20.1.2008 | 23:32
Hver voru bestu lög Johns Lennons?
Í nýjasta hefti breska tónlistartímaritsins Uncut eru tugir helstu lagasmiđa rokksins fengnir til ađ komast ađ niđurstöđu um ţađ hver eru bestu lögin sem liggja eftir John Lennon. Ţetta er liđ á borđ viđ Ray Davies (The Kinks), Brian Wilson (The Beach Boys), Neil Young, Mick Jagger, Billy Bragg, Frank Black (Pixies), Roger McGuinn (The Byrds), Johnny Rotten (Sex Pistols), Liam Gallagher (Oasis), Paul Weller o. fl.
Listanum fylgir ítarleg grein ásamt ljósmyndum af Friđarsúlunni í Viđey. Ţar kemur fram ađ útsendarar Uncut komu til Íslands í tilefni af vígslu súlunnar.
Ţannig lítur listinn út yfir bestu lög Johns Lennons:
1. Strawberry Fields Forever. Á smáskífa međ Bítlunum, útg. í febrúar ´67. Náđi efst í 2. sćti breska vinsćldalistans en toppsćti ţess bandaríska.
2. Yer Blues. Á Hvíta albúmi Bítlanna frá ´68. Nú er ég hissa. Ađ vísu held ég mikiđ upp á ţetta hrjúfa og Led Zeppelin-lega blúslag. En ég hefđi aldrei veđjađ á ţađ sem nćst besta lag Johns Lennons.
3. Instant Karma. Á sóló smáskífu ´70. Komst í 5. sćti breska vinsćldalistans og 3. sćti ţess bandaríska.
4. All You Need Is Love. Á smáskífu međ Bítlunum ´67. Toppađi vinsćldalista út um allan heim og stimplađi orđiđ "love" inn sem lykilorđ hippahreyfingarinnar.
5. You´ve Got to Hide Your Love Away. Á Bítlaplötunni Help frá ágúst ´65.
6. In My Life. Á Bítlaplötunni Rubber Soul frá desember ´65.
7. Give Peace a Chance. Sólósmáskífa frá ´69. Lenti hálf neđanjarđar í Bandaríkjunum vegna ţess ađ bođskapurinn passađi ekki viđ stríđsrekstur Bandaríkjanna í Víetnam, Kambódíu og víđar. Fjöldi bandarískra útvarpsstöđva, plötubúđa og tímarita sniđgekk lagiđ. Lennon var neitađ um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna ţegar platan kom út. Samt náđi lagiđ 14. sćti bandaríska vinsćldalistans og 2. sćti ţess breska.
8. Revolution. B-hliđ smáskífunnar Hey Jude međ Bítlunum frá ´68. Ţetta lag olli fyrsta alvöru ágreiningi Johns og Pauls McCartneys. Paul var dauđhrćddur viđ afleiđingar ţess ađ í textanum deilir John harkalega á vinstri róttćklinga hippahreyfingarinnar. Ţekkjandi sinn gamla vin vissi Paul ađ óvarlegt vćri ađ benda John á ţađ. Hann hefđi brugđist ţversum viđ og jafnvel umskrifađ textann međ miklu harkalegri gagnrýni. Ţess í stađ sagđi Paul ađ lagiđ vćri óheppilegt til útgáfu. Ţađ vćri alltof langt og alltof hćgt. Paul til vonbrigđa tók John ţessu sem góđri ábendingu. Hann hljóđritađi lagiđ upp á nýtt í mun hrađari og styttri útgáfu. Hin útfćrsla lagsins endađi á Hvíta albúminu síđar sama ár. Ţar mildar Lennon gagnrýnina á róttćku hippana međ ţví ađ lesa lágt orđiđ "in" ofan í orđiđ "out" ţar sem hann syngur um ađ Mao-isminn fćli sig frá (count me out).
9. Cold Turkey. Sólósmáskífa frá ´69. Textinn fjallar um kvalarfull fráhvarfseinkenni heróínneyslu en Lennon hafđi ánetjast heróíni nćstum tveimur árum áđur. Hart, ţungt og erfitt lag sem skorađi ekki hátt á vinsćldalistum (#14 í Bretlandi og #30 í Bandaríkjunum). Enda víđast bannađ í útvarpi vegna reglunnar um ađ ekki megi spila lög sem fjalla um dópneyslu.
10. I´m the Walrus. B-lag á smáskífunni Hello Goodbuy međ Bítlunum ´67. Einnig á Ep-plötunni Magical Mystery Tour sama ár. Ađ óreyndu hefđi ég haldiđ ţetta lag vera ofar á listanum. Samkvćmt mínum smekk er ţetta eitt albesta Bítlalagiđ og ţar međ Lennon-lagiđ. Hefur m.a. veriđ "coverađ" af Oasis.
11. Across the Universe. Á Let it Be plötu Bítlanna ´70.
12. Imagine. Af samnefndri sólóplötu og einnig smáskífu ´71. Vinsćlasta sólólag Lennons og ţađ lag hans sem oftast hefur veriđ "coverađ" af öđrum flytjendum. Hefur toppađ vinsćldalista út og suđur. Alheimskirkjuráđiđ óskađi formlega eftir ţví ađ fá ţetta lag sem einkennislag ásamt ţví ađ fá ađ breyta orđinu "engin" trúarbrögđ í "ein" trúarbrögđ. Ţví hafnađi Lennon eđlilega ţar sem textinn er upptalning á helstu ástćđum stríđs. Ef bara vćru ein trúarbrögđ hefđi heimurinn misst af mörgum stríđum. Seinna gaf Yoko Ono lagiđ til Amnesty International. Sennilega vegna óánćgju međ ađ hin ýmsu fyrirbćri notuđu lagiđ sem sitt einkennislag. Međal annars Margret Thatcher í einni af sinni kosningabaráttu og réttlćtti ţađ međ ţví ađ í eina skiptiđ sem John nýtti kosningarétt sinn ţá kaus hann breska Íhaldsflokkinn ţó ađ Bítlarnir styddu opinberlega Verkamannaflokkinn.
13. Power to the People. Sólósmáskífa 1971. Hún var bönnuđ í Bandaríkjunum og Bretlandi vegna klámlags á B-hliđ, Open Your Box. Náđi ţó 7. sćti breska vinsćldalistans.
14. A Hard Days Night. Smáskífa međ Bítlunum frá ´64 og toppađi vinsćldalista víđa um heim. Einnig titillag samnefndrar breiđskífu sem jafnframt toppađi vinsćldalista.
15. Happy Xmas (The War is Over). Sólósmáskífa 1972. Sívinsćlt jólalag sem međal annars hefur veriđ gefiđ út međ íslenskum texta. Vinsćlasta jólalag Bítils.
16. Working Class Hero. Af sólóplötunni Plastic Ono Band frá 1970. "Coverađ" af Marianne Faithful, Green Day, Manic Street Preachers, Marlyn Manson og ótal öđrum.
17. The Ballad of John and Yoko. Síđasta smáskífulagiđ sem Bítlarnir gerđu ´69. Reyndar sjá John og Paul tveir um allan flutninginn. 1. sćtis lag út um allt.
18. How Do You Sleep. Kvikindislegur níđsöngur um Paul McCartney af sólóplötunni Imagine ´71.
19. Dear Prudence. Af Hvíta albúmi Bítlanna 1968.
20. She Said, She Said. Á Bítla-plötunni Revolver frá ´66.
21. Help! Bćđi á samnefndri smáskífu og breiđskífu međ Bítlunum 1965. 1. sćti vítt og breitt um heiminn.
22. Jealous Guy. Af sólóplötu Johns Imagine ´70. Síđar toppađi ţađ vinsćldarlista í flutningi Roxy Music.
23. Gimme Some Truth. Einnig af Imagine plötunni. Varđ vinsćlt í flutningi bresku pönksveitarinnar Generation X (Billy Idol).
24. #9 Dream. Af sólóplötunni slöppu Walls and Bridges frá 1974.
25. God. Á sólóplötunni Plastic Ono Band 1970.
26. I´m So Tired. Af Hvíta albúmi Bítlanna 1968.
27. Mother. Á sólóplötunni Plastic Ono Band 1970. Eitt af mínum uppáhalds Lennon-lögum. Öskursöngur hans í ţessu lagi er einn sá flottasti í rokksögunni. Nafn skosku hljómsveitarinnar Primal Scream er skýrt í höfuđiđ á ţessum öskursöng.
28. This Boy. B-lag á Bítla-smáskífunni I Want to Hold Your Hand frá 1963.
29. Whatever Gets You Through the Night. Af sólóplötunni leiđinlegu Walls and Bridges 1974. Flaug í 1. sćti bandaríska vinsćldalistans í flutningi Johns og Eltons Johns. Og varđ til ţess ađ leiđa saman aftur John og Yoko Ono eftir 2ja ára ađskilnađ og rosalegs fyllerís Lennons (kallađ "týnda helgin").
30. Beautiful Boy (Darling Boy). Af dúettplötu Johns og Yoko-ar Double Fantasy 1980. Textinn fjallar um son ţeirra, Sean Lennon.
Á ţennan lista vantar sárlega Happiness is a Warm Gun af Hvíta albúmi Bítlanna frá 1968.
Athugasemdir
afhverju ţarf ađ gera upp á milli ţessara snilldarlaga.. öll hafa ţau sinn sess og öll hreifa ţau viđ mismunandi tilfinningum og minningum.
Óskar Ţorkelsson, 20.1.2008 kl. 23:52
Af hverju er Norwegian Wood ekki á listanum? Er ţađ vegna ţess ađ Paul á viđlagiđ?
Theódór Norđkvist, 21.1.2008 kl. 00:07
Sammála međ ađ "Happiness is a Warm gun" vantar, ćtti ađ vera á topp tíu. Ţar ćtti "Working class hero " líka ađ vera. Skondiđ ađ "This boy" hafi komist á listann, en ég er ánćgđur međ ađ friđartuggan ofspilađa hafi ekki komist á topp tíu....
Bubbi J. (IP-tala skráđ) 21.1.2008 kl. 00:29
Friđartuggan er auđvitađ "Imagine"
Bubbi J. (IP-tala skráđ) 21.1.2008 kl. 00:31
Óskar, ég játa veikleika minn eđa áhuga fyrir svona listum. Sem mikill Bítladellukall hef ég rosalega gaman af ađ velta mér upp úr svona listum. Ef ađ ţú rennir yfir listann yfir ţá sem ađ lögđust yfir dćmiđ ţá er virkilega gaman ađ skođa ţeirra niđurstöđu. Ekki síst vegna ţess ađ sumt kemur mér á óvart í niđurstöđunni og eitt og annađ skilur eftir spurningamerki. En viđ erum ađ velta fyrir okkur viđhorfi snilldar lagahöfunda á borđ viđ Ray Davies, Brians Wilsons, Billy Braggs og annarra sem eru atvinnulagahöfundar og hafa marg sannađ sig sem slíkir.
Theódór, já, vissulega sakna ég lagsins Norwegian Wood á ţessum lista. Aldeilis frábćrt lag og frábćrlega flutt af Bítlunum. Paul á hinsvegar ekki viđlag lagsins. John var búinn ađ semja lagiđ frá A-Ö ţegar hann bađ Paul um ađ prófarkalesa textann (eins og ţeir báđir gerđu oft á ţessum tíma). Paul lagđi til ađ textinn yrđi áhrifaríkari ef ađ húsiđ yrđi eldi ađ bráđ. John varđ afar ánćgđur međ ţessa athugasemd Pauls og breytti textanum til samrýmis viđ ţađ. Síđar skilgreindi hann framlag Pauls til textans sem 20% af endalegri útkomu sönglagsins. Eftir sem áđur kom Paul hvergi nálćgt lagasmíđinni.
Jens Guđ, 21.1.2008 kl. 00:38
Bubbi, ég er ţó verulega ánćgđur međ ađ Working Class Hero sé á listanum ţó ađ ţađ sé ekki á Topp 10. Ég hef stundum lent í ţví hlutverki ađ kenna fólki á gítar og ţađ er sérlega ţćgilegt ađ byrja á svona 2ja hljóma lagi (ađ vísu kemur eitt D sem aukalega á einum stađ).
Jens Guđ, 21.1.2008 kl. 00:44
Bubbi, Imagine er dálítiđ tvíbent lag. Ţađ er svo útjaskađ í flutningi allt frá lyftumúsíkur (muzak), "relaxing" pan flautu viđbjóđs til óperusöngvara ađ syngja ömurlegt popp. Samt frábćrt lag og frábćr texti.
Jens Guđ, 21.1.2008 kl. 00:49
Mig minnti ađ ég hefđi heyrt ađ Paul hefđi samiđ annađ hvort textann í viđlaginu, eđa viđlagiđ sjálft, en hann á sem sagt mjög lítiđ í ţví. Ţá hefđi ţađ átt ađ vera á listanum.
Norwegian Wood er ekki kraftmesta lag Lennons, ţar kemur Revolution sterklega til greina, en laglínan er mjög sérstök í NW og sítarspiliđ gefur laginu nánast dulrćnan blć.
Theódór Norđkvist, 21.1.2008 kl. 01:20
Ekki hvarflar ađ mér ađ reyna ađ gera upp á milli laga Lennons. Og í mínum huga eru ţessi lög í orginal útgáfum, ekki lyftutónlistarútgáfum eđa öđrum slíkum. Einstaka tónlistarmanni hefur tekist ađ túlka lög hans svo vel fari, en orginalarnir eru samt alltaf ţađ sem upp úr stendur.
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.1.2008 kl. 01:50
Sćll Jens, var ađ sjá kommentiđ frá ţér áđan hér neđar á síđunni, endilega sendu mér heimilisfangiđ ţitt í e-mail kleo@visir.is og ég skal senda ţér plötuna, mér ţćtti óendanlega gaman ađ heyra hvađ ţér ţykir um hana
Ylfa Lind Gylfadóttir, 21.1.2008 kl. 01:51
Theódór, ég er međ ţetta alveg á hreinu. Ég hef lesiđ samhljóđa frásögn Johns og Pauls á ţessu lagi. Reyndar er svo gaman ađ ţeir voru báđir mjög hreinskiptir um ţađ hvor samdi hvađ. Ţađ er innan viđ 1% ágreiningur ţeirra á milli hver samdi nákvćmlega hvađ. Sem er nćstum ótrúlegt miđađ viđ ađ John var hálfur út úr heiminum á árunum ´67 - ´69 vegna gífurlegrar dópneyslu. En undirstrikar samt hvađ ţeir tveir voru óendanlega hreinskiptir varđandi samstarfiđ. Eina dćmiđ sem ég man eftir ađ sé - og ţó ekki - ágreiningsmál er ađ Paul hefur haldiđ ţví fram eftir fráfall Lennons ađ hann eigi hlut í laginu Give Peace a Chance. Paul hefur ţó - mér vitanlega - aldrei útskýrt ţađ. Hann hefur flutt ţađ lag á hljómleikum og kynnt ţađ sem lag ţeirra Lennons. Ég man eftir einu viđtali viđ Paul ţar sem hann var spurđur um ţađ hvert framlag hans til lagsins hafi veriđ og hann svarađi diplómatískt: "Ég er skráđur međhöfundur. Á ţessum tímapunkti hefđi John ekki skráđ mig međhöfund ef ađ ég vćri ţađ ekki."
Jens Guđ, 21.1.2008 kl. 02:12
Ylfa Lind, ég ćtla ađ kaupa plötuna ţar sem ég finn hana til sölu. Ég er búinn ađ heyra ađ minnsta kosti 3 - 4 góđ lög af henni. Ţetta er ekki spurning um kostnađ viđ ađ eignast hana. Einhver 1000 eđa 2000 kall viđ ađ ná plötunni skiptir mig ekki máli. Ég kann vel viđ ţađ sem ég hef heyrt af henni og er búinn ađ ákveđa ađ eignast ţessa plötu. Vertu ekkert ađ eltast viđ ţađ dćmi. Ég nć plötunni á ţessu ári. Mér liggur ekkert á. Ég er kominn á sextugsaldur og tilveran er hćg hjá gamla manninum. En ef ţú endilega vilt ţá er póstfang mitt Pósthólf 8848, 128 Reykjavík.
Jens Guđ, 21.1.2008 kl. 02:32
Theódór, listi Uncut miđađist viđ lög sem Lennon samdi einn frá A-Ö. Sem lög, vel ađ merkja burt séđ frá texta. Ţess vegna komu ekki til greina mörg lög sem hann samdi međ Paul McCartney.
Sítarinn í NW gerir mikiđ fyrir lagiđ. Eins og John var andvígur sítarnum til ađ byrja međ. Hann hafđi andúđ á ţessu "mónótóníska asíurugli". En vegna djúprar vináttu ţeirra George Harrisons lét hann eftir sér umburđarlyndi. "Fyrst ađ Harrison er svona heillađur af ţessu sítargutli ţá bara okay gegn ţví ađ hann sćtti sig viđ ađ ég noti "fuzz" petal á gítarinn." George nefnilega hatađist út í "fuzz" gítarpetal Johns. George mótmćlti honum viđ öll tćkifćri og var kannski eini gítarleikari Bítlarokksins sem aldrei notađi "fuzz" petal.
Annađ merkilegt: George Harrison var hugsanlega eini gítarleikari Bítlarokksins sem aldrei hafđi áhuga á blús. John og Paul voru miklir blúsistar, rétt eins og liđsmenn Rolling Stones, Kinks, Who, Animals og svo framvegis. En George ţótti blús bara ţunglamaleg og leiđinleg músík. Samt sömdu Bítlarnir mörg frábćr blúslög.
Jens Guđ, 21.1.2008 kl. 03:14
Takk fyrir ţennan lista. Hvort mađur sé sammála eđa ekki skiptir ekki máli. En, gaman ađ ţú skulir loksins vera farinn ađ skrifa um tónlist.
Yngvi Högnason, 21.1.2008 kl. 08:43
Happiness is a warm gun á ađ sjálfsögđu ađ vera međ, einnig Girl af Rubber soul og I am the Walrus beint í fyrsta sćtiđ...og ađ sjálfsögđu er ég ţér sammála međ walls and bridges...
Guđni Már Henningsson, 21.1.2008 kl. 10:32
Mikiđ sakna ég "A Day In The Life" og "Being For The Benefit Of Mr. Kite" af Sgt. Peppers.
Guđmundur G. Hreiđarsson (IP-tala skráđ) 21.1.2008 kl. 11:38
Jájá, ţarna eru lög og ţarna eru ekki lög, ţannig er ţađ nú bara!
Strawberry Fields, In My Life m.a. fín lög já fyrir minn hatt, en önnur ekki. working Class Hero ađ sönnu flott, en ţetta er nú suđa upp úr eldgömlu bresku ţjóđlagadjásni frá miđöldum hygg ég!En hvađ um ţađ, vildi nú hins vegar fyrst og síđast koma ţví ađ, ađ söngkonan unga hérna hún Ylfa Lind má eiga ađ platan hennar er sú athyglisverđasta af flestum ef ekki bara öllum ţessum "Idolskífum" held ég bara! Keypti hana nýja á sínum tíma, lagavaliđ athyglivert og röddin flott! SEgi ţetta nú alveg eins og er og er ekkert ađ skjalla stúlkuna um of held ég međ ţví!
Magnús Geir Guđmundsson, 21.1.2008 kl. 15:05
eins og talađ út úr mínu hjarta. happiness is a warm gun á topp 10. sammála guđna um girl en ekki má gleyma hinu gullfallega i'm only sleeping. hvar er ţađ eiginlega?
Helga Ţórey Jónsdóttir (IP-tala skráđ) 21.1.2008 kl. 15:45
Ţetta er flottur listi, ég hefđi samt viljađ sjá How? á honum, og líka Crippled inside, en ćtli ţessir spekúlantar hafi ekki meira vit á ţessu en ég.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 21.1.2008 kl. 20:49
Ómar Ingi, 21.1.2008 kl. 20:53
Fínn listi en lagiđ "In my life " samdi Lennon líklega ekki aleinn. Paul segist hafa samiđ allt lagiđ viđ texta Lennons. Samkvćmt Lennon lagđi Paul til einhverja parta (skv Wikipediu og umfjöllun Ingólfur Margeirsson í ţáttunum bylting bítlana.)
Valgeir (IP-tala skráđ) 21.1.2008 kl. 21:29
Yngvi, ég sem var farinn ađ halda ađ ég vćri farinn ađ ţreyta fólk međ of miklum skrifum um músík.
Guđni Már, ég er algjörlega sammála.
Guđmundur, A Day in the Life hefur sennilega ekki veriđ gjaldgengt, eins frábćrt og ţađ er ţó. Millikaflinn er saminn og sunginn af Paul og setur töluverđan svip á lagiđ. Being For The Benefit Of Mr. Kite er 100% Lennon-lag en hefur greinilega ekki náđ inn á Topp 30 hjá dómnefndinni.
Maggi, ekki vissi ég ţetta međ Working Class Hero. Lennon einsetti sér ađ hafa lagiđ svo einfalt ađ menn ţyrftu varla ađ kunna á gítar til ađ geta flutt ţađ. Ekta alţýđulag.
Helga, I´m Only Sleeping er eitt margra flottra laga sem hefur ekki náđ inn á listann.
Matthildur, sama má segja um How. Ég set hinsvegar spurningamerki viđ Cripple Inside sem er níđsöngur um Paul. Lagiđ passar vel viđ heildarmynd plötunnar en er kannski meira léttur slagari en merkileg tónsmíđ.
Ómar, mér sýnist á tákninu ađ ţú sért ekki alsáttur.
Valgeir, In My Life er annađ tveggja laga sem John og Paul greindu á um ţátttöku hvors annars í lagasmíđinni (hitt lagiđ er Eleanor Rigby). Ţeir hjá Uncut virđast samţykkja fullyrđingu Johns um ađ Paul eigi lítiđ sem ekkert í In My Life. Í bókinni Beatlesongs er aftur á móti niđurstađan sú ađ Paul hafi átt hlut ađ máli. Í sömu bók er fallist á ađ Lennon hafi átt hlut í Eleanor Rigby. Ég hallast ađ niđurstöđu bókarinnar í báđum tilfellum.
Jens Guđ, 21.1.2008 kl. 23:09
Erlingur, ég fékk nákvćmlega ţessa sömu nostalgíu gćsahúđ viđ ađ skođa listann í Uncut.
Jens Guđ, 21.1.2008 kl. 23:33
Sammála međ ađ Happiness Is A Warm Gun sárlega vantar. Stórskemmtilegt lag og tilurđ lagsins er líka skemmtileg en sagan segir ađ John Lennon hafi samiđ ţađ eftir ađ hafa gripiđ teiknimyndablađ til ađ lesa. Ţví má bćta viđ ađ til er frábćr "Cover" útgáfa af laginu međ Breeders (hljómsveit Kim Deal úr Pixies).
Rúnar Már Bragason, 22.1.2008 kl. 00:12
Rúnar, ég á eftir ađ heyra útfćrslu Breeders á Happiness... Takk fyrir ađ benda mér á hana. Mér ekki gjarnt á ađ fá gćsahúđ viđ ađ hlusta á lög en minnist ţess ţó ađ hafa fengiđ gćsahúđ er ég í fyrsta skipti hlustađi á Happiness... Ţađ var ţegar kom ađ seinni hluta lagsins, samsöngsins og Lennon öskrar ofan í hann.
Jens Guđ, 22.1.2008 kl. 00:18
Ţađ er viđurkennd stađreynd ađ Paul á hrađa millikaflann sem hann syngur sjálfur í laginu í laginu In My Life.
Stefán (IP-tala skráđ) 22.1.2008 kl. 13:14
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.