Lay Low á toppnum

umslag 8 - ökutímar 

  Fyrir viku síðan spáði ég því að platan Ökutímar með söngkonunni Lay Low myndi ná toppsætinu í þessari viku.  Þetta hefur gengið eftir.  Ökutímar er söluhæsta platan á Íslandi í dag.  Það er sérstakt fagnaðarefni.  Ekki aðeins er platan hin áheyrilegasta,  eins og Lay Low er von og vísa,  heldur rennur allur ágóðahlutur Lay Low af sölu plötunnar óskiptur til Aflsinssystursamtaka Stígamóta á Norðurlandi

  Þess vegna hvet ég alla þá sem eiga eftir að kaupa þessa plötu til að draga það ekki lengur.  Best er að kaupa nokkur eintök og gefa þau í afmælisgjafir og stinga þeim með í fermingarpakkana.  Með því er vakin athygli á þarfri starfsemi Aflsins og stutt við bakið á fjársveltum samtökum.  Um leið er vakin athygli á höfðinglegu framtaki Lay Low.  Það getur orðið öðrum hvatning til að styðja Aflið.  Og viðtakandi getur hlustað á fína plötu.

www.aflid.muna.is

www.myspace.com/baralovisa     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líka hægt að leggja einhverja upphæð inn á Aflið í banka, 1145-26-2150, kennitala 690702-2150.

Steini Briem (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er svo sannarlega gleðiefni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2008 kl. 20:26

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju... þú átt örugglega þinn þátt í því, Jens. Systir þín má vera stolt af þér. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.2.2008 kl. 20:54

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

er að bíða eftir að síðan hlaðist niður. myspace hefur verið í sérstaklega mikilli sultu undanfarið. kíki annað veifið til að tékka, en alltaf sama sultan.

gafst upp á að bíða.

Brjánn Guðjónsson, 14.2.2008 kl. 21:13

5 identicon

Auðvitað var þetta vitað með Lay Low,en var það vitað að héraðsdómur mundi sýkna nauðgarann er kom fram vilja sínum fram,á salerni á Hótel Sögu í fyrra.Og vel á minnst er hann ekki frá Litháen?Vá rétt þori að skrifa þetta,Jens hver er þín skoðun.?

Númi (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 22:03

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Góð plata, gott málefni, skrýtinn dómur.

Markús frá Djúpalæk, 14.2.2008 kl. 22:07

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hæstiréttur ómerkti í dag dóm héraðsdóms í nauðgunarmáli og vísaði málinu heim í hérað til nýrrar aðalmeðferðar. Ákærða sem er tæplega tvítugur karlmaður er gefið að sök að hafa aðfaranótt 17. mars 2007 þröngvað tvítugri konu á salerni í kjallara Hótels Sögu í Reykjavík til samræðis og annarra kynferðismaka með því að ýta henni inn á salernisbás og halda henni þar meðan hann hafi komið fram vilja sínum.

Markús frá Djúpalæk, 14.2.2008 kl. 22:10

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvernig tengjast ofantalin komment íslenskum nauðgurum, eða erlendum?

einhver með slæma samvisku hér?

Brjánn Guðjónsson, 14.2.2008 kl. 22:36

9 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  takk fyrir að minna á það.

  Ásthildur,  ég tek undir það.

  Lára Hanna,  ég vona að mér takist að ýta á einhverja.

  Brjánn,  ég kann ekkert á myspace.

  Númi,  ég tók sýknudóm Héraðsdóms í þessu máli fyrir hér:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/259017  Þar neðst lýsi ég skoðun minni á málinu.

  Markús,  ég heyri líka að þið hjá Útvarpi Sögu eruð dugleg við að spila lög af plötunni.  Bestu þakkir til ykkar fyrir það.

Jens Guð, 14.2.2008 kl. 22:40

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Brjáni hinum norðlenskættaða til upplýsingar, þá er AFLIÐ systursamtök Stígamóta, er taka á grimmum afleiðingum til dæmis nauðgana og annara kynferðisafbrota. Til þess rennur allur Ágóði Ley Low af plötunni. Þar liggur tengingin.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.2.2008 kl. 22:54

11 identicon

Því miður þá finnst mér söngur Lovísu (aka. LEYLÓ) allt of veikburða og máttlaus til að hann geti verið góður. Auk þess kann hún ekki að syngja - eða semja á íslensku. Hún slítur orð í sundur og framburður sumra orða er úti á túni.

Sorrí, komið með frambærilegri söngvara! 

Guðríður (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 01:40

12 Smámynd: Jens Guð

  Guðríður,  það er sérstæður söngstíll Lay Low sem gerir tónlist hennar svo heillandi.  Það er þessi krúttlegi raulsöngur hennar sem er ástæðan fyrir því að hún skaust eldsnöggt upp á stjörnuhimininn 2006 og hefur síðan verið ein af súperstjörnum landsins.  Líka ástæðan fyrir því að hún var kosin besta söngkonan á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra.  Lay Low hefur sem sagt formlega verið krýnd frambærilegasti kvensöngvari landsins.

  Lay Low á það sameiginlegt með Janis Joplin að vera ekki góður söngvari fagurfræðilega.  En í dægurlagamúsík er það ekki málið.  Þess vegna getum við

  Ég verð ekki var við hnökra í íslenskum textum hennar né framburði.  Forvitnilegt væri að fá dæmi um það.     

Jens Guð, 15.2.2008 kl. 01:59

13 identicon

Lay Low er flott, góð lög, skemmtilegur og soldið öðruvísi söngstíll en gengur og gerist sem einmitt gerir hana svo heillandi, og ekki skemmir fyrir að hún getur spilað á gítar líka. heyrðu jens er hún skyld þér?

steiner (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 03:13

14 Smámynd: Jens Guð

  Steiner,  ég veit ekki til þess að hún sé skyld mér.  Sýnist þér við vera svona lík? Eða er söngrödd okkar lík?

  Ef ég man rétt þá er faðir Lay Low frá Sri Lanka.  Ég veit ekki hvort að móðir hennar er íslensk eða líka frá Sri Lanka.

Jens Guð, 15.2.2008 kl. 04:10

15 identicon

Frábært að heyra, líka góð plata!

En var einhversstaðar getið um listamanninn sem gerði kovverið?

Reynir (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 13:19

16 identicon

Reynir, þessu var bara nappað. Þetta er vintage plakat sem var bara copy/paste-að

Viggi (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 12:41

17 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mér sýnist nú karlmaðurinn á koverinu líkjast Þresti Leó Gunnarssyni.

Markús frá Djúpalæk, 16.2.2008 kl. 12:47

18 identicon

Markús, það er rétt, en tilviljun ein :)

Viggi (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 17:26

19 identicon

Samt Markús, þegar ég lít á hana aftur. Þetta er miklu líkara Gunnari Eyjólfs á yngri árum.

Viggi (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 17:26

20 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Kannski eru þeir ekkert ólíkir leiksnillingarnir, Gunnar og Þröstur.

Markús frá Djúpalæk, 16.2.2008 kl. 17:41

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta er Þröstur Leó, hann leikur eitt aðalhlutverkið í verkinu, eða lék öllu heldur,sýningum lokið í bili að minnsta kosti! (eða það held ég.)

Magnús Geir Guðmundsson, 16.2.2008 kl. 20:33

22 identicon

Er þetta Þröstur Leó?

verk sem er teiknað fyrir 40 árum í bandaríkjunum? og sýnir Þröst Leó? það er aldeilis magnað.

Hans (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 19:21

23 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

þetta er flott framtak hjá henni ...en verst þykir mér að þetta eru meira og minna cover lög(oft heyrt þau flest í flottari úts).......Þetta með söngin...ég er alveg á báðum áttum.....mér finnst hún með svolítið krúttlega rödd og fíla hana í skömmtum......en hún minnir mig mikið á barnasöng......eða fullorðinn að reyna syngja barnalega......þetta með framburðinn ...það er stundum eitthvað skrítið í því hevrnig hún slítur sönginn á milli orða.....en það eru margir Ísl söngvarar sem syngja ekki vel á Íslensku.

Einar Bragi Bragason., 18.2.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband