4.10.2007 | 22:27
Svívirðileg níðskrif
Víkverji Morgunblaðsins leyfir sér stundum að ganga lengra í skrifum en siðaðra manna er háttur. Þetta gerir Víkverji í skjóli nafnleyndar og þeirrar staðreyndar að Víkverji er ekki ein persóna heldur skiptast blaðamenn á að skrifa í nafni Víkverja. Í blaðinu í dag ræðst Víkverji að rottum með svívirðingum. Meðal annars segir hann rottur vera "líklega viðbjóðslegustu kvikindi sem til eru á jörðinni."
Víkverji segir rotturnar vera illa þefjandi, ljótar og ógeðslegar með langt og slímugt skott.
Hið rétta er að rottur eru stöðugt að þrífa sig og eru þess vegna lyktarlausar. Skottið á þeim er vissulega langt í samanburði við dindil á kindum. Skottið er jafnan tandurhreint og þurrt en alls ekki slímugt. Rottur eru afskaplega félagslyndar og þykir sérlega gott að láta klóra sér á bak við eyrun. Þær eru í hópi greindustu dýra og eru fljótar að læra nafnið sitt. Rottur eru fallegar, krúttlegar og skarpeygar.
Þar fyrir utan er djúpsteikt rottukjöt með hrísgrjónum og súrsætri sósu herramannsmatur.
Ég skora á Víkverja að biðja rottur fyrirgefningar á þessum dæmalausu níðskrifum um dagfarsprúð og sérlega snyrtileg dýr. Hann yrði maður að meiri.
Rottuæði í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 5.10.2007 kl. 15:30 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 22
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 1044
- Frá upphafi: 4111605
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 877
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ef þessi blaðamaður væri hjá DV gæti ég skilið þetta en Morgunblaðið er greinilega eitthvað að linast í kröfunum um að blaðamenn þess viti hvað þeir eru að skrifa um. Ljótar og ógeðslegar? Langt og slímugt skott? Illa þefjandi? Það væri mjög gaman að fá að heyra hvaða rannsóknarblaðamennska liggur þarna að baki?
Ég er aftur á móti ekki eins viss um að ég vilji heyra nánari uppskrift með súrsætri!
Ævar Rafn Kjartansson, 4.10.2007 kl. 23:00
Fallegt af þér JGuð að vera málsvari málleysingjanna þú ert góður maður
Fríða Eyland, 4.10.2007 kl. 23:01
Rottur eru sætar
Einar Bragi Bragason., 4.10.2007 kl. 23:36
Er þetta mynd af nýjum félaga í flokknum, Rattus Frjálslyndicus? Það eru greinilega allar klær úti við að fjölga í flokknum og margir teknir inn á einu bretti, að vanda.
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 23:45
Ég verð að viðurkenna vanmátt minn gagnvart steiktum rottum.
eitt sinn þegar ég rölti í gegn um sveitamarkað í Thailandi rakst ég á steikta rottu hún hafði verið klofin í tvennt og grilluð í "kápunni" og öllu, ég taldi í mig kjark til að smakka og labbaði að borðinu en guggnaði þegar á hólminn var komið og snéri við, þegar ég var komin í nokkra fjarlægð þá fannst mér það heldur löðursmannslegt að guggna svo ég gerði aðra tilraun en hún fór á sama veg og í þriðja sinn reyndi ég en varð þá endanlega að viðurkenna vanmátt minn gagnvart steiktum rottum.
Bogi Jónsson, 4.10.2007 kl. 23:47
Jens. Núna ætla ég að taka upp hanskann fyrir Víkverja og tek undir staðhæfingu hans um að rottur séu líklegast viðbjóðlegustu kvikindi sem til eru á jörðinni. Þó að skottið sé hreint og þurrt þá eru þetta ógeðsleg kvikindi.
Mummi Guð, 5.10.2007 kl. 00:03
Hehehehehehe
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2007 kl. 00:04
Ég get ekki annað en tekið undir með Víkverja. Ég er ekki viss um að viðbjóðslegri kvikindi fyrirfinnist á jörðinni
Þorgerður (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 00:11
Ævar, þarna er um að ræða bullandi fordóma gagnvart ljúfu og vinarlegu dýri sem að gerir ekki flugu mein. Ég væri sáttari við níðingsleg skrif um Framsóknarflokkinn. Rottur hafa aldrei stutt kvótakerfið né Halldór Ásgrímsson. Það ber að virða.
Fríða, það er rétt hjá þér að ég er góður maður.
Einar, ég tek undir það að rottur eru sætar bæti því við að þær eru vingjarnlegar.
Steini, ég styð rottur og vonast til að það sé gagnkvæmt.
Bogi, Tælendingar eru ruddar í matreiðslu á rottum. Kínverjar kunna þetta miklu betur.
Mummi, þú ert með fordóma gagnvart þessum dýrum. Þú þarft bara að kynnast góðri rottu
Ásthildur, hvernig ætli stofnfundur kjördæmafélags Reykjavíkur suður hafi farið í kvöld? Ég vonast til að vinkonur okkar, Halla Rut og Rannveig, hafi náð kjöri í stjórn. Sérstaklega væri gaman ef að vel hefur verið tekið á móti Höllu Rut. Hún hefur alltaf fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum en er núna nýgengin til liðs við okkur. Rannveig hefur fylgt okkur að málum frá stofnun FF og er einlæg stuðningskona formannsins okkar, Guðjóns A. Ég krossa fingur í von um að þær tvær hafi náð kjöri í stjórn Reykjavíkur suður. Báðar frábærar.
Jens Guð, 5.10.2007 kl. 00:29
Auðvitað gera rottur ekki flugu mein. Hver hefur séð rottu á flugnaveiðum? Mér þætti gaman að sjá það, Jensinn minn.
Steini Briem (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 00:42
Mig grunar nú að mjúki maðurinn þú hafir verið að horfa á gamla bíómynd í Betamax tækinu, nefnda 'Ben', fyrir þessa færslu. Sé þig nú samt ekki alveg fyrir mér raulandi titillagið með Meistara Jackson, dona eftir færslur um skoðanir þínar á þeim sem að deila með honum einhverjum óviðeigandi fíknum.
Á mínu heimili er rottuhald í lágmarki. Þær eru sumsé ekki fjölmennar, en samt ein í séreigu dóttlu minnar. Tiltölulega snyrtilegt kvikindi & gefur frá sér minni hávaða en meðalhamstrar. Ekki hefur alla vega ennþá komið fram tillaga um að hafa dýrið í kvöldmat.
Merkilegt nokk þá var einu sinni heimilisföst hér kanína, sem gerðist það kynköld að hún fraus til dauða, hvernig sem að það er nú hægt. Dóttla mín var alveg harðákveðinn í því að hún skyldi etin, við forðuðum því ragúi úr frystinum. En næst þegar hún var erlendis & sá 'rabbit' á matseðli þá heimtaði hún þann rétt, "bara til að prufa, pabbi?".
Myndir af því á minni bloggsíðu, & já, hún át dýrið til agna.
S.
Steingrímur Helgason, 5.10.2007 kl. 00:48
Það má nú varla greina hvor er hvor á þessum myndum, Jens og Rattus Frjálslyndicus. Báðir sakleysið uppmálað, loðnir í framan, með grásprengt hár og stór eyru.
Steini Briem (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 01:08
Tek að mestu undir skrif síðasta ræðumanns.........athugasemd nr. 13, fyrir utan það að ég aðhyllist ekki pyntingar á rottum frekar en nokkurri annarri lifandi veru.
Kommon Jens........rottur eru ógeð
Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.10.2007 kl. 02:59
Góður pistill
Jónína Dúadóttir, 5.10.2007 kl. 07:48
Mér finnst líka þær vera falleg og greind dýr með skemmtilega fræðinafnið rattus norvegicus.
Ég vil samt ekki fá þær heim til min. Nú er norsk rotta að slá í gegn og ég fyllist þjóðrembu
Heidi Strand, 5.10.2007 kl. 08:17
Þegar ég í barnaskóla las kvæðið ROTTUR eftir Davíð Stefánsson, þá heimfærði ég það strax upp á Framsóknarflokkinn og stuðningsfólk þess flokks og mér finnst enn að kvæðið smellpassi við það fólk sem stýrir hinum örsmáa Framsóknarflokki í dag ,, Milli þols og moldarveggja man ég eftir þeim, ljótu rottunum með löngu skottunum og stóru tönnunum sem storka mönnunum, sem ýla og tísta og tönnum gnísta og naga og naga nætur og daga. Fjöldi manna felur sig á bak við tjöldin. Þeir narta í orðstír nágrannanna, niðra þá sem hafa völdin, eiga holu í hlýjum bæjum, hlera og standa á gæjum, grafa undan stoðum sterkum, stoltir af sínum myrkraverkum. Allar nætur alla daga er eðli þeirra og saga að líkjast rottunum með löngu skottunum og naga og naga.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 09:55
Jens ertu að missa þig í rottuæði, Rotta á minn disk nei takk og bara hvergi nálæt mér.'Eg er rotturasisti Fundurinn hjá FF var góður í gær og ég náði kjöri.'Eg er líka sérlega ánægð með frumvarp sem Jón Magnússon er að leggja fram um ráðningu hæstaréttadómara.Og Viðar er alltaf að eflast finnst mér.
ps Steini það eru örugglega genetísk skemmtilegheitin hjá þér,því proffinn á hjólinu er með þeim skemmtilegri
Rannveig H, 5.10.2007 kl. 10:01
Það er nú sannað að rottur komu alls ekkert nálægt svarta dauða, enda var hann veirusjúkdómur skyldur ebólu sem barst manna á milli án nokkurrar viðkomu í dýraríkinu. Rottur voru líka nær óþekktar víðast hvar þar sem hann stakk sér niður, enda voru borgarsamfélög í Evrópu fá og strjál. Einnig er búið að sanna að á þeim tíma voru engar rottur til í gervallri Skandinavíu.
Af einhverjum ástæðum eru nýfrjálshyggjumenn eina fólkið sem heldur því fram í dag að Svarti Dauði hafi verið Yersinia Pestis, en sá sjúkdómur er landlægur víða í Asíu og stakk sér öðru hvoru niður í helstu stórborgum Evrópu á 17. og 18. öld. Hann hefur aldrei verið mjög mannskæður miðað við Svarta Dauða. Hvers vegna nýfrjálshyggjumenn halda þetta veit ég ekki, en það er sennilega eitthvað skylt því að þar koma saman takmarkaðar gáfur, lítil þekking, takmörkuð geta til að skipta um skoðun, einstrengingsleg trú á skoðanir sínar jafnvel þótt allar rannsóknir og heilbrigð skynsemi sýna fram á hið gagnstæða og stöðugur vilji til að finna eitthvað til að hata.
Annars vona ég að þessi rotta hér hafi ekki verið neitt gæludýr ...
Elías Halldór Ágústsson, 5.10.2007 kl. 10:39
Gott hjá þér Jens að vera málsvari málleysingjanna! Rottur eru mjög greind dýr, ég veit ekki með snyrtimennskuna, hef grun um að þær séu frekar "frjálslegar" þar!! Það fer líklega eftir því hvar þær búa :o)))
Anna Þorkels (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 11:05
Þakka þér fyrir þetta Elías, ég var nefnilega búin að lewsa um þetta fyrir mörgun árum og svo komu þættir á discovery sem drógu allan vafa.. rotturnar voru saklausar.. þær aftur á móti fjölguðu sér mikið á þessum tíma og það var vegna ofgnóttar af kjötlegri fæðu hingað og þangað um allt.
rottur eru kúl í sínu eðlilega umhverfi.. á ökrum.
Óskar Þorkelsson, 5.10.2007 kl. 11:11
rottur rúla
takk fyrir pistilinn Jens
halkatla, 5.10.2007 kl. 14:21
Gott að heyra það, Rannveig mín Há, en fulltrúi ættarinnar, Davíð nokkur Oddsson, fékk verðlaun nemenda Harvard-háskóla fyrir þetta atriði, gamlan útskorinn stól sem fæst nú í Kolaportinu í skiptum fyrir ráðherrastól sem má vera notaður.
Óskar, Jens er líka kúl í sínu eðlilega umhverfi... á barnum.
Steini Briem (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 15:20
þetta er ágætist fyrirlestur Elías, og góð athugasemd ég veit bara ekkert hvað þetta hefur með frjálshyggju að gera.
TómasHa, 5.10.2007 kl. 15:29
Ég held að það sé einhver misskilningur, ungfrú Rannveig og fröken Þorgerður, að ég sé kaldhæðinn og hér er náttúrlega bara um meinta kaldhæðni að ræða, þar sem hún hefur ekki verið sönnuð fyrir dómstólunum.
Einu sinni skrifaði ég til dæmis veitingahúsagagnrýni fyrir Moggann og staðnum var lokað skömmu síðar, enda þótt ég hefði breytt gagnrýninni fimm sinnum að beiðni ritstjórnarinnar og skrifað mjög fallega fyrirsögn: Sósan og þjónustan til mikillar fyrirmyndar. Illugi Jökuls var líka mjög hrifinn af þessari fyrirsögn, þannig að ég vísa öllu tali um kaldhæðni á bug, stelpur mínar.
Steini Briem (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 16:25
"Sósan og þjónustan til mikillar fyrirmyndar". Það eru ekki amaleg ummæli
Þorgerður (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 18:04
En hvað maður er orðin frekur á þig, ég er hlálf fúl út í þig fyrir að vera ekki með neina nýja færslu í dag.
Halla Rut , 5.10.2007 kl. 20:10
þekki ekki rotturnar persónulega, en þekki mýsnar frá því ég ólst upp í sveitinni, yndælis dýr og þrifnar og snyrtilegar með eindæmum, gæti sagt langa sögu af músum, en stutta sagan er, var með smá borð á háalofti í sveitinni þar sem ég var að dunda oft við smíða og fleira, var oft með brauðmylsnu og henti í gluggann sem var við borðið, þar komu oft tvær eða fleiri mýs og gæddu sér á brauðinu og lögðust síðan í gluggakistuna og dormuðu á eftir.
Hallgrímur Óli Helgason, 5.10.2007 kl. 20:45
hahahaha,,,, , þetta er flottu pistill hjá þér Jens, en ég verð nú bara að vera sammála um hversu ógeðslegar þær eru, gæti ekki hugsað mér að éta þær einu sinni en ég segji nú bara við þig,,,,bon appetit
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 20:57
Viðar, sjálfur átt þú síðu til að leika þér á ....
S.
Steingrímur Helgason, 5.10.2007 kl. 21:56
.......................og spillingin blómstrar, í
dag er það OR, á morgunn eitthvað annað og OR gleymist, er
ekki lífið dásamlegt ?
Þrjár fjölskyldur á íslandi að meðaltali missa þakið sitt á uppboð í viku
hverri, þá eru þær eignir sem bankarnir leysa til sín ótaldar, las ég í blaðinu
í dag einnig að um nýtt met væri að ræða. Dásamlegt nýtt met alltaf gaman af
því....þegar met eru sleginn
Eignahaldsfélög nokkur saman keyptu það skásta
af hernámsleifunum á miðnesheiði í dag á mínus 100 þúsund kallinn ferm. Gott
undirverð það, fyrir nú utan að þessi stóru félög borga mun lægri vexti en
fólkið sem er komið í lífs síns mínus og þakið þeirra er á uppboði 1000 fjölsk. á ári, er ekki ísland dásamlegt ?
Fríða Eyland, 5.10.2007 kl. 22:21
...........................og ég röfla um rottur sem koma málinu ekkert við enda sjá meindýreyðarnir til þess að ég verð ekkert vör við þær.
Fríða Eyland, 5.10.2007 kl. 22:23
Steingrímur, Viðari Helga er velkomið að setja hugleiðingar hér inn á mína síðu. Hvenær sem er og um hvað sem er. Það er alveg klárt mál varðandi þessi orkufyrirtæki að menn eru eitthvað að rotta sig saman í skjóli nætur og stunda myrkraverk.
Það er gaman að heyra mismunandi sjónarmið ykkar allra á rottum. Sjálfar eru rotturnar fámálar. En hugsa þeim mun meira.
Steini fyrirsögnin á veitingahúsagagnrýni þinni er ein sú besta sem að ég hef séð. Maður þarf ekki einu sinni að lesa sjálfa greinina. Fyrirsögnin segir allt.
Jens Guð, 5.10.2007 kl. 23:18
Auddað, en við vorum að tala um rottur ,,
En allir fyrir sinn smekk segji ég alltaf...
S.
Steingrímur Helgason, 6.10.2007 kl. 00:16
Nú kom ég mér vel fyrir... settist niður með kaffibolla og nikotíntyggjó... til að lesa dúndurfærslu hjá Jens Guð sem ég geymdi mér í gær... hehe bjóst við einhverjum öðrum níðskrifum en um rottur
Jóna Á. Gísladóttir, 6.10.2007 kl. 08:51
Ég tek undir þessi ljóðrænu skrif Stefáns um framsóknarmenn og nú virðist enn einu sinni rottueðli þeirra á ferð, Björn virðist hafa sama þefskyn og forverar hans á hvar sé hægt að finna bestu bitana, eins og sést í Orkuveitumálinu.
Ekki átti ég von á að Villi Volgi myndi taka þátt í svona sukki en volgum mönnum er verst að lifa og nú hitnar vel undir honum.
Guðmundur (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 17:42
Hvar eru konurnar í Stjórn OR ?
Eintómir karlar á snittu- fundinum sem sýnt var frá í imbanum.
Ég ger þá kröfu að borgarstjórn sýni gott fordæmi og komi á kynja jafnvægi í stjórn OR og öðrum fyrirtækjum borgarinnar
Góðar stundir fríðarottan
Fríða Eyland, 6.10.2007 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.