11.2.2008 | 02:38
Hatursglæpir
Þeir eru kallaðir hatursglæpir þegar ráðist er á ókunnugt fólk einungis vegna uppruna þess. Árásarmennirnir eru að öllu jöfnu ungir vesalingar sem einfaldast er að skilgreina sem "lúsera". Ómenntaðir, heimskir og fáfróðir unglingar sem upplifa sig sem undirmálsfólk. Vanhæft til að fóta sig í samfélaginu vegna þess að það kemur frá "brotnum" heimilum, hefur orðið fyrir einelti sem börn eða kynferðislegu ofbeldi. Ég get alveg haft samúð með þessum aumingjum um leið og ég fordæmi aðferðir þeirra til að heimfæra sína vanlíðan yfir á ofbeldishegðun gagnvart þeim sem vegnar betur.
Það er sjálfsagt að hafa samúð með þessum illa stöddu einstaklingum. Ennþá nauðsynlegra er þó að samfélagið sé varið fyrir þeirra brengluðu skilgreiningu á samfélaginu. Þessir unglingar reyna að réttlæta sína vondu stöðu með því að kenna nýjum Íslendingum um sem hafa fært okkur velsæld sem mælist vera sú mesta í heimi.
Krakkakjánar í Reykjanesbæ hafa stofnað félagsskap sem þeir kalla Ísland fyrir Íslendinga, ÍFÍ. Talskona þess félagsskapar hefur stimplað sig rækilega inn sem verðlaunahafa í heimsku, fáfræði og ranghugmyndum. Ég votta henni samúð fyrir ömurlega æsku og brenglaða tilveru.
14 ára rugludallur er víst búinn að opna einhverja hatursnetsíðu á myspace sem beinist gegn fjölmennum hópi Pólverja á Íslandi. Strákgreyið ætti frekar að leita sér hjálpar hjá Stígamótum. Vandamál hans er stórt og ég ætla ekki að ráða frekar í það að sinni. Hinsvegar ætla ég að fylgja frekar eftir umfjöllun um hatursglæpi grunnhygginna ræfla.
Það gerist æ oftar að íslenskir unglingahópar ráðast með barsmíðum á einn og einn nýbúa fyrir það eitt að viðkomandi er ekki innfæddur.
Ég er alltaf til í að taka þátt í málefnalegri umræðu um það hvað íslensk stjórnvöld hafa unnið illa - eða ekki - heimavinnu varðandi það hvernig taka átti á móti þeim fjölda útlendinga sem hingað hafa komið síðustu ár vegna skorts á vinnuafli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 5
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 813
- Frá upphafi: 4111624
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 662
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Jens, málefnalega umræðan er hér:
http://groups.myspace.com/index.cfm?fuseaction=groups.groupProfile&groupID=107065626&categoryID=0&Mytoken=270E50BA-29F3-477D-A048661F466AC9A487049812
Segi eins og enskurinn, go knock yourself out
Ari (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 05:20
nei fjandinn það er búið að gera þetta að prívatgrúppu. Sá marga afbragðsspjallþræði þarna þegar þetta var opið, mannlegi þátturinn var ræddur þarna á krefjandi exístensíalízkan hátt af ungu efnilegu fólki , (13-18 ára aðallega.)
Ari (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 05:24
ég er í einu orði sagt bara hrikalega bit
halkatla, 11.2.2008 kl. 10:09
Getur verið að svona gerist, af því að við höfum ekki siðmenntaðri umræðu um innflytjendamál. Þetta er mál sem vel má ræða, með málefnanlegum umræðum. með því mætti kannski koma í veg fyrir að einstaklingar taki "lögin" í sínar hendur. Aukum umræðuna, leysum vandann.
mbk
Óli
Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 10:15
kvittkvitt.kv adda
Adda bloggar, 11.2.2008 kl. 11:15
mín reynsla er sú að íslendingar almennt eru umburðarlyndir en það eru þessir smá hópar fólks sem eru rotnu eplin.. konan mín td fer ekki lengur í strætó vegna þess aðkasts sem hún verður fyrir í nærri hverri einustu ferð.
Óskar Þorkelsson, 11.2.2008 kl. 11:58
Þetta sem þú ert að segja er í raun bara ad hominem argument:
An ad hominem argument, also known as argumentum ad hominem (Latin: "argument to the man", "argument against the man") consists of replying to an argument or factual claim by attacking or appealing to a characteristic or belief of the person making the argument or claim, rather than by addressing the substance of the argument or producing evidence against the claim.
Þú ert ekkert að koma með rök geng málstaðinum heldur ertu að reyna gera litið úr þeirra málstað með því að ráðast á mannsekjuna sem sagði hlutin.
Ekki það að ég er sammála þeim eða þér. Þetta er bara frekar ílla og vitlaust sett upp hjá þér.
toggi (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 15:08
Manni er brugðið við svona bjánaskap
Steinn Hafliðason, 11.2.2008 kl. 15:32
SUSSSS Jens, varst þú ekki búin að heyra að það má ekki tala um þetta.
Sammála því síðasta sem þú segir.
Halla Rut , 11.2.2008 kl. 15:33
let anyone fuck anyone until everyone has the same color...
Óskar Þorkelsson, 11.2.2008 kl. 17:13
Jurgen, ekki réttlæta hatursglæpi með svona.
Þór, þú ert alveg út á túni. Gáfnafar bandarísks raðmorðingja eða austurísks einræðisherra eru fráleit rök fyrir því að íslensk ungmenni sem hatast út í útlendinga séu kannski hámenntuð og bráðgáfuð.
Íslensku krakkarnir sem hatast út í nýbúa afhjúpa sig um leið og þeir opna munninn. Þeim er ómögulegt að leyna takmörkuðu gáfnafari og menntunarleysi. Þvert á móti. Þau gætu ekki komið því betur til skila þó að á enni þeirra væri húðflúrað "ómenntaður heimskingi".
Toggi, er það málstaður að hatast út í og ráðast með barsmíðum á nýbúa? Það er ekki málstaður heldur glæpur.
Jón Kristófer, það er ekkert samhengi á milli hatursglæpa og því að einhverjir talsmenn FF hafi viljað fara varlega í flæði útlendinga til landsins. Líka er vert að taka fram að "Ísland fyrir Íslendinga" hefur aldrei verið slagorð FF. Hitt er annað mál að ég er ekki sammála öllum áherslum allra í FF í málefnum innflytjenda en ég er sammála stefnu flokksins í þeim málefnum eins og hún er sett fram í stefnuskrá flokksins.
Halla Rut, jú, ég veit það.
Jens Guð, 11.2.2008 kl. 17:20
Minni á KallaTomm í kvöld.
Hvíti Riddarinn er með keflið og
blæs til leiks stundvíslega kl. 22.22.
Hvíti Riddarinn, 11.2.2008 kl. 17:35
Bryndís. Gaman að sjá að þú stekkur til ályktana, eins og þú tókst vonandi eftir, þá setti ég gæsalappir utan um lögin. Þegar ég talaði um það, þá var ég ekki að tala um að þetta lið væri að því, ég var að meina þegar fólk tekur sig til og lemur eða gerir eitthvað við útlending, af því að það heldur að hann eigi það skilið. ég var að tala um málin yfir höfuð, ekki þetta eina tilvik(sem er lið að tjá sig á vitlausum vettvangi). Ég sagði aldrei að hatursglæpir væru að taka lögin í sínar hendur. Ef þú tókst virkilega ekki eftir því, þá var ég að tala gegn því að fólk tæki "lögin" í sínar hendur, og gengi um og berði einhverja. Það væri ekki rétt hjá manninum þínum að gera það.
Ég var að tala um að opna umræðuna og beina henni á réttar brautir, burtu frá öllu sem flokkast gæti undir hatur.
Ert þú að segja að að því að ég vil auka umræðuna og leysa vandann, þá sé ég að tala fyrir því að fólk lemji hvort annað. Ég verð að segja, að þú móðgar mig.
mbk
Óli
Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 17:51
Oft fróðlegt að lesa um skoðanaskipti er varða komu útlendinga hingað, en ekki alltaf af sama skapi þekkingardrjúgt!
EF í alvöru ætti að takmarka komu evrópsk vinnuafls hingað, þá getur vart annað en tvennt komið til, að segja upp EES samningnum eða einfalglea þrengja vinnumarkaðin svo með einhverjum ráðum, að aðeins rúmi fjölda vinnfærra íslenskra ríkisborgara, m.ö.o. eyða eftirspurn sem mest eftir umframvinnuafli! Hvorttveggja er þó auðvitað nær ómögulegt, myndi auðvitað vera hreinlega heimskulegt að segja upp EES og hitt myndi draga úr hagvexti og þýða samdrátt með ófyrriséðum afleiðingum.
En vegna alheimssamdra´ttar, öðru nafni kreppu,s em í allavega einvherjum mæli virðist á leiðinni, þá yrði hið siðarnefnda í einhverjum mæli að veruleika. (og er kannski orðin það nú þegar.) því gæti svo farið nú, að innflutningur erlendis frá myndi stöðvast af sja´lfsdáðum eða minnka mikið á næstunni. Það hefur reyndar þegar byrjað, stórframkvæmdum fyrir austan að ljúka eða lokið og óvíst um fleiri slíkar, t.d. í Helguvík og við Húsavík.
En gaman væri svo að heyra Viðar Helga FF ungliðaleiðtoga skilgreina "Gott fólk"!
Magnús Geir Guðmundsson, 11.2.2008 kl. 19:11
Of mikið umburðarlindi gagnvart innflytjendum hefur skapað vandmál í Danmörku og nú síðast í Svílþjóð og þar tala menn um að innflytjandastefnan sé komin í þrot. Á því sem ég hef séð af samræðum Bryndísar og Viðars á bloggíðu Viðars virðast benda til þess að Bryndís vill frekar fara Sænsku leiðinni af því að sú stefna er umburðarlind.
Í Svíþjóð hafa inflytjendur kallað eftir harðari innlfytjendalögjöf til að koma í veg fyrir fordóma.
Svo áður en við hleypum öllum þessum útlendingum í landið finndist mér að þolmörk efnahagskerfis og samfélags gagnvart inflytjendum ættu að vera könnuð. Bæði efnahagskerfið okkar og samfélag hafa ákveðin þolmörk fyrir breytingum sem þarf að taka tillit til þegar útlendingum er hleypt inn í landið. Ef það er ekki gert er voðin vís.
En þetta eru víst allt saman hlutir sem má ekki tala um og við viljum ekki sjá fyrr en við rekum okkur ILLILEGA á þetta.
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 19:13
þakkir fyrir góða færslu Jens og ekki vanþörf á að nefna hlutina sínum réttu nöfnum og hárrétt að krakkabjánarnir koma upp um heimsku sína og fáfræði í hvert skipti sem þeir tjá sig um þessi mál...heimska er gott og gilt lýsingarorð um það þegar sjóndeildarhringurinn er þröngur(þröngsýni) og fólk þekkir aðeins nánasta umhverfi og skortir víðsýni.
Georg P Sveinbjörnsson, 11.2.2008 kl. 19:18
Icelandic History X
Ómar Ingi, 11.2.2008 kl. 19:21
Já, ef ég má víkja umræðunni að þáttum sem stjórnvöld geta gert til að sporna við þessu hatri. Hér hefur fólk sagt að Ísland sé mjög þróað land. Við myndum þá vonandi ekki víla fyrir okkur að kynnast þjóðernunum sem hingað leita á náðir okkar.
Byrja mætti á því að fá Háskólana, framhaldsskólana og önnur lærdómssetur til að taka í auknu mæli helstu mál innflytjenda til kennslu. Svo ekki sé talað um hagnýtt gildi þess að læra pólsku því þetta er nú eitt fjölmennasta land álfunnar.
Gera þyrfti tungumálanám innflytjenda alveg gjaldfrjálst og gera þeim eins auðvelt og hægt er að læra á okkar menningu, með smá tækni í mannlegum samskiptum og öðrum grundvallaratriðum mannlegra samskipta....eða hvað?
Sindri Viðarsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 20:30
Ísland til sölu kostar hræðslu og eina tölu.
Númi (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 22:52
Versta rasistasíðan á Íslandi er örugglega þessi hérna:
http://hrydjuverk.blog.is/blog/hrydjuverk/
Ég er hissa á að Morgunblaðið skuli leggja blessun sína yfir þetta rugl.
Ef fjallað væri á sama hátt um kristna trú eða gyðingatrú yrði þessari síðu
örugglega snarlega lokað.
Aðstandendur þessarar síðu telja sig sannkristna og vera að boða sinn "sannleika".
Hræsnin á sér stundum engin takmörk.
Það má nefna að bæði Hitler og Himmler voru góðir og gegnir kristnir menn.
Hitler söng meira að segja í kirkjukór þegar hann var lítill.
Ragnar (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 23:05
Hey Jens!!
Þú særir mig, ég er ekkert menntuð en tel mig alls ekki heimska takk fyrir takk (þó svo að ég viti alveg innst inni að þú hafir heldur ekkert verið að meina það)
Ég hef átt í alveg ótrúlega skemmtilegum samræðum við fólk á öllum aldri um þetta svakalega nýbúavandamál, og reyni sem mest að fá að taka þátt í samræðum gegn nýjum Íslendingum, og reyni þá kanski að hlusta fremur en tala (sem er mér almennt mjög erfitt) og aldrei og þá meina ég ALDREI hefur nokkur einasta manneskja, menntuð eða ómenntuð, gáfuð eða vitlaus, geta komið með einn punkt sem ég get verið sammála.
Þannig er nefninlega mál með vexti að áður en ég komst á unglingsskeið og varð eins og skyr í framan, var ég ofboðslega dökk á hörund og sem barn var ég með næstum svört augu og kolsvart hár, og manni fannst það fjandi hart að krakkarnir í nýja bæjarfélaginu sem maður flutti í máttu ekki leika við mann afþví að maður var skítugur útlendingur (var almennt álitin grænlendingur, tyrki og stundum asíubúi, fór eftir því hvernig skapi fólk var í þann daginn kanski?)
Undir tvítugt flutti ég svo til Danmerkur og þaðan til Svíþjóðar og þar var því miður sól, og hörundið dökknaði aftur, þar var oft hrækt á eftir mér í lestinni og kallað pegesvin (útlegst perkasvín á semi slæmri Íslensku) og einnig var einu sinni kallað á eftir mér sieg heil þegar ég var á gangi á Strikinu fræga.
Þessi tilfinning sem maður fær þegar einhverjum finnst þú ógeðslegur afþví að þú hugsanlega mögulega gætir verið af einhverju þjóðerni sem þykir ekki fínt er vægast sagt hræðileg, og óska ég þess engum. Þar af leiðandi er voðalega erfitt að fá mig til að meta fólk eftir þjóðerni fremur en persónu.
Fólk ætti kanski að reyna að setja sig í spor nýrra Íslendinga og reyna að ímynda sér hversu erfitt það er að vita, að þú ert bara engann veginn velkominn af stórri prósentu af þjóðinni sem það flyst til.
Og ég sem er ættuð frá Raufarhöfn, þar sem fólk hélt að útlendingur væri sígarettutegund fram undir síðustu aldarmót
Voðalega þarf ég alltaf að skrifa langar ræður þegar ég kommenta hjá þér Jens minn
Ylfa Lind Gylfadóttir, 12.2.2008 kl. 01:55
Ylfa Lind, það er bara kærkomið að þú tjáir þig vel og rækilega á blogginu hjá mér.
Það er ekkert neikvætt að vera ekki langskólagengin/n. Fjarri því. Og það er ekkert samasemmerki á milli gáfnafars og lengd skólagöngu.
Hinsvegar virðist heimska, fáfræði og stutt skólaganga fara illa saman í mörgum tilfellum. Kannanir, bæði hérlendis og erlendis, sýna að eftir því sem námsárum fjölgar þeim mun umburðarlyndara og skilningsríkara verður fólk í garð annarra kynþátta, trúarbragða, menningar og svo framvegis.
Hatur og heift út í nýja Íslendinga er ekki nýbúavandamál heldur fordómavandamál.
Fyrir nokkrum árum flutti einn vinur minn með sína fjölskyldu vestur til Bandaríkjanna. Sá var mikill rasisti og hlakkaði til að ganga í Ku Klux Klan. Hann var varla fyrr búinn að koma sér fyrir í nýja landinu en KKK fór að ofsækja hann sem útlending.
Ég hef glott við að fylgjast með því hvað slegið hefur verulega á kynþáttafordóma vinarins í glímunni við KKK og við það að kynnast fólki af mismunandi kynþáttum. Til að kóróna dæmið eignaðist dóttir hans síðan barn með blökkumanni. Þá hló ég. Og núna er hann að ofdekra þetta sitt fyrsta barnabarn, hörundsdökkt.
Jens Guð, 12.2.2008 kl. 03:53
Féleg anti-rasista hljómar hættulega líkt antifa hópum Evrópu sem eru ofbeldishneigðir vinstriöfgamenn og eru engu skárri en þeir sem þykjast berjast við.
Alexander Kristófer Gústafsson, 12.2.2008 kl. 18:15
http://hrydjuverk.blog.is/blog/hrydjuverk/
Rasistasíða?
Hversu oft þarf að segja þetta? Islam er ekki kynþáttur heldur trúarbrögð. Er ekki vantru.is rasistasíða fyrir að gagngrýna kristni? (og ég er guðleysingi sem er afskráður úr þjóðkirkjuni)
Alexander Kristófer Gústafsson, 12.2.2008 kl. 18:20
Jurgen, þegar menn ráðast með barsmíðum á manneskju og ganga í skrokk á henni af þeirri einu ástæðu að manneskjan er frá útlöndum þá hefur það EKKI tvær hliðar. Það er einhliða hatursglæpur.
Þegar þú í þessu samhengi vísar til þess að útlendingar fremji líka glæpi þá ertu að gera lítið úr hatursglæpnum. Ekki síst þegar þú nefnir það dæmi sem aðra hlið á sama máli.
Þú áttar þig á því hvernig málflutningur þinn hljómar ef við heimfærum þetta yfir á eitthvað annað. Til að mynda stjórnmálaumræðu. Þar er oft gripið til sömu aðferðar og þú gerir. Þegar Árni Matt var sakaður um að hafa ekki ráðið hæfasta umsækjanda í stöðu héraðsdómara þá gripu þeir flokkshollustu til þess bragðs að vísa á að Össur hafi staðið líkt að málum þegar hann skipaði forstjóra Umhverfisstofnunar. Fattarðu?
Jens Guð, 12.2.2008 kl. 22:08
Þór, ég er ekki að segja að ef útlendingur ræðst á Íslending þá skuli það ekki flokkast sem hatursglæpur. Hvernig getur þú hrapað að svona kjánalegri ályktun? Ertu að sulla í víni?
Jens Guð, 15.2.2008 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.