10.9.2007 | 17:28
Gamalt leyndarmál upplýst
Flestir kannast sennilega við lagið Ég er frjáls. Það kom fyrst út á 4ra laga Ep plötu með hljómsveitinni Facon frá Bíldudal á sjöunda áratugnum. Á þessum árum var aðeins eitt hljóðver á landinu. Það var í ríkisútvarpinu. Panta þurfti tíma þar með margra vikna fyrirvara. Hljóðverið var svo þétt bókað. Ekki síst vegna þess að verulegur hluti dagskrár útvarpsins var hljóðritaður og unnin löngu fyrir útsendingu.
Þegar liðsmenn Facon voru að ferðbúast suður til að taka upp plötuna kom í ljós að trommuleikarinn var fastur úti á sjó. Nú voru góð ráð dýr. Eftir mikla leit að manni til að hlaupa í skarðið féllst Pétur Östlund á að taka að sér verkið. Pétur er í hópi bestu trommuleikara heims. Á þessum tíma var Pétur að færa sig úr rokki yfir í djass. Hann vildi ekki vera bendlaður við þessa plötu á neinn hátt. Þess vegna kom nafn hans hvergi fram á plötuumslagi né í viðtölum við hljómsveitina.
Þegar platan kom út voru gagnrýnendur blaðanna mjög hrifnir af trommuleiknum. Einn gagnrýnandinn orðaði það eitthvað á þessa leið:
Trommuleikarinn er sérdeilis efnilegur. Hann gæti náð langt ef að hann drífur sig suður og fer í læri hjá Pétri Östlund.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
Nýjustu athugasemdir
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Jóhann, þetta er rétta viðhorfið! jensgud 25.11.2024
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Sigurður I B, snill,d! jensgud 25.11.2024
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Það eru nú takmörk fyrir því hvað maður lætur ofaní sig, en ég ... johanneliasson 25.11.2024
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Þetta minnir mig á... þegar litla flugan hans Fúsa datt oní syk... sigurdurig 25.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 169
- Sl. sólarhring: 187
- Sl. viku: 942
- Frá upphafi: 4111823
Annað
- Innlit í dag: 134
- Innlit sl. viku: 756
- Gestir í dag: 129
- IP-tölur í dag: 126
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Góð saga gaman fyrir Pétur Östlund að lesa þannan dóm he.. he
Fríða Eyland, 10.9.2007 kl. 17:33
Frábær saga! segir þetta eitthvað um gagnrýnendur? Annars minnir lagið Ég er frjáls mig alltaf á Guðnýju Halldórsdóttur leikstjóra - notaði hún þetta ekki í einhverri mynd? Hefur þú heimsótt safnið hans Jóns Kr. á Bíldudal?
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 10.9.2007 kl. 17:33
Þetta er sniðug saga. Hefur Pétur Östlund heyrt hana?
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 10.9.2007 kl. 17:39
Þannig að sveitin hefði átt að heita Fake On en ekki Facon. Hinir hafa fengið frí hjá Bíldudals grænum baunum til að skreppa suður.
Steini Briem (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 17:40
Afbragð fróðleiksmoli, hugsa að ég noti hann á næsta íslenska degi á RVKFM 101,5. Mun að sjálfsögðu eigna þér molann
Ómar Eyþórsson, 10.9.2007 kl. 18:13
Sælir séra Jens var trommarinn bara ekki hjá vini sínum, þú manst sem þú leigðir hjá hérna um árið sem við vorum reknir frá Laugarvatni?
viðar (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 22:31
Kristín, ég veit ekki hvort að Guðný hefur notað lagið í einhverri kvikmynd sinni. Ég hef ekki séð þær allar. En þetta er svo sem ágætis lag. Ég hef ekki séð safnið hans Jóns á Bíldudal. Hinsvegar man ég eftir að hann hafði einhver orð um það þegar lagið Free As a Bird með Bítlunum kom út að þar hefðu þeir þýtt Ég er frjáls eins og fuglinn.
Sóldís, Pétur hefur áreiðanlega fylgst með plötudómunum.
Steini, já, þeir fengu frí frá baunatínslunni í þetta eina skipti. Enda í fyrsta og eina sinn sem hljómsveit frá Bíldudal hefur hljóðritað plötu.
Ómar, alveg um að gera að leyfa hlustendum RVKFM 101,5 að heyra þessa ágætu sögu.
Blessaður Viðar. Ja, hann var alla vega stundum síðar hjá þeim gamla.
Jens Guð, 10.9.2007 kl. 23:02
Ekki má gleyma því að á þessari plötu var eitt tökulag, lagið "The Gnome" sem var eftir Syd Barett úr orginal Pink Floyd og var á einni af fyrstu plötum með Pink Floyd. Í flutningi Facon heitir lagið "Vísitölufjölskyldan" og er við texta Péturs Bjarnasonar.
Þetta er annað af tveimur illa eða óupplýstu atriðum sem þessa GÓÐU e.p plötu Facon varðar, hitt er auðvitað þetta með Pétur Östlund, sem má vera stoltur að hafa aðstoðað Facon við upptökur hjá Ríkisútvarpinu á Skúlagötu 4 árið 1969.
Platan er að mínu mati góð og er auðvitað barn síns tíma.
Kveðja, Steinn.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 23:55
Steinn, þetta er allt rétt hjá þér og takk fyrir þetta innlegg. Þannig var að eftir að dansleik lauk hjá Facon eitt sinn þá lá eftir á ballinu 2ja laga plata með Pink Floyd. Hún innihélt þetta ágæta lag um gnóminn (gnómar eru sérstakt afbrigði af álfum). Hvíslkafli lagsins var skemmtilega ferskur á sínum tíma hjá PF. Eins og margt annað hjá þeirri hljómsveit.
Jens Guð, 11.9.2007 kl. 00:02
Hvernig er það Jens, ætlarðu ekki að setja Þorraþræl með Alsælu inn á tónlistarspilarann hjá þér ?
Kíktirðu á vefsíðuna mína hér á MBL blogginu ?
Þess má geta að hljómsveitin "Græni Bíllinn hans Garðars" sendi frá sér geisladisk um árið, einnig einhverjir trúbador gutlarar, hvortveggja í takmörkuðu upplagi, að ógleymdum afurðum frá vini mínum Jóni Kr. Ólafssyni, o.s.frv. Þannig að útgefin tónlist frá Bíldudal er ekki alveg týnd, samt lókal dæmi eins og gengur á mörgum ágætum dreifbýlisstöðum.
Kveðja, Steinn.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 00:07
Steinn, ég hef kíkt mér til ánægju á bloggsíðu þína. Ég var og er aðdáandi Eikar. Tryggvi Hubbner er góður vinur minn. Líka Hebbi.
Jú, ég ætla að setja Þorraþrælinn í tónspilarann.
Ég þekki ekki persónulega snillinginn Jón Kr. Ólafsson. En ég las viðtal við hann þar sem hann fór fögrum orðum um móðurbróðir minn, Jón Kr. Ísfeld, sem var prestur á Bíldudal. Fyrir þau hlýlegu orð vann Jón Kr. Ólafsson sér inn mörg prik hjá mér.
Jens Guð, 11.9.2007 kl. 02:28
Takk fyrir innlitið og góð orð varðandi viðfangsefni mitt á vefsíðu minni.
Hlakka til að fá Þorraþræl til áheyrnar.
Jón Kr. fær mörg góð prik fyrir svo margt, blessaður kallinn.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 01:27
Mér virðist á allri umfjöllun sem að Jón Kr. Ólafsson sé mætur og merkilegur maður. Eins og oft vill verða í litlu samfélagi, eins og Bíldudal, er hann kannski ekki metinn að verðleikum. Mér heyrist á heimamönnum sem að virðing fyrir honum sé meiri utanfrá. Ég tek þó fram að ég hef aldrei heyrt illa talað um hann á Bíldudal. Það er frekar hitt að hann sé betur og meira metinn af utanbæjarmönnum. Ég þekki manninn ekki neitt. Hann er ágætur söngvari og ástríða hans á söngstjörnum sjötta áratugarins er aðdáunarverð. Poppminjasafn hans á bara eftir að vaxa að verðleikum og staðsetja Bíldudal enn betur á landakortinu þegar fram líða tímar.
Jens Guð, 12.9.2007 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.