4.10.2007 | 02:05
Fjölmiðlar togast á um mig
Héraðsfréttablað á Suðurlandi, Sunnlenska heitir það, er með viðtal við mig þessa vikuna. Ég held að það komi út í dag eða á morgun. Ég þarf að finna út hvort að það fáist einhversstaðar í Reykjavík.
Það var líka hringt í mig frá Fréttablaðinu í vikunni og lagðar fyrir mig 10 spurningar. Svörin verða birt í Fréttablaðinu á föstudag. Ég átti fá svör við þeim spurningum: Hver er leikstjóri dans- og söngleiks sem að heitir Ást; Hver er þjálfari Liverpool fótboltaliðs; Í hvaða landi landi gerist kvikmyndin Flugdrekahlauparinn?
Ég veit ekkert um fótbolta, dans- og söngleiki eða kvikmyndir. Mín svör voru bara pass, pass, pass. Ég held að af 10 spurningum hafi ég í hæsta lagi getað svarað 3 og 1/2 spurningu. Það var engin spurning um músík. Ég hefði sennilega getað svarað rétt spurningum um músík.
Á föstudagsmorgun, klukkan 9, er viðtal við mig á útvarpsstöðinni Reykjavík FM 101,5 (www.rvkfm.is) um tíðindi liðinnar viku.
Í næstu viku er viðtal við mig í tímaritinu Vikunni. Blaðinu verður dreift ókeypis með Morgunblaðinu í 60.000 eint0kum. Þetta er nú meira fjörið. Gamli maðurinn bara út um allt þessa dagana. Þetta minnir á gömlu dagana, fyrir aldarfjórðungi eða svo, þegar að ég var tíðum í fjölmiðlum vegna aðkomu að pönkhljómleikum, Poppbókinni, Stuð-pönkplötubúðinni og rokktímaritum. Þá var gaman og er aftur gaman núna. Bara fjör og læti.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:45 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 33
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1055
- Frá upphafi: 4111616
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 884
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þú ert nú meiri stuðboltinn, Jens, orðinn ungur í þriðja sinn, en átt reyndar eftir að yngja upp á þér fésið, sem þú ættir nú að eiga þokkalega góðan séns í að geta, fyrst þeir eru meira að segja farnir að sjæna til píkurnar í henni Ameríku, eins og hún Steinunn Ólína, aðalpæjan í LA, var að benda á. Hún ætti nú að vita það. Eða eins og máltækið segir: "Með aðlaðandi píku er konan ánægð." Bíbí dóms og kirkju ætlar því að kíkja þangað á næstunni með sitt "typical" Sjallafés til að öðlast meiri vinsældir hér í skoðanakönnunum.
Það er nú einhver músík í dans- og söngleikjum, held ég. Kannski ekki mikið en svona eitthvað. Hins vegar hef ég alltaf þóst vita sem minnst í yfirheyrslum og held að það sé best að halda sig við það, Jensinn minn.
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 03:30
Ég er afskaplega ánægður með að vera kominn vel á sextugsaldur. Þá færist yfir mann virðuleikablær miðaldra manns. Að baki eru óábyrg æskubrek á borð við innbrot og búðarþjófnaðir. Það hefur líka slegið á slagsmálaáráttu og ýmislegt annað. Núna er ég bara virðulegur eldri maður sem að má ekki vamm mitt vita. Ég er meira að segja hættur við að ætla að lemja Steingrím Njálsson eða vonda poppara frá Selfossi.
Jens Guð, 4.10.2007 kl. 03:55
Ég hefði getað reddað þér með boltann Jens.. en sennilega verið með jafnmörg pass og þú í þessum spurningalista..
Verst að þú skulir vera að missa slágsmálaáráttuna því það bendir til þess að karlhormonin í þér séu á undanhaldi...
Óskar Þorkelsson, 4.10.2007 kl. 07:50
Svona eiga sýslumenn að vera Jens minn, flottastur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 08:41
Ja hérna ekki nóg að vera á blogginu,það verður að hlusta á útvarp og leggjast í blöð líka ef á að fylgja þér eftir.'Eg í það.
Ps. Steini Briem eru einkvað skyldur próferssornum á hjólinu E.Briem,,?,,,,,
Rannveig H, 4.10.2007 kl. 09:18
Já hann er alveg obboðslega frægur og hann býr í næsta nágrenni við mig..........Gaman að þessu gamli skólabróðir. Ég ætla að lesa þetta allt
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 4.10.2007 kl. 09:37
Það er greinilega í nógu að snúast þessa daganna.
Halla Rut , 4.10.2007 kl. 09:47
Þá er bara að skrifa aðra poppbók og bæta þeim inn í sem þú slepptir(af því að þú ert í svona góðu skapi).
Einar Bragi Bragason., 4.10.2007 kl. 10:11
Sæll Jens,
Mikið er nú gaman að fylgjast með þér, manninum á sextugs aldrinum, það er nú sami ormurinn í þér og forðum alltaf dálítill uppreisnar andi. En þetta gefur lífinu gildi og haltu bara áfram að þenja þig það klæðir þig svo skratti vel. :)
Ég verð að fylgjast með næstu daga og nálgast sunnlenska líka.
Bestu kveðjur frá virðulegri skólasystur á sextugsaldrinum
Lilla Ketils (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 10:45
Fannst verst að geta ekki hitt þig í gær en ég fékk far með Ástu minni upp á Skaga skömmu áður. Blaðakonunni fannst þú mjög skemmtilegur og ég hlakka mikið til að lesa viðtalið. Þarna vinsæla stjarnan þín!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.10.2007 kl. 12:31
Poppbókin var snilld og mótaði mínar skoðanir á tónlist. Eftir á sé ég að hún var svolítið einstrengingsleg en það var þörf á því á þessum tíma þegar meðalmennska og erlendir slagarar voru það sem fólk hélt að væri íslensk tónlist. Rosalega hafa margir af gömlu poppurunum farið í fýlu við þig út af þessari bók. Gaman væri að fá einn pistil um það Jens.
Annars bendi ég á fjörlega umræðu um íslenska/enska dægurlagatexta á síðu minni. Skrif í tilefni af þættinum Bandinu hans Bubba. Við ættum kannski að blogga á ensku til að geta hugsalega meikað það erlendis? Pælið í því!
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 4.10.2007 kl. 12:43
Ætli það verði ekki hægt að finna þetta viðtal við þig, Jens, í Sunnlenska á http://www.sudurland.is/. Alla vega er þar fróðleg grein, Dauðarósir sjávarbyggðanna, eftir Framsóknarkvendið, Eyjapæjuna og leynivinkonu mína Eygló Harðardóttur. Eyjapæjurnar eru nú sætastar. Það gerir ýsan. Maður er það sem maður étur.
Rannveig mín, allir í Briemsættinni eru komnir út frá Gunnlaugi Briem sýslumanni í Eyjafirði, sem dó 1834. Við Eggert erum fjórmenningar, enda þótt hann sé töluvert eldri en ég. Algengustu karlmannsnöfnin í ættinni eru Gunnlaugur, Eggert og Ólafur, sem hefði náttúrlega passað betur á stærðfræðiprófessorinn Eggert á hjólinu. "Óli, alltaf er á hjóli." En foreldrarnir hafa sennilega ekki séð þetta fyrir. Ég held mest upp á rit Eggerts og Nguyen-Xuan-Loc, Les martingales généralisées.
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 13:19
Talandi um rokktímaritin, þá rakst ég á þessa skondnu klausu á heimasíðu Fræbbblanna (fraebblarnir.com):
Myndataka fyrir unglingablað Sumar 1980Eitthvert unglingablað, “Halló” sennilega, tók við okkur viðtal. Ekki man ég innihaldið en ég man eftir myndatökunni. Viðtalandinn, einhver Jens ef ég man rétt, mætti uppfullur af hugmynd. “Strákar, takið hann út á ykkur! E-he he he he!” “Strákar, eruð þið ekki til í að taka hann út á ykkur? E-he he he he”. Það þarf víst að leggja ýmislegt á sig fyrir frægðina. En þarf maður virkilega að umgangast svona fábjána?
Manstu nokkuð eftir þessu, Jens? Og tókst þér að fá þá til að "taka hann út"?
Orville (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 13:37
Úr grein Eyglóar Harðardóttur, Dauðarósir sjávarbyggðanna, á http://www.sudurland.is/:
"Árið 1998 kom út bókin Dauðarósir eftir Arnald Indriðason. Plottið gekk út á það að reykvískur verktaki keypti skipulega upp kvóta hjá fyrirtækjum umhverfis landið til þess eins að kippa fótunum undan sjávarútvegsfyrirtækjum og svipta þannig íbúa sjávarplássanna lífsviðurværinu. Í kjölfarið flyttu þeir á mölina og hann hafði því tryggt sér kaupendur að þeim þúsundum íbúða sem hann hafði í byggingu.
Fyrst þegar ég las þessa bók þótti mér plottið langsótt og bókin ótrúverðug. Undanfarnar vikur hafa þó verið að renna á mig tvær grímur."
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 13:38
Óskar, þegar að færist yfir mann virðuleiki eldri manns þá er þar annarsvegar um að ræða minnkandi framleiðslu á testosteroni og hinsvegar hækkar siðferðisstuðullinn. Eins og mér þótti gaman að stela - aðallega plötum úr plötubúðum - í gamla daga þá er það mér mjög fjarri lagi í dag. Ég borga glaður og sáttur fyrir allar mínar plötur í dag. Og vil ekki einu sinni fá gefið til baka af þúsundköllunum.
Klárlega hefðu öll mín systkini, systkinabörn og jafnvel mamma getað svarað spurningum um Liverpool. Ég er sá eini í hópnum sem að fylgist ekkert með boltaleikjum.
Ásthildur og Rannveig, takk fyrir góðar kveðjur.
Kristín og Lilla, alltaf gaman að heyra frá ykkur, kæru skólasystur.
Halla Rut, ég óska þér góðs gengis á stofnfundi kjördæmisfélags Reykjavíkur suður í kvöld.
Einar Bragi, ég hef oft verið beðinn um að skrifa aðra Poppbók. En ég nenni því ekki. Það er svo helvíti mikið djobb. Þar fyrir utan skrifaði Dr. Gunni ljómandi góða rokkbók fyrir nokkrum árum. Ég hef þar engu við að bæta.
Gurrí, þessi Björk sem að tók viðtalið er afskaplega þægileg blaðakona og var vel undirbúin.
Guðmundur, gömlu brýnin fóru í meira en fýlu út í mig. Sumir eru ennþá fullir af heift í minn garð. Ég hef fullan skilning á því. Tíðarandi pönkáranna var bara þannig, samanber: "Ég er löggiltur hálfviti / hlusta á HLH og Brimkló. / Ég er löggiltur öryrki / læt hafa mig að fífli..."
Steini, ég held að það sé bara hægt að skoða forsíðu Sunnlenska á netinu.
Orville, ég man eftir viðtali sem að ég tók við Fræbbblana. Hinsvegar tók ég ekki ljósmyndirnar. Og skipti mér ekkert af myndatökunum. Kom þar hvergi nærri. Sennilega var það Kiddi "konsept" sem að tók myndirnar. Að minnsta kosti var það ekki ég.
Jens Guð, 4.10.2007 kl. 14:07
Má bjóða þér í þriðjudagsviðtal á Sögu?
Markús frá Djúpalæk, 4.10.2007 kl. 14:27
Ég hélt að þú og hæstaréttardómararnir væruð alltaf á forsíðunni, Jens. Það væri nú óvirðing að setja þig skör lægra en þá og auðvitað ættuð þeir að sitja við fótskör þína, meistarans, svona eins og á fallegri fjölskyldumynd. Ólafur Helgi gæti staðið fyrir aftan ykkur með þvaglegginn og í lúðrasveitarbúningnum. Ég sé þetta alveg fyrir mér. Klikkar ekki. Næstum eins og umslagið á St. Pepper's-plötunni, bara ennþá betra:
http://en.sevenload.com/images/eU132d8/St-Peppers-Lonely-Hearts-Club-Band
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 14:40
Ég man þegar þessi bók kom út og ég hljóp út í bókabúð til að skoða hana,hlakkaði mikið til.... ......en verð að viðurkenna að hún stóð ekki undir nafni.......og var því ekki keypt.
Ég skil vel að menn hafi ekki verið sáttir út í hana...þarna kemur loksins út bók um íslenska poppara og tónlist þeirra....en heilu köflunum er sleppt út af geðþóttarákvörðunum höfundar....
Hefði kannsi frekar átt að heita .....Nokkrir kaflar úr íslenskri Poppsögu....
Þetta er svipað og að skrifa bók um alþingismenn en sleppa Framsóknarmönnum eða vinstri grænum ef að höfundi finnst þeir leiðinlegir.
Gummi minn hvaða meðalmennsku ertu að tala um á þessum tíma.....Held að popparar þá hafi haft nákvæmlega sama metnaðinn og nú.
Einar Bragi Bragason., 4.10.2007 kl. 14:52
Jón Valur leiðréttingarpúki var eitthvað að rugla hérna. Þetta átti náttúrlega að vera: "... og auðvitað ættu þeir að sitja við fótskör þína, meistarans, svona eins og á fallegri fjölskyldumynd."
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 14:54
STeini, hættu nú að þrugla þetta, ÉG ER MEISTARINN, JENS ER GUÐ-INN!
Ah, veit nú ekki með bókina hans Gunna, ýmislegt fór nú úrskeiðis með hana og þetta var nú erfitt verk, sem kostaði mistök slæm sem frægt varð!
En ætti kannski ekki að segja mikið um hana, lagði agnarsmátt lóð á vogarskálina við gerð hennar.
Magnús Geir Guðmundsson, 4.10.2007 kl. 16:57
Þeir eru nú margir meistararnir, Magnús minn, til dæmis meistari Jens, meistari Jakob og meistari Jesús. Hann gekk á vatni og meistari Jakob breytti því í vín en svo drakk meistari Jens það allt saman. Og þetta hef ég nú eftir honum Lúkasi, sem enginn hefur véfengt hingað til, ekki einu sinni biskupinn, eða hvers vegna heldurðu að það sé verið að sulla messuvíni ofan í fermingarkrakkana á hverju vori, nema til að halda upp á þetta atriði?
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 18:12
Ég las bæði blöðin í dag en sá ekkert um þig, var svosem ekkert að leita, en nú verð ég að fletta þeim aftur.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 20:26
Góður Jens. Ég vona að ég sjái þig samt aldrei í (heyri) viðtal hjá Arþrúði á útvarpi sögu eða DV.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 20:35
Fríða Eyland, 4.10.2007 kl. 20:54
Og hvað skyldi það vera sem fjölmiðlar landsins skyldu vera að leyta að eða hnýsast um, Músíkantinn, bloggarinn, athafnamaðurinn, fjölmiðillinn, pólitikusinn, liðnir tímar eða komandi tímar????
Athugaðu samt að þegar þú ert kominn í Séð og heyrt ertu kominn á botninn.
Ég var einu sinni beðinn um að útbúa krossgátu fyrir barnablaðið Æskuna en móðir mín tjáði þeim að ég væri út í Grímsey, þess vegna varð aldrei af því. Aldrei samt að vita hvert það hefði getað leitt mig.
Gaman að fylgjast með þér kall.
S. Lúther Gestsson, 4.10.2007 kl. 22:19
Markús, ég var að verða úrkula vonar að þú myndir hóa í mig í þriðjudagsþáttinn. Nú bíð ég bara eftir símtali frá þér.
Steini, frábær uppástunga. Verst að hún kom of seint fram. Blaðið kom út í dag og ég er ekki á forsíðu heldur innsíðu.
Einar Bragi, bókin er verulega mislukkuð. Ég hafði einungis skrifað fyrir dagblöð og tímarit til fjölda ára. Frekar seint á árinu var ég beðinn um að skrifa svona poppbók fyrir góðan pening. Ég var í fullri vinnu sem grafískur hönnuður á auglýsingastofu, rak jafnframt pönkplötubúð og var með föst skrif um poppmúsík fyrir 11 tímarit og DV.
Ég rimpaði Poppbókinni af í aukavinnu á kvöldin. Þetta var miklu meiri vinna en ég hélt. Ekki síst vegna þess að ég þurfti að safna hellingi af ljósmyndum og sannreyna ýmsar upplýsingar, svo sem ártöl, nöfn á hljóðfæraleikurum og svo framvegis. Í mörgum tilfellum gekk svo illa að finna ljósmyndir að ég varð bara að teikna myndir af liðinu. Sem betur fer var ég flinkur í því.
Ég lenti í tímahraki við að skila af mér bókinni. Undir lokin var ég farinn að vaka á nóttunni til að standa við minn hluta útgáfusamningsins. Undir þeim kringumstæðum var kæruleysi meira en heppilegt hefði verið.
Af því að poppmúsík er svo háð tíðaranda þá gekk ég út frá því sem vísu að bókin yrði öllum gleymd ári síðar. Bókin ber þess merki að vera skrifuð á pönkárunum.
Þó að bókin hafi selst upp og hafi ekki verið fáanleg í aldarfjórðung þá er fólk ennþá að lesa hana. Á hverjum vetri fæ ég nokkrar upphringingar frá krökkum sem að eru að vinna ritgerð upp úr bókinni. Næstum því mánaðarlega hitti ég fólk sem að segist vera nýbúið að lesa bókina eða er að lesa hana.
Um daginn kíkti ég heim til Óla Palla. Hann var með bókina við höndina. Þegar ég hitti Jóa Hjörleifs (trommara Sálarinnar) þá sagði hann við konuna sína: "Þessi skrifaði gulu bókina sem að er á náttborðinu."
Ef að ég hefði haft grun um að líftími bókarinnar næði framyfir nokkra mánuði hefði ég staðið allt öðru vísi að henni. Og hefði reyndar gert það ef ég hefði áttað mig á því hvað þetta var tímafrekt dæmi.
Á móti kemur að bókin seldist rosalega vel og skilaði mér peningi sem að gerði mér kleift að kaupa mér stærri íbúð.
Jens Guð, 4.10.2007 kl. 23:04
Maggi, bók Dr. Gunna er mun ítarlegri og yfirgripsmeiri en Poppbókin mín. Þar að auki eru margar tilvitnanir í mig í bókinni hans. Þó að í fæstum þeim tilfellum sé mín getið heldur tiltekið í hvaða tímarit er vitnað. Sem eðlilegt er vegna þess að ég held að ég hafi sjaldnast kvittað undir skrif mín með stöfum eða nafni.
Bók Dr. Gunna er það mikil ritsmíð að ég undrast að mistök hafi ekki orðið fleiri við úrvinnslu hennar en raun ber vitni. Er ég þá minnugur vinnslunnar á minni bók. Ég hafði þó þá yfirsýn að "brjóta bókina um" sjálfur.
Eitt skemmtilegt langar mig til að rifja upp frá útgáfu Poppbókarinnar. Þegar að hún kom út þá hringdu margir í mig sem að ég þekkti fæsta. Þeir sögðust hafa haft svo gaman af að lesa bókina að hún hélt fyrir þeim vöku við lesturinn. Meðal þeirra var Siggi Sverris sem að þá var dagskrárgerðarmaður á rás 2 og blaðamaður á Morgunblaðinu. Hann sagðist hafa byrjað að glugga í bókina að kvöldi og ekki getað lagt hana frá sér fyrr en langt var liðið á nótt. Mér þótti vænt um þetta.
Magnús, mamma sýndi mér um helgina bók eftir þig, Geiravísur. Snilldarbók og mun betri en Poppbókin mín.
Jens Guð, 4.10.2007 kl. 23:20
Þakka gott svar og svei mér þá ef ég fyrirgef þér ekki he he
En það er komin tími á bók sem er óháð öllum stefnum og smekk og er kannski svona heimild um það sem hefur verið til....
Einar Bragi Bragason., 4.10.2007 kl. 23:41
Ásdís, blaðakonan hjá Sunnlenska sagði mér að viðtalið við mig myndi birtast í blaðinu í dag. Það á að vera undir liðnum "Á hvað ertu að hlusta?". Ég hef ekki séð blaðið og veit því ekki meira.
Svör mín við spurningum sem að voru lagðar fyrir mig í Fréttablaðinu birtast þar á morgun.
Birna Dís, hvaða fordómar eru þetta gagnvart DV og Arnþrúði Karls? Í gamla daga skrifaði ég poppþátt fyrir DV. Í dag er blaðið stöðugt að vitna í bloggið mitt. Síðast í dag birtir blaðið bloggið mitt um sýslumanninn á Selfossi. Ég kann vel að meta það að DV fylgist með blogginu mínu.
S. Lúther, mér virðist sem að fjölmiðlar hafi áhuga á öllu sem að mér viðkemur. Ég veit svo sem ekkert hvað kemur út úr viðtalinu í Vikunni. Ég sagði blaðakonunni að vera ekkert að hafa fyrir því að láta mig lesa viðtalið yfir áður en það birtist. Þegar að ég var í blaðamennsku þótti mér fátt leiðinlegra en þegar viðmælendur endurskrifuðu viðtöl og voru viðkvæmir fyrir því sem að eftir þeim var haft. Þess vegna þótti mér svo gaman að taka viðtöl við Bubba og Rúnar Júl. Þeir vildu aldrei lesa yfir viðtöl áður en þau birtust. Rúnar orðaði það þannig: "Ef að ég segi eitthvað klaufalegt þá verður bara að hafa það. Ef að þú misskilur eitthvað sem að ég sagði þá er það vegna þess að ég tjáði mig ekki skýrt. Þá er það bara þannig."
Hinsvegar þótti mér stundum spaugilegt hvað sumir pönkarar voru viðkvæmir fyrir því hvað eftir þeim var haft. Umskrifuðu viðtöl út og suður. Það þótti mér ekki passa við það kæruleysi sem að mér þykir pönkið eiga að standa fyrir.
Það hefur komið fyrir - reyndar bara einu sinni - að til hefur staðið að ég kæmi við sögu hjá Séð og heyrt (eða hvort að það var tímaritið Birta?). Ég baðst undan því vegna neikvæðrar afstöðu minnar til blaðsins (blaðanna).
Þú hefðir átt að senda okkur krossgátuna til birtingar í Æskunni. Ég var blaðamaður hjá því ágæta blaði í áratugi.
