Ekki segja Jóni Val frá þessu

  Þegar 100 konur eignast dreng sem fyrsta barn þá eru 2 þeirra samkynhneigðir.  Ef næsta barn þessara 100 kvenna er einnig strákur þá er líklegt að 3 þeirra séu samkynhneigðir.  Haldi þessar konur áfram að eignast drengi þá er næsta víst að 4 þeirra séu samkynhneigðir.  Þannig má áfram telja.

  Eftir því sem bræðrahópurinn stækkar án þess að konurnar eignist stelpu þá hækkar hlutfall samkynhneigðra jafnt og þétt.  Í 8 bræðra hóp eru 15% líkur á að sá yngsti sé samkynhneigður.  Bætist 9.  bróðirinn í hópinn eru líkurnar orðnar 20%.  Ef tvær 11 barna mæður eignast sitthvorn soninn til viðbótar er nánast öruggt að annar þeirra sé samkynhneigður.

  Það hafa ekki fundist nógu margar 13 drengja mæður - sem ekki hafa einnig eignast dóttir - í heiminum til að marktæk niðurstaða sé á samanburðarrannsókn í þeim flokki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Ég er nú svo aldeilis hlessa

Fríða Eyland, 24.11.2007 kl. 23:33

2 Smámynd: Fishandchips

Halló... Hvað kemur okkur við kynhneigð náungans??? Á að auglýsa hverjir prumpa undir sæng? eða ég naga neglurnar og klóra mér í rassinum í laumi?

Á meðan hegðun náungans meiðir okkur ekki, látum það í friði....

Fishandchips, 24.11.2007 kl. 23:38

3 Smámynd: Jens Guð

  Fishandchips,  ég er þér sammála um að okkur kemur kynhneigð náungans ekkert við.  Ekki frekar en hárlitur eða kvikmyndasmekkur.  Þessari færslu er ekki beint gegn kynhneigð neins.  Ef þú lest eitthvað slíkt út úr færslunni þá er sú túlkun bara í þinni hugsun.  Ekki færslunni. 

  Hinsvegar er þetta ansi merkilegt hvernig hlutföll gagnkynhneigðra og samkynhneigðra breytast hratt eftir því sem systurlausum bræðrum fjölgar.   

Jens Guð, 24.11.2007 kl. 23:52

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Merkileg kenning. Nú verður örtröð í ómskoðun.

Þórbergur Torfason, 25.11.2007 kl. 00:50

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Já ég sé nú enga fordóma eða hnýsni í þessu. Miklu fremur er þetta mjög merkileg niðurstaða. Hvað ætli valdi þessari breytingu á hlutföllum?

Steinn Hafliðason, 25.11.2007 kl. 02:48

6 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Þessi tölfræði er ansi merkileg.  Minnir á söguna um manninn sem tók alltaf með sér sprengju þegar hann ferðaðist með flugvél.

Hverjar eru líkurnar á því að það séu 2 menn með sprengju í sömu flugvélinni?

Hjalti Garðarsson, 25.11.2007 kl. 02:58

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

ég er nú fegin að minn einkasonur á bara 5 systur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.11.2007 kl. 03:06

8 Smámynd: Viðar Eggertsson

Skemmtileg færsla en skil ekki fyrirsögnina, hver er þessi "Jón Valur" Ég hélt að hann væri feikpersóna á blogginu, sem einhver hafði búið til, til þess að skemmta fólki, eða sko þannig....

Jóna Kolbrún: Ég samhryggist ykkur í fjölskyldunni innilega  

Viðar Eggertsson, 25.11.2007 kl. 03:40

9 identicon

Veit ekki hvort ég trúi þessari kenningu en verð samt að nefna það að ég er elstur af sex bræðrum og engum systrum. Tveir yngstu eru hálfbræður. Tveir af albrærum mínum eru samkynhneigðir sem þíðir þá 50%.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 11:32

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er til fólk sem prumpar undir sæng!!  Hvað segja ritningarnar um slíkt háttalag?  Það er þá ekki langt í það að það verði haldnar göngur til að árétta frelsi fólks til að stunda slíka viðurstyggð. Fart-pride.  Hvert stefnir þessi heimur?

spurning hvort tölfræðin nær til þeirra, sem ákveða að bæla þessar kenndir og hafa ekki orð á þeim.  Mér er sagt að hlutfall þeirra, sé jafnvel hærra. Skápar, skúffur og vængjahurðir t.d.

Viðar: Jón Valur er fantasíupersóna í fantasíuheimi. Hann er þó að blogga hér en bannar alla, sem ekki eru á sömu skoðun og hann. Hann trúir á Jólasveininn enn, þótt harðfullorðinn sé.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2007 kl. 12:02

11 identicon

Jón tekur ekki mikið mark á svona, allir vita að hann þarf alvöru gögn eins og nokkur þúsund ára bækur með yfirnáttúrulegum yfirtón svo hann láti sannfærast

DoctorE (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 12:56

12 Smámynd: Viðar Eggertsson

Jón Steinar og Doctor E: Já það er einhver ótrúlega fyndinn sem hefur smíðað persónuna "Jón Val". Guð myndi aldrei hafa svoleiðis húmor!

Þrymur: Hvað er að vera "rétt túneruð"?

Ó! Fyrirgefðu! Ert þú kannski höfundur þessa "Jóns Vals"?

Viðar Eggertsson, 25.11.2007 kl. 14:43

13 Smámynd: Sigurjón

HAHA!  Ég er búinn að klaga í JVJ!!

Sigurjón, 25.11.2007 kl. 15:21

14 identicon

Heill og sæll, Jens Guð og aðrir skrifarar !

Þú ert nú meiri andskotans hrekkjalómurinn; Jens, að reikna með því, að hinir trúuðu komist ekki á snoðir, um prakkara skap þinn. En,........... þú ert ómissandi, og óborganlegur, í þessarri flóru spjallsíðuhafa, á Mbl. vefnum. 

Heldur daufleg vist; hér um slóðir, nyti ekki þinnar kerskni og gáska, Jens minn.

Mbk., sem oftar / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 17:02

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég undrast það lítillæti Jens Guðmundssonar og lesenda hans, sem birtist í þessari færslu hans og viðbrögðunum:

1. Enginn virðist ætlast til, að hann birti hér heimildina að baki því, sem hér var staðhæft. Vitaskuld rengi ég hana ekki fyrir fram að óséðu, nema hvað Jens er heldur bráðlátur að segja strax í 1. setningu (leturbr. jvj): "þá eru 2 þeirra samkynhneigðir," því að slíkt hefur aldrei verið sannað hjá litlu barni, t.d. hálfs til 4ra ára. Réttara væri að segja: "þá reynast um 2 þessara 100 að jafnaði verða samkynhneigðir, eftir að þeir ná kynþroska."

2. Enginn veltir því fyrir sér, hvað þessar tölur feli í sér, ef þær eru sannar. Hefur það t.d. einhver áhrif á þá trú sumra, að samkynhneigð sé arfgeng, 'genetísk'? Ef einhverjir hér telja sig geta ályktað, að niðurstöður af þessu tagi feli það í sér, hver er þá sönnunin? Átta menn sig ekki á því, að félagslega séð getur verið mjög ólíkt að alast upp sem einbirni/elzti/eldri bróðir heldur en sem yngri/yngsti sonur í barnmargri fjölskyldu, sá sem minnstur er fyrir sér og horft getur upp á miklu meiri karlmennsku, fyrirferð og frammistöðu bræðra sinna? Telja þessir álitsgjafar, að þeir geti útilokað hugsanleg félagsleg+sálræn áhrif með ofangreindum könnunarniðurstöðum? Og ef beinir erfðaþættir eiga að koma inn í þetta hjá albræðrum, hvers vegna ætti þá að vera einhver regla í því, að þeir yngri frekar en þeir eldri erfi gen sem dragi þá til samkynhneigðar?

Jens virðist í fyrirsögn örpistils síns gera ráð fyrir, að þessi frétt hans skáki á einhvern hátt sjónarmiðum mínum í málinu. Í stað þess að vera með slíkan uppslátt á hugsunum sínum ætti hann frekar að skýra, hvað hann á við, og rökstyðja það mál sitt. Í leiðinni getur hann svo vísað í heimildina, sem hann ætti að hafa fyrir þessari vefgrein, svo að við getum þá betur skoðað, hvað hinir eiginlegu rannsóknar- eða vísindamenn segja sjálfir um rannsókn sína og niðurstöður.

Jón Valur Jensson, 25.11.2007 kl. 17:13

16 identicon

Er búin að fatta þetta, Jón Valur Jensson er auðvitað sonur Jens Guð

Margrét (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 17:27

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skv. vefsíðu Hagstofunnar eru lifandi fædd börn kvenna fæddra 1960 að meðaltali 2,52, en kvenna fæddra 1972 aðeins 2,2. Því er greinilega með sjaldgæfara móti nú orðið, að hér fæðist 3-4 synir í röð. Væri þessi mælistika gild um fjölda sona í fjölskyldu, sem verði samkynhneigðir, þá myndi hún í engu hnekkja þeim niðurstöðum rannsókna, sem ég hef tíundað í tveimur blaðagreinum í Mbl. og Fréttablaðinu um tíðni samkynhneigðar í vestrænum löndum. Hún er mun algengari hjá karlmönnum en konum -- hjá þeim fyrrnefndu gjarnan um 2,2 til 2,9% og oft reiknað með um 2,7%, miðað við hvað menn álíta sjálfir um kynhneigð sína, en allt að þrefalt lægri, ef miðað er við það, að menn hafi einungis haft mök við einstaklinga af sama kyni í eitt ár eða annan áþekkan tíma.

Væru rannsóknarniðurstöður þær, sem Jens sagði okkur frá, einhlítar, ætti samkynhneigð að vera mun algengari í þriðja heiminum en meðal Vesturlandamanna -- og hafa verið miklu algengari meðal forfeðra okkar fyrir t.d. 200 árum heldur en meðal okkar sjálfra. Ýmislegt tel ég nú benda til, að þessu sé þveröfugt farið. En það er fróðlegt að íhuga þessi mál, einkum ef það er gert á grunni gildra rannsókna og staðfestra forsendna.

Jón Valur Jensson, 25.11.2007 kl. 17:41

18 Smámynd: Viðar Eggertsson

Margrét: Já, auðvitað! Ekki að spyrja að kerskni Jens Guðs. Hann hefur auðvitað búið til þessa kostulegu persónu "Jón Val Jensson". Meiri spaugarinn og nú er hann farinn að láta þessa kómísku fantasíupersónu sína fabúlera með sínum nördhætti sem aldrei fyrr!

Skammastuðín bara Jens! hahaha... þú gerir mig brjálaðan af hlátri. Þú kannt sko að bjarga deginum. Takk takk...

Viðar Eggertsson, 25.11.2007 kl. 18:01

19 identicon

Jens er ærið kvenlegur og ég tel hann vera mjög efnilegan homma en Jón Valur er ekki eins líklegur kandidat, án þess að ég vilji afskrifa hann strax.

Við vorum sex bræðurnir, fjórir albræður en enginn hommi, svo ég viti. En líkurnar aukast í öfugu hlutfalli við fjöldann, ef ég skil Jón Val rétt, þannig að það er líklegra að hann sé hommi, ef hann er einbirni.

Steini Briem (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 18:09

20 Smámynd: Viðar Eggertsson

Þá er spurningin þessi: Jens, er "Jón Valur" eini sonur þinn?

Viðar Eggertsson, 25.11.2007 kl. 18:31

21 identicon

Jensinn á hér son í tónlistarspilaranum undir "Gyllinæð" og laginu "Djöflakallinn" en það fjallar víst um Jón Val.

Steini Briem (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 18:52

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ykkur gengur vel hér að vera málefnalegir eða hitt þó heldur.

En Jens geri ég ráð fyrir að sé ennþá að hugsa sig um.

Jón Valur Jensson, 25.11.2007 kl. 20:28

23 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

V.Egg. er eitthvað viðkvæmur fyrir hommatali?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.11.2007 kl. 21:00

24 identicon

Menn voru nú ekkert að flíka því hér áður fyrr að þeir væru hommar vegna þess að þeir voru ofsóttir og þannig er það enn í mörgum löndum. Og sumir hommar hafa komið út úr skápnum eftir að hafa búið með konu og átt með henni barn eða börn. Mér þykir hins vegar líklegt að hlutfall homma sé og hafi verið svipað um allan heim. Hommunum hefur ekki fjölgað hér, heldur hafa fleiri þorað að viðurkenna opinberlega að þeir séu hommar.

