Spaugileg orðabók

  Þessa skemmtilegu orðabók fékk ég senda.  Mig grunar að eitthvað af þessu sé sótt í Petrísku,  orðabók Péturs Þorsteinssonar prests Háóða safnaðarins. 

Afleggjari : maður í megrun
Atvinnuglæpamaður : lögfræðingur, hefur atvinnu af glæpum

Bálreið : slökkviliðsbifreið
Blaðka : kvenkyns blaðamaður
Bleðill : karlkyns blaðamaður
Blóðsuga : starfsmaður Blóðbankans
Brautryðjandi : snjóruðningsmaður á flugbraut
Bráðabrundur : of brátt sáðlát
Brennivínsbrjálæðingur : alkóhólisti
Brúnkubrjálæðingur: maður sem sækir stíft í sólbrúnku (fm-hnakki)
Bumbubúi : ófætt barn
Bylgjubæli : vatnsrúm
Dauðahafið : vatnsrúm þar sem kynlíf er ekki stundað
Djúpsteiktir jarðeplastrimlar : franskar kartöflur
Djöfladjús : brenndir drykkir
Dótakassinn : Kaffi Reykjavík, þar sem menn fara þangað til þess að finna sér nýtt leikfang
Dragtardrós : kona sem gengur í dragt
Dritriti : bleksprautuprentari
Eiturblys : sígaretta
Eldát : það að borða grillmat
Endurholdgun : að fitna eftir megrun
Farmatur : matur sem er tekinn heimi af veitingastað (take away)
Frumsýning : að kynna hugsanlegan maka í fyrsta sinn fyrir vinum og venslafólki
Fylgikvistir : foreldrar
Gamla gengið : foreldrar
Gleðigandur: titrari, víbrador
Gleðiglundur : jólaglögg
Græjugredda : fíkn í alls konar tól og tæki
Gullfoss og Geysir : niðurgangur og uppköst
Heimavarnarliðið : foreldrar stelpunnar sem eru alltaf að stressa sig yfir stráknum sem hún er með
Hreinlætiseyðublað : blað af klósettrúllu
Hvatahvetjandi : eggjandi
Hvataklæðnaður : hvers kyns klæðnaður sem vekur hvatir hjá körlum til kvenna sem og konum til karla
Kjerkönnun : samfarir
Kjetkurlssamloka : hamborgari
Klakakrakki : egg sem búið er að frjóvga og er geymt í frysti
Kúlusukk : Perlan, þar sem sukkað var með peninga við byggingu hennar
Limlesta : pissa (gildir aðeins um karlmenn)
Orkulimur : bensínslanga
Plastpokapabbi : karlmenn sem flytja inn til einstæðra mæðra með búslóð sem rúmast í einum plastpoka
Pottormar : spagettí
Rafriðill: titrari, víbrador
Ranaryk : neftóbak
Samflot : það að sofa saman í vatnsrúmi
Stóra hryllingsbúðin : Kringlan
Svipta sig sjálfsforræði : gifta sig
Tungufoss : málglaður maður
Veiðivatn : ilmvatn
Viðbjóður : afgreiðslumaður í timburverslun
Þurrkaðir hringormar: cheerios


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég borða alltaf þurrkaða hringorma í morgunmat

Jónína Dúadóttir, 28.11.2007 kl. 08:19

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, Sr. Pétur Þorsteins er svo sannarlega ORÐSINS maður!

En heyrðu félagi, er sjálfur með nýja orðskýringu.

Skemmtari = Jens Guð!

Veit, liggur kannski ekki í augum uppi, í orðinu, en mér finnst þetta sjálfgefið!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.11.2007 kl. 09:54

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

  • Englabellir: makkarónugrautur
  • Glasabarn: barn sem getið er á fylleríi
  • Endurvinnslan: Players
  • Sorpa: Kringlukráin

Jóhann Elíasson, 28.11.2007 kl. 10:23

4 Smámynd: Ár & síð

Kiwi - loðaldin
Mango - snoðaldin

Ár & síð, 28.11.2007 kl. 11:33

5 Smámynd: Blómið

Pétur í óháða er algjör snilld.  Hann var einu sinni æskulýðsfulltrúi (það kallaði hann sig) á elliheimilinu Grund.  Eitt sumarið fórum við í skemmtiferð með gamla fólkið og Pétur var leiðsögumaður.  Þegar við keyrðum framhjá kirkjugarðinum á Kotströnd heyrðist í hátalarakerfinu "og hingað fara svo þeir Hvergerðingar sem tilbúnir eru undir tréverk."

Blómið, 28.11.2007 kl. 12:29

6 identicon

Húsbréf = Eldhúspappír

Óskar (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband