Grófustu hljómsveitarnöfnin

  Ritstjórn bandaríska músíkblaðsins Rolling Stone hefur í samvinnu við lesendur sína tekið saman lista yfir ruddalegustu nöfn þekktra hljómsveita.  Þegar ég renndi yfir þennan lista - sem er birtur hér fyrir neðan - varð mér hugsað til þess hvað nöfn íslenskra hljómsveita eru jafnan kurteisleg.  Í fljótu bragði man ég þó eftir Morðingjunum, Gyllinæð og Haltri hóru.  Nafn Höltu hórunnar var meira að segja heldur grófara áður en það var stytt.  Langa útgáfan var Hölt hóra með kúk á brjóstunum. 

  En hér er listinn úr Rolling Stone:

1. Cattle Decapitation
2. Dahmer’s Icebox
3. Alien Sex Fiend
4. Chainsaw Surgery
5. My Bloody Valentine
6. Southern Death Cult
7. Cannibal Corpse
8. Christian Death
9. Revolting Cocks
10. Black Sabbath
11. diSEMBOWELMENT
12. Necrocannibalistic Vomitorium
13. Dogs Die In Hot Cars
14. Throbbing Gristle
15. Carcass
16. Pig Destroyer
17. Nosferatu
18. Flesh Eaters
19. …And You Will Know Us By The Trail Of Dead
20. Hootie & The Blowfish


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þeir gleyma Nashville Pussy.

Kristján Kristjánsson, 30.10.2007 kl. 22:42

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hljómsveitin Sjálfsfróun var náttúrlega með svo gróft (dónalegt) nafn að hún mátti ekki auglýsa böll eða tónleika í Ríkisútvarpinu. Þeir breyttu um nafn bara fyrir auglýsingarnar og hétu þá Hljómsveitin Handriðið og Ísland hló, alla vega þeir sem skildu djókinn.

Guðríður Haraldsdóttir, 30.10.2007 kl. 22:45

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Bruni B.B. var alveg einstaklega ósmekklegt hljómsveitarnafn í den líka. Og fyrst að Black Sabbath kemst á þennann blessaða lista kæmist Kukl væntanlega á Íslenskan lista.

Kristján Kristjánsson, 30.10.2007 kl. 22:53

4 Smámynd: Mummi Guð

Sammála með að Bruni BB hafi verið ósmekklegasta hljómsveitarnafnið í den. Mér finnst vanta Dead Kennedys á listann.

Mummi Guð, 30.10.2007 kl. 22:57

5 identicon

Bandaríska hljómsveitin Anal Cunt:

http://en.wikipedia.org/wiki/Anal_Cunt

Steini Briem (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 23:54

6 Smámynd: Grumpa

As I lay dying og Obituary ættu líka að vera þarna og svo ég tali nú ekki um Grikkina geðþekku Rotting Christ sem heimsóttu Klakann ekki alls fyrir löngu. ..og ég ætla ekki að hætta mér nánar í dauðarokkshljómsveitanöfn

Grumpa, 31.10.2007 kl. 00:31

7 Smámynd: Gunnar Kristinn Björgvinsson

Keypti fyrir nokkrum árum plötu með Pussy Galore. Nafnið sjálft er svosem ekki það grófasta (fyrir þá sem ekki vita er "Galore" svona fínna orð fyrir "Lots of" og þetta nafn var meira að segja nafn á einni Bondstúlkunni, í Goldfinger minnir mig).

Það sem greip mig og varð til þess að ég keypti plötuna var að eitt lagið á plötunni heitir "Eric Clapton must Die".  Ég bara varð að heyra það.......     Lagið var svosem frekar vond tónsmíð en platan er enn í hillunni hjá mér - virðing við málstaðinn.

Gunnar Kristinn Björgvinsson, 31.10.2007 kl. 01:01

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vekur athygli hversu vel Gurrí þekkir til Sjálfsfróunar!?

Neinei dónarnir ykkar, ekki reyna að misskilja þetta!

Man ekkert núna eftir grófum hljómsveitarnöfnum, nema BBB á meðan ég las, en Kiddi minntist á.Rass þætti nú dónalegt í Ammrikkunni, en ekki hér.Æla er svona álíka ljótt og Gyllinæð!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2007 kl. 01:06

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Klamedia X?

Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2007 kl. 01:11

10 identicon

Enn og aftur eru Rolling Stones komnir í einhverja skógarferð enda dvelja þeir aðeins fyrir ofan yfirborðið.

Leyfi mér að nefna til leiks:

Circle Of Dead Children

Gutteral Secrete

Goatwhore

Burn The Priest

Angel Corpse

Cock And Ball Torture

Clit Eater

Prostitute Disfigurement

Dying Fetus

Vaginal Jesus

Sex Tape

Scrotum Grinder

Bathtub Shitter

Dismember

og svo eru það hinir þroskuðu og menntuðu

Infested Anal Entrance

Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 01:35

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Meistara Megas fannst Bruni BB ósmekklegt nafn og hváði við þegar hann heyrði nafnið: "Þeir gætu alveg eins skýrt hana Bruni BBBB". Auka b-in áttu þá að standa fyrir barnabarn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2007 kl. 02:55

12 identicon

Er enn að reyna að átta mig á því hvað er svona ruddalegt við orðið "Nosferatu" :/

karl (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 10:15

13 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég var einusinni í lítið þekktri pönksveit sem hét því fallega nafni Þrreyttirr Þarrmarr... nefndir eftir lagi sem samið var um stúlkukind, lagið hét  Þú lyktar eins og slitinn hringvöðvi.
 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 31.10.2007 kl. 12:50

14 identicon

 birkir kom m. þetta:

Cock And Ball Torture

Prostitute Disfigurement

ari (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 13:46

15 identicon

Auðvitað má svo ekki gleyma hinu rammíslenzka dauðarokksbandi Severed Crotch

ari (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 13:56

16 Smámynd: Bara Steini

Nylon er það ruddalegasta heheheh...

Bara Steini, 31.10.2007 kl. 14:03

17 Smámynd: Magnús Axelsson

Þrykkt í Þarma hét sveit sem tók þátt í músíktilraunum að mig minnir '87 eða '88. Þrusuaband úr Æfingaskólanum.

Magnús Axelsson, 31.10.2007 kl. 15:59

18 Smámynd: Jens Guð

  Ja,  mikið assgoti er til mikið af grófum hljómsveitarnöfnum.

  Gurrí,  ég man eftir þessu með Sjálfsfróun.  Hljómsveitin var með hljómleika á Egilsstöðum.  Þá var rás 1 eina útvarpsstöð landsins.  Lesnar auglýsingar þar fóru framhjá fæstum (auglýsingarnar voru reyndar kallaðar tilkynningar á þeim bæ).  Strákarnir vildi ná til Héraðsbúa og nágranna í gegnum útvarpið,  láta vita af hljómleikunum.  Tvær fullorðnar konur á auglýsingadeildinni harðneituðu að láta lesa svona klámfengið orð í útvarpi.  Þá brugðu strákarnir á þetta ráð:  Þýddu nafnið yfir í Handriðið.  Konurnar sáu ekkert gagnrýnisvert við það.

  Mummi,  ég er sammála þér með Dead Kenndys.  Fyrir aldarfjórðungi skrapp frændi minn til New York.  Hann fór þar í plötubúð og leitaði að plötum Dead Kennedys.  Án árangurs.  Hann spurði afgreiðslumanninn út í dæmið.  Það snöggfauk í afgreiðslumanninn og litlu mátti muna að hann lemdi frænda.  Maðurinn kannaðist ekki hljómsveitina og hélt að frændi væri að gera ruddalegt grín að Kennedy-liðinu.

  Gunnar,  ég man eftir lagi sem heitir Don Henley must Die.  Það er með Mojo Nixon.  Það er spurning hvort Mojo eða Pussy Galore voru fyrri til.

Jens Guð, 31.10.2007 kl. 19:31

19 identicon

Ég, bróðir minn og Helgi Seljan vorum um tíma í hljómsveitinni Kristur Drepinn, þegar við vorum í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Býsna hart nafn þar á ferð.

Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 22:51

20 identicon

Ég spilaði eitt sinn með hljómsveitinni Rísandi Reðum sem var pönkband. Við náðum aldrei að æfa upp neitt lag en við komum þó þrisvar fram og í síðasta skiptið sem við komum fram var rafmagnið tekið af okkur eftir 15 mínútur.

Björn Þór Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 16:18

21 identicon

Íslenska hljómsveitin Hryðjuverk samanstendur af meðlimum úr I Adapt, Gavin Portland, Fighting Shit og Summer As My Salvation Soldier.

Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 10:17

22 identicon

Rapeman og Butthole Surfers, maður!!! Þeir standa líka undir nöfnum sínum með alveg sturlaðri mússíkk (sérstaklega hinir síðarnefndu, þ.e. fyrir 1990). Rapeman (Steve Albini, o.fl.) er, held ég, eitt af þeim hljómsveitarnöfnum sem hefur komist næst því að vera bannað - allavega lentu þeir í stórvandræðum út af því.

Gaman að sjá að "…And You Will Know Us By The Trail Of Dead" komust á listann, tónleikar með þeim eru það næsta sem ég hef komist næst óeirðum (þótt þeir væru bara fjórir og ca. 30-50 manns væru á tónleikunum!).

Ekki má svo gleyma saklausari tímum, þegar hljómsveitarnafnið "Mothers" þótti allt of gróft og hreinlega jafngilda "Motherfuckers". Þetta þurftu Zappa og félagar að berjast við af hörku í kringum '65 og urðu þ.a.l. á endanum að "Mothers of Invention".

Já, það er gaman að "málfrelsinu", maður... 

Goatwhore, Burn The Priest, Angel Corpse, Cock And Ball Torture, Clit Eater, Prostitute Disfigurement og allt svona Metal-rembings-eitthvað hefur mér alltaf fundist vera alveg rosalega..."forced".

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 16:51

23 Smámynd: Jens Guð

  Birkir,  þau eru alltaf flott nöfnin á hljómsveitunum þínum.

  Rebekka,  sennilega eru þessar hljómsveitir ekki nógu þekktar til að almennur lesandi Rolling Stone þekki þær.  Ég kannast við Anal Cunt en ég sé aldrei neitt um þá hljómsveit í bandarískum poppblöðum.

  Björn,  Rísandi reðir er metnaðarfullt hljómsveitarnafn.

  Óskar,  ég kannast við Rapemen og Butthole Surfers.  Ég á eitthvað af plötum með Butthole.  Hin nöfnin eru líka fín. 

Jens Guð, 9.11.2007 kl. 16:10

24 Smámynd: Haukur Viðar

Ég var einu sinni í hljómsveitinni "Limur í líki"

Haukur Viðar, 22.11.2007 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband