Gaman að rifja upp

  Fyrir aldarfjórðungi eða svo var sett á laggir útvarpsstöð sem hét Útvarp Rót.  Þetta var galopin útvarpsstöð.  Dagskrárgerð var í höndum allt frá mormóna til Öryrkjabandalagsins,  stjórnmálaflokka til þungarokkara.  Soffía Sigurðardóttir var potturinn og pannan í Útvarpi Rót.  Soffía var aðaleigandi,  útvarpsstjóri og svo framvegis.

  Núna er Soffía byrjuð að blogga,  www.fia.blog.is.  Á blogginu hennar rakst ég á eftirfarandi færslu: 

10.12.2007 | 14:10

Kókakóladreifarinn

Fann blogg á eyjan.is með þessarri frábæru mynd!

Minnir mig á Útvarp Rót, þegar Jens Guð skammaði Kókakólakompaní fyrir að ritskoða alla pólitík út úr útsendingu sinni á "Hjálpum þeim" tónleikum sem sendir voru út bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Styrktaraðili þar westra var nefnilega fyrrgreint kompaní. Í þá daga glumdi slagorðið Coca Cola is it! og Jens sagði að nær væri að segja Kókakóla is shit!

Vífilfell brást hart við og heimtaði útskrift af ummælunum. Jens færðist allur í aukana og í næsta þætti fékk hann hlustendur til að hringja inn og segja hvort þeim heyrðist slagorðið enda á it eða shit.

Yngri strákurinn minn var ofvirkur gutti á þeim árum og söng í strætó "Kókakóla is shjitt, kókakóla is shjitt". Einhver farþegi brosti til litla ólátabelgsins, sem tók auðvitað eftir athyglinni og bætti við með stríðnisglotti, "kókakóla er kúkur"!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég á góðar minningar frá Rótinni. Var með nokkra þungarokksþætti þar og fannst andrúmsloftið á stöðinni mjög gott.

Kristján Kristjánsson, 14.12.2007 kl. 18:15

2 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

 

Ég les oft þitt blogg og mun sakna þín!

Ég kveð nú bloggheim í bili og sný aftur til Afríku.

Þar sem ég bý er útilokað að blogga en ég les bloggið þegar ég get.

Jólagjöfin frá mér til þín er HÉR. 

(http://vilhelmina.blog.is/blog/vilhelmina/entry/391293/)

Gleðileg Jól!

Vilhelmina af Ugglas, 14.12.2007 kl. 18:33

3 Smámynd: Jens Guð

  Kiddi,  ég tel mig muna eftir eða að minnsta kosti ráma í þættina þína á Rótinni.

  Vilhelmina,  þetta er ansi mögnuð saga/sögur.  Ég las frá upphafi til enda og hafði góða skemmtun af. 

Jens Guð, 14.12.2007 kl. 19:47

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Man eftir stöðinni, en minnist þess á hinn bóginn ekki eftir að hún hafi heyrst í mínum bæ!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.12.2007 kl. 21:50

5 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  ég held að hlustunarsvæði ÚR hafi ekki náð langt út fyrir höfðuborgarsvæðið.  En þetta var virkilega skemmtileg stöð.  Ég fékk titilinn tónlistarstjóri stöðvarinnar.  Sá titill náði þó ekkert út fyrir það að ég reyndi að koma upp þokkalegu plötusafni og setti saman lagasyrpur sem hægt var að spila þegar ekki var önnur dagskrá í gangi.  Jafnframt var ég með vikulegan músíkþátt.  Að mig minnir 3ja eða 4ra klukkutíma langan.

  Að öðru leyti lagði ég mig fram um það að skipta mér ekki af músíkvali dagskrárgerðarfólks.  Þarna voru blúsþættir,  þungarokksþættir og hvað sem var.  Og algjört umburðarlyndi gagnvart skallapoppi af öllu tagi.  Hlustun mældist all þokkaleg (kannski um 4 - 6% þegar best lét) og hlustendur voru mjög virkir.  Bæði í beiðni um óskalög og spjalli.  Ég man til að mynda eftir því að Birgir Baldursson,  þá trommari S-h draums,  hringdi stundum í þáttinn minn til að fá nánari upplýsingar um það sem ég var að spila.

  Við sem þá stóðum að Gramminu urðum sömuleiðis vör við aukinn áhuga á tilteknum plötum/hljómsvietum sem við spiluðum á Rótinni. 

Jens Guð, 14.12.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband