13.2.2008 | 20:03
Ódýrasti skemmtikraftur landsins
Ég reyni eftir fremsta megni að missa ekki af útvarpsþætti Sverris Stormskers og Halldórs Einarssonar á Útvarpi Sögu. Hann er á dagskrá á milli klukkan 16:00 til 18:00 á miðvikudögum. Þeir félagarnir eru bráðfyndnir og eiga létt með að koma viðmælendum sínum í góðan gír. Í dag ræddu þeir við Gurrí Har og Árna Johnsen. Þau eru reyndar jafnan í góða gírnum og voru það einnig í spjallinu í dag.
Í spjallinu við Árna kom fram að hann hefur í áranna rás komið um 3000 sinnum fram sem skemmtikraftur. Það kom mér ekki á óvart því að ég hef sennilega séð hann syngja og spila á Þjóðhátíð í Eyjum, Færeyskum dögum í Ólafsvík og víðar að minnsta kosti 5 - 10 sinnum. En það sem kom mér á óvart er að Árni tekur aldrei krónu fyrir að skemmta með leik og söng. Ef um mikinn útlagðan kostnað er að ræða þá lætur Árni skemmtanahaldarann afgreiða hann. En sjálfur rukkar Árni ekki neitt fyrir sitt framlag.
Þetta eru góðar fréttir fyrir blanka skemmtanahaldara. Fólk er að nurla saman 200 þúsund kalli fyrir hinn og þennan söngvarann til að syngja við brúðkaup, jarðarfarir eða í fermingarveislum. En svo er hægt að fá Árna Johnsen syngja alveg ókeypis um Þykkvabæjarkartöflur og Gölla Valdason.
Flokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:52 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
Nýjustu athugasemdir
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jósef, vinsældalistar og listar yfir bestu plötur eru ágætir s... jensgud 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Það er töluverður munur á vinsælarlistum og listum yfir bestu p... jósef Ásmundsson 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ingólfur, bestu þakkir fyrir frábæra samantekt1 jensgud 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Bítlarnir eru og voru einstakir. Þeir sameinuðu að vera fyrsta ... ingolfursigurdsson 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Stefán, vel mælt! jensgud 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jóhann, ég tek undir hvert orð hjá þér! jensgud 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ég tek algjörlega undir það sem þú skrifar Jóhann. Almennt held... Stefán 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: það er nokkuð víst að önnur eins hljómsveit á ALDREI eftir að k... johanneliasson 9.4.2025
- Sparnaðarráð: Guðmundur (#9), takk fyrir það. jensgud 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Til frekari fróðleiks má geta þess að grafít hefur ekkert nærin... bofs 2.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 280
- Sl. sólarhring: 389
- Sl. viku: 990
- Frá upphafi: 4134914
Annað
- Innlit í dag: 228
- Innlit sl. viku: 794
- Gestir í dag: 216
- IP-tölur í dag: 215
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Þó það nú væri að Árni Johnsen færi ekki að rukka fólk fyrir að þurfa að hlusta á hann! Frekar ætti það að vera á hinn veginn, að hann borgaði fyrir að fá að koma fram og kvelja fólk með ósköpunum!
Geturðu ekki notað sambönd þín á Útvarpi Sögu og hvatt þau til að setja dagskrána á netið fyrir okkur sem höfum ekki tök á að hlusta á daginn?
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 20:14
Þau fylgjast með blogginu mínu á ÚS þannig að þau sjá þessa athugasemd þína. Ég tek undir það að gaman væri að geta hlustað á eldri þætti stöðvarinnar á netinu. Þættir vikunnar eru spilaðir um helgar. Ég veit aldrei hvenær hvaða þáttur er endurspilaður en næ flestum þeirra áhugaverðustu um helgar.
Jens Guð, 13.2.2008 kl. 20:22
pant fá Jónseninn til að syngja yfir mér þegar ég verð jarðaður, eins og Þykkvabæjarkartafla
Brjánn Guðjónsson, 13.2.2008 kl. 20:24
Hann Jens Guð,er alveg ágætur skemmtikraftur,nú óskast örsaga frá þér góurinn.
Númi (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 20:40
Það væri nær að borga kallinum fyrir að koma ekki fram! Kanski að Þjóðleikhúsið gæti þar reddað einhverju klinki.
viðar (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 20:42
Eina sem ég vil heyra Árna syngja, er hans síðasta!
Úpps. þetta var dáliítið ljótt.
Mummi Guð, 13.2.2008 kl. 20:48
Brjánn, bókaðu kallinn sem fyrst. Hann er vísast eftirsóttur eftir þessar upplýsingar.
Númi, ég hendi inn sögu þegar kvöldverkum mínum er lokið.
Viðar, hugmyndin er góð. Í fyrra bloggaði ég um "böskara" (götuspilara) sem kann bara eitt lag. Það lag spilaði hann alltaf á sama stað á verslunargötu. Starfsfólki verslana þar í grennd fékk ofnæmi fyrir laginu og borgar gaurnum daglega pening fyrir að spila ekki.
Mummi, já, dálítið ljótt.
Jens Guð, 13.2.2008 kl. 21:04
fyrir alla aðdáendur harmonikkupönks, er ÁJ eðal og aðal
Brjánn Guðjónsson, 13.2.2008 kl. 21:14
Haha, mikið glens að ég segi nú ekki gráglettni hér á bæ sem oft áður!
En aag Jens, 200000 fyrir söngvarann einan og sér er nú heldur mikið í lagt hjá þér, veit það nú því ég og mínir bræður bárum föðurgrey okkar til grafar fyrir litlum fjórum mánuðum. Eðalmennið og þinn gamli sveitungi, Óskar Pétursson, söng fyrir okkur ásamt kórnum og ekki var þetta nú svo dýrt.
Tek svo undir með hinni frómu kvinnu Láru Hönnu, SAga hætti líka að heyrast hér norðan heiða um áramótin.
Magnús Geir Guðmundsson, 13.2.2008 kl. 21:14
Þá er nú lögfræðin í Háskóla Íslands betri:
"Þann 13. febrúar 2007 skaut færeyskur hryðjuverkahópur, Frelsum Færeyjar, á loft flugskeyti sem gjöreyðilagði Alþingishús Íslendinga við Austurvöll. Hryðjuverkahópurinn hafði ætlað sér að beina flugskeytinu að frændum vorum Dönum en mistök urðu í útreikningum hnitgreiningarmanns hópsins, Jógvin Eysturstein, þannig að flugskeytið lenti á Alþingishúsinu. Allnokkrir Alþingismenn voru fluttir slasaðir á slysadeild og eru þrír þeirra enn í lífshættu. Mörður Hrappsson dómsmálaráðherra ..."
Steini Briem (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 21:28
Þar með er þingmaðurinn enn og aftur að brjóta lög.........þrátt fyrir falska tóna
Einar Bragi Bragason., 13.2.2008 kl. 22:19
Hvis Árni tok betaling for tralleriet sitt, ville han aldri komme til å opptre. Han har jo også fått eget tv program, jeg lurer på om det var gratis også.
Heidi Strand, 14.2.2008 kl. 12:08
Gott að vita þetta. Það er einmitt verið að fara að jarða gamla frænku mína á mánudaginn. Fínt að hressa upp á liðið með þykkvabæjarsöngnum hans Árna Jonsen bæði í útförinni, og svo aftur sama lagið í erfðardrykkjunni.....2svar!
Siggi Lee lewis (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.