12.12.2007 | 01:37
Fyrsta jólakortið í ár frá Birgittu Haukdal
Það var mér fjarlægt að fyrsta jólakortið mitt í ár væri frá Birgittu Haukdal. Við þekkjumst ekki. Þar fyrir utan verð ég seint talinn í hóp aðdáenda húsvísku prinsessunnar. En í dag fékk ég jólakveðju frá Birgittu. Þar segir: "Elsku Jens Guð (teikning af hjarta). Ég óska þér gleðilegra jóla og vona að þú hafir það yndislegt. Þín Birgitta H. P.s. Töfrakremið heitir Beautiful 4 ever (brosmerki)."
Forsagan er sú að ég setti inn færslu http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/380647/ um misheppnaða sjálfbrúnku Birgittu í Laugardagslögum. Nú sit ég uppi með það vandamál að elskuleg viðbrögð Birgittu hafa slegið mig út af laginu. Ég get ómögulega fengið af mér að skrifa neitt neikvætt um manneskju sem bregst svona rosalega jákvæð við vangaveltum um gulan tón á sjálfbrúnku. Það eru öll vopn slegin úr mínum höndum.
Flokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:55 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 16
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 1038
- Frá upphafi: 4111599
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 873
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þetta kalla ég að rúlla eins og fagmaður!
Róbert Þórhallsson, 12.12.2007 kl. 02:02
Hahaha frábært!
Haukur Viðar, 12.12.2007 kl. 03:03
Birgitta... you go girl!!!
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 12.12.2007 kl. 03:09
Hún slátraði mér, blessuð stelpan. Ég játa mig sigraðan.
Jens Guð, 12.12.2007 kl. 03:31
Þú sendir henni náttlega Banana Boat körfu í jólagjöf er það ekki? Málið með brúnkuna leyst og allt í ljúfri löð.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2007 kl. 04:49
Fjandi gott hjá stelpunni, og sýnir bara að þar fer einstaklingur sem lætur sig varða málin í kring um sig. FLott hjá henni einn - núll, Birgitta - Jens.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2007 kl. 08:59
Þú færð 8 fyrir málalok en að sjálfsögðu fær Birgitta 12 stig fyrir jólakveðjuna.Jóla kveðja til ykkar beggja.
Þ Þorsteinsson, 12.12.2007 kl. 09:12
gott á þig durturinn þinn
Óskar Þorkelsson, 12.12.2007 kl. 10:40
Hahaha algjör snilld hjá henni!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 13:26
Fallegt af henni. Það er ekki hægt að vera illa við þessa stelpu hún er svo indæl.
Ég vil að Jens játi sig samt ekki sigraðan, hún tapar samt, gervibrúnka er sýndar- & yfirborðsmennska.
Jens fáðu þér Rís, þú átt það alltaf skilið, sérstaklega inní Smáralindinni þar sem er gott að hlýja sér á jólunum.
ari (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 13:44
Hún ´hefði nú líka átt að senda þér plötuna, bara svona sem þakklætisvott! (eða öfugt, hvaða augum menn líta innihald hennar haha) Annars finnst mér þetta nú bara hafa reynst auglýsing fyrir stelpuna, auk þess sem ekki eitt einasta orð í brúnkufærslunni var í raun neikvætt í garð persónu Birgittu!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.12.2007 kl. 14:20
Ari, hvað er Rís?
Maggi, ég held að Birgitta hafi spilað dæmið rétt með því að senda mér ekki plötuna. Miðað við minn öfgafulla þungarokksmúsíksmekk hefði það hugsanlega haft vond áhrif á gang mála. Hún er klár þessi stelpa.
Jens Guð, 12.12.2007 kl. 14:52
Þú varst "submittaður" með stæl af stelpunni... svo við slettum á bardagaíþróttamáli Eða var þetta kannski bara "knock out"
Halli Nelson, 12.12.2007 kl. 15:24
Þetta var "knock out" í fyrstu lotu.
Jens Guð, 12.12.2007 kl. 15:51
Jens: Lestu aðra málsgrein ;)
http://www.visindavefur.hi.is/svar.php?id=6350
ari (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 16:28
Birgitta og Lay Low eru miklar dúllur og spurning hvort Birgitta slær ekki bara í gegn í Kína með sitt gula andlit. Kínverski markaðurinn er líka stærri en sá íslenski, þótt þar muni nú ekki miklu.
