" (To open strip tape). 

  Ég velti fyrir mér hvaða leiðindi geta hafa komið upp varðandi jafn einfalt verk og að opna pappakassa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Kannski gætirðu rifið gat á tappa flaskanna með því að skera sundur límbandið?

Markús frá Djúpalæk, 28.8.2007 kl. 14:18

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Líklega hafa þeir vitað að kassarnir myndu fara til Íslands.

Yngvi Högnason, 28.8.2007 kl. 14:22

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, góður.  Værirðu til í að kanna hvers vegna þessar leiðbeiningar eru þarna?  Getur verið að þetta sé eitt skref enn að leiðinni til "idiotproof" fullkomnunar?

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 14:40

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Kaninn alltaf að fría sig ef til málaferla kynni að koma!!!???

Vilborg Traustadóttir, 28.8.2007 kl. 14:43

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sendu einn kassa tilbaka með skilaboðum um nánari upplýsingar um hvernig opna skal slíka vöru.

Óskar Þorkelsson, 28.8.2007 kl. 14:45

6 identicon

Þetta er nú ekkert og fyrst minnst er á kvenfólk, þá er ákaflega létt verk og einfalt í flestum tilfellum að sofa hjá, en samt eru öll blöð og tímarit alltaf uppfull af leiðbeiningum um það hvernig fólk eigi að bera sig að við hjásofelsi. Og því er oftast slegið upp á forsíðu, til dæmis Vikunnar, sem spánýjum fréttum eftir að Sigurður Hreiðar hætti þar.

Þó tókst fólki að fjölga sér áður en blaða- og tímarítaútgáfa hófst út um allar koppagrundir, eða hvað segja guðfræðingarnir um það atriði? Og án þess að ég hafi lesið stafkrók um þessi "fræði" hefur ekki verið kvartað undan mér hvað gæði snertir í þessum efnum og jafnvel oft verið þakkað með kaffi, kökum og handabandi.

Steini Briem (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 15:00

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að venjulegur uppþvottalögur sé merktur sérstaklega með aðvörun til að fólk drekki hann ekki. Einhver mál hafa komið upp þar sem fólk hefur reynt að nota uppþvottalög til að fjarlægja af sér spikið. Sápan fjarlægir jú fitu af óhreinum diskum. Fólk ...Held líka að bandaríska réttarkerfið spili inn í, fólk þar getur farið í mál út af fáránlegustu hlutum og framleiðendur verða að baktryggja sig vandlega. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.8.2007 kl. 15:29

8 identicon

Ég skoðaði einu sinni eitthvað raftæki sem var merkt á þá leið að það innihéldi eitthvað ákveðið efni sem gæti valdið krabbameini.... í Kaliforníuríki.

Það var svoltið spes, ég vissi ekki að krabbameinsvaldar virtu landamæri. 

Óli Gneisti Sóleyjarson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 15:55

9 Smámynd: Jens Guð

  Markús,  þetta er hugsanleg ástæða.  Þó þarf maður að skera ansi djúpt og hraustlega til að fara ofan á tappana.  Pappinn er þykkur og þéttur (enda flöskurnar viðkvæmar fyrir hnjaski) og kassinn er lokaður eins og flestir pappakassar:  Fyrst loka tveir flipar kassanum frá sitthvorri hlið,  síðan eru tveir aðrir flipar lagðir yfir þá frá hinum hliðunum. 

  Jenný,  ég kanna málið. 

Jens Guð, 28.8.2007 kl. 17:19

10 Smámynd: Halla Rut

Já málaferlin hafa farið yfir strikið.

Halla Rut , 28.8.2007 kl. 23:47

11 Smámynd: Jens Guð

  Ég fékk í dag útskýringu á merkingunni "Opnið kassann með því að fjarlægja límbandið."  Þannig er að hjá verslunarkeðju hafa kassar verið opnaðir með því að toppstykki kassanna er fræsað af með rafmagnshníf.  Hálfgerðri sög að mér skilst.  Rafmagnshnífurinn hefur lent á töppum flaskanna.  Verslunarkeðjan hefur reynt að skila flöskum með töppum sem hnífurinn hefur lent á.  Merkingunni er ætlað að afstýra ágreiningsmáli þar um. 

Jens Guð, 30.8.2007 kl. 01:33

12 identicon

Einu sinni keypti ég Gillette raksápu og hún var með varnaðarorðum

á íslensku þess efnis að þetta væri þrýstihylki o.s.frv. og að innihaldið

gæti valdið ertingu kæmist það í snertingu við húð!!!!

Arnar H (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.