14.10.2007 | 23:51
Gott tímarit heldur áfram að batna, vaxa og dafna
Á mínum fyrstu hjúskaparárum - á áttunda áratugnum - var tímaritið Vikan keypt reglulega. Bæði var það vegna þess að ungur frændi minn seldi blaðið í lausasölu. En einnig vegna þess að okkur ungu hjónunum þótti gaman að lesa blaðið. Efni þess var létt og fjölbreytt.
Síðar sá ég um poppmúsíkskrif fyrir blaðið um hríð. Á einhverjum tímapunkti þróaðist Vikan úr því að vera fjölskyldublað yfir í að verða kvennablað. Þá fjaraði minn áhugi á blaðinu út. Ég leiddi blaðið hjá mér í fjöldamörg ár.
Í sumar sá ég út undan mér - þar sem ég beið í biðröð við kassa í Nóatúni - að forsíðu Vikunnar var vísað í ofsóknir gegn Gunnari í Krossinum. "Það getur verið gaman að lesa um þær," hugsaði ég. Og keypti blaðið. Þá uppgötvaði ég að Vikan er orðið gott blað. Það var heilmikið áhugavert lesefni í blaðinu. Eftir þetta hef ég fylgst með Vikunni. Mér til ánægju. Á þetta hef ég áður minnst hér á blogginu.
Núna í gær var nýjasta tölublaði Vikunnar dreift með Morgunblaðinu. Þess vegna hafa áreiðanlega fleiri en fastir lesendur Vikunnar fengið staðfest að blaðið er orðið virkilega gott og áhugavert blað. Fróðlegt, skemmtilega skrifað og fjölbreytt.
Í þessu nýjasta tbl. er til að mynda langt og umhugsunarvert viðtal við móðir tvítugs sprautufíkils. Einnig er forvitnileg grein um menn sem vinna við það að njósna um ótrúa maka. Líka eru lífsreynslusögur fólks sem hefur mætt áföllum í persónulegum málum. Og allskonar fróðleikur um eitt og annað. Vissuð þið að Dyrhólaey er ekki eyja? Svo er þarna viðtal við mig. Mér þótti gaman að lesa það - þó að fátt í því hafi komið mér á óvart.
Og talandi um mig: Á þriðjudaginn verður viðtal við mig á Útvarpi Sögu klukkan 4 síðdegis. Ég veit fátt um það viðtal annað en að ég á að taka með mér í viðtalið 5 geisladiska sem eru í uppáhaldi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1026
- Frá upphafi: 4111587
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 861
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Heill og sæll meistari Jens.
Ég lifnaði allur við þegar ég sá myndina af þér í Vikunni sem barst óvænt og las að sjálfsögðu viðtalið. Það var flott.
Ég gleymdi alltaf að spyrja þig hvort þú hefðir ekki fengið geisladisk með leirlistaverkinu.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 15.10.2007 kl. 00:39
Kæri bloggvinur og vinur Billa snillings Start. Það fylgdi enginn geisladiskur með leirlistaverkinu frábæra.
Jens Guð, 15.10.2007 kl. 00:56
Þetta eru fréttir minn kæri.
Með listaverkinu var tvöfalt og ófáanlegt albúm Gildrunnar í 10 ár. Það kom mér nefnilega á óvart að þú nefndir það ekki. Þú veist hvar það er, væntanlega á sama stað og þú sóttir leirlistaverkið.
Nú er bara að nálgast hitt listaverkið minn kæri.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 15.10.2007 kl. 01:08
Sammála því að Vikan er á blússandi uppleið, enda Gurrí og fleiri góðir pennar á svæðinu. Hef alltaf miklar taugar til Vikunnar og allra þeirra penna (popp og annarra) sem hafa komið þar við - lausapennarnir hafa gefið blaðinu gildi ekki síður en við sem höfum staldrað lengur og fastar við í fortíðinni. En hmmm, viðurkenni að lesturinn minnkaði á ,,kvennablaðsárunum", líka hjá mér.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.10.2007 kl. 01:12
Ég var allann tíman meðan ég las þetta að furða mig á því hvers vegna þessi gríðarlegur áhugi á að bera boðskap Vikunnar út?? meðan myndbönd vikunnar var bara skeinipappír, jú auðvitað "það er viðtal við mig í vikunni"
Líklega fáum við lesendur að vita á Þriðjdaginn að útvarp saga er ein albesta útvarpsstöð landsins.
Góður Jens.
S. Lúther Gestsson, 15.10.2007 kl. 01:22
Ætla að hlusta á viðtalið á þriðjudaginn
Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.10.2007 kl. 01:29
Kalli, nú bara geng ég í það verkefni að innheimta diskinn.
Anna, ég man eftir því að þú skrifaðir gott viðtal við mína þáverandi konu í Vikuna. Það var áður en blaðinu var breytt í kvennablað.
S. Lúther, ertu mér ósammála varðandi efnistök Myndbönd mánaðarins? Ég þekki það blað ekki umfram þetta eina tölublað sem ég sá á dögunum. Ef að ég ætti aðkomu að Myndböndum mánaðarins þá myndi ég fagna gagnrýni. Að minnsta kosti upp að því marki að hún sé réttmæt.
Þar fyrir utan hef ég grun um að Útvarp Saga sé að rísa í vikunni. Klukkan 9 að morgni föstudags er alltaf viðtal við mig á útvarpsstöðinni Reykjavík FM 101,5. Það gefur þeirri útvarpsstöð vigt. Góð útvarpsstöð þar fyrir utan. Útvarp Saga er á hraðleið með að komast upp að hlið Reykjavík FM 101,5.
Margrét, það verður að minnsta kosti góð músík á Útvarpi Sögu á þriðjudaginn um og upp úr klukkan 16.
Jens Guð, 15.10.2007 kl. 01:47
Þetta tímarit stoppar venjulega í svipaðann tíma í höndunum á mér eins og þínum, þeta var nú sett sem smá grín til þín. Ef þú ert að fara í viðtal við Markús á útvarp sögu þarftu litlu að kvíða, þetta er öndvegis drengur og þú hefur bara gaman af að kynnast honum. Hann fer mjúkum höndum um þig.
S. Lúther Gestsson, 15.10.2007 kl. 01:59
Ég þekki Markús ekki neitt. Ég hef þó oft hlustað á fína þætti hans á Útvarpi Sögu. Hann þarf mín vegna ekkert að fara mjúkum höndum um mig. Það væri þess vegna skemmtilegra ef hann yrði aðgangsharður. Ég þoli það. Þegar hann hringdi í mig sagðist hann alveg vera opinn fyrir því að ég kæmi í hús með gargandi pönkrokk. Það veit á gott. Ég ætla samt að hlífa hlustendum Útvarps Sögu við því dæmi. Að mestu.
Jens Guð, 15.10.2007 kl. 02:33
Ég hef átt mjög erfitt með að lesa vikuna undanfarin ár. Mér hafa fundist efnistökin þannig að það eina sem við konur höfum áhuga á sé snyrting, matreiðsla, megrun, appelsínu húð, ótrúir makar, augnskuggar etc.
Kannsi er ég eitthvað skrýtin en ég fletti blaði um daginn sem heitir Hann/hún. Ég hafði mikið meiri áhuga á því sem var í Hann blaðinu sem ætlað er köllum. Ég meina þar voru Al Pacino, Bruce Springsteen og Björn Thors. Allt fábærlega hæfileikaríkir og fallegir. Hinumegin var ágætis viðtal við Evu Maríu en svo var þarna úttekt á augnskuggum og eitthvað svo hroðalega kvennlægt...Hund leiðinlegt
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 15.10.2007 kl. 07:44
Gerfigrasafræðingur? Kannski getur þú byrjað með pistla í Vikunni um gerfigrasrækt:
Kæri Jens,
Gerfiblómin mín voru að deyja. Hvað gerði ég vitlaust?
Kæra óhamingjusöm,
Gleymdirðu að þykjast vökva þau ?
Kári
Kári Harðarson, 15.10.2007 kl. 08:31
Las vikuna og er það ágætt blað en ég hlusta aldrei á útvarp sögu svo ég missi af viðtalinu við þig. Gangi þér vel í því .
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 09:03
Það er orðið langt síðan ég keypti vikuna. Ætti ef til vill að fara að endurnýja kynni mín af henni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2007 kl. 09:16
Gúmoren. Ég sá þetta umrædda blað er ég fékk mér pulsu og mjólk á Essó í gær. Ekki er það neitt sérstakt þó að mynd af Jensinum sé þar til "augnayndis". Hér áður fyrr tók dálítinn tíma að lesa þetta blað en í gær rétt dugði það pulsuna.Kannski er maður bara betur læs núna en sem krakki.
Yngvi Högnason, 15.10.2007 kl. 09:57
Takk fyrir fögur orð í garð Vikunnar, Jens! Vikan hefur breyst ótrúlega mikið í gegnum tíðina, held að við sem vinnum þar nú séum meðvitaðar um að konur hafi áhuga á fleiru en útliti, mat og barnauppeldi. Ég nöldra t.d. manna mest yfir sérlega kvenmiðaðri sjónvarpsdagskrá á miðvikudagskvöldum (hjá Stöð 2 aðallega). Hef rosalega mikið á móti því að "aðskilja" kynin svona í smekk (staðalímyndakjaftæði) eins og er víða gert og held að auglýsingagúrúar eigi einhverja sök á því. Ekki gæti ég t.d. horft á sannsögulega dramamynd þótt ég fengi borgað fyrir það en því er haldið fram að konur elski slíkar myndir. Strákurinn minn, 27 ára, hefur t.d. mjög gaman af því að lesa Vikuna og ég veit um marga karlmenn sem eru sammála honum. Á tímabili voru svo margar megrunarsögur í blaðinu að fólk var að sturlast, heyrði ég oft, sá tími er liðinn. Þetta var þó ekki aðför að útliti fólks, heldur hugsaði þáverandi ritstjóri um þetta út frá heilsusjónarmiði.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2007 kl. 09:59
Hér er annað sjónarhorn á þetta tölublað vikunnar.
Matthías Ásgeirsson, 15.10.2007 kl. 10:04
Ég tótallí er Vikuna vitlaus í,
í Vikunni er Jensa kurt og pí,
verulega undir voðunum hlý,
vikulega fer í bólið með Gurrí.
Steini Briem (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 11:36
hehe það var ekki fyrr en í endanum á færslunni sem ég skildi þessa skyndilegu promotion fyrir Vikunni. Jens.. þú ert engum líkur
Jóna Á. Gísladóttir, 15.10.2007 kl. 12:46
Hæ Jens,
það væri nú alveg frábært ef þú gætir skrifað sögur um hann Stefán afa þinn og sett í Vikuna! Ég man svo vel eftir því þegar við unnum saman á Almennu auglýsingastofunni þegar þú sagðir okkur sögur um hann afa, svo skemmtilegar og fyndnar, enda gamli maðurinn alveg einstakur!!!
- áfram Jens!
Anna Þorkels (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 15:41
Það er sko saga um afa hans Jens í viðtalinu við Jens í Vikunni!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2007 kl. 15:55
Jens, you seeky, snook, það sem þú og aðrir bloggarar gera til að læða inn auglýsingum á blogginu er aðdáunarvert.
Annars fékk ég Vikuna og las viðtalið og þar var ekkert minnst á aðaláhugamálið sem er að vera alltaf fullur. Hví ekki?
Takk fyrir mig. Hehe
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2007 kl. 20:36
Kannski verður talað um aðaláhugamálið, afann, tónlistaráhugann, bloggið, vinnuna, pólítíkina, bernskuna og Vikuna í Síðdegisútvarpinu á morgun. Kannski ekkert af þessu, kannski allt þetta og meira til. En eitt veit ég að Jens Guð verður skemmtilegur...
Markús frá Djúpalæk, 15.10.2007 kl. 21:29
Kristín, mín kæra skólasystir. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að margt af því sem á að höfða til kvenna gerir það ekki. Til að mynda virkar uppskrift að "konulegum" bleiklituðum hlutum (bílum, tölvum o.s.frv.) ekki.
Kári, hann er góður þessi hjá þér!
Birna, mér nægir að þú lesir Vikuna.
Anna, minn kæri vinnufélagi og vinur til margra ára. Ekki mundi ég eftir að hafa sagt ykkur á auglýsingastofunni sögur af afa. En kemur mér samt ekki á óvart. Við unnum saman 8 tíma eða svo á hverjum virkum degi í mörg ár. Og áreiðanlega samkjaftaði ég allan tímann. Það var svo sem líklegt að sögur af afa slæddust með. Hinsvegar rifjaði hann Viðar vinur minn frá Reyðarfirði og herbergisfélagi á Laugarvatni upp fyrir mér á dögunum að í jólafríi hljóðritaði ég samtal við afa. Fékk hann til að fara með helstu slagsmálasögurnar af sér. Og liðið á Laugarvatni grenjaði af hlátri undir spilun minni á spjallinu við gamla manninn.
Þú ert sennilega ekki áskrifandi að Mogganum fyrst að þú misstir af frásögn minni af afa þar. Eins og Gurrí bendir á.
Jenný, ég hef engar skýringar á því hvers vegna skautað var í Vikunni yfir áhuga minn á því að vera alltaf fullur. Það verður kannski afgreitt í viðtalinu á morgun á Útvarpi Sögu. Hinsvegar er kannski ofmælt að það sé mitt aðal áhugamál. Músíkdellan er númer 1. En það er líka alltaf meira gaman að hlusta á músík fullur en edrú.
Ásthildur, þú ert þá ekki áskrifandi að Mogganum. Ég mæli með áskrift að Vikunni í staðinn.
Jóna, ég er líkur Þórði heitnum föðurbróður mínum. Ókunnugt fólk hefur þekkt mig af kynnum við hann.
Markús, við sjáumst á morgun.
Jens Guð, 15.10.2007 kl. 23:39
Jens, Markús er starfandi bílasali, hefur verið það um margra ára skeið og með þeim betri í bransanum það þekki ég af eigin raun þar sem við höfum unnið saman í mörg ár. Nú er komið veðmál í borgina um hvort honum tekst að selja þér bifreið á morgun.
S. Lúther Gestsson, 16.10.2007 kl. 00:49
Ég hlustaði á þáttinn í dag og hafði mjög gaman að. Þú ert ansi fróður um tónlist og mjög gaman að umfjöllun þinni um Færeyjar. Skemmtilegur og fræðandi þáttur. Takk fyrir
Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.10.2007 kl. 00:51
S. Lúther, hann Markús prangaði ekki inn á mig neinum bíl í dag. En það er ekkert að marka. Það getur verið að hann noti annað sölutrix gagnvart mér. Hehehe! Ég hef haldið námskeið - eða öllu heldur fyrirlestra - um sölutækni. Ein og sama aðferðin dugir ekki á alla. Það þarf lúmskari og lengri atrennu á suma.
Margrét, takk fyrir hrósið!
Jens Guð, 17.10.2007 kl. 01:14
Merkileg þessi athugasemd númer 16 las hana fyrir löngu og gleymdi mér í afar áhugaverðri umræðu um sýrujöfnun og stig, ótrúlegt hvert netheimar leiða mann.
Jguð ert markaðsfræðingur ?
Kveðja
Fríða Eyland, 17.10.2007 kl. 05:09
Fríða, ég er lærður grafískur hönnuður frá MHÍ. Hluti af náminu var markaðsfræði. Þannig að ég er ekki markaðsfræðingur heldur auglýsingateiknari sem hefur lært markaðsfræði.
Jens Guð, 17.10.2007 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.