6.1.2008 | 01:30
Bob Dylan
Í aldamótauppgjöri helstu fjölmiðla heims var John Lennon útnefndur tónlistarmaður síðustu aldar. Munaði þar mestu um framlag hans með hljómsveitinni Bítlunum (hvernig stóð annars á því að The Beatles voru strax kallaðir Bítlarnir í íslenskum fjölmiðlum?). Margir fjölmiðlanna létu þess getið að val þeirra á tónlistarmanni síðustu aldar hafi staðið naumt á milli Lennons og Bobs Dylans. Ekki að ástæðulausu.
Ég var alveg sáttur við niðurstöðuna. Og einnig að Bob Dylan hafi vegið salt á móti Lennoni.
Ég geri mér ekki grein fyrir því hvenær ég fyrst heyrði í Dylani né hvenær ég varð aðdáandi hans. Hef þó grun um að það hafi verið ´65. Þá var ég 9 ára. En allavega þá man ég bara eftir því að hafa þótt músík hans flott.
Svo ég fari aðeins út í sagnfræðina þá var Dylan það sem hann sjálfur hefur kallað "Woody Guthrie jukebox". Í upphafi gerði alfarið út á flutning á söngvum Woodys Guthries, föður bandarískrar þjóðlagatónlistar.
Eitt sinn sat Dylan að sumbli með þjóðlagasöngvaranum Richard Farina, mági skærustu þjóðlagasöngkonu Bandaríkjanna á þeim tíma, Joan Baez. Dylan sagði Richard að hann vildi verða frægur og spurði ráða. Richard sagði í gríni: "Þú þarft bara að sænga hjá Joan og þá opnar hún fyrir þér dyrnar að heimsfægð."
Viku síðar hitti Richard mágkonu sína. Þá kynnti hún hann fyrir nýjum kærsta sínum, Bob Dylan.
Joan Baez var mjög fræg söngkona á þessum tíma, í upphafi sjöunda áratugarins. Hún notaði frægð sína til að kynna Dylan. Kallaði hann alltaf upp á svið á sínum hljómleikum og spilaði lög hans. Þar með varð Dylan heimsfrægur.
Fyrsta plata Dylans kom út 1962, samnefnd honum. Enn í dag hefur sú plata ekki selst í nema 70.000 eintökum. Þar er óður hans til Woodys Guthries, Song to Woody, sem Dylan endurútgaf fyrir nokkrum árum á smáskífu í hljómleikaútgáfu. Á sömu plötu syngur Dylan House of the Rising Sun. Útbreiddur misskilningur er að The Animals hafi pikkað það lag upp af plötu Dylans. Liðsmenn The Animals byrjuðu ekki að hlusta á Dylan fyrr en seinna. Þeir pikkuðu lagið upp af plötu svarts blúsista, Josh White (þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni The Almanac Singers með Woody Guthrie, Leadbelly og Pete Seeger).
Dylan kom ekki bratt inn á markaðinn með sínum plötum. Enda ekki "markaðsvænn". Nefmæltur söngstíll, falskur munnhörpublástur, grófgert gítar "strömm" og þessháttar.
Hinsvegar urðu margir til að "covera" hans mögnuðu lög: Joan Baez, The Byrds, Cher, The Hollies, Manfred Mann, Peter, Paul & Mary, Joe Cocker, Judy Collins, Turtles og ótal fleiri. Þetta lið raðaði sér á vinsældalista með lög Dylans. Ég heillaðist af mörgum þessara laga án þess að vita á þeim tíma að þau væru eftir Dylan.
Ég hef grun um að fyrsta Dylan-lagið sem ég virkilega féll fyrir með honum hafi verið Like a Rolling Stone. Það kom út 1965 á plötunni Highway 61 Revisted. Þetta magnaða lag er enn í dag "klassík". Það var alveg nýr og ferskur hljóðheimur. Á þessum tímapunkti hafði Dylan gjörsamlega slátrað ferli sínum innan órafmögnuðu þjóðlagasenunnar með því að rafvæða og rokka músík sína. Hann var púaður niður á stórri árlegri þjóðlagahátíð. Engu að síður fjölgaði þeim verulega sem gerðu það gott út á að "covera" lög hans.
Dylan hélt áfram að koma á óvart. 1966 sendi hann frá sér fyrstu tvöföldu plötu rokksögunnar, Blonde on Blonde.
1968 hefur verið kallað árið sem hipparokkið stimplaði sig inn (en gerði það í raun 1967). Þá brá svo við að Dylan skellti sér í gamaldags kántrý-gír sem hipparnir höfðu óbeit á. Dylan hafði ekki áhuga á hippa-dæminu. Hann safnaði ekki mjög síðu hári né skeggi (fyrr en ´76 þegar pönkið var gengið í garð) og frábað sér að vera skilgreindur sem hippi. Á fyrri plötum hafði hann verið pólitískur vinstri sinni í textum en í andúð á hugmyndafræði hippa sniðgekk hann algjörlega þeirra baráttumál. Eitt af einkennum hippa-menningarinnar var barátta gegn hernaði Bandaríkjanna í Víetnam. Þegar fjölmiðlar reyndu að pumpa hann um það af hverju hann notaði ekki músík sína og frægð til að mótmæla Víetnam-stríðinu svaraði hann: "Hvað veistu nema ég sé fylgjandi Vietnam-stríðinu?"
Dylan sniðgekk hippahátíðir á borð við Woodstock
Dylan, sem mikill ljóðaunnandi, fór á fyrri hluta áttunda áratugsins að spila á píanó undir ljóðalestri Patti Smith, sem síðar varð tákngerfingur bandarísku pönksenunnar. Ég sótti hljómleika hjá Patti Smith á Nasa fyrir tveimur árum. Þá "coveraði" hún ljómandi flott lag Dylans, Like a Rolling Stone. Sem nokkrum árum áður trónaði ofarlega á vinsældalistum í flutningi The Rolling Stones.
Sennilega var það 1979 sem Patti Smith datt ofan í hljómsveitargryfju, hálsbrotnaði og lamaðist. Dylan heimsótti hana samviskusamlega á sjúkrahúsið og hét því að gerast kristinn ef hún myndi ná sér. Fram að þeim tíma var Dylan gyðingtrúar og hafði gengið til liðs við hægri-öfga samtök Gyðinga.
Patti náði heilsu og Dylan gerðist heittrúar kristinn. Hann gerði 3 gospel plötur í kjölfarið og gekk eiginlega fram af vinkonu sinni, Patti Smith, í Jesú-áhuganum.
Jesú-boðskapurinn hefur ekki verið eins áberandi á plötum Dylans síðan. Án þess að Dylan hafi skipt um skoðun. Fyrir nokkrum árum spurði blaðamaður tímaritsins Rolling Stone kappann að því hvar hann væri staddur í trúmálum. Dylan sagðist vera í "Churchs of the Evil Mind" og vísaði þar til vinsæls dægurlags með Boy George, þar sem deilt er á trúarbrögð.
Staða Bobs Dylans hefur aldrei verið sterkari en í dag. Kvikmynd um hann trónir á toppi yfir bestu kvikmyndir síðasta árs. Ævisaga hans hefur selst í bílförmum og fengið bestu dóma. Útvarpsþáttur hans nýtur þvílíkra vinsælda að bandarísk og bresk poppblöð keppast við að gefa út diska með lögum úr þættinum. Nýrokkarar á borð við Nick Cave dæla á markað "coverum" af lögum hans. Síðasta plata Dylans var víðast valin besta plata ársins 2006. Þar flytur hann gamaldags rythma-blús.
Varðandi frábæra texta Dylans, þá bestu í rokksögunni, er vægi þeirra ofmetið. Ég kunni ekki ensku þegar ég sem barn heillaðist af Dylan. Vinsældir laga hans eru ekki minni í löndum þar sem fólk talar ekki ensku.
Bara núna þegar ég er að pikka þetta inn er Snorri Sturluson að spila á rás 2 "cover" Jimi Hendrix á frábæru lagi Dylans, All Along the Whatctower.Að margra mati besta "cover" rokksögunnar.
Dylan hefur haft djúsptæð áhrif á íslenska músík. Alveg frá fyrstu plötu Bubba, Ísbjarnarblús, hefur Dylan bergmálað. Eitt lag á þeirri plötu heitirMr. Dylan. Áhrif Dylans eru líka auðheyranleg á plötum Megasar. Rúni Júl og fleiri hafa sömuleiðis nefnt Dylan sem stóra áhrifavaldinn í sinni tónlist. Fjölmörg lög Dylans hafa verið "coveruð" af Íslendingum. Í fljótu bragði man ég eftir Páli Rósinkranz, Savanna tríói, sönghópnum Lítið eitt, Geimsteini, Kristínu Ólafsdóttur, Grýlunum... Á hljómleikadagskrá Utangarðsmanna var I Shall Be Releasedeftir Dylan, en breska pönksveitin Tom Robinson Band stimplaði það lag inn í bresku pönksenuna.
Á síðasta ári eignaðist ég tvær Dylan "tribute" plötur þar sem ýmsir nýliðar í rokkinu "covera" lög hans. Vegna þess að ég stóð í flutningum fyrir nokkrum vikum eru þær plötur læstar ofan í einum af mörgum kössum fullum af plötum. Það tæki mig langan tíma að finna þær. En vissulega væri gaman að telja hér upp þá flytjendur sem eru þekkt nöfn.
Athugasemdir
Djöfulsins skepna getur þú verið Jens.
Hér er ég nýbúinn að rita athugasemd um þína fyrrum færslu til að rífast við þig um okkar mismunandi tónlistarsmekk, & svo skrifar þú þessa ...
Ég á aldrei eftir að fyrirgefa þér hvað ég er hrifinn & sammála þessari færslu.
ALDREI!
Steingrímur Helgason, 6.1.2008 kl. 01:35
Þið eruð yndislegir...
Bubbi J. (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 01:44
Hér má sjá Dylan með ljótan hatt (sem mér sýnist hann hafa rænt af gamalli konu) á lokatónleikum The Band
Haukur Viðar, 6.1.2008 kl. 01:59
Það er svo ljúft að finna hvernig þú skiptir þér í annan gír Jens og í hausnum ómar óhemju mikil og dásamleg reynsla, það er litríkt og gott að hafa verið til með Dylon. Þú ert nú meiri kallinn, takk fyrir mig...TAKK!
Eva Benjamínsdóttir, 6.1.2008 kl. 02:13
Steingrímur, ég er margklofinn persónuleiki. Það hefur eitthvað að gera með að vera fæddur 1956. Ég ólst upp við Bítla, Stóns, Dylan og síðan hipparokk. Ég var rétt um tvítugt þegar pönkið gekk í garð.
Haukur, þessi mynd er frá Rolling Thunder hljómleikaferðinni og þetta er ekki kandískur hattur frá The Band.
Eva, ég hef verið aðdáandi Dylans í röska fjóra áratugi. Kollhnísar hans hafa ekki truflað mig. Hann er sérlega góður lagahöfundur og er enn að sækja í sig veðrið.
Jens Guð, 6.1.2008 kl. 02:45
Ef ég ætti að tilnefna tilgerðarlegasta fyrirbæri síðustu aldar þá væri Lennon án efa efstur á blaði. Hverju áorkaði Lennon öðru en að blása sjálfan sig upp í fjölmiðlum, auglýsa sjálfan sig í fjölmiðlum og verða ógleymanlegur fyrir það eitt að hafa verið myrtur? Nákvæmlenga engu. Skítsæmilegur lagahöfundur og flytjandi, en nákvæmlega ekkert umfram það. Lennon var Lemmon, ekkert meira en það, sjálfumglaður siðapostuli sem þóttist þess umkominn að leggja öðrum línurnar en var sjálfur ekkert annað en hræsnari helvítis. Þetta er eini karaketerinn í bítlunum sem ég persónulega hef fullkomna óbeit á, maðurinn er "plast", tilgerðarlegur og komersial. Þegar upp er staðið er maðurinn fulltrúi fyrir allt sem hann barðist gegn, sem er afskaplega viðeygandi fyrir hann.
bjarni (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 03:01
Hmmm er myndin (The Last Waltz) ekki öll tekin á sömu tónleikunum?
Einhverjum farvel-tónleikum í Friskó...?
Haukur Viðar, 6.1.2008 kl. 03:05
All Along The Watchtower er sennilega bezta cover-lag allra tíma. Gaman væri ef þú, Jens, settir upp könnum á beztu cover-lögum rokk-sögunnar.
Dettur fáein í hug svona í fljótheitum. Væri gaman að sjá hvað fólki finnst.
All Along The Watchtwer - Jimi Hendrix
Ian Brown - Billie Jean
Nirvana - Man Who Sold The World
Personal Jesus - Johnny Cash
Stereophonics - Nothing Compares To You - tvíkoverað gegnum Sinead O'Connor frá Prince
Joe Cocker - Little Help From My Friends
Heard It Through The Grapevine - Marvin Gaye
I Will Always Love You - Whtiney Houston
Jolene - The White Stripes
Me and Bobby McGee - Janis Joplin
Red Wine - UB40
My Way - Sid Vicious
Hit Me Baby One More Time - Travis
Love Hurts - Nazareth
Hellelujah - Jeff Buckley
Knockin' On Heavens Door - Guns 'n' Roses
Væri frábært ef þú skelltir inn könnun og fyndir fleiri góð cover-lög.
EK (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 04:34
skemmtilegur pistilll hjá þér Jens... Ég á það sameiginlegt að elska tónlist Dylans og ég tel hann einn mesta tónlistarmann sem fæðst hefur... Varðandi Lennon þá met ég hann mjög mikils og hef verið alltaf meiri lennon maður en mccartnay... en mér finnst stundum gert lítið ú þætti Mccartneys í Bítlunum. Ástæðan er dauði Lennons 1980... Sumar lausnirnar sem bítlarnir gerðu eru UNDRAVERÐAR t.d laga tengingum úr 6/8 í 4/4 og úr 3/4 töktum í 4/4 á svo áreynslulausan hátt að undrun sættir.
Lennon sagði sjálfur að Cartney væri miklu framúrstefnulegri í sínum lagasmíðum og eftir að hafa kynnt mér bítlanna til hlítar er ég algjörlega á þeirri skoðun að Mccartney er einhver mesti lagasmiður heimssögunar. Allar framúrstefnulegustu hugmyndir á st pappers voru frá mccartney komnar eins og fiðlutengingin í day in the live...á milli laga kaflanna... Lennnon var alltaf með óljósari hugmyndir og reyndi oftar en ekki á Gorge Martin í að framkvæma þá eins og að finna út úr hvernig hann getið látið tónlisti hjóma Sirkhústónlist... Og maccartney var raunverulegur hljómsveitarstjóri Bítlanna á þeirra stærstu plötum...
Brynjar Jóhannsson, 6.1.2008 kl. 08:28
Ég hef áður tjáð mig um það að mér finnist John Lennon stórlega ofmetinn listamaður og hálfgerð blaðra, og þá sérstaklega er sólóferillinn óttalegt rusl fyrir mína parta, en Bítlana fíla ég vel, (góð spurning hjá þér Jens, afhverju þeir voru strax kallaðir Bítlar.) Ég vil þó undanskilja snilld eins og t.d. "Working class hero" sem ávallt verður í hópi minna uppáhaldslaga, og fleira mætti eflaust til telja. Lengi vel fílaði ég nú lögin hans Dylan betur í flutningi annara listamanna t.d. var tíu mín. tónleika útgáfa albínóans og snillans Johnny Winters á "Highway 61 revisited" frá ´76 algert eyrnakonfekt fyrir mig, en sennilega var það meiri Winter en Dylan, sennilega er það þó likillinn að Dylan hjá mér. Smá saman hefur karlinn verið að sýjast ínn og þrátt fyrir að "jarma" eins og gömul geit er hann mjög heillandi tónlistarmaður og mörg snilldin frá honum komið og það sem er skemmtilegt, hann er enn að gera góða hluti, þó síðastu plötu hafi kanski verið hampað um of miðað við innihaldið, aðallega endurvinsla á gömlum blús, en þetta var smekklega gert hjá karlinum en kanski hæpið að þar hafi farið plata ársins 2006 eins og víða í ársuppgjörum. Það kemur mér mjög á óvart að fyrsta platan hans hafi einungis selst í 70.000 eintökum, það segir mér bara það að enn eiga fjölmargir Dylan aðdáendur eftir að fá sér gripinn, mér finnst nú algjört möst að menn eigi þessa plötu hún er stórskemmtileg þó hún teljist ekki til hans heltu afreka. Varðandi textagerðina þá er hann örugglega einn af höfuðskáldum rokksins en textarnir ofmetnir, því það er alveg hægt að njóta Dylans eins og þú segir án þess að einblína á textana, það sama má raunar segja með Megas, tónlist þessara þjáningarbræðra stendur alveg fyrir sínu og rúmlega það. Annars fékk ég mér heildarútgáfu texta Dylans sem nær til 2001 og það er fínt að glugga í hana á meðan "geitin jarmar"
Eitt besta Dylan coverið finnst mér vera útgáfa Presley af ástarsöngnum "Tomorrow is a long time" frá ´66 en útgáfa Presley af laginu er sennilega með þeim lengri sem hann gaf út, en það er vel á sjöttu mínútu. Lagið samdi Dylan sumarið ´63 með stúlkukindina Suzy Rotolo í huga. Lagið kom þó ekki út opinberlega með Dylan fyrr en 71 á Greatest hits vol.2. Presley hafði heyrt lagið á plötu með söngkonunni Odettu, "Odette sings Dylan"
Bubbi J. (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 10:56
Dylan samdi "Tomorrow is a long time" 62 en ekki 63.....
Bubbi J. (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 11:02
Dylan er tvímælalaust meistarinn. McCartney er fínn líka en afar takmarkaður textahöfundur. Og full væminn fyrir mína parta.
Lennon var ágætur í samstarfi/samkeppni við Paul en svo varð hann dóphaus. Og ekki bætti japanski dvergurinn ástandið. En Lennon dó á réttum tímapunkti og varð þannig goðsögn. Sú goðsögn á ekki mikið sameiginlegt með dópistanum og hræsnaranum John Lennon.
Ég held að ég ég myndi setja Lennon í annað sætið á listanum yfir glötuðustu goðsagnir 20 aldar. Strax á eftir dóphausnum og leirburðarmanninum Jim Morrison.
Dylan tórir hins vegar enn, sem betur fer, og er enn að gleðja okkur með afburðamúsík.
LM, 6.1.2008 kl. 12:30
Mér þykir líklegt að útvarpsmaðurinn og djassgeggjarinn Jón Múli Árnason hafi fyrstur manna tekið upp á að tala um "Bítlana" og "Rollingana", gamla brennivínsnefið eins og amma kallaði hann.
Einn er sá maður íslenskur sem heimsbyggðin hefur trúlegast heyrt mest í á plötu, meira en Björk, og það án þess að vita hver maðurinn væri eða skilaboð hans til heimsbyggðarinnar væru flutt á íslensku: "Loftskeyti fyrir Ísland!" í lagi Bítlanna "Yellow Submarine". Og gaman væri nú að vita hver þessi maður var og hvernig þetta atriði kom til.
Steini Briem (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 13:00
Takk fyrir fróðlegan pistil Jens! Getur verið að Óli Gaukur hafi komið með "Bítlana"?
LM er tíðrætt um dóphausa... skil ekki alveg hvað það kemur listsköpun þessara manna við, þeir eru hvorki betri né verri fyrir það. Mér skilst að Bubbi hafi verið á þönum fyrir Dylan um allan bæ, í leit að "grænmeti" fyrir goðið þegar hann hélt hér tónleika. Einhversstaðar las ég að textar Dylans væru mikið stolnir frá mörgum af höfðuskáldum enskrar tungu með örlitlum en nægilegum breytingum til þess að að gera þá að "sínum".
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 13:07
Eitt lag með Trúbrot heyrði ég um daginn var búinn að gleyma þvi. Gamalt bítla lag, ekta cover lag.
Er einhver sem gæti sett þetta í spilara hjá sér + link.
joi
jói (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 13:24
Ekki má heldur gleyma því að Dylan breytti tónlist Bítlanna með því að kynna þá fyrir grasi. Á Plaza hótelinu í New York í Febrúar 1964.
Hjalti Garðarsson, 6.1.2008 kl. 16:42
Vissi ekki þetta með House of the Rising Sun.
Þetta lag fjallar eins og allir vita um hóruhús í New Orleans og það er kona sem syngur um vist sína þar. Dylan syngur eins og vera ber: "It's been the ruin of a many poor girl/ and me, oh God, I'm one".
En The Animals (Eric Burdon?) fannst asnalegt að syngja fyrir munn stúlku og breyttu "poor girl" í "poor boy". En þar með fjallar lagið um hóruhús fyrir homma!
Skildu The Animals ekki um hvað textinn fjallaði? Hvernig er þetta hjá blúsaranum Josh White?
vv (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 16:48
Talandi um cover lög, þá er ein al skemmtilegasta cover sveit sem ég hef kynnst á leiðinni til landsins.
HAYSEED DIXIE ( ef maður segir það hatt þá kemur það út eins og AC/DC Þessir snillar taka þekkta rokkara í bluegrass útgáfum.
Ó já ég er sko búinn að versla miða. Nú vantar bara að fá The toy dolls og þá get ég dáið sæll.
Eftir að hafa fengið Ray Davies Dweezil Zappa og Ian Anderson á einu ári var ég mjög happí sko en ...................................... Grímur Atla er að bjarga Top ten skallanum hjá mér með stæl. Fyrst Jonathan Richman og nú Hayseed Dixie. Er ekki topptennið mitt spookie?
Love life
Leifur
Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 18:52
Bjarni, meðal afreka Lennons er að hafa stofnað hljómsveit í afskekktu ensku sjávarþorpi, Liverpool. Fram að þeim tíma miðaðist vestrænn dægurlagamarkaður við það sem var að gerast í Bandaríkjunum. Þar hafði rokkið tröllriðið heimsbyggðinni frá 1955 - ´58. Við höfðu tekið aðrar músíktískubylgjur, svo sem dú-vopp og tvist.
Lennon ákvað að endurreisa rokkið. Í dægurlagasögunni hafði það aldrei gerst að tískubylgja í músík ætti endurkomu. Enda höfðu fáir trú á að þetta væri raunhæfur möguleiki. Síst af öllu fyrir hljómsveit úr afskekktu ensku sjávarþorpi.
Lennon & Bítlunum var hafnað af helsta plötufyrirtæki Bretlands, Decca. Þar á bæ sáu menn ekki að þessi hljómsveit ætti möguleika. Fulltrúar annars plötufyrirtækis, EMI, heilluðust hinsvegar af munnhörpuleik Lennons og framkomu og ákváðu að gefa Bítlunum séns.
Þegar kom að undirbúningi á plötuupptökum létu fulltrúar EMI Lennon fá lög sem Bítlarnir áttu að hljóðrita. Lennon harðneitaði að spila þau lög því hann og Paul McCartney ætluðu að semja lög hljómsveitarinnar. Þetta var ný og óvænt staða. Hingað til var það eitt af hlutverkum plötufyrirtækja að mata flytjendur á lögum. Þau voru með lagahöfunda og útsetjara í vinnu. Flytjendur voru bara "session" menn.
Eftir snarpar deilur þar sem hvorugur aðila gaf sig náðist samkomulag um að Lennon & Bítlarnir myndu hljóðrita lögin sem EMI lagði til og einnig frumsömdu lögin. Síðan yrðu þessi lög og möguleikar þeirra bornir saman.
Lennon & Bítlarnir brugðu á leik. Þeir spiluðu lög EMI viljandi þannig að þau hljómuðu leiðinleg en vönduðu sig sem mest þeir máttu með eigin lög.
Fulltrúar EMI féllu fyrir þessu bragði og sættust á að frumsömdu lögin hljómuðu betur. Fyrsta smáskífa Bítlanna, Love Me Do, flaug í 17. sæti breska vinsældalistans haustið 1962. Það var glæsilegur árangur nýrrar óþekktrar hljómsveitar.
Næsta smáskífa, Please Please Me, náði 2. sæti. Eftir það urðu Lennon & Bítlarnir áskrifendur að toppsætinu, hvort sem um var að ræða smáskífur eða stórar plötur.
Ég held að fyrsta lagið sem ég heyrði með Bítlunum hafi verið She Loves You (kom út haustið 1963). Það hljómaði mjög ferskt og frísklegt, þó ég muni ekki skýrt eftir upplifun 9 ára barnsins. Ég man þó eftir að hafa verið búinn að lesa um Bítlana í dagblöðum áður en ég heyrði í hljómsveitinni.
En ég man glöggt eftir því þegar ég heyrði í fyrsta skipti lagið Twist & Shoutmeð Bítlunum (kom út vorið 1963). Jafn geðveikislegan og flottan söngstíl hafði ég aldrei heyrt. Lennon öskrar úr sér lungum og lifur. Mér var brugðið og þarna stimplaði Lennon mig inn sem Bítlaaðdáanda.
Frá upphafi var Lennon staðráðinn í að leggja undir sig bandaríska markaðinn. Það þótti óraunhæfur draumur. EMI þráaðist við að láta reyna á það. En umboðsmaður Bítlanna var áhugasamur. Hann sá hvernig Bítlarnir lögðu undir sig breska markaðinn og síðan hvert Evrópulandið á fætur öðru.
Vorið 1964 gerðu Bítlarnir innrás í Bandaríkin. Þeir rúlluðu Bandaríkjunum upp. Þetta ár seldu Bítlarnir 60% af öllum plötum sem seldust í Bandaríkjunum 1964. Á tímabili áttu Bítlarnir öll lögin í 6 efstu sætum bandaríska vinsældalistans. Það met verður aldrei endurtekið.
Þegar Lennon & Bítlarnir slógu í gegn í Evrópu framkölluðu þeir svokallað bítlaæði. Ein birtingarmynd þess var sú að upp spruttu ótal bítlahljómsveitir sem hermdu eftir Bítlunum, bæði í útliti og músík.
Bandaríski músíkiðnaðurinn var í afneitun í heilt ár. Neitaði að trúa því að bítlaæðið væri komið til að vera. Enda stangaðist það á við allt sem reynslan hafði kennt bandaríska músíkiðnaðinum. Bandarísk plötufyrirtæki gerðu enga tilraun til að gefa út bítlarokk heldur héldu áfram að einbeita sér að því að selja plötur með Louis Armstrong og Barböru Streisand.
En bandarísk ungmenni voru svo bítlaþyrst að Bítlarnir náðu ekki að svara eftirspurn. Fjöldi nýrra breskra bítlahljómsveita flæddi því yfir bandaríska markaðinn inn um þá flóðgátt sem Bítlarnir höfðu opnað. Eftir þetta hefur bandaríski markaðurinn verið opinn fyrir breskri (og annarri evrópskri) músík.
Eitt af mörgu sem hjálpaði Bítlunum var að blaðamannafundir hljómsveitarinnar voru eins og "stand up show". Þeir voru svo fyndnir og orðheppnir að viðstaddir hlógu sig jafnan máttlausa. Þar munaði mestu um hárbeittan húmor Lennons.
Um svipað leyti og Bítlarnir slógu í gegn í Bretlandi sendi Lennon frá sér tvær bækur með smásögum. Bækurnar fengu mjög góða dóma og einhver verðlaun. Sögurnar eru frumlegar, sumar allt að því súrrealískar, og næstum allar mjög fyndnar. Lennon myndskreytti sögurnar sjálfur. Enda ljómandi góður teiknari með skemmtilegan stíl.
Þrátt fyrir að Lennon hafi sett sér það markmið að sigra heiminn þá þótti honum árangurinn næstum því of góður til að vera sannur. Til að sannreyna hæfileika sína sem lagahöfunda tóku Lennon og McCartney upp á því að semja lög, bæði sinn í hvoru lagi og til samans, og láta aðra flytja og gefa út. Það var sama hvort þeir skrifuðu sig með réttum nöfnum fyrir lögunum eða ekki: Allt sló í gegn.
Í poppsögunni hefur það margoft gerst að hljómsveit eða söngvari nái ofur vinsældum um tíma. Margoft hefur það sömuleiðis gerst að tíðarandinn hafi þróast í aðra átt og frá viðkomandi. Margar súperstjörnur fyrri ára eru gleymdar og tröllum gefnar í dag. Þetta hefði getað hent Lennon & Bítlanna. En sköpunargleði þeirra og metnaður var svo mikill að þeir hertóku tíðarandann og stýrðu honum.
Lennon óx mjög sem textahöfundur og varð einn sá besti í rokksögunni. Hann þroskaðist einnig mjög sem lagahöfundur og var stöðugt að leita nýrra leiða, bæði varðandi lagasmíðar og útsetningar.
1966 sendu Bítlarnir frá sér plötuna Revolver. Það er allt önnur og framþróaðri hljómsveit sem þar er á ferð en sú sem mætti til leiks á fyrstu plötum Bítlanna. Smáskífan Strawberry Fields Forever (kom út í ársbyrjun 1967) var ennþá stærra skref í framþróun. Þetta magnaða lag var svo sýrt að margir náðu ekki laglínunni til að byrja með og þurftu góðan tíma til að melta það. Fyrir bragðið var þetta fyrsta lag og plata Bítlanna sem ekki náði 1. sæti breska vinsældalistans frá 1963.
Framþróunin hélt áfram hjá Bítlunum á næstu stóru plötu, Sgt. Peppers... (kom út í júní 1967). Að margra mati er þessi plata ein helsta tímamótaplata í framþróun rokksins. Þarna er um margar nýjungar og tilraunir að ræða sem allar ganga upp. Margar aðrar hljómsveitir reyndu eitthvað svipað í kjölfarið en tókst síður vel upp. Revolver og Sgt. Peppers... skiptast jafnan á að hirða 1. sætið á listum yfir bestu eða merkustu plötur rokksögunnar.
Lennon & Bítlarnir héldu forystusæti sínu af öryggi þangað til hljómsveitin hætti 1969.
Fyrstu sólóplötu Lennons, Plastic Ono Band (kom út 1970), var slátrað af gagnrýnendum. Þeir sögðu hana vera óunnið og lélegt demó. Lögin voru sömuleiðis sögð hálfköruð. Það ætti eftir að hlaða á þau krækjum (grípandi laglínum).
Þessi viðbrögð gagnrýnenda voru skiljanleg. Síðustu plötur Bítlanna báru með sér mikla hljóðversvinnu. Þær voru hlaðnar aukahljóðfærum (strengjum, blásurum o.s.frv.) og flottri röddun. Á Plastic Ono Band var Lennon hinsvegar bara með trommuleikara og bassaleikara með sér. Sjálfur spilaði Lennon ýmist á píanó eða gítar. Flest eða öll lögin voru tekin upp "live" í hljóðverinu og ekkert endurunnin. Í flestum tilfellum var einungis um eitt rennsli að ræða. Platan seldist dræmt framan af - miðað við plötur Bítlanna og seinni sólóplötur Lennons. Hún fór í 11. sæti breska vinsældalistann og 6. sæti þess bandaríska.
Breska pönkbyltingin (´76/´77) var meðal annars uppreisn gegn mikill hljóðversvinnu og aukahljóðfærum. Hún boðaði afturhvarf til einfaldleikans. Að rokkarar eigi að túlka tilfinningar í stað þess að eltast við tæknileg gítarsóló og margunnar raddanir.
Pönksveitir á borð við The Damned og Generation X "coveruðu" lög Lennons. Í dag er Plastic Ono Band ætíð ofarlega á lista yfir bestu plötur rokksögunnar. Og langt fyrir ofan plötur annarra Bítla-liða. Næsta plata Lennons, Imagine, var mun poppaðri en næstum jafn góð. Báðar plöturnar fá í plötuumfjöllunarbókum og á plötuumfjöllunar netsíðum fullt hús stiga.
Lennon er einn 3ja flytjenda sem hafa samtímis átt lög í 1. og 2. sæti breska vinsældalistans (hinir eru Frankie goes to Hollywood og Madonna).
Með þessari upptalningu ætla ég að augljóst sé að Lennon var töluvert merkilegri en skítsæmilegur lagahöfundur og flytjandi.
Jens Guð, 6.1.2008 kl. 18:53
Hér er hafsjór af fróðleik á ferðinni og gaman að lesa. Kærar þakkir...
Lára Hanna Einarsdóttir, 6.1.2008 kl. 18:56
Lennon hefur vissulega gert margt gott sérstaklega með Bítlunum, en sólóferillinn finnst mér hæpinn og maðurinn ofmetinn, og ekki bætti það úr skák þegar sú japanska fór að góla með honum...sorry
Bubbi J. (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 19:17
Haukur, The Band kom hvergi nálægt Rolling Thunder hljómleikunum. Þar var lið eins og Roger McGuinn, gítarleikari úr The Byrds, Mick Ronson, sem m.a. hafði spilað á gítar með David Bowie, söngkonan Joan Baez og einhverjir fleiri sem ég man ekki eftir í fljótu bragði.
Til gamans má geta að Dylan reyndi að fá Patti Smith með í ferðalagið. Patti óttaðist hinsvegar að það myndi skaða feril sinn að stimpla sig svona áberandi inn á markaðinn í félagsskap svona gamals liðs. Hún vildi frekar vinna sig hægt og bítandi upp í félagsskap með The Ramones, Blondie og Television.
Rolling Thunder túrinn hófst vorið 1975 og náði eitthvað inn á árið 1976. The Last Waltz hljómleikarnir með The Band voru haldnir haustið 1976.
Jens Guð, 6.1.2008 kl. 19:23
Jens... Enn og aftur finnst mér þú gera lítið úr þætti Maccartneys í sögu bítlanna. Mér finnst hálffurðulegt að heyra þig segja Lennon & Bítlanir þegar það er alvitað að þar eru þrír topp lagasmiðir og fjórir klassahjóðfæraleikarar. Staðreyndin er sú að á flestum stærri og merkilegri plötum bítlanna var Poul Maccartney eiginlegur hljómsveitarstjóri grúbbunar og farin að semja miklu meira af lögum en Lennon. Þú getur varla sagt að maður sem samdi Yesterday, Michele, Panny lane, lady madonna, hey jude, Let it be, All the lonley peopole, when um sixty four, black bird sé síðari helmingur bítlanna ???? reyndar sagðir þú það aldrei... Heldur talar þú um bítlanna eins og þetta hafi verið eins mans hljómsveit.
Persónulega get ég ekki gert upp á milli þessara manna. John var betri textahöfundur og sóloferill hans náði hærri hæðum ef tekið er mið af bestu lögum á hans soloferli. Eftir 1966 varð Mccartney eiginlegur leiðtogi bítlanna og hélt bandinu á floti á meðan Lennon sökk sífelt meira ofan í eiturlyfjafenið. En sama í hve hörðum lennon var virtist sem hann tæki sig stundum svo rækilega til í andlitinu og samdi ótrúleg stórvirki eins og Lucy in the sky with daimond eða Dont let me down sem hann samdi þegar hann var djúpt sokkin í heróín.
Brynjar Jóhannsson, 6.1.2008 kl. 19:33
EK, þetta er góð hugmynd.
Brynjar, ég hef áður bloggað um að ég geri ekki upp á milli Lennons og McCartneys. Ég á við að fyrir mér voru þeir jafningjar. Kostir og gallar hvors um sig bættu galla hins upp. Þannig urðu þeir besta "team" rokksögunnar.
Upptökustjórinn George Martin hefur margsagt frá því hvað gaman var að fylgjast með þeim semja söngva og vinna. Þeir voru báðir mjög metnaðarfullir og kappsamir. Reyndu stöðugt að toppa hvorn annan. En jafnframt var vináttan og hreinskilnin svo mikil að þeir samglöddust í einlægni yfir öllu flottu sem hinn gerði og voru ósparir á hrós og viðurkenningu. Einnig voru þeir ósmeykir við að gagnrýna hvorn annan án þess að það ylli neinum leiðindum.
Paul sagði í blaðaviðtali í fyrra að hann hafi aldrei hitt neinn sem jafn þægilegt og hvetjandi var að vinna með og John.
John sagði að þegar hann kynntist Paul hafi hann þurft að velja á milli tvenns: Annað hvort að vera áfram aðalkallinn í hljómsveit sem yrði aldrei stórt nafn. Eða taka jafningja inn í hljómsveitina og sigra heiminn.
Fyrstu ár Bítlanna var Lennon óumdeildur foringi. Bæði var þetta upphaflega hans hljómsveit en einnig var Lennon dóminerandi í umgengni við aðra. Þetta breyttist þegar Lennon fór að dópa sig út úr heiminum í tíma og ótíma. Hann hafði reyndar árum saman verið drykkjubolti, notað örvandi pillur og reykt hass. En hann hellti sér út í sýruna, LSD, ´65 eða ´66. Fram að Revolver (kom út ´66) átti Lennon 43 lög á plötum Bítlanna og McCartney 28. Á næstu þremur plötum átti McCartney fleiri lög. Í dag liggja 87 lög eftir Lennon og 74 lög eftir McCartney á plötum Bítlanna.
Þegar Lennon fór að hverfa inn í sýru-tripp heilu og hálfu dagana og Bítlarnir hættu um svipað leyti að spila opinberlega urðu bæði Paul og umboðsmaður Bítlanna sjúklega hræddir við að Bítlarnir myndu leysast upp. Umboðsmaðurinn ýtti á Paul að halda hljómsveitinni saman með því að láta hana hafa nóg að gera í hljóðveri. Það þurfti ekki að hvetja Paul til þess.
Nokkru síðar límdi John sig utan í Yoko Ono. Eftir það fjarlægðist hann Bítlana enn meir. Ári síðar tilkynnti Lennon þeim hinum að Bítlarnir væru hættir. Paul fékk taugaáfall. Honum var svo brugðið. Hann reyndi að telja Lennoni hughvarf.
George og Ringo voru afar ósáttir þegar Paul tók að sér verkstjórn hljómsveitarinnar. Báðir hættu í hljómsveitinni með stuttu millibili. Þegar George hætti vildi Paul ráða Eric Clapton í hljómsveitina. Lennon neitaði því. Sagði að annað hvort kæmi George aftur í hljómsveitina eða Bítlarnir væru hættir. George kom aftur.
Þegar Ringo sagði upp náði Lennon að dekstra hann aftur í hljómsveitina. Lennon hélt alla tíð mikið upp á Ringo. Þótti hann óendanlega fyndinn og margir tóku eftir því að Lennon fór jafnan í kátínu-gír þegar Ringo var nálægur.
Mörg laga Johns eru þungmeltari og seinteknari en lög Pauls. John var líka ákafari í að ganga lengra í að reyna á þolinmæði hlustandans. Hámark þess er Revolution #9 á Hvíta albúminu. Paul á léttara með að semja mjög grípandi laglínur og leyfir sér að útsetja þau í humátt að barnagælum og semja við þau texta til samræmis við það.
Þetta er að vísu einföldun hjá mér því Paul samdi líka ópoppuð lög og John samdi einnig létt og grípandi lög. En auðmeltu lögin hans Pauls létti stemmninguna í kringum seinteknu lög Johns og þungmeltu lögin hans Johns mynduðu gott mótvægi við léttpoppuðu lögin.
