Hann á afmæli í dag - kannski

  leadbelly_rca

  Margir héldu upp á afmæli bandaríska blúsistans Leadbellys í dag.  Meðal annars gerði Guðni Már Henningsson meistaranum góð skil á rás 2 í dag.  Hlustendum greinilega til ánægju.  Unga fólkið er að uppgötva Leadbelly.  Enda nauðsynlegt að þekkja hans framlag til rokksögunnar.  Já,  og blússögunnar eða bara dægurlagasögunnar.

  Fæðingardagur Leadbellys er reyndar á hreinu.  Samkvæmt sumum heimildum fæddist hann 20.  janúar 1889.  Aðrir heimildir gefa upp 23.  janúar 1888.  Enn aðrar 29.  janúar 1885.  Nákvæmur fæðingardagur hans verður áfram á reiki.

  Leadbelly var kvensamur skapofsamaður.  Ósjaldan lenti hann í illvígum slagsmálum og sat oftar en einu sinni fangelsi fyrir morð.  Hann var samanrekinn kraftaköggull og illvígur.  Dróg jafnvel upp hníf þegar kom til ágreinings.

  Leadbelly náði góðum tökum á 12 strengja gítar.  Spilaði á hann þannig að hljómaði eins og tveir gítarleikarar væru að verki.  Leadbelly er enn í dag kallaður "konungur 12 strengjanna". Hann lést 1949.  

  Leadbelly var/er einn af bestu söngvahöfundum Bandaríkjanna og hefur verið "coveraður" af mörgum helstu poppstjörnum heims.  Dæmi:

  Cotton Fields = The Beach BoysCreedence Clearwater RevivalÁrni Johnsen (Kartöflugarðarnir),  Lúdó & Stefán.

  Goodnight IreneJerry Lee LewisBrian WilsonVan MorrisonBrian FerryTom WaitsThe WeaversMichelle Shocked,  Siggi BjörnsHaukur Morthens...

  Rock Island LineJohnny Cash Lonnie DoneganLittle RichardBubbi Morthens...

  AlbertaEric Clapton

  Midnight Specials = Creedence Clearwater RevivalVan MorrisonABBA...

  When Did You Sleep Last Night / In the Pines = Nirvana (Nirvana "coveruðu" 3 önnur lög eftir Leadbelly.  Skömmu fyrir sjálfsvíg sitt sagðist Kurt Cobain ætla að hætta hljómsveitarspili og gerast nútíma Leadbelly.  Hvað svo sem það átti að vera),  Mark Lanegan...

  Pick A Bale of Cotton = ABBABubbi...

  Burgeose BluesThe Rolling Stones (þeir kalla lagið When the Wips Come Down),  Bubbi...

  Gallis Pole = Led Zepplin (stafsettu það Gallows Pole á LZ III)

  Black Betty = Tom JonesThe Ram Jam...

  Ég gæti haldið áfram langri upptalningu með Ry CooderGreatful DeadThe DoorsNick Cave...

  Til gamans má geta að The White Stripe,  The Hole og Siggi Lee Lewis enda jafnan hljómleika sína með Leadbelly lögum.   

  Ummæli:

  - Þetta byrjaði allt með LeadbellyJanis Joplin

  - Allt umlykjandi voru söngvarar eins og Leadbelly sem blönduðu saman allrahanda músíkstílumRoy Orbinson

  - Leadbelly var ekki einn af ahrifavöldunum.  Hann var áhrifavaldurinn.  Án hans væri ég ekki það sem ég er.  Van Morrison

  -  Fyrirmyndin er LeadbellyCurt Cobain

  - Hann (Leadbelly) var einn helsti drifkraftur minn á æskuárumRobert Plant


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

óþarfa smámunasemi: maðurinn heitir Mark Lanegan!

smámunaseggur (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 23:18

2 identicon

Jónatan Garðarsson á Rás 1,var með að mig minnir tvo þætti í vetur um Leadbelly,og einnig var hann með þátt um dagin (á Rás 1 að sjálfsögðu) með Mississippi John Hurt.Frábær samantekt hjá honum Rás 1 er stöðin.

jensen (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 23:22

3 identicon

Skemmtilegur og fræðandi pistill. Takk fyrir mig

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Jens Guð

  Smámunaseggur,  takk fyrir að leiðrétta þetta.  Ég laga það strax í færslunni.  Ég á plötuna,  sem og fleiri plötur með honum.

  Ég heyrði annan af þessum þáttum með Jónatani.  Frétti af hinum en missti af honum.  Jónatan vinur minn þekkir þetta dæmi vitaskuld frá A-Ö.  Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég kynntist Hauki Morthens fyrir aldarfjórðungi eða svo að hann var Leadbelly-fan og hafði verið frá sjötta áratugnum.  Ég vissi nefnilega ekki að Haukur var blúsisti í aðra röndina.  Það kom mér ekki síður skemmtilega á óvart að Bubbi frændi hans var/er ekki aðeins Leadbelly-fan heldur Leadbelly sérfræðingur.

Jens Guð, 29.1.2008 kl. 23:33

5 Smámynd: Jens Guð

  Anna,  þú ert áreiðanlega blúsisti.  Ég geng út frá því sem vísu.  Það er eins og mig minni að hljómsveitin Roðlaust og beinlaust frá Ólafsfirði hafi "coverað"  Goodnight Irene.  Ef ekki á plötu þá að minnsta kosti á hljómleikum.  Ég þarf að spyrja Sævar frænda Sverrisson um það. 

Jens Guð, 29.1.2008 kl. 23:38

6 identicon

Leadbelly var magnaður og þess má geta af því Jónatan barst í tal að hann mun fjalla um ekki ómerkari mann en Blind Lemon Jefferson í þætti sínum í fyrramáli á Rás1

Bubbi J. (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 23:41

7 identicon

Jens fyrst þú ert að skrifa um músik, þá datt mér í hug hvort að þú gætir ekki endurvakið eða réttara sagt komið því í spilun útgáfu þinni á þorraþrælinum sem að þú gerðir hér um árið,það gleymist ekki blessaður reddaðu því,rétti tíminn nú.Í alvöru þetta er flott útgáfa af Þorraþrælnum.

jensen (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 23:42

8 identicon

Náði í svona hálftíma af þætti Jónasar f. tilviljun, fagmannlega gerður þáttur og áhugavert að heyra loks í Leadbelly.   Skemmtileg færsla Jens, gaman að fræðast um þetta. Sló honum upp á wikipedia og svo virðist sem að hann hafi sungið sig til frelsis úr fangelsi þar sem hann sat f. morð (!) ,  (höfuðlausn ala Egill Skalla?)

Annars á ég eftir að kynna mér hann nógu vel,  fékk þá flugu í höfuðið seinasta sumar að ég vildi kynna mér rætur rokksins og kaupa verka áhrifamikilla blúsara, gaman að vita um upprunann á þessu öllu saman, fyrsta val mitt var þó ekki hann Leadbelly heldur Robert Johnsson sem var ekki síður áhrifamikill(t.d. á Stones, Zeppelin, Cream...), rakst einmitt á disk með honum í sumar Robert Johnson and the Old School Blues sem er einmitt m. aukadisk með (mögulegum) áhrifavöldum (m.a. Leadbelly)  http://www.allmusic.com/cg/amg.dll?p=amg&sql=10:ajftxqualdae  

Ari (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 00:00

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mjög fræðandi og skemmtilegt.

Heiða Þórðar, 30.1.2008 kl. 00:29

10 identicon

smámunaseggur, viltu segja Jens að edita neðra Kurt Cobain nafnið líka því þar stendur Curt m. C-i. Mér dettur hins vegar ekki í hug að vera svo óþarfa smámunasamur og segja Jens það sjálfur.

Gaman annars hvað heita margir Blind...    þessir blindu höfðu fátt annað að gera en að hafa gaman að músík... Blind Lemon Jefferson, Blind Willie Johnsson, Blind Willie McTell, Reverend Blind Gary Davis...

Ari (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 00:44

12 Smámynd: Jens Guð

  Bubbi,  í laginu Song for Woody á sinni fyrstu plötu sendi Bob Dylan þeim báðum,   Leadbelly og Blind Lemon,  kveðju.

  Jensen,  þú ert ekki einn um að hvetja mig til að henda Þorraþrælnum inn.  Á síðustu dögum er ég búinn að fá hátt í 10 áskoranir um Þorraþrælinn.  Meðal annars frá útvarpsstöðvum í Sviss,  Kanada og Skotlandi.  Síðast bara fyrir 10 mínútum eða svo bað frönsk útvarpsstöð mig um lagið því að hún vill senda Roberti Wyatt afmæliskveðju með því lagi ásamt lagi með Björk þar sem Robert syngur lag á Medúllu plötu Bjarkar. 

  Ég þarf að henda þessu lagi inn.

Jens Guð, 30.1.2008 kl. 01:59

13 Smámynd: Magnús Unnar

Frábær tónlistarmaður hér á ferð. Þetta var fræðandi. Takk fyrir mig

Magnús Unnar, 30.1.2008 kl. 13:52

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ætti nú bara verið búið að gefa þetta út aftur Jens minn og þú hefðir átt skilið að stórgræða á þessu!

reyndar var lagið svo mikið spilað á tímabili,(man nú ekki árið, ´96-98? að um of varð, en breytir þó ekki því að útgáfan var hreinn "Klassi" og er enn!

Og jájá, eins og sumir fleiri, þá LIFIR Leadbelly!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.1.2008 kl. 17:21

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og hinu má ekki heldur gleyma, hann Jonni, Jónatan Garðarsson, verður seint oflofaður fyrir sín störf í þágu íslenskrar tónlistar og önnur tengd músík, útvarpsstörf af margvíslegu tagi meðal annars!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.1.2008 kl. 17:25

16 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Jens, þú ruglaðir saman eftirnöfnum  Lonnie Donegan og Mark Lanegan.

Í upptalninguna vantar líka fyrsta lag sem menn læra á gítar, House of the rising sun.

Hjalti Garðarsson, 3.2.2008 kl. 21:23

17 Smámynd: Jens Guð

  Hjalti,  þar komstu með það.  Það var eitthvað skrítið við þessi nöfn hjá mér.

  House of the Rising Sun  er ekki eftir Leadbelly.  Það er enskt þjóðlag með bandarískum texta.  Leadbelly var heldur ekki fyrstur til að hljóðrita það með bandaríska textanum.

Jens Guð, 3.2.2008 kl. 22:37

18 identicon

Bubbi J. (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband