Músakjöt er gott

  mouse-on-burger

  Ég fagnaði nýju ári í gærkvöldi með vinafólki frá Víetnam.  Það vill heldur kalla nýja árið ár músarinnar en ár rottunnar.  Þess vegna var boðið upp á léttsteikt músakjöt.  Að vísu ekki sem aðalrétt vegna þess að á víetnömsku veisluborði er enginn aðalréttur heldur fjölbreytt úrval af smáréttum. 

  Músakjötið var frekar af skornum skammti því að það veiddust færri hagamýs en vonast var til.  Þar fyrir utan er örlítið minna kjöt á einni mús en til að mynda hrossi eða belju (hvað verður annars um allt beljukjötið á markaðnum?  Víða er boðið upp á nautasteik,  nautahakk,  kálfabjúgu o.s.frv.  en beljukjöt virðist hvergi standa neinum til boða).

  Músakjötið kom mér á óvart.  Það er veislumatur.  Bragðast einna líkast kjúklinga- og krókódílakjöti.  Er samt rauðleitara.  Þess vegna drukkum við rauðvín með.  Maður á nefnilega að drekka vín með mat og hafa það í sem líkustum lit og kjötið.  Það er líka gott að drekka mikið af því eftir matinn.  Og jafnvel töluvert daginn eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Rottur eru miklu betri

Ómar Ingi, 8.2.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

He he mikið hefur þetta verið gaman hjá þér....en hvers vegna ekki mýs? Örugglege ljúffeng villibráð. Ætti sennilega erfiðara með ketti....

Vilborg Traustadóttir, 8.2.2008 kl. 23:39

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Nei takk,ekki fyrir mig takk en Krókódílakjöt,krókódílalappir hef ég smakkað,það var á bragðið eins og kjúklingur.en hvar fengu þau músarkjöt?.kv.linda.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.2.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Halla Rut

Halla Rut , 8.2.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: Tiger

Æi, ég held að ég verði bara að segja það sama og Halla Rut  ...

Ég gæti ekki hugsað mér að borða músakjöt þó svo að ég sé næstum því viss um að það sé alls ekki bragðvont - en að fara að borða Jenna litla - nei ég gæti það ekki. Ég hef þó sannarlega borðað margt sem ekki er á boðstólnum handa hinum venjulega manni, hérna á klakanum allavega.

Froskalappir, bjöllur og sniglar - kanínur og dúfur og fleira í þessum dúr, en mús bara gæti ég ekki lagt mér til munns nema það hún sé matreidd og mér ekki sagt frá því að um mús væri að ræða.

Er samt ekki sammála með að maður verði að hafa vín með mat - hef aldrei drukkið vín með mat og ólst ekki upp við það að slíkt væri æskilegt. Góður sider og ávaxtasafar sem og tært vatn er ætíð inni hjá mér með mat.

Tiger, 9.2.2008 kl. 00:03

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þeir hafa náð sér í haustgotið...þær eru alltof sætar fyrir minn smekk og ég gæti hvorki borðað hund né rottu...annars er allur matur góður bara misgóður. kv eva

Eva Benjamínsdóttir, 9.2.2008 kl. 00:15

7 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  rottur eru reyndar borðaðar í Asíu en mér skilst að þær séu séraldar þar til manneldis eins og hundar.  Þær séu sem sagt ekki veiddar í næsta klóakröri.

  Ippa,  tilhugsunin um að smakka músakjöt er pínulítið framandi.  En samt ekki fráhrindandi á borð við tilhugsun um að borða hunda eða rottur.  Ég veit ekki með kattakjöt.

  Linda,  mýsnar voru veiddar í "mannúðlegar" músagildrur hér í nálægu fjalli.  Ég borðaði krókódílakjöt í Tékklandi.  Það er lostæti.  Þétt og fitulaust eins og músakjöt.

  Halla Rut,  takk fyrir innlitið.

  Tigercooper,  ég er minna spenntur fyrir því að borða snigla og bjöllur.  En mér er sagt að froskalæri séu afskaplega bragðgóð.  Léttvín með mat er hollt og gott.  Það er líka gott að drekka það bæði á undan og þó sérstaklega á eftir mat.  Best er að þamba það eftir mat. 

  Eva,  Víetnamarnir vildu - að mér skilst bara fullorðnar mýs.  Kunningi minn hefur smakkað hundakjöt og gefur því ekki háa einkunn.  Honum þótti það frekar seigt og slepjulegt.  Samt er reynt að fá það þéttara með því að hæghengja hundana og lemja þá með priki á meðan.  Þá fer adrenalín út í vöðvana og þéttir þá.

  Magnús,  kengúrukjöt var fyrir nokkrum árum tískubylgja á Akureyri.  Ég borðaði það nokkrum sinnum þegar ég átti erindi til Akureyrar.  Því svipar til nautakjöts.  

Jens Guð, 9.2.2008 kl. 00:47

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mig minnir að ég hafi sagt þér Jens að ég hef borðað hundakjöt bæði steikt og soðið og eins sem kássu eða biximat og eitt sinn fékk ég hundakjötssúpu með rófum og kartöflum.  Eitt sinn var ég á hundakjötsveitingastað í Kóreu og sat til borðs með norskri blaðakonu og þar kom danskur blaðamaður frá DR sem tók við okkur viðtal sem spilað ver undir nafninu "I Korea spiser mand hund" .  Viðtalið var spilað á dönsku "Gufunni" og var endurtekið amk tvisvar. Einhversstaðar á ég meira að segja slóðina á þetta á gömlu tölvunni.

Sigurður Þórðarson, 9.2.2008 kl. 00:48

9 Smámynd: Jens Guð

  Eitt sinn var mér boðið upp á léttristaðar og súkkulaðihúðaðar engilsprettur í Bandaríkjunum.  Ég hafði ekki lyst á að smakka þær.

Jens Guð, 9.2.2008 kl. 00:49

10 Smámynd: Jens Guð

  Siggi,  hvernig smakkaðist hundakjötið?

Jens Guð, 9.2.2008 kl. 00:51

11 Smámynd: Jens Guð

  Flugurnar heita sennilega engisprettur. 

Jens Guð, 9.2.2008 kl. 00:53

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he maður hefur séð ýmislegt þarna fyrir austan og rottur eru étnar allstaðar í asíu nema kannski japan..  í thailandi veiða bændur rottur á hrísgrjónaökrunum og kljúfa þær að endilöngu ekki ósvipað og saltfisk.. slægja kvikindið og steikja síðan yfir báli á teini með haus hári og hala :D.. algeri snilld.

Óskar Þorkelsson, 9.2.2008 kl. 01:06

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er enn það ónámaður í asískum matarfræðum að hafa hvorki smakkað rottu né mús, en það er ekki fruma í mér sem að andmælir slíku sem mat.

Steingrímur Helgason, 9.2.2008 kl. 01:14

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Allar mínar frumur andmæla músum og rottum sem mat... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.2.2008 kl. 01:16

15 identicon

Sælir matgæðingar, verð að vera með. Ég skellti mér eittsinn á marglittur er ég var erlendis, að vísu voru þær reyndar þurkaðar og þá voru þær barasta duft að mestu leiti, skál fyrir því.

viðar (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 01:42

16 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  mér er reyndar sagt að skottið sé það eina sem menn borða ekki af rottunni.  Menn bryðja haus og annað en skottið er - að mér skilst - ekki borðað.  Mér er sagt að það sé eins og að borða skóreim.

  Lára,  þú ert með fordóma.  Músakjöt er gott.  Ég veit ekki með rottur.

  Viðar,  eldri Bush ældi yfir forseta Japans þegar hann borðaði marglittur.  Það varð mikið hneyksli og dollarinn lækkaði um meira en 10% gagnvart japönsku jeni. 

Jens Guð, 9.2.2008 kl. 01:49

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hundakjötið var herramannsmatur.  Það er alveg laust við fitu en það er aftur á móti bara vöðvar og dálítil sina þannig að það verður að elda það vel þótt  þetta séu allt alinhundar.  Það líkist helst lamba leggjum. Þa' þykir best að steikja það í skál við eld á borði gestanna.  Þetta er borðað  ásamt ýmsu góðgæti með prjónum og er líklega fimm sinnum dýrara en kjúklingar sem er ódýr matur og t.d. mun ódýrari en fiskur.  Herlegheitunum er skolað niður með vatni eða kóresku hrísgrjónavíni.   Ég var svo saddur að ég gat ekki torgað eftirrétt  og lét mér nægja glas af koníaki.

Sigurður Þórðarson, 9.2.2008 kl. 02:38

18 identicon

Músakjöt, beljukjöt, allt er þetta af sama meiði og fer vel í maga. Allavega komst David Bowie að því að 'That Mickey Mouse has grown up a cow' í Life on Mars.

Guðmundur (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 09:36

19 identicon

Þetta er ekki mjög töff matur, og ennþá minna töff að éta hann. Neutasteik er töff! Og hamborgari. Ekki mýs.

Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 16:10

20 identicon

Viðbjóður, viðbjóður, viðbjóður. Eins og reyndar allur asískur matur.

Það sem mér fynnst ógeðslegast við asískan mat er þó það að þar er allt allt annað viðhorf til þess hvað sé hreinlæti.

Sápa er td lúxus sem óþarfi er að blæða í.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:11

21 identicon

Siggi Þórðar er greinilega farinn í hundana en músaborgari yrði trúlega kallaður smáborgari á McDonald's.

Steini Briem (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:16

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ástæðan fyrir því að halinn er ekki étinn Jens er sá að bændur fá 10 baht fyrir skottið frá ríkinu...

Óskar Þorkelsson, 9.2.2008 kl. 20:11

23 identicon

Má ekki eta skottið eins og spaggettí?

Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 10:47

24 identicon

Ég veit að ég er viðkvæm tepra en þessi mynd af rottuni á hamborgaranum er búin að skemma daginn fyrir mér.

Og fyrir ykkur sem ekki vitið, þá er mús bara lítil rotta. Þess vegna undarlegt að geta hugsað sér að éta mús en ekki rottu.

Myndir þú þá éta rottu unga Jens?

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 14:00

25 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég hef mikinn áhuga á "furðulegum" mat - píndi meira að segja oní mig hákarlsbita um daginn (og ældi næstum því...en það er önnur saga) -  og myndi því líklega ekki fúlsa við músaketi. Kengúruket hef ég smakkað og líkaði vel, sem og krókódíl og emúa. Barramundifiskur er máske ekki jafn "skrýtinn" en fæstir Íslendingar hafa þó smakkað hann.

Ég er mikill kattavinur, bý sjálf með þremur köttum, en myndi smakka kattakjöt ef mér byðist. Ég hef aldrei skilið "það er svo sætt"-rökin. Lömb, kálfar og grísir eru líka voða krúttlegir. Engisprettur eru ljótar en það er humar líka, svo ég færi ekki að láta greyin líða fyrir útlitið. Þau hafa öll jafnan rétt á að enda í mínum maga.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.2.2008 kl. 10:32

26 Smámynd: Heidi Strand

Halen kunne anvendes som tanntråd etter delikatessen.

Heidi Strand, 13.2.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.