1.12.2007 | 22:45
Frábær útvarpsþáttur - í 600 þáttum
Einn besti vikulegi þáttur í íslensku útvarpi síðustu 12 árin er Rokkland á rás 2. Óli Palli hefur haft umsjón með þættinum allan tímann. Þetta er þáttur sem rokkáhugafólk reynir að missa aldrei af. Ég undrast og dáist að því hvað Óli Palli nennir að leggja mikla vinnu í hvern þátt. Ég hef gert marga útvarpsþætti í áranna rás og veit að margra klukkustunda vinna stendur á bak við hvern Rokklands þátt. Núorðið vinnur Óli Palli þáttinn heima hjá sér, sem hlýtur að vera mikið hagræði.
Í Rokklandi er iðulega eitthvað um viðtöl við erlenda jafnt sem innlenda rokkara og allskonar fróðleikur, ásamt getraun. Meðal þess sem getur að heyra í 600. þætti Rokklands á morgun - klukkan 16:10 - 18:00 (endurfluttur á þriðjudögum klukkan 22.10) - er:
- Viðtal við Sigur Rós í Valskapellunni 1997 eftir útgáfutónleika plötunnar Von.
- Hvernig Iceland Airwaves varð til í smáatriðum.
- Viðtal við Nick Cave um plötuna Murder Ballads áður en hún kom út.
- Hvað Chris Martin úr Coldplay hafði að segja um Ísland þegar sveitin kom fyrst til landsins.
- Hvers vegna Utangarðsmenn komu saman aftur árið 2000 viðtal við ALLA HLJÓMSVEITINA.
- Hvernig Thom York bjóst við að Radiohead platan Ok Computer myndi ganga í fólk (áður en hún kom út).
- Hvað Bono sagði um Luiciano Pavarotti þegar hann söng Miss Sarajevo með Passengers (U2).
- .......og margt fleira.
Sex hundruð Rokklandsþættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 443
- Sl. sólarhring: 456
- Sl. viku: 1598
- Frá upphafi: 4121417
Annað
- Innlit í dag: 367
- Innlit sl. viku: 1396
- Gestir í dag: 355
- IP-tölur í dag: 333
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Ætla ekki að missa af þessum þætti, reyni að hlusta eftir bestu getu á sunnudögum og verð aldrei fyrir vonbrigðum. Óli Palli snillingur var tæknimaðurinn minn í þætti í dag á Útvarpi Akranes, árlegri útvarpshelgi til styrktar Sundfélagi Akraness. Hann er svo fróður um tónlist að það hálfa væri nóg. Þátturinn á morgun er einstaklega áhugaverður, eiginlega skylduhlustun fyrir alla áhugamenn um tónlist!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.12.2007 kl. 23:04
Óli Palli er snillingur. Varst þú ekki að spá í að taka að þér einhvern tónlistarþátt á Rás 2, Jens, eða hefurðu engan tíma í það?
Steini Briem (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 23:05
Gurrí, Óli Palli byrjaði sem tæknimaður hjá RÚV áður en hann færði sig yfir í dagskrárgerð. Hann er alfræðiorðabók um poppmúsík.
Steini, Óli Palli spurði mig í haust hvort ég væri til í að taka við hlutverki plötugagnrýnanda rásar 2 af Arnari Eggerti. Sá var nefnilega að ýta úr vör nýjum þungarokksþætti á rás 2. Síðan hef ég ekkert heyrt frá Óla Palla og Arnar Eggert er áfram plötugagnrýnandi rásar 2. Mér þykir líklegast að Arnar Eggert hafi sagt Óla Palla að sig munaði ekkert um að sjá áfram um plötugagnrýnina þó hann bæti á sig þessum fína þungarokksþætti. Enda er Arnar Eggert - eins og Óli Palli - hamhleypa til verka, knúinn áfram af óþreytandi rokkáhuga, jafnframt því að skila ætíð góðu verki.
Jens Guð, 1.12.2007 kl. 23:20
takk f. þetta, reyni að leggja v. hlustir ef minnið bregst ekki.
ari (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 23:28
Þið eruð allir hamhleypur, Jens. Ertu fluttur úr Ármúlanum? Ef ég man rétt fluttir þú fyrsta geisladiskinn fyrir mánuði og þá kom eftirfarandi tilkynning frá þér: "Ég stend ég flutningum." Og sama vers fyrir viku, eða svo.
Steini Briem (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 23:45
Maður má ekki missa af þessum þætti, ég er nefnilega búinn að bíða síðan 1964 eftir því að heyra eitthvað gáfulegt frá tónlistarmanni og er enn að bíða.
Yngvi Högnason, 2.12.2007 kl. 08:32
komin krækja: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4326443
Haha þú ert nú bara skrýtinn Yngvi gamli, ef þér er alvara þ.e.a.s. , fullt af góðri tónlist hefur verið síðan ´64. Ef hún hefur farið framhjá þér þá ættir þú held ég ekki að hlusta á þennan þátt. ;)
Hvað var svosem að gerast ´64 Í tónlist (og jafnvel fyrir)? Ekki neitt rosalegt og betra en annað sem kemur eftir á. Ef við tökum Bítlana þá voru þeir t.d. enn í meðalmennsku ´64, það var ekki fyrr en árið eftir sem þeir byrjuðu að gera e-ð af viti m. Rubber Soul.
ari (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 18:28
Var ekki að tala um tónlistina, dagskrá þessa þáttar,sem að ég reyndar missti af, átti að vera að mestu viðtöl við hljómsveitarmenn. 1964 byrjaði ég að fylgjast með tónlist og því sem að tónlistarmenn segja. Þess vegna ætlaði ég að hlusta, því að ég er enn að bíða eftir einhverju gáfulegu úr þeim ranni.
Yngvi Högnason, 2.12.2007 kl. 19:55
Ég fékk nú nett sjokk þegar ég hlustaði á þáttinn í dag og áttaði mig á hvað hann er í raun einhæfur, þetta er svona íslensk þýðing á NME. Ja, ok íslenskum böndum bætt við. En að öðru leiti getur maður bara flétt upp í NME og skoðað hvað er að gerast í þarlendu léttrokki og hvað af amerískum straumum samþættast við þá. Maður heyrir aldrei af Skandinavísku, þýsku, frönsku, spænsku, hollensku rokki og hvað þá frá farlægari löndum, nema að viðkomandi tónlist hafi vakið athygli í bretlandi. Það vita það allir sem hafa búið á meginlandi evrópu að það er fullt af spennandi rokki í gangi sem ná aldrei eyrum breta og alveg synd að landamæri rokklands skuli vera svona aflokuð - vona að í næstu 600 þáttum að landhelgin verði færð amk yfir landamæri Evrópusambandsins.
En Óli Palli gerir það vel sem hann gerir, veit mikið um breska, ameríska og íslenska tónlist og kemur því smekklega á framfæri - mætti bara hafa víðsýnni tónlistarsmekk. Ég óska honum til hamingju með þessa 600 þætti og hef virkilega haft ánægju af því að hlusta.
Auðvitað er þetta bara almennur löstur á Rás 2, hvað tónlistarvalið er einhæft. Íslenskt, breskt og amerískt léttpopp upp í léttrokk spilað, ja svona topp 20 listar síðustu 40-50 ára frá hverju af þessu landi. Allt annað er sett á tíma sem enginn er að hlusta á útvarp og allt í lagi að fólk skipti yfir á Bylgjuna því það eru hvort sem er engar auglýsingatekjur að hafa á þeim tímum.
Guðmundur (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 00:04
Þessi þáttur á heima á Rás 1 það er það eina sem ég get sagt,..hann dettur stundum inn á mitt áhugasvið en þess á milli væri ég til að brjóta útvarpið........Hann er það einhæfur að það er oft erfitt að hlusta..
Einar Bragi Bragason., 3.12.2007 kl. 00:46
Steini, ég er enn að flytja. Það tekur langan tíma þegar ég vinn langan vinnudag á heildsölunni ásamt því að afgreiða námskeið á kvöldin og um helgar. En mér reiknast til að ég nái að ljúka flutningum á morgun.
Yngvi, það er ósanngjarnt að ætla tónlistarmönnum að segja eitthvað gáfulegt. Samt er ég stöðugt að rekast á gáfuleg ummæli tónlistarmanna. Ég veit ekki hversvegna þau fara framhjá þér. Til að mynda voru blaðamannafundir Bítlanna oft hin besta skemmtun þar sem margt gáfulega fyndið hraut af vörum þeirra í bland við skemmtilegt bull.
Guðmundur, Rokkland er með ákskrift að viðtölum BBC við tónlistarfólk. Eðlilega er það dæmi dáldið enskt.
Einar, þessi þáttur á að vera sendur út á samtengdum rás 1 og 2.
Jens Guð, 3.12.2007 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.