Skagamenn skoruðu mörkin

  Ég veit ekkert um fótbolta.  Ég fylgist ekkert með því dæmi.  Mér þótti gaman að spila fótbolta sem barn og unglingur.  Þótti skemmtilegast að svindla eða fíflast.  Mér stóð alltaf á sama hver vann og annað í þeim dúr.  En á fullorðinsárum skiptir fótbolti mig engu máli.  Ég hef aldrei haldið með neinu liði öfugt við systkini mín og foreldra.  Ættingjarnir eru uppteknir af Liverpool,  KA,  Þór,  KR og einhverjum liðum sem að ég hef engan áhuga á að fylgjast með.  Ég nenni ekki að horfa á fótbolta nema þegar Færeyingar keppa.

  Á dögunum barst mér í hendur plata sem heitir Skagamenn skoruðu mörkin.  Ansi hreint áhugaverð plata með lögum úr ýmsum áttum.  Einkum þykir mér fengur að flutningi Óla Palla snillings á rás 2 á laginu Blindsker eftir Bubba Morthens.  Frá því að mér barst platan hef ég ítrekað staðið mig að því að setja umrætt lag á "repeat".  Lagið var/er frábært með Das Kapital.  Það er ennþá flottara með Óla Palla.  Aldeilis mögnuð útfærsla.

  Ég á eftir að spila plötuna oftar áður en ég skrifa um hana plötudóm. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha, þar kom að því, fótboltafærsla frá sjálfum Jens Guð!En þessi plata var gefin út af sérstöku tilefni núna var það ekki, mig minnir það allavega og stendur móðurbróðir hans Óla Palla, Sturlaugur Haraldsson, á bak við hana hygg ég!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.9.2007 kl. 00:54

2 Smámynd: Jens Guð

  Óli Palli gaf mér þessa plötu.  Hún virðist vera tileinkuð Sturlaugi H. Böðvarssyni.  Ég á eftir að skoða betur tengsl Óla Palla við þann náunga.  Ég er samt engu nær um fótbolta. 

Jens Guð, 15.9.2007 kl. 01:59

3 identicon

Við Haraldur Sturlaugsson erum fjórmenningar. Þess vegna tala ég svona vel um Óla Palla. Ekki út af neinu öðru.

Steini Briem (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 02:57

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Seisei, þetta´eru þá bara allt frændur eða vinir Mr. Bean, eh afsakið, Briem, á rásinni eða þá sveitungar hans!

En Jens minn, var að segja þér það sem ég veit eða tel mig muna, mamma hans Óla er systir Haralds Böðvarssonar, sem STeini frændi hlýtur að geta staðfest!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.9.2007 kl. 20:58

5 identicon

Við Íslendingar erum allir skyldir hver öðrum, Magnús minn. Ég og þú erum til dæmis fimmmenningar. Þetta er allt sama bilunin.

Steini Briem (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 21:40

6 Smámynd: Jens Guð

  Á plötuumslagi stendur að Sturlaugur H.  Böðvarsson sé afi Óla Palla.  Móðurbróðir Óla Palla er sagður heita Haraldur Sturlaugsson. 

Jens Guð, 16.9.2007 kl. 02:13

7 identicon

Fyrst platan heitir Skagamenn skoruðu mörkin (eitthvað af þeim að minnsta kosti), þá varð Sturlaugur Haraldsson Íslandsmeistari í knattspyrnu með ÍA árið 2001 og bikarmeistari árið 2000.

Sturlaugur er sonur Haraldar Sturlaugssonar, H. Böðvarssonar, Haraldar Böðvarssonar á Akranesi, sem stofnaði þar samnefnt útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki árið 1906, þá 17 ára gamall, en fyrirtækið var sameinað Granda í HB Granda hf. árið 2004. Haraldur Böðvarsson lét byggja Bíóhöllina á Akranesi árið 1942 og hún var þá stærsta kvikmyndahús landsins. Faðir hans, Böðvar Þorvaldsson, nefndi eftir honum kútterinn Harald frá Akranesi ("Kátir voru karlar").

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband