16.9.2007 | 05:37
Rakstur kvenna
Það er einhver tískubylgja í gangi þess eðlis að konur eigi að raka sig að neðan. Meðal annars hefur vinur minn, Torfi Geirmundsson, rekið áróður fyrir þessu á Útvarpi Sögu. Jafnframt eru kvennablöð - einkum bandarísk - uppfull af áróðri fyrir þessu. Það er jafnvel talað um tiltekin tískufyrirbæri í "bikini-röndum".
Staðreyndin er sú að þetta er vitleysa. Brúskurinn gegnir mikilvægu hlutverki. Fyrir það fyrsta ver hann þetta svæði fyrir áreiti frá klæðnaði. Í annan stað er hlutverk hans að viðhalda réttu raka- og hitastigi á svæðinu. Í þriðja lagi ver hann leggöng fyrir því að óhreinindi berist þar inn.
Konur sem að raka sig að neðan eru að bjóða hættu heim. Þær lenda í því að þetta viðkvæma svæði verði fyrir ertingu frá klæðnaði. Leggöngin eru varnarlausari gagnvart óhreinindum. Rakastig leggangna fer úr skorðum. Rökuð kynfæri kvenna eru heldur ekkert flott eða "sexy". Þetta er andstætt náttúrunni og bara kjánalegt.
Flokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:13 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 16
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 1040
- Frá upphafi: 4111565
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 876
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
já neðanrakstur er eins og að leika rússneska rúllettu með móðurlífið! Ekki nóg með að óhreinindi safnist fyrir eins og nafli fullur af ló heldur þorna lendur kvenna upp með það sama eins og rýrt land án lúpínu. Kvenmenn eiga að láta hár sitt vaxa, eins og kennt er í biflíunni, jafnt að ofan sem að neðan. Annað er andstætt náttúrunni, heilbrigðiri skynsemi, guði, góðu siðgæði og smekkvísi!
Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 06:56
Gott orð yfir bif-lía.
Annars er ég sammála þér Jens.
Edda Agnarsdóttir, 16.9.2007 kl. 07:42
"How to get rid of unwanted hair" ... hef lesið þetta og séð, tja.. Hvers á það að gjalda þetta saklaus hár sem er aðeins að reyna að gera gott ? Hvernig væri að stofna samtök til varnar (óæskilegum) líkamshárum ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.9.2007 kl. 09:21
órökuð píka safnar líka skítalikt
Tobbi, 16.9.2007 kl. 10:34
Svo ég fái lánuð þín eigin orð Jens:
Það er einhver tískubylgja í gangi um að karlar raki sig í framan. Meðal annars hefur minn ágæti vinur, Torfi Geirmundsson, rekið áróður fyrir þessu. Til að mynda á Útvarpi Sögu. Jafnframt eru karlablöð - einkum bandarísk - uppfull af áróðri fyrir þessu. Það er jafnvel talað um tískufyrirbæri í "skegg-rönd".
Staðreyndin er sú að þetta er vitleysa. Brúskurinn gegnir mikilvægu hlutverki. Fyrir það fyrsta ver hann þetta svæði fyrir áreiti frá klæðnaði. Í annan stað er hlutverk hans að viðhalda réttu hitastigi á svæðinu. Í þriðja lagi ver hann munnhol og nef fyrir því að óhreinindi berist þar inn.
Karlar sem að raka sig í framan eru að bjóða hættu heim. Þeir lenda í því að þetta viðkvæma svæði verði fyrir ertingu fra klæðnaði. Munnholan og nefið eru meira óvarin gagnvart óhreinindum. Rakastig munnholu og nefs fer úr skorðum. Rökuð andlit karla eru heldur ekkert flott eða "sexy". Þetta er andstætt náttúrunni og bara kjánalegt.
Er þetta ekki allt saman ógurlega persónulegt þegar upp er staðið, hvort fólk kjósi raksturinn, eður ei ?
Eða eigum við kannski öll að líta út eins og Osama Bin Laden, bæði að ofan og neðan ?
Ég er enginn Guð. (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 10:46
Ég fæ heldur ekki skilið þetta, Jens. Að fullorðnar konur vilji vera til kynfæranna eins og smábörn. Og hvað þá heldir að karlmenn sækist eftir því að sænga hjá hárlausum píkum.
Eydís Hentze Pétursdóttir, 16.9.2007 kl. 11:13
Skondið. Öll líkamshár eru til þess að gagnast líkamanum á einhvern hátt. Augabrýr til að svitinn leki ekki í augun og nefhár til þess að dropi ekki stöðugt úr nefinu. Hönnunin er hárfín. En þeir sem búa við öll lífsins þægindi geta dundað sér við að breyta útlitinu eftir tískustraumum án þess að skaða heilsuna.
Annað sjónarhorn á hárlausar píkur - það vekur upp hugmyndir um ókynþroska börn og þá er stutt í barnaklám.
Halldóra Halldórsdóttir, 16.9.2007 kl. 11:21
mitt innlegg í þessa áhugaverðu umræðu er að það er betra að kyssa nýrakaðar varir...
Óskar Þorkelsson, 16.9.2007 kl. 11:45
Titillinn "gervigrasafræðingur" fær núna nýja meiningu í mínum huga.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.9.2007 kl. 11:57
Ja þetta eru fjörugar umræður um ansi persónulegt athæfi :) Er þetta ekki bara eitt af því sem hver og einn verður að fá að ráða, hvort rakað sé skegg í andliti, undir höndum eða neðansnyrting. Ég hrífst ekki að Osama bin Laden lúkkinu. Vekur dál. forvitni mína þessi varnaðarorð um óhreinindin sem eiga greiða leið ef rakað er, en manni minn hvernig konur þekkir þú, eru þær ekki í hreinum nærbuxum og úr eðlilegum efnum svo þær valdi ekki ertingu. Svo er annað sem undirrituð aðhefst daglega en það eru sturtuferðir, m.o.ö. almennur þrifnaður. Eru meiri líkur á að óhreindi berist úr undirfötum og umhverfi en óhreinni mottu ? Svo er eitt að raka eða snyrta, mér finnst ekkert smart að vera loðin upp á nafla og niður á læri. Rakskafan verður áfram í minni innkaupakörfu þar til stefnan verður tekin á vaxið.
Eigið góðan dag rökuð jafnt sem órökuð :)
Ragnheiður (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 12:47
Góður Heimir!
Eydís Hentze Pétursdóttir, 16.9.2007 kl. 12:50
Furðulegt hvernig fólk tengir saman kynfærarakstur og pedófílíu. Vegna þess að barnungar stúlkur séu, jú, einnig hárlausar niðri. Er þá ekki rétt að taka allt með í dæmið og tengja saman andlitsrakstur karla við pedífílíu? Það er kannski stigsmunur á þessu tvennu, en ekki eðlismunur.
Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 12:51
Þetta er nú einkamál hvers og eins.
En rakstur getur líka verið nauðsynlegur. Þegar ég var 19 ára sjúkraliðanemi í Noregi var mér sagt að fara inn á stofu til konu og raka hana að neðan fyrir hjartaþræðingu. Samviskusamlega var hún rökuð og þegar rakstrinum var lokið var konan eins og barnsrass að neðan, ekki stingandi hár. ,,Hvað ætli maðurinn minn segi við þessu?" sagði konan hlæjandi en ég gladdist yfir því að þurfa ekki að redda plástri. (Nú er þetta farið að hljóma eins og þulublogg)
,,Að raka að neðan" þýddi á fagmáli rakstur í hægri nára en ég vissi það ekki. Þetta var fyrir tíma kantskurðar, g-strengs og naumhyggju í baðfatatísku.
Heidi Strand, 16.9.2007 kl. 13:18
Mikið fjandi ertu fundvís á áleitin viðfangsefni mannsandans, Jens!
Hvað er mikilvægara á okkar tíma en að fá botn í þetta loðna deilumál?
Árni Gunnarsson, 16.9.2007 kl. 13:46
Ég myndi nú ekki tjá mig mikið um þetta mál opinberlega ef ég héti Torfi og væri þar að auki hársnyrtir. Hins vegar er það saga til næsta bæjar að kvenfólk úti um allan heim hlusti svona mikið á Torfa í Útvarpi Sögu og fari eftir því sem hann segir.
Steini Briem (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 15:14
Sammála Brjáni með pedófílíuna. Held reyndar að hér áður fyrr (þegar maðurinn "varð til") var tilgangurinn einmitt þessi, að halda óhreinindum í burtu. En gleymum því ekki að þá voru ekki til sturtur... hvað þá að fólk færi í sturtu á hverjum degi eins og við flest gerum. Persónulega finnst mér hreinlegra að losna við þennan blessaða brúsk og væri alveg til í að losna við sem mest af hárum (fyrir utan hárið á hausnum). En það er bara ég
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 16.9.2007 kl. 15:20
Það sem vakti mig til umhugsunar um þetta er að ungur maður sem ég þekki slæddist upp í rúm með konu sér tvöfalt eldri. Konan var óröku. Maðurinn hneykslaðist á því. Virtist tengja það við sóðaskap. Áður hafði hann bara sofið hjá rökuðum jafnöldrum.
Mér varð þá hugsað til þess að ungar konur fá úr öllum áttum skilaboð um að þær eigi að raka sig. Þau skilaboð eru röng. Þannig að ég tel brýnt að bera á borð önnur skilaboð.
Jens Guð, 16.9.2007 kl. 15:26
Það er nú ýmislegt sem Frjálslyndi flokkurinn ætlar að berjast gegn. Hins vegar gæti þetta verið meira svona innanhússvandamál. Ég gæti þó trúað að þingflokkurinn sé laus við þessa ósvinnu, svona að mestu leyti að minnsta kosti. Þar eru hin einu og sönnu Torfusamtök. Magga hefur sennilega aðra stefnu í þessum málum og hefur því kosið að yfirgefa flokkinn og stofna nýjan ásamt Ómari Ragnarssyni.
Steini Briem (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 15:46
Hvað finnst þér um konur sem raka sig ekki undir höndunum? Eitt sinn gerði það enginn en nú væri starað á unga stúlku sem væri með brúskinn undir höndum í sundlaugum Reykjavíkur.
Halla Rut , 16.9.2007 kl. 18:22
Ég prívat og persónulega raka ekkert nema gras. Síðan ég hætti að raka mig undir höndunum, þá einfaldlega hætti strýið að vaxa undir höndunum á mér, síðan ég hætti að vaxa leggina, þá er einstaka hár, en ekkert til ama. Hef aldrei rakað eða kantskorið neitt neðar en það.
Var ekki ákveðið á einhverri leigubílastöð að bílstjórar ættu að kantskera K****** Og mæltist misjafnlega fyrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2007 kl. 18:28
Ætla mætti að þeir karlmenn sem vilja "rakaðar" konur séu haldnir barnagirnd, börn eru jú alveg hárlaus á þessum stöðum
Tg (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 19:03
Annars er ég að spá í að fara í Lazer og taka bara allt af....
Halla Rut , 16.9.2007 kl. 19:22
Ég sé enga ástæðu fyrir konur fremur en karla að raka handarkrika. Slíkt tíðkaðist ekki á mínum uppvaxtarárum. Hárin í handakrikanum gegna hlutverki. Handakrikinn er ein af helstu hreinsunarleiðum líkamans. Þar út um svitaholur losar líkaminn sig við eiturefni. Hárin halda réttu raka- og hitastigi í handakrikanum til að auðvelda svitaholunum verk sitt.