Steini Briem (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 21:16

25 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...stórkostleg skemmtun!...takk

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.11.2007 kl. 21:49

26 identicon

Viðar Eggerts. Þú ættir nú aðeins að slaka á. Þú ert nákvæmlega eins og feministarnir, engann húmor fyrir sjálfum þér og því að þú ert hommi..

Eins og ég sagði ofar þá eru tveir af fimm bræra minna hommar og svona 50% af vina hópnum.

Enginn af þeim er eins viðkvæmur og þú. Ég má kalla þá kynvillinga, sódómíska eða hvað sem ég vill án þess að þeir hrökkvi í PC gírinn eins og þú.

Þú greinilega (eins og feminsturnar) telur að þið séuð svo pínd og kvalin að ekki megi gera grín af ykkur frekar en tja,, krabbameinssjúklingum.

Slaka á Viðar, við erum öll vinir þínir...............nema kannski Jón Valur en það er ekki þitt að banna honum að hafa skoðanir.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 22:29

27 Smámynd: Svartinaggur

Þótt Jens Guð sé frjór í hugsun, þá held ég að það þurfi ofurmannlega hæfileika til að "dikta" upp karakter á borð við Jón Val. Hann er sá eini sem ég get nánst "heyrt" geðillskutóninn frá, er ég les skrifin hans .

Svartinaggur, 25.11.2007 kl. 23:00

28 Smámynd: Viðar Eggertsson

Heimir: ég er svo langt í frá viðkvæmur fyrir hommatali, beinlínis elska það sérstaklega ef það tengist þessum "Jón Vali" þá er mér einkar skemmt.

Örn: Ég er mjög slakur og hef góðan húmor fyrir mér og öðrum. Mér finnst kommentið þitt til dæmis afar fyndið, svo skemmtilega andkristið og prakkaralegt. Og ég vil líka að "Jón Valur" tali sem víðast og sem hæst, það er málstað hans nefnilega svo mjög til háðungar - og þá skemmti ég mér nú sko vel
Þú getur alveg tekið gleði þína, ég er ekki píndur og kvalinn á neinnhátt, heldur ákaflega sáttur við guð og menn og sérstaklega er ég nú ánægður með að þú skulir vera vinur minn. "Svona eiga sýslumenn að vera!", svo ég vitni í ágætan mann... Og ef þú Örn minn færð krabbamein, þá skal ég sko verða fyrstur til að gera góðlátlegt grín að þér.. bara nefna það kæri góði vinur minn.

Svartinaggur: Ekki efast um hæfileika Jens Guðs, hans vegir eru sko órannsakanlegir og maðurinn ekki einhamur! Hann er flínkur og kann eitt og annað fyrir sér...

Viðar Eggertsson, 26.11.2007 kl. 00:04

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jens er enginn guð

Jón Valur Jensson, 26.11.2007 kl. 00:09

30 Smámynd: Svartinaggur

Það er Jón Valur sko aldeilis ekki heldur, þótt hann virðist stundum halda það.

Svartinaggur, 26.11.2007 kl. 00:22

31 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Stysta færsla JVJ sem ég hef séð...

Páll Geir Bjarnason, 26.11.2007 kl. 00:30

32 identicon

Jón Valur kveður þennan heim, saddur lífdaga, og bankar upp á í Himnaríki. Er vísað þar til hásætis af tveimur berrössuðum meyjum úr Skagafirðinum og bitti nú! Situr ekki skelmirinn hann Jens Guð í hásætinu með tvöfaldan vodka í kóki! "Ja, hvur Andskotinn!" segir þá Jón Valur si svona. "Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu!"

Fortsættes i næste uge. 

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 00:58

33 identicon

Komið þið sæl, að nýju !

Enginn; enginn skyldi vanmeta hæfileika Jóns Vals, á sviðum fornra fræða, sem nýrra. Væru margir hans líkar, meðal okkar, þá væri um margt vel, og til þjóðarheilla, í samfélaginu öllu. Þrátt fyrir; að margir haldi Jón Val einhvern þurs, þá er það reginmiskilningur, einurð hans á ekki að gjalda skoðana hans, þótt svo himinn og haf greini á milli, ykkar flestra, sem og hans rökfestu. Vissulega; erum við Jón Valur ekkert alltaf sammála, í orðræðu ýmissi, enda væri það ofætlan.

Ég; persónulega, á Jóni Val upp að inna gamla greiðasemi hans, við mig, þá við vorum samtíða; hjá Hraðfrystistöð Gerðabátanna, sumarið 1972. Ég; feiminn og uppburðarlítill, lá svo oft vel við höggi gárunga ýmissa, samstarfsmanna okkar Jóns Vals. Ætíð; og jafnan, kom Jón Valur mér til liðs, óumbeðinn, og af réttsýni.

Því vil ég, skrifarar góðir, sem lesendur árétta hér með, að þrátt fyrir galsa minn, sem annarra, bæði hér á síðu Jens Guð(s), sem víðar; þá hefir Jón Valur gott og hlýtt hjartaþel, og það er meginatriðið, í umræðu allri.  Vammlaus og trúr sinni sannfæringu, sem skiptir öllu máli, þá upp er staðið.

Mbk., sem fyrr / Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 01:01

34 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er sammála þér þarna, Óskar Helgi Helgason hinn sífeitletraðri.  Jón Valur er heill í sínu, rökfastur oftast & fylginn sínum skoðunum & þó að fólk sé honum máske ósammála á það þó að sýna náunga sýnum virðíngu þá, sem að það ætlast til af náunga sínum á móti.

Steingrímur Helgason, 26.11.2007 kl. 02:57

35 identicon

Réttsýni og gott hjartarþel... rökfastur & fylginn skoðunum sínum, ok ég skal samþykkja fylginn skoðunum sínum

DoctorE (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 10:25

36 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Jón Valur hefði orðið rannsóknarréttinum á Spáni til mikils sóma

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.11.2007 kl. 11:26

37 Smámynd: kiza

En eru engar hliðstæðar rannsóknir varðandi kynhneigð kvenna?  Það virðast allir alltaf vera með samkynhneigð karla á heilanum en vera slétt sama þegar kemur að kvenleggnum...af hverju ætli það sé?

Bara að spá.... 

kiza, 26.11.2007 kl. 13:09

38 identicon

http://www.springerlink.com/content/k7w03624953x255l/ :

"Furthermore, despite the large sample size, homosexual females and males did not differ significantly from each other in their proportions of either homosexual sisters or homosexual brothers."

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:00

39 identicon

Jóna, þeir tala bara um homma í trúarbrögðum... þetta er svona feðraveldiseinkenni

DoctorE (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:06

40 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir góða skemmtun!

Heidi Strand, 26.11.2007 kl. 16:11

41 identicon

Þvílíkt misrétti, það er bara gert grín af hommum. En þar sem ég er jafnréttissinni þá ætla ég að fara gera grín af lessum. Dettur ekkert sniðugt í hug í augnablikinu en ég skal láta ykkur vita og henda inn einu nastí djóki þegar það gerist.

Bjöggi (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 22:32

42 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég hef ekki alveg séð nákvæmlega þessa tölfræði sem Jens vitnar í, en það eru til rannsóknir sem benda til þess að karlmenn sem eiga eldri bræður séu líklegri til að vera samkynhneigðir en aðrir, og þeim mun meiri líkur sem eldri bræðurnir eru fleiri. Þá skiptir ekki máli hvort að þeir ólust upp með þessum bræðrum eða ekki, og stjúpbræður virðast ekki hafa sömu áhrif. Það sem skiptir máli er hversu marga drengi móðirin hefur gengið með, að því að virðist.

Það er ekki vitað nákvæmlega hvers vegna þessi fylgni sést, en ein kenning tengist mótefnum sem móðirin myndar þegar hún gengur með sveinbarn. Af því að Jóna spurði um lesbíur, þá hef ég líka séð rannsóknir sem tengjast þeim. Svo virðist að stúlkur sem verða fyrir meira magni af testesteróni í móðurkviði séu líklegri til að verða samkynhneigðar. Einnig eru örvhentir af báðum kynjum aðeins líklegri en rétthentir til að verða samkynhneigðir, miðað við niðurstöður rannsókna.

Sjá t.d. hér: http://www.pnas.org/cgi/reprint/103/28/10531

Svala Jónsdóttir, 27.11.2007 kl. 00:49

43 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Um þetta personutal hér fram og til baka, ´hef ég nákvæmlega ekkert að segja, en vil láta þess getið vegna fróðleiksins m.a. frá Svölu, að ég er yngstur sex bræðra!

En..

fáum sögum fer af öðru en óstjórnlegri kvennsemi minni!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.11.2007 kl. 11:01

44 Smámynd: Villi Asgeirsson

Skemmtileg lesning. Skiptir annars einhverju máli hver kynhneigð fólks er? Því fleiri hommar, því minni fólksfjölgun. Svo eru hommar oft svo fjári góðir listamenn. Ekki vildi ég hafa missst af Freddie Mercury, svo maður nefni eitt dæmi.

Ég verð að viðurkenna að ég skil homma ekki, meðan konur eru eins fallegar og þær eru, en eg skil ekki Hummer eigendur heldur. Ekki að ég sé að líkja neinum við Hummer, myndi ekki láta mér detta það í hug. Skil samt ekki fólk sem er að skipta sér að kynhneigð annara. Er það áhugi eða mikilmennskubrjálæði?

Ó, gleymdi næstum því. Veit einhver hvað guð heitir? Hann er guð, en hann hlýtur að heita eitthvað annað, eins og Óðinn, Seifur og aðrir. Eða heitir hann kannski Guð eins og karlinn heitir Karl?

Villi Asgeirsson, 27.11.2007 kl. 12:03

45 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Fjölskyldurannsókn ein, innan minnar fjölskyldu vil ég taka fram, sýnir svo ekki verður um villst að standi tveir bræður hlið við hlið (ég og eldri bróðir minn) með sinn hvor tíkallinn og varpa hlutkesti 10 sinnum, eru 80% líkur á að sá yngri (ég) fái loðnuna en sá eldri (bróðir minn) ómerkilegar vættir.

Páll Geir Bjarnason, 27.11.2007 kl. 12:04

46 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Af hverju heitir heita vatnið heita vatnið? Nú, eitthvað verður það að heita, vatnið.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.11.2007 kl. 16:19

47 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Shit 51 athugasemd um hvern .................á mar að nenna þessu eitthvað lengur þ.e.a.s að lesa þessi blessuðu blogg um svona steypu.who the .... cares um svona tölfræði.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 27.11.2007 kl. 22:46

48 identicon

Komið þið sæl, sem fyrr !

Úlfar Þór ! Hefði þér ekki þótt ráðvænna, að koma þinni 52. athugasemd að, hér á spjallsíðu Jens Guð(s), á hnökralausri íslenzku, fremur en með þessum ljótu og leiðinlegu ensku slettum ? Verð þó að játa; að betur er ég að mér, í danskri tungu og latínu, fremur öðrum málum, að nokkru.

Mbk., sem fyrr / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 01:27

49 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svarleysi og sífelld þögn Jens við innleggjum mínum nr. 17 og 19 er farin að vera býsna hávær. Hverjar voru heimildirnar fyrir pistli hans? Og ætlar hann ekkert að skýra málflutning sinn?

Jón Valur Jensson, 29.11.2007 kl. 08:37

50 Smámynd: Jens Guð

  Þessar upplýsingar komu fram í einhverjum þætti á útlendri sjónvarpsstöð í vor.  Sennilega Discovery.  Ég punktaði þetta lauslega hjá mér og ætlaði að setja á bloggið.  En gleymdi þessu.  Svo núna,  þegar ég stend í flutningum,  þá dúkkaði minnisblaðið upp og ég skellti þessu inn.

  Það er áreiðanlega hægt að "gúgla" þessar upplýsingar.  Ég er hinsvegar of latur við "gúglið" til að nenna því.  Þetta hefur eitthvað að gera með það að þegar kona hefur eignast dreng þá eykst ostragenframleiðsla hennar en það gerist ekki þegar hún eignast stúlku. 

Jens Guð, 29.11.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband