Færeysk hljómsveit slær í gegn

  Boys in a Band

  Færeyskir fjölmiðlar eru í dag undirlagðir stórfréttinni um að færeysku grallararnir í Boys in a Band sigraði í gærkvöld í alþjóðlegu hljómsveitakeppninni GBOB (Global Battles of the Bands).  Sigurlaunin eru meðal annars rúmar 6 milljónir ísl.  kr.  auk ótal tækifæra.  Sunneva Háberg Eysturstein,  framkvæmdarstjóri forkeppni GBOB í Færeyjum,  segir að með því að spila rétt úr þessum sigri geti Boys in a Band hæglega orðið heimsfræg popphljómsveit.  Sigur í þessari keppni sé stærsta tækifæri sem ný hljómsveit getur fengið.

  Aðstandendur Iceland Airwaves eru þekktir fyrir að hafa gott eyra fyrir tónlistarmönnum sem eiga eftir að slá í gegn á alþjóðamarkaði.  Það vissi því á gott fyrir Boys in a Band þegar þeim var boðið að spila á Iceland Airwaves í haust.  Flestallir tónlistargagnrýnendur fjölmiðlanna sem sáu og heyrðu í hljómsveitinni á Gauki á Stöng voru sammála um að þessi fönkaða og glaðværa popprokksveit hefði verið besta atriðið á Iceland Airwaves í ár.

 

 


mbl.is Boys in a Band sigraði í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Þeir spiluðu reyndar á Lídó.. En það er rétt að þeir sló algjörlega í gegn á Airwaves. Eitt af bestu atriðum hátíðarinnar 2007. Voru svipaðir tónlistarlega og Jakobínarína með sjarma Mugison. Frábært band..

Ingi Björn Sigurðsson, 7.12.2007 kl. 13:23

2 identicon

Ég sá þá á Hróarskeldu í sumar. eina það sem ég vissi var að þeir væru færeyskir(ég er áhugamaður um Færeyjar rétt eins og Jensinn og ef e-ð er færeyskt þá tékkar kjeddlinn á því) og þeir höfðu held ég verið valdi band ársins eða e-ð þannig hjá þeim.  Ég fór og bjóst við e-ju meðalmennskurokkbandi eftir lýsingunum, en viti menn þeir voru alveg í þvílíku stuði á sviðinu, skrýtið klæddir og út um allt svið, segjandi brandara milli laga. Frábært tónleikaband!

ari (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 00:27

3 identicon

Reyndar...  til að bæta einu við,  ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá fór nafnið svo í mig (hrikalega asnalegt nafn haha) að ég íhugaði að fara ekki.

ari (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 00:31

4 Smámynd: Jens Guð

  Ingi, takk fyrir að leiðrétta hljómleikastaðinn.

  Ari,  ég sammála þér með að nafnið er óheppilegt.  Ég hélt fyrst að þetta væri boyband og hafði engan áhuga á að heyra í drengjunum.  Svo frétti ég að þetta væri góð "Franz Ferdinand fönkrokksveit".  Raunin er sú að Boys in a Band er flottari,  hressari og fyndnari.  Nafnið er hluti af sprellinu.  Þess vegna er það viljandi haft asnalegt.

Jens Guð, 8.12.2007 kl. 17:03

5 identicon

 Já ætli það ekki bara :)

Hér má sjá sigurstundina á myndbroti:

http://astream.com/links/gbob/gbob2007winner.asx

ari (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 15:12

6 identicon

Annars, allir að hlusta:

http://www.myspace.com/boysinaband

reyndar eru þeir mun hressari læf en í stúdíói

ari (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.