Já, þau voru ekki alltaf auðveld útsetningarverkefnin sem John setti George Martin fyrir. Einkum þegar John var á sýrunni og tónlist, myndir og litur runnu saman í eitt.
Jens Guð, 6.1.2008 kl. 20:41
Bubbi, sólóferill Lennons er skrýtinn. Fyrstu þrjár sólóplötur hans eru yfirleitt ekki taldar með. Þær eru bara bull. Enda heita þær Unfinished Music #1 og #2 og sú þriðja heitir Wedding Album.
Fjórða sólóplatan er djamm á gömlum rokkslögurum, hljóðritað á hljómleikum í Toronto í Kanada.
Fyrstu alvöru sólóplötur Lennons, Plastic Ono Band (1970) og Imagine (1971, eru sem sagt fimmta og sjötta sólóplatan hans. Þær tvær plötur eru jafnframt hans langbestu sólóplötur.
Fyrir utan þessar plötur sendi Lennon frá sér nokkur góð lög á smáskífum. Aðrar sólóplötur Lennons standa þessum langt að baki. Hann var blindfullur á meðan hann gerði 2 þeirra.
Dylan, segist skammast sín fyrir fyrstu plötuna. Bæði vegna þess að á henni eru aðallega "cover" lög og svo var hann vímaður í hljóðverinu. Ég spila þá plötu stundum en gef henni í hæsta lagi 3 stjörnur af 5.
Jens Guð, 6.1.2008 kl. 21:02
Jens.... Það er greinilega margt mismunandi skrifað um sögu bítlanna.. Ég las nýverið að það hafi verið John Lennon sem hringdi í Harrison þegar hann rauk út úr hljóðveri og sagði að ef hann mætti ekki þá yrði Clapton ráðin í staðin til að taka restina upp af einhverri plötu sem þeir voru að gera...... Annars ertu miklu lesnari um þetta en ég og ég er miklu sáttari við þessa söguskilgreiningu.
Brynjar Jóhannsson, 6.1.2008 kl. 21:15
LM, ef Lennon hefði dáið í árslok ´71 hefði hann orðið miklu stærri goðsögn. Þegar hann var myrtur 1980 hafði hann ekki sent frá sér góða plötu í 9 ár en 5 frekar slappar.
Lennon var margklofinn persónuleiki. Uppfullur af reiði og mjög árásagjarn bæði í orðum og athöfnum. En í söngtextum boðaði hann kærleika og frið.
Honum, ja, kannski ekki til afsökunar heldur til að útskýra hvað mótaði hann þá virðist hann aldrei hafa komist yfir það að foreldrarnir höfnuðu honum sem barni. Honum var komið í fóstur hjá frænku sinni.
Pabbi hans stakk svo rækilega af að hann birtist John ekki aftur fyrr en eftir að Bítlarnir slógu í gegn. Og þá bara til að sníkja af nýríka syninum pening.
Mömmu sinni kynntist hann um fermingaraldurinn. Þau náðu vel saman og hún kenndi honum á gítar. En þau voru rétt búin að kynnast þegar ölvaður lögreglumaður á frívakt ók yfir mömmuna og drap hana.
Fyrri bassaleikari Bítlanna og nánasti vinur Lennons dó úr heilablæðingu. Að öllum líkindum sem afleiðingu af slagsmálum sem John stofnaði til á krá.
Skömmu síðar gekk umboðsmaður Bítlanna John í föðurstað að heita má. Hann dó af of stórum lyfjaskammti. Sumir telja að hann hafi verið myrtur.
Já, þú telur Jim Morrison ofmetinn. Kannski er það rétt en hafa verður í huga að hann og Doors komu mjög ferskir og sterkir inn á markaðinn með fyrstu plötunni 1967. Til að meta Jim að verðleikum verður að hafa í huga hvernig tónlist var í gangi fyrir 1967.
Jens Guð, 6.1.2008 kl. 21:24
Steini og Gunnar, það væri gaman að komast að þessu einhvernveginn. Það fyrsta sem ég heyrði eða sá um Bítlana var grein um þá í Tímanum. Þá var áreiðanlega skrifað um þá sem Bítlana.
Vera má að Jón Múli hafi verið búinn að spila eitthvað með þeim í útvarpi áður án þess að ég tæki eftir því. Einnig má vera að Óli Gaukur hafi verið búinn að skrifa um þá. Hann var áreiðanlega blaðamaður á þessum árum.
Þetta vissi ég ekki um Yellow Submarin.
Dylan hefur stolið og stolið bæði lögum og textum í gegnum tíðina. Og reynir ekki að leyna því. Hann vill meina að með því að "kvóta" í verk annarra sé hann að votta þeim virðingu sína. Sem er að einhverju leyti rétt. Lagið Song to Woody er til að mynda stolið frá Woody Guthrie þeim sem Dylan syngur um í laginu.
Jói, þetta lag er á fyrstu plötu Trúbrots og heitir - að mig minnir - Þú skalt mig fá. Mínar plötur eru læstar ofan í kössum síðan ég flutti á dögunum.
Hjalti, Dylan hafði gífurleg áhrif á Bítlana. Ekki aðeins með því að gefa þeim gras að reykja heldur hafði hann sterk áhrif á lagasmíðar og útsetningar Bítlanna og textagerð Johns. Síðar spilaði hann með George Harrison og löngu síðar stofnuðu þeir saman hljómsveitina Traveling Wilburys.
VV, ég hef ekki heyrt útgáfu Josh White. En ég á eldri útgáfur af laginu. Meðal annars með Woody Guthrie sem gaf laginu þetta nafn. En vegna þess að plöturnar mínar eru læstar ofan í kassa get ég ekki tékkað á textanum þar.
Þórleifur, Topptennið hjá þér er ekki spúkí miðað við þessi nöfn sem þú telur upp.
Lára, bæði Bob Dylan og Bítlarnir eru áhugamál hjá mér. Ég varð var við að menn voru að blogga ranghugmyndir um Dylan. Fremur en þrefa við þá fannst mér betra að skrifa góða færslu um Dylan.
Jens Guð, 6.1.2008 kl. 21:52
Brynjar, þú ert að misskilja. Í "kommenti" #6 segir Bjarni að Lennon hafi verið skítsæmilegur lagahöfundur og flytjandi, en nákvæmlega ekkert umfram það.
Í upptalningu minni á afrekum Lennons er ég að reyna að sýna Bjarna fram á að Lennon hafi verið töluvert annað og meira en skítsæmilegur lagahöfundur og flytjandi.
Ég var sem sagt bara að leiðrétta fullyrðingu um Lennon. Sú leiðrétting snéri aðeins að Lennon.
Jens Guð, 6.1.2008 kl. 22:02
Erlingur, vegna þess hvað Dylan er góður textahöfundur gleyma margir að taka eftir því hann er góður lagahöfundur. Aðrir útiloka Dylan vegna þess að söngstíll hans er vondur á mælikvarða fagurfræði.
Brynjar, báðar sögurnar geta verið réttar. Þetta var að mig minnir þegar þeir voru að byrja að hljóðrita Let it Be í ársbyrjun 1969. Þá pirraðist George út af stjórnsemi Pauls, rauk út og fór til Bandaríkjanna. Það sést í kvikmyndinni Let it Be þegar hann byrjar að pirrast. En það er klippt út þegar hann rýkur burt. Í staðinn er bútur með Yoko að góla settur inn.
Það má vera að John hafi hótað George því að fá Clapton í staðinn án þess að meina það. En ég er nokkuð viss um að ég kunni söguna rétta um að Paul hafi viljað fá Clapton en John staðið gegn því.
Thor, þegar þú nefnir þetta þá rámar mig í að hafa heyrt þessu haldið fram áður. Það gæti meira að segja verið að Óli Gaukur hafi unnið á Alþýðublaðinu á þessum tíma.
Jens Guð, 6.1.2008 kl. 22:38
Stórskemmtilegar og fróðlegar umræður hér.
Nú skrifðu þeir sig báðir fyrir lögum Bítilanna, Lennon/MacCartney, það var einhverskonar samkomulag hjá þeim en vissulega sömdu þeir mörg lög saman. Hvar kemur það fram hver samdi hvað? Annars með þessa íslenskun á Beatles, þá er ég viss um að Ómar Ragnarsson er með þetta á hreinu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 23:10
Bítlar mikið til umfjöllunar í færslu um Dylan, vil því minna lýðinn á, að nú stendur einmitt sem hæst enn ein endurtekningin á þáttunum góðu hans Ingó Margreis, bylting bítlanna! Eru á sunnudagskvöldum og búnir 15 þættir eða svo!
En Dylan er goðsögn í lifanda lífi, orðin það fyrir löngu, en eins og allir aðrir hefur hann leynt eða ljóst já "fengið hitt og þetta að láni" hann bara að feta sömu slóð í því líkt og hans mörgu fyrirmyndir í blúsnum til dæmis gerðu út og suður, breyttu textum og/eða laglínum annara örlítið og gerðu þannig að sínum.Og já sömuleiðis, rétt eins og bæði Bubbi og Megas hafa gert, hefur Bob karlinn að minnsta kosti fengið hugmyndir og lært af stórmennum orðsins og tók sér meira að segja nafn eins þeirra, Dylan thomas!
Magnús Geir Guðmundsson, 6.1.2008 kl. 23:28
Ólafur Gaukur var blaðamaður á Tímanum, Vikunni og VR-blaðinu. Smjörbítill er lítt þekkt orð í íslensku. Í Íslenskum þjóðsögum Jóns Árnasonar er í sögunni af Fóu feykirófu sagt frá syni kerlingar einnar sem jafnan var í búri hjá móður sinni og át það af matnum sem hann vildi helst og því var hann Smjörbítill kallaður.
Neil Aspinall, Pattie Boyd, Marianne Faithful, Brian Jones, Mal Evans og Donovan eru sögð eiga hlut í "Yellow Submarine", söng, hlátri, glasaglamri og öðrum partíhljóðum. Donovan á línuna "sky of blue and sea of green" og framlag Íslendinga var "Loftskeyti fyrir Ísland!"
Steini Briem (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 23:47
Gunnar, í bók sem heitir Beatlesongs er þetta rakið í smáatriðum, lag fyrir lag. Einnig er getið hvaðan heimildir eru sóttar. Það er gaman að lesa þessa bók. Það eru til margar heimildir um öll lögin. Enda hafa engir söngvahöfundar verið spurðir jafn oft út í hver samdi hvað eins og Bítlarnir.
Magnús, það góða við þessa þætti Ingólfs er að það er hægt að hlusta á þá á www.ruv.is alveg í hálfan mánuð eftir að þeir eru sendur út á öldum ljósvakans. Það getur komið sér vel þegar fólk missir í ógáti af þeim.
Jens Guð, 6.1.2008 kl. 23:49
Steini, Óli Gaukur var líka samtímis mér blaðamaður hjá Mánudagsblaðinu. Ég held ég fari rétt með að hann hafi einnig verið blaðamaður hjá poppblaði sem Haukur Morthens gaf út og hét Húrra.
Til viðbótar þeim sem þú telur þarna upp þá segir í bókinni góðu Beatlesdong að starfsmenn Abbey Road hljóðversins hafi einnig lagt sitt af mörkum. Íslendingurinn virðist því hafa unnið í hljóðverinu.
Jens Guð, 6.1.2008 kl. 23:56
Jens..
Ég skil hvað þú ert að fara núna.. Ég myndi aldrei segja að Lennon væri skítsæmilegur lagahöfundur og að sóloferil sem væri ekkert sérstakur. Eins og ég sagði.. þá er sóloferill lennons miklu merkilegri enn cartnays og í raun er það mín upplifun að poul þurfti miklu meira á Lennon að halda. Maður sem semur á sínum ferli lög eins og Imagine, Instant carma, Julice guy, So this is Cristmas, Working Class hero og starting over.. getur varla talist skítsæmilegur lagasmiður... Raunar hreinræktaður snillingur...
Það sem mér finnst oft að það sé alltaf verið að draga annað hvort úr Poul eða Lennon. Lennon var miklu áhugaverðari persónuleiki og Cartney sagði alltaf að Lennon hafi verið lang klárastur af þeim fjórum. Mér fannst alltaf dauði Lennons sérstaklega sorglegur. Það voru mjög mikil batamerki hjá honum sem lagasmiður áður en hann andaðist og hann var aftur farin að semja virkilega fallegar og grípandi laglínur. Mér finnst alltaf eins það vanti eitt til tvö meistaraverk í bítlanna.. Eitthvað comback sem aldrei varð að veruleika. Poul og Lennon voru farnir að talast aftur saman og biturðin var farin fyrir bí og Ef ég las rétt þá talaði hann um að þeir væru farnir að deyja af löngun til að fara semja saman aftur. Enn verr og miður kom veruleikafirtur brjálæðingur í veg fyrir það þegar lennon var skotin í desembermánuði 1980.
Brynjar Jóhannsson, 7.1.2008 kl. 00:48
Eins og vænta mátti var ég réttilega bakaður af Jens fyrir ummæli mín um Lennon. Tónlistarmanninum Lennon má ekki rugla saman við fjölmiðlafígúruna Lennon. Áhrif tónlistarmannsins Lennon eru ótvíræð. Að mínu mati ekki besti lagahöfundur eða flytjandi, en áhrifavaldur umfram alla aðra. Það er fjölmiðlafígúran Lennon sem mér er ekki að skapi, fígúra sem semur texta um kvennréttindi en meðhöndlar konur eins og skít, maður sem boðar frið með því að vera alsber og uppdópaður á hóteli í Amsterdam, maður sem virtist halda að hann væri það merkilegasta sem hefði birst á jörðinni frá því Jesú var og hét. Fyrir mitt leiti segi ég nei takk (og burt með þessa ósmekklegu "friðar"súlu).
bjarni (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 01:18
Hvað sem þú segir Bjarni eða niðrar Lennon því hann fer bersýnilega í taugarnar á þér Þá getur þú ekki tekið frá honum það sem hann gerði. Hann stofnaði bítlanna og er álitin einn af betri lagamiðum sem fæðst hefur. Lennon gaf mjög skiljanlegar skýringar fyrir því að hann var nakin á þessu hóteli í Amsterdam. Hann leit sem svo á að fyrst fólk eins og hann og Yoko Ono væru alltaf í kasti fjölmiðla þá væri alveg hægt að nota fjölmiðlanna til þess að koma friðarboðskapi sínum á framfæri. Persónulega finnst mér það hreinræktuð snilld að gera slíkt og sýna miklu meiri sál enn nokkrar poppstjörnur hafa gert fyr eða síðar. Með slíkum atgerðum ásamt sterkri textagerð, gaf hann tónlistinni miklu meiri tilgang en ef lögin eru innihaldslausir Babe Babe textar með engu innihaldi.
Afhverju segir þú að hann hafi komið fram við konur eins og skít ? Lennon var sjálfu sér engin dýrðlingur...dópisti og alki... En ég fæi ekki séð að hann hafi komi fram eitthvað verr við konur enn einhver annar...
Brynjar Jóhannsson, 7.1.2008 kl. 01:40
Ég var nú rétt í þessu að draga í land með tónlistarmanninn Lennon.
Sjálfsagt hefur Lennon ekkert komið verr fram við konur en aðra, sem gerir hann ekkert betri fyrir vikið. Hann skyldi við konu sína stuttu eftir fæðingu fyrsta barns þeirra, hann hélt framhjá Yoko fyrir framan nefið á henni, í hjáverkum söng hann um konur sem þræla heimsins, einmitt svona karakter sem lifir eftir eigin boðskap eða hvað?
Það er líka hægt að boða frið í heiminum án þess að gera sjálfan sig að miðpunkti athyglinnar. Hefði friðarboðskapurinn verið eftirminilegri en nektin ef nektin hefði ekki komið til? Auðvitað hefði boðskapurinn verið megiðþemað hefði Lennon viljað það, en athyglissjúklingurinn Lennon þurfti að vera miðdepill athyglinnar, og boðskapurinn mátti ekki varpa skugga á stjörnuna. Athyglin var tilgangurinn, ekki boðskapurinn.
bjarni (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 02:07
Veit ekki betur en að kommentið um að bítlarnir væru vinsælli en jesús(sem ég held að bjaddni sé að vitna í) hafi verið sagt í gríni og hálfkæringi, en reyndar er nokkuð til í því, gott ef það hafi ekki verið satt... að bítlarnir voru vinsælli en jesús f. unga fólki á þeim tíma. "Hroki" Lennons er fyndinn, og enn fyndnari af því að sumir fatta ekki grínið heldur taka því sem römmustu alvara.
Annars frábær færsla Jens með miklum fróðleik beint í æð.
Var einmitt f. tilviljun áðan að hlusta á Joan Baez, lagið hennar Diamonds and Rust sem átti að fjalla um Bob Dylan... segir á wikipedia að hún hafi sagt honum að lagið fjallaði ekki um hann þegar hann spurði um það á sínum tíma, heldur mann sinn, en svo seinna hafi hún viðurkennt að það væri um hann http://www.youtube.com/watch?v=bpD5_c2j1OM
http://en.wikipedia.org/wiki/Diamonds_%26_Rust_%28song%29
Ari (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 02:12
neibb, bjaddni, get ekki verið sammála um að athyglin að honum væri aðalmálið í rúmsetunni en ekki boðskapurinn, þurfti svo sem ekki athygli búinn að fá nóg um hana um ævina svo sem. Þetta var frábær leið að koma góðum boðskap á framfæri á húmorískan hátt. Mér finnst þetta skemmtilegur gjörningur hjá honum, fannst það ekki einu sinni, fannst hann vera bjánalegur. Það kom fínt lag út úr þessu, give peace a chance og fullt af þekktum einstaklingum komu til þeirra og studdu framtakið, að vera á móti þessu fáránlega Víetnam stríði. Skil annars ekki hvernig er hægt að vekja athygli á e-ju án þess að vekja athygli á sjálfum sér í leiðinni eins og þú vilt hafa það.
Ari (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 02:20
Ahhh loksins skil ég misskilning okkar Jens. Þú ert að tala um hattinn á myndinni í færslunni en ég er víst að tala um hatt Dylan í myndskeiðinu (linkur í athugasemd minni (nr. 3)).
Ég var farinn að halda að ég væri búinn að missa vitið (eða þú orðinn elliær)
Haukur Viðar, 7.1.2008 kl. 02:32
Mér finnst þetta hálfpartinn segja sig sjálft.... allir frægir einstaklingar tónlistarsögunar voru umdeildir, Lennon,Elvis eða britney spears ..... Ég skil svo sem Bjarna ágætlega.. Honum er líklega ekki vel við tónlistarmenn sem bera á sér athygli eins og lennon gerði og verður hann að eiga það við sig. Ég hef horft á öll sköts og viðtöl sem ég hef séð við bítlanna á you tube og ég furða mig yfir því hvað lennon er orðheppin og mikill humoristi, velgefin og skýr í sínu tali. Boðskapur og speki lennons höfðar einfaldlega til mín... Það getur engin tónlistarmaður verið allra...
Reyndar á ég mjög bágt að skilja að nokkrum manni þyki lög eins og Imagine julice guy, instant carma, so this is cristmas, Starting over og strange day in dead ... vera Ekkert sérstök lög... Líklega er það minn hroki
en það er hans skoðun hans bjarna.. ég virði það..
Brynjar Jóhannsson, 7.1.2008 kl. 02:42
Nú er ég komin á mikið nostalgíuflipp yfir þessum fróðlegu pistlum þínum Jens. Mér finnst ég komin í partý víða um heim þar sem lífið verður ljúft, blóma og hippalegt allt í senn. Músik, músik...Þú ert ótrúlegur fjársjóður miðað við, að það er allt lokað niður í kössum núna . Enn og aftur takk fyrir mig, umræðan hér er athyglisverð í meira lagi. Góða gótt!
Eva Benjamínsdóttir, 7.1.2008 kl. 02:59
Voðalega ertu fróður Jens!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.1.2008 kl. 10:43
Bloggið um meistara Bob Dylan fór alveg út í bítlablogg, sem er ósköp eðlilegt svo samtvinnaðir sem þessir listamenn voru í sköpun sinni og höfðu áhrif á hvora aðra. Dylan hafði mikil áhrif á Lennon bæði tónlistarlega og svo hvað varðaði textagerð og Dylan og Harrison spiluðu mikið ( og reyktu ) saman m.a. á Bangladesh hljómleikunum og í Travelling Villberrys. Ég hallast helst að því að ,, bítlarnir " sé tekið frá Skandinavíu þar sem þetta nafn var alltaf notað yfir þá eins og hér. Jens hefur skrifað hér að ofan um hinn margklofna og mótsagnakenda persónuleika John Lennon, sem að mörgu leiti gerði hann að skítakarakter. Það breytir því þó ekki að fluggáfaður var hann og tvímælalaust einn besti tónlistarmaður sögunnar eins og líka Bob Dylan og Paul McCartney. Það kemur mjög skýrt fram í þáttum Ingólfs Margeirssonar sem nú eru endurfluttir á Rás að Paul tók yfir sem nokkurskonar tónlistar og framkvæmdastjóri Bítlanna 1965/1966 þegar Lennon var kominn á kaf í sterk eyturlyf. Paul samdi mörg sín bestu og sterkustu lög fyrir plötuna Revolver og hann er hugmyndasmiðurinn á bak við nánast allt á meistara og tímamótaverkinu S.G.T. Peppers. Paul hafði hlustað mikið á klassíska tónlist m.a. mikið á verk eftir þýska framúrstefnutónskáldið Stockhausen og það skilar sér að einhverju leiti í tónlistinni á S.G.T. Peppers. Einnig á Paul hugmyndina að uppfærslunni á plötuumslaginu byltingarkenda. Jens nefnir framúrstefnuverk Johns Number 9 á Hvíta Albúminu, en all nokkru áður hafði Paul tekið upp svipað verk sem hægt er að finna á síðari tíma safnplötu með Bítlunum. Þegar John og Paul fóru að koma með framsæknar tónsmíðar í studio, þá segir George Martin að Paul hafi komið með sínar útsetningar nánast fullmótaðar, en ekki John og það var því í verkahring Martins að útsetja hans lög eftir miklum kröfum Johns. Einnig var John með minnimáttarkennd sem söngvari og því þurfti oft að beyta sérstakri tækni til að breyta rödd hans við upptökur. Það að þessi frábæri söngvari sem John var hafi verið með minnimáttarkennd sem söngvari sýnir í raun hversu lítill og bældur hann var inn í sér þrátt fyrir að vera alltaf með stóryrði út á við. John virðist líka alltaf hafa verið haldinn mikilli minnimáttarkennd gagnvart Paul, ekki hvað síst eftir að Bítlarnir hættu og plötur Paul seldust mun meira. Eins og margir aðrir sem skrifað hafa hér að ofan, þá get ég engan veginn gert upp á milli Johns og Paul sem tónlistarmanna. Þeir voru Mozart og Beethoven síns tíma og Bob Dylan mætti þá vera t.d. Schubert nútímans.
Stefán (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 11:47
Þetta er farið að róast ......þannig að það er best að gera allt vitlaust aftur.....Að mín áliti og trúlega milu fl. tónlistarmanna er varla hægt að setja Dylan nálægt þeim Liverpool hetjum þar sem að þeir eru mörgum hæðum ofar..........Nægir í því tilefni bara að nefnar allar fake bækur...það eru nótnabækur með ýmsum popp, jazz og rokklögum.....Þer eru Bítlarnir í annari hv. bók en varla lag eftir Dylan.....
Einar Bragi Bragason., 7.1.2008 kl. 14:50
Er ekki verið að bera saman epli og appelsínur þegar verið er að bera þessa risa saman, hvort tveggja stórgott...og svo hér ein brennandi spurning: HAFA TÓNLISTARMENN BETRI TÓNLISTARSMEKK EN AÐRIR TÓNLISTARUNNENDUR???
Bubbi J. (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 19:19
Erlingur, John og Paul sömdu mörg lög saman á fyrstu plötum Bítlanna. Undir lokin sömdu þeir lög sín sitt í hvoru lagi. Og unnu þau jafnvel að miklu leyti hvor í sínu lagi. Á síðustu smáskífum og plötu Bítlanna, Abbey Road, er ekkert lag sem þeir semja saman. En á meðan þeir sömdu saman þá var það sjaldnast þannig að þeir væru að djamma saman og spinna upp lög í sameiningu. Oftar var það þannig að annar þeirra var kominn með beinagrind að lagi eða gott viðlag eða erindi og vantaði smávægilega aðstoð við að hnýta saman lausa enda. Bæta kannski lítilli brú inn eða eitthvað slíkt. Eða þá að annar spilaði fullsamið lag fyrir hinn og sá rak þá eyru í eitthvað smáatriði sem mátti betur fara.
Þegar John og Paul hafði hug á að koma sínum lögum á plötur Bítlanna urðu fáir eða engir til að standa gegn því. Ef undan er skilið Revolution #9. Paul og upptökustjórinn George Martin reyndu árangurslaust að telja John af því að setja þetta lag á plötu. Án árangurs.
Lög George mættu afgangi. Þau þurftu að vera mjög góð til að aðrir í hljómsveitinni yrðu áhugasamir um að hafa þau með.
Brynjar, ef marka má Heather Mills þá er Paul hin versta skepna: Lamdi Lindu fyrrum konu sína, hæddist að Heather fyrir að vera einfætt, var með áform um að þvinga Heather til sjálfsvígs, drakk og dópaði í óhófi, bannaði Heather að pissa í hlandkopp o.s.frv. Ég tek reyndar ekkert mark á Heather. Hehehe!
Bjarni, ég man ekki eftir að John hafi verið nakinn þegar þau Yoko héldu til í rúminu í þágu friðar. Þau voru hinsvegar nakin framan á plötunni Two Virgin.
Á þessu tímabili framkvæmdu þau marga gjörninga og suma verulega undarlega. Einn var að þau krúnurökuðu sitt síða hár og seldu til ágóða fyrir eitthvað friðardæmi. Í önnur skipti mættu þau á blaðamannafundi eða umræðuþætti innpökkuð í hvíta poka þannig að fólk sá þau ekki heldur bara pokana. Annað eftir þessu.
