Fćrsluflokkur: Bćkur

Íslensk bók í 1. sćti yfir bestu norrćnar bćkur

  Breska blađiđ the Gardian var ađ birta lista yfir tíu bestu norrćnu bćkurnar.  Listinn er vel rökstuddur.  Hvergi kastađ til höndum.  Ađ vísu ţekki ég einungis til ţriggja bóka á listanum og höfunda ţeirra.  Ţađ dugir bćrilega.  Ekki síst vegna ţess ađ listinn er tekinn saman af rithöfundinum frábćra Sjón.  Ţannig er listinn:

1.  Tómas Jónsson metsölubók - Guđbergur Bergsson

2.  Novel 11, Book 18 - Dag Solstad

3.  The endless summer - Madame Nielsen

4.  Not before sundown - Johanna Sinisalo

5.  New collected poems - Tomas Tranströmer

6.  Crimson - Niviaq Korneliussen (grćnlenskur)

7.  Mirror, Shoulder, Signal - Dorthe Nors

8.  Turninn á heimsenda - William Heinesen  (fćreyskur)

9.  The Gravity of Love - Sara Stridsberg

10. Inside Voices, Outside Light - Sigurđur Pálsson 

william Heinesenturnin á heimsendaInside Voices, Outside Lighttómas jónsson metsölubók


Óhugnanlegar hryllingssögur

 

  Ég var ađ lesa bókina "Martröđ međ myglusvepp".  Rosaleg lesning.  Höfundur er Skagfirđingurinn Steinn Kárason umhverfisfrćđingur, rekstrarhagfrćđingur, garđyrkjufrćđingur, tónlistarmađur, rithöfundur og sitthvađ fleira.

  Fyrri hluti bókarinnar inniheldur átta reynslusögur fórnarlamba myglusvepps.  Ţćr eru svo átakanlegar og sláandi ađ lesandinn er í "sjokki".  Myglusveppurinn er lúmskur.  Hann veldur hćgt og bítandi miklum skađa á líkama og sál.  Jafnvel til frambúđar.  Hann slátrar fjárhag fórnarlambsins.  Ţađ ţarf ađ farga húsgögnum, fatnađi og öđru sem sveppagró hafa borist í.  

  Eđlilega er lengsta og ítarlegasta reynslusagan saga höfundar.  Hinar sögurnar eru styttri endurómar.  En stađfesta og bćta viđ lýsingu Steins á hryllingnum.

  Í seinni hluti bókarinnar er skađvaldurinn skilgreindur betur.  Góđ ráđ gefin ásamt margvíslegum fróđleik.  

  Ég hvet alla sem hafa minnsta grun um myglusvepp á heimilinu til ađ lesa bókina "Martröđ um myglusvepp".  Líka hvern sem er.  Ţetta er hryllingssögubók á pari viđ glćpasögur Arnalds Indriđasonar og Yrsu. Margt kemur á óvart og vekur til umhugsunar.  Til ađ mynda ađ rafsegulbylgjur ţráđlausra tćkja hafi eflt og stökkbreytt sveppnum.

martröđ um myglusvepp 

    

  


Skattabreyting hefur ţveröfug áhrif

  Fyrir tveimur árum var virđisaukaskattur á bćkur hćkkađur;  úr snautlegum 7% upp í virđuleg 11%.  Bók sem áđur kostađi 4999 kr. kostar nú 5199 kr.  Skattahćkkunin var liđur í átaki til ađ efla bóklestur.  Ekki síst bóklestur ungs fólks.  Ţetta átti ađ vera kröftug vítamínssprauta inn í íslenskar bókmenntir.  Bóksala myndi glćđast sem aldrei fyrr.  

  Taliđ var fullvíst ađ fólki ţćtti óţćgilegt ađ borga rćfilslegt verđ fyrir veglega bók.  Fólk hafi metnađ til ađ greiđa međ reisn ríflega fyrir hana.  Einkum vegna ţess ađ bókin hefur veriđ ein vinsćlasta gjafavara á Íslandi til áratuga.  Gefandi vill láta spyrjast út ađ hann borgi smáaura fyrir bókagjöf.  

  Einhver skekkja er í dćminu.  Í fyrra hrundi bóksala um 11%.  Í ár er samdrátturinn ađ nálgast 8%.  Áköfustu talsmenn skattahćkkunarinnar kenna komu Costco um.  Ţeim er bent á ađ einungis röskir 2 mánuđir séu síđan ţađ ágćta kaupfélag var opnađ í Garđahreppi.  Ţví er svarađ međ ţjósti ađ vćntanleg koma Costco hafi fariđ ađ spyrjast út í fyrra.  Einmitt um svipađ leyti og bóksalan tók ţessa rokna dýfu sem hvergi sér fyrir enda á.  Ađ minnsta kosti ekki á međan Costco varir.

  Er ţetta ekki svipađur samdráttur og hjá íslenskum tómatrćktendum, jarđaberjasölum og klósettpappírsframleiđendum? spyrja ţeir drjúgir og bćta viđ:  Ţetta er allt á sömu bókina lćrt.  Helst allt í hendur.

  Ég ţekki manneskju sem var vön ađ kaupa árlega um 10 bćkur til jólagjafa.  Ađrar 10 til afmćlisgjafa.  Líka 5 handa sjálfri sér.  Pakkinn kostađi um 125 ţúsund kall.  Eftir skattahćkkunina kostar sami pakki 130 ţúsund.  Eldri borgara munar um 5000 kr.  Ríkissjóđi munar einnig um skattpeninginn sem hann tapar á lestrarátakinu.  Samdrátturinn er mun meiri en skattahćkkunin.  Tap ríkissjóđs á ţví er nćstum fimmfalt.  Í stađ ţess ađ skila stórauknum tekjum - eins og ćtlađ var, vel ađ merkja.

  Ráđamenn - gapandi af undrun - hafa tilkynnt ađ sett verđi saman (hálauna elítu)nefnd.  Hennar hlutverk verđur ađ komast ađ ţví hvers vegna lestrarátakiđ mistókst svona hrapalega.  Ţađ ţarf marga fundi, mikiđ kaffi og gott međlćti til ađ finna orsökina.   

         


mbl.is Algert hrun í bóksölu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ný og spennandi bók um myglusvepp

  Skagfirski garđyrkjufrćđingurinn,  rithöfundurinn og söngvaskáldiđ Steinn Kárason hefur sent frá sér nýja bók.  Sú heitir ţví áhugaverđa nafni "Martröđ međ myglusvepp".  Í henni eru einkenni greind, upplýst um heppilegar bataleiđir og viđrađ hvernig ţetta snýr ađ lögum og réttindum og eitthvađ svoleiđis.

  Frekari upplýsingar um bókina má finna međ ţví ađ smella HÉR 

bokarkapa_mygla-210x300  


Glćsileg ljóđabók

  Á dögunum áskotnađist mér ljóđabókin Safnljóđ.  Undirtitill er 2006-2016.  Höfundur er Skagfirđingurinn Gísli Ţór Ólafsson.  Ég ţekki betur til hans sem tónlistamannsins Gillons.  Ég á tvćr flottar af fjórum sólóplötum hans.  Gísli Ţór er sömuleiđis liđsmađur blússveitarinnar ágćtu Contalgen Funeral frá Sauđárkróki.

 Eins og nafn bókarinnar upplýsir undanbragđalaust ţá hefur hún ađ geyma úrval ljóđa eftir Gísla Ţór.  Ţau eru úr fimm ljóđabókum hans og af plötunum.

  Ljóđin eru óbundin og óhefđbundin.  Engir stuđlar eđa höfuđstafir né rím.  En góđur möguleiki er á ađ greina hljómfall í sumum ţeirra.

  Ţađ er ferskur tónn í ljóđunum.  Frumleg hugsun og kímni.  Ţađ er gaman ađ lesa ljóđin aftur og aftur.  Sum vaxa viđ endurlestur. Önnur eru alltaf jafn mögnuđ.  Til ađ mynda eitt sem heitir "Haukur Ingvarsson":

 Hver er ţarna ađ fikta í kaffivélinni?

er ţađ ekki KK

sem er ađ fikta í kaffivélinni?  

  Annađ og töluvert öđruvísi er "Ást á suđurpólnum":

  Hve oft

ćtli mörgćsir

hafi séđ ţig

sveitta ofan á mér

er viđ nutum ásta

á suđurpólnum

í engu nema vettlingum

  Bókin inniheldur - auk ljóđanna - fróđleik um feril Gísla Ţórs.  Ég hvet ljóđelska til ađ kynna sér hana.  Hún er virkilega ágćt, flott og skemmtileg.  Fátt nćrir andann betur en lestur góđra ljóđa.    

safnljóđ   

 

  


Smásaga um ţorp

  Eftir gresjunni kemur mađur.  Hann er á gönguskíđum.  Ferđ sćkist hćgt á marauđri jörđinni.  Hann tekur stefnu ađ tveimur mönnum í útjađri litla ţorpsins.  Ţeir bogra yfir opnu húddi á eldgömlu hjólalausu bílhrći,  beygluđu á öllum hliđum og illa fariđ af ryđi.  Ţeir heilsast međ handabandi.

  - Sćll,  Jón bifvélavirki.

  - Sćll,  Páll öryrki.

  Ţeir virđa skíđamanninn ekki viđlits.  Hann ţykist ekki sjá ţá.  Gónir upp í himinn.  Ţykist vera ađ skođa stöđu stjarnanna.  Ţađ er ósannfćrandi í glađa sólskini.  Ađ hálftíma liđnum áttar hann sig á ţví og spyr kćruleysislega:

  - Hvađ er í gangi?  Stóra félagsheimiliđ ţarna stendur í björtu báli.

  - Ţetta er ţriđja húsiđ sem brennuvargurinn brennir til kaldra kola í ţessari viku,  útskýrir Jón.  Gamla metiđ var tvö hús á viku.  Fyrir misskilning var slökkviliđsbílnum hent á ţrettándabrennuna í fyrra.            

  - Fćr vargurinn ađ ganga laus?  Af hverju er hann ekki tekinn úr umferđ?

  - Ertu eitthvađ verri?  Mamma hans er varamađur í sóknarnefnd kirkjunnar og afi hans hitti einu sinni forsetann fyrir sunnan.  Talađi meira ađ segja viđ hann.  Eđa heilsađi honum ađ minnsta kosti.  

  Skothvellur gellur viđ.  Jón fellur til jarđar alblóđugur í andliti.  Hann er ţegar allur.  Páll dćsir og fussar:

  - Ţvílík ósvífni.  Bölvađur ađkomumađur drepur Jón bifvélavirkja rétt áđur en hann kom bílnum mínum í gang?  Ţađ á ekki af ţessum bíl ađ ganga.

  - Hvernig veistu ađ ţađ sé ađkomumađur?

  - Ţađ segir sig sjálft.  Lögregluţjónninn er í sumarfríi.  Áđur en hann fór sendi hann miđa í öll hús međ ströngum fyrirmćlum um ađ bíđa međ afbrot ţangađ til hann kćmi úr fríi.  Ađkomumađur veit ekki af ţessu.     

  Hávćr sprengignýr rýfur samrćđuna.  Skólabygging í útjađri ţorpsins jafnast viđ jörđu eins og tvíburaturn.  Páll rćđur sér ekki fyrir kćti.  Hann hoppar,  veifar höndum og hrópar:  

  - Ég er bćnheyrđur!  Ţegar ég var sex ára ţá bađ ég heitt og innilega í kvöldbćnum mínum um ađ skólahúsiđ yrđi sprengt í loft upp.  Ég er ótrúlega bćnheitur! 

  Skíđagarpurinn óskar ţess í huganum ađ vera líka bćnheitur.  Til ađ leyna ţeim hugsunum segir hann:

  - Afskaplega er bleika íbúđarhúsiđ ţarna međ gulu gluggatjöldunum fallegt.  Sniđugt ađ hafa flugvélavćngi út úr ţakinu.

  - Ţetta er stoltiđ okkar,  viđurkennir Páll.  Elliheimili fyrir hesta.  Núna eru ţrjú hross í vist ţarna.  Ég málađi hvítar rendur á Gamla-Rauđ.  Ţá halda hinir hestarnir ađ hann sé útlendur sebrahestur.

  Garnirnar í skíđamanninum gaula allt í einu svo hátt ađ sker í eyru.  

  - Talandi um hesta:  Ég var í ţrjá sólahringa á leiđinni hingađ.  Ég er glorsoltinn.  Veistu hvort ađ í bakaríinu sé afsláttur fyrir innskeifa?

  - Ekki lengur.  Ţađ var komiđ út í vitleysu.  Menn voru orđnir svo innskeifir ađ einn var farinn ađ ganga afturábak.  Tímarnir breytast og mennirnir međ.  Ţorpsfífliđ komst í jarđýtu fyrir viku.  Jafnađi bakaríiđ viđ jörđu.  Ţađ verđur ekki endurbyggt.  Bakarinn var innandyra.  Til allrar lukku sá ekki á ýtunni.  Hún er eins og ný.  Meira ađ segja ennţá hlífđarplast yfir sćtinu.  Ţađ eina sem er ađ er ađ ýtuhúsiđ er beyglađ niđur ađ sćtinu.  Allar rúđurnar brotnar.  Líka ţakljósin.  Púströriđ er beyglađ.  Samt ekki illa beyglađ. Meira svona ađ ţađ liggi út á hliđ.  Pabbi stelpunnar sem á ýtuna velti henni.  Hann var ađ kanna hvađ hún gćti veriđ í miklum halla án ţess ađ velta.  Hann komst aldrei ađ ţví.  Rotađist međ ţađ sama.  Hefur veriđ einkennilegur síđan,  eins og allt hans móđurfólk.  Talar ekki lengur.  Mjálmar bara og er sílepjandi mjólk.  Malar ef hann kemst í rjóma.

  Tröllsleg kona kemur kjagandi á ógnarhrađa úr ţorpinu.  Hún beinir spenntum lásaboga ađ komumanni og kallar frekjulega:  

  - Palli,  má ég skjóta hann?  

  - Nei,  viđ gćtum lent í vandrćđum.  Síđan ţú drapst prestinn og organistann í gćr veit ég ekki einu sinni hvernig viđ getum stađiđ ađ útför ţeirra.

  Páll bendir á skíđakappann:

  - Hann er hvort sem er ađ fara.  Ţarf ađ drífa sig suđur.  Er ţađ ekki?

  - Jú, ég ćtlađi einmitt ađ hefjast handa viđ ađ kveđja ykkur.  Ég var sendur hingađ af Vikublađrinu.  Átti ađ skrifa um daglegt líf í dćmigerđu litlu sjávarţorpi.  Ţađ er greinilega aldrei neitt um ađ vera á svona stađ.  Ekkert til ađ skrifa um.                            

  Hann losar af sér skíđin og gengur ađ Páli.  Ţeir kveđjast međ ţéttu fađmlagi og kossi á sitthvora kinn.  Hann kveđur tröllslegu konuna á sama hátt.  Bćtir nokkrum kossum á munninn viđ.  Svo er tekiđ á sprett eins hratt og fćtur toga út sléttuna.  Ţađ síđasta sem hann heyrir er hrópandi geđhrćringslega höstug, skipandi og skrćk rödd Páls:

  - Nei, ekki!  Ţađ má aldrei skjóta í bakiđ!  Neiiiii!

   

-------------------------------------------------

  Fleiri smásögur ef ţú smellir HÉR

 

       


Smásaga um stolinn bíl

   Útidyrahurđ á sjoppunni er hrundiđ upp međ látum.  Inn um dyrnar stekkur eldri mađur.  Hann er náfölur.  Hárlubbinn stendur í allar áttir.  Augun uppglennt.  Hann veifar höndum og hrópar:  "Sími, sími!  Fljótt, fljótt!"

  Afgreiđsludömunni er brugđiđ.  Hún hörfar frá afgreiđsluborđinu og spyr skelkuđ:  "Hvađ er ađ?  Hvađ er í gangi?"

  Mađurinn bendir út og hrópar óđamála:  "Ţađ er miđi á ljósastaurnum;  auglýst eftir stolnum bíl.  Lánađu mér síma!  Fljótt, fljótt!"

  Konan fálmar taugaveikluđ eftir farsímanum sínum og réttir manninum.  Hann brettir eldsnöggt upp vinstri ermina.  Á handlegginn hefur hann skrifađ símanúmer stórum stöfum.  Ţađ auđveldar honum ađ slá inn númeriđ á símann.  Hann er varla fyrr búinn ađ hringja en ţađ er svarađ.  Viđ ţađ er eins og ţungu fargi sé af manninum létt.  Hann róast allur og segir hćgt, skýrt og fumlaust.

  "Góđan daginn.  Ég hringi úr sjoppunni viđ Grensásveg.  Á ljósastaur hér fyrir utan er auglýst eftir stolnum bíl.  Ţađ er mynd af BMW og upplýsingar um bílnúmer, ásamt ţví ađ spurt er:  Hefur ţú séđ ţennan bíl?  Ég get upplýst undanbragđalaust ađ ţennan bíl hef ég aldrei séđ.  Ég fullvissa ţig um ţađ.  Vertu svo blessađur, góđi minn."

bílţjófur

 

 

 

 

 

 

 

------------------------------------

Fleiri smásögur má finna međ ţví ađ smella HÉR


Smásagan Veiđiferđ. Bönnuđ börnum!

  Hvađ er betra í heiminum en ađ vera aleinn uppi í óbyggđum í heila viku;  međ veiđistöng og nóg af köldum bjór?  Ţetta hugsar Brandur um leiđ og hann sporđrennur ljúffengri nýgrillađri bleikju.  Klukkutíma áđur synti hún hamingjusöm í nálćgum lćkjarhyl ásamt nánustu ćttingjum og ćskuvinum.

  Brandur stendur upp, ropar og skolar mataráhöld í hylnum.  Hann gengur frá grillinu og kemur ţví fyrir í farangursgeymslu húsbílsins.  Ţađ fer ađ rökkva innan skamms.  Ţrátt fyrir bjór í maga ţá sest hann undir stýri og ekur af stađ.  Hann verđur hvort sem er ekki kominn til byggđa fyrr en upp úr miđnćtti.

  Ferđin gengur eins og í sögu.  Hann leggur í bílastćđiđ fjarri húsinu.  Konan er greinilega sofnuđ.  Myrkur grúfir yfir.  Hann vill ekki vekja hana.  Lćđist hljóđlega inn,  afklćđist og leggst upp í rúm ţétt viđ frúna.  Svefninn sćkir strax á.  Hjónarúmiđ er miklu mýkra og betra en beddinn í húsbílnum.  Í ţann mund sem hann er ađ svífa inn í draumaland ţá vaknar lostakústur.  Eftir vikufríiđ vill hann sitt.  Í svefnrofanum hlýđir Brandur kallinu og bregđur sér á bak.  Ţađ er hvorki tölt né brokkađ heldur ţeysireiđ á harđastökki međ kröftugum rykkjum og hnykkjum í allar áttir.  Hamagangurinn er slíkur ađ stćđilegt rúmiđ leikur á reiđiskjálfi.

  Ađ leik loknum leggst Brandur á bakiđ og blćs eins og hvalur.  Hann er alveg búinn á ţví.  Munnurinn er ţurr og ţorsti sćkir á.  Hann lćđist fram í eldhús og fćr sér vatnssopa.  Út undan sér tekur hann eftir veikum bláum bjarma í hálflokuđum stofudyrunum.  Hann lćđist ađ og stingur höfđi varlega inn um dyragćttina.  Viđ stofuborđiđ situr eiginkonan.  Hún er međ fartölvu fyrir framan sig.  Hún kemur strax auga á Brand, rífur af sér heyrnartól og kallar hálf hvíslandi:  "Hć, elskan!  Ég heyrđi ţig ekki koma.  Amma í Kanada kom áđan í heimsókn.  Hún ćtlar ađ vera hjá okkur í nokkra daga áđur en hún fer norđur.  Hún er orđin svo hrum,  97 ára,  skökk og stirđ og bakveik ađ ég leyfđi henni ađ sofa í hjónarúminu. Viđ sofum bara í gestaherberginu á međan." 

blerikja

 

 

 

 

 

 

 

 

 

_______________________

  Fleiri smásögur HÉR.

   

              


Kynslóđabil forsetaframbjóđenda

  Ţegar allt er saman taliđ voru nöfn um ţađ bil fimmtíu einstaklinga orđuđ viđ frambođ til embćttis forseta Íslands í komandi kosningum í sumar.  Ţetta er álíka fjöldi og sćkir um ţegar auglýst er eftir starfsmönnum í sendlastarf hjá Dominos pizzum og Subway.  Munurinn er sá ađ ţeir sem sćkjast eftir embćtti forseta lýđveldisins ţurfa ađ framvísa undirskrift fleiri međmćlenda.  Ţađ er ţröskuldur sem reynist mörgum erfiđur ljár í ţúfu.

  Alveg eins og ég spáđi fyrir um eru frambjóđendur til forsetaembćttis rétt undir tug ţegar til alvörunnar var komiđ.  Eftirsjá er af sumum sem sprungu á limminu á lokaspretti.  

  Áđan sýndi Sjónvarpiđ (RÚV) áhugaverđa heimildarmynd um forsetakosningarnar 1980.  Ţá var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands. Hún atti kappi viđ ţrjá miđaldra karlmenn.  Alla hina vćnstu menn og góđan kost.  Ađ undanskildu ţví ađ ţeir höfđu hlálega forpokuđ viđhorf til embćttisins.  Ţeir sáu alla vankanta á ţví ađ einstćđ móđir gćti veriđ forseti. Forseti yrđi ađ vera karlmađur;  vel giftur konu sem yrđi í hlutverki gestgjafa.  Myndi bjóđa gestum forsetans upp á kaffisopa og skera handa ţeim sneiđ af randalínu.

  Ţessi viđhorf karlpunganna voru komin fram yfir síđustu dagsetningu ţegar landsmenn gengu í kjörklefann.  Unga kynslóđin gaf frat í úrelt karlrembuviđhorfin og tryggđi Vigdísi glćsilegan sigur. Forsetaferill hennar var farsćll og til fyrirmyndar í flesta stađi.  Međal annars keypti hún eintak af bók sem ég skrifađi 1983,  Poppbókina.  Bókin er reyndar svo vond ađ ég afneita henni í dag.  En samt.  Flott hjá forseta ađ kaupa hana í fárviđri pönkbylgjunnar.

  Vigdísi ţekki ég ekki persónulega. Ţó hef ég skrautskrifađ ýmis plögg fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í Háskólanum. En ţađ er afgreitt af öđrum starfsmönnum.  Hinsvegar var ég staddur á Pósthúsi á Eiđistorgi fyrir nokkrum árum.  Sem sveitastrákur frá útjađri Hóla í Hjaltadal í Skagafirđi hef ég aldrei lćrt biđrađamenningu.  Ég tók ekkert eftir öđrum viđskiptavinum Pósthússins. Tróđst bara framfyrir eins og ég vćri Palli einn í heiminum. Bar upp erindi viđ afgreiđsludömuna.  Ţá heyrist í konu sem ég hafđi trođist fram fyrir:  "Mikiđ er gaman ađ heyra skagfirskan framburđ."  Ég leit viđ. Ţetta var Vigdís.

  Hún er vissulega tungumálafrćđingur.  Gegnir einhverju slíku embćtti eđa titli hjá Sameinuđu ţjóđunum.  En mikiđ rosalega er hún nćm.  Ţó ađ ég sé fćddur í Skagafirđi og alinn ţar upp til unglingsára ţá hélt ég ađ hálfrar aldar dvöl í Reykjavík vćri búin ađ ţurrka út skagfirskan framburđ. Og hver er munur á honum eđa húsvískum framburđi?  Eđa vopnfirskum?

  Vigdís er frábćr!  Hún var glćsilegur fulltrúi ungu kynslóđarinnar,  nýrra og ferskra tíma,  frjálslyndis og framtíđarinnar.  

  


mbl.is Maggi Texas er bara mannlegur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hver eru elstu tungumál heims?

  Eitt af mörgum vandamálum tungumáls er ađ ţađ breytist mjög hratt.  Svo hratt ađ nútímamađur á í erfiđleikum međ ađ lesa 100 - 200 ára gamlan texta.  Ennţá eldri texti er honum lokuđ bók.  Ađeins örfá tungumál í öllum heiminum eru undantekning frá reglunni.  Ţá er átt viđ ađ nútímamađurinn lesi sér til gagns fornhandrit á sínu tungumáli án ţess ađ blása úr nös.

  Netmiđillinn Culture Trip hefur tekiđ saman lista yfir elstu tungumál heims.  Ţau eru ţessi:

  Hebreska er mörg ţúsund ára gömul.  Hún er töluđ af gyđingum dreifđum víđa um lönd.  Ţeir lesa léttilega jafn eldgamlar ţjóđsögur og Gamla testamentiđ.

  Tamílska er opinbert tungumál Indlands,  Sri Lanka og Singapúr.  Hún er ađ minnsta kosti mörg ţúsund ára gömul.    

  Litháíska er sömuleiđis mörg ţúsund ára gömul.

  Persneska (einnig kölluđ farsi) er töluđ í Íran, Afganistan og Tajikistan.  Nútíma persneska er yfir 1200 ára gömul.

  Íslenska er nćstum ţví jafn gömul nútíma persnesku.  Hefur haldist óbreytt frá ţví ađ norskir landnemar settust ađ á Íslandi 874.  Ţó ađ landiđ vćri dönsk nýlenda frá fimmtándu og fram á síđustu öld ţá hafđi ţađ óveruleg áhrif á íslensku.  

Ísland

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ţetta skemmtilega kort fylgir samantekt Culture Trip.   


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.