Steini Briem (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 17:09
Ég er mikill aðdáandi Birgittu og var mjög hneykslaður á færslu þinni sem mér fannst....skiptir ekki máli úr þessu. Þessi viðbrögð hennar sýna bara hversu góður karakter hún Birgitta er sem skilar sér í músíkinni en ég finn fyrir einhverjum "göldrum" þegar ég hlusta á hana.
Benedikt Halldórsson, 12.12.2007 kl. 18:24
Katrín Ósk Adamsdóttir, 12.12.2007 kl. 23:58
Ari, takk fyrir ábendinguna um þennan áhugaverða pistil á vísindavefnum. Ég lærði markaðsfræði á sínum tíma og vann við markaðssetningu í mörg ár. Ég þekki því þetta dæmi dável. Og hef gaman af að lesa um fagið.
Steini, Asíumarkaðurinn er sá stærsti í heimi. Þar er sóknarfæri og gulur húðlitur hjálpar.
Benedikt, færslunni um sjálfbrúnkukrem Birgittu var ekki beint gegn henni heldur kreminu. En ég deili með þér skoðun á því að viðbrögð hennar eru aðdáunarverð og gefa til kynna að hún sé góður karakter. Eftir að hafa fjallað um músík og músíkkanta - oft á óvæginn hátt - í áratugi man ég ekki eftir að önnur poppstjarna hafi tæklað mig jafn flott.
Í gærmorgun fékk ég upphringingu frá Fréttablaðinu vegna þessa máls. Ætli verði ekki fréttamoli um það í Fréttablaðinu í fyrramálið eða næsta dag.
Jens Guð, 13.12.2007 kl. 00:30
Haha, ætli það séu nú nokkuð dularfullir galdrar sem herja á Benna við að hlusta og/eða horfa á beibíið birgittu!? Seisei, ætli það séu ekki bara gömlu góðu hormónarnir!
Magnús Geir Guðmundsson, 13.12.2007 kl. 01:14
Maggi, ég ætla að gæta mín á að skrifa ekkert neikvætt um Birgittu. Hún er búin að slá öll þau vopn úr höndum mínum. Ég deili þó ekki með Benna upplifun af galdri við að heyra músík hennar. En næst þegar ég heyri hana syngja þá fer ég í jákvæðan gír. Þó að það sé átak og afsláttur frá þungarokkinu.
Jens Guð, 13.12.2007 kl. 01:32
Magnús, ég get nú alveg viðurkennt að einhver boðefni fara af stað þegar ég heyri og horfi í Birgittu! Ég er nú einu sinnu mannlegur en mér þykir mikið til hennar koma þótt ég hafi augun lokuð!
Hins vegar veit ég ekki hvað boðefnin heita. Það er svo sem verðugt rannsóknarefni fyrir læknavísindin. En ég hef ég lika fundið fyrir boðefnagöldrum þegar ég hlusta á Sigurrós og einstaka sinnum á Bubba!
Benedikt Halldórsson, 13.12.2007 kl. 01:37
Benedikt, þessi boðefni heita serotín. Þau valda ánægjutilfinningu og erta þann hluta heilans sem býr til vellíðan. Ég deili með þér boðefnagöldrum við hlustun á Sigur Rós. Það er eins og maður falli í trans eða upphafist og fari á æðra plan. Ég á margar uppáhaldsperlur með Bubba. En þær virka ekki eins og sú sæla sem hríslast um mann við að fara á flug með Sigur Rós.
Jens Guð, 13.12.2007 kl. 01:52
Smart hjá Birgittu
Kolgrima, 13.12.2007 kl. 11:41
Þú sagðir hana raula.....það er ekki gott
Einar Bragi Bragason., 13.12.2007 kl. 17:31
Einar, það er ekkert neikvætt við það að raula lög. Í enskumælandi löndum eru margir af hæst skrifuðu söngvurunum kallaðir "crooner" til aðgreiningar frá þeim sem beita öskursöngstíl eða þenja sig í óperusöng. Frank Sinatra, Bing Crospy og aðrir slíkir eru jafnan skilgreindir "krúnerar" og það fylgir því frekar jákvæð ímynd en hitt.
Lagið sem Birgitta söng fór mikið til framhjá mér. Ég tel mig þó ekki hafa heyra hana þenja sig upp í öskursöng eða óperustíl.
Jens Guð, 14.12.2007 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.