Ný áhugaverð plata

  Ég var að fá í hendur splunkunýja plötu með íslensku hljómsveitinni Soundspell.  Platan heitir An Ode to the Umbrella.  Við fyrstu hlustun heyrist mér hljómsveitin vera á líkri línu og ColdplayKeane og Leaves.  Músíkstíllinn fellur undir víðtæka samheitið gáfumannapopp.  Í Englandi er hann kallaður indie og í Bandaríkjunum háskólapopp. 

  Strákarnir í Soundspell eru ekki nema 17 - 18 ára.  Músíkin hljómar samt eins og að þarna séu vanir fagmenn að verki.  Útsetningar eru hugmydnaríkar og flutningurinn yfirvegaður. 

  Ég mun gera betri grein fyrir plötunni þegar ég hef hlustað á hana mörgum sinnum og rækilega.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er búin að hlusta á þessa plötu 15-20 sinnum og verð sífellt hrifnari. Ætla að mæla með henni í næsta blaði. Ef þeir eru svona góðir á þessum aldri hvernig verða þeir þá eftir nokkur ár? Frábær frumraun hjá þessum kláru strákum sem semja þetta allt sjálfir. Spennt að vita hvernig hún leggst í þig eftir meiri hlustun. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.9.2007 kl. 21:46

2 identicon

Gaman að Jens og Gurrí skuli vera svona hrifin!

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 22:04

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Platan hljómar vel við fyrstu hlustun. Tjái mig betur þegar lengra líður á hlustunarferlinu

Kristján Kristjánsson, 5.9.2007 kl. 22:10

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ehemm, helvítinu hásari, hef ég sl. tvo daga verið að rembast við að raula með ungsveininum Alexsander, en gengur auðvitað ekki vel, en væri alveg til í að feta í fótspor Lee marvin á endurútgáfu af "Wandering Star" færi nú létt með það núna!

En ég gamli popppárarinn til nær tíu ára, er semsagt að reyna að koma því út úr mér, að ég er að læða þessu tónaflóði inn um hlustir minar til að gæla við þær, svona mitt í að Smashing pumpkins m.a. skefur úr þeim þess á milli!

Þið þrjú þarna, heyrið þið virkilega ekki neitt sem minnir á Sigurrós?

Magnús Geir Guðmundsson, 5.9.2007 kl. 22:45

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér finnst engin stæling á neinu vera í tónlistinni þeirra. Alexander hefur bjarta rödd og nær hátt. Tek samt undir með Jens að einhver stemmning minnir mig oggulítið á Coldplay. Ég er stórhrifin!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.9.2007 kl. 22:50

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Neinei Gurrí mín, engin að tala um stælingar, ekki ég að minnsta kosti, en ekkert er núorðið nýtt undir sólinni, nefndi t.d. við Jens fyrr í dag og áður en hann fékk plötuna, að þarna væri Cold Play keimur líka. Við þrjú erum semssagt sammála um það!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.9.2007 kl. 23:09

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ertu ekki´ánægður með þetta músíkpælarablaður STeini minn?

Magnús Geir Guðmundsson, 5.9.2007 kl. 23:11

8 identicon

Ég er hæstánægður með þetta allt saman, Magnús minn. Það væri náttúrlega gaman fyrir þá að spila líka á Akureyri, til dæmis í MA.

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 23:22

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hví í fjáranum þar? Möðruvallarkjallarinn ekki kræsilegasta tónleikahúsið ef þú ert að spá í hann, en veit ekkert um nýja húsið. Gryfjan í VMA er öllu skárri, en skást væri nú held ég og að líkindum hafstæðast ef þeir ætluðu að spila á öldurhúsastað, væri þá líklega á græna hattinum! Kostar ekki svo mikið að fá staðin fyrir tónleika, en strákarnir væru þó kannski best settir með einhvers lags skólatónleika já!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.9.2007 kl. 23:53

10 identicon

Þeir voru að spila í Kvennó og spila í Versló á morgun. Svo útgáfutónleikar í Austurbæ á föstudagskvöldið. Og platan verður bráðum plata vikunnar á Rás 2. Þeir gefa plötur þar á morgun. Ætli nýi salurinn í MA sé ekki ágætur til tónleikahalds en ég þekki það ekki svo vel. Eru dalvísku dömurnar að gera út af við þig? Eru þær ekki of stór biti fyrir þig, Magnús minn?

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 00:17

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jú, sérstaklega sexbomban Svannfríður Bæjó, hef elskað lærin hennar frá því hún mætti í netsokkabuxum í Kastljós á leið á síðasta þingfundinn sinn!Hinar voru nú minnir mig tengdar mér fjölskylduböndum, nema ein sem ég elskaði á árum fyrr og geri held ég enn!En klúðraði málum, fótbolti og brennivín voru þá númer eitt, en ekki ástin!

Veit ekki heldur eins og ég sagði, hvernig þetta er í MA núna, en hlýtur að vera auðvelt að komast að því.

ERtu sjálfur gamalt stúdentaræskni þaðan?

Magnús Geir Guðmundsson, 6.9.2007 kl. 00:29

12 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Fótbolti og brennivín hafa gert útaf við marga ástina...

Skál fyrir Chelsea

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.9.2007 kl. 00:40

13 identicon

Ég var í MA og bjó meira að segja á Byggðaveginum. Varstu ekki að gaufast þar eitthvað, Magnús minn? Það er nú gott að þú ert hættur í fótbolta og brennivíni. Þessi samsetning er óholl, segja læknastelpurnar. En þú ert náttúrlega ekki búinn að leggja kvenfólkið alfarið á hilluna og nú er komið bundið slitlag út á Dalvík, þar sem lærin bíða þín vonandi og þau ekki köld, Magnús minn.

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 00:54

14 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Magnús leggur ekki kvenfólk á hilluna.. nema í myndarömmum (og ef að neðsta hillan er breið, stöðug og neðarlega...). 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.9.2007 kl. 01:25

15 identicon

Ef maður er á réttri hillu, stöðugri og neðarlega, í lífinu er nú gott að hafa rétta konu þar sér við hlið en mér sýnist hann Magnús Geir vera á einhverri Hansahillu núna, kallgreyið, og það uppi undir rjáfri. En þú ert nú kona sem segir sex, Helga mín Guðrún, enda úr Skagafirðinum. Varstu ekki í heyskap þar, sólbrún og sælleg? Ég sé þetta alveg fyrir mér. En nú er rómantíkin alveg fyrir bí í heyskapnum, bara rúllurnar eftir og náttúruleysið ríkjandi.

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 02:02

16 Smámynd: Jens Guð

  Gurrí,  þessir drengir eiga eftir að blómstra.  Það er alveg klárt.  Platan er að síast inn hjá mér.  Ég hefði að óreyndu getað svarið að þarna væru 25 - 26 ára drengir á ferð með töluverða reynslu að baki.

  Maggi, jú,  ég tel mig nema eitthvað Sigur Rósar-legt í dæminu.  Ég þorði bara ekki að nefna það eftir fyrstu hlustun.  Í mínum huga er Sigur Rós stórveldi.  Langt fyrir ofan Coldplay,  Keane og Leaves.  Ein af mínum uppáhaldshljómsveitum.  Ég vildi ekki oflofa þessa plötu fyrr en ég væri búinn að "ná henni" betur með frekari hlustun. 

Jens Guð, 6.9.2007 kl. 02:44

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha, þetta er nú meira "næturgamnið" hjá sumu fólki, með mig í aðalhlutverki þótt fjarstaddur sé og steinsofandi!

STeini, að gaufa í MA eða Byggðaveginum? Nei, lærði ekki í MA, en er með fyrstu útskriftarárgöngunum úr VMA. Merkilega margar stúdentablækur gist í Byggðaveginum, en þó kannski ekki, ein lengsta gata bæjarins, eitthvað á annan km.!Nefndu lærin eru frátekin hygg ég, Svannfríðar jafnt sem fleiri og sömuleiðis er Helga Guðrún vel skorðuð við karl einn, svo það sé nú alveg á hreinu líka STeini garmur! Ekki tala svo ílla um hansahillurnar, þær stóðu sig nú vel í gamla daga og Helga Guðrún mælir vasklega, vífin mín á hillum bara í römmum. En hefði náttlega ekkert á móti því að hafa Helgu Guðrúnu með mér á fyrrgreindri breiðhillu niður við gólf, en fyrir siðasakir myndum við bara sitja á hillunni og kjafta og klæmast út í eitt!

Spilaði ekki fótbolta, var bara innvígður og innmúraður í heim boltans, bræður, frændur og vinir, hins vegar á fullu, sumir jafnvel landsliðsmenn!

En Hg! Enga fleiri svona Chelsea fummeyringa takk!

Jamm Jenni boy, þú ert varfærin aldrei þessu vant, mátt heldur ekki styggja stórlaxinn Steina, allavega ekki strax!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.9.2007 kl. 11:41

18 identicon

Anyways, frábært að allir hér, meira að segja Kiddi rokk, skuli vera hrifnir af Soundspell-plötunni. Strákunum þykir nú mjög vænt um það, hef ég frétt. 

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 13:25

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gæti nú trúað að Kiddi væri sá hjartahreinasti af okkur öllum, það skilja allir sem séð hafa engilblíðan svip hans og bros, að ég tali nú ekki um klingjandi hláturinn!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.9.2007 kl. 16:33

20 identicon

Kiddi, kemurðu ekki með okkur á útgáfutónleikana í Austurbæ annað kvöld, föstudagskvöld? Ég er í 69 59 39 8 og redda þér ókeypis miða, ef þú hefur áhuga.

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 18:50

21 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Maður roðnar bara Takk fyrir gott boð Steini. Ég var einmitt að spá í að kíkja. Verð í bandi á morgun ef mig vantar miða. 

Kristján Kristjánsson, 6.9.2007 kl. 23:31

22 identicon

Verði þér að góðu, Kiddi minn. Það væri nú gaman ef þú gætir hitt okkur Jens á einhverju kaffihúsi í miðbænum áður en við förum á tónleikana. Hafðu endilega samband seinnipartinn á morgun ef þú kemst.

Steini Briem (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 00:09

23 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Það er ljóst að ég kemst því miður ekki í kvöld vegna anna (Hver er þessi Anna?)

Hlakka til að sjá strákana spila síðar. Fylgist með

Kristján Kristjánsson, 7.9.2007 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband