26.9.2007 | 14:12
Wathne-færslan er komin inn aftur
Fyrir nokkrum dögum hvarf út af bloggi mínu færsla um íslenskan athafnamann sem að hefur haslað sér völl í Bandaríkjunum með umfangsmikilli eiturlyfjasölu og peningaþvætti. Í kjölfarið fékk ég upphringingu frá manni, kunningja mínum, sem að ráðlagði mér að vera ekki að reita þetta lið til reiði. Hann ráðlagði mér frá því að reyna að endurheimta færsluna.
En nú hef ég gert það. Slóðin er http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/310413/
Þó að ég viti ekki hvernig hvarf færslunnar bar að þá er eitt víst: Að stjórnendur mbl.is áttu engan þátt í hvarfi hennar.
Flokkur: Lífstíll | Breytt 27.9.2007 kl. 11:34 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 5
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 813
- Frá upphafi: 4111624
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 662
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
En Jens... viltu ekki kanna sannleiksgildið í þetta skiptið
Heiða B. Heiðars, 26.9.2007 kl. 14:20
Mogginn hlýtur þá að geta lífgað geirfuglinn við líka. Það verður að líma þessa færslu almennilega á Netið. Annars dettur hún sýknt og heilagt af því. Í minni sveit var notað Jötungrip og Tröllatak. Hreðjatak gafst ekki eins vel. Fínn Sopranos-þáttur í gærkveldi.
Steini Briem (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 14:42
Jens, rólegur með samsæriskenningarnar. Ég botna hvorki upp né niður í þessu. Hvarf færslan? Hvað er málið? Ég mörg spurningarmerki????????????????????
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 15:29
Jamm skrýtið mál.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2007 kl. 16:45
Þetta var nú á forsíðu Dv á sama tíma og þú bloggaðir um þetta. Ekki keypti "þetta lið" upp upplagið af því. Annars var þessi síða, sem þú vísaðir til sýnilega opinber síða. FBI er það ekki? Annars eru nú í gangi lög í bandaríkjunum, sem krefjast ákveðinnar upplýsinga og tilkynningaskyldu ef millifærslur á milli landa fara yfir, að mig minnir, 10 þ dollara markið. Ef mönnum sést yfir að skýra greiðslurnar innan sólahrings, eru þeir átómatískt kærðir fyrir þvætti. Þetta eru fáránlega ströng lög, sem samþykkt voru í kjölfar 911.
Það er því fátt líklegra en að blessuðum manninum hafi sést yfir þessa tilkynningaskyldu í öllu hinu Ameríska reglugerðarfargani og fengið þetta á sig að ósekju eða fyrir klaufaskap. Hundruðir manna lenda í þessu og las ég einmitt grein um þetta nýlega á netinu. Það er ´því afar óvarlegt af þér og DV að rjúka svona fram með svo mannskemmandi upplýsingar að ógrunduðu máli.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2007 kl. 17:26
Æi látið ekki svona! Jens...segðu bara eins og er! Þú tókst færsluna út sjálfur. Vertu ekki að búa til einhvern leyndardóm yfir því
Heiða B. Heiðars, 26.9.2007 kl. 18:13
Ég er líka einn af "DEA most wanted fugitives" í Bandaríkjunum af því að ég klikkaði á nokkrum millifærslum. Ég er svo rosalega gleyminn og klaufskur. Shame on me. Og DEA (Drug Enforcement Administration) er næstum sama skammstöfun og KEA. Það er líka svo svakalega slæmt símasamband á milli Moskvu og Vesturlanda, svo mánuðum skiptir. Úpps, ég var að fá essemmess frá Moskvu: "Privet Steini! Kak dela? Greetings to John Stones! Poka, Gunnar Wathne."
Steini Briem (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 18:24
Heiða, ég hafði ekki hugmynd um að færslan væri horfin fyrr en þú spurðir um hana. Ég útiloka ekki með öllu að ég hafi sjálfur eytt henni óviljandi fyrir einhvern klaufaskap. Ég kann lítið á tölvur og er óttalegur klaufi í að umgangast þær. Stundum virðist vera mikið álag á bloggkerfinu og/eða tölvunni minni og allt fer í rugl.
Samkvæmt upplýsingum sem að ég fékk frá mbl.is þá hvarf færslan um 9 leytið að kvöldi 21. sept. Þá hafði hún staðið síðan 12. sept. Að færslan skuli hafa verið orðin þetta gömul dregur úr líkum á því að ég hafi eytt henni. En ég útiloka það samt ekki.
Mér er sagt af vönum hakkara að það sé auðvelt að hakka sig inn á blogg. Mér datt sú skýring fyrst í hug. En ætla ekki að halda henni fram. Skýringin getur líka verið einhver enn önnur sem að ég veit ekki hver er.
Jens Guð, 26.9.2007 kl. 20:07
Steini Briem: Það er einmit málið DEA bregst einnig við. Það er prótokollurinn. Ég skal bara finna þetta á netinu og setja á það tengil, hérna ef þú hefur þolinmæði. Peningaþvætti er aðallega tengt eiturlyfjaviðskiptum eins og þú veist. Ekki er öllum heldur ljóst hvað er búið að banna og hver viðurlögin eru í öllu því löggjafarfári, sem kaninn hefur dúndrað yfir þegna sína. Þetta er ekki eins fjarstæðukennt og þér virðist, en ég fyrirgef þér viðbrögðin.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2007 kl. 21:01
Davíð blessaður sem er frændi minn í fjórða, kann ekki götustráka að þekkja, því síður eiturlyfjabaróna. Nei hann þekkir bara bleiku gylturnar í Bónus.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.9.2007 kl. 21:04
Takk fyrir það, Jón Steinar minn. Þetta er mjög athyglisvert allt saman.
Steini Briem (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 21:14
Jóhann Örn, ég get svo gott sem fullyrt að stjórnendur mbl.is komu hvergi nærri hvarfi færslunnar. Ég hef oft farið lengra inn á grátt svæði og mér er kunnugt um að þar á bæ er staðið öðru vísi að málum þegar að færsla er fjarlægð. Þar fer utan hef ég orð tveggja stjórnenda mbl.is um að aldrei hafi komið til tals að ritskoða mitt blogg.
Mér var aldrei hótað vegna þessarar færslu. Það var ekki fyrr en eftir hvarf færslunnar sem að kunningi minn, sem að þekkir til Gunnars, ráðlagði mér frá því að setja færsluna aftur inn. þar fyrir utan bregst ég ætíð þvert við hótunum.
Hinsvegar játa ég fúslega á mig vanþekkingu á öllu sem að snýr að tölvum. Það er alveg hugsanlegt að ég hafi gert í ógáti eitthvað klaufalegt sem að orsakaði brotthvarf færslunnar. Samt þykir mér það ólíklegt. Meðal annars vegna þess að hún var í raun komin mér úr sjónmáli þegar að hún hvarf. Ég varð bara undrandi þegar að fjölmiðlar tóku brotthvarf hennar upp. Fyrir mér er þetta ekkert stórmál og skýring á brotthvarfi færslunnar má vera af mínum völdum. Þó að ég telji það fremur ólíklegt.
Jens Guð, 27.9.2007 kl. 02:16
Ja hérna. Eitthvað hlýtur þetta að vera fyrst drengurinn er tekin höndum á Indlandi. http://www.expressindia.com/latest-news/Wanted-for-money-laundering-in-US-Iceland-man-held-at-IGI/221561/
Blómið, 27.9.2007 kl. 08:41
Eitthvað? nákvæmlega það sem þarna stendur Blóm.
Hann var eftirlýstur vegna peningaþvættis, þessvegna skil ég ekki þetta með "stórfellda fíkniefnasölu"
En þurfum við að leita til útlanda til að finna stórfellt peningaþvætti?
Hilmar (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 09:26
Bara að nefna það og það er búið að handtaka gæjan
Laufey (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 09:32
Nú er bara að bíða eftir "stóra fíkniefnamisferlinu"
Og góður punktur hjá Hilmari.... vitum við ekki öll að stór nöfn í íslensku viðskiptalífi stunda peningaþvætti í tunnuvís
Heiða B. Heiðars, 27.9.2007 kl. 10:00
Já, Wathne krimminn var handtekinn á Indlandi. Hélt reyndar að þetta Wathne-lið synti í peningum miðað við lýsingar úr hérlendum glantímaritum, en ,, mikill " vill meira og ímynd Wathne-liðsins hefur fölnað mjög við þetta og þær systur nánast orðnar að pakki við þessar fréttir.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 10:22
Systurnar orðnar að pakki? Sem sagt syndir flakka á milli kynslóða
Bjáni
Heiða B. Heiðars, 27.9.2007 kl. 10:46
Ég hef mínar skoðanir og þú þínar Heiða og að sjálfsögðu er þér frjálst að kalla alla bjána sem ekki eru sammála þér. Það er bara partur af málfrelsi sem ríkir hér á landi.
Stefán (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 11:02
Þetta meinta peningaþvætti Gunnars Wathne tengist fíkniefnum og er því jafnframt fíkniefnamál, samkvæmt fréttinni sem greint er frá hér að ofan:
"Sources said charges against Moller date back to April 1, 2003, when a US court in Kansas convicted one William Pikard for manufacturing banned LSD drug (Lysergic Acid Diethylamide). According to US authorities, Moller helped Pikard launder his ill-gotten money by investing it in Russia. US authorities estimate Moller had laundered as much as US$ 3 million for Pikard in Russia."
"Newsline has learnt that Kolesnikov received money from entities controlled by Wathne in Estonia and other places between 1998 and 2005; he thereafter made ‘donations’ to fund Pikard’s research." Gunnar Wathne kom hingað til Íslands í desember 1999 til að afhenda Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra, verðlaun stúdenta í Harvard-háskóla fyrir að vera fyndinn, ásamt til dæmis Kristin Gore, dóttur Al Gore, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna.
http://www.expressindia.com/latest-news/Wanted-for-money-laundering-in-US-Iceland-man-held-at-IGI/221561/
Steini Briem (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 12:11
Gunnar ég held hreinlega að ímyndi íslensku þjóðarinnar hafi fölnað
arnar (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 13:45
Ég hef ákveðið að bíða með að tjá mig um þetta mál þangað til í ljós kemur hvaða áhrif það hefur á hagvöxtinn og úrvalsvísitöluna.
Árni Gunnarsson, 27.9.2007 kl. 17:21
En Steini; finnst þér eðlilegt að kalla aðstandendur mannsins "nánast pakk"?
Gerðu þér grein fyrir því að við erum mörg hérna að lesa þessi orð þín sem eigum afkvæmi sem hafa komist á sakaskrá. Lít ekki á mig sem pakk þó að ég eigi dóttir sem viltist af leið;)
Heiða B. Heiðars, 27.9.2007 kl. 22:41
Moi?! Jaketi jak, smaketi smak, leader of the pack. Það var hann Stefán karlinn sem talaði um að þær Wathne-systur væru nú "nánast pakk". Hins vegar er engin ástæða til að ætla að þær hafi komið nálægt þessum meinta seðlaþvotti eða nokkrum þvotti yfirleitt, enda þótt þær hafi dýft hér hendi í kalt vatn við laxveiðar. Ég efast um að þær kunni á þvottavél. En ef Stefán veit betur getur hann náttúrlega frætt okkur um það, Heiða mín B.
Steini Briem (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:58
Hehe...sorry Steini! Mannavillt á blogginu..eins og geri ekki nóg af því í raunheimum!
En mér til málsbóta vil ég að það komi fram að mér fannst þetta mjög svo úr karakter við þig. Kommentin frá þér eru áhugaverðari en mökkur af bloggfærslum hérna!
Heiða B. Heiðars, 27.9.2007 kl. 23:04
Takk fyrir það, Heiða mín. Þetta er fyrsta hólið sem ég fæ síðan ég lærði að draga til stafs og kennarinn minn, sem líka hét, Heiða, hrósaði mér fyrir fallegt A. Þetta er ótrúleg tilviljun. Uppáhaldskvikmyndin mín er líka Heidi og hvað getur verið betra en Heiða Heiðarsdóttir? Barasta ekki neitt.
Steini Briem (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 23:23
Hana nú! Segið svo að það sé ekki hægt að roðna yfir moggablogginu:)
Heiða B. Heiðars, 27.9.2007 kl. 23:35
Afsakið á meðan mér verður óblítt með þennan samdrátt Steina & Heiðu.
Í kjarna málsins, á meðan þau eru að dúllast á heiðinni í einhverjum bríma er náttúrlega alveg ljóst að borið hefur verið á félaga Jens fé fyrir að eyða upphaflegu færslunni, & jafnljóst er að hann hefur verið kúgaður af samfélaginu hérna til að að setja hana inn aftur & liggur undir lúsugum geitarfeldi núna & harmar hlutskipti sitt.
Kva, þetta er nú bara ein tilgáta, gæti orðið að kenníngu eftir þessa tilraun.
S.
Hér er greinilega 'Björgúlfískt' samsæri á ferðinni & vinsælt blogg vinar okkar Jens, sem og hann sjálfur, eru greinileg fórnarlömb auðvaldshyggjukúta til hægri & vinstri sem að eyða vilja út fólki með frjálslyndar skoðanir sem að samræmast ekki gömlum flokkakeflum.
Steingrímur Helgason, 28.9.2007 kl. 00:44
Æi Steingrímur! Ég kom hlaupandi til að athuga hvort það væru fleiri gullhamrar á svæðinu og þá varst það bara þú að rausa!! Skemmtilegt raus samt....
Ég er að reyna að kunna mig hérna... en mér finnst þetta færslu-hvarf ekkert dularfullt. Eina sem mér þykir dularfullt er að Jens skuli ekki viðurkenna að hafa fjarlægt færsluna eftir að hann komst að því að hún var send í fjölpósti.... sem reyndar var ekki það mikill fjölpóstur að hann bærist til nokkurs kjafts sem ég hef spurt... og eru samt þónokkrir.
En mig grunar að Jens hafi fengið fréttir af hugsanlegri lögsókn vegna færslunnar og því tekið hana út en séð af sér eftir að fólk fór að taka eftir því að hún var horfin.
Mannlegt og ég hefði líka gert það við þær aðstæður en ekkert skammast mín fyrir að viðurkenna það
Heiða B. Heiðars, 28.9.2007 kl. 01:08
Heiða, voða stríðni er í þér stelpa. Ef að ég tæki þetta hátíðlega þá myndi ég væna þig um ósmekklegar aðdróttanir. En ég tek þessa umræðu ekki hátíðlega.
Ég er hraðlyginn þegar ég er í galsagír og er að reyna að vera fyndinn. Það á ekki við um hvarf færslunnar. Þeir sem að þekkja mig - og jafnvel sumir sem að bara þekkja mig í bloggheimi - geta eflaust vottað að ef ég hefði fengið fréttir af hugsanlegri lögsókn þá hefði ég verið snöggur að blogga um það. Þannig týpa er ég.
Ég hef aldrei hræðst lögsóknir af neinu tagi. Enda þaulvanur að kljást við slíkt.
Ef að einhver sú staða hefði komið upp að ég hefði séð ástæðu til að fjarlægja færsluna þá hefði ég bloggað um það. Svo einfalt er það. Ef að ég er spurður um eitthvað sem að snýr að mér eða mínu bloggi þá upplýsi ég undanbragðalaust. Enda engin ástæða til annars. Ég er ekki vanur að reyna að fegra ímynd mína. Mér hefur þvert á móti verið bent á - í vinsemd - að ég hampi um of svörtu hliðunum á mér og lífshlaupi mínu.
Sigurður Þórðarson (bróðir Sigurjóns í Frjálslynda flokknum) fékk færsluna senda í fjölpósti. Hann áframsendi hana á mig, af því að hann var svo hissa á að fá þennan póst. Þar sést að pósturinn hefur gengið manna á milli.
Síðan frétti ég af öðrum manni sem að fékk svona fjölpóst. Ég veit að sjálfsögðu ekki hversu víða þessi póstur hefur farið. Ég hef ekki spurt neinn. Og veit ekki um fleiri dæmi en þau sem að ég hef nefnt.
Jens Guð, 28.9.2007 kl. 03:22
Já ég veit...dansa alveg á mörkunum að vera ósvífin. En ég segi það satt Jens að tilgangur minn er alls ekki að láta þig líta illa út... amk ekki meira en með því að spyrja þig hvort þú viljir ekki viðurkenna að hafa fjarlægt hana sjálfur.
En það er um tvennt að velja...eða þrennt eiginlega
1. Ekki nefna færsluna á nafn...láta eins og hún hafi ekki horfið, tja eða jafnvel aldrei skrifuð! :)
Mér finnst það varla valkostur.. sérstaklega ekki af því að þegar ég ætlaði að lesa hana almennilega þá fann ég hana ekki... eiginlega þess vegna sem hvarfið varð að umræðuefni hérna
2. Tekið útskýringuna þína góða og gilda... eða látið eins og ég gerði það.
Held reyndar að það sé það sem flestir eru að gera hérna. Þú verður að viðurkenna Jens að þetta er undarlegt og væri kannski ekkert undarlegt þótt fólk efaðist. EN þar með er ég ekkert endilega að halda því fram að þú sért að ljúga... alveg hugsanlegt að þú vitir ekkert hvað varð um hana...
3. Röfla um þetta eitthvað áfram :)
Það er einhvern veginn meira ég :) Enda finnst mér að þú... og fleiri..ættuð að hafa smá áhyggjur af því ef einhver er að henda út óþægilegum færslum :)
Heiða B. Heiðars, 28.9.2007 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.