Þegar hárin eru fjarlægð og svitaholurnar gerðar óvirkar með svitalyktareyði þá lendir hreinsunarkerfi líkamans í vandræðum. Það reynir að fjarlægja eiturefnin í næsta nágrenni við handakrikann. Það veldur áreiti á viðkvæma eitla í brjóstum kvenna. Það er talið að hátt hlutfall af brjóstakrabbameini kvenna megi rekja til þessa.
Svitalyktareyðar skiptast í tvennt: Annarsvegar eru spíraefni sem þurrka upp svitaholurnar. Hinsvegar eru það lakkefni sem loka húðinni.
Heppilegast er að leyfa handakrikanum að svitna. Það eru til alnáttúrulegir saltkristalsteinar sem strokið er um handakrikann. Það eina sem þeir gera er að hindra að lyktarbakteríur kvikni.
Jens Guð, 16.9.2007 kl. 19:24
Ég er náttúrlega sammála þessari náttúrulegu skoðun þinni á náttúrulegum eðlilegum hárvexti.
Rökin fyrir rökum raka & almennu hreinlæti þarna eru óafturbrjótanleg.
Mínar píkur, þ.e.a.s sem að ég hef undir höndum eru alltént núorðið órakaðar & það er ekki endilega af almennu sinníngarleysi.
Það er ekkert endilega eins gaman að vera á sama máli & þú & frekar en að þræta smotterí á aumu moggabloggi þínu.
S.
Steingrímur Helgason, 16.9.2007 kl. 19:42
Ó Jens þú vilt greinilega hafa þær loðnar. Þær eru hárugar á Írlandi hef ég heyrt, farðu þangað.
Halla Rut , 16.9.2007 kl. 19:48
Þýskar bóndadætur Jens. Sá eina svoleiðis í sundinu í sumar (hún var þýsk en hvort hún er bóndadóttir veit ég ekki). Ég hélt að hún væri karlmaður. Brúskur sem lafði undan höndunum náði niður á miðjar síður og undan lítilli bikiní -brókinni var annar eins brúskur sem náði langt niður á læri.Leggirnir voru svartir eins og hún væri í ullarsokkum uppá hné. Ég sá hana ekki í sturtunni og trúlega hefur hún verið órökuð
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 20:02
Það er oftúlkun að ég hafi mestan áhuga á sem loðnustum konum. Það er flest annað í fari kvenna sem skiptir meira máli en hárafjöldi á líkamanum. Engu að síður eru ábendingar ykkar þakkarverðar.
Jens Guð, 16.9.2007 kl. 20:21
Ég var með einni um daginn sem var nýbúin að fara á Rakarastofu Ragnars og Harðar á Vesturgötunni og ég er ennþá með þetta sæta og mjúka bragð á tungunni og vörunum, samt soldið út í eikarbragð. Vetrarlínan í píkurakstri verður kynnt í Perlunni um næstu helgi. Heiðursgestur verður Britney Spears. Don't be shy and come out of the jungle, girls!
Steini Briem (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 20:47
Mohikan?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.9.2007 kl. 22:02
Flugvallarstrípuheilkennið er jafnvel enn hallærislegra en móhíkanalínan...
S.
Steingrímur Helgason, 16.9.2007 kl. 22:07
Erlingur, það gæti svo sem verið vegna yfirvararskeggsins.
Út af fyrir sig er í fínu lagi að konur leiki sér að því að raka mynstur í brúskinn. Hvort sem það er móhíkani eða flugvallarstrípuheilkenni. Hinsvegar er óheppilegt að stúlkur og ungar konur haldi að rakstur sé "must". Og að ungir menn haldi að konur sem raki sig ekki séu sóðar.
Til gamans get ég upplýst að ég er að selja bæði vax og háreyðingarkrem fyrir konur. Það er fínn bisness í þessu. Og ég hef grun um að það sé einmitt snyrtivöruiðnaðurinn sem að á sök á því hvernig komið er. Til að selja vöru þarf, jú, að búa til eftirspurn.
Jens Guð, 16.9.2007 kl. 22:32
Ef konan er of loðin samt, þá getur hún smitað rekkjunautinn.
Sjáið mig, ég var einu sinni með venjulega höku
Haukur Viðar, 16.9.2007 kl. 22:37
Ja hérna! Um allt er hægt að rökræða!
Finnst alltaf jafn andstyggilegt þegar rakstrinum er fléttað saman við barnagirnd. Hvað þá um konurnar sem raka sig... langar þeim þá svona að vera litlar stelpur sem er r****? Dj.. kjaftæðið í ykkur
Fólk rakar sig bara eins og því sýnist án þess að það þurfi eitthvað að greina það:)
Heiða B. Heiðars, 16.9.2007 kl. 22:53
Háskólinn í Reykjavík gerði stóran bissniss úr þessu atriði. Nemendurnir þar hönnuðu og framleiddu skapalón og nú er skólinn að stækka við sig, byggir stórhýsi í Vatnsmýrinni.
Steini Briem (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 23:05
Hef enga skoðun á þessu, en mikið hlýtur salan að ganga vel Jens minn, fyrst þú ert með þessu hispursleysi (og svo ég tali nú "bissnesmál" af því við erum báðir menntaðir í greininni) lá á eftirspurnina? Annar þinn milliliður kannski heldur ekki íslenskri eftirspurn, eða hvað er í gangi?
Magnús Geir Guðmundsson, 16.9.2007 kl. 23:10
Góður Haukur!
Heiða, þessi sterku viðbrögð við lítilli og sakleysislegri færslu hjá mér koma mér í opna skjöldu. Þetta átti bara að vera smá ábending til unga fólksins. En fólk hefur greinilega ákveðnar skoðanir á málinu frá ýmsum hliðum.
Ég er þér sammála um að það er langsótt að tengja raksturinn við barnagirnd. Þar fyrir utan er raksturinn orðinn það útbreiddur meðal ungra kvenna að það eitt útilokar tengingu við þann fámenna - en samt alltaf of fjölmenna - hóp manna með barnagirnd.
Steini, þú ert alltaf frumlega fyndinn.
Jens Guð, 16.9.2007 kl. 23:18
Ég er einmitt á því að þessar eldri jússur séu að dudda við þetta hárleysi með sköfu eða háreyðíngarkremum útaf því sem að þær sjá & heyra frá yngri dömunum, sem að líklega sjá þetta frá út frá því sem að ungir piltar læra af nútíma 'fræðsluritum' & 'hreyfimyndaefni' um hvernig samlífi kynjanna eigi virkilega að vera.
Ég hef, (sem náttúrlega óviljugt fórnarlamb þess að þurfa stundum að 'laga' tölvubúnað míns frumburðar), séð nefnilega nútíma 'pron' ,(viljandi misstafsett), & það að mestu leyti gengur út á það að einhverjir blámenn með átján tommu ~flatböku~ taka einhverja smávaxna ljósku, barnrakaða, í þann líkamshluta sem að flestir okkar kjósa að brúka sem einstefnuventil, til síns upphafsmeinta brúks.
Tek fram að ég er ekkert ókunnugur snyrtivörubransanum heldur, enda háöldruð móðir mín snyrtisérfræðíngur enn virkur í dag & ekki hafna ég einhverri hársnyrtíngu sjálfur, enda ég máske blautur, en shysta mín er rakari.
S.
Steingrímur Helgason, 16.9.2007 kl. 23:24
Æi mér finnst þessi umræða alltaf jafn asnaleg. Og mér finnst það eitt að þú fáir svona mikil viðbrögð við færslunni enn asnalegra.
Hverjum kemur við hver rakar sig hvar!
Og konur sem hneykslast hvað mest hérna... Ég hef tekið svona "Brazilian" á minn kjallara og ætla bara að láta ykkur vita að það hressir upp á kynlífið;)
Djö... afskiptasemi er þetta
Heiða B. Heiðars, 16.9.2007 kl. 23:24
Maggi, bisnessinn gengur vel hjá mér. Hinsvegar tek ég ekki þátt í því að ýta undir sölu á vaxi eða háreyðingakremum vegna afstöðu minnar til fyrirbærisins. Ég hef aldrei auglýst þær vörur eða haldið þeim á lofti.
Það má flokka þetta undir skinhelgi hjá mér eða tvöfaldan móral: Að ég sé að selja þessar vörur. Þetta er mér þó ekki slíkt hjartans mál eða baráttumál að það trufli mína götóttu samvisku verulega.
Þeir voru miklu stærri bitarnir sem ég kyngdi á meðan ég var í auglýsingabransanum. Á þeim vettvangi tók ég ítrekað að mér verkefni - og afgreiddi af samviskusemi með góðum árangri - sem að stönguðust á við mín prívat viðhorf. Meðal annars hannaði ég markaðssetningu á kosningabaráttu svo ólíkra flokka sem Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins. Bara svo að örfá dæmi séu nefnd.
Jens Guð, 16.9.2007 kl. 23:28
Þetta bloggaði hún Alla í júní í sumar ef mér leyfist :
"Ég hef nú bara ekki áttað mig á nauðsyn þess að spyrja mig þessarar spurningar. Ætli kynsystur mínar horfi á mig með vanþóknun í sturtuklefa sundlaugar Akureyrar, ef of langt hefur liðið frá því að síðasta 'hársnyrting' fór fram. Heyrði að brasilískt vax væri orðinn svo ómissandi þáttur í lífi kvenna að margar hverjar gætu ekki látið sjá sig í almenningssturtum nema nývaxaðar...
Ég get ekki ímyndað mér áfallið sem stúlkurnar okkar verða fyrir þegar þeim fara að vaxa skapahár... eitthvað sem þær hafa aldrei séð greyin!!!
Erum við nú ekki heldur langt gengnar systur góðar?
Eða hvað, þarf ég kannski að fara að klæða mig í sundbolinn inn á klói, þegar mér verður á að mæta 'illa til reika' í sund, svona til að verða ekki litin hornauga í sturtunum? "
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 16.9.2007 kl. 23:30
Steingrímur, ætli þín aldraða móðir versli ekki af mér?
Heiða, ég hef ekki orðið var við opinbera umræðu um þetta. Ef undan er skilinn áróður Torfa vinar míns Geirmundssonar á Útvarpi Sögu í fyrra. Þar varð ekki beinlínis umræða um málið heldur meira einhliða afstaða kynnt.
Þessi umræða hér er svo sem ágæt. Mín vegna er í fínu lagi að konur bregði á leik og prófi svona rakstur. Ég er fyrst og fremst að benda á að þetta er ekki heppilegt og í mörgum tilfellum hefur þetta vondar afleiðingar. Það er ekki nauðsyn á þessu. Langt í frá. Og þetta á ekki að vera krafa frá karlmönnum til kvenna.
Jens Guð, 16.9.2007 kl. 23:39
Hulda, mæl þú manna heilust.
Jens Guð, 16.9.2007 kl. 23:41
Ég kíki í bókhaldið á snyrtistofunni á morgun Jens, en Huldan mælti líklega kvenna heilust ?
S.
Steingrímur Helgason, 17.9.2007 kl. 00:19
Steingrímur, passaðu upp á að gamla konan sé að gera innkaup hjá réttum sölumönnum. Lægsta verðið og bestu gæðin fær hún hjá Aloe Vera umboðinu.
Jens Guð, 17.9.2007 kl. 02:52
Einhversstaðar las ég um inngróin hár og rauðar bólur og erfiðan kláða og sviða sem getur fylgt svona neðanrakstri. En hva.....konur láta sig bara hafa það eins og allt annað ef það uppfyllir kröfur ungra karla og útslitsstaðla þeirra og t.d háreyðingarsölumanna....
Annars ræður hver kona yfir sínum brúski og hvort hann er mikill enð enginn verður að vera hennar einkamál..það er bara spurning hvenær hennar viðhorf er hætt að ráða og markaðslögmálin tekin yfir..ha?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 09:25
Þessar vangaveltur eru stórskemmtilegar. En það er hrikalegt hvað Bandaríkjamenn eru hræddir við allan hárvöxt. Þar lætur engin kona sjá sig án þess að raka á sér leggina. Nema hún ég sem bauð þeim birginn!
Svo heyrði ég um eina vestanhafs sem fór í leysiaðgerð vega hárs undir höndum. Þetta er rugl.
Mér finnst þetta vera mál hverrar og einnar konu hvort og þá hvar hún rakar sig......
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 17.9.2007 kl. 11:32
Að sjálfsögðu er það mál hverrar og einnar konur hvort og þá hvar hún rakar sig. En eins og Katrín kemur inn á þá er það spurning hvenær konan ræður sjálf eða ytri þrýstingur tekur yfir.
Svo er mér sagt að svokallaðir effemm hnakkar raki á sér bringuna. Þeir fara í ljós þrisvar í viku, aflita á sér hárið eða setja í það strípur, dæla í sig sterum og raka á sér bringuna. Ja, allt er nú til.
Jens Guð, 17.9.2007 kl. 13:01
Ég verð nú að vera sammála hennir systur minni hérna að ofan (jónínu sólborgu) Þetta er nú kannski fyrst og fremst arftur síðan að ekki voru til sturtur og það sem að við köllum svona almennt hreinlæti Ég hugsa að ég hafi aldrei heyrt um neinn sem að hefur fengið einhverja sjúkdóma út frá því að raka sig eða vaxa sig að neðan og nú hef ég tekið svona slatta af heilbrigðis og sjúkdóma kúrsum þegar ég var í skóla....en ef einhver veit betur þá langar mig alveg endilega að heyra það svona starfsins míns vegna
En auðvita er það ákvörðun hverrar konu fyrir sig....þó það nú væri
Hjördís Ásta, 17.9.2007 kl. 13:32
Og nú er búið að fjalla um þetta mál svo mörgum hliðum að það vantar ekkert nema hrokafulla athugasemd frá einhverjum krististanum um hver fyrirmælin séu í Rómverjabréfinu
Ár & síð, 17.9.2007 kl. 13:58
Þið voruð að ræða tilgangin með öllum þessum hárum, hvaða tilgangi þjóna hárin á upphandleggjunum og bakinu á mér og ekki reyna að segja að það sé til að vernda mig gegn klæðum því að ekki var fólk nauðasköllótt áður en það fór að ganga í fötum
Log (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 14:20
Það er greiniilega margir sem vilja leggja orð í belg í þessarri umræðu. Ekki ætla ég að gera það, mér datt í hug þegar ég var að lesa þetta að vinkona mín lét fjarlægja skaphár og það var gert með Sukkulaðivaxi. Sagði hún að það væri væri góð meðhöndlun.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.9.2007 kl. 14:52
Hvar eru svör hinna rökuðu karlmenna?
Það vill þannig til að konur eru ekki þær einu sem snyrta sig og raka neðanmáls. Svei mér þá Jens, ef þú næðir mér á karlmannlegt trúnó einn góðan veðurdag gætirðu efalaust dregið upp úr mér að kostir kantskurðar eru margir - og þeir tengjast bæði hreinlæti og líkamlegum unaði...
Davíð Stefánsson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 15:42
Er ekki nómt mál að þrefa um smithættu eða hreinlæti? Er þetta ekki bara spurning um hvort menn vilji hafa steikina sína enn í ullinni, eða ekki?
Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 15:43
vá, ég hef aldrei séð svona mörg komment !
ég hef aldrei skilið þetta að raka píku hárinn burtu (biðst velvirðingar ef þetta er dónalegt orð í dag, það var það ekki þegar ég bjó á íslandi)
AlheimsLjós til þín
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 15:51
Jæja, rakaðar að neðan eður ei, mér persónulega séð skipti mér aldrei af því hvað konur gera og hvað þær vilja gera, en minn smekkur að þær séu ekki loðnar :-)
Óskar Halldór Guðmundsson, 17.9.2007 kl. 17:13
Datt í hug franskur rennilás þegar ég var að hugsa um þessar umræður.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 17.9.2007 kl. 17:21
Minn smekkur er að karlemnn séu ekki loðnir og helst umskornir,meiri ósama óþverin sem þessi forhúð er..ullabjakk. Takk fyrir mig.
Linda, 17.9.2007 kl. 17:55
Ósama tíhí, var að hugsa um spaugstofuna, enn það er önnur umræða. bæjó.
Linda, 17.9.2007 kl. 17:58
Ja hérna hér , ætlaði eins og margir ekkert að tjá mig um þetta en perónulega lenti ég illa í því að taka til þarna niðri hjá mér .Fékk og fæ enn í dag mörgum árum seinna viðbjóðsleg kýli og er ekki vinnufær á meðan.Búin að vera á sýklalyfjum og fara í aðgerðir en.... ekkert virkar þ.a. í dag gengur mín bara í víðum buxum og boxer .En minn maður er ánægður með mig eins og ég er svo ég er "þokkalega" sátt
Guðný GG, 17.9.2007 kl. 18:43
Konur ættu að taka kristilegt hugarfar Lindu sér til fyrirmyndar og fá sér kross-skapalónið frá Háskólanum í Reykjavík.
Steini Briem (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 19:03
ah Steini, þú er svoddan krútt, það er algengur miskilningur um kristna að það sé dautt fyrir neðan mitti, eins og mér er vant að segja, ég er trúuð enn ekki Kúguð. Ég hinsvegar er að hafa þessa umræðu að háði, hún er lýsandi af kvennfyrirlitingu og sínir hversu kvennímyndin er orðin bjöguð og klámvædd.
Linda, 17.9.2007 kl. 19:29
OMG þetta getur ekki verið að gerast 64 comet á þessa færslu ,ja hérna seigi ekki meir.Jens hvar ertu ,,,nýja færslu strákur ekki seinna en strax :))
Rannveig H, 17.9.2007 kl. 19:52
Það er aldeilis búið að skeggræða þetta þjóðþrifamál. Varla er hægt að finna fleiri fleti á þessu. Umræðan hefur verið svolítið á gráu svæði og með krulluðum útúrdúrum sem af og til hafa farið yfir (bikini)línuna. Mér finnst þetta vera á svolítið gráu svæði.
Heidi Strand, 17.9.2007 kl. 20:37
Rannveig, ég tók þig á orðinu um leið og ég las "kommentið" frá þér. Mér varð hugsað til flokksins okkar og bloggið mitt er orðið eins og fréttamiðill fyrir FF. Áður en ég yfirgef athugasemdakerfið hér þá má ég til gamans upplýsa það - vegna þess að það er ekki fjarskylt umræðunni um rakstur - að þinglokkur FF mun í vetur leggja fram frumvarp þess efnis að felldir verði niður tollar af stinningarlyfinu Viagra.
Jens Guð, 17.9.2007 kl. 20:46
Sú hefur lyft upp svuntunni/siðuð meyjarskorðan./Kerti braut í ku.../kerling fyrir norðan.
Endemis rugl er þetta. (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 21:00
Smá innlegg í þessa umræðu þó svo að margir séu búnir að tjá sig ... auðvitað hefur fólk mismunandi skoðanir á þessu og rakstur að neðan tíðkaðist ekki þegar amma var ung og ég sé ekki alveg fyrir mér fólk á hennar aldri að dunda sér við að snyrta kynfærahár eða raka sig undir höndunum (biðst að sjálfsögðu afsökunar ef ég hef ekki rétt fyrir mér). Ég hef aldrei skilið þessa röksemdafærslu að hárleysi bjóði upp á sóðaskap eða sýkingarhættu - sjálf hef ég heldur aldrei fengið bólur eða inngróin hár - og sammála Heiðu í þessu með brasilíska vaxið! ;)
Að sjálfsögðu á hver og einn að ráða því hvernig hann snyrtir sig (eða ekki) en ég vil skora á þá/þær sem aldrei hafa prufað snyrtingu að skoða málin ... maður verður að hafa samanburð til að geta sagt með vissu hvort manni finnist betra! ;)
BM (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 21:12
Linda mín, fjandinn fjarri mér að ég fari halda því fram að þú sért dauð fyrir neðan mitti!
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þitt er mitti kristilega fitt,
en allt þitt kitti kostar sitt,
í Krossi hitti og gerum hitt.
Steini Briem (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 21:41
Það vekur athygli mína hvearsu margir taka þátt í þessari umræðu. Hvað er eðlilegra en að snyrta sig að neðan þegar morgunsturtan er tekin. Að sjáfsögðu er það val hverrar konu hvort hún snyrtir sig. Þetta er allt spurning um hreinlæti, ekki flóknara er það.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 17.9.2007 kl. 22:39
Ég hef aldrei rakað önnur hár en mitt skegg. Eftir rakstur er húðin opin, afar viðkvæm og óvarin fyrir áreiti, óhreinindum og bakteríum. Margir bera á sig rakspíra til að loka húðinni og verjast bakteríum. Rakspíri er hinsvegar óheppilegur. Hann þurrkar húðina og raskar þannig fituframleiðslu hennar.
Miklu betra er að bera á nýrakaða húðina Banana Boat Aloe Vera gel. Það hefur alla sömu eiginleika og rakspíri. En hefur það umfram rakspírann að raska ekki fituframleiðslu húðarinnar. Þar fyrir utan inniheldur það mikið af hollefnum fyrir húðina á borð við vítamín, steinefni, hvata og hefur hraðgræðandi eiginleika.
Jens Guð, 17.9.2007 kl. 23:21
Þú & þínar auglýsíngar...
En rakspíri er böl á nýáreitt skinn, það er þó satt & rétt hjá þér.
Fer þessum loðpíkusögum ekki bráðum að ljúka, dona annars ?
S.
Steingrímur Helgason, 18.9.2007 kl. 00:04
Jú, jú, þessi loðpíkuumræða tekur enda. Flest hefur komið fram í umræðunni. Og það sem mestu máli skiptir: Ég náði að koma að auglýsingu fyrir Banana Boat Aloe Vera geli.
Jens Guð, 18.9.2007 kl. 00:13
jamm...
Jón Ragnarsson, 18.9.2007 kl. 01:29
ég verð að fá að segja smá. Það er margt gott sem kemur úr þessari umræðu og auðvitað á hver og ein kona að gera það upp við sig hvort hún vilji vera snyrt að neðan eða ekki.
Ég persónulega geri það stundum en ég skammast mín ekkert þó ég fari í sund með allt órakað. Klof, fætur og undir höndum. Skil ekki hvaða klígja þetta er með hár undir höndum. kannski er ég bara heppin þar sem ég er ljóshærð er þetta allt frekar ljóst hjá mér. einu skiptinn sem mér persónulega finnst ég verða að raka mig undir höndum er ef til dæmis ég er að fara í brúðkaup og annað slíkt þar sem ég væri í ermalausum kjól. Sérstaklega þar sem ég sé oftast um myndatökur og er þar af leiðandi alltaf að flassa armpittina.
Kos (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 10:57
Verandi svolítill áhugamaður um miðhluta kvenna hafði ég nokkuð gaman að þessum umræðum hér að ofan (þó mér hafi ekki enst þolinmæði til að lesa þær allar í gegn). En þrátt fyrir áhuga minn á þessum líkamspörtum kvenna, hafði ég nú ekki trú á að fólk myndi nenna að eyða öllu þessu púðri í umræður um þá.
Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 18.9.2007 kl. 11:06
Ég var staddur innan um eldra fólk áðan. Þar barst þessi umræða í tal. Fólkið fullyrti að konur hafi ekki farið að raka handakrika fyrr en á sjöunda áratugnum og raka sig að neðan miklu seinna. Rakstur á handakrikum vildi fólkið rekja til bandarískra bíómynda en á sjöunda áratugnum minnkaði efnismagn í kvenfatnaði verulega.
Rakstur að neðan taldi fólki vera komið úr klámvæðingunni. Fyrstu konur sem fólkið mundi eftir að hafa séð rakað að neðan var í útlendum klámblöðum. Í klámblöðum og klámmyndböndum er það víst algilt að konur séu rakaðar að neðan.
Jens Guð, 18.9.2007 kl. 13:49
Nokkuð ljóst Jens, að þú hefur ekki séð almennilegar Danskar klámmyndir frá sjöunda og áttunda áratugnum.
Þar eru allar konurnar og karlarnir KAFLOÐIN !
Þannig að þetta með klámvæðingu hefur líklega ekkert með þetta að gera........ maður getur enn í dag pottþétt fundið haug af klámmyndum sem sýna KAFLOÐNA menn og konur, alveg að sama skapi og maður getur séð haug af myndum með SNYRTUM konum og mönnum. !!!
Hefur þú ekki verið að horfa bara á rangar myndir kallinn minn !
Svo þetta með umskurðinn, það fer tvönnum sögum af því hvort hreinlætið sé meira ef menn eru umskornir eða ekki.
En eigum við ekki að leyfa fólki að raka sig eins og það vill, umskera sig ef þið vill og í framhaldinu stunda það kynlíf sem það vill !
Hverskonar andskotans réttrúnaður er kominn upp í þér Jens ?
Ingólfur Þór Guðmundsson, 18.9.2007 kl. 14:27
Ingólfur, ég var að vitna í orð mér eldra og fróðara fólks, sem sagðist fyrst hafa séð konur án brúsks í klámblöðum og klámmyndböndum. Sjálfur man ég ekkert eftir því hvenær ég varð fyrst var við að konur rökuðu sig að neðan. Það tíðkaðist að minnsta kosti ekki norður í Skagafirði á mínum uppvaxtarárum. Svo mikið er víst.
Það er alveg um að gera fyrir fólk að raka sig hvar og hvenær sem því dettur það í hug og stunda það kynlíf sem hugur stendur til hverju sinni. Umskurð vil ég hinsvegar að sé alfarið bundinn við karlmenn. Þannig er minn rétttrúnaður.
Jens Guð, 18.9.2007 kl. 15:42
Mig langaði nú bara að bæta einu við varðandi umskurðinn. Þeir sem eiga erfitt með að þrífa sig allraheilagasta án þess að hluti þess hafi verið skorinn burt eiga við alvarlegri vandamál að stríða en skort á hreinlæti.
Pétur (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 15:44
Leikskólavísur:
Hnípinn sat hann undir súð,
með slitur af gamalli forhúð,
karl þó lengi að henni hlúð,
í hasti fór hún er lokaði búð.
Hnípin var með snípinn sinn,
sneiddi hann óvart af í flýti,
því hlaupið hafði kapp í kinn,
í kantskurði er lagaði hún lýti.
Steini Briem (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 16:48
OMG er ekki allt í lagi??Órakaðar píkur er bara ógeð að sjá!! Mamma sagði einu sinni við mig að þegar hún var ung, voru konur ekkert að raka sig að neðan, þegar þær voru að fæða börn var látið rakað þær að neðan því þetta var ógeðslegt...Þannig að ef læknar gera það sem eru náttla LÆKNAR og veita betur um þetta en einhver kall út á götu...Marr fær enga helvitis sjúkdóma ef marr rakar sig! Frekar mundi ég segja að maður mundi fá einhver ógeðslegan sjúkdóm sá sem rakar sig ekki eða fer ekki i reglulega sturtu á hverjum degi og skiftir ekki um nærföt á hverjum degi!!Og annað karlar eiga líka að raka sig... því það er ógeðslegt að koma við T........, sem litur út eins og einhver rolla!!
maja (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 19:05
Staðreyndin er sú að þetta er vitleysa. Brúskurinn gegnir mikilvægu hlutverki. Fyrir það fyrsta ver hann þetta svæði fyrir áreiti frá klæðnaði. Í annan stað er hlutverk hans að viðhalda réttu raka- og hitastigi á svæðinu. Í þriðja lagi ver hann leggöng fyrir því að óhreinindi berist þar inn.
PS.ERTU EIKA BILAÐUR GAMLI KARL!!?? HAHA (AÐ VIÐHALDA RÉTTU RAKA OG HITASTIGI? Biddu ooj hvaða fkn hitastigi og svo þegar kona hleypur or sum svitnar hún þá náttla mundi hún svitna að neðan og hárin verða svona sveitt ooojjj!!!Pældu í því karlinn minn!!Mundu vilja sleikja þannig pjöllu??
Í þriðja lagi ver hann leggöng fyrir því að óhreinindi berist þar inn.
AAAA óhreinindi berast inn frekar þegar þær eru órakaðar marr! Konan fer að pissa or sum og svo náttla er hún að skeyna sér og hárin limast við hvort annað..OOJJJ!!
maja (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 19:19
haha róleg á gelgjunni elskan, (eða var þetta kannski grín?), þessi hár hljóta nú að hafa eitthvað gagn víst þau eru þarna, þó að mér finnist persónulega snyrtilegra að fjarlægja þau!
andrea (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 20:08
Mikilvægi réttrar stafsetningar og vandaðs málfars verður seint ítrekað of mikið fyrir fólki sem hefur áhuga á því að láta taka mark á sér. Að því ætti maja að huga. Mig rámar t.d. ekki í að hafa séð fólk skrifa sitt eigið nafn með litlum staf lengi og ég held að það þurfi talsverða hæfileika til að geta stafsett Mæja vitlaust, sérstaklega ef maður heitir það.
Daníel (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 20:11
Ég, virðulegur maður á sextugsaldri, ætla ekki að þrefa við unglingsstelpu um rakstur á kynfærum. Bara til að það sé á hreinu. Ekki samt af því að ég telji mig yfir það hafinn. Alls ekki. Til að það sé á hreinu líka.
Jens Guð, 18.9.2007 kl. 21:40
Það bæri vott um mikið kæruleysi ef þessari umræði lyki án þess að fyrir lægi afdráttarlaus niðrstaða. Hér dugar ekki að skilja við hálfklárað verk.
Þekktur vaskleikamaður sótti ljósmóður handa konu sinni. Hann spurði ljósu hvort hann gæti ekki hjálpað eitthvað til? -Þú getur rakað hana, -svaraði ljósa. Minn maður greip gömlu góðu rakvélina sína og skipaði konunni í stellingar með það sama. Nú kom þar í verkinu að honum þóttu aðstæður ekki nógu þjálar. Hann reisti sig upp, horfði framan í konuna og geiflaði munninn eins og jafnan þegar hann lét stríkka á húðinni til að ná betri rakstri:
-Gerðu svona! sagði hann skipandi röddu.
Ekki láta þetta trufla ykkur við að ná niðurstöðu í þetta grafalvarlega mál.
Árni Gunnarsson, 18.9.2007 kl. 22:44
ég er svo mjög ósammál þér jens að venju he he.......vel snyrt kona er sexý......
Einar Bragi Bragason., 18.9.2007 kl. 23:43
Góð saga, Árni!
Einar Bragi, getum við ekki verið sammála um að konur eru alltaf sexý. Kannski mismikið. En samt...
Jens Guð, 18.9.2007 kl. 23:56
Yfir öllu fara menn nú í hár saman á blogginu! Það er kynlegur andskoti.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.9.2007 kl. 00:25
Minn maður segir mér nú að karlmenn sé farnir að raka sig að neðan.... og síðast þegar hann var í sundi voru 3 herramenn algjörlega hárlausir að neðan !
Hvað segir fólk um þetta ? Er þetta jafnréttið að koma fram þarna !!!!!!!!
Þess má geta að minn maður var gasalega hneykslaður á þessu hárleysi karl"punganna"
Drifa (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 01:13
Ég stunda ekki sundlaugar og veit því ekki hvernig tískan þar er. Mér er hinsvegar kunnugt um þessa effemm hnakka sem raka af sér bringuhár og dæla í sig sterum. Kengruglað lið með vondan músíksmekk.
Jens Guð, 19.9.2007 kl. 02:48
Auðvitað eiga karlmenn að raka á sér punginn. Annað er bara argasti sóðaskapur. Tala nú ekki um þegar fólk er virkt í kynlífinu. Ekkert ógeðslegra en að fá fullan munn af hárum !!
Nafnlaus (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 09:16
Maja er gjörsamlega búin að REDDA deginum fyrir mér
Verð líka að taka undir með "Nafnlaus" hér að ofan... ég tek því mjög perónulega ef ég þarf að nota kynfærahár sem tannþráð
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 19.9.2007 kl. 11:45
Allurakstur bannaður
stóð á skiltinu.
Ekki sammála, ég er hlynntur raxtri.
Varðandi BANANA BOAT gelið, þá tel ég vænlegra
að nota blátt Aloe Vera mentol gel í stað rakspíra.
TH (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 14:11
Ég er allavega sammála þér um effemmhnakkana og allt það Jens.
Maður er eiginlega alveg hættur að raka mig...nema ef tilefni gefst til...rýgja þarf rolluna eins og gengur.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 20:22
TH, bláa Banana Boat gelið er eðal heppilegt sem "eftir rakstur". En það er græna Banana Boat Aloe Vera gelið líka.
Axel, ég er alltaf glaður þegar fólk er sammála mér með effemm hnakkana. Ég hef jafn mikla andúð á þeim og ég hafði á diskó músík á sínum tíma - og reyndar ennþá.
Jens Guð, 20.9.2007 kl. 00:11
Prófaðu að sleikja eina vel loðna skonsu, það er ekkert það skemmtilegasta sem maður gerir. Fínt að hafa þettað svæði rakað. Kanski ekki 100% , það má alveg hafa smá en ekki einhvern Amazon frumskóg
Jón Maiden (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 23:32
Persónulega er ég hrifnari af loðnum píkum og handakrikum.
Tel það líka nokkuð augljóst að allur þessi hárvöxtur er ekki bara upp á grín, hann hefur mikinn og góðann tilgang eins og skarpur Jens Guð. hefur bent á hér ítrekað.
Georg P Sveinbjörnsson, 26.9.2007 kl. 17:28
Bara svo að kommentin komist á annað hundraðið.... vitið þið hvernig hljóð heyrist ef kona færir í sundur fæturnar, sveitt og órökuð? Eins og í frönskum rennilás.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2007 kl. 03:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.