Úrslit í kosningunni um besta íslenska lagið

  Eins og tilkynnt var á sínum tíma þá átti kosningin um besta íslenska lagið að standa þangað til að minnsta kosti 1500 atkvæði hefðu skilað sér.  Núna,  þegar 1571 atkvæði hafa skilað sér,  liggja úrslit fyrir.  Reyndar tók listinn fljótt á sig mynd sem er nálæg þessum úrslitum í megindráttum.  Ég fer yfir það á morgun.  Það væri gaman að heyra viðbrögð ykkar við útkomunni.  Hvað kemur mest á óvart? Svona er listinn.

Þeyr

1.  Rudolf - Þeyr 14.7%

sykurmolarnir

2.  Ammæli - Sykurmolarnir 12.5%
bubbi
3.  Svartur Afgan - Bubbi 9.2%
Mínus
4.  The Long Face - Mínus 9.1%
hebbi
5.  Can´t Walk Away - Hebbi 7.8%
6.  Ísland er land þitt - Magnús Þór Sigmundsson 7.1%
7.  Fílahirðirinn frá Súrin - Megas 7.0%
8.  Söknuður - Jóhann Helgason 6.6%
9.  Göngum yfir brúna - Mannakorn 6.3%
10. Bláu augun þín - Hljómar 6.1%
11. Don´t Try To Fool Me - Jóhann G. Jóhannsson 5.7%
12. Glósóli - Sigur Rós 2.7%
13. Grænir frostpinnar - S-h draumur 2.0%
14. Mærin - Gildran 1,9%
15. Líf - Jón Ólafsson 1.3%

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

glæsilegur listi og get ég alveg fallist á þessa niðurröðun, ég var með svartan Afghan saem mitt lag á listanum þótt ég hefði valið annað Bubba lag sem það besta.  Sineta.

Btw, ég fékk mér Þeyr, og þá auðvitað fylgdi Rudolf með, í Smekkleysu í vor.

Óskar Þorkelsson, 29.11.2007 kl. 21:22

2 Smámynd: Jens Guð

Sineta var ekki gjaldgeng.  Hún er ekki íslenskt lag heldur úr söngvasafni Woodys Guthries.  Woody kallaði sönginn Deportee.  Þar segir hann frá viðbrögðum fjölmiðla við flugslysi sem átti sér stað í raunveruleikanum.  Fyrst voru menn slegnir yfir flugslysinu.  Þegar í ljós kom að það voru "bara" Mexikanar sem fórust þá var Bandaríkjamönnum létt og tóku gleði sína á ný.  Margir hafa sungið Deportee inn á plötu.  Þekktustu útgáfurnar eru líklega með The Byrds,  Joan Baez og The Highway Men.

Jens Guð, 29.11.2007 kl. 22:33

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir þetta Jens, vissi þetta ekki. en lagið er snilld, og textinn er sterkur.

Óskar Þorkelsson, 29.11.2007 kl. 22:35

4 Smámynd: Jens Guð

  Ef þú rennir í gegnum kvikmyndina eða plötuna Rokk í Reykjavík þá áttar maður sig á því hvað Rudolf er virkilega gott og glæsilegt lag.  Það kom mér samt í opna skjöldu að það skildi sigra hér.  Ég reiknaði fastlega með að það yrði Ammæli

  Ég skil hvers vegna sumir þola ekki Björk.  En ég skil líka - og ennþá betur - hvers vegna heimsbyggðin féll fyrir henni.  Virðir hana og metur sem einn mesta tónlistarmann dægurlagageirans.

  Ég hefði sjálfur ekki valið Svartan afgan með Bubba.  Ég lét hér á blogginu kjósa á milli bestu laga hans og þetta varð niðurstaðan. 

  Ég tek undir það að Stormsker á mörg frábær lög og frábæra texta.  Það eru fleiri góðir lagahöfundar sem náðu ekki þarna inn. 

  Það kom strax fram að almenningur tekur Ísland er land þitt fram yfir Blue jean Queen og önnur lög eftir Magnús Þór Sigmundsson.   

  Þetta er ekki listinn minn yfir mín uppáhaldslög.  En ég segi eins og þú:  Gaman að þessu. 

Jens Guð, 29.11.2007 kl. 23:41

5 identicon

Athyglisverður listi! Skemmtilegt framtak Jens.

Að stofni til er hann nokkuð trúverðugur. Þarna er að finna margar af perlum íslenskrar dægurtónlistar en valið segir kannski meira um aldur þeirra sem tóku þátt í kosningunni en annað.

Merkilegt samt að þarna skuli ekki vera svo mikið sem eitt lag með t.d. Stuðmönnum, Spilverkinu eða Þursunum. Og Trúbrot? Ekki eitt lag! Af seinni tíma stórböndum eins og Sálinni, Ný Dönsk og jafnvel SSSól, ekkert. Samt haugur af fínum lögum á þeim bæjum. Reyndar eitt eftir Jón Ólafs, sungið af Stebba Hilmars.

Mínus? Svart-Hvítur Draumur og Sigur Rós? Ekki á lista yfir bestu íslensku lögin. Come on! Og Svartur Afgan með Bubba? Bubbi á 30 lög betri en þetta. 

Kannski væri snjallt að efna til könnunar á 15 bestu lögum Bubba?

 

Siggi Sverris (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:48

6 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Ég gæti nú skrifað langan pistil um þennan lista og talið upp nokkuð mörg lög sem koma upp í hugan á undan þessum. En þetta er niðurstaðan, úr þessari kosningu NB og ekki ætla ég að deila um hana.

Ég er hinsvegar með smá ábendingu og hún segir kannski meira en mörg orð um áreiðanleika þessarar kosningar en hún er sú að hvort erum við að tala um höfunda eða flytjendur?

Stundum er flytjandinn skráður fyrir laginu og stundum höfundurinn.

Hefur kannski ekki beint með lagið að gera en nauðsynlegt að hafa samræmi þegar fjallað er um svona tilfinningamál og forsendur oft óljósar. Búúúú!!! Djöfull er maður heví eitthvað ;-)

eru ekki annars allir í stuðI?

Bjarni Bragi Kjartansson, 30.11.2007 kl. 10:01

7 identicon

Ég kaus Rúdólf og var ekkert búinn að sjá neinar niðurstöður þá, það kom mér á óvart að það skyldi vera hæst.

ari (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 12:18

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég kaus Rúdolf á umhugsunar, einfaldlega magnað lag og ekki leiðinlegt að anti-fasista anthem skyldi vinna kosninguna nú þegar sífellt sést glitta meira og meira í það ljóta andlit víða um heim og öfgamenn vaða uppi og hræðsluáróðurinn glymur sem aldrei fyrr á lýðnum. Þeyr er og verður sennilega alltaf í sérflokki í mínum huga, svo mikla ást hef ég á þeirri hljómsveit.

Georg P Sveinbjörnsson, 30.11.2007 kl. 14:12

9 Smámynd: Jens Guð

  Siggi,  af þessum hljómsveitum sem þú telur upp þá voru mörg lög með þeim tilnefnd í upphafi/forkönnuninni.  Það var hinsvegar ekki samstaða um tiltekin lög.  Engin fengu mörg atkvæði heldur mörg fengu eitt atkvæði hvert.  Þannig að það háir þessum hljómsveitum að hafa samið og gefið út mörg lög í álíka gæðum.

  Sterk staða The Long Face með Mínus kom mér á óvart.  Ánægjulega á óvart.  Frábært lag með frábærri hljómsveit.  Á Reykjavík FM 101,5 kom þessi listi til umræðu í morgunþættinum Capone.  Þar var þeirri skýringu varpað fram að The Long Face nyti góðs af að hafa verið notað í mikið spilaðri sjónvarpsauglýsingu.

  Ég efndi til sérstakrar kosningar um bestu lög Bubba í aðdraganda þessarar kosningar.  Svartur afgan sigraði þar. 

  Bjarni,  flytjandinn er skráður fyrir laginu í öllum tilfellum.  

  Ari og Georg,  gaman að þið séuð ánægðir með niðurstöðuna. 

Jens Guð, 30.11.2007 kl. 16:01

10 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Ætla nú ekki að vera með leiðindi og hártoganir en maður er nú ekki besservisser fyrir ekki neitt,

Hefur Líf einhverntíman komið út með Jóni Ólafssyni. og má ekki segja með sanni að Söknuður tilheyri Viljálmi Vilhjálmssyni sem flytjenda?

Bjarni Bragi Kjartansson, 30.11.2007 kl. 16:36

11 Smámynd: Grænlandsblogg Gumma Þ

Sæll félagi. Flottur listi. Gott framtak. Góður 15 laga diskur í jólagjöf. Kveðjur frá Grænlandi

Grænlandsblogg Gumma Þ, 30.11.2007 kl. 19:04

12 Smámynd: Jens Guð

  Bjarni,  þér er velkomið að vera með leiðindi og hártoganir .  Það hressir upp á umræðuna.  Takk fyrir að benda á þetta með Líf.  Þó að Jón sé góður drengur þá fer músíkin hans að mestu framhjá mér.  Ég sæki meira í pönk og dauðarokk.  Þegar Líf fór að fá tilnefningar í forvalinu hjá mér þá var það kennt við Jón.  Klárlega af því að hann er höfundur lagsins. 

  Ég man eftir því að þegar Hildur Vala fór að syngja Líf þá kannaðist ég við laglínuna.  Í fáfræði reiknaði ég í hugsunarleysi með því að lagið væri af sólóplötum Jóns.  Núna þegar ég velti málinu fyrir mér þá hljómar í höfði mér rödd Stebba Hilmars að syngja þetta lag.  Hef grun um að það sé af sólóplötu hans fremur en með Sálinni. 

  Lagið Söknuður er áreiðanlega þekktast í flutningi Villa Vill.  En vegna þess að höfundurinn hefur einnig sungið það inn á plötu þá var eðlilega að skrá lagið undir hans nafn - á sama hátt og ég skráði Ísland er land þitt á Magnús Þór Sigmundsson þó aðrir hafi sungið vinsælli útgáfur af laginu.   

Jens Guð, 30.11.2007 kl. 20:34

13 Smámynd: Jens Guð

Heill og sæll Gujo. Ég fylgist með Grænlandsbloggi þínu. Verst hvað þú bloggar sjaldan. Bestu kveðjur!

Jens Guð, 30.11.2007 kl. 20:37

14 Smámynd: Mummi Guð

Flottur listi. Ég kaus Rúdolf, enda þykir mér Þeyr vera ein besta íslenska hljómsveit sögunnar.

Mummi Guð, 30.11.2007 kl. 22:49

15 identicon

Sorry Jens. Var búinn að gleyma Bubba kosningunni!

En allt svona lífgar upp á tilveruna. Og auðvitað er enginn alveg sáttur en þannig á það bara að vera.

Með sínum eyrum heyrir hver hinn sanna tón :)

Siggi Sverris (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:52

16 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Friður :-)

Bjarni Bragi Kjartansson, 1.12.2007 kl. 14:34

17 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

arrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrgggg það sem ég segi um listan er ......fólk er fífl.

Einar Bragi Bragason., 3.12.2007 kl. 00:43

18 Smámynd: Atli Fannar Bjarkason

Góður listi, úrslitin koma mér ekki á óvart. Rúdólf var valið besti íslenski rokkslagari allra tíma í Blaðinu (þegar 24 stundir hétu Blaðið) í maí á þessu ári. Þar setti ég reyndar saman um 20 manna nefnd sem sá um valið og úrslitin voru afgerandi.

Atli Fannar Bjarkason, 7.12.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband