26.10.2007 | 22:34
Útilokar orðið hjón hjónabönd samkynhneigðra?
Bráðskemmtilegt innlegg Steinunnar Jóhannesdóttur í umræðu um hjónabandið hefur vakið mikla athygli. Margir eru á því að Steinunn hafi í Silfri Egils trompað fyndnustu "sketsa" Spaugstofunnar. Svo einlæg og áköf í raunverulegum ótta við að tapa kveneðli sínu, hætta að vera kona, ef samkynhneigðir fá að verða hjón í lagalegum skilningi.
Eftir að hafa horft á Silfur Egils nokkrum sinnum tel ég brýnt að bætt verði inn í frumvarpið að heimild samkynhneigðra tll að ganga í hjónaband muni á engan hátt skerða rétt Steinunnar Jóhannesdóttur til að vera kona áfram - kjósi hún það. Ef svo ólíklega vill til að önnur kona en Steinunn sé jafn óttaslegin um að hún verði ekki lengur kona ef samkynhneigðir einstaklingar verði hjón þá má hafa orðalagið víðtækara. Það er óviðunandi að setja Steinunni og hugsanlega aðra konu, giftri karli, í þá vandræðalegu stöðu að tapa áttum á því hver er hvað innan hjónabands þeirra; hvort þeirra hjóna sé líklegra til að verða barnshafandi, ganga með börn, fæða börn og gefa þeim á brjóst.
Hermann Þórðarson, fyrrverandi flugumferðastjóri, bendir í Morgunblaðinu í dag á annað risastórt vandamál: Það er að orðið hjón er hvorugkynsorð. Þess vegna sé ekki hægt að nota það um tvo karlmenn eða tvær konur heldur einungis um karl og konu.
Ég vil benda Hermanni og fleirum á hans skoðun á að með sömu rökum á orðið foreldrar einungis við um tvo karlmenn. Það er karlkynsorð: Þeir foreldrarnir.
Svo bendi ég áhugavert spjall á http://www.haukurmh.blog.is/blog/haukurmh/entry/345222/#comments
Flokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 16
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 1040
- Frá upphafi: 4111565
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 876
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Mér finnst Steinunn vera krútt. Hugsa að áhyggjur hennar endurspegli ótta hennar að mannkynið muni eyða sér með allri þessari samkynhneigð sem er "í gangi núna" og mun bara aukast í kjölfar þessarar hippabiblíu.
Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 23:45
Hitt hef ég annað hjónið,
og herfilegt er það flónið,
nú hneigist til hvorugkyns,
hrikalega er það nýmóðins.
Steini Briem (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 00:02
Orðið lið er hvorugkynsorð og samt er hægt að nota það eitt og sér bæði um hreint karlalið og kvennalið. Bendi að öðru leyti á blogg mitt um nýyrðasmíð varðandi þetta mál.
Ómar Ragnarsson, 27.10.2007 kl. 00:46
Orðið hjón gefur börnum Rétt, til þess að eiga foreldra af báðum kynjum þar sem kynhlutverk foreldra er tvenns konar, annars vegar karl og hins vegar kona.
Sökum þess tel ég að grín gagnvart skoðunum Steinunnar í þessu samband, eigi illa við.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.10.2007 kl. 03:43
Veit ekki hvort það er vegna þess að ég er svo svakalega ,,líbó" en ég tel það ekkert tiltökumál þó að pör, gagnkynhneigð sem samkynhneigð fái að ganga í hjónaband eða vera hjón. Fái að gifta sig o.s.frv. Hef þó kynnt mér bæði guð - og málfræðileg rök.
Ef það meiðir einhvern að samkynhneigðir fái að kalla sig hjón álít ég að sá hinn sami þurfi að líta í eigin barm. Það eru ekkert fjöldamörg ár síðan að það ,,meiddi" hvíta að sitja á veitingstöðum með svörtum. Voru þá svartir með ósanngjarnar kröfur og frekju að vilja fá að sitja við sama borð eða réttara sagt á sama veitingahúsi - eða var hvíti maðurinn með tepruskap ? Einhvern tíma þótt körlum það óþægilegt að konur væru að heimta kosningarétt - minnkaði karlmennska þeirra við kosningarétt kvenna ?
Varðandi fjölskyldumynstur, þá er það orðið allaveganna. Pabbi sem kemur út úr skápnum og fer að búa með karlmanni gæti verið með 50% forsjá, það eru einstæðar mæður o.s.frv. - "Pabbi, mamma, börn og bíll" (sbr. bókartitil á bók Astrid Lindgren) er ekki trygging fyrir hamingju barnanna.
Hvernig foreldramengið er samsett skiptir ekki öllu máli. Í morgun las ég blogg manns sem kvartaði undan (gagnkynhneigðum) nágrannahjónum á hæðinni fyrir ofan, þaðan sem heyrðist grátur og gnístran tanna barna. Heimilisfaðirinn var að hóta synininum lífláti o.s.frv...
Elskuleg kærleiksrík og reglusöm fjölskylda, hvernig sem hún er samansett er það sem skiptir máli. Foreldrar eða foreldri sem sinnir börnum sínum, gefur þeim tíma og elsku.
Hard Rock ..er með besta ,,sloganið",, Love all serve all" (og það er það sem Guð gerir líka) .. ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.10.2007 kl. 12:04
Maríurnar hafa nú verið duglegar við að ala upp eingetin börn, sum þeirra hafa náð langt í lífinu og meira að segja orðið með afbrigðum langlíf.
Ragnhildur Sverrisdóttir Moggabloggari býr með annarri lesbíu (les: píu) og þær ala upp dætur sínar, miklar fyrirmyndarstelpur á öllum sviðum, stórskemmtilegar og með afbrigðum skynsamar. Það er náttúrlega hugsanlegt að stelpurnar séu eingetnar en ég sé ekki að það komi málinu mikið við. Hins vegar eiga þær rétt til að þekkja föður sinn, samkvæmt Barnalögunum, ef hann er fyrir hendi.
Ef Ragnhildur og sambýliskona hennar vilja gifta sig í kirkju eiga þær náttúrlega að fá að gera það. Það er hámark afskiptaseminnar að skipta sér af kynhneigð fólks, að vera með nefið ofan í því hvað fólk gerir í rúminu, og láta það ráða afstöðu sinni til þess hvort það fær að gifta sig eða ekki. Meira að segja biskupinn er að snudda í rekkjuvoðunum en það er sjálfsagt hægt að nota hann í að búa um, fyrst hann er að þessu gaufi sínu. Hann er alla vega á launum hjá mér.
Steini Briem (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 12:30
Þokkalegasti pistill hjá þér Jens og ekki kommentin síðri. Btw langar mig að segja þér að sá myndina af þér í Sunnlenzka um daginn, leitaði fyrst í fríblöðunum, þú ert svolítið öðruvísi á myndinni þar en á blogginu, þú minnir mig smá Helga P. hér á litlu myndinni. Hjón og ekki hjón, skiptir ekki öllu fyrir mér hvaða kyn er í blöndunni. Eftir að ég sá Brokeback Mountain þá fattaði ég loks til fullst að á bak við þessi orð sem mér reyndar leiðast hommi/lesbía, þá er ástin það afl sem rekur okkur öll áfram Ást samkynhneigðra er jafn mikil og tær eins og ást gagnkynhneigðra og með það í huga og að við erum öll sögð GUÐS börn, þá er það ekki okkar að dæma aðra, við verðum einfaldlega að lifa í sátt og samlyndi hvort við annað og þeir sem ekki vilja það eiga miklu meira bágt en sá sem dæmdur er. Ég er KONA hvert gramm af mér og elska ég þá stöðu mína í lífinu, þeir/þær sem óttast að það gæti breyst hlýtur að líða mjög illa. EIgðu góðan dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 13:34
Ég hlýt að vera ægileg "ljóska" (ath. kvenk. orð). J. Guð sjálfur leggur mikla áherslu á að sameinaðir foreldrar séu karlkyns. Ég á svo voðalega erfitt með að meðtaka það að ég, sem finnst ég vera svo rosalega kynhreinn karlmaður, skuli þurfa að sitja uppi með það að vera hvorugkyns "foreldri".
Hilmar Einarsson (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 15:23
Þessi umræða öll er alveg ótrúleg, sérstaklega ef hún fer fram í alvöru en ekki gríni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2007 kl. 17:01
Ég er sammála Jóhönnu um að við eigum að sýna hvort öðru umburðalyndi. Varðandi guðfræðileg rök vil ég benda á að þó flest trúarbrögð s.s. vor gamli siður Ásatrú byggi á frjósemisdýrkun, þá var ergi (samkynhneigð) ekki óþekkt meðal guða. Þetta kemur meðal annars fram í orðum Loka um Njörð (Njörður er svjávar-og verslunarguð, búsettur í Nóatúnum, fjölskyldufaðir og m.a. faðir systkynana Freys og Freyju) í Lokasennu. Samkynhneigð þótti kannski ekki fín en hún var liðin enda hefur hún verið þekkt meðal manna og guða frá örófi. Reyndar eru þau systkynin þekktust allra guða fyrir að stuðla að frjósemi hvort með sínum hætti Freyr er auðvitað jóla, sólar- og landbúnaðrguð en systir hans Freyja er þekktari fyrir að stuðla að frjósemi manna og dýra. Þetta sannar að samkynhneigð gengur ekki í erfðir.
Sigurður Þórðarson, 27.10.2007 kl. 17:26
Jens og Steini, þið fáið báðir knús frá skjaldbökunni.
Ellý, 27.10.2007 kl. 18:13
Er orðið hjón hvorugkynsorð? Ég hélt það væri aðeins til sem fleirtöluorð eins og orðið buxur. þ.e. þær buxurnar. Buxur er fleirtöluorð, vegna þess að á buxum eru tvær skálmar, eins er um hjón, Hjón geta aðeins verið í fleirtölu. Það eru tveir einstaklingar sem sem mynda hjón eins og tvær skálmar mynda buxur. Ef maður hins vegar aðskilur hjónin í tali og segir t.d. annað þeirra hjóna er orðið 'hjóna' orðið hvorugkyns, Það var annað þeirra hjóna sem sleit hjúskapnum. 'Þau' hjónin voru samrýmd. 'Þau' skírskotar þarna til fleirtölu sem samanstendur af tveim aðilum. Ekki er hægt að segja, Það hjónin gengu inn um dyrnar.
Svava frá Strandbergi , 27.10.2007 kl. 18:37
Orðið,´Þau' skítskotar auðvitað einnig til aðila sem er af sitthvoru kynininu. Ef hommar gengu í hjónaband yrði að segja 'þeir' hjónin og'þær' hjónin um lesbíur ef þær gifta sig.
En orðið hjón yrði samt sem áður alltaf fleirtöluorð hvort sem í hjónabandinu væru gagnkynhneigð eða samkynhneigð pör.
Svava frá Strandbergi , 27.10.2007 kl. 18:55
Guðný þetta er að mínu viti fráleitur skilningur á íslensku máli.
Tveir eða fleiri karlmenn sem talað er um sem fólk eru það fólkið en alls ekki þeir fólkið.
Til að skýra þetta betur þá verða hestar, hanar, hundar osf. (allt karlkynsorð) ekki þeir dýrin heldur þau dýrin.
Sigurður Þórðarson, 27.10.2007 kl. 19:04
Birkir, ég tek undir það að Steinunn var virkilega krúttleg í hræðslukasti sínu. Hinsvegar heyrðist mér ótti hennar snúast fyrst og fremst um hræðslu við það að hún sjálf, prívat og persónulega, myndi glata kveneðli sínu ef samkynhneigðir yrðu hjón.
Ómar, ég las bloggið þitt um nýyrðin. Virkilega skemmtilegar pælingar.
Guðrún María, eins og Steinunn setti sínar skoðanir fram í Silfri Egils er óhjákvæmilegt annað en brosa. Óttasleginn svipurinn og margítrekuð hræðsla hennar við að hætta að vera kona var bara fyndin.
Jóhanna, þú dregur þarna fram það sem skiptir máli.
Steini, góður punkturinn með að biskupinn taki að sér að búa um rúm. Ég styð það.
Ásdís, mér virðist sem þessar litlu myndir af okkur hér á blogginu skili mjög oft ónákvæmri mynd. Það merki ég af myndum af sumum þeirra sem ég þekki vel.
Hilmar, ég legg enga áherslu á að sameinaðir foreldrar séu karlkyns. Hvorki mikla né litla áherslu. Ég benti einungis á að ef orðið hjón getur bara átt við um karl og konu með þeim rökum að orðið er hvorugkyns þá kemur upp skrítin staða ef sömu rök eru notuð yfir orðið foreldrar. Það er karlkynsorð.
Ásthildur, öllu gamni fylgir alvara. Eða þá að allri alvöru ætti að fylgja smá grín líka.
Siggi, þetta er pottþétt sönnun og verður ekki hrakin.
Ellý, takk fyrir knúsið.
Guðný, orðið hjón er hvorugkyns fleirtöluorð. Buxur eru aftur á móti kvenkyns fleirtöluorð. Eintala eða fleirtala hafa lítið með kyn orða að gera.
Jens Guð, 27.10.2007 kl. 20:49
Orðið "hjón" er dregið af orðinu "hjú", sem merkti "vinnufólk". Þau hjónin, þau hjúin og það (vinnu)fólkið. Vinnufólk (hjú) á einhverjum sveitabæ gat og getur til dæmis verið tveir karlmenn, tvær konur eða karl og kona. Kona jafnt sem karl getur þannig verið (vinnu)hjú.
Hins vegar getur kona eða karl ekki verið hjón, því sá sem er í hjónabandi er einungis annar aðilinn í því réttarsambandi, sem er í mörgum tilfellum ekki blessað af prestum í kirkjum eða annars staðar, og það er ekki þeirra, heldur löggjafans, að ákveða hvort fólk í þess háttar réttarsambandi er kallað hjón eða eitthvað annað á opinberum pappírum.
Það væri hins vegar meira en lítið einkennilegt ef tveir karlmenn, eða tvær konur, sem létu gefa sig saman, og stofnuðu þannig til réttarsambands sem væri nákvæmlega eins og hjónaband karls og konu, væru ekki hjón á opinberum pappírum, heldur eitthvað allt annað. Það bryti í bága við jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar, hefði ég haldið, sem segir að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum. Einnig að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna.
Steini Briem (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 21:05
Það er að sjálfsögðu ekki kirkjunnar, heldur Alþingis, að ákveða hvort hér verða leyfðar borgaralegar giftingar samkynhneigðra og það væri í andstöðu við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar að leyfa þær ekki.
Um 87% íslensku þjóðarinnar telja að lögleiða beri giftingar samkynhneigðra og 69% telja að leyfa beri giftingar samkynhneigðra í kirkju. Um 18% telja að eingöngu beri að leyfa borgaralegar giftingar þeirra en um 3% að þeir eigi eingöngu af fá að gifta sig í kirkju og einungis 13% þjóðarinnar telja að samkynhneigðir eigi ekki að fá að gifta sig.
Steini Briem (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 23:11
Nú kann ég vel við Steina sem aldrei fyrr!
En þetta er deila um keisarans skegg í mínum huga og algjört aukaatriði, amkynhneigir eiga bara að vera sælir með að hafa náð að fá kirkjubáknið til að hreifast í rétta átt og nú er bara að sjá hvort hitt báknið, ríkisvaldið, alþingi, taki ekki við sér líka!mér finnnst það ekki skipta neinu máli hvað menn kalla svo sitt samband, er nákvæmlega sama um það og hef engar heitar tilfinningar í þessu!
En Jens!
Ekki er leiðum að líkjast, segi ég nú bara, hin gullfalllega þingeyska mær hún Ásdís,getur ekki haft rangt fyrir sér, svo þú mátt vera að sönnu ánægðasti maður dagsins hahaha!
Magnús Geir Guðmundsson, 28.10.2007 kl. 00:28
Afsakið, (ég ruglaðist alveg!), eins og Eiríkur Fjalar sagði einhvern tíimann. Svo ég kíkti í Íslensku orðsifjabókina mína og mikið rétt hjá ykkur, eins og komið hefur fram, er orðið hjón eða hjún víxlmynd við orðið hjú, n- ið úr ft.
En það er dálítið skondið, í ljósi þeirrar umræðu, um hvort samkynhneigðir eigi að fá að ganga í hjónaband, að eitt af þeim orðum sem náskylt er orðinu hjú er orðið, hýr.
Mér finnst það sjálfsögð mannréttindi að samkynhneigðir eigi að hafa sama rétt og gagnkynhneigðir til þess að ganga í heilagt hjónaband. Kannski spurning svona í gamni hvort það ætti þá að kalla það hýrband.
Svava frá Strandbergi , 28.10.2007 kl. 02:37
Öll pör sem ganga í hjónaband verða að sjálfsögðu hjón, jafnvel þótt báðir aðilarnir væru hvorugkyns. "Hjúskaparvottorð" merkir "hjónabandsvottorð" og að vera "í hjúskap" merkir að vera "í hjónabandi".
Ef borgaralegar giftingar samkynhneigðra verða leyfðar, sem mér þykir mjög líklegt að verði á næstunni, verður formi hjúskaparvottorða að öllum líkindum breytt þannig að þar komi einungis fram nöfn þeirra sem eru í hjónabandinu en þar á nú að koma fram "nafn brúðguma" og "nafn brúðar".
Þetta atriði hefur legið nokkuð ljóst fyrir í flestum tilfellum en ég held nú að engum opinberum aðilum komi við hver er "brúðguminn" eða "brúðurin" í viðkomandi hjónabandi, ekki síst samkynhneigðum hjónaböndum, enda eru réttindi og skyldur karla og kvenna þær sömu í öllum hjónaböndum, hefði ég haldið.
http://notendur.centrum.is/~gudmgudm/born/hjuskapur.htm
Steini Briem (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 03:27
Borgaralegar giftingar hér voru ekki nema um 18% af heildarfjölda giftinga árið 2003. Í fyrra gekk hér 1.681 par í hjónaband og 20 samkynhneigð pör staðfestu samvist, tíu pör karla og tíu pör kvenna, en 1.749 pör skráðu sig í óvígða sambúð, samkvæmt Hagstofunni.
Frá því lög um staðfesta samvist samkynhneigðra tóku gildi árið 1996 til maí í ár staðfestu 155 samkynhneigð pör samvist, um 14 á ári að meðaltali, og pör karla og kvenna voru nærri því jafn mörg. Í fyrra var samkynhneigðum gert kleift að skrá sig í sambúð hjá Þjóðskrá og á hálfu ári frá því lögin tóku gildi skráðu 52 pör samkynhneigðra sig í sambúð, 37 pör kvenna en einungis 15 pör karla.
Það er því líklegt að hjónabönd samkynhneigðra yrðu hér jafnmörg og staðfestar samvistir þeirra frá árinu 1996, eða eitt á mánuði að meðaltali á öllu landinu, þannig að fráleitt er að halda því fram að þau myndu grafa hér undan hjónaböndum gagnkynhneigðra á einhvern hátt, eins og biskupinn heldur fram á launum frá undirrituðum. Þar að auki kemur honum engan veginn við hverjir gifta sig hér með borgaralegum hætti.
Steini Briem (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 06:14
En bara Jónaband?
Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 14:23
Takk fyrir góðar umræður hér
Ég gat ekki séð neinn meinbug á því að kalla gift sambönd samkynhneigðra "hjón" enda er það opinbert samband tveggja elskenda. Til aðgreiningar má bæta við lýsingarorði eftir því sem tilefni gefa til, t.d. hýr hjón eða samkynhneigð hjón. Eins og Steini Briem bendir á, þá er ákaflega erfitt að réttlæta að nota annað orð þar sem réttindin eiga að vera þau sömu og hjá gagnkynhneigðum hjónum. Mér fannst um tíma að ekki væri hægt að nota orðið þar sem það er í hvorugkyni en þau rök falla þegar hugsað er til orða eins og foreldrar (kk, ft). Á engan hátt get ég séð að gagnkynhneigðum hjónum sé einhver minnkun í því að samkynhneigð hjón séu einnig kölluð hjón. Þvert á móti er frekar verið að skapa óþarfa gjá á milli og í raun útskúfun ef hýr hjón mættu ekki nota orðið, því að það er ekki til neitt annað orð sem kemur í staðinn. Orðið "par" á ekki sérstaklega við um gift fólk þannig að ég get ekki séð annað en að "hjón" sé eina orðið sem er í daglegri notkun sem nær yfir þetta.
Svanur Sigurbjörnsson, 28.10.2007 kl. 15:27
Ég er sammála þér Svanur aðmestu. Þó verður að gæta fyllsta öryggis í þessum tilfellum því við megum að sjálfsögðu ekki taka neina óþarfa áhættu á að gagnkynhneigt fólk breyti um kyn gegn vilja sínum eins og þjóðkunnur rithöfundur hefur varað við. Rithöfundurinn sem er kona á miðjum aldri, sagði að hún vildi áfram fá að vera kona. Þetta er sanngirnissjónarmið, sm mér finnst að þú Svanur, verðir að taka tillit til.
Sigurður Þórðarson, 28.10.2007 kl. 15:41
Ég botna ekkert í þessu sjónarmiði að "hún vildi áfram fá að vera kona". ???
Hvernig getur það ógnað karlmennsku eða kvenmennsku (kveneðli) einhvers þó að giftir samkynhneigðir fái að kalla sig hjón? Hugtakið felur ekki í sér neina útilokun þó að það sé víkkað.
"breyti um kyn gegn vilja sínum" - áttu við kynhneigð? Ef svo er hvernig getur slíkt komið þessu við? Samkynhneigt fólk sem óskar eftir því að vera gefið saman hlýtur að gera það af frjálsum vilja rétt eins og gagnkynhneigt fólkt. Hvernig getur þú verið að tala um áhættu í þessum sambandi?
Svanur Sigurbjörnsson, 28.10.2007 kl. 19:17
Svanur, þú hefur greinilega ekki séð Steinunni Jóhannesdóttur rithöfund í Silfri Egils fyrir viku síðan. Þar lýsti hún þeirri hættu sem þessi háttsemi getur skapað líkamlegu kynferði saklaus fólks. Hún spurði áleitina spurninga s.s: Hver á að fæða börnin? Hver á að gefa börnum brjóst? Þegar enginn viðstaddra gat svarað þessum áleitnu spurningum, sagði hún að hún óskað þess að fá að vera kona áfram. Þetta var mjög áhrifamikið og það er greinilegt að þetta innslag hefur haft ómæld áhrif á umræðuna á trúarlegum vettvangi. Hins vegar virðast læknavísindin enn sem komið er vera hálf utangátta í þessari umræðu.
Sigurður Þórðarson, 28.10.2007 kl. 20:26
Mjög áhrifamikið? Konunni er vorkennt fyrir óöryggi sitt - svo áhrifamikið er það. Það fólk sem ég hef talað við á ekki orð yfir þessa furðulegu túlkun Steinunnar. "Hver á að fæða börnin?" Ertu að grínast? Tekurðu þessu sem einhverjum rökum Sigurður?
Svanur Sigurbjörnsson, 28.10.2007 kl. 23:30
Ef ég á að vera hreinskilinn viðurkenni ég að ég trúði henni hálfpartinn í fyrstu. Alla vega vildi maður ekki taka neina óþarfa áhættu, enda fannst mér og ýmsum öðrum sem ég talaði við ekki líklegt að hún hefði sagt þetta nema að hafa eitthvað fyrir sér í málinu. En fyrir nokkrum dögum heyrði ég eins og þú að þetta hefði verið hafnað af vísindamönnum. Ég þekki það sjálfur að ýmis dýr (algengt hjá fiskum) geta skipt um kyn en mér skilst að slík breyting verði ekki hjá fólki við þessháttar lagabreytingu. Það er þó rétt að halda því til haga að Steinunn hefur ekki dregið orð sín til baka og að engin lúthersk kirkja hefur hingað til gengiðsvo langt að leyfa opinberlega giftingu samkynhneigðra. Í öryggissini er því rétt að mínu mati að taka lítil og verleg skref til allra breytinga.
Sigurður Þórðarson, 29.10.2007 kl. 00:34
Svanur, hvert er þitt álit sem læknir?
Sigurður Þórðarson, 29.10.2007 kl. 01:18
Alþingi ætti að sjálfsögðu að lögleiða strax í vetur borgaralegar giftingar samkynhneigðra, enda er það vilji 84% þjóðarinnar, samkvæmt skoðanakönnun Gallup frá árinu 2004. Það er ekki kirkjunnar að skipta sér af borgaralegum giftingum.
Steini Briem (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 01:20
Já homophobia er mjög ríkjandi í Biblíubeltinu, innan hins Evangelíska safnaðar sem styður Bush með ráði og dáð. Sá söfnuður hafði leiðtoga, Ted Haggard, sem var gripinn með örvandi eiturlyf hjá samkynhneigðum nuddara sem hann þáði oft þjónusu hjá. Ted var æðsti presturinn, dáður af ungmennum og konunni sem rekur "Jesus camp". Já, halelúja, vegir Guðs eru órannsakanlegir!!!
"Kirkjan á að vera sameiningartákn þjóðarinnar" segir þú Jón Hnefill. Já leiðtogar hennar vilja gjarnan láta líta á sig sem eitthvað slíkt og mun meira. Þeir elska að segja að kristnin þeira hafi lagt menningarlegan grunn fyrir þjóðina þó að sannleikurinn sé sá að Upplýsingin, frjáls hugsun, frelsi undan trúaroki og þróun lýðræðis og nútíma siðferðis án kreddna kirkjunar, allra kirkna var það sem lagði grunninn að velferð okkar og bættu réttarkerfi. Það voru hugsuðir á borð við Thomas Jefferson, Voltaire, Benjamin Franklin, David Hume, Erasmus, Darwin, Adam Smith, Hobbes, Bertrand Russell, Huxley, kvenfrelsishetjurnar og þeir stjórnmálamenn sem komu saman Sameinuðu þjóðunum og mannréttindasáttmála þeirra sem höfðu mest áhrif til góðs fyrir okkar menningu. Sem betur fer átti þjóðin nógu skynsamlega stjórnmálamenn til að læra af þessu. Þjóðin hefur náð þetta langt þrátt fyrir kirkjuna en ekki vegna hennar nema að hluta. Kirkjan mergsaug bændur þessa lands í árhundruði og er enn að mergsjúga þjóðina með háum launum sínum og dekurverkefnum. Svo finnst henni það mikið til þess koma að vera fyrst kirkna til að viðurkenna réttindi samkynhneigðra til að lifa sama lífi og við hin!!?? Auðvitað er batnandi fólki best að lifa en það telst seint til mikilmennsku að komast loksins að þeirri niðurstöðu að virða mannréttindi.
Svanur Sigurbjörnsson, 30.10.2007 kl. 00:12
Sæll Sigurður
Þú spyrð "hvert er álit þitt sem læknir?"
Það er það sama og álit mitt sem manneskjan Svanur. Þetta kynskiptital sem þú ert að tala um hlýtur hvaða menntaskólanemi sem er að geta skorið úr um. Þetta er algerlega út í hött. Það er mitt álit.
Svanur Sigurbjörnsson, 30.10.2007 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.