20.12.2007 | 23:48
Bloggið mitt hleypir sölukipp í sólóplötu Birgittu Haukdal
Fyrir hálfum mánuði eða svo bloggaði ég í léttum dúr litla færslu um Birgittu Haukdal í sjónvarpsþættinum Laugardagslögin. Ég sá að hún hafði borið á sig sjálfbrúnkukrem. Mér virtist það framkalla aðeins of gulleitan brúnkulit. Þetta var ekki illa meint en vissulega smá grín á kostnað poppstjörnunnar.
Ofur vinsamleg viðbrögð Birgittu slógu mig út af laginu. Hún snéri gríninu upp á mig með því að skrifa mér jólakort. Þar óskaði hún mér gleðilegra jóla með von um að ég hafi það yndislegt. Jafnframt upplýsti hún mig um nafn sjálfbrúnkremsins.
Með þessu voru öll vopn úr höndum mínum slegin. Ég lýsti því yfir að eftir svona elskulegheit væri mér ómögulegt að skrifa styggðaryrði um Birgittu. Hún væri búin að girða rækilega fyrir allt slíkt í framtíðinni.
Hróður Birgittu í þessu máli spurðist útfyrir bloggheima. 24 stundir, mbl.is og fleiri fjölmiðlar báru hann út. Þetta var mest lesna fréttin á mbl.is fyrir viku.
Starfsmaður hjá Skífunni tjáði mér að sólóplata Birgittu, Ein, hafi tekið vænan sölukipp við umtalið. Jafnframt hafi margir kaupendur plötunnar látið hrósyrði falla um það hvað Birgitta tæklaði mig snilldarlega.
Nú hafa sölutölur staðfest þennan sölukipp. Það eru 6 vikur síðan platan kom út. Salan á henni var það róleg að hún náði ekki inn á opinberan lista yfir 20 söluhæstu plöturnar í viku hverri. Á listanum sem var gerður opinber í dag er platan hinsvegar skyndilega komin í 17. sæti (var í 23. sæti fyrir viku).
Að komast inn á Topp 20 þýðir að platan fær betra og meira áberandi hillupláss og uppstillingu í plötubúðum. Plötuverslanir gæta jafnframt betur upp á að eiga nóg af plötunni á lager núna á þessum mestu plötusöludögum ársins. Platan mun því seljast enn betur og klifra enn hærra á listann.
Það er kannski ekki alveg rétt sem ég segi í fyrirsögninni; að bloggið mitt valdi þessum sölukipp. Það er öllu fremur afgreiðsla Birgittu á bloggfærslu minni sem framkallar þetta jákvæð viðbrögð plötukaupenda.
Flokkur: Tónlist | Breytt 21.12.2007 kl. 00:09 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
Nýjustu athugasemdir
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Sigurður I B, segðu! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Stefán, hún var einbúi og dugleg að hringja í útvarpsþætti. Á... jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Hún hefi nú alveg getað bætt fasteignagjöldunum við!!! sigurdurig 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Kerla hefur legið í símanum á milli þess sem hún hlúði að kindu... Stefán 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Jóhann, Anna frænka var snillingur! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Þetta kallar maður að bjarga sér og að vera snöggur að hugsa og... johanneliasson 16.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jóhann (#9), kærar þakkir fyrir þessa greiningu og umsögn. jensgud 12.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ég er alltaf jafn hrifinn af því hvað þú svarar öllum athugasem... johanneliasson 11.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jósef, vinsældalistar og listar yfir bestu plötur eru ágætir s... jensgud 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Það er töluverður munur á vinsælarlistum og listum yfir bestu p... jósef Ásmundsson 10.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 19
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 1191
- Frá upphafi: 4136286
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 993
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Það er nú gott að þetta andlega samband ykkar skuli hafa svona jákvæð áhrif í efnisheiminum, Jensinn minn. Þetta er eitthvað annað en sparigatsumræðan hjá Jóni Val, svona rétt fyrir jólin.
Steini Briem (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 00:22
Samúð er blessunarlega frí.
Hérna Jensi minn...
Sjá ég færi þér fullt af samúð .....
Steingrímur Helgason, 21.12.2007 kl. 00:34
Það er ekki nema von að þetta gangi brösulega hjá henni.. búinn að naugða top lagi frá einum af my favorate bands Scorpions! lag sem var samið um breitingu í vindátt kaldastríðsinns, þegar að berlínarmúrinn féll og nú er hún búin að breyta því í eitthvað tyggjópopp! að fara svona með þessa perlu er ekki vænlegt til árangurs, það veit hver hlvita maður!
Stenn Backman, 21.12.2007 kl. 00:52
Þetta er af því að það eru allir að kaupa gjafir mest síðustu 10 dagana f. jól. Ekki út af blogginu þínu ;)
Ari (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 01:42
Steini, ég missti af þessari endaþarmsfærslu Jóns Vals. Ég er ekki alveg jafn upptekinn af vangaveltum um homma og hann.
Steingrímur, takk fyrir samúðina.
Stenn, ég hef ekki heyrt flutning hennar á Wind of Change. Ég held að það hafi verið í plötuumsögn Andra Freys í DV sem kom fram að Birgitta sleppti blístrinu. Ef við tökum jákvæða pólinn í hæðina þá má ætla að einhverjir af ungum aðdáendum Birgittu kynnist fyrst laginu í hennar flutningi og það leiði til áhuga á að heyra frumflutninginn. Sjálfur hef ég oft uppgötvað hljómsveitir með því að heyra fyrst lag eftir þær í flutningi annarra. Ef ég kann vel við lagið langar mig jafnan að heyra "orginalinn".
Ari, allar plötur á metsölulistanum eiga það sameiginlegt að sala á þeim eykst eftir því sem nær dregur jólum. Ég er bara að benda á hlutfallslegri söluaukningu á plötu Birgittu í samanburði við sölu annarra platna. Sá samanburður kemur glöggt í ljós við það að platan hækkar um 6 sæti á listanum yfir söluhæstu plötur síðustu daga.
Það þarf hlutfallslega góðan sölukipp - einmitt þegar svona skammt er til jóla - fyrir plötu sem verið hefur utan Topp 20 vikum saman til að taka stökk upp um 6 sæti og sveifla sér inn á Topp 20.
Ég var á kafi í plötubransanum til fjölda ára. Bæði seldi plötur, gaf út og sá um markaðssetningu á þeim. Ég þekki þennan bransa eins og lófann á mér.
Jens Guð, 21.12.2007 kl. 02:46
Jamm, hann vill greinilega frekar hafa þá á heilanum en í sparigatinu.
Steini Briem (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 03:04
vá hvað menn eru sjálfhverfir ef þeir halda það að það sé eina ástæðan fyrir því að fólk sé að kaupa plötuna í auknum mæli. Það er ekki ástæðan.
Frelsisson (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 14:39
Jens þú ert svo fyndinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.12.2007 kl. 14:44
Mér finnst þetta snilld!
Gleðileg jól!!
Fiddi Fönk, 21.12.2007 kl. 18:37
Steini, ræður hann nokkru um það sjálfur?
Ólafur, samkvæmt sölumanni hjá Skífunni þá er augljóst samhengi þarna á milli. Það kemur fram í ummælum margra sem eru að kaupa plötuna.
Þrymur, nei, þetta var ekki samráð. Samkeppnisstofnun gæti vottað það ef hún kannar málið.
Fiddi, þetta er snilld. Og eigðu líka gleðileg jól.
Fullur, ég er viss um að Birgitta væri aðspurð fyrst allra til að viðurkenna að dúkku-dæmið var mistök. En hún hefur áreiðanlega hæfileika til að læra af þessum mistökum. Sá er kosturinn við mistök.
Jens Guð, 21.12.2007 kl. 20:19
Eins og ég er orðinn rosalega jákvæður gagnvart Birgittu þá er sú músík sem hún syngur ekki mín bjórdós. Ef hún væri að rymja í öskursöngstíl dauðapönk eða svartmálm þá yrði ég áhugasamur um að tékka á plötunni. Ég heyrði í Laugardagslögum þegar hún spreytti sig á Dr. Spock-lagi að hún getur alveg gargað ljómandi flott.
Ég á 20.000 plötur. Ég held að engin þeirra innihaldi léttpopp í námunda við það sem Birgitta syngur. Jú, kannski eitthvað á færeysku safnplötunum. Ef þið smellið á Gyllinæð í tónspilaranum mínum þá stendur það nær mínum músíksmekk. Ásamt því sem ég setti plötu I Adapt, Chainlike Burden, í 1. sæti yfir bestu íslenskar plötur ársins 2007 (sjá bls. 52 í Fréttablaðinu í dag.
Jens Guð, 21.12.2007 kl. 21:08
Já, og ég gleymdi að endurgjalda jólakveðjuna. Geri það hér með.
Jens Guð, 21.12.2007 kl. 21:09
Birgitta sýndi snilldar takta og gaman að sjá hve ánægður Jens var með hvernig hún snéri á hann enda allt í góðu og gaman að fá að fylgjast með því. Mitt álit á henni hækkaði mjög mikið þegar ég las um allt þetta. Ég veit samt ekki hvort ég þori að hlusta á hennar flutning á "Winds of change", lag sem ég held mikið upp á. Það gæti gert út af við mitt álit á henni sem tónlistarmanna...en hver veit. Kannski kemur hún mér á óvart...
Mofi, 23.12.2007 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.