Núna er ég að hlusta á þátt Arnars Eggerts á rás 2. Mikið helvíti sem að það er góður þáttur. Bæði er Arnar Eggert einstaklega þægilegur útvarpsmaður með yfirgripsmikla þekkingu á þungarokki. Og lögin sem að hann spilar eru algjört eyrnakonfekt. Þetta er einn alskemmtilegasti þáttur sem að boðið er upp á í útvarpi í dag. Fróðlegur og fjölbreyttur langt umfram það sem að búast má við af sérhæfðum þungarokksþætti. Arnar Eggert er bara snillingur.
Jens Guð, 4.10.2007 kl. 23:51
Einar Bragi, takk fyrir að fyrirgefa mér vankanta á Poppbókinni. Ég get alveg viðurkennt að ég skammast mín dálítið fyrir þá bók. Ég get líka viðurkennt að ég er ekki rétti maðurinn til að skrifa poppbók sem að er óháð smekk og afstöðu til tónlistarstefna. Ég er alltof öfgafullur í minni afstöðu til að geta afgreitt þannig bók. Þar fyrir utan get ég ekki hugsað mér að lenda aftur í þeirri vinnu sem þannig verkefni krefst. Frá því að ég skrifaði Poppbókina hafa 3 bókaforlög beðið mig um að skrifa nýja poppbók. En ég er bólusettur fyrir lífstíð gegn slíku. Þar fyrir utan er ég kominn á sextugsaldur og er ekki lengur starfandi í hringiðu poppsins/rokksins.
Jens Guð, 5.10.2007 kl. 00:06
Jens, þú ert nú í bráðri hættu við að verða það sem að kallað er 'rediscoverd CELEB' í öðru landi & á annari túngu.
"Hlauptu, drengur, hlauptu...."
S.
Steingrímur Helgason, 5.10.2007 kl. 00:20
Það er meira en fjör hjá þér þessa dagana hjá þér Jens. Eins gott að ég kæmi þíg í erlend tímarit. Hefurðu ekki eitthvað um sérislensku grassalækningu að bjóð?
Andrés.si, 5.10.2007 kl. 00:58
Sæll Jens !
Þú mátt vera stoltur af Poppbókinni og þarft ekkert að skammast þín fyrir hana. Bókin er barn síns tíma, einnig góð heimild um liðinn gróskutíma í íslenskri popp og rokk tónlist. Meiri ferskleiki þá en nú að mér finnst. Ég náði loks í eintak af henni fyrir nokkurum árum síðan og er mjög hamingjusamur með það. Hrá, persónuleg og fín bók.
Það vita það kannski fáir, en ég veitti Dr. Gunna mjög mikla aðstoð við gerða þessarar bókar sem er skrifuð á hann, aðallega sem upplýsingaveita úr mínu eigin höfði, einnig margt annað, þannig að hann á nú ekki allann heiðurinn að bókinni þótt hún sé skrifuð á hann og öll athyglin beinist að honum, vegna þess hve hann er þekktur í þjóðfélaginu. Það hefði ekki verið hægt að skrifa svona nokkuð gott verk einn á stuttum tíma, eins og var gert. Hann hefði ekki komist almennilega í gegnum þetta ef mín hefði ekki notið við.
Framsetning ljósmynda í bókinni er misheppnuð á köflum, sumar myndir eru á við frímerki að stærð, búið að klína rauðbleikum lit á sumar mynsir sem bera það ekki almennilega og njóta sín þar af leiðandi ekki sem best. Það klúður skrifast á ritstjórn bókarinnar, það á að banna ritstjórnir við gerð sagnfræðilegra bóka. Við Gunni höfðum miklu betri sans á útfærslu myndefnis en þessi ömurlega glataða ritstjórn hjá Eddu útgáfu/Forlagið á sínum tíma. Við Gunni höfum báðir verið í layout vinnu og prentverki og þekktum vel til verka í þessum málum. En þetta er búið og gert mál.
Einnig skrifaði ég lista við hvern kafla í bók Kristjáns Hreinssonar um Pétur poppara. Þeir listar voru yfir alla þá sem Pétur spilaði með á sínum ferli.
Ég er ekkert bitur með þessi mál og við Gunni erum bestu vinir, einnig er Kristján Hreinsson ágætis kunningi minn og partur af minni bernsku.
Mig langaði bara aðeins að blanda mér í umræðuna og upplýsa þetta gamla leyndarmál með bókina okkar Gunna, sem er stíluð á hann, en hefði líka átt að vera stíluð á mig. En svona var þetta nú.
Nú er ég alveg hættur að aðstoða aðra sem sagnabrunnur og fræðigrúskari við gerð tónlistarlegs og sagnfræðilegs efnis í formi bókaskrifa, þáttagerðar í hljóðvarpi, eða við ritgerðasmíð um tónlist fyrir sagnfræðinema, o.s.frv.
Nú er ég kominn í eigið sóló í fræðilegum skrifum um tónlist , sjá - steinnskaptason.blog.is
Kveðja, Steinn.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 01:31
Þegar skrifuð er heimildabók um eitthvað er mjög gott og eiginlega nauðsynlegt að hafa ástríðu fyrir verkefninu. Óheilindi og feik skína í gegn og hjá listamönnum er það dauðadómur. Afhverju skrifarðu þá ekki bara bók um óhljóðin sem þú ert svo hrifinn af Jens?
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.10.2007 kl. 01:37
Steingrímur, mér til undrunar var bókin notuð til heimildarvinnu út fyrir landsteina. Danskur náungi sem að heitir Jan Sneum (eða eitthvað álíka) notaði upplýsingar úr bókinni til að skrásetja danska poppbók um alþjóðapopp. Hann sér um að bóka hljómsveitir á Hróarskeldu. Hann fundaði með mér og tók í kjölfar upp færeyska tónlistarmenn inn í Hróarskelduna ásamt íslenskum hljómsveitum.
Andrés, mér hefur tekist að bóka íslenska og færeyska tónlistarmenn á svissneska tónlistarhátíð. Áhugasamir geta haft samband við mig til að taka þátt í henni. Ég hef skrifað um íslenska músík fyrir svissneskt tímarit.
Steinn, ég er ekki alveg sáttur við bók Kristjáns um minn góða vin, Pétur heitinn Kristjánsson. En samt var framtakið lofsvert.
Gunnar Th., ég er alltof öfgafullur fyrir því sem að þú kallar "óhljóð" til að skrifa nýja poppbók. Ég sæki í I Adapt, Forgarð helvítis, DYS, Sólstafi, Mínus, Reykjavík! og Skáta svo langt umfram léttpopp. Ég treysti sjálfum mér ekki til að afgreiða hlutlaust dæmi í umfjöllun um poppmúsík. Ég hef mikla andúð á Nylon, Garðari Cortes og bara öllu léttpoppi.
Jens Guð, 5.10.2007 kl. 02:25
Hefði ég skrifað bókina um Pétur heitinn, þá hefði ég bæði skrifað og byggt upp bókina allt öðruvísi en hún var. Bókin er samt prýðilegt framtak, miðað við það hve fáar bækur eru skrifaðar og útgefnar um tónlist og tónlistarmenn hér á landi.
Eins og áður hefur komið fram að þá skrifaði ég aðeins skrár í þá bók yfir þá sem spiluðu með honum á sínum ferli.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 11:15
Jamm, Sæunn keypti eintak af "Vísnasnilldinni" strax þegar hún kom út 2004. En vertu nú ekki með þessa vitleysu félagi, þrátt fyrir hnökrana, er poppbókin mjög merkileg og það má bara þakka forsjoninni að þig skorti ljósmeyndir, teikningarnar voru ekki hvað síst það sem gerði bókina svo flotta! Væri eiginlega hugmynd fyrir þig Jens, að safna þessum teikningum og eflaust leirum sem þú átt í eina bók, þótt þú (og það skil ég vel) nennir ekki að endurtaka leikinn!En hvað bókina hans Gunna varðar eða STeins að hans sögn (mér finnst ég nú hafa alla tíð vitað að hann væri einn af þeim sem Gunni myndi leita til og það ekki hvað síst!) þá voru það þau ótrúlegu mistök að einn kafla vantaði í bókina er hún kom út, sem ég var að tala um, en þú Jens minn ert kannski búin að gleyma!
Í allri hreinskilni svo, þá efast ég um að "Draumur" Saxa verði að veruleika, sá sem ritar svona bækur setur alltaf með einum eða öðrum hætti svip á þær, meðvitað eða ómeðvitað!
og jafnvel þó svo yrði, þá yrði sú smíð jafn umdeild held ég, en bara úr öðrum áttum en um Poppbókina, ERu ekki allir í stuði og Dorktorsritgerðina hans Gests Guðmundssonar, sem hér hefur ekki fyrr verið nefnd, en minn góði Jens, ég hef heyrt menn tala MIKLU VERR UM en Poppbókina!
Magnús Geir Guðmundsson, 5.10.2007 kl. 11:25
Verð greinilega að skoða bók DR GUNNA betur.....Magnús Geir auðvitða er hægt að skrifa hlutlausa bók.....það er minn DRAUMUR he he
Einar Bragi Bragason., 5.10.2007 kl. 13:30
Allt í góðu Saxi, skal reyna að skemma drauminn þinn ekki frekar. En þetta með blessaða bókina hans Gunna var nú altalað, kaflinn sem gleymdist kom svo í Mannlifi eða slíku riti, til að bjarga því sem bjargað varð. Annars er mér ekkert ljúft að rifja þetta upp, við Gunnu áttum ekkert nema fín samskipti og mér fannst og finnst þetta leitt.
Magnús Geir Guðmundsson, 5.10.2007 kl. 14:04
Maggi, ég man vel eftir kaflanum sem að vantaði í bók Dr. Gunna. Hann fjallaði um "sítt að aftan" tímabilið, létt-tölvupopp níunda áratugarins (erlendis kallað 80´s popp). Mörgum úr þeirri deild sárnaði mjög.
Jens Guð, 5.10.2007 kl. 15:20
Eru þetta einhver álög á þann tíma hjá poppskríbentum ......hann gleymist eða mönnum finnst hann ekki spennandi osfrv he he he
Einar Bragi Bragason., 5.10.2007 kl. 16:33
Það var búið að skrifa 80´s kaflann og allt klárt á sínum tíma hjá okkur Gunna, en ritstjórn bókarinnar hjá Eddu útgáfu og prentsmiðjan klúðraði þessu eins og svo öðru, þetta uppgötvaðist ekki fyrr en bókin kom úr prentun. Það voru mikil vonbrigði að sjá hvernig myndræn útfærsla og útlit bókarinnar kom út, líka það að 80´s kaflinn var ekki í bókinni voru mikil vonbrigði. Annars er ég saklaus að hafa verið með puttanna í þeim kafla. Ég var mikill 80´s maður og hefði gert því tímabili meiri, jákvæðari og betri skil en gert var.
Ég held að það sé hægt að nálgast 80´s kaflann á heimasíðunni hans Gunna.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 18:43
Eins og Magnús bendir á þá birtist týndi kaflinn í heilu lagi í Mannlífi. Áhugasamir gátu klippt hann þar út og límt inn í bókina. Þar sem að þetta var fyrsta bók Dr. Gunna þá hefur hann eðlilega ekki áttað sig á því að vanir rithöfundar láta keyra út svokallað "prúf" af bókum sínum áður en allt upplagið er keyrt í gegnum prentvélarnar.
Þannig "prúf" hefur ósjaldan reddað hlutum frá svona slysi. Það þekki ég eftir að hafa unnið á auglýsingastofum í 17 ár.
Jens Guð, 5.10.2007 kl. 23:27
Sjálfum fannst mér Poppbókin snilld. Það sem mér þótti best við hana var að hún var svo hrá og öfgafullar skoðanir þínar drógu hana upp úr meðalmennskunni. Ég meina, hver nennir að renna í gegnum hlutlausa lýsingu og gerviupphefð á jafn skoðannabundnu efni og tónlist. Það hefði nú verið lítið varið í þessa bók ef allur sá andlausi poppviðbjóður sem hefur komið út á Íslandi í gegnum tíðina hefði fengið sömu umfjöllun og pönk/nýbylgjan eða bítlarokkið?
Guðmundur (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 17:59
Fleiri hafa viðhaft svipuð ummæli um Poppbókina: Að mínar öfgafullu skoðanir voru ekki faldar á bak við tilbúið hlutleysi. Lesendur bókarinnar þurftu/þurfa strax að setja sig í þær stellingar að mér er ómögulegt að leyna mínum öfgafullu skoðunum. Ungur maður sem að hringdi í mig í vor og var að skrifa ritgerð upp úr bókinni tjáði mér að það sem að honum þótti skemmtilegast við lestur bókarinnar var að hann langaði til að rífast við mig eða rökræða um næstum því hverja blaðsíðu bókarinnar. Hann var svo ósammála mér. Ég held að við höfum rætt saman í síma í næstum 4 klukkutíma. Hann þurfti að yfirheyra mig og fá rök fyrir svo mörgu í bókinni. Hann lá hvergi á sínum viðhorfum sem að voru mörg öndverð við mínar skoðanir. Nokkru síðar fékk ég tölvupóst frá honum. Hann hafði fengið A fyrir ritgerð sína og þakkaði það spjallinu við mig. Sagðist reyndar vera ennþá ósammála mér um margt en hann hefði náð að byggja ritgerðina sína upp á því sem að okkur greindi á. Með þessum góða árangri. Hann ætlaði að senda mér afrit af ritgerðinni en hefur ekki gert það. Ég hvet hann hér með til að gera það.
Jens Guð, 6.10.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.