23.11.2007 | 01:13
Frábær tillaga
Töluverð umræða hefur spunnist um tillögu Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur þess efnis að hætt verði að kenna ráðherra við herra. Steinunni þykir herra réttilega vísa um of til karlmanns. Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi alþingismaður, er með frábæra tillögu sem ég vil endilega vekja athygli á og styðja. Sigurjón stingur upp á að ráðherrar verði kenndir við goða, líkt og gert var á öldum áður. Þannig verði Björn Bjarnason dómsgoði, Guðlaugur Þór heilbrigðisgoði, Ingibjörg Sólrún utanríkisgoði, Jóhanna Sigurðar félagsgoði og svo framvegis. Lesið ennfremur rök Sigurjóns á http://www.sigurjonth.blog.is/blog/sigurjonth/entry/372487/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.4%
With The Beatles 4.0%
A Hard Days Night 3.8%
Beatles For Sale 4.0%
Help! 6.4%
Rubber Soul 8.8%
Revolver 14.7%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.0%
Magical Mystery Tour 2.4%
Hvíta albúmið 9.7%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.5%
Yellow Submarine 2.1%
422 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 1029
- Frá upphafi: 4111554
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 865
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þó ég hafi athugasemdast um það fyrr á öðrum stöðum að þessi tillaga Svandísar sé dáldið í ætt við 'Ég var einu sinni borgarstýra, muniði, en ég hef ekkert hér á þingi vitlegt að gera...', þá las ég bloggerí Sigurjóns síðar, melti röksemdirnar hans & er sammála.
Þetta er þjóðlegt & vísar í arfleiðina okkar.
Núna ætla ég að vera hundraðkall í prósentum talið að vera sammála þér félagi Jens.
Steingrímur Helgason, 23.11.2007 kl. 02:00
"Strumpur" er besta orðið yfir "ráðherra": Æðsti strumpur eða yfirstrumpur, peningastrumpur, vegastrumpur, félagsstrumpur, utanlandsstrumpur, dómastrumpur, umhverfisstrumpur, útvegsstrumpur, búnaðarstrumpur, iðnstrumpur, viðskiptastrumpur, heilsustrumpur og skólastrumpur.
Steini Briem (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 02:01
Sæll Jens.
Þetta er stórskemmtileg og stórfyndin hugmynd hjá Sigurjóni eins og hans er von og vísa en eins og hann réttilega bendir á þyrfti að ræða við Ásatrúarfélagið fyrst.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 23.11.2007 kl. 02:32
Já en er goði ekki karlkynsorð ? Má það nokkuð frekar ?
Jónína Dúadóttir, 23.11.2007 kl. 08:23
Guðrún, það eru hæg heimatökin fyrir Sigurjón að ræða þetta við Ásatrúarfélagið, sem raunar hefur ekki lögvarinn einkarétt á þessum orðum. Þetta vísar í þjóðlega arfleið okkar Íslendinga, sem stofnuðum fyrsta löggjaraþjóðþing í heiminum árið 930.
Sigurður Þórðarson, 23.11.2007 kl. 08:24
Góð spurning Jónína en við eigum gamalt og gott orð gyðja. Mér skilst á Þórunni Sveinbjarnardóttur að hún sé að fara að "axla sín skinn" þá gæti Steinunn orðið umhverfisgyðja.
Sigurður Þórðarson, 23.11.2007 kl. 09:14
Umhverfisráðuneytiðið yrði þá umhverfisgoðorð sem er hvorukyns.
Sigurður Þórðarson, 23.11.2007 kl. 09:16
Umhverfisgyðja... Utanríkisgyðja.... jú því ekki ?
Jónína Dúadóttir, 23.11.2007 kl. 09:27
Herra og frú. Forsætisráðfrú, umhverfisráðfrú, menntaráðfrú... Forsætisráðherrann og umhverfisráðfrúin. Ráðuneytin áfram ráðuneyti. Ráðuneytisstjóri og ráðuneytisstýra.
Steini Briem (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 10:01
Sammála síðasta speking!
Finnst þetta bara flott íhjá Steinunni að koma með þetta, hún er nefnilega svolítill Pönkari hún Steinunn með þessu!
Annars á ég víst að bregða á Bloggleik, bara vegna þess að ég álpaðist hingað hinn í gærkvöld og þurfti endilega að þekkja þann sem leitað var af!
Ætlunin að hefja leikin um kl. 21.30!
Magnús Geir Guðmundsson, 23.11.2007 kl. 10:14
Já þetta er að vísu eins og kom hér fram fyrr karlkynsorð. En hugmyndin er góð, eins og Sigurjóns er von og vísa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2007 kl. 10:26
Hvað með að tröllkenna liðið? Tröllin blessuð eru hvorugkyns, sem sagt kynlaus, svo allir ættu að vera ánægðir. Hljómmikið og íslenskt; Jóhanna félagsmálatröll, Þórunn umhverfismálatröll, Björn Bjarnason dómsmálatröll o.s.frv...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 23.11.2007 kl. 11:52
Heyrði annsi skemmtilega tillögu í dag. Ráðherra fyrir karla og Ráðherfa fyrir konur.
Síðan stakk ég upp á Þingtæknir.
Ómar Örn Hauksson, 23.11.2007 kl. 12:52
Árni Matth, yrði þá "Ingjalds-goða-fífl". Eða ?
Níels A. Ársælsson., 23.11.2007 kl. 14:04
Mér finnst hugmyndin um goða ágæt. Þó goði sé karlkynsorð yrði það ekkert öðru vísi en að vera læknir sem er líka karlkynsorð.
Ég vona samt að landbúnaðraráðherra verði ekki flórgoði.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.11.2007 kl. 15:16
Þó að orð séu kk, kvk eða hk þá eru þau mismikið karllæg eða kvenlæg. Orðið herra er mjög karllægt vegna þess að það aðgreinir karl frá frú. Karlkynsorðið foreldrar er aftur á móti ekki mjög karllægt af því að það stendur fyrir karl og konu. Það sama á við um lækna og goða. Við höfum átt marga kvengoða og það hljómar bara vel.
Með því að losna við orðið ráðherra þá styttast hinir löngu og óþjálu titlar um mörg atkvæði, samanber að um-hverf-is-mál-a-ráð-herr-a verður umhverfisgoði.
Jens Guð, 23.11.2007 kl. 16:20
Eins mikið og ég elska ykkur þá finnst mér þetta "karl-kona" heiti engu máli skipta og eingöngu til að eyða tima og peningum okkar allra. Er ekki tími til að KONAN fari að koma einhverju frá sér sem máli skiptir og hætt að vera með þetta tilgangslausa þvaður.
Halla Rut , 23.11.2007 kl. 23:25
Sammála Höllu, ef það eru svona "stórmál" sem fær fólk til að
sækjast eftir
þingsetu þá er eitthvað meira en lítið að. Er ekki
einhverstaðar
húsnæðislaust fólk sem þarfnast úrræða, heilsulausir sem sofa
á göngum
spítala heilu vikurnar, börn með geðræn vandamál sem gætu
þegið hjálpandi
hönd frá nýbökuðum þingmanni? En nei, feministinn tekur
yfirhöndina hjá
baráttukonunni og þetta var það gáfulegasta sem henni datt í hug,
og Jens
fyllist lotningu.
Er nema von að manni langi helst til að gefa þessum bjána (þ.e. SV)duglegt
drag í
rassgatið, ekki í mínu nafni og ekki á minn kostnað!
Bjarni (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 01:29
Ég vil byrja á að vera sammála Bjarna I P-
Það er dæmalaus óskammfeilni að bera svona djöfuls hégóma fram á Alþingi meðan þjóðin skelfur af reiði yfir smánarlaunum og öðru félagslegu óréttlæti.
Hvar eru frumvörp um lágmarkslaun, vistunarmál aldraðra, frumvarp um að hluti af söluandvirði Símans verði notað til að greiða 6 milljóna skuld við Framkvæmdasjóð aldraðra, fé sem stolið? var til að leika jólasvein? Frumvarp um breytingar á lögum um lífeyrissjóði? Frumvarp um breytingar á skattalögum til að hækka frítekjumörk og persónuafslátt? Lög um að lífeyristekjur beri skatt sem fjármagnstekjur eins og hliðstæðar fjármagnstekjur s.s. af hlutabréfum?
Og svona mætti lengi telja.
Það ætti að vera hægt að segja Alþingismönnum upp störfum eftir reynslutíma ef þeir hafa ekki staðið sig.
Árni Gunnarsson, 24.11.2007 kl. 17:30
Sveinn, Goði er kjötvinnslufyrirtæki. Það er hvorugkyns og ekki með typpi.
Jens Guð, 25.11.2007 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.