1.12.2007 | 23:37
Misheppnuð sjálfbrúnka á Birgittu Haukdal
Ég sá útundan mér hluta af þættinum Laugardagslögin í sjónvarpinu áðan. Mig langaði nefnilega til að sjá og heyra í Dr. Spock og viðtalið við snillingana Andra Frey og Búa sem saman kallast Capone-bræður. Í þættinum raulaði Birgitta Haukdal eitt lag. Athygli mína vakti óeðlilegur sjálfbrúnkulitur á bringu og höndum Birgittu. Liturinn var kjánalega gulur. Þetta þarf að rannsaka. Það er ástæða til að fá upplýst hvaða sjálfbrúnkukrem lék stelpuna svona grátt. Það var hörmung að sjá þetta.
Í vísindalegri samanburðarrannsókn sem bandaríska tímaritið Glamour gerði kom reyndar í ljós að öll - nema 2 - helstu sjálfsbrúnkukrem á markaðnum framkalla í einhverjum tilfellum þennan gula tón í stað eðlilegs sólbrúnkulits. Það voru einungis sjálfbrúnkukrem Banana Boat og eins annars merkis (sem ég man ekki hvert er) sem framkölluðu í 100% tilfellum fallegan og eðlilegan sólbrúnkulit.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 4.12.2007 kl. 17:20 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 329
- Sl. sólarhring: 347
- Sl. viku: 1484
- Frá upphafi: 4121303
Annað
- Innlit í dag: 264
- Innlit sl. viku: 1293
- Gestir í dag: 259
- IP-tölur í dag: 247
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Jens þú myrðir mig, þú ert svo fyndinn. Alltaf í vinnunni. Hahahah, hvað kostar svona krem, væri til í að prófa, eftir langar innisetur er ég með grænleita húð (segi svona, er aðeins að ýkja).
Haha, þú ert frábær.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.12.2007 kl. 23:44
þetta er aukaatriði. Aðalatriðið er að lagið var skelfilegt.
ari (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 00:27
djísus!
Þú getur aldrei sagt neitt neikvætt um Birgittu eða hennar stíl sem virkar á mig, hún er nefnilega svo einstök manneskja.
En þrátt fyrir það að þá ertu drepfyndinn
Edda Agnarsdóttir, 2.12.2007 kl. 13:22
Appelsínugula fólkið er áberandi þessi misserin...það voru mikil vonbrigði að Dr. Spock færi ekki áfram, besta lag sem ég hef heyrt í sögu Júróvisíón punktur.
Georg P Sveinbjörnsson, 2.12.2007 kl. 13:42
Góður - í plögginu. - OG þú hittir naglann á höfuðið þegar þú notar "raul" um sönginn hennar Birgittu. Mín skoðun: Ef Birgitta ætlar að fara að láta líta á sig sem "fullorðins" verður hún að fara að syngja "fullorðins"
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 14:00
áhugaverð umræða - mér fannst nú kynnirinn líka hálfgul. kannski var það bara litastillingin á sjónvarpinu.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 2.12.2007 kl. 14:55
Skemmtilegur og snjall sem stundum fyrr já, félagi Jens!
Legg til að þú gefir Jenfobeibíinu þó ekki væri nema sýnishorn af kreminu, ef ekki bara góðan skammt í þakklætisskyni fyrir góð orð í þinn garð!
En Hallgerður og Edda mega ekki vera svona viðkvæmar og lesa einhverja gagnrýni á Birgittu út úr þessum línum. Í þeim er ekki eitt einasta orð er víkur að persónu hennar! Fylgdist annars ekki með, en hefði gert það ef éghefði vitað um innihaldið fyrirfram.
Magnús Geir Guðmundsson, 2.12.2007 kl. 16:48
Skrítið öll kremin gera þig gulan nema þau kenni sig við banana
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.12.2007 kl. 17:09
Birgitta var ágæt í kirkjukórnum á Húsavík en ég man hins vegar ekki hvernig hún var á litinn. Það er til margs konar litur á kvenfólki og þetta eru mikil fræði. Plastdúkkurnar hans Magnúsar Geirs eru til dæmis í öllum regnbogans litum, skilst mér, og bæjarstjórinn hans á Dalvík var appelsínugulur þar til hann sprakk í tætlur eitt kveldið sökum of mikils atgangs.
Steini Briem (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 17:38
Jens er ekki ráð að stofna ferðaskrifstofu sem býður uppá Banana Boat sólarlandaferðir til dæmis til Hólmavíkur eða Vopnafjarðar.
Pálmi Gunnarsson, 2.12.2007 kl. 18:58
Hahaha, góður þessi hjá bassaleikaranum pottþétta, sunnuferðir í hans hans gamla heimabæ annars vegar og Gunna Þórðar hins vegar! Legg til að Hólum verði bætt inn í áætlunarstaðina!
Engar dúkkur Steini, bara blóðheitar dömur!
Magnús Geir Guðmundsson, 2.12.2007 kl. 20:32
Skil ekki alveg hvað er svona drepfyndið við þessa færslu. Tók ekkert eftir litnum á Birgittu, heldur útgeislun og fallegum flutningi lagsins. Horfandi á myndina af þér Jens hefði ég haldið að það síðasta sem þú hefðir áhyggjur af væri áferðafegurð manneskjunnar..... er auðvitað alls ekki að vega að persónu þinni, - og hvað er eiginlega að syngja ,,fullorðins"?
Þorgerður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 21:18
Er bara hund ósammála Jens. Birgitta var bara flott svona gulbrún. En raulið mátti missa sig. Hefði viljað sjá meira af Adda trommara, sem söngfríkið háruga skyggði of mikið á.
En samt fín auglýsing á Banana Boat, hvað sem það nú er.
Þröstur Unnar, 2.12.2007 kl. 21:29
í fyrsta lagi söng Birgitta vel og leit flott út en þar sem að þú virðist hvorki hafa vit á kvenfólki né tónlist ...þá er þér fyrirgefið:).......aftur á móti fannst mér lagið ekkert sérstakt.......en ekkert sérstaklega vont heldur..fannst þau öll 3 vera frekar slöpp..
Einar Bragi Bragason., 3.12.2007 kl. 00:40
Missti því miður af raulinu hennar Birgittu (sem mér finnst reyndar afskaplega sæt stúlka ) svo ég er ekki dámbær á litinn hún er kannski að stefna inná kínverska markaðinn?
Róbert Tómasson, 3.12.2007 kl. 13:18
Ææ, hvað er nú Saxi hinn geðþekki að segja hérna!?
Væntanlega að ávarpa Jens geri ég ráð fyrir, en gerir honum nú ragnt til sem og fleiri á undan honum!
Jens segir ekki aukatekið neikvætt orð um söngin hennar birgittu annað en að hún hafi raulað eitt lag og tjáði sig ekkert um útlit hennar nema hað varðaði litinn. Mátt því ekki kasta svona sleggjudómum fram um hann persónulega um vit hans á tónlist og hvað þá á kvennfólki! Þekki raunar engan sem hefur sérstakt "Vit á því"!
Ljótur bara á tánum Saxi minn að tala svona haha!
Magnús Geir Guðmundsson, 3.12.2007 kl. 18:30
Jenný, ég skal senda þér sýnishorn af Banana Boat sjálfbrúnkukreminu ef þú sendir mér póstfangið þitt á j.gud@simnet.is.
Hallgerður, ég er blessunarlega laus við öll vandamál. Einkum er ég mjög laus við sjálfbrúnkuvandamál. Hinsvegar tók ég eftir þessu vandamáli hjá Birgittu. Vandamálið með þetta vandamál er að þegar fólk ber á sig sjálfbrúnkukrem sem það hefur ekki notað áður og liturinn mistekst þá er ekki auðvelt að fjarlægja litinn samdægurs.
Ari, ég leiddi lagið hjá mér. Ég er meira fyrir Dr. Spock.
Edda, vel má vera að Birgitta sé einstök. Samt hef ég séð kópíur af henni í dúkkuformi í Hagkaupum.
Georg, Dr. Spock klikkar ekki.
Anna, eins og ég segi við Ara þá leiddi ég lagið með Birgittu hjá mér. Birgitta og Magni eru ekki pakki sem hrífur mig.
Þór, ég tók ekki eftir óeðlilegum lit á Gísla eða Ragnhildi.
Maggi, ég tók þig á orðinu og bauð Jenny sýnishorn.
Einar, það er eitt annað sjálfbrúnkukrem sem gerir mann ekki gulan. Ég man bara (viljandi) ekki nafnið á því.
Steini, mér varð á að skella upp úr.
Pálmi, Banana Boat er á boðstólum bæði í apótekinu og íþróttamiðstöðinni á Vopnafirði. Einnig á sólbaðsstofu Ingibjargar Fossdal á Hólmavík.
Þorgerður, þegar fólk ber á sig sjálfbrúnkukrem þá er það að leita eftir tiltekinni áferð. Gulur tónn er ekki inni í þeirri mynd heldur er guli tónninn eitthvað sem sjálfbrúnkuframleiðendur reyna að lágmarka. Ég hef fylgst með sjálfbrúnkumarkaðnum í tvo áratugi, lesið ógrynni af greinum um sjálfbrúnku, hlýtt á fyrirlestra og veitt ráðgjöf á snyrtistofum um sjálfbrúnku. Þess vegna er ég snöggur að reka augun í það þegar sjálfbrúnka mistekst.
Þröstur, Banana Boat er heilsusnyrtivörur. Það er að segja húðvörur sem eru samsettar úr hráefnum jurtaríkisins (bananaolíu, Aloe Vera geli, kókossmjöri, gulrótarþykkni, kvöldvorrósarolíu o.s.frv.).
Arnþór, ég missti af fyrsta hluta þáttarins.
Einar, þú ert að tala níðingslega illa um konuna sem ég var giftur í næstum aldarfjórðung með því að saka mig um að hafa ekki vit á kvenfólki. Skamm, skamm!
Robbi, það er kannski eitthvað til í þessu hjá þér. Asíumarkaðurinn er sá stærsti í heimi og stækkar ört.
Jens Guð, 3.12.2007 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.