Fullkomnustu lagasmíðar poppsögunnar

  Í nýjasta hefti breska tónlistarblaðsins Q er birtur listi yfir fullkomnustu lagasmíðar poppsögunnar.  Þar eru forsendur aðrar en þegar valin eru bestu lög poppsögunnar.  Í þessu tilfelli er útgangspunkturinn fagurfræðin/úrvinnslan við framvindu lagsins það sem málið snýst um.  Það er hópur þekktra lagahöfunda sem komust að eftirfarandi niðurstöðu:

 1.  Hallelujah - Leonard Cohen

 2.  Strawberry Fields Forever - The Beatles

 3.  Life on Marz - David Bowie

 4.  Sympathy For the Devil - The Rolling Stones

 5.  Strange Fruit - Billie Holiday

 6.  Bitter Sweet Symphony - The Verve

 7.  Born To Run - Bruce Springsteen

 8.  God Only Knows - The Beach Boys

 9.  Blowing in the Wind - Bob Dylan

10  Perfect Day - Lou Reed


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert kemur á óvart hér. Þessi lög hafa þetta allt. En ég gæti sjálf ekki raðað þeim.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Þessi listi er auðvitað smekksatriði sem ekki er hægt að rökræða þó menn séu á annarri skoðun.

Júlíus Valsson, 14.10.2007 kl. 18:20

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Lagalisti, með svona útgangspunkti, sem ekki felur í sér lag eða lög Pink Floyd, er eitthvað ófullkominn. Fleiri mætti nefna; King Crimson, Genesis, Leonard Cohen, Simon and Garfunkel, Steve Wonder....

Friðrik Þór Guðmundsson, 14.10.2007 kl. 18:24

4 identicon

Ég veit nú ekki betur en að Leonard Cohen hafi samið "Hallelujah". Annars vantar þarna tilfinnanlega lög eins og Bohemian Rhapsody, Stairway To Heaven og Whiter Shade Of Pale.

Egill Harðar (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 19:51

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm, ætlaði einmitt að benda á það. Hallelujah er eftir Cohen og mættu fleiri lög eftir hann prýða þennan lista.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.10.2007 kl. 20:05

6 Smámynd: Ómar Ingi

Það er allavega ekkert helv Bítlagarg þarna á listanum sem auðvitað segir sig sjálft

Ómar Ingi, 14.10.2007 kl. 20:32

7 Smámynd: Jens Guð

  Takk fyrir leiðréttinguna,  Egill og Jón Steinar.  Ég fletti blaðinu úti í bókabúð í gær og skrifaði þetta núna eftir minni.  Í fljótfærni fékk ég mynd af Jeff Buckley upp í hugann þegar ég skrifaði nafn Hallelujah lagsins.  Samt vissi ég að lagið er eftir Cohen. 

  Egill,  það kom mér pínulítið á óvart að Stairway to Heaven er ekki á meðal þessara 10 laga.  Whiter Shade of Paleer aftur á móti ekki popplag að uppruna.  Það er eftir þýska barokktónskáldið Johann Sebastian Bach,  sem var uppi fyrir þremur öldum eða svo. 

  Friðrik Þór,  lög með Pink Floyd,  King Grimson og Genesis skora aldrei hátt á listum yfir bestu lögin.  Í tilfelli Pink Floyd spila útsetningar og flutningur ekki minni rullu í útkomunni en laglínan.  Þess vegna er fremur fátítt að Pink Floyd lög séu flutt af öðrum.  Í þeim fáu tilfellum sem það er gert þá heldur flytjandinn sig jafnan sem næst útsetningu Pink Floyd. 

Jens Guð, 14.10.2007 kl. 20:35

8 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  jú,  Strawberry Fields Forever er í 2. sæti. 

Jens Guð, 14.10.2007 kl. 20:37

9 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Þeir hjá Q hafa auðsjáanlega ekki heyrt "Stórhöfðasvítuna" eftir Á. Johnsen.

Annars væri hún á listanum, ofarlega.

Hjalti Garðarsson, 14.10.2007 kl. 20:39

10 Smámynd: Þórbergur Torfason

Bohemian Rhapsody, Prellinn, Bruce Springstien og margt fleira. Þessi listi er eitthvað í ætt við sexstrendan tening.

Þórbergur Torfason, 14.10.2007 kl. 22:13

11 Smámynd: Jens Guð

  Góður Hjalti! 

  Þórbergur,  Bruce Springsteen er þarna í 7.  sæti með Born to Run.  Prellinn samdi ekkert lag.  Hann "coveraði" bara lög eftir Chuck Berry,  Bítlana,  Littla Richard og fleiri. 

  Bohemian Rhapsody hefur oft verið ofarlega á listum yfir bestu lög og bestu myndbönd.  Ég man eftir stórri könnun sem bresk útvarpsstöð stóð fyrir.  Þar var Bohemian Rhapsody í 1.  sæti.  Í þessu tilfelli,  þegar bara sjálf laglínan og framvinda hennar eru metin,  þá kemur í ljós að útsetningin og flutningur Queen á laginu hafa mest um það að segja hversu vel lagið hljómar í eyrum margra. 

Jens Guð, 14.10.2007 kl. 22:48

12 Smámynd: Jens Guð

  Erlingur,  svona listi lítur alltaf öðruvísi út þegar lagahöfundar skoða málið heldur en þegar almenningur kýs.  Það er spurning hvor hefur réttara fyrir sér.  Lagahöfundar sem náð hafa góðum tökum á lagasmíðum þekkja - má ætla - frammi fyrir hvaða valkostum aðrir lagahöfundar standa þegar þeir eru að koma lagi saman.  Lagahöfundur er kannski kominn með eina góða laglínu í hausinn en á eftir að byggja út frá henni heilt lag með versi,  viðlagi og hugsanlega brú.  Eða þá að lagahöfundur er búinn að finna flottan hljómagang en á eftir að semja laglínu ofan á hann.  Og svo framvegis.

  Almenningur pælir ekki í þessu heldur einungis hversu fallegt eða skemmtilegt lagið hljómar í hans eyru.  Sum af þeim lögum sem ná mestum vinsældum og verða langlífust eru ekki tónfræðilega merkileg.

  Það má líkja þessu við söngtexta.  Sumir þeir söngtextar sem allir kunna og syngja við flest tækifæri eru ekki endilega vel ortir.  Ég nefni Stál og hníf sem dæmi um slíkt.  Það er sama hvort maður fer á Þorrablót,  ættarmót eða aðrar skemmtanir þar sem fjöldasöngur upphefst.  Fyrr en varir eru börn jafnt sem gamalmenni farin að syngja Stál og hníf.  Í sumar birtist frétt af því að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi sungið þennan söng á skemmtun hjá Baugi.

  Textinn verður seint skilgreindur vel ortur.  En samt læra flestir textann utan að alveg ósjáfrátt. 

Jens Guð, 14.10.2007 kl. 23:08

13 Smámynd: Ómar Ingi

hehehe Úpps

las þetta of hratt yfir greinilega en er auðvitað eitt fáu lögum gargsins sem hægt er að hlusta á enda Strawberry Fieilds í Central park í Central Park í NYC.

Ómar Ingi, 14.10.2007 kl. 23:28

14 Smámynd: Fríða Eyland

Eru þetta allt popplög ?

Ég meina Jens hvað er popplag og hvað ekki, erfitt þegar allt þarf að kryfja en er dægurlag flokkur sem popplag fellur undir eða er það öfugt?

Fríða Eyland, 14.10.2007 kl. 23:35

15 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þú ert ekki með Immigration song og Starways to Heaven með Led Zeppelin, Deep Purple, Jethro Tull ofl. auk þess sem Dylan, Bítlarnir og Stones eiga mörg miklu betri lög. Einu lögin sem mér finnst eiga heima þarna (og ekki ofarlega) eru Bitter sweet symphony og perfect day. Simon og Garfunkel Brigde over trouble Water, Sound of Silence. America, Eagles.... Ef þetta snýst um útsetningar þá eru líka til trilljónir þeirra af öðrum lögum sem eiga heima þarna. Ef að þetta eru lagahöfundar sem velja held ég að þetta séu svekktir lagahöfundar með miniipod sem viðmiðun!

Ævar Rafn Kjartansson, 15.10.2007 kl. 00:14

16 Smámynd: Jens Guð

  Viðar,  gullmolar Leonards Cohens eru margir.  Sjálfur myndi ég velja nokkur önnur lög eftir hann ofar á lista en Hallelujah.  Ég get þó fallist á uppbygging þess lags og framvinda er traust og vel samin út frá tónfræðinni.

  Ómar, ertu með fordóma gagnvart Bítlunum?   Ég hef rifist við fólk um Bítlana í áratugi og hef ætíð gaman af.  Að mínu mati getur svona listi ekki verið trúverðugur ef lag eftir John eða Paul eru fjarri góðu gamni.

  Sveinn,  ég á nokkrar plötur með Åge.  Til gamans má geta að hann bað Bubba um að gera dúettplötu með þeim tveimur.  Það var snemma á níunda áratugnum.  Bubba þótti hann heldur gamaldags fyrir sinn smekk og hafnaði samstarfinu.  Nokkru síðar sló Ågi í gegn á Norðurlöndunum og seldi - að mig minnir - 600.000 eintök af Leva Livet

    Fríða,  ég held að í þessu dæmi sé verið að miða við upphaf rokksins ´55/´56.  Að vísu kom mér á óvart að sjá Strange Fruit eftir Billie Holiday á þessum lista.  Reyndar frábært lag en hefur þó verið í hærri hæðum í djassgeiranum en rokki/poppi.  Ég á það samt í flutningi Róberts Wyatts.  Hann hefur svo sem verið með annan fótinn í djassi alveg frá því að hann var trommari og söngvari Soft Machine á sjöunda áratugnum.

  Sveinn,  ég tek undir að Born to Run sé magnað lag.  Uppbygging þess byggir á skemmtilegu risi sem brýst út í kröftugri framvindu.  Ég man ennþá eftir plötudómi í Rolling Stone tímaritinu um fyrstu plötu Brúsa.  Á þeim árum geymdi ég til margra ára öll poppblöð sem ég keypti.  Þar sagði eitthvað á þessa leið:  "Ég hef heyrt framtíð rokksins.  Hún heitir Bruce Springsteen."

Jens Guð, 15.10.2007 kl. 00:28

17 Smámynd: Jens Guð

  Ævar,  ég bendi á að ég tók ekki saman þennan lista og ber því enga ábyrgð á honum. 

  Ég tek undir undrun á að Stairway to Heavensé ekki á honum.  Það er reyndar ekki á mínum lista yfir uppáhalds LZ lög - fremur en önnur róleg LZ lög.  En ég átta mig á því hvað lagið er vel skrifað.  Steinar,  pabbi Bigga kenndum við Maus,  sagði mér eitt sinn frá því að vinur hans,  sprenglærður tónlistarmaður,  hafi aldrei séð jafn fallegar nótur eins og nótnaútskrift á Stairway to Heaven.  Ég átta mig að vísu ekki á því hvernig nótur geta verið ljótar eða fallegar. En tel mig samt átta mig á því hvað viðkomandi átti við. 

  Ævar,  þessi listi snýst einmitt ekki um útsetningar heldur einungis um lagasmíðarnar sem slíkar óháð útsetningum. 

  Ég man ekki hvaða lagahöfundar stóðu að valinu.  Ég fletti Q bara lauslega í bókabúð og lagði á minnið hver niðurstaðan var/er.  Ég er ekki ósáttur við listann og birti hann þess vegna.  Mér þykir gaman að velta svona dæmum fyrir mér.  Sjálfur hefði ég þó haft listann öðruvísi.   

Jens Guð, 15.10.2007 kl. 00:43

18 identicon

Ég hef lengi lesið þetta góða blogg, og haft gaman af, en aldrei áður kommentað.

Þess verður að geta að á þessum lista er átt við lagið "Halleluhja" í flutningi Jeff Buckley, ekki Leonard Cohen. Þessi útsetning Jeff´s heitins er byggð á útsetningu John Cale af sama lagi og kom hún út á safnplötunni "I´m your fan" þar sem ýmsir listamenn tóku lög Cohen´s í ábreiðuútgáfum.

Í þessari grein er þess líka getið að þeim sem völdu þennan lista finnst ekki mikið til upprunalegu útgáfunnar koma og nefna því þetta sem dæmi um að það er ekki nóg að semja gott lag, heldur þarf að flytja það vel.

páll ragnar pálsson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 11:06

19 identicon

Ef þeir þurftu að velja Dylan lag að þá hefðu þeir nú átt að velja Sad Eyed Lady Of The Lowlands...margfalt betri lagasmíð en Blowin In the wind en laglínan í því lagi er hvorteðer upp úr einhverju gömlum indjánasöng eða eitthvað.

Viddi (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 11:09

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er frekar hissa á þessum lista eða öllu heldur vöntun á sumum lögum. Flest af "hissinu" mínu er í kommentakerfinu þínu. Svo getur skipt máli hvaða tónlist maður heldur sjálfur upp á. Tónsmíðar King Crimson eru t.d. svo magnaðar að ég skil ekki að þær hafi ekki náð inn.

Finnst t.d. Sloop John B vera langflottasta Beach Boys-lagið, And I love her eða Ó, darling með Bítlunum flottustu Bítlalögin o.s.frv. en þetta er auðvitað smekksatriði. Nú dauðsé ég eftir að hafa sofið í tónfræðitímunum í Tónlistarskóla Akraness í gamla daga.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2007 kl. 12:37

21 Smámynd: Skarpi

Mér finnst skemmtilegast við þennan lista þegar ég lít yfir hann, að óumdeildir sigurvegarar eru Mick Ronson og Bowie, því þeir pródúseruðu Transformer plötu Lou Reed. Raunar er Walk on the Wild Side mun flottari útsetning en Perfect Day. Og fyrstu verk Bowie - þessi þekktu - eru mjög lituð af Ronson og hefðu ekki verið eins án hans. Ronson var alveg frábær pródúser (og tvífari Andreu Jónsdóttur). Og gerði tvær sólóplötur sem geyma nokkur góð lög, en líka slöpp lög, einsog gengur.

Skarpi, 15.10.2007 kl. 15:43

22 Smámynd: Jens Guð

  Páll,  takk fyrir þennan fróðleikspunkt.  Ég nennti ekki að lesa rökin fyrir valinu.  En þarna er komin ástæðan fyrir því að í huga mér birtist mynd af Jeff Buckley þegar ég skrifaði nafn lagsins Hallelujah. 

  Viddi,  valið er erfitt þegar gera á upp á milli laga eftir Bob Dylan.  Sjálfur hefði ég valið Like a Rolling Stone.  En ég geri engan ágreining við þá sem velja önnur lög eftir þennan snilling.  Bara það að sjá lag eftir hann á listanum nægir mér.

  Gurrí,  ég held að þarna hafi ráðið töluverðu mat lagahöfunda á virkilega frægum lögum.  Eins og ég hef mikið dálæti á King Crimson þá eru þeirra góðu lög ekki verulega eða almennt þekkt.  Hvað þá að sú ágæta hljómsveit "stal" laginu Lifun frá Trúbroti.   

  Sloop John B er gamalt lag frá þjóðlagahljómsveitinni The Wavers (eða var það The Almanac Singers? Ég nenni ekki að googla það).  Skemmtilegasti flutningur á þessu lagi er með Pere Ubu (eða af sólódæmi söngvarans?  Annað dæmi sem ég nenni ekki að googla).

  Skarpi,  gaman að þessum punkti hjá þér.  Mick Ronson var verulega merkilegur gítarleikari.

  Sveinn,  ég held að ég hafi fyrst heyrt af Åge þegar hann vildi gera dúettplötu með Bubba.  Ég var þá áð stússa í plötufyrirtæki sem hét Gramm.  Åge sendi þangað einhverjar plötur með sér.  Þó að Bubbi hafi ekki hrifist af þeim þá fékk ég dálæti á þeim.  Þegar ég var með útvarpsþætti á Útvarpi Rót og síðar Útvarpi Suðurlands spilaði ég Åga grimmt. 

Jens Guð, 16.10.2007 kl. 00:18

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Sló Hallelujah inn á youtube og það er til með ansi mörgum flytjendum. Meistarinn, sjálfur er auðvitað magnaðastur en mér fannst líka mjög gaman að þessum flutningi http://www.youtube.com/watch?v=T2NEU6Xf7lM 

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2007 kl. 04:30

24 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Eru bara gamlir hippar sem skrifa svona lista?????????????

Einar Bragi Bragason., 16.10.2007 kl. 14:55

25 Smámynd: Jens Guð

  Þessi listi er dálítið hippalegur,  það er rétt.  En samt...

Jens Guð, 16.10.2007 kl. 22:03

26 identicon

Q klárlega farið öfugum megin fram úr ef þeir taka Born To Run fram yfir The River.

Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 15:10

27 Smámynd: Jens Guð

  Birkir,  við höfum nú alltaf gaman af að þrefa um músík.  Eins og við pabbi þinn þegar við vorum herbergisfélagar á Laugarvatni.  Þá þrefuðum við iðulega um músík þangað til við sofnuðum.  En alltaf í góðu vegna þess að við Viðar höfum frá þeim tíma og fram á þennan dag alið hvorn annan upp í tónlistarþroska.  Verið nokkuð samstíga í því ferli. 

  Þegar við Viðar kynntumst vorum við báðir að hlusta á þungarokkið.  Og fengum útrás fyrir það í hljómsveitinni okkar,  Frostmarki.  Síðar bættist við áhugi á djassi,  gömlum blús,  þjóðlagamúsík og ýmsu öðru sem höfðaði ekki til okkar sem unglinga.  Við skiptumst á blandspólum og opnuðum í gegnum þær dyr hvor fyrir annan.  Til að mynda var það Viðar sem sendi mér á blandspólu reggí,  sem ég þvílíkt kolféll fyrir að ég gerðist trúboði fyrir reggíi um miðjan áttunda áratuginn.  Og ætla að það trúboð hafi skilað sér þokkalega.

  Varðandi Born to Run og The River.  Fram að The Rivervar Brúsi í því hlutverki að semja "mikil" lög.  Rétt áður en hann gerði plötutvennuna The River byrjaði hann að hlusta á Woody Guthrie.

  Brúsi kolféll fyrir Woody.  Las allt sem hann fann um Woody og stúderaði markvisst söngva hans.  Hugmyndafræði Woodys sem söngvahöfundar var gjörólík fyrri nálgun Brúsa við laga/textagerð.  Þetta kúventi viðhorfi Brúsa sem söngvaskálds.  Opnaði fyrir honum kántrý-skotinn heim einfaldleika. 

  Síðar gerði Brúsi plötuna Nebraskasem er algjör Woody Guthrie uppskrift.  Brúsi hefur síðar "coverað" 4 Woody Guthrie lög á plötum,  fleiri en nokkurs annars söngvahöfundar.      

Jens Guð, 19.10.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband