15.10.2007 | 23:09
Gott útvarp sækir enn í sig veðrið
Útvarp Saga hefur gengið í gegnum langt þróunarferli. Upphaflega var stöðin sett á laggir af 365 miðlum. Þar náði stöðin sér ekki almennilega á skrið. Samt var hún góð tilbreyting frá poppmúsíkstöðvunum. En svona talmálsútvarpsstöðvar virðast þurfa lengri tíma til að stimpla sig inn á markað en músíkstöðvar.
Þegar upp kom umræða að leggja stöðina niður tóku dagskrárgerðarmenn hennar sig til og keyptu stöðina. Þetta voru þau Ingvi Hrafn Jónsson, Arnþrúður Karlsdóttir, Hallgrímur Þorsteinsson og Sigurður G. Tómasson. Einhver togstreita kom upp sem lauk með því að Arnþrúður keypti stöðina og karlarnir hættu að vinna þar.
Í langan tíma eftir brotthvarf karlanna var vandræðagangur á dagskrá Útvarps Sögu. Mistækir dagskrárgerðarmenn komu og fóru. Einn gekk út í beinni útsendingu og sást ekki meir. Ástæðan var sú að hann var með opinn símatíma. Hlustendur hringdu inn og tjáðu sig um menn og málefni. Dagskrárgerðarmaðurinn þoldi illa gagnrýni hlustanda á kvótakerfið, hljóp gólandi á dyr og datt í það.
Að undanförnu hefur Útvarp Saga braggast verulega. Stöðin er búin að finna rétta taktinn. Sigurður G. Tómasson er kominn aftur til starfa á stöðinni. Hann er einn besti útvarpsmaður landsins. Svo fjölfróður að þegar hlustendur eða viðmælendur fara út í sérfróð málefni þá bætir Sigurður um betur og kemur með ennþá sérfróðari upplýsingar um málefnið. Stundum svo mjög að með ólíkindum er. Eitt sinn færði hlustandi í tal bíl nokkurn. Gott ef það var ekki einhver gamall bandarískur kaggi í eigu Keflvíkings. Sigurður vissi sitthvað meira um kaggann en viðmælandinn. Og einhversstaðar í spjallinu nefndi Sigurður hvað bílinn var ekinn marga kílómetra.
Þegar Sigurður var yfirmaður rásar 2 gekk ég á hans fund og óskaði eftir því að fá að gera þáttaseríu um pönk. Sigurður svaraði: "Hér er allt í hönk./ Hér vantar meira pönk." Þar vitnaði hann í ljóð eftir Einar Má Guðmundsson. Og erindi mínu tók hann vel.
Á föstudögum kemur Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, ætíð í þáttinn til Sigurðar. Þeir tveir fara þá jafnan á gott og mikið flug. Ég viðurkenni að það tók mig tíma að venjast Guðmundi. Eða réttara sagt að átta mig á kímnigáfu Guðmundar.
Arnþrúður Karlsdóttir er með opinn símatíma á milli klukkan 11 og 12. Hún hefur lag á að kalla fram fjörugar umræður.
Klukkan 16 er Markús Þórhallsson með viðtalsþátt. Hann er jafnan naskur á forvitnilega viðmælendur. Og nær að laða fram skemmtilegri hliðina á viðmælandanum.
Einn af kostum Útvarps Sögu er að þættir dagsins eru endurspilaðir á kvöldin og um helgar. Stundum heyrir maður niðurlag af þætti sem greinilega hefur verið áhugaverður. Þá er bara að tékka á endurspilun, www.utvarpsaga.is.
Ég verð í viðtali á Útvarpi Sögu á morgun klukkan 16. Ég veit ekkert um hvað viðtalið á að snúast annað en það að ég var beðinn um að grípa með mér 5 uppáhalds geisladiskana. Tekið var fram að það megi vera pönkrokkdiskar. Af tillitssemi við hlustendur Útvarps Sögu, sem margir eru af annarri kynslóð en þeirri sem stakk öryggisnælum í nefið undir músík Dead Kennedys og Sjálfsfróunar ætla ég að vita hvort ég á ekki einhverja diska með víðari skírskotun. Ég afgreiddi pönkið svo ljómandi vel á Reykjavík FM 101,5 síðasta föstudagsmorgun.
Myndin hér að ofan er af Sigurði G. og Guðmundi Ólafssyni.Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111581
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Þegar ég á leið um útendingarsvæði Útvarps Sögu, er leitarinn settur af stað. Innan borgarmarkanna er ýmist hlustað á Sögu eða Útvarp Latabæ. Ég hef einu sinni talað við Arnþrúði um að koma útsendingunni hingað austur og sagði hún sífellt unnið að meiri útbreiðslu. Hér um slóðir er mikill ólestur á útsendingum RUV. Þegar Sigurður G var með dægurmálaútvarpið á Rás 2, hlustaði hver kjaftur um allt land þar sem til heyrðist. Reyni alltaf að hlusta á þá félaga þegar ég hef tök á. Hefði verið gaman að heyra í þér á morgun en því miður, of langt að keyra vestur undir Eyjafjöll.
Þórbergur Torfason, 15.10.2007 kl. 23:26
Þetta fer að vera full vinna að fylgja þér eftir,blogg,blöð,spjall og svo útvarp morgna og miðja daga.Gaman að þessu
Rannveig H, 15.10.2007 kl. 23:42
Það var fróðlegt að hlýða á viðtal Arnþrúðar við Vilhjálm Bjarnason aðjúnkt í viðskiptafræði og hagfræði við Háskóla Íslands. Vel var farið yfir allt söluferli eigna OR til hinna ýmsu Green Energy fyrirtækja. Niðurstaðan var einföld. Allt þetta söluferli var ein subbuleg flækja sem engin lög styðja né viðskiptavenjur.
Aðjúnktinn átti bágt með að finna frambærileg rök fyrir kaupréttarsamningum þeirra sem þar koma við sögu og skildi auðvitað eftir þann skilning hjá hlustendum að þar hefði geðþóttinn einn ráðið för.
Fáeinir viðskiprtarefir léku sér með fulltrúa eigenda OR eins og strákar með tindáta.
Árni Gunnarsson, 15.10.2007 kl. 23:48
Ég á sjálfur fullt í fangi með að halda utan um þetta. Um þarsíðustu helgi var viðtal við mig í Sunnlenska (héraðsfréttablað Sunnlendinga í eigu Bjarna Harðar, alþingismanns) og Fréttablaðinu (Fókusi). Á föstudagsmorgnum, klukkan 9, er ég alltaf í viðtali á Reykjavík FM 101,5. Svo var það þetta viðtal í Vikunni og á morgun viðtal á Útvarpi Sögu klukkan 16:05.
Jens Guð, 15.10.2007 kl. 23:49
Árni, ég hlustaði á þetta viðtal. Mér heyrðist sem glæpareifari sé í uppsiglingu. Og kemur ekki á óvart þegar framsóknarmenn koma við sögu.
Jens Guð, 15.10.2007 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.