14.2.2008 | 22:22
Kastljós og sonur og tengdadóttir Jónínu Bjartmarz
Eftirfarandi pistil bað kunningi minn mig um að birta á blogginu. Hann hefur mjög vonda reynslu af þjónustu Útlendingastofnunnar. Vegna þess að hann reiknar með því að þurfa að leita oftar til stofnunarinnar þá vill hann ekki blogga um þetta sjálfur.
Ung kona, Lucia Celeeste Molina, fékk íslenskan ríkisborgararétt á mettíma. Eftir aðeins rúmlega ársdvöl í landinu. Svona eins og íþróttamenn hafa fengið, Fischer og fleiri góðir menn (man ekki eftir neinni konu).
Hún þurfti að komast í lánasjóð íslenskra námsmanna. Seinna kom í ljós að hún var tengdadóttir Jónínu Bjartmarz fyrrverandi formanns allsherjarnefndar (sem afgreiðir flýtimeðferð á ríkisborgararétti) og þáverandi ráðherra. Auðvitað vissi Bjarni Benediktsson formaður allsherjanefndar ekkert um það.
Enginn vænir Bjarna og frú Bjartmarz um spillingu.
Nú vill unga konan þakka fyrir sig með því að fara í mál við Kastljós. Hún vill fá 3,5 milljónir fyrir að þessi sjónvarpsþáttur upplýsti um flýtimeðferðina. Það er munur að eiga tengdaforeldra sem bæði eru lögfræðingar.
Vestur á Ísafirði bíður lítil stúlka þess að vera hent úr landi. Hún er ekki með rétta pappíra. Hún á ekki foreldra sem eru lögfræðingar og eiga sand af seðlum.
Starfsmenn Útlendingastofnunar koma dónalega fram við fólk sem þarf að leita eftir þjónustu hjá þessari stofnun.
Stofnunin svarar ekki bréfum, svarar ekki tölvupósti, starfsmenn koma dónalega fram við viðskiptavini. "Málið er í vinnslu," segir einn starfsmaður. Næstu viku á eftir segir annar starfsmaður að það sé ekki byrjað að vinna í málinu. "Það verður hringt í þig eftir hádegi" sem er alltaf svikið (hvað annað?).
Að fá ferðamanna visa fyrir manneskju utan EES tekur 4 til 6 mánuði, ef þú ert ekki klár á kerfinu. Útlendingastofnun þarf ekki að fara eftir stjórnsýslulögum nema þegar henni hentar. Að veita upplýsingar er eitthvað sem stofnunin gerir ekki.
Það er munur að þekkja rétta fólkið, vera giftur inn í réttu fjölskylduna og ekki síst að eiga nóg af peningum.
Megi allar tengdadætur og tengdasynir Íslands vera velkomin til landsins alveg sama hvort viðkomandi persóna er gift inn í ríka forréttindafjölskyldu með sterk pólitísk tengsl og góð tengsl inn í stjórnkerfið eða ekki.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 15.2.2008 kl. 10:39 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 16
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1038
- Frá upphafi: 4111599
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 873
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
heyr heyr!góður pistill hjá þér jens
Adda bloggar, 14.2.2008 kl. 22:29
Heyr heyr tek undir þetta.
Alejandar litla var einmitt hér hjá mér í dag. Hún fór til El Salvador um jólin, og þeir byrjuðu á að taka af henni alla pappíra og sögðu að hún ætti að vera kyrr í landinu. En sem betur fer fékk hún pappírana aftur og er komin heim, því hér er hennar heima. Þau fengu nýja pappíra úti í El Salvador undirritaða af báðum foreldrum, eins og fyrri pappírar reyndar voru. Nú er að sjá hvort þeir verða viðurkenndir. Ég mun fylgjast með og láta vita hvernig það fer. En nú í vor hafa þau verið hér í 7 ár, og eiga því rétt á að fá íslenskan ríkisborgararétt, þeim var hafnað nú í haust. Höfðu ekki dvalið nógu lengi í landinu. En við sjáum til.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2008 kl. 22:36
úhh, ahh, pólitísk fryggð. mmm, hve gott hlýtur að vera framsóknarmaður
Brjánn Guðjónsson, 14.2.2008 kl. 22:39
Mér er það til efs að hæft starfsfólk starfi í allskonar eftirlitum hér á landi.Klíkuskapur er allsráðandi í þessu þjóðfélagi.Hvernig haldiði að það yrði ef Paul Nikolov,þingmaður vinstri grænna yrði starfsmaður útlendingastofnunar,vá úff,við reyndar styðjum sama flokk en það gæti og er hugsanleg breyting á því hjá mér.Nikolov þessi er öfgamaður að mínu mati.Vona að allt gangi vel hjá kjarnakonunni Ásthildi.
Númi (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 22:45
Já, víða sýnist pottur brotin og í fullu gildi virðist enn, að "Ekki er sama Jón og Sr. Jón"!
Og eins og mátti heyra í fréttum dagsins, eru dómarar landsins í héraðsdómi, sumir hverjir allavega, að sóa tíma og almannafé vegna vanþekkingar á ítrekuðum lagatúlkunum Hæstaréttar.
Þetta er nú ekki gott!
Magnús Geir Guðmundsson, 14.2.2008 kl. 22:46
Fínasti pistill.
En er þessi unga stúlka vestur á Ísafirði nokkuð með lögheimili hjá unhverjum núverandi eða fyrrverandi ráðherra?
Það gæti hjálpað, þó svo að ungvin í þessari blessuðu alsherjarnefnd hafi nú vitað, eða kannast við heimilisfang Jónínu Bj...........
Runólfur Jónatan Hauksson, 14.2.2008 kl. 22:50
Helgi Seljan sinnti vinnu sinni flottur þegar hann spurði Jónínu, tilvonandi tengdamóður braselískrar stúlku. Hvers vegna stúlkan braselíska hefði fengið forgang í að fá ríkisborgararétt hérna á Íslandi...Umrædd braselísk vinkona sonar þáverandi utanríkisráðherra Jónínu Bjartmars ætlaði að sækja nám í breskum háskóla ...Íslensku námslánin eru einstök og ég ætla að þau hafi verið titillinn að umsókninni um ríkisborgararéttinn...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 14.2.2008 kl. 22:52
Í raun ætti þjóðin að fara í mál við Jónínu Bjartmarz,framsóknarkonu en í þeim flokki grasserar óþverrin hæst.
Númi (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 22:57
Frábær pistill, allir sem eitthvað hafa þurft að aðstoða útlendinga með heimsóknar- eða dvalarleyfi vita að málsmeðferð fyrir aðra en afreksmenn og venslafólk framsóknarmanna er hreinlega til skammar. Ég held að almenningur hafi fengið upp í kok þegar maður sá hrokann í Lúsíu að detta það í hug að fara í mál við Kastljós. Það virðist ekki þurfa að hafa alist upp á framsóknarheimili til að upplifa spillingu og valdnýðslu sem eðlileg forréttindi - eitt, tvö ár á slíku heimili virðist nóg.
Guðmundur (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 23:21
Frábær pistill Jens !!
Óskar Þorkelsson, 14.2.2008 kl. 23:27
Flottur pistill Jens.
En er það ekki rétt munað hjá mér að konan hans Erró hafi fengið íslenskan ríkisborgararétt án þess að þurfa að koma til landsins!
Mummi Guð, 14.2.2008 kl. 23:35
Enn eitt dæmið um bananalýðveldi Ísland
Soll-ann, 14.2.2008 kl. 23:46
Þar sem Framsókn er þar er spilling.
Ómar Ingi, 14.2.2008 kl. 23:52
Góður pistill hjá þér Jens og ekki sá fyrsti í þeim flokki. Fáir held ég að komist hjá því að finna af þessu einkavinalyktina en hún er nú farin að festast dálítið í nösunum á fólki.
Mér er farin að leiðast þessi spillingarstimpill á Framsóknarflokknum sem allir virðast vera á einu máli um. Sjálfstæðismenn fagna þessu mjög og spara ekki að taka undir.
Ég held nú að ég sé elstur ykkar allra. Ég hef lengi fylgst með stjórnmálum á Íslandi og þegar kemur að talinu um spillingu þá vefst það ekki fyrir mér að sá flokkur sem þar á öll stærstu og metnaðarfyllstu metin heitir Sjálfstæðisflokkur.
Aðrir flokkar, þar með talinn Framsókarflokkur- eru þar ennþá á byrjunarreit.
Árni Gunnarsson, 15.2.2008 kl. 00:08
Gagnrýni Kastljós var réttmæt. Hefur einhver hvort eð sýnt fram á af hverju hún fékk flýtimeðferð er, annað en bara svona afþvíbara/tilviljanakennt/heppin "rök"?
Þeim þykir bara svo óþægilegt að þetta skuli hafa "uppdagast" og finnst það ærumissir, vilja því "æruna" aftur. Ef þeim verður virkilega dæmt í hag, þá sjáum við fyrst almennilega hvað fólk hyglar elítunni.
Ari (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 01:00
edit: ehm... þarna átti ekki að vera "er" f. aftan "flýtimeðferð". Og ég ætlaði í raun að skrifa "kerfið" í stað f. "fólk". Þarf að prófarkalesa póstin mín oftar pfffff....
Ari (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 01:02
Flottur pistill Jens!
En Guðrún Magnea - að kalla stúlkuna "braselíska" er út í hött. Brasilía er í Suður-Ameríku en stúlkan er frá Guatemala, sem er í Mið-Ameríku. Það er eins og að halda því fram að þú værir finnsk...
Gunnar Kr., 15.2.2008 kl. 01:28
Einkavinavæðingin er alltaf söm við sig
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.2.2008 kl. 01:34
Frábær pistill!
Vil nota tækifærið og benda þér á hina heimasíðuna mína, sem ég á með sambýliskonum mínum, www.smidjustigurinn.bloggar.is, en þar er nýjasta færslan afar "heit". Skrifaði hana þegar mér var afar heitt í hamsi allavega...
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 02:52
Mér finnst Jónína og fjölskylda vera að rétta íslensku þjóðinni fingurinn með þessu hátterni. Þau ættu að skammast sín.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.2.2008 kl. 06:52
Sammála nánast öllu sem hér á undan er skrifað og vill bæta því við að það er einmitt svona afgreiðsla sem ýtir undir rasisma í þjóðfélaginu.
Róbert Tómasson, 15.2.2008 kl. 08:19
Innlitskvitt
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.2.2008 kl. 09:00
Góð færsla, Jens, og pistill þessa kunningja þíns hittir í mark. Helgi Seljan gerði vel í þessari nauðsynlegu umfjöllun Kastljóss um rakið hneykslismál.
Jón Valur Jensson, 15.2.2008 kl. 09:14
Heyr heyr, góður pistill og þarfur. Niður með klíkuskap og yfirklór Framsóknar.
Jón Agnar Ólason, 15.2.2008 kl. 09:38
Fínn pistill um einn af ótal mörgum spillingarmálum Framsóknarráðherra. Verum bara þakklát fyrir það að Framsóknarflokkurinn sé ekki lengur í ríkisstjórn ( og verður sennilega aldrei framar ) og að Framsóknarflokkshundum hefur verið sparkað út úr nánast öllum nefndum sem skipta máli í Reykjavík.
Stefán (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 10:25
Tvö aðskilinn mál.......annað sýnir dug og kraft og lausn sem menn hér vilja sjá í máli þess einstaklings sem hér um ræðir.
Hitt sýnir dugleysi, valdhroka og fordóma embættismannakerfisins og stífan vilja til að seta mál í gíslingu. Embættismannakerfið er oft ekkert annað en "Ríki í Ríkinu" og ræður meir en menn vilja viðurkenna.
Vonandi fær þetta mál farsælan enda og það án þess að viðkomandi einstaklingur fái á sig "spillta" stimpilin og þurfi að búa við það sem eftir er ævi sinnar.
PS Framsókn er ekki lengur við völd samt hrannast upp einkavinaveitingar sem aldrei fyrr.....nú eru flóðgáttir spillingar gjöropnar....takið á því sem svo eruð ákveðin að gefa spillingunni nafn Framsóknar.
Gísli Guðmundsson, 15.2.2008 kl. 12:54
fáránlegt að kalla þessa Luciu tengdadóttir eins eða neins, hún er og var bara kærasta. Sorrí en mér finnst þetta mjög vangefið að tönnlast á því í sífellu að hún sé einhver tengdadóttir, hún er það ekki!
annars er það satt að spillingin í þessum málum á íslandi er mjög mikil, á kostnað þeirra sem á þurfa að halda til þess að þeir sem liggja undir rétta fólkinu komist áfram.
halkatla, 15.2.2008 kl. 13:20
Anna Karen.
Ert þú að segja að Lucia hafi ekki verið gift syni frú Bjartmarz??? Til að fá dvalaleyfi þarf hún að vera gift. Allavega í svona eðlilegum tilfellum. Ef hún hefur fengið dvalaleyfi, og síðan ríkisborgararétt eftir rúmlega ársdvöl í landinu. Og verandi ríkisborgari utan Schengen, já þá er spillingin meiri heldur en ég hélt í upphafi.
Sigurður (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 13:31
það kom aldrei fram orð um að þau væru gift, hún er einfaldlega kærasta hans og ef ég hef rangt fyrir mér þá ét ég þetta allt ofanímig, ef ég er að fara rétt með (sem ég ábyrgist ekki, heyrði bara aldrei annað en að þau byggju saman) þá má plís fara að tjilla á því að segja að hún sé tengdadóttir - kalla skal hlutina frekar bara sínum réttu nöfnum, til þess að pirra ekki auðbögganlegt fólk einsog mig. Og þetta var náttlega ekkert eðlilegt tilfelli, í því fólst spillingin og Jónína sjálf tuðaði einsog vitfirrtur dreki um það í kastljósinu að Lucia hefði verið að flýja svo hræðilegt land, Guatemala!!! sagði ekkert um að hún væri eiginkona og ætti þ.a.l augljósan rétt (fyrir utan 24 ára regluna)
halkatla, 15.2.2008 kl. 13:56
Tek undir með Gísla Guðmundssyni að hér er fjallað um tvö aðskilin mál. Annarsvegar afgreiðslan á ríkisborgararétti Luciu, hinsvegar þjónustu útlendingastofnunar. Um það síðara segir Gísli:
"Hitt sýnir dugleysi, valdhroka og fordóma embættismannakerfisins og stífan vilja til að seta mál í gíslingu. Embættismannakerfið er oft ekkert annað en "Ríki í Ríkinu" og ræður meir en menn vilja viðurkenna."
Svipaður tónn skín í gegn í færslunni og mörgum öðrum athugasemdum. Ég er ósammála þessu viðhorfi. Ég held því fram að starfsmenn útlendingastofnunar séu einfaldlega að framfylgja þeim lögum og reglum sem um þetta gildir. Þessi gagnrýni ætti að snúast að þeim setja þessi lög og reglur, þ.e. alþingi og dómsmálaráðherra, ekki opinberum starfsmönnum sem eru að vinna vinnuna sína.
Jóhann (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 14:04
Frábær pistill! Kastljós á miklar þakkir skilið fyrir að koma þessu spillingarmáli upp á yfirborðið. Frábært að kjósendur gerðu Jónínu og fleira B flokks fólk brottræka af alþingi, td. vegna þessa spillingarmáls. Það ætti að refsa Jónínu og hennar hyski fyrir þetta viðbjóðsmál.
Styrmir (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 14:16
Það er svo skrítið, að allir sem tengjast framsókn á einhvern hátt verða sjúkir á sálinni.
Þorkell Sigurjónsson, 15.2.2008 kl. 14:17
þau voru ekki gift:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1267547
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1275761
Jónína talar um unga konu sem tengist sér og Kastljós talar um hana sem unnustu sonar umhverfisráðherra, ég vona að sem flestir taki sér það til fyrirmyndar
halkatla, 15.2.2008 kl. 14:20
Þessi Kastljós-þáttur endurspeglaði bara það sem öll þjóðin taldi og telur alveg víst ( nema kanski nokkrir gjörspilltir framsóknarmenn ), að þarna hafi Jónína Bjartmars. verið að misnota aðstöðu sína og það gróflega.
Stefán (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 15:17
Starfsmenn Útlendingastofnunar koma dónalega fram við fólk sem þarf að leita eftir þjónustu hjá þessari stofnun.
Stofnunin svarar ekki bréfum, svarar ekki tölvupósti, starfsmenn koma dónalega fram við viðskiptavini. "Málið er í vinnslu," segir einn starfsmaður. Næstu viku á eftir segir annar starfsmaður að það sé ekki byrjað að vinna í málinu. "Það verður hringt í þig eftir hádegi" sem er alltaf svikið (hvað annað?).
Að fá ferðamanna visa fyrir manneskju utan EES tekur 4 til 6 mánuði, ef þú ert ekki klár á kerfinu. Útlendingastofnun þarf ekki að fara eftir stjórnsýslulögum nema þegar henni hentar. Að veita upplýsingar er eitthvað sem stofnunin gerir ekki.
Allt framsókn að kenna...right....
Gísli Guðmundsson, 15.2.2008 kl. 15:32
Helga Elsa Jónsdóttir, móðir Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra og fulltrúi á skrifstofu lögreglustjórans í Reykjavík, var ein þriggja sem mæltu með Luciu Celeste Molina Sierra, kærustu Birnis Orra Péturssonar, syni Jónínu, í umsókn Luciu um íslenskan ríkisborgararétt í fyrravor. Hinir meðmælendurnir tveir voru Sólveig Pálsdóttir, 22ja ára vinkona Luciu, og Sólveig Brynja Grétarsdóttir, stundakennari í íslensku fyrir útlendinga.
Umsóknin var afgreidd á mettíma en tekið var á móti henni í dómsmálaráðuneytinu 6. mars síðastliðinn. Hún var send lögreglustjóra og Útlendingastofnun daginn eftir og send aftur samdægurs til dómsmálaráðuneytisins. Og Lucia fékk ríkisborgararéttinn með lagasetningu 23. mars, tveimur vikum eftir að hún sótti um hann.
Tilgreind ástæða umsóknar Luciu var að ríkisborgararétturinn myndi auðvelda henni ferðalög milli landa en hún ætlaði að stunda nám í Bretlandi. Lucia fæddist í Gvatemala 27. nóvember 1985 og hafði búið hér í 15 mánuði þegar hún sótti um ríkisborgararéttinn, sem veitti henni rétt til að fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna.
Lucia hefði getað stundað nám hérlendis og ekkert liggur fyrir um að fólk með ríkisborgararétt frá Gvatemala megi ekki stunda nám í Bretlandi, enda getur slíkt ekki verið grundvöllur fyrir veitingu ríkisborgararéttar hér. Gæta verður jafnræðis hvað slíkt varðar og Allsherjarnefnd Alþingis verður að sjálfsögðu að taka mið af íslensku stjórnarskránni í þessu sambandi en í 65 grein hennar segir að allir skuli vera jafnir hér fyrir lögunum. Hins vegar er ekki hægt að svipta fólk íslenskum ríkisborgararétti.
Allsherjarnefndin getur því ekki veitt hér ríkisborgararétt að eigin geðþótta en þeir nefndarmenn, sem tóku ákvörðun í þessu máli voru ekki eingöngu framsóknarmenn, heldur formaðurinn Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki, Guðrún Ögmundsdóttir, Samfylkingu, og varaformaðurinn Guðjón Ólafur Jónsson, sem vinnur í fatahengi Framsóknarflokksins en á milli Guðjóns og Sjónvarpsins liggja gagnvegir.
Að öllu þessu virtu var fullkomlega eðlilegt að Kastljósið fjallaði um allar hliðar þessa máls og þá skipti engu máli hvort kosningar til Alþingis voru í nánd eður ei. Kastljósið var ekki að skamma Luciu fyrir að sækja um ríkisborgararétt hér. Henni var að sjálfsögðu frjálst að gera það. Og hún gat ekki tekið neina ákvörðun í þessu máli, ekki heldur Jónína og hvað þá Birnir Orri. Og ég veit ekki til þess að Kastljósið hafi sagt að Lucia og Birnir Orri væru á einhvern hátt lélegir pappírar og man ekki til þess að viðkvæmar persónuupplýsingar hafi komið fram í umsókn hennar um ríkisborgararéttinn. En það eru eingöngu þau tvö sem sækja Kastljósið til saka í þessu máli.
Þar að auki er ekki hættulegra að búa í Gvatemala en svo að Birnir Orri hefur sjálfur búið þar sem skiptinemi en slíkt kostar 619 þúsund krónur á ári og er enn í boði, samkvæmt AFS. Og hvaða "friðhelgi einkalífs" er Birni Orra svo mikið í mun að verja og vill fá góðan pening fyrir?! Hann skrifar sjálfur á Netinu:
Halló öll sömul ég heiti Birnir og er nemandi í 10 bekk, Ölduselsskóla ég er 1,90 á hæð dökkhærður með blá/græn augu. Nú..... Áhuga mál mín eru skíði, tennis, snjóbretti, lestur, sjónvarpsgláp og letilíf. Fjölskildan mín er á flestan hátt eðlileg ( fyrir utan bróðir minn ) mamma mín er lögfræðingir og alþingismaður og pabbi minn er bara lögfræðingur. Í augnablikinu vinn ég sem blaðberi í hverfinu mínu en ég er alltaf að leita að auglýsingum frá rugluðum uppfinninga mönnum sem vantar tilrauna dýr því það og að vinna sem smökkunarmaður eða bíó gagnrýnandi eru draumastörf mín. Hvað sem því líður er ég bara þessi eðlilegi selja strákur ( sem er í rauninni ekkert eðlilegt miðað við restina af samfélaginu )
http://oldusel.ismennt.is/nem/nvaldi10/Nem2000_1/birnirorri.html#hÉg hef svona meðal áhuga á námi og fæ all í lagi einkunnir bestu fögin mín eru tölvufræðsla, eðlisfræði og enska. En aftur að merkilegum hlutum.................. Eh og kannski ekki. Heyrðu her er vefsíða sem sýnir alla bíla sem Jón Þóri (gaur í bekknum mínum) finnst flottir ýttu bara hér á Jón þórs bílar og virtu þá fyrr þér. Ég veit ekki alveg hvað ég ætla að verða í framtíðinni en ég er að hugsa um að fara í MR, (þó ég hafi nú kannski ekki réttu einkunnirnar) MS eða Versló. Þó er ekkert ákveðið enn."
Steini Briem (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 16:23
Jón Grétar, það skiptir ekki máli í þessu samhengi hvort stúlkan sé hin fínasta og að hún sé góð viðbót við landið. Það getur að vísu vel verið rétt hjá þér. En það breytir því ekki að það má ekki sveigja lög og reglur til að redda henni ríkisborgararétti !
Smári Jökull Jónsson, 15.2.2008 kl. 16:30
Það er hið besta mál að þau skötuhjú skyldu rifja þetta mál upp fyrir okkur núna með þessari málsókn, svo að spillingarlyktin dofni ekki of hratt og við munum eftir þessu máli. Þau gera alla vega fyrrverandi ráðherra engan greiða held ég með því að koma fram með þetta núna.
Góð samantekt á þessu máli hjá þér, Steini Briem. Kjarni málsins að mínu mati, kannski utan þessarar gömlu færslu frá málsaðilanum sjálfum. Hann hefur nú líklega þroskast eitthvað þau 8 ár sem liðin eru frá því þau orð voru rituð.
En ég verð að viðurkenna fyrir mína parta að ég verð hissa ef þau vinna þetta mál. Ef þau vinna hins vegar, tel ég ólíklegt að öll umræða Kastljóss verði dæmd dauð og ómerk, heldur e.t.v. aðeins einhver tenging þeirra við umfjöllunina. Það er hæpið að dómsstóll geti dæmt ómerka umfjöllunina um það hversu skrýtin þessi flýtiafgreiðsla hlýtur að líta út í augum hvers sem á horfir án gleraugna. Ég man hins vegar ekki til þess að Kastljós hafi nokkru sinni vegið að þeirra persónum.
Karl Ólafsson, 15.2.2008 kl. 16:44
hva er ekki Bubbi að fara að syngja um þetta allt saman, og hvernig er það er hún Jónína blessunin ekki tímabundið flutt úr landi ?
Anna M (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 16:45
Gleymdi því að ég ætlaði að tengja þessa umræðu inn á færsluna hans Marinós Njálssonar. Þar er að finna örlítið meiri balans í áttina að málstað kærenda. Gaman að skoða málið frá öllum hliðum.
Karl Ólafsson, 15.2.2008 kl. 16:46
Jón Grétar, ég veit ekki hvort ég get útskýrt þetta fyrir þér, ef þú skilur það ekki sjálfur. Ég held að þetta sé nú alveg nógu skýrt hjá mér að öllu leyti en ég skal reyna að einfalda málið fyrir þig:
1. Málið var afgreitt á methraða. Tvær vikur liðu frá því að Lucia lagði inn umsóknina þar til hún var orðin íslenskur ríkisborgari.
2. "Tilgreind ástæða umsóknar Luciu var að ríkisborgararétturinn myndi auðvelda henni ferðalög milli landa en hún ætlaði að stunda nám í Bretlandi," skrifaði ég. Þú skrifar hins vegar: "Það var ekki notað sem rök að auðvelda henni aðgang að skóla í Bretlandi. Heldur að auðvelda henni að koma tilbaka eftir skóla í Bretlandi." Ég skil ekki alveg hvað þú ert að reyna að leiðrétta hér. Það getur ekki verið eðlilegur grundvöllur fyrir veitingu ríkisborgararéttar hér að auðvelda fólki nám erlendis, hvort sem það er í Bretlandi eða annars staðar. Og hvort sem það er að fara þangað eða aftur til baka.
3. Allsherjarnefnd Alþingis getur ekki samkvæmt eigin geðþótta mælt með því að fólk fái hér ríkisborgararétt. Nefndin verður að taka tillit til íslensku stjórnarskrárinnar sem segir í 65. grein að allir skuli vera jafnir hér fyrir lögunum.
4. Kastljósið hefur ekki kastað rýrð á persónu Luciu eða Birnis Orra. Þessar tvær persónur tóku ekki neina ákvörðun í þessu máli og ekki heldur Jónína Bjartmarz. Og ég veit ekki til þess að viðkvæmar persónuupplýsingar hafi komið fram í umsókn Luciu um ríkisborgararétt hér.
5. Allsherjarnefnd Alþingis var ekki stætt á að mæla með því að Luciu yrði veittur ríkisborgararéttur hér á grundvelli þess að hún gæti ekki búið í Gvatemala. Birnir Orri, kærasti hennar, hefur sjálfur búið þar sem skiptinemi og það er enn í boði að gerast þar skiptinemi á vegum AFS. En að sjálfsögðu á að veita fólki sem býr hér ríkisborgararétt ef það yrði ofsótt í sínu heimalandi. Það eru að sjálfsögðu mörg dæmi um slíkt og íslenska ríkið hefur einnig boðið útlendingum að setjast hér að, flutt þá hingað og veitt þeim íslenskan ríkisborgararétt, hafi þeir orðið fyrir ofsóknum í sínu heimalandi.
6. Að öllu þessu virtu var hér um óeðlilega afgreiðslu að ræða af hálfu Allsherjarnefndar Alþingis, sem eðlilegt var að Kastljósið fjallaði um frá öllum hliðum, enda var þessi afgreiðsla brot á stjórnarskránni, sem bannar að fólki hér sé mismunað.
Steini Briem (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 17:48
mér þótti þetta mál alltaf undarlegt og ekki batnar það núna. Er bara sammála þessu hjá þér Jens.
Linda, 15.2.2008 kl. 17:57
Steini Briem,hittir naglan á kaf í einu höggi,segir allt sem segjast þarf í þessu máli.Það er ekkert annað en illur fnykur af þessu máli,sá þennan kastljósþátt og var spyrillin alveg sanngjarn að mínu mati,og hefði hann mátt vera enn hvassari við Jónínu.Við eigum að hætta þessum undirlægjuhætti þegar um ráðamenn þjóðarinnar er að ræða.Þeir ráðamenn sem stíga svona skref líkt og Jónína gerði eiga að fá að finna fyrir almenningsálitinu,og það af hörku.Takk Kastljós.Áfram Kastljós.Sjáið nú hvar situr Árni fingralangi Johnsen nú.Á alþingi haldið að það sé,Bananalýðveldið Ísland.Spilling,og klíka.
Númi (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 18:26
fáránlegt mál
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.2.2008 kl. 19:22
En af hverju fær Jónína alla þessa athygli og spillingarstimpla en ekki Allsherjarnefnd Alþingis með Bjarna Ben sem formann?
Getur einhver reynt að troða því inn í hausinn á mér.......??????
Var þeirra ekki verknaðurinn?????
Gísli Guðmundsson, 15.2.2008 kl. 19:55
Gísli,sjáðu færslu No 39 hjá snillingnum Steina Briem.
Númi (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 20:05
Jón Grétar, þú segir:
"Þetta er eitt af fjölmörgum rökum sem voru nefnd og þau snúast um að hún þurfi ríksiborgararétt umfram dvalarleyfi vegna þess að hún mun ferðast inn og út úr landinu."
Jæja góði, hvaða "fjölmörgu rök" voru nefnd í umsókn Luciu um ríkisborgararétt hér? Það er engan veginn eðlilegt að veita einhverjum íslenskan ríkisborgararétt vegna þess að viðkomandi þurfi að "ferðast inn og út úr landinu".
"Var óöld í Gvatemala factor í þessu máli?"
Ég er einmitt að benda á að hvorki Allsherjarnefnd Alþingis né aðrir geta réttlætt ákvörðun nefndarinnar með einhverri "óöld í Gvatemala". Sumir virðast halda að eitthvað slíkt hafi átt að skipta hér máli og því nefndi ég þetta atriði sérstaklega.
Það er augljóst að Allsherjarnefnd Alþingis braut jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar í þessu máli, því aðrir útlendingar í sömu stöðu og Lucia var fengju ekki ríkisborgararétt hér til að geta ferðast á milli landa og fá íslensk námslán eftir að hafa búið hér í 15 mánuði. Því var eðlilegt að Kastljósið fjallaði um þetta mál frá öllum hliðum og umfjöllun þess var augljóslega ekki beint gegn persónu Luciu eða Birnis Orra.
Steini Briem (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 20:56
Herramaður að nafni Jón Grétar fer hér mikin, virðist vera já mikið niðri fyrir vegna "vonda og ljóta Kastljóssins"!
En vegna þess hversu rangt hann fer með grundvallarhugtök og býr jafnvel til ný eins og "Jafnréttislög stjórnarskrárinnar" "og hún var jöfn fyrir lögum", sem og að vera með órökstuddar dylgjur um ýmsa ónefnda starfsmenn ríkisins, þá held ég að það sé með öllu óhætt að taka ekki mark á honum, frekar en svo mörgum öðrum sem geysast fram á ritvöllinn með svipuðum hætti!
Magnús Geir Guðmundsson, 15.2.2008 kl. 20:57
Viðtal við lögfræðinginn Luciu Celeste Molina Sierra um þetta mál í Ísland í dag 3. maí í fyrra:
http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=2003&progId=32193
Steini Briem (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 22:21
Ég votta það, að þó að persónan sem hér kýs að kalla sig 'Steini Briem' sé almennt ófríð & flestum ógeðfelld í viðkynníngu, (þó ekki mér), þá fer hún með satt kórrétt mál í þessari framsetníngu sinni.
Steingrímur Helgason, 16.2.2008 kl. 00:44
Jamm, undirritaður er mjög ófríð og ógeðfelld persóna að öllu leyti, Steingrímur minn!
Það er nú ekki amalegt að geta fengið íslensk námslán fyrir framfærslu og skólagjöldum í Bretlandi og unnið hér sem íslenskur lögfræðingur en Lucia segist í ofangreindu viðtali í Íslandi í dag ætla í framhaldsnám í lögfræði í Bretlandi, þar sem hún hafi próf í lögfræði frá Gvatemala. Vegna þessa lögfræðináms í Bretlandi hafi hún sótt um íslenskan ríkisborgararétt og nefnir enga aðra ástæðu fyrir þessari umsókn sinni.
Þeir sem fengið hafa inngöngu í breskan háskóla geta fengið vegabréfsáritun námsmanna (student visa) til Bretlands, ef þeir þurfa á því að halda og bresk stjórnvöld gruna þá ekki um einhverja glæpastarfsemi. Fólk úr öllum heimshornum stundar nám í breskum háskólum. En Bretland er ekki á hinu svokallaða Schengen-svæði, því Bretland er ekki með fulla aðild að Schengen-samstarfinu.
Fólk sem ferðast héðan til Bretlands þarf því að sýna vegabréf sitt við komuna þangað, hvort sem það er með vegabréf frá Gvatemala eða Íslandi. Eða jafnvel frá báðum löndunum, eins og nú er leyfilegt hér. Lucia hefði getað komið hingað til Íslands sem ferðamaður í fríum frá háskólanámi erlendis og þeir sem stunda vinnu hér eru með vegabréfsáritun vegna vinnunnar, ef þeir eru ríkisborgarar frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Og þetta hafa nú mörg þúsund útlendingar hér þurft að láta sig hafa árum saman hver og einn, þannig að það var klárlega brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að veita Luciu íslenskan ríkisborgararétt vegna ferðalaga á milli Íslands og Bretlands.
http://www.migrationexpert.com/uk/Visa/student_visa_to_uk.asp
Steini Briem (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 02:11
"Einum sólarhring eftir að dómsmálaráðuneytinu barst umrædd umsókn var hún send út þaðan til nokkurra opinberra stofnana sem bar að fjalla um hana með málefnalegum hætti. Umsagnirnar voru síðan yfirfarnar í dómsmálaráðuneytinu og sendar Alþingi. Þetta ferli var allt á leifturhraða ... enda fór allt þetta ferli fram á einum sólarhring "
Einn sólarhring.
Þarf að ræða þetta eitthvað ?
Svo gekk maður undir mannshönd, ma. Háttvirtir Alþingismenn, embættismenn o.fl. og neituðu að nokkur sérmeðferðhafi átt sér stað ! Alveg blákalt. Framan í alþjóð.
En þetta litla atriði í málinu, að Dómsmálaráðuneytið hafi verið svona ofvirkt, það þýðir það að mínu áliti, að alveg eins gæti meira hangið á þessu máli. Þessvegna kóuðu allir með. Þetta gæti alveg verið hluti í röð hins íslenska "greiða"... þe. ég geri þetta fyrir þig, ef hinn gerir þetta fyrir mig og þú fyrir einhvern annann o.s.frv.
Sem sagt, þarna sást á sínum tíma í toppinn á spillingunni íslensku, þar sem menn hika ekki við að hygla sér og sínum frændgarði, ef þeir komast í aðstöðu til þess.
Bjarki (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 04:07
Hvernig dettur þeim í hug að blása þetta upp núna, er það athyglissýki, peningagræðgi eða hrein og klár frekja. Og ég segi frekja því Þessi stúlka var ekki gift Íslendingi og um leið og hún kom hér byrjaði hún Háskólanám sem er henni ekki aðeins að kostnaðarlausu heldur á hún rétt á námslánum. Hún komst hér á spenann með klíkuskap og óheiðarleika og fram fyrir aðra sem áttu það jafn mikið skilið og hún sjálf að búa hér og lifa. Hvernig væri að þakka fyrir sig?
Ef ekkert var athugavert við þetta því mátti Kastljós ekki ræða málið?
Halla Rut , 16.2.2008 kl. 04:18
Þetta er mál sem við megum EKKI láta falla í gleymskunnar dá.... Maður verður sár og reiður. Ég verð ofsa reiður, fyllist vanmáttugri reiði þegar ég hugsa um svona fóllk sem hefur augljóslega enga samvisku... Er ég þá að tala um þetta Jónínu Bartmarz mál allt saman. Ætla ekki að fara rekja það hér....Þjóðinn er málið kunnugt. EN er það satt að frúin sé flutt til Kína? Betur að satt væri. Af hverju tók hún ekki ALLA fölskylduna með? Bara það eitt og sér að halda að almenningur trúi því að Jónína hafi ekkert haft með málið að gera er auðvirðulegt...margur heldur mig sig...Það á greinilega að mergsjúga kerfið. Málið er að það eru víða myglublettir í okkar ástkæra landi...Ef þetta fólk kynni nú að skammast sín þá væri von... en svo er ekki. Í mál skal farið og bjarga skal særðri metnaðarkennd eða hvað sem þetta nú er..... Margur verður af aurum API það sannast svo vel hérna.
Siggi þórarins (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 06:19
"Last month it was revealed that a 21-year-old woman from Guatemala was granted citizenship directly from the Icelandic parliament after having lived in Iceland for only 15 months on a student visa. ...
Time and again Jónína Bjartmarz, and two of the members from the parliamentary committee that grants citizenship, Bjarni Benediktsson and Guðrún Ögmundsdóttir, have used the same defense: "There was nothing unusual about the handling of this case."
http://www.icelandreview.com/icelandreview/daily_news/detail/?cat_id=16567&ew_0_a_id=280141En hvað sagði þriðji nefndarmaðurinn um þetta mál, framsóknarmaðurinn Guðjón Ólafur Jónsson, sem kom upplýsingum um fatakaup framsóknarmannsins Björns Inga Hrafnssonar á framfæri í Silfri Egils í Sjónvarpinu fyrir skömmu? Það var ljóst að Guðjón Ólafur færi ekki aftur á þing þegar mál Luciu kom upp í fyrravor, þar sem hann var í öðru sæti í Reykjavík norður. Framsóknarmaðurinn Jónína Bjartmarz var einnig í framboði til Alþingis í fyrravor, í fyrsta sæti í Reykjavík suður, en var ekki kosin á þing, "einhverra hluta vegna". Hver lét þá Kastljósið fá umsókn Luciu um íslenskan ríkisborgararétt, sem eingöngu þrír ofangreindir nefndarmenn í Allsherjarnefnd Alþingis afgreiddu? Er líklegt að það hafi verið Bjarni Benediktsson eða Guðrún Ögmundsdóttir?