Á bakvið þetta allt var einhver hugmyndafræði sem ég kann ekki lengur skil á. Þrátt fyrir að þessir gjörningar hafi vakið mikla athygli á sínum tíma eru þeir gleymdir. Nema Bed-In Peace. Fólk heldur áfram að vitna í hann í umræðu og í upprifjunum tímarita og sjónvarpsþátta.
Eftir að hafa numið markaðsfræði og unnið við markaðssetningu til fjölda ára get ég ekki annað en dáðst að þessum skrýtna en vel heppnaða gjörningi. Við þurfum að hafa í huga tíðarandann. Bandaríkjaher var á fullu í hernaði í Víetnam og nágrannaríkjum þess. Opinská gagnrýnin umræða um neikvæðar hliðar stríðsins voru varla hafnar af alvöru í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar. Rokkarar forðuðust að ræða þetta viðkvæma efni nema undir rós. Lög eins og Bad Moon Rising og Have You Ever Seen the Rain með CCR áttu að deila á stríðsreksturinn. En það þarf að benda hlustandanum á það og hann verður að ráða í táknmál og lesa á milli lína til að átta sig á boðskapnum.
John hafði aftur á móti þarna í ársbyrjun 1969 tekið ákvörðun um að berjast fyrir friði. Hann var meðvitaður um að gifting þeirra Yokoar myndi fá uppsláttarmeðferð í heimspressunni. Með yfirskriftinni Bed-In Peace tryggði hann að umræðan myndi snúast um Víetnamstríðið.
Uppskriftin var sú að um yrði að ræða 2ja vikna rúmlegu. Herbergi þeirra yrði opnað fjölmiðlum, stjórnmálamönnum og boðsgestum klukkan 9 á morgnana til 9 á kvöldin. Allan tíma ætluðu hjónin að dvelja í rúminu.
Fyrri vikunni átti að verja í Amsterdam en sú seinni í New York. Af hræðslu við umræðuna um Víetnamstríðið var John neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Seinni vikan var þá færð til Montreal.
Gjörningurinn tókst mjög vel. Allan tímann var stöðugur straumur af fjölmiðlafólki, stjórnmálamönnum og vinum þeirra hjóna. Umræðan varð oft á tíðum fjörug og miðpunktur hennar var Víetnamstríðið. Hluti gjörningsins var hljóðritun á laginu Give Peace a Chance, rapplagi með endalausu viðlagi (sing-a-long). Undirleikur var einn kassagítar og kommóðuskúffa. Um sönginn í viðlagi sáu gestirnir, m.a. þáverandi forsætisráðherra Kanada. Það vakti gífurlega athygli og þótti hafa táknrænt vægi í gagnrýni á Víetnamstríðið.
Lagið var gefið út strax og rúmlegunni lauk. Það fór í 1. sæti vinsældalista víða um heim en 2. sæti þess breska og 14. sæti þess bandaríska þrátt fyrir víðtæka þöggun (fjöldi bandarískra útvarpsstöðva spilaði það ekki, plötubúðir seldu ekki plötuna eða földu undir borðum.
Þetta lag hafði gífurleg áhrif. Áður voru mótmælafundir gegn Víetnamstríðinu með yfirbragði eldra fólks samkomu. Lúðrasveitir spiluðu marsa og valsa og fólk söng gömul lög á borð við We Shall Overcome og We Shall Not Be Moved. En þarna var allt í einu Bítill kominn í hópinn með splunkunýtt nútímalegt lag. Út um allan heim urðu til þarlendar útgáfur af laginu. Hérlendis sameinuðust helstu poppstjörnur og gáfu lagið út undir nafninu Allt sem við viljum er friður á jörð.
Það var sama hvort maður fór um verslunarmannahelgi á útihátíð í Húsafell eða skólaball: Allsstaðar hljómaði lagið, ýmist með íslenska textanum eða upprunatexta Lennons.
Bed-In Peace, þetta lag og umræðan sem fylgdi á eftir lagði drjúgt að mörkum til viðhorfsbreytingar til Víetnamstríðsins. Fyrst að Bítillinn John Lennon komst upp með að syngja og tjá sig opinskátt um Víetnamstríðið tóku aðrir að leyfa sér það líka. Gagnrýni á hernað Bandaríkjanna í Víetnam magnaðist, margfaldaðist og allt í einu voru fáir eftir til að verja það. Umræðan hætti að snúast um áframhaldandi hernað heldur spurningar um það hvernig Bandaríkjaher ætti að draga sig í hlé. Síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Víetnam 1975
Jens Guð, 7.1.2008 kl. 21:17
Guð minn góður!
... hvernig er hægt að vita þetta allt án þess að vera geðveikur?
Þetta er hafsjór af fróðleik um frábæra tónlistamenn.
Gísli Hjálmar , 7.1.2008 kl. 22:28
Ari, merkilegt nokk þá er þetta sama lag í nýjasta bloggi Erlings Þorsteinssonar (komment #36). Þar er það myndskreytt með ljósmyndum af Dylan. Ég á þetta lag einnig í flutningi bresku þungarokkssveitarinnar Judas Priest. Jafnframt hef ég heyrt það í flutningi Riche Blackmores, fyrrum gítarleikara Deep Purple. Að auki las ég einhvertímann dóm um flutning skosku þungarokkshljómsveitarinnar Nazareth á laginu. Gagnrýnandinn ráðlagði fólki að kaupa frekar lagið með Judast Priest.
Þetta er klárlega besta lag sem Joan Baez hefur samið.
Haukur Viðar, nú verð ég að hlægja. Ég tók ekkert eftir að þú værir með link yfir á myndband. Ég hélt að þú værir að tala um hattinn á myndinni með færslunni. Hehehe! Ég skildi ekkert í því hvað þú varst þrár.
Brynjar, tvímælalaust hafði John sterka þörf fyrir athygli. Listamenn ná ekki árangri ef þá skortir þessa þörf. Þeim mun sterkari sem þörfin er því líklegra er að þeir nái góðum árangri.
John var óvenju opinskár og hreinskilinn um veikleika sína og galla. Hann var líka áhugasamur um að komast að því hvers vegna hann var eins og hann var. Hann sótti sálfræðitíma og námskeið þar sem reynt var að losa hann við reiðina sem ólgaði í honum. Þetta voru tímar þar sem hann reyndi að upplifa sig sem kornabarn. Veltist um með bleyju en var nakinn að öðru leyti og grenjaði og öskraði af hömleysi eins og ungabörn gera.
Þessu námskeiði gerði hann skil í laginu Mother. Alveg mögnuð túlkun á sárum tilfinningum og reiði.
John viðurkenndi líka fúslega að þegar hann sem ungur maður stundaði bari í Liverpool, reif þar stólpakjaft og stofnaði til slagsmála þá hafi hann í raun verið skíthræddur og lítill í sér. En þörfin fyrir að veita árásarhneigð og reiði útrás hafi tekið yfirhöndina.
Eva og Jóhanna, það virkar bara eins og ég sé fróður vegna þess að ég geri mikið úr því litla sem ég veit. Bob Dylan og Bítlarnir eru í hópi fárra tónlistarmanna sem ég hef virkilega stúderað og legg mig eftir að lesa fróðleik um.
Einar, eins og Stefán kemur inn á þá hafði Bob Dylan gífurlega mikil áhrif á tónlist Bítlanna. Bæði John og George litu á Dylan sem ofjarl sinn og reyndu að læra sem mest af hans söngvauppskriftum. John sagði að hann hafi einfaldlega farið á Dylan-flipp. Ekki síst í að reyna að átta sig á ljóðrænu snilldinni í textasmíð. Það myndaðist góður vinskapur með þessum þremur, eins og komið hefur fram í öðrum "kommentum".
"Fake" bækurnar eru ekki góður mælikvarði. Þá á ég við að á biðstofum sólbaðsstofa sólbaðsstofa, lækna og fleiri er ekki þverfótað fyrir Séð & heyrt eða Vikunni. Þar sjást ekki ritverk Shakespears eða Halldórs Laxness. Það þýðir þó ekki að Séð & heyrt eða Vikan (með fullri virðingu fyrir að minnsta kosti Vikunni) sé merkilegra lesefni en ritverk Shakespears og Laxness.
Ég þekki "Fake" bækurnar ekki vel. Hef ekki stúderað þær þó ég kannist við þær. En mér virðist sem þær séu ætlaðar fólki sem er að byrja að gutla á hljóðfæri og ekki reiðubúið að fara út í hljómasúpur heldur reyni að afgreiða létt lög í 3ja hljóma dæmi.
Bítlarnir sömdu helling af lögum sem skólahljómsveitir, ballhljómsveitir og óreyndir tónlistarmenn sækja í að spila. Söngvar Dylans eru annars eðlis. Þetta innlegg þitt er reyndar fínt til vangaveltna. Sjálfur hef ég komist að þeirri niðurstöðu að meta Bítlana EKKI sem merkilegri tónlistarmenn en Dylan. Jú, jú, betri söngvarar, fjölbreyttari músík. Jafnvel betri munnhörpu- og gítarleikur. En það er fleira sem telur. Það er bara gaman að velta þessu fyrir sér.
Bubbi, varðandi spurningu þína þá set ég fram aðra: Hvenær teljast tónlistarmenn vera komnir á þann stall að hafa meira vit á kostum og göllum músíkur en aðrir tónlistarmenn eða einhverjir sem hafa aldrei komið nálægt tónlistarflutningi? Er fatlaður maður, ófær um að spila á hljóðfæri, ómarktækur í umræðu um tónlist? Er góður trommuleikari sem ekkert kann á önnur hljóðfæri ófær um að greina góða músík frá vondri? Eða gítaleikari sem kann ekkert á trommur? Ótal spurningar kvikna. En umræðan er engu að síður áhugaverð.
Jens Guð, 7.1.2008 kl. 22:36
Já..áhugaverðar spurningar, setti mína aðallega fram vegna Saxa, mér finnst stundum eins og það sé þannig í hans huga að smekkur tónlistarmannanna sé á ögn hærra plani en okkar hinna sem kunnum bara að hlusta...
Nazareth hafa þá komið við sögu í tveimur Joan Baze lögum, gáfu þeir ekki út lagið "This fligth tonigth" sem hún gaf út???... mun þó ekki vera eftir hana
Bubbi J. (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 23:15
Tónlistarflytjendur eru auðvitað misjafnir eins og þeir eru margir en menn sem hafa mikla reynslu af tónlistarflutningi og eru menntaðir í faginu hafa nú oft dýpri skilning á hvað sé í tónlistina spunnið, heldur en leikmenn. En um smekk verður samt ekki deilt þó hann sé mis þroskaður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2008 kl. 23:31
Þessi stórfróðlega og skemmtilega umræða fer að verða aðför að afkomu minni. Ég má ekkert vera að því að vinna fyrir öllum þessum fróðleik!
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 23:38
Mér tóks það he he.........En Jens þessar Fake bækur eru notaðar af öllum tónlistarmönnum ekki bara byrjendum og ég gleymdi að tala um allar kennslubækurnar sem notaðar eru í tónlist......þar eru Los Bítlos mun meira í notkun en td Hr Dylan.............Gott að Hr Bubbi J fór í stuð.......en svarið við spurningu hans er,,,, ekki endilega og meira segja segi eg stundum að það að vita hvernig hlutirnir eru gerðir og þar fram eftir götunum hafi gert mig að verri neytanda......ég finn alltof sjaldan plötur sem ég spila í spað.....en til gamans má geta að mikið af tónlistarmönnum hlusta á svipaða músik og má þar nefna Sting,Steely Dan,Peter Gabriel,S,Wonder og þessi tónlist á það sameiginlegt að þarna er töluverð hljómanotkun og svolítið mikið að gerast........við erum ekki betri neytendur ......en við erum öðruvísi neytendur......
Einar Bragi Bragason., 7.1.2008 kl. 23:55
Bubbi, nú verð ég að játa á mig fáfræði og er þó ekki vel við það þegar Joan Baez á í hlut. Á tímabili skrifaðist ég á við mömmu hennar þegar við fengu Joan Baez til hljómleikahalds hér, að mig minnir 1986. Ég geri mér ekki ljóst hvort að ég á allar plötur Joan Baez en ætla þó að þær séu hátt í 30. This Flight Tonight er frumsamið lag Nazareth. Ég kannast ekki við lagið í flutningi Joan Baez. Það hlýtur að vera á einhverri "live" plötu hennar. Ég kaupi helst ekki "live" plötur. Til gamans get ég að fyrir nokkrum árum þá spilaði ég á hljómleikum í Skotlandi með syni söngvarans í Nazareth. Við spluðum ekki saman heldur vorum með sitthvort "prógrammið". Hinsvegar áttum við saman langt og gott spjall. Strákurinn var vel fróður um gömlu hetjurnar mínar, Woody Guthrie og Leadbelly. Nazareth afgreiddu glæsilega Vigilante Man eftir Guthrie á plötu. Jafnvel betur en Bruce Springsteen gerði nokkrum árum síðar.
Mér þykir vænt um innlegg Saxa. Ég (og vonandi hann líka) hef gaman af að takast á um mismunandi sjónarsvið.
Gunnar, hvar eru mörkin? Hvenær skarast viðhorf leikmanns og atvinnutónlistarmanns? Hvenær verður mat atvinnutónlistarmanns marktækara en almennings/hins almenna tónlistaráhugamanns?
Með þessum spurningum er ég ekki að gera lítið úr viðhorfum Saxa. Þvert á móti kann ég vel að meta innlegg hans til umræðunnar. Ég ætla mér ekki að kaffæra umræðuna með mínum sjónarmiðum. Þess í stað fagna ég öllum sjónarmiðum sem varpa ljósi á umræðuna frá sem flestum sjónarhornum. Ég tel mig meira að segja hafa fengið nýja og yfirgripsmeiri sýn á dæmið eftir að hafa skipst á skoðunum við Saxa, hversu mjög sem okkar sjónarmið stangast á. Að hluta vil ég meina.
Jens Guð, 8.1.2008 kl. 00:17
Ó já.....og takk fyrir það
Einar Bragi Bragason., 8.1.2008 kl. 00:26
Aðalatriðið að mínum dómi er að tónlistin og textinn hreyfi við áheyrandanum á einhvern hátt, eins og önnur listaverk, og enda þótt áheyrandinn kunni ekki að spila á hljóðfæri getur hann hugsanlega notið tónlistarinnar jafnvel og flytjandinn, eða tónlistarfræðimaðurinn, og það er óvíst að tveir menn upplifi einhverja tónsmíð á nákvæmlega sama hátt.
Steini Briem (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 00:27
gott innlegg Steini.........og það sem ég var að meina er að við sem kannski vinnum með tónlist alla daga ársins erum kannski bara orðnir smá brenglaðir.........Var á rölti með vini mínum sem er smiður einu sinni og ég var að dáðst að hversu fallegt og flott eitt hús væri orðið ......hann fussaði og sveiaði og sagði hlutinn algjört fúsk(0g lýsti fyrir mér hverni þætti ætti allt að vera),,,,,ég sá það ekki .....ekki einu sinni með stækkunargleri.....ég er bara allt of smámunasamur þegar að tónlist kemur......sorrý.
Einar Bragi Bragason., 8.1.2008 kl. 00:39
Einar, ég geri mér fulla grein fyrir því að áhugi fyrir því að spila Bítlalög er meiri en áhugi á að koma Dylan-söngvum til skila. Sjálfur var ég í hljómsveitum á áttunda áratugnum þar sem við "coveruðum" slatta af Bítla-lögum en ekkert Dylan-lag.
Þessi dæmi sem þú telur upp, Sting, Steely Dan og Peter Gabriel, eru mér ekki fjarlæg. Það er að segja til að hlusta á mér til skemmtunar. Ég á þar að auki lög með Police þegar sú hljómsveit byrjaði sem pönksveit. Minn vinahópur samanstendur af atvinnutónlistarmönnum. Ég verð ekki var við mikinn ágreiningsmun. Ég skilgreini mig sem leikmann í músík af því að músíkþátttaka mín hefur alla tíð verið aukaverkefni. Í mínum vinahópi eru menn eins og Hebbi Guðmunds, Pétur heitinn Kristjáns, Jói Hjörleifs (Sálinni), liðsmenn Utangarðsmanna og Egós, og ótal pönksveita. Villi Guðjóns, galdrakall og altmuligmann, leiddi hljómsveit okkar Viðars Ingólfsssonar, Frostmark, á sínum tíma.
Það er spurning hvenær menn verða marktækir í umræðu um góða og vonda músík. Hvað þarf til? Nægir áhugi á músík eða þurfa menn að sanna sig sem hljóðfæraleikara sem ráða við tæknilegu hliðina á hljóðfæraleik? Er sá sem nær ekki trommusólóum Johns Bonhams ófærari um að skynja góðan trommuleik en sá sem hefur færni til að leika þau eftir?
Jens Guð, 8.1.2008 kl. 00:42
Ég er frekar ósammála þessu kommenti þínu Gunnar, ég kannast við fullt af menntuðum tónlistarmönnum sem hafa bara ekkert dýpri skilning á tónlist en t.d. ég sjálfur og hafa þar fyrir utan þröngan tónlistarsmekk, en maður deilir ekki mikið um smekk. En er þetta nokkuð öðruvísi með aðrar listir t.d. bókmenntir, ætli rithöfundar hafi eitthvað dýpri skilning á Laxness en almúginn sem les hann.?
Og er ekki smekkurinn það sem ræður mestu um hvernig mönnum finnst eitthvað, líka hjá listamönnum, samt hefur mér ekki fundist þeir vera neitt meiri smekkmenn en aðrir... nú móðga ég kannski einhvern.. sorry
Bubbi J. (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 00:49
Þú móðgar engan he he.......Jens ég held að allir þeir sem þú taldir upp séu nú samt sammála með þessa menn sem ég taldi upp............þetta með trommusólóið......þarna kemur kannski upp hlutur sem fer út fyrir smekk......trommusóló yfir td 7/8 takt eða einhvern annan en 4/4..... gæti td verið auðveldar fyrir tónlistarmann að skilja heldur en leikmann.......en svo er að sjálfsögðu allt annað mál hvort að viðkomandi finnist það skemmtilegt......þetta snýst nú allt saman um það ekki satt,,,,,,,góða nótt
Einar Bragi Bragason., 8.1.2008 kl. 00:58
Saxi minn...gott svar hjá þér í kommenti 58, og Jens minn, fyrirgefðu ég ruglaði saman tveimur ágætiskonum í hita leiksins, "This fligth tonigt" kom frá Joni Mitchell.
Bubbi J. (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 01:09
Það er í sjálfu sér voðalega erfitt að diskutera þetta, það fæst aldrei nein niðurstaða. Ég get bara talað af eigin reynslu. Ég er uppalinn af tónlistarfólki, svona hálf-atvinnumönnum skulum við segja og fékk þ.a.l. kannski svolítið öðruvísi tónlistar uppeldi en margur annar. Hlustaði t.d. á klassík, ásamt poppi og rokki á unglingsárunum og fór með það eins og mannsmorð, þorði varla að viðurkenna það nema í þröngum hópi. Reynsla mín í tónlist og að umgangast tónlistarmenntað fólk hin síðari ár hafa opnað augu mín fyrir ýmsu sem ekki hefði orðið nema fyrir tilstuðlan þess fólks. Það hefur semsagt víkkað sýn mína á tónlist finnst mér.... fyrir mig. Tel ég mig þó síður en svo eitthvað sérlega fróðan um tónlist.
Fyrir mér er það ekki að vera fróður um tónlist að geta talið upp plötur tónlistarmanna, hverjur spiluðu á hljóðfærin os.f.v. Það er hins vegar fróðleikur sem getur verið áhugaverður en hefur lítið að gera með tónlist sem slíka. Mér fannst ágæt samlíkingin hjá Saxa hér að ofan, með smiðinn og amatörinn. En eins og ég sagði einhversstaðar hér að ofan þá eru menntaðir tónlistarmenn misjafnir eins og annað fólk og ekkert garantí að þeir hafi eitthvað meira fram að færa en amatörar. Sumt fólk er náttúrutalentar af Guðs náð þó það hafi ekki prófgráðu til að flagga..
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.1.2008 kl. 01:53
Bubbi, þetta fer eftir því hvernig maður metur músíksmekk. Ég vil þó meina að það sé alveg hægt að deila um smekk. Ég er þó aðeins meira á heimavelli í myndlist. Stundaði myndlistarnám í MHÍ frá 1976 og útskrifaðist þaðan 1980. Og hef síðan kennt skrautskrift í 28 ár. Er með myndlistardellu á háu stigi og það allt.
En tónlist er næsti bær við. Við höfum viðmið, samanburð frá fortíðinni. Mælistikurnar eru margar. Eitthvað sem er vel gert er mælt við það besta sem við þekkjum og er viðurkennt af listfræðingum sem gott. Fólk getur hrifist að málverki af barni með tár í auga. Það getur verið hrifnæmt en útfærlsan stenst kannski ekki samanburð við mestu myndlistarverk sögunnar. Kannski er það smekksatriði. Hver getur skorið úr um að einföld teikning af dreng með tár í auga hreyfi minna við fólki en málverk sem er málað út frá annarri uppskrift þar sem þríundarform er útgangspunktur og mikil pæling liggur að baki útfærslu á lýsingu, skuggum, myndrænni uppbyggingu og svo framvegis?
Einar, hljóðheimur lags gerir ekki kröfu til þess að sá sem hlustar á músík kunni skil á 7/8 takti eða 4/4. Annað hvort lætur lag vel í eyrum eða ekki. það getur verið gaman fyrir pælara að stúdera hvernig George Martin leysti dæmið með ósamstæða takta og hljómagang Strawberry Fiels Forever. Fyrir aðra snýst þetta um það hvort fólk hefur gaman af laginu eða ekki. Burtséð frá tæknivinnu George Martin við að púsla þessu saman.
Bubbi, lagið This Fligtht Tonight er samið af Joni Mitchell. Frábærum kanadísum lagahöfundi og túlkanda. Gott ef hún sængaði ekki hjá Stephen Stills og einhverjum úr The Byrds líka. Það breytir þó engu um að lagið er flott. Ekki síst í flutningi Nazareth.
Jens Guð, 8.1.2008 kl. 02:05
Gunnar, mér er minnisstætt þegar góður vinur minn og góður trommari átti spjall við æskuvin sinn sem þá var orðinn einn af frægustu trommurum landsins. Frægi trommarinn, sem þá var í einni vinsælustu hljómsveit landsins, vissi ekkert um það sem hæst bar í hipparokkinu. Hann hafði aldrei heyrt talað um tvöfalda bítið og hlustaði ekkert á Led Zeppelin eða Deep Purple. Hann var bara upptekinn af og áhugasamur um gamaldags soulmúsík. Ég fer ekki lengra út í það dæmi að sinni.
Svo ég tali bara fyrir mig þá hef ég ekki orðið var við að atvinnu tónlistarmenn hafi betri þekkingu/skilning á tónlist en leikmenn. Ef svo væri myndu atvinnu músíkantar einoka markað yfir söluhæstu plötur hvers árs. En því fer fjarri að það sé raunin. Án þess að ég vilji gera lítið út því að gott sé að menn hafi góða þekkingu á því sem þeir eru að gera.
Söluhæstu plötur Íslands eru sennilega (óstaðfest) Vísnbókarplötur Gunnars Þórðarsonar (og hans hægri handar Tomma Stuðmanns og Bjögga). Kannski um eða yfir 30.000 eintaka sala. Dögun með Bubba hefur selst í um 25.000 eintökum og Frelsi til sölu með Bubba er nálægt 22.000 eintökum.
Jens Guð, 8.1.2008 kl. 02:33
Gísli, það er ástæðulaust að gera mikið út þessi. Ég ólst upp við Bob Dylan og Bítlana. Bæði fyrirbærin eru áhugamál. Ég kaupi í tonnatali bækur um Bítlana og Dylan. Ég kaupi tímarit með viðtölum við Bítlana og Dylan. Utan Bítla og Dylans er þekking mín á poppmúsík takmörkuð. Þannig að þokkaleg þekking mín á Dylan og Bítlunum er villandi vitnisburður um þekkingu mína á tónlist. Þar fyrir utan er ég bærilega á heimavelli um pönk.
Jens Guð, 8.1.2008 kl. 02:48
Það sem pirrar mig í sambandi við Bubba eru ekki góðu lögin sem hann hefur samið, sem eru þó nokkur, heldur allt ruslið sem hann ætur frá sér fara. Og þó hugur hans sé frjór í textagerð þá er hann blessaður kallinn einfaldlega ekki orðsins maður. Eitt sinn sagði mér myndlistarkona að Tolli bróðir hans væri steyptur í sama mót, lætur frá sér fara helling af rusli þó inn á milli komi ágætar klessur. Magn er ekki sama og gæði
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.1.2008 kl. 03:35
Reyndar er minn hrifnari af Joan Baez en Bob Dylan, sérstaklega laginu hennar "Diamonds and Rust"og þá í flutningi Judas Priest.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:18
Gunnar, fyrstu ár ferilsins söng Bubbi að meðaltali inn á 5 plötur á ári, meðfram því að spila á næstum 300 hljómleikum árlega. Þá flaut nú með ýmislegt sem var ekki boðlegt. Enda dómgreindin sósuð í hassi og kóki. Það hefur eitthvað hægt á hjá kallinum síðustu ár. Hann sendi til að mynda ekki frá sér plötu á síðasta ári. Ég held að hann hafi heldur ekki sent frá sér plötu 2006.
Ég hef ekki keypt nýja plötu með Bubba í mörg ár. Síðasta platan sem ég keypti með honum var rokkplatan Nýbúinn með Stríði og friði (kom út 2001). Ég ætla að eftir því sem lengra líður á milli platna frá honum þá sé minna um slappt efni.
Ég hef farið á nokkrar sýningar hjá Tolla. Þar hefur ekki flotið með neitt rusl. En ég hef ekki kíkt á vinnustofuna til hans. Vera má að þar séu fleiri gæðaflokkar í umferð.
Guðmundur, Joan Baez er fagurfræðilega betri söngvari og gítarleikari en Dylan. Hinsvegar hefur hún ekki verið afkastamikið söngvaskáld. Uppistaðan af lögum á plötum hennar eru "cover" lög. Þar af um þrír tugir eftir Bob Dylan.
Jens Guð, 8.1.2008 kl. 20:22
Ok hér er smá popp prufa á þig Jens..........ég og pabbi minn heitinn ( Bragi Einarsson klarinett og saxófónleikari) náðum aðeins að spila inn á eitt lag saman um æfina..það var inn á plötu með popp/rokk hjómsveit sem er ekki lengur starfandi .......en vel virt band og byrjar ekki á S.
Hver er sú hljómsveit???????
Einar Bragi Bragason., 8.1.2008 kl. 20:46
Það er næstum útilokað fyrir mig að vita hvaða hljómsveit þetta var. Ég hef afar takmarkaða þekkingu á þinni ferilsskrá, þar sem við höfum svo ólíkan músíksmekk. Einhvertímann las ég einhversstaðar að þú hafir spilað inn á plötu með Grafík. Þannig að Grafík er eina nafnið sem ég get tengt þig við af hljómsveitum sem starfa ekki lengur og byrjar ekki á S.
Jens Guð, 8.1.2008 kl. 21:58
Að vísu eru það ansi margar sem byrja ekki á s sem ég hef spilað með ........þó að S in séu nú kannski þekktari ................það er Stjórnin og gamla Sálar dótið...en andsk....þetta var rétta hjá þér, ég var með Grafík meira og minna í eitt ár,...þetta var lag sem að mig minnir heitir Minningar....Andrea syngur....en það er ólíklegasta stöff sem maður hefur spilað inn á.
Einar Bragi Bragason., 8.1.2008 kl. 22:10
Ja, nú er ég svo aldeilsi hissa. Ég verð að fá prik í kladdann. Hehehe! Ég átti einhverjar af fyrstu plötum Grafíkur á sínum tíma og kynntist ljúflingnum Rabba heitnum á sínum tíma. Sævar frændi minn Sverrisson söng mikið með honum. Sævar setti upp með mér pönkplötubúðina Stuð á pönkárunum. Hann er langt kominn með að vinna sólóplötu þessa dagana. Þar syngur hann lög eftir Valgeir Guðjónsson og fleiri.
Jens Guð, 8.1.2008 kl. 23:22
ég var með sævari og Rabba saman í bandinu Galileó(Ó já Rabbi var flottur og það eru strákarnir hans í Sign líka)....eins og ég hef fyrr sagt....komið víða við....ætli þær séu ekki að slaga í 100 plöturnar sem maður hefur spilað á.
Annars fundu þeir live upptökur um daginn með bandinu Engin Óskalög sem spilaði aðalega á Gauknum um 1990...þar voru Ég, Jón Ólafs,Stefán Hjörleifs.Rabbi,og Eiður Arnars......þar voru bara spiluð lög sem við fíluðum.
Helv gaman að hlusta á þetta.
Einar Bragi Bragason., 8.1.2008 kl. 23:50
Þetta er eitt af mörgu skemmtilegu við bloggið: Maður fræðist og fræðist. Við eigum greinilega marga sameiginlega vini, þrátt fyrir ólíkan músíksmekk. Ég man vel eftir Galíleó þó ég hafi ekki staðsett þig þar. Hinsvegar þekki ég flesta aðra sem voru með Sævari í því bandi. Einnig þekki ég Jón "góða" og ennþá betur trommusnillinginn Jóa Hjörleifs sem ég ætla að þú þekkir líka. Við Jói höfum tekið saman margar syrpurnar í vangaveltum um tónlist. Flestar þær syrpur hafa endað með því að við höfum orðið nokkuð sammála. Vel að merkja eftir dálítið þref.
Jens Guð, 9.1.2008 kl. 00:21
Já Jói Hjöll er flottur enda lét eg hann spila á minni plötu....og við höfum spilað víða saman
Einar Bragi Bragason., 9.1.2008 kl. 00:49
Það er sama hvort Jói Hjöll spilar djass eða popp eða rokk. Hann er alltaf á heimavelli. Ég hafði einstaklega gaman af að hlusta á trommuleik hans á Lennon-hljómleikunum í fyrra. Jói náði að túlka Ringo og Allan White af stakri snilld. Við Jói höfum báðir gaman að þrefi og það er virkilega gaman af að þrefa við hann um músík. Þref okkar fer aldrei út í leiðindi heldur þvert á móti þá jögumst við á jákvæðum nótum og í fullri vinsemd. Frábær trommari og frábær náungi.
Jens Guð, 9.1.2008 kl. 01:11
Gaman að sjá kvað þið eruð orðnir "best buddys"
Bubbi J. (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 07:12
Flott færsla, magnað hvað þú veist um þetta, vissi ekki þetta með að Dylan hefði ekki verið hippi, en lag hans um the tamborin frá miðjum '60 gefur ekki tilefni til annars, en kannski var hann bara harshhaus og ekkert á móti stríðum eða fyrir frjálsar ástir. En ég er á móti dópi og með stríðum gegn einræði og kommúnisma, segi ekkert um ástirnar :-D og hippa hár og föt eru náttúrulega bara ljót hehe
En erum við ekki að gleyma því að þetta var árhundrað rokksins, hvernig væri þá að muna eftir konungi rokksins Elvis Aron Prestley. Annars er ég mikil Dylan maður og fíla bítlana, en Elvis var líka fyrsta mega stjarnan og var með langan og farsælan feril í 20ár. Hann byrjar byltinguna sem kemur í gegnum tónlist og ungafólkið.
1-2. Elvis, The Beatles
3. Bob, Dylan, "Rolling stones"
4. (7) Jimi Hendrix, The Beach Boys
4. (6Lög) , Chuck Berry, U2, Sly & The Family Stone, Ray Charles, Prince, Led Zeppelin, James Brown,
5. (5lög) Creedence Clearwater Revival, Elton John, Little Richard, , The Who, The Drifters.
6. (4lög) Nirvana
Við þessa gerð notaði ég top 500 songs of all time by the Rolling stone, það þarf 5 lög til að komast á listann, það er smá svindl með að Rolling stone eru ekki með af því get bara ekki fílað þá. veit ekki hverjir allir í 4 sæti eru en. Það er vert að athuga að The Beatles eru með 23 lög á 7ára kafla 63-70, Dylan með 12 frá 63-75, Elvis með 11 á 15árum 54-69. Rolling Stones 12lög 12ár 66-78. Jimi 7lög 3ár frá 65-68.
Listinn var gefin út 2003 og byrjar með lögum frá 1948.
Það eru aðeins 22lög frá '90
56 frá ´80
139 frá ´70
211 frá ´60
67 frá ´50
Kannski er það bara af því þar eru 50ára kallar sem réðu þessu eins og öllu öðru í þessum heimi eða bara af því að þetta var valið á plötur og þá þarf að borga afnota rétt og til þess að græða á sölunni þá verður maður að velja gamla tónlistarmenn sem vantar pening hehe, ekki er 72% af góðu tónlistinni frá 36% af tímabilinu. En skemmitelgur listi fyrir þá sem vilja kinna sér þá bestu, ef þeir þekkja þá ekki enn.
Johnny Bravo, 9.1.2008 kl. 14:00
Bubbi, hér hafa verið og eru allir vinir. Þó að mönnum greini á um einstök atriði, smekk og fleira, þá er það bara einkenni fjörlegrar umræðu.
Johnny, Mr. Tambourine Man kom út vorið 1965, ári eftir að Bítlaæðið rann á Bandaríkjamenn og 2 - 3 árum áður en hippamenningin varð til. Einhvertímann heyrði ég að á þessum árum hafi bandarískir hassreykjandi tónlistarmenn notað dulnefnið Tambourine Man yfir hass-sala. Hvað sem til er í því þá var Dylan löngu byrjaður að reykja hass á þessum tíma.
Þetta er áhugaverður listi. Ég var rétt áðan að reka augu í að Elvis Presley átti afmæli í gær. Ég hef ekki orðið var við að fjölmiðlar hafi nefnt það svo ég er að hugsa um að blogga um Elvis á eftir.
Jens Guð, 9.1.2008 kl. 20:10
Það voru nú fleiri góðir sem áttu afmæli í gær, 8. janúar er fæðingardagur Davids Bowie og André Bachmann (og örugglega margir fleiri góðir). Ég var með André og Þorstein Eggertsson í viðtali hjá mér í gær og við einbeittum okkur að hinum nýja diski þess fyrrnefnda sem skartar mörgum textum eftir þann síðarnefnda. Í dag gerði ég mér lítið fyrir og spilaði Tomorrow is a long time eftir Bob Dylan í flutningi Elvis Presley og Wake up í flutningi Arcade Fire með fulltingi David Bowie. Svona heldur maður stundum aðeins of seint upp á afmæli.
Markús frá Djúpalæk, 9.1.2008 kl. 20:57
Ansans klaufaskapur af mér að missa af þessum þáttum. Vonandi næ ég endurflutningi á þeim. Ég kynntist gleðigjafanum André ljómandi vel þegar ég vann á auglýsingastofu og hann vann á auglýsingadeild Tímans og síðar Helgarpóstsins. Þessi tvö lög sem þú spilaðir eru líka verulega áheyrileg.
Jens Guð, 9.1.2008 kl. 21:42
Já, það verða ábyggilega endurtekningar um næstu helgi til dæmis.
Markús frá Djúpalæk, 9.1.2008 kl. 22:00
Af því að Markús nefnir hér lag eftir Dylan í flutningi Presleys, þá má geta þess að Presley kallinn var einmitt mjög mikill aðdáandi Dylans og hringdi stundum í hann til að fá leyfi fyrir því að syngja lög eftir hann.
Stefán (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 12:01
°Glæsileg umræða nánast 99%!
Bubbi´svolítið hlédrægur reyndar varðandi sjálfan sig, hefur nú aðeins látið til sín taka við ávkeðið hljóðfæri sem og fleiri ættmenn hans og get vitnað um að karlinn er glúrinn!Semsagt ekki alveg óbreyttur sem tónlistaráhugamaður.
SVo er það síendurtekin árátta verð ég að segja Gunnars Th. að vera með nöldur og nagg í garð Bubba Morthens, spurning hvað bubbi eða hans fjölskylda hefur eiginlega gert Gunnari?
Hmhm, vinátta hjá Jens og Saxa, veit nú ekki, en Saxi hefur að mestu líka haft vit á að reyna ekki að spreða um mjög dellu sinni að ABBA og Wueen væri á sama stalli og Dylan og Bítlar, nema svona smávegis!
Magnús Geir Guðmundsson, 11.1.2008 kl. 12:17
Stend við það Maggi minn ABBA og Queen eru risar í tónlistarsögunni
Einar Bragi Bragason., 12.1.2008 kl. 02:20
Saxi, ertu ekki að gleyma Leoncie í þessari upptalningu?
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 02:29
Hehehe, þarna sýnir Jens sýna bestu hlið, afbragðsspaugari í fremstu röð!
En minn góði félagi Saxi, það hefur engin deilt á að ABBA og Queen eru risar já, en standast bara ekki sögulega skoðun né samanburð vi Dylan! Um það sne´rist málið karlinn minn!
Og þú hefur ekki getað svarað þvíalmennilega hvar þessir risar eru nú meðan Dylan stendur enn í stórræðum á ferli sínum heilum 46 árum eftir að hann hófst!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 22:58
Ég má til að stríða Saxa af og til. Mér leiðist ABBA afskaplega. Það er af því að ég skemmti mér betur við að hlusta á graðhestarokk en popp. ABBA drengir eru ljómandi góðir lagahöfundar, eins og heyra má í "coverum" með Sineadu O´Connor og Ham. Jafnframt mun ABBA vera næst söluhæsta hljómsveit heims á eftir Bítlunum. Yfir milljarður Bítlaplatna hafa selst og yfir 400 milljónir platna með ABBA. En ég er snöggur að skipta yfir á aðra útvarpsstöð þegar ég heyri í ABBA.
Ég kann aðeins betur við Queen. Þeir áttu það til að rokka og jafnvel pönka. Röddun þeirra er þó ofmetin. Það vantar neðri/dekkri raddir í hana til að gefa henni dýpt. Poppuðu lögin og diskóið með Queen pirrar mig.
Í samanburði við Bob Dylan og Bítlana eru ABBA og Queen skör lægri. Jafnvel nokkrum þrepum.
Jens Guð, 12.1.2008 kl. 23:55
Í von um að þú sjáir hjá þér blogglegann smekk í því að eyða þessari færslu snarlega sem & athugasemdum, þá neyðist ég til þess að lýsa því yfir að ég er enn jafn sammála þér & ég var í fyrstu athugasemdinni.
Ertu til í að hætta þessari stríðni með slíkt & fara að blogga aftur um einhverjar vonlausar hljómsveitir frænda frænda þinna aftur ?
Steingrímur Helgason, 13.1.2008 kl. 00:19
Steingrímur, þvert á móti liggur mér nær að endurprenta athugasemdina til að undirstrika mitt viðhorf til ABBA og Queen. Frændur mínir og frænkur hafa alveg spjarað sig. Ég nefni til sögunnar mæðginin Maríu Markan og Pétur Östlund. Stríðni rjátlast seint af mér.
Jens Guð, 13.1.2008 kl. 01:04
Hér eruð þið báðir flottir og fyndnir herrar mínir!
Já, ég á LÍKA við Steingrím!
Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2008 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.