28.10.2007 | 19:11
Einföld leið til að breyta hallarekstri í gróða
Sumir hafa gagnrýnt að Ríkisútvarpið var ekki fyrr orðið hlutafélag en laun útvarpsstjóra, Páls Magnússonar, tvöfölduðust. Um leið fékk hann 5 milljón króna jeppa til einkaafnota. Aðrir hafa bent á að umrædd launahækkun og hlunnindi hafi þegar reynst með eindæmum arðbær aðgerð.
Áður höfðu Páll og fyrirrennarar hans af algjöru sinnuleysi leyft stofnuninni að hlaða utan á sig hallarekstri upp á hundruð milljónir króna. Bara vegna þess að laun þeirra voru lág og bílkostur lélegur.
Nú er öldin önnur. Launahækkunin og jeppinn hafa reynst vera sú vítamínssprauta sem að var stefnt. Páll hefur tekið til hendi svo um munar og snúið taprekstri í bullandi hagnað.
Uppi eru hugmyndir um að bæta enn um betur. Margfalda hagnaðinn með þeirri einföldu aðgerð að skaffa Páli Magnússyni einkaþotu af gerðinni Airbus A380 með sánaklefa og keilusal.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1025
- Frá upphafi: 4111550
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 861
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Snilld ! við þessa aðgerð má búast við trilljarða hagnaði og RÚV lætur alla áskrifendur hafa 104 tommu flatskjái gratís.
Sævar Einarsson, 28.10.2007 kl. 19:40
Afnotagjaldinu verður bráðum breytt í nefskatt, sem fer eftir nefstærð, og þá má nú Sævarinn fara að vara sig.
Steini Briem (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 19:44
Þá verður bara gaman að borga skylduáskriftina,því hún verður varla lögð niður ,þrátt fyrir tekjurnar,því lítið dregur aumann.
Ari Guðmar Hallgrímsson, 28.10.2007 kl. 20:39
Jeppinn er víst helmingi dýrari en þú gefur upp... Að skylda fólk til að borga af launum sínum í hlutafélag á vegum hins opinbera er umdeilanlegt... Þetta er álíka og þegar bændur voru ánauðigir látnir gjalda 1% af allri vergri búinnleggi sinu í að byggja stæsta hótel á Íslandi Hótel Sögu. Hver á núna Hótel Sögu? Bændurnir sem byggðu hótelið eða þeir sem stálu peningunum frá bændunum í skjóli laganna
Guðrún Magnea Helgadóttir, 28.10.2007 kl. 20:42
Sævarinn, nú ertu orðinn bjartsýnn úr hófi fram. Eins og Steini bendir á þá styttist í nefskattinn.
Ari, ég veit um ýmsar barnmargar fjölskyldur sem eru farnar að hlakka til að borga nefskattinn. Það verður metingur í gangi um það hvaða fjölskylda borgar mest í götunni eða hverfinu.
Guðrún, ég hef séð þennan jeppa. Mér sýndist hann vera 5 milljón króna pakki. En ég á eftir að kíkja inn í hann. Hann er kannski fullur af aukadóti.
Það eru Bændasamtökin sem eiga Hótel Sögu. Lengi vel fengu félagar í Bændasamtökunum 3% afslátt af gistingu á Hótel Sögu. Þá voru þeir stoltir af sínu hóteli, blessaðir.
Jens Guð, 28.10.2007 kl. 22:01
Ekki gleyma billiardborðinu
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2007 kl. 00:06
Starfssvið stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. nær sérstaklega til eftirfarandi þátta í starfi félagsins:
1. Að ráða útvarpsstjóra og leysa hann frá störfum, ákveða laun hans og önnur starfskjör.
Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. skipa:
Ómar Benediktsson
Kristín Edwald
Páll Magnússon
Svanhildur Kaaber
Svanfríður Jónasdóttir
Steini Briem (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 00:40
Frá því Ríkistútvarpinu var breytt í hlutafélag 1. apríl síðastliðinn hafa laun útvarpsstjóra nær tvöfaldast. Fyrir breytinguna var útvarpsstjóri með 800 þúsund krónur í mánaðarlaun en nú hefur hann 1,5 milljónir á mánuði. Þetta staðfesti Ómar Benediktsson, stjórnarformaður RÚV ohf. "Innan þessarar tölu [1,5 milljónir] eru heildarlaun fyrir öll störf, þar með talinn fréttalestur og ýmislegt annað sem ekki var áður á starfssviði útvarpsstjóra."
Á það að vera "á starfssviði" útvarpsstjóra að lesa sjónvarpsfréttirnar og það fyrir 700 þúsund krónur á mánuði?! Ég er viss um að margt frambærilegt fólk væri til í að taka það að sér fyrir miklu lægri laun. Það er kallað hagræðing. Og það er einnig kallað hagræðing þegar fólk í þjónustu almennings ekur um á bílum sem eru ekki dýrari en þeir nauðsynlega þurfa að vera. Annað er flottræfilsháttur og sóun á almannafé, sóun á mínu fé.
Það væri einnig fróðlegt að vita hvað "ýmislegt annað" útvarpsstjóri gerir núna, sem hann gerði ekki áður. Er hann kannski orðinn aðstoðarkokkur í eldhúsinu í Efstaleitinu? Sendill, skrifta? Spyr sá sem ekki veit.
