Söngvar um Elvis Presley

Elvis 1977 

 Í framhaldi af nýlegri færslu minni um Elvis Presley - í tilefni þess að hann varð 73ja ára á dögunum - þá er gaman að rifja upp að Elvis hefur orðið mörgum frægum rokkaranum og popparanum yrkisefni.  Ýmsir fleiri en þeir sem ég tel hér upp hafa sungið um Elvis.  Þetta er bara sýnishorn:

- Grafík:  "Presley"  (1992)

- Frank Zappa:  "Elvis Has Just Left The Building" (1988)

- Joan Baez:  "Elvis Presley Blues" (2003)

- Neil Young:  "He Was The King" (2005)

- Nick Cave & The Bad Seeds:  "Tupelo" (1985)

- Warren Zevon:  "Jesus Mentioned"  (1982)

- Kate Bush:  "King Of The Mountain"  (2005)

- Ray Stevens:  "I Saw Elvis In A UFO"  (1989)

- Spitfire:  "This Ain´t Vegas And You Ain´t Elvis" (2001)

- Jimmy Buffett:  "Elvis Imitators"  (1992)

- Ronnie Elliott:  "Elvis Presley Didn´t Like Tampa"  (2003) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björnsson

Grafík - Presley

Ólafur Björnsson, 18.1.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Elvis has just left the building.

Tessi setning er klassik.

Jens Sigurjónsson, 18.1.2008 kl. 17:02

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Eppu Normaali - Elviksen kuolema, Elvis is everywhere - Mojo Nixon, The King of rock´n´roll - Dio

Markús frá Djúpalæk, 18.1.2008 kl. 17:43

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Og ekki má gleyma Advertising space með Robbie Williams og Calling Elvis með Dire Straits....

Markús frá Djúpalæk, 18.1.2008 kl. 17:48

5 identicon

Til er maður er heitir Bill Parson. Hann söng lag er heitir All American Boy. Það lag er um Elvis Presley. Textinn er þannig eins og Elvis sé að syngja um sjálfan sig. Merkilegt nokk þó að nafnið Elvis eða Presley kemur aldrey fyrir í laginu....

 Lagið:

http://www.youtube.com/watch?v=PbPpKcnilxE 

Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 18:54

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.1.2008 kl. 19:08

7 Smámynd: Jens Guð

  Elvis er fjarri því alltaf nefndur á nafn í söngvum um hann.  Í söngvum Neils Youngs,  Warrens heitins Zevons og fleiri er hann bara kallaður "The King".  Í mörgum þessara söngva kemur Jesú við sögu. 

  Dæmi um það eru til að mynda eftirfarandi:
 
  "Bell-Bottom jump-suits? /  That´s them in pile / But he don´t need them now / ´couse he´is making Jesus smile"  ("Elvis Has Just Left The Building" með Frank Zappa).

  "Can´t you just imagine digging up The King / Begging him to sing / About those heavenly mansions Jesus mentioned"  ("Jesus Mentioned" með Warren Zevon).

Jens Guð, 18.1.2008 kl. 23:11

8 identicon

Já takk f. þetta, ég reyndi að hugsa um lag en fann ekkert, eina sem ég komst nærri var ein setning m. Dead Kennedys í lagi af Frankenchrist

And I wonder
Yeah I wonder
Will Elvis take the place of jesus in a thousand years

Ari (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 23:30

9 Smámynd: Jens Guð

  Ég var nú bara ekki búinn að taka eftir þessu á Frankenchrist.  Það er minn veikleiki að taka yfirleitt ekki eftir textum.  Ég á allar plötur Dead Kennedys og seldi grimmt af þeim í pönkplötubúðinni minni,  Stuði,  og sömuleiðis eftir að ég gekk til liðs við Grammið.  Einnig á ég flestar seinni tíma plötur með Jello Biafra.  Og af því að Markús minntist á Elvis-lag með Mojo Nixon þá á ég dúettplötu með þeim Jello og Mojo.  Við Siggi Lee höfum tekið góðar syrpur í að hlusta á Mojo Nixon og Jello. 

Jens Guð, 18.1.2008 kl. 23:39

10 identicon

Jo

Seldi Stuð einhverntímann "grimmt" af plötum ?

Love - peace and understanding

Finnbogi

Finnbogi Marinosson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 23:57

11 identicon

Nei ekki grimmt held ég.....var frekar ánægjuleg og góð sala ef eitthvað var. Ég þekkti Jens ekki á þessu tíma enda var ég nú bara einhverstaðar í fæðukeðjunni þá. Kannski skyr eða banani eða eitthvað. Veit ekki hvað Pabbi át á þeim tíma. En Ég held að "grimmd" sé ekki rétta orðið yfir sölu-upplagið á þessari plötu búð.....Annars er best að leyfa Guðinum að svara. "Jens. Yfir til þín".

Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 00:14

12 Smámynd: Jens Guð

  Finnbogi minn kæri.  Það er mér ljúft og skylt að afgreiða Stuðmannadæmið. Ég man nefnilega vel eftir því og fylgdist með. Eftir að Ámundi Ámundason hafði gefið út tvær smáskífur með Stuðmönnum þá treysti hann sér ekki til að gefa út fyrstu stóru plötu Stuðmanna.  Stuðmenn herjuðu í tvígang á alla plötuútgefendur landsins á þeim tíma.  Ég man eftir því að Svavar Gests (SG hljómplötur) sagði mér frá þessari "hallærislegu" hljómsveit.   Hann leyfði mér ekkert að heyra með þeim.  Sagði bara frá þessum strákum í MH sem voru búnir að taka upp "vonlausa" plötu í Englandi. 

  Ég man ekki hvort að það var Haraldur í Fálkanum eða náungi sem heitir Dóri sem sagði mér líka frá þessari "hallærislegu" hljómsveit.  Enginn vildi gefa út fyrstu plötu Stuðmanna.  Lendingin varð sú að starfsmaður plötudeildar Faco,  Steinar Berg,  fékk tengdaföður sinn (ég held og vona að mig misminni ekki) til að fjármagna útgáfuna á Sumar í Sýrlandi.  Ef ég man rétt notaði Steinar sumarfrí sitt hjá Faco til að gefa plötuna út.  Hún seldist í 12 þúsund eintökum.

  Ég ætla að það teljist vera "grimm" sala.  Að minnsta kosti lagði hún grunninn að því veldi sem Steinar hf. varð. 

Jens Guð, 19.1.2008 kl. 00:48

13 identicon

"Þetta var Jens Guð sem talaði beint frá vesturbænum þar sem allt er að gerast."

"Bobby Fisher er látinn 88 ára að aldri. Dánarorsök liggja enn ekki fyrir en Fisher er ekki farinn að kólna enda kalt í veðri þessa daga."

"Ekki er vitað hvort menn eigi eftir að keyra um á Mars."

"Það furðulega gerðist í dag að fólk festi bíla sína á óförnum slóðum. Talsmaður Vegagerðarinnar Júlíus Brjálsson segir að slíkt hendi. "Fólk sem ferðast um vegi sem aldrey hafi verið farnir áður, hvað þá ruðnir vegi eða saltaðir, geta bókað það að festa sig, hvað þá í þessari úrkomu." 

"Og þá næst að íþróttum:"

"Íslendingar eru mjög lélegir í öllum íþróttum. Sérstaklega vinsælustu íþrótt landsins: Handbolta. Íslendingar urðu úr keppni í dag þegar Ólafur Stefánsson meiddist. Enski fótboltinn og sá bandaríski halda þó áfram, sem og aðrar íþróttir."

Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 01:04

14 identicon

Jens, ég tók sérstaklega e. þessu á Frankenchrist þar sem þetta er sérlega hnyttið textabrot (af fyrri hluta lagsins "A growing boy needs his lunch")  hér er allur parturinn:

In lonely gas stations with mini-marts
You’ll find rows of them for sale
Liquor-filled statues of Elvis Presley
Drink like a vampire

His disciples flock to such a fitting shrine
Sprawled across from his graceless mansion
A shopping mall
Filled with prayer rugs and elvis dolls

And I wonder
Yeah I wonder
Will elvis take the place of jesus in a thousand years

Religious wars
Barbaric laws
Bloodshed worldwide
Over what’s left of his myth

Ari (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 01:31

15 Smámynd: Jens Guð

  Jello er snillingur.  Mér skilst þó af öllum sem kynntumst honum hér að hann sé einstaklega leiðingleg persóna.  "Uppskafningur" er orðið sem ég heyrði oftast lýsa honum.  "Hrokafullur,  sjálfumglaður" og eitthvað í þá veruna eru önnur orð sem ég heyrði um hann.  Það breytir þó engu um að plötur DK eru frábærar sem og sólóplötur hans.   

Jens Guð, 19.1.2008 kl. 01:46

16 identicon

Jens! Hvernig færðu það út að Finnbogi hafi verið að tala um Stuðmenn í kommenti sínu hér að ofan. Þú talaðir um að hafa selt grimmt af Dead Kennedys í plötubúðinni Stuði, og Finnbogi spyr í framhaldi hvort Stuð hafi einhvern tíman selt "grimmt" af plötum. Hvar Stuðmenn blandast inn í umræðuna er ekki gott að segja, kannski eru þeir þér ofar í huga en plötubúðin Stuð, þó ég leifi mér að efast um það....

Bubbi J. (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 14:55

17 Smámynd: Jens Guð

  Æ, æ.  Ég les svo margt svona á hundavaði að það fer meira og minna vitlaust inn í kollinn á mér.  Mér fannst Finnbogi vera að spyrja um Stuðmenn.  Ég held nefnilega að það hafi verið lag með Stuðmönnum í útvarpinu þegar ég las fyrirspurnina.  Hehehe!

  Þegar ég segi að plötur með Dead Kennedys hafi selst grimmt í Stuð-búðinni þá á ég við að það seldust einhver eintök á hverjum degi lengst af.  Ég gæti trúað að fleiri plötur með Dead Kennedys hafi selst í Stuð-búðinni en nokkurri annarri hljómsveit. 

Jens Guð, 19.1.2008 kl. 15:31

18 identicon

Já sammála þér að hann sé snillingur, með svona social kommentary. Fór á hann þegar hann kom hingað til lands og hann var sprækur en talaði reyndar allt of lengi og maður hugsaði sem svo að það væri smá sorglegt að hann væri svona gaur sem pirraði sig á flestöllu. Snillingur í því, en eflaust mjög bitur maður í einkalífi sínu.

Ari (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 22:48

19 Smámynd: Jens Guð

  Jello Biafra er flottur húmoristi.  Bráðgáfaður með ferskan húmor.  Lagatitlar eins og "Too Drunk To Fuck",  "Kill the Poor" og  "Hollyday in Cambodia" bera því vitni.  Biturleiki hans skilaði sér vel í pönkinu en kannski síður þegar hann vill láta taka sig alvarlega.  Hann er alltaf dálítið reiður.  Ekki síst við gömlu félagana í DK sem náðu fyrir rétti yfirráðum yfir músík DK og selja hana núna út og suður í auglýsingar,  kvikmyndir o.s.frv.

Jens Guð, 19.1.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.