24.9.2007 | 01:02
Mest pirrandi íslenska dægurlagið
Undanfarnar vikur hef ég haldið úti skoðanakönnun um mest pirrandi íslenska dægurlagið. Ég nálgaðist viðfangsefnið með forvali í kunningjahópi og síðar með umræðu meðal lesenda bloggs míns. Niðurstaðan var nokkuð afgerandi. Langflestir nefndu lagið Nína með Eyjólfi Kristjánssyni og næst flestir lagið Villi og Lúlla með Þú og ég (Þér og mér, ef að við viljum fallbeygja nafn dúettsins). Bæði lögin eru viðbjóður. Sumir telja þó að Villi og Lúlla sé svo hallærislegt að það sé frekar brandari en eitthvað sem að pirrar verulega.
Eftir að örfá atkvæði höfðu verið greidd kom þrýstingur á mig að bæta við laginu Skólaball með Brimkló. Ég lét undan þeim þrýstingi. Samt vitandi að það lag átti ekki séns í hin lögin. En vegna þess að því lagi var bætt inn eftir að 40 atkvæði höfðu verið greidd hinum tveimur lögunum þá hef ég leyft skoðanakönnuninni að fara vel yfir 500 greidd atkvæði. Núna þegar að 583 atkvæði hafa verið greidd er niðurstaðan þessi:
Nína 50,1%
Flokkur: Tónlist | Breytt 26.7.2009 kl. 19:12 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
Nýjustu athugasemdir
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Sigurður I B, segðu! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Stefán, hún var einbúi og dugleg að hringja í útvarpsþætti. Á... jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Hún hefi nú alveg getað bætt fasteignagjöldunum við!!! sigurdurig 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Kerla hefur legið í símanum á milli þess sem hún hlúði að kindu... Stefán 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Jóhann, Anna frænka var snillingur! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Þetta kallar maður að bjarga sér og að vera snöggur að hugsa og... johanneliasson 16.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jóhann (#9), kærar þakkir fyrir þessa greiningu og umsögn. jensgud 12.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ég er alltaf jafn hrifinn af því hvað þú svarar öllum athugasem... johanneliasson 11.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jósef, vinsældalistar og listar yfir bestu plötur eru ágætir s... jensgud 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Það er töluverður munur á vinsælarlistum og listum yfir bestu p... jósef Ásmundsson 10.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 1174
- Frá upphafi: 4136269
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 978
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Hvað er að ykkur??
Nína mest pirrandi dægurlagið?? Eruð þið búinn að gleyma þegar þið sunguð þetta hástöfum hérna um árið, Þegar þið fullyrtuð að þetta væri besta lagið sem við hefðum sent í Evrovision, Konurnar kiknuðu, blotnuðu og störðu þegar greifarnir mættu á svið.
Setjiði heddfónin á eyrun ykkar og spiliði Nínu og Geira í botni, þá fáiði svona alvöru hausverk sem talað var um hérna í færslu að neðan.
Viðurkenniði það bara strákar þið hafið alveg fílað að hlusta á Stebba og Eyva
S. Lúther Gestsson, 24.9.2007 kl. 01:26
Minn ágæti S. Luther. Nína og Geiri er bandarískt kántrý-lag og var því ekki gjaldgengt í skoðanakönnunni. En vissulega nefndu margir það lag til þátttöku í skoðanakönnunni. En skoðanakönnunin var bundin við íslensk lög.
Jens Guð, 24.9.2007 kl. 01:31
Ég er sárlega móðgaður fyrir hönd Eyjólfs Kristjánssonar. "Nína" er powerballaða af bestu gerð ..... "ER ÉG VAKNA *BÚMMMM*...............NÍÍNAAA ÞÚ ERT EEEKKI LENGUR HÉÉÉÉR"
Hér koma svo nokkur sem mér finnst eiga heima í efstu sætum pirr-keppninnar:
Manstu ekki eftir mér m. Stuðmönnum
Toppurinn að vera í teinóttu m. SSSól
Keyrðu mig heim m. ÁMS
Brotin loforð m. Bubba
Förum alla leið m. Snooze
Haukur Viðar, 24.9.2007 kl. 01:40
Haukur minn ágæti. Ég verð að gera athugasemd við að Nína sé powerballaða. Powerballöður lúta uppskrift sem að tilheyrir þungarokkinu. Powerballöður - sem að mér þykir reyndar mjög leiðinlegar - einkennast af stíganda sem að þarf að enda á - eða koma inn á - hljómþéttan hávaða.
Tillögur þínar að vondum lögum get ég heilshugar tekið undir að hluta. Ég þekki ekki Förum alla leiðmeð Snooze. Brotin loforðer ekki vont lag. Það er ágætis ska.
Jens Guð, 24.9.2007 kl. 02:05
Ef Villi bürger- og bruggmeister í Hólablokkinni og Napóleon litli lögreglustjóri spila "Villi og Lúlla" í hátalarakerfi í miðbænum aðfaranætur laugardaga og sunnudaga fara allir strax heim og þau síðarnefndu hætta að míga utan í þá fyrrnefndu.
Steini Briem (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 03:22
Við þessi úrslit er ég sátt!
Ragga (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 05:36
Þessi skoðanakönnun hlýtur að hafa verið gerð áður en ljósið var tendrað. Það er það mest pirrandi lag sem ég hef heyrt.
Það er eins og platan sé biluð: Þú tendraðir ljósið, þú tendraðir ljósið, þú tendraðir ljósið, þú tendraðir ljósið (þangað til maður ælir). Svo þekki ég ekki meir af því að ég næ yfirleitt að slökkva á útvarpinu þegar þessi leiðindi eru spiluð.
Heidi Strand, 24.9.2007 kl. 08:47
Alveg sammála þessu en hvað er besta popplag sögunnar???????
Gulli litli, 24.9.2007 kl. 09:01
Hehehehe ein upptendruð
En ég get alveg fallist á þessar niðurstöður. Svei mér þá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2007 kl. 09:02
Leiðinlegasta lag allra tíma finnst mér hafa verið "Litla stúlkan við hliðið" Ég hef gubbað í alvörunni þegar það hefur komið í útvarpi og ég hef eki haft aðstöðu til að slökkva.
Gamlinginn (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 09:17
Það er greinilegt að ákveðinog frekar sjaldgæf tegund tónlistarunnenda hefur greitt atkvæði í könnuninni. Kannski ekki skrítið að svona góð og tónrík melodía falli ekki í kramið hjá fólki sem finnst það góð tónlist að öskra 2-4 tóna í tilbreytingarleysi (hausverkur). Svona er smekkurinn misjafn, sem betur fer kannski því annars hefðu hæfileikalitlir lagasmiðir ekkert að dunda sér við
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2007 kl. 09:44
Ég held ég segi bara fátt en er svo mjög ósammála þessu og vitna því í Stuðmenn .....þú ert ruddaleg týpa með vonlausan tónlistarsmekk.
Ef ég man rétt Jens þá hefur þú nú annað hvort ignorerað það sem Eyfi hefur gert í tónlist eða gert lítið úr í gegnum tíðina......
Gafstu ekki út einhvern bækling um árið.
Ég held að ég skrifi bók um golf......
PS.
NÍNA er eitt af betri lögum poppsögu Íslands.
Einar Bragi Bragason., 24.9.2007 kl. 10:22
"Á þig" með Á móti sól er ansi pirrandi
og
"Gæsalagið" með Dalton er alveg ótrúlega pirrandi, sérstaklega textinn
Júlíus Valsson, 24.9.2007 kl. 11:35
Nína er greinilega umdeilt lag. Á söngtextasíðu Davíðs (www.midja.is/david/textar) er lagið í 8. sæti yfir mest sóttu lögin hjá gítarglömrurum þessarar þjóðar. Það er ekki slæmt.
Skv. þessu er Nína Eyjólfs eins konar Davíð Oddsson popplaganna, elskað eða hatað.
Haukur Nikulásson, 24.9.2007 kl. 12:14
Stuðmenn eftir 92. Nánast allir þeirra singlar geta kaffært Nínu án nokkura vandræða. Stuðmenn eru mannréttindarbrot. Viðskiptabann á þetta fyritæki. Fjandinn hafið það.
Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 12:25
Er ekki alltílagi með ykkur Nína er mesta djammstuð lag ever! Eruð þið ekki bara sem kusuð á móti þessu frábæra lagi komin á grafarbakkann??? Held það hljóti að vera málið eða kunnið ekki gott að meta. Það er sama hvar maður er og lagið hljómar í útvarpinu og einhverra hluta vegna taka allir undir þetta lag. Getið þið útskýrt það? Ég get það ástæðan er að þetta lag er messta snilld ever
Elsa Jakobsdottir (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 12:44
Heitir lagið ekki "Draumur um Nínu" ?
Sæmundur Rúnar Þorgeirsson (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 13:01
Ég held reyndar að botninum hafi verið náð þegar Sniglabandið og Nylon sameinuðu krafta sína. Er hægt að sameina meiri leiðindi á einum stað án atrennu??????
Gulli litli, 24.9.2007 kl. 13:08
Það að vera reyna ákveða hvað er leiðinlegasta dægurlagið er kannski soldið erfitt, í ljósi þess að eitthvað sem er leiðinlegt fær kanski ekki mikla spilun, og þar af leiðandi eru ekki margir sem heyra það. Það að allir skuli vita hvaða lag er verið að tala um, gefur til kynna að kanski sé það ekki svo leiðinlegt.
Bara pæling
Stuðkveðjur
SSapper (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 13:45
Já, það er merkilegt að þeim sem finnst snildin fólgin í að geta öskrað 2-4 tóna eins og Gunnar Th. Gunnarson sagði hér fyrr, skuli finnast jafn skemmtilegt og áheyrilegt lag, og Nína, leiðinlegt. Það er akkúrat ekkert leiðinlegt við það lag. Það er vinsælt alls staðar þar sem það er spilað. Það sýnir bara hvað það er einsleitur hópur sem greiðir atkvæði í þessum könnunum þínum Jens minn. Þú getur örugglega skrifað þig rauðan á móti Nínu og fleiri lögum en mér finnst algjör synd að þú skulir ekki kunna að meta tónlist sem er meira spunnið í en fyrrgreint öskur :)
Hanna (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 13:47
ja ég veit það bara að alltaf þegar Nína er spiluð á skemmtistöðum eða í útilegum og allir eru komnir vel íða eru allir mjög mikið til í að syngja lagið ef ekki öskra það í mikilli stemmingu og engin kvartar.
Ég held að Nína hafi fallið í svipaðan flokk og flest Abba lögin. Flestir fýla þetta en nánast enginn þorir að viðurkenna það ódrukkinn!
Stefán (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 14:10
Ég held að Benny og Björn hefðu alveg verið til í það að hafa samið Nínu
Einar Bragi Bragason., 24.9.2007 kl. 14:29
Eins og einhver nafni minn skrifar hér að ofan, þá fellur Nína vel í kramið hjá ölvuðu fólki, en svo þegar er runnið af fólki þá er lagið helvíti pirrandi eins og hausverkurinn. Líklega voru líka flestir edrú þegar þeir greiddu laginu atkvæði sitt hér hjá Jens.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 15:13
Ósammála. Villi og Lúlla er .... helvíti. Ef USA herinn vissi af laginu myndi hann hafa það í spilun á repaet í Guantanamo fangaklefunum
Nína er svo sem allt í lagi sem ofurdramatízk grípandi ballaða sem maður syngur jafnvel með á grínstundum m. félögunum en tekur ekki alvarlega. Gegnir því hlutverki ágætlega. En vissulega er það hallærislegt.
ari (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 15:24
Mér finnst skrýtið að lög eins og "Létt" og "Léttur um jólin" með Ríó Tríóinu komist ekki inn á listann. Seinni tíma stöffið þeirra er hreint óþolandi á meðan early folk stöffið þeirra svona frá 70-76 er bara algjört brill...eða hvað finnst ykkur?
Kristinn Pálsson (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 15:43
Nína er eitt besta lag sem gert hefur verið svo að þessi könnun segir ekki alla söguna,það að 50,1% segja að Nína sé mest pirrandi lag sem gefið hefur verið út segir mér að sá hópur sé kominn vel á aldur,eins og komið hefur fram hér í commentum þá er hvarvetna tekið undir þegar þetta lag er spilað og gildir þá einu hvar fólk er hvort sem það er í útilegu,Broadway eða name it,einnig að Skólaball skuli vera þarna er reginhneyksli á hæsta stigi ég sem söngvari hljómsveitar ætti kanski að koma með svipaða könnun en þó er aldrei hægt að alhæfa hvað sé mest pirrandi lag íslandssögunnar,en mest pirrandi lag að mínu mati er:Kenndu mér að kyssa rétt með Lummunum,afar leiðinlegt lag.
Magnús Paul Korntop, 24.9.2007 kl. 15:53
Ég hef oft glamrað Nínuna hans Eyfa mér & öðrum til skemmtunar. Þetta er einfaldlega vel samið lag, með góða melódíu, & skemmtilegann hljómagang, fína júróvisíjón hækkun, sem að fær fólk til vilja að dilla sér í takt & syngja með. Þó að eittthvað annað öðruvísi fólk í þínum kunníngjahóp láti þann söng fara í sínar fínustu, varðar mig líklega ekkert um, hvað þá hann Eyfa held ég. Held að hann hafi nú alveg húmor fyrir að hlægja að þessari könnun þinni & myndi frekar inna að hvað sá skríll fær nú í STEF gjöld árlega sem að þú 'prómóterar' sem vitræna kunníngja um tónlist ?
Alltaf með vinsemd & virðíngu....
S.
Steingrímur Helgason, 24.9.2007 kl. 23:00
Hedi, ég er sennilega sneggri en þú að skipta um stöð þegar þetta með "tendraði ljósið" heyrist. Ég man ekki einu sinni hver er flytjandi þess.
Gulli litli, það er á dagskrá að setja í gang skoðanakönnun um besta lagið. Ég er að vinna forkönnun á því. Tillögur eru vel þegnar.
Gamlingi, nafn lagsins Litla stúlkan við hliðið kveikir á einhverjum bjöllum. Ég man samt ekki eftir því lagi í fljótu bragði.
Einar Bragi, ég minnist þess ekki að hafa áður tjáð mig um neitt með Eyfa. Ég hef þó gefið út ýmis popptímarit, bæklinga og Poppbókina. Hugsanlega hef ég einhversstaðar komið inn á eitthvað sem að Eyfi hefur gert. Man þó ekki eftir því. Sennilega hef ég skrifað eitthvað um Hálft í hvoru. Það hafa áreiðanlega verið jákvæð skrif.
Líklegra er það réttara hjá þér að ég hafi "ignorerað" Eyfa. Það er að segja skrifað lítið sem ekkert um músík hans. Ég vildi til að mynda aldrei skrifa neitt um Bítlavinafélagið vegna þess að Rabbi trommari var vinur minn - og ennþá betri vinur Sævars frænda míns Sverrissonar - og mér líkar sérdeilis vel við Jón Ólafs. Ég skrifa ekki illa um hljómsveitir sem að þeir heiðursmenn voru í.
Það er rétt hjá þér að ég er ruddaleg týpa. Af því að hvorki ég né aðrir kannast við að vera með vonlausan tónlistarsmekk þá vil ég frekar játa upp á mig að vera með öfgafullan tónlistarsmekk. Mér hættir til að umgangast músík í svart-hvítu. Hef óþol gagnvart flestu léttpoppi.
Jens Guð, 24.9.2007 kl. 23:29
Júlíus, ég er algjörlega sammála þér með þessi lög. Og set allt með ÁMS undir sama hatt. Þekki hinsvegar ekki Dalton nema af þessu eina leiðinlega lagi.
Haukur, þú hittir naglann á höfuðið eins og Magnús Paul gerir í færslu við meting gamla fólksins um hausverk.
Hvort sem að lagið heitir Nína eða Draumur um Nínu - eins og Sæmundur leiðréttir - þá er það vinsælt hjá mörgum. En yfirmáta pirrandi í eyrum annarra.
Birkir, ég hef aldrei haft smekk fyrir Stuðmönnum. Liðsmenn Stuðmanna hafa gert margt ágætt á öðrum vettvangi. En Stuðmenn eru ekki mitt bjórglas.
Sterfánar báðir og Ari, þegar sveitaböllin og skólaböllin náðu hæstum hæðum á fyrri hluta áttunda áratugarins var talað um brennivínspopp. Helsti fulltrúi brennivínspoppsins var hljómsveitin Haukar. Skilgreiningin var sú að eftir nokkur brennivínsglös vildi fólk heyra eitthvað sem að allir kunnu. Smekkur fyrir metnaðarfyllri músík fauk út um glugga og menn urðu hópsál sem að gat sungið með þegar helstu slagararnir voru afgreiddir.
Kristinn, ég játa vanþekkingu á seinni tíma plötum Ríó tríós. Ég var ekki aðdáandi fyrstu platna Ríósins. Var meira í þungarokkinu á þeim tíma. En hef lært betur að meta lög þeirra frá þeim tíma með aldrinum. Ekki skemmdi fyrir að kynnast hirðskáldi Ríós, Jónasi Friðriki, þegar að hann kom á skrautskriftarnámskeið hjá mér fyrir 15 árum eða svo. Þar er frábær náungi og ég fór að leggja eyru við hans úrvals góðu texta í kjölfarið.
Magnús Paul, skoðanakönnunin gekk ekki út á versta lagið heldur það lag sem að pirrar mest. Það er alveg klárt að margir hafa dálæti á Nínu. Þess vegna er það lag spilað svona oft í útvarpi og víðar. Og einmitt þess vegna pirrar það svona mikið þá sem að þola lagið illa.
Ég þekki ekki aldur þeirra næstum 606 sem að tóku þátt í könnunni. Vel má vera að þeir séu í eldri kantinum. Sjálfur er ég á sextugsaldri og hef óþol fyrir lagi. Ég hef líka óþol gagnvart öllu með Lummunum.
Steingrímur, ég vona að bæði Eyfi og aðrir taki til greina að skoðanakönnunin var/er bara léttur samkvæmisleikur. Ekki ætlaður til að meiða eða ráðast á Eyfa sem persónu. Þetta er bara til gamans gert í bland við forvitni gagnvart viðhorfi fólks gagnvart lögum sem að pirra.
Jens Guð, 25.9.2007 kl. 00:00
-Hversu margir kusu Nínu sem leiðinlegasta lagið, haldandi að það væri heilaskemmirinn Nína og Geiri?
Ég veit um sex manneskjur sem gerðu það hér á síðunni, eða allir þeir sem ég hef rætt þetta við. Þeir eru pottþétt miklu fleiri. Sjálf hefði ég dottið í gildruna líka ef mótvalið hefði ekki verið jafnvel ennþá ennþá verra. Nína og Geiri láta mann langa til að æla.. en Villi og Lúlla fá mann til að láta það eftir sér. Nínan hans Eyfa finnst mér í fínu lagi og raula hana reglulega á fimmta glasi.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.9.2007 kl. 00:01
Hvur assgotinn. Er fólk að dæla atkvæðum á Nínu sem mest pirrandi lagið á forsendum þess að um sé að ræða Nínu og Geira? Samt reyndi ég ítrekað að koma því á framfæri að Nína og Geiri er bandarískur kántrý-slagari og því ekki gjaldgengur í þessari skoðanakönnun um mest pirrandi íslenska lagið. En vissulega pirrandi slagari. Segir það samt ekki eitthvað um Nínu að fólk þurfi fimmta glas til að byrja að raula lagið?
Jens Guð, 25.9.2007 kl. 00:15
Jú, sjálfsagt gerir það það. En örugglega flettir það enn frekar ofan af kommentaranum, sem er ekki farinn að finna á sér ennþá á því fjórða.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.9.2007 kl. 00:37
Jens, þarna komstu þér í vanda. Ég er þegar búinn að senda á pabba 'athugasemd' númer '29' í Emilnum okkar ásamt upplýsíngum um hvaða sportbar þú stundar & þær tímasetníngar sem að líklegari eru til að hitta á þig þar.
Það er náttúrlega ekki í þeim anda að þú hafir andmælt minni skoðun, það finnst okkur feðgum bara skemmtilegt, hann hins vegar hefur aldrei verið hrifinn af því að drekka brennivín viljandi, en honum líkar líklega framsetníngin vel á þessu vel.
S.
Steingrímur Helgason, 25.9.2007 kl. 01:20
Tillaga Gulla litla um bestu popplögin eru t.d. Dont try to fool me með Jóhanni G, My friend and I Trúbroti svo findist mér Bjór með Fræbbblunum eiga heima þar en um það er væntanlega ekki eining eða hvað?
Gulli litli, 25.9.2007 kl. 09:21
Jamm það var einmitt bókin sem ég nefndi bækling því að þar fjallaðir þú ef ég man rétt um Íslenska popptónlist en slepptir bara eða talaðir lítið um þá sem þú fílaðir ekki og þar á meðal var Eyfi.
Hverskonar Poppbók er það....Ég bara spyr.
Rabbi vinur minn var snillingur sem tók sjálfan sig ekkert of hátíðlega í tónlist og spilaði allt sem hægt var og gerði það vel, sértstaklega fannst honum gaman að spila í Hljómsveitinni Engin Óskalög sem lék oft á Gauknum í miðri viku ...
En máið er reddað fyrir Birgittu Haukdal,,Eyfa ofl......fá bara Jón Ólafs eða Sævar Sverris í bandið og þá verður þú stilltur:).
Kóngurinn yfir íslenskum popptónsmíðum er Hr Gunnar Þórðarson.
glaður saxi.
Einar Bragi Bragason., 25.9.2007 kl. 10:18
Mér finnst Nína flott lag. Litla stúlkan við hliðið er auðvitað alveg glatað en kemst þó ekki með tærnar þar sem Söngur villiandarinnar hefur hælana! Sammála Einari Braga, Gunnar Þórðarson er kóngurinn í íslenskum tónsmíðum.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 25.9.2007 kl. 12:43
Ég tek undir það sem fólk er að skrifa hér um Gunnar Þórðarson, að hann sé kóngurinn í íslenskum dægurlagatónsmíðum. Hann hefur samið fleiri hundruð lög fyrir eigin hljómsveitir og fjölda annara tónlistarmanna í tæp fimmtíu ár, sem er helmingi lengri tími en t.d. Bubbi hefur verið að. Með fullri virðingu auðvitað fyrir Bubba, Megasi og fleiri íslenskum tónsmíðameisturum.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 14:07
Sammála þessu Með Gunna Þórðar og Maggi Eiríks er honum ekki langt að baki
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2007 kl. 17:24
Helga Guðrún, eitt er reyndar að finna á sér. Annað er að finna almennilega á sér.
Steingrímur, gaman að ykkur feðgum komi vel saman. Með eða án brennivíns.
Gulli litli, Don´t Try To Fool Me er klárlega eitt af bestu íslensku lögunum. Ég man eftir því þegar að ég heyrði lagið fyrst. Þá upplifði ég einhverja tilfinningu sem að lét mér finnast eins og þetta lag ætti að vera heimsfræg klassík.
Ég set frekar spurningarmerki við My Friend and I. Það er snoturt léttpopp sem að kom vel út innan um þungmeltari lög á plötu með Trúbroti. Ef að ég mæli það við önnur lög Magga Kjartans þá er To Be Greatful öflugri lagasmíð.
Bjórmeð Fræbbblunum er gamalt uppáhaldslag fyrir minn persónulega hatt. Grípandi og með skemmtilegum texta. Ég er samt efins um að það annars ágæta lag þoli beinan samanburð við til að mynda Don´t Try to Fool Me eða To Be Greatful. Þá er ég að velta fyrir mér lagasmíðum sem að skila sér vel í ólíkum útsetningum. Sjarminn í Bjór-laginu liggur að verulegu leyti í flutningi Fræbbblanna á þessu ágæta lagi. Ég ætla samt að bera þetta undir fleiri. Ég ætla ekki að ákveða þetta einn.
Einar Bragi, Poppbókin kom út fyrir aldarfjórðungi eða svo. Þá var Eyfi ekki orðinn áberandi í poppinu. Ég held að hann hafi bara verið búinn að spila með Hálft í hvoru. Ég er búinn að týna bókinni og man ekki hvort eða hvað ég skrifaði um Hálft í hvoru í henni.
Rabbi var frábær náungi. Hann var einn af þessum örfáu poppurum sem að enginn sagði nokkurn tímann neitt neikvætt um. Í fljótu bragði man ég bara eftir Rúna Júl og Magga Eiríks sem að eiga það sammerkt. Rabbi var þessi týpa sem að var alltaf jákvæður gagnvart öllum. Ljúfur og þægilegur í allri viðkynningu. Það er eiginlega ofmælt að við höfum verið vinir, þó að ég skilgreini okkar samskipti á þann hátt. Nákvæmari skilgreining er að okkur hafi orðið vel til vina sem kunningjar. Bara frábær náungi og náinn vinur Sævars frænda míns Sverrissonar, sem að söng mikið með honum. Bæði inn á sólóplötur Rabba og á hljómleikum.
Besta útfærsla á því að ég sé stilltur þegar léttpopparar koma við sögu er að viðkomandi beri á borð góða músík. Ef að slíkt er ekki í boði þá hjálpar verulega að Jón Ólafs eða Sævar frændi komi við sögu.
Hulda, Söngur villiandarinnar er sænskt lag. Það er þess vegna ekki gjaldgengt á lista yfir mest pirrandi íslensk dægurlög.
Ég er sammála ykkur, Huldu, Stefáni og Gunnari, að framhjá Gunnari Þórðarsyni verður ekki gengið við val á besta íslenska laginu. Spurningin er frekar: Hvert er hans besta lag? Bláu augun þín? Eða...?
Gunnar, ég glími við sama vandamál varðandi Magga Eiríks: Hann á tvímælalaust lag sem að kemur til greina sem besta íslenska lagið. Ég hef áður nefnt í mínu bloggi að ég tel Magga Eiríks vera jafnbesta lagahöfund lagsins. En hvert er hans besta lag? Göngum yfir brúna? Eða...?
Jens Guð, 26.9.2007 kl. 01:16
Don't try to fool me og Bláu augun þín eru tvímælalaust með þeim bestu, að mínu mati, og ég myndi velja það fyrrnefnda sem það besta.
Steini Briem (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 01:36
Bjór með Fræbblunum er sérdeilis skemmtileg lagasmíð, sérstaklega læv.
Held bara að ég haldi mest uppá Blóðrautt Sólarlag af lögum Gunnars sem ég man eftir, hef samt ekki heyrt það í árafjöld.
Sölvi Helgason er tímalaus snilld, eins og reyndar ótrúlega margt sem Magnús hefur samið, erfitt að taka eitt lag úr þar.
Georg P Sveinbjörnsson, 30.9.2007 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.