20.1.2008 | 17:55
Færeyskir tónlistarmenn gera það gott
Færeyska pönksveitin The Dreams er ein fjögurra hljómsveita sem komnar eru í lokaúrslit dönsku hljómsveitarkeppninnar Grand Prix. Þau fara fram eftir hálfan mánuð. Hver sem árangur The Dreams verður í þeim er ljóst að hljómsveitin fær góða kynningu í dönskum fjölmiðlum. Lag þeirra "La´ Mig Være" er þegar farið að hljóma í dönsku útvarpi.
Fyrr í vetur sigraði færeyska fönkrokksveitin Boys in a Band í fjölþjóðakeppninni Global Battles of the Bands úti í Englandi. Boys in a Band spiluðu á Iceland Airwaves í vor. Flestir íslenskir fjölmiðlar og margir erlendir nefndu frammistöðu hljómsveitarinnar sem einn af hápunktum Airwaves.
2002 sigraði færeyska víkingarokkbandið Týr í dönsku hljómsveitarkeppninni Melody Makers. Sá sigur varð til þess að íslenska ríkisútvarpið fékk upptöku frá úrslitakvöldi keppninnar. Guðni Már Henningsson spilaði á rás 2 "Orminn langa" með Tý og allt varð vitlaust. "Ormurinn langi" varð vinsælasta lagið á Íslandi 2002 og heyrist ennþá í útvarpi af og til. Týr hefur síðan starfað á alþjóðavettvangi, er á samningi hjá þungarokksplötufyrirtækinu Napalm Records, lög með Tý hafa lent inn á safnplötum hjá Kerrang! og fleiri þungarokksblöðum og er gerð skil á stórum netsíðum á borð við www.allmusic.com (sláið inn Týr).
Færeyska þungarokkssveitin Makrel vann bronsið í íslensku Músíktilraunum 2002 og gítarleikarinn Rasmus Rasmussen var kosinn besti gítarleikarinn. Makrel hefur margoft spilað á Íslandi síðan. Fyrir 2 árum munaði litlu að Makrel sigraði í leit sjónvarpsstöðvarinnar MTV að bestu ósamningsbundnu hljómsveitinni. Makrel sigraði í öllum þrepum keppninnar í atkvæðagreiðslu almennings. Líka í lokakeppninni. Sérstök dómnefnd kippti hinsvegar annarri hljómsveit framyfir þegar á reyndi.
Um vinsældir Eivarar þarf ekki að fjölyrða. Hún hefur rakað að sér verðlaunum á Íslandi, Danmörku og Færeyjum og er vel kynnt á Norðurlöndunum, Kanada og víðar. Teitur er ennþá betur kynntur á alþjóðavettvangi.
Auðvelt er að þylja upp fleiri færeyska tónlistarmenn sem hafa náð árangri á alþjóðavettvangi, til að mynda Kristian Blak, djasssveitina Yggdrasil, pönksveitina 200, leikhúsrokksveitina Búdam... Þess má geta að í versluninni Pier í turninum við Smáratorg er gott úrval af færeyskum plötum og DVD.
Flokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Elskuleg. L 24.1.2025
- Passar hún?: L, takk fyrir skemmtilegt ljóð. jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Í ástarinnar Ômmu er allt í stakasta lagi. Skapaðar að hanna g... L 23.1.2025
- Passar hún?: Stefán, eins og svo oft ber enginn ábyrgð! jensgud 23.1.2025
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 14
- Sl. sólarhring: 256
- Sl. viku: 1140
- Frá upphafi: 4121828
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 950
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Mér finnst voðalega sorglegt hve lítið Íslendingar hafa kynnt sér Ragnarök, nýjustu plötu Týs, sem er frábær. Spurning hvort að Íslendingar taki eftir Land þegar hún kemur.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 19:47
Flestir Íslendingar eru hittarahálfvitar sem pæla ekki mikið í tónlist, teir eru nógv býttir, fíla bara hittara og fara á tónleika á fylleríum til að heyra þá hittara. Þannig var það með Tý. Spiluðu f. fjölmenni á fyllerístónleikum á Selfossi og Keflavík minnir mig líka. Eftir ár frá því að Ormurin langi heyrðist stanslaust á Rás 2 þá missti landinn áhuga á Tý að mestu leyti. Íslendingar eiga ekki eftir að taka e. "Landi" ekki nema þeir sem pæla þungarokki. Týr eru orðnir minni á Íslandi, en stærri alls staðar annars staðar í hinum vestræna heimi, sér í lagi Mið-Evrópu. Eric The Red er þeirra besta "flöga". Ragnarök á mjög góða spretti annars.
Makrel er mín uppáhalds-færeyska hljómsveit. Íslensku útvarpsstöðvarnar mega skammast sín f. að spila þá ekki.
Ari (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 20:52
Það hefur minna farið fyrir Ragnarökum en fyrri plötum Týs hérlendis. Þar munar mestu að fyrri plöturnar voru gefnar út af færeyska plötufyrirtækinu Tutli. Það passaði upp á að dagskrárgerðarmenn íslenskra útvarpsstöðva og plötugagnrýnendur blaðanna fengju kynningareintök.
Napalm Records sem gefur út Ragnarök virðist einbeita sér að stærri mörkuðum en þeim íslenska. Eftir því sem ég best veit hefur fáum ef nokkrum kynningareintökum af Ragnarökum verið dreift hérlendis. Á móti kemur að maður rekst á Ragnarök í ótrúlegustu plötubúðum erlendis.
Jens Guð, 20.1.2008 kl. 20:57
Ég fann netrými The Dreams , http://www.myspace.com/thedreams , mér finnst þetta ekkert sérstakt, svona dæmigert nýpönk með teenage angst. Fínt f. danskan unglinginn. Ekki f. mig.
Ari (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 20:57
Ragnarök fæst þó hræódýr á tutl.com , 112 DKR http://www.tutl.com/webshop/index.php?productID=273
Ari (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 21:01
Ari, lagið Filthy Tounges með Makrel var í margar vikur á föstum spilunarlista rásar 2 fyrir tveimur árum. Til gamans má geta þess að sönglagið Filthy Tounges varð til þegar íslenska trúboðsstöðin Ómega fór að senda út í Færeyjum. Þó að Færeyingar kalli ekki allt ömmu sína þegar kemur að trúmálum þá gekk trúboðið á Ómega fram af drengjunum í Makrel.
Jens Guð, 20.1.2008 kl. 21:05
Týr duttu í lukkupottinn þegar þeir fengu díl v. Napalm. Þetta er ein stærsta folk-metal dreifingarbúð í Evrópu og er mjög vel staðsett í miðju Evrópu, Eisenerz í Austurríki. Þeir hafa því fengið úrvalstækifæri á að útvíkka aðdáendahóp sinn. Það tókst mjög fljótt líka því að í fyrra fóru þeir til Wacken til að spila, sem er stærsta þungarokksfestival Evrópu ef ekki í heiminum.
Ari (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 21:07
Haha í alvöru?! Frábært. Ég vissi ekki þessa sögu bakvið filthy tounge. Mjög skemmtilegt lag, en ekki f. alla því Ári syngur það mjög sérkennilega. Þegar ég sá þá taka lagið á Nasa sat ein íslenska stelpan og horfði forviða á drongina taka þetta, mikið svakalega leiddist henni af svipnum að dæma, hins vegar var ég að fíla mig í botn.
Ari (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 21:11
Hann notar effekta-tæki á sönginn til að reyna að laða fram einhverskonar "englalega" söngrödd.
Jens Guð, 20.1.2008 kl. 21:23
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.1.2008 kl. 22:27
Takk fyrir kvittið.
Jens Guð, 21.1.2008 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.