Er líklegt að Lucia standi sjálf fyrir þessum málaferlum núna? Hver er reiður hverjum og hvers vegna vilja sumir hefna sín núna, ári síðar? Og hvers vegna er reynt að sparka í hundinn þegar svínið er sökudólgurinn? Er það góð lögfræði? Þegar stórt er spurt ... Var það ekki framsóknarmaðurinn Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrum fjölmiðlafulltrúi Halldórs Ásgrímssonar í forsætisráðuneytinu, sem spurði alltaf þessara stóru spurninga? Spurði hann stórt í Ísland í dag þegar hann spurði Luciu litlu "spjörunum úr"?
Nei, Lucia litla fékk að halda öllum fötunum, því hún "lét bara á það reyna hjá Allsherjarnefnd Alþingis hvort hún fengi ekki strax íslenskan ríkisborgararétt til að geta stundað nám í Bretlandi". En henni fannst leiðinlegt að þetta skyldi bitna á tengdó. Jamm, hverjum finnst það ekki leiðinlegt? En Lucia litla segist ekkert botna í íslenskri pólitík. Er pólitík framsóknarmanna flóknari en pólitíkin í Gvatemala? Þegar stórt er spurt ...
Steini Briem (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 11:48
Það er engin furða að Kastljós sé að valta yfir Ísland í dag í áhorfendamælingum. Á meðan Kastljós þorir að taka á spillingunni, þá tekur framsóknargæðingurinn Steini Óla létt kaffispjall við Lúsíu.
Ó, hvað það skein úr augum Steina og puntdúkkunnar hvað þau vorkenndu henni fyrir að hafa lent óvart í spillingunni, þegar hún hafði bara ætlað að misnota holu í íslenska kerfinu.
Guðmundur (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 12:41
Það er alveg ótrúlegt að Jónína, sonur og væntanleg tengdadóttir skuli enn ekki vera farin að skammast sín. Þetta lýsir alveg ótrúlegum hroka fólks sem hefur fengið allt fyrirhafnarlítið.
Kristinn Sigurjónsson, 16.2.2008 kl. 15:42
http://mannvitsbrekka.blog.is/blog/mannvitsbrekka/
Jón (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 16:12
Afhverju tekur Kastljós ekki upp á arma sýna mál þessarar stúlku fyrir vestan ?? eða er það ekki nógu krassandi fyrir pöppulinn.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.2.2008 kl. 23:48
Það er bara skiljanlegt að móðir hjálpi syni sínum með kvonfang og noti sínar pólitísku krafta en að þræta fyrir og hóta að fara í mál við fréttamenn er yfirlætisfullur hroki.
K Zeta, 17.2.2008 kl. 11:27
Lucia og Birnir Orri stefna útvarpsstjóra og Kastljósi og krefjast 3,5 milljóna króna í bætur fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs þeirra. Fram kom í Sjónvarpinu að í stefnunni segi að í umfjöllun Ríkisútvarpsins hafi verið látið að því liggja að umsókn Luciu um íslenskan ríkisborgararétt hafi fengið sérmeðferð hjá Alþingi vegna tengsla hennar við Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra.
Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að umsókn Luciu fékk sérmeðferð hjá Allsherjarnefnd Alþingis, eins og undirritaður hefur rakið hér að ofan, til dæmis í #56. Og þessi sérmeðferð er klárlega brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Sú umfjöllun hafi verið sérstaklega meiðandi fyrir Luciu og Birni Orra. Með umfjöllun sinni hafi RÚV dregið þau með ólögmætum og ómálefnalegum hætti inn í pólitískar ofsóknir á hendur Jónínu.
Lucia fékk sérmeðferð í þessu máli vegna þess að Birnir Orri, kærasti hennar, er sonur Jónínu Bjartmarz. Lucia NAUT ÞESS ÞVÍ í þessu máli að vera kærasta Birnis Orra EN GALT ÞESS EKKI, eins segir í kærunni. Og Birnir Orri naut þess í málinu að vera sonur Jónínu, því annars hefði Lucia ekki fengið hér ríkisborgararétt í fyrravor. Það er einnig hafið yfir allan skynsamlegan vafa.
Og það geta engan veginn verið "pólitískar ofsóknir" hjá Kastljósinu í þessu máli að upplýsa um brot á íslensku stjórnarskránni, skoða ALLAR HLIÐAR málsins og fá það fram svart á hvítu hvers vegna Lucia fékk íslenskan ríkisborgararétt hér í fyrravor.
Þá telja þau að Kastljósið hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs þeirra með því að birta umsókn Luciu um ríkisborgararétt hér. Umsóknin hafi verið trúnaðarskjal um einkamálefni sem Kastljósið hafi komist yfir með brögðum.
Hvaða brögðum hefði Kastljósið getað beitt í þessu máli?! Var þetta eins konar Watergate-mál, þar sem Kastljósið braust inn í Alþingishúsið til að ná í þessa umsókn?! Nei, umsókninni var komið á framfæri við Kastljósið vegna þess að sá sem það gerði blöskraði að brjóta ætti jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar með þessum hætti.
Og þegar Kastljósið var komið með umsóknina í hendur VAR ÞVÍ SKYLT að koma þessu stjórnarskrárbroti STRAX á framfæri við alla þjóðina og þá útlendinga sem hér búa. Það var ekki við Kastljósið að sakast að þetta mál skyldi koma upp rétt fyrir kosningar til Alþingis.
Og ég veit ekki til þess að Kastljósið hafi komið á framfæri við þjóðina einhverjum persónulegum trúnaðarupplýsingum um Luciu og Birni Orra, sem komu þessu máli ekki við. Lucia fór í viðtal við Ísland í dag, þar sem framsóknarmaðurinn Steingrímur Sævarr Ólafsson hafði einnig þessa umsókn Luciu undir höndum, eins og sjá má í #54 hér að ofan.
Steini Briem (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 14:48
Merkilegt mál - því það er svo augljóst á toppi ísjakans!
Guðmundur (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 21:38
Skelfing er ykkur heitt í hamsi útaf máli sem hvorki skiptir máli né þið virðist hafa nokkra þekkingu á. Það fengu milli 10 og 15 aðrir útlendingar íslenskan ríkisborgararétt um leið og þessi stúlka og allir á sama hátt. Alþingi hefur um áratugaskeið veitt ríkisborgararétti með sérstakri lagasetningu. Þetta vissi Helgi Seljan en kaus að nefna það ekki. Það var þriggja manna hópur innan allsherjarnefndar sem afgreiddi umsókn stúlkunnar. Jónína Bjartmarz var ekki í þeim hópi. Þetta vissi Helgi Seljan en kaus að hamast á Jónínu. Það var ekki allsherjarnefnd sem endanlega veitt ríkisborgararéttinn, og því síður Jónína Bjartmarz. Það var Alþingi sjálft sem gerði það og enginn stjórnmálamaður - ENGINN - greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Og hver ber þá ábyrgð á veitingu þessa ríkisborgararéttar. Jú, Alþingi sem skipað er fólki sem við höfum kosið til að sitja þar og taka ákvarðandi af þessu tagi.
Ekkert af þessu kemur stúlkunni við. Hún sótti um ríkisborgararétt samkvæmt leið sem lögin kveða á um. Hún fékk þennan ríkisborgararétt ásamt fleirum sem eins var ástatt með. Hún hafði ekki unnið neitt til þess að um hana væri fjallað sem aðalpersónu í einhverskonar upplognu spillingarmáli. Hún hafði ekki beðið um að einkalíf hennar yrði borið upp fyrir alþjóð.
Hreibbi (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 22:52
Hreibbi, það er greinilegt að þú hefur ekkert sett þig inn í þetta mál, þó þú gapir eins og þorskur á þurru landi og hafir tekið tappann úr sparigatinu. Málið snýst um að hér var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar, þar sem Allsherjarnefnd Alþingis myndi ekki veita öðrum erlendum námsmönnum, sem hér hafa búið í 15 mánuði, íslenskan ríkisborgararétt eingöngu til að auðvelda þeim ferðalög á milli landa vegna náms erlendis, þegar þúsundir annarra útlendinga, sem hér búa, þurfa að bíða í mörg ár eftir að fá hér ríkisborgararétt. Brot á stjórnarskrá Íslands er grafalvarlegt mál.
Steini Briem (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 23:38
...brot á stjórnarskrá hvaða lands sem er, er grafalvarlegt mál!...nema á Íslandi. Það ætti að lesa hana upp í byrjun hvers einasta þingfundar. Ráðamenn og embættismenn eru með eigin hugmynd af þessari Íslensku stjórnarskrá sem þeir breyta frá degi til dags. Mér finnst stundum eins og þeir hafi aldrei lesið hana. Það myndi margt breytast til batnaðar ef Stjórnarskránni eins og hún er í raun og veru, yrði fylgt af valdstjórninni án þess að túlka hana, skrumskæla og breyta eftir þörfum og hagsmunum hvers og eins....Íslenska stjórnarskráin er skýr, skynsöm og réttlát...fékk ekki Fisher heitinn Íslenskan Ríkisborgararétt sitjandi í grjótinu í Japan?...jú, hann fékk það og það er ekkert brot á stjórnarskrá Íslands nema síður sé! Stjórnarskráin gerir nefnilega ráð fyrir ákveðnum sveigjanleika þegar um réttlætismál er um að ræða...það væru miklu fleiri útlendingar komnir með Íslenskan Ríkisborgararétt fyrir löngu ef bara stjórnarskránni væri framfylgt..mig grunar að íslendingar séu ekkert sérlega duglegir að lesa stjórnarskránna. Þetta eru bara 2 til 3 blaðsíður, fer eftir því hvað þú hefur stóra stafi í letrinu..ég hef lesið hana oft og mörgum sinnum og það myndi koma á lýðræði aftur á Íslandi bara ef hún yrði notuð eins og hún er...hún er hrein snilld!
Óskar Arnórsson, 18.2.2008 kl. 02:11
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er hér... í boði Alþingis.
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.2.2008 kl. 02:16
7 Ár, átti hún að bíða eins og aðrir en fékk ríkisborgarrétt eftir rúmt ár og nú á að bæta þeim þetta með 3,5 millum, ég hía á þau. Jákvæða hliðin er sú að ef þau fá bætur verða aðrir að fá sambærilegar bætur 10 millur á fórnarlömb ofbeldis 15 fyrir nauðganir og 25 fyrir barnaníð ....Takk endilega hækka bæturnar!!!! í samræmi við glæpina þá meina ég á línuna Í fullri alvöru ættu þau að borga fyrir sérréttindin, miðað við bætur til fórnarlömb ofbeldisglæpa.
Fríða Eyland, 18.2.2008 kl. 02:26
Ríkissjónvarpinu bar sem ríkisfjölmiðli skylda til að koma þessu stjórnarskrárbroti á framfæri við þjóðina og þá útlendinga sem hér búa. Og skoða málið frá öllum hliðum, að sjálfsögðu.
Steini Briem (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 14:41
veit einhver hvar indjánahóran býr?
ég skal sýna henni hvað er brot á frihelgi einkalífs.
Ari (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 08:45
Þetta er nú ekki fallega sagt hjá þér, Ari. Jens var nú kvæntur konu af indíánaættum í aldarfjórðung og átti með henni börn. Það þjónar engum tilgangi að hóta hér ofbeldi og kalla konur hórur, konur sem hafa ekki einu sinni brotið neitt af sér. Hins vegar brutu ákveðnir þingmenn stjórnarskrána í þessu máli, eins og hér hefur verið rakið, og það er mjög alvarlegt mál. Allir þingmenn verða að sverja drengskaparheit að stjórnarskránni og þeim ber að sjálfsögðu skylda til að fara eftir henni í einu og öllu. Og það er þeirra höfuðskylda.
Steini Briem (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 13:53
Svo hvísluðu til mín hrafnar tveir úr Valhöll.
…og er menn höfðu þetta séð og heyrt gengu þeir á kerlingu og spurðu hverju sætti. Brást kerling hin versta við og vildi eigi að menn hefðu á þessu orð sín á milli né til annarra.
Eigi vildu menn um þetta hvísla og hváðu kerlingu að upp mundu þeir hrópa svo hver mætti heyra.
Nú fann kerling að vandræði mikil myndu hljótast af ambátt þeirri er í Bjartmars-húsi bjó án atvinnuleyfis.
Var syni kerlingar gert að gangast við henni svo kerlingu skildi eigi hljóta skaða af er hún gengi fram til þings með öðrum digrum vörgum er í framsókn vildu fara um fögur héruð lands….
Hlynur Jón Michelsen, 19.2.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.