Steini Briem (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 02:24
Maðurinn er fjölhæfur og menn halda því fram að hann eigi að fá laun eftir því, en ég hélt að það væru takmörk fyrir því hvað einn maður kemst yfir að gera á einum sólarhring, eru ekki 24 tímar í sólahringnum hjá honum eins og öðrum? Ef hann vill laun eins og eru í einkageiranum, af hverju fer hann þá ekki í einkageirann? Getur ástæðan verið sú að í einkageiranum eru gerðar kröfur um árangur til samræmis við laun?
Jóhann Elíasson, 29.10.2007 kl. 10:21
Páll Magnússon tók við embætti útvarpsstjóra 1. september 2005. Hann var með laun ríkisforstjóra, 800 þúsund krónur á mánuði, fyrir 1. apríl síðastliðinn, þegar Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag, og útvarpsstjóri er ennþá útvarpsstjóri plús fréttaþula og fær fyrir það 700 þúsund krónur á mánuði, laun annars ríkisforstjóra.
Ríkisútvarpið er ennþá í eigu almennings og ef útvarpsstjórinn á að fá 1,5 milljónir króna í laun á mánuði ættu allir ríkisforstjórar að fá þau laun. Fjölmargir Íslendingar í öllum stéttum vinna 12 tíma á dag, til dæmis frá 8 á morgnana til 8 á kvöldin, og núverandi útvarpsstjóri hefur ekki stundað nám í tíu ár til að verða læknir, sem hefur þar að auki miklu meiri ábyrgð.
Menn bera saman laun sín. Allir, til dæmis ræstingakonur, geta hins vegar sagt að þeir séu svo sérstakir og einstaklega góðir í sínu fagi að þeir eigi rétt á tvöföldum launum annarra í sambærilegu starfi. Ég greiði hluta af launum útvarpsstjóra með afnotagjöldum og síðar nefskatti, þannig að þetta mál kemur öfund ekkert við, heldur hvað eðlilegt er að útvarpsstjórinn hafi í laun. Páll Magnússon útvarpsstjóri ekur um á afar glæsilegum Audi Q7 og ég kæri mig bara ekkert um að afnotagjöldin mín fari í slíkt idiótí, sem kemur útvarps- og sjónvarpsrekstri ekkert við.
Steini Briem (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 18:04
Mótmæli, Kristinn! Ef dæma á yfirmanninn af dagskrá Sjónvarpsins er hann afburða fúskari. Gufan er afbragðs útvarpsstöð og bendir til að Páll komi þar ekki nærri.
Efni Sjónvarpsins er mestan hlutann ódýrt erlent drasl sem líklega er fengið hingað til lands í gámum sem hafa átt að fara til þróunarlandanna.
Ég þekki gamlan vörubílstjóra á Blönduósi sem væri miklu færari til að stýra þessu apparati. Já og gröfumann utan úr Fljótum.
Það á að selja þetta drasl tafarlaust en halda eftir Gufunni.
Enga málamiðlun þar.
Árni Gunnarsson, 29.10.2007 kl. 18:20
Ódýrt erlent drasl?
Fréttir, Kastljós, Spaugstofan, Laugardagslögin og fleira mætti nefna er gott íslenskt efni sem er ekkert rosalega ódýrt í framleiðslu. Silfur Egils, Kiljan og viðtals þættir Evu Maríu eru fleiri dæmi um fína íslenska dagskrárgerð.
Sopranos, ER, Dirt, Criminals Minds og fleiri erlendir þættir eru góðir og langt í frá ódýrir í innkaupum. Auk þess hefur RÚV aðgang að efni frá BBC, DR og fleiri ríkismiðlum í evrópu og þaðan kemur oft frábært sjónvarpsefni, sérstaklega frá BBC og DR.
Ég er reyndar alveg sammála því að það eigi að einkavæða RÚV enda á ríkið ekki að vera á þessum markaði en það er óþarfi að gera lítið úr því sem er vel gert.
Egill Óskarsson, 29.10.2007 kl. 18:42
Gunnar, takk fyrir að minna mig á billjardsalinn. Ég var næstum búinn að honum.
Steini, helvíti ertu fróður. Takk fyrir fróðleikinn.
Jóhann, ég tek undir það að Páll er fjölhæfur maður. Það þurfti svona mann til að breyta viðvarandi hallarekstri upp á hundruð millj. kr. á ári yfir í blússandi hagnað.
Kristinn, Páll er toppmaður. En eru ekki einhver vinnuverndarlög sem banna einni manneskju að vinna daglega í 12 klukkustundir?
Árni, þeir eru miklu fleiri í Skagafirði og nágrenni sem færu létt með að reka RÚV með miklum sóma.
Egill, ég á ekki sjónvarp. En ég dreg ekki í efa að sitthvað er þar sýnt af frambærilegu efni.
Jens Guð, 29.10.2007 kl. 21:32
Afnotagjöld 74ra fjölskyldna greiða mánaðarlega 202 þúsund króna rekstrarleigu Ríkisútvarpsins á Audi Q7 glæsibifreið þeirri sem RÚV borgar undir Pál Magnússon útvarpsstjóra en hver fjölskylda greiðir 2.742 krónur á mánuði í afnotagjöld til RÚV. Bíllinn kostar rúmlega níu milljónir króna en hann er á tveggja ára rekstrarleigu.
Steini Briem (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.