15.2.2008 | 15:41
Nú er það bara harkan sex - og hvergi gefið þumlung eftir!
Ég mótmæli því harðlega að Jóhanna Vilhjálmsdóttir sé hætt hjá Sjónvarpinu. Svo harðlega og harkalega og ákveðið að ég hef ákveðið að fara í bloggverkfall. Ég mun ekki blogga á ný fyrr en Jóhanna sést aftur á skjánum. Ég óska eftir aðstoð frá ykkur. Sú aðstoð felst í því að láta mig vita ef Jóhanna lætur á sér kræla í sjónvarpssal. Ég er nefnilega ekki með sjónvarp. Og vissi reyndar ekki að þessi manneskja ynni hjá Sjónvarpinu. Ég hélt að hún ynni á einhverri útvarpsstöð. Mig rámar í að hafa heyrt í henni í útvarpi. Gott ef það var ekki í dægurmálaútvarpi rásar 2. Að vísu er nokkuð síðan. Hugsanlega einhver ár.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.4%
With The Beatles 4.0%
A Hard Days Night 3.8%
Beatles For Sale 4.0%
Help! 6.4%
Rubber Soul 8.8%
Revolver 14.7%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.0%
Magical Mystery Tour 2.4%
Hvíta albúmið 9.7%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.5%
Yellow Submarine 2.1%
422 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 10
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 1032
- Frá upphafi: 4111593
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 867
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Æi stelpunni langar bara að eyða meiri tíma með fjölskyldunni,sem er hið besta mál. Annars er Þórhallur að reyna semja við hana um að vera eitthvað með þeim í Kastljósinu, ef að það gleður þig eitthvað.
Jú annars er Jóhanna V mjög beinskeyttur þáttarstjórnandi og er svolítið nálægt gráa strikinu á köflum í þeim efnum.
Meir ætla ég ekki að segja um þetta allt saman.
Þakka þeim sem hlýddu (lásu) lifið heil.
Kjartan Pálmarsson, 15.2.2008 kl. 15:56
Þetta hljlómar nú eins og lymskuleg flétta í "Heimsmeistarakeppninni í háðsku" haha!
En að þessi gamla kærasta núverandi háttvirts heilbrigðisráðherra hafi unnið á rás tvö, ja, það getur vel verið en ég er þá alveg búin að gleyma því. Hins vegar man ég oft eftir henni skælbrosandi með krosslagða fótleggina á sjónvarpsskjánum í hlutverki þulu!
Magnús Geir Guðmundsson, 15.2.2008 kl. 16:00
Kjartan hérna á undan mér er aldeilis léttur á því og hefur fundið upp eitthvert "Grátt strik"?
Menn fara nú bara yfir STRIKIÐ ef þeir ganga of langt í einhverju, en eru sagðir á GRÁU SVÆÐI, ef til dæmis málflutningur þeirra þykir um eitthvað vafasamur!
Magnús Geir Guðmundsson, 15.2.2008 kl. 16:05
Æi, mér er engin eftirsjá í þessari frekju - því hún kemur sannarlega fram að mínu mati sem bæði frek og hrokafull. En kannski er það bara mín heimskulega tilfinning - hef bara vanið mig á að hlusta á mína innri tilfinningu og hún segir mér að mér líki ekki vel við "fréttakonuna Jóhönnu" og því þætti mér ekkert verra ef hún settist niður í helgan stein og sæist ekki aftur í fjölmiðlum.
Vel getur verið að hún sé hin ljúfasta á öðrum vettvangi en ég hefði ekki áhuga á að kanna það neitt frekar þó. Gangi henni bara vel ef hún hættir - farið hefur fé betra.
Mitt atkvæði til hennar er =
Tiger, 15.2.2008 kl. 16:34
Farið hefur fé betra frá Sjónvarpinu en Jóhanna Vilhjálmsdóttir, en öllu verra þykir mér ef maðurinn hennar hann Geir Sveinsson mun taka við handboltalandsliðinu.
Stefán (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 16:48
tek undir með Ólafi.. ég horfi á kastljósið á hverjum degi ef þess er unnt.. en man bara ekki eftir þessari jóhönnu neitt sérstaklega.
Óskar Þorkelsson, 15.2.2008 kl. 17:36
Hefur þú ekki bara gott af smá fríi sjálfur. Áttu ekki einhver áhugamál???
Ásgrímur Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 19:34
Ef að þú ferð í stræk, bloggarðu þá ekki smá og lætur okkur vita hvernig gengur?
Yngvi Högnason, 15.2.2008 kl. 19:49
Ég segi eins og Yngvi... þú lætur okkur vita af gangi mála í strækinu hér á blogginu...
Lára Hanna Einarsdóttir, 15.2.2008 kl. 20:52
Loksins tókst okkur að beita virkandi þöggun á þig...
Steingrímur Helgason, 15.2.2008 kl. 21:09
Hún fór nú ansi oft yfir gráa strikið og langt út á svarta svæðið. En það er eftirsjá að henni, það eru ekki margir hægrimenn í fjölmiðlum nú um stundir.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 15.2.2008 kl. 21:35
Innheimtudeild RUV ohf er væntaleg á gluggana hjá þér.
Kv,
Jón Jónsson
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 21:52
Hvernig gengur verkfallið hjá Sigurði?
Már Högnason (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 21:59
Það gengur þannig að ég sá vísað í blogg hans á forsíðu mbl.is rétt í þessu (held að þú sért að vísa í téðan Sigurð er krækjan á við)http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/#entry-445394
Annars fer Jens aftur, þetta var hundleiðinlegt blogg haha, mér gæti ekki verið meira sama. Konan gerir bara það sem hún vill og eigi hún góða daga.
Ari (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 23:57
Magnús Geir! Ég virðist bara ekki vera eins staðnaður og þú! Er hættur að reyna finna upp hjólið, enda er það löngu búið, bara svona þér til fróðleiks.
Einhversstaðar hlýtur línan (strikið) að liggja?
Svo vert þú bara á þínu gráa svæði.
Kjartan Pálmarsson, 16.2.2008 kl. 00:54
Það var hún sem spurði Þórólf Árnason fyrrv. borgarstjóra í beinni útsendingu hvort hann væri nokkuð að fara að gráta!!!!
Sigurður Þórðarson, 16.2.2008 kl. 01:34
SVonasvona Kjarri karl, ferðu alltaf að kjökra ef karlmannlega er á þig yrt!?
Það er líka löngulöngu búið að finna upp fíflskuna og flónsháttin, meira að segja á undan hjólinu, óþarfi því að vera að rembast við slíkt, slá um sig með einhverju loftbóluraupi eða kasta fram vondum vísupörtum til að sýnast sniðugur!
Magnús Geir Guðmundsson, 16.2.2008 kl. 01:36
Misskil ég þig nokkuð Jens, er þetta ekki háð hjá þér?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.2.2008 kl. 01:42
Heyriði sko! Jóhanna er bara einn sá besti þátttargerðarmaður sem við höfum á Íslandi ! Og ég tek bara allt annað tal hérna nærri mér.. hún er frábær! Einu orði og hana nú! og þær eru aumar margar athugasemdirnar hér.. hnuss á bara ekki til orð.. að þið skuluð láta þetta út úr ykkur?? Ég labba nú bara í burtu... (hér ætti að sjást teikning af konu strunsa út af skjánum.. en hún er bara ekki til þarna í smily körlunum).............................................................................................
Björg F (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 01:46
En hvað með Guðrúnu? Ætlar hún að láta þetta alveg óáreitt?
Lillý Gúnda, 16.2.2008 kl. 09:49
Halla Rut , 16.2.2008 kl. 10:56
Gerviblogg?
Júlíus Valsson, 16.2.2008 kl. 11:00
Væri þér ekki andskotans nær Jens að styðja okkur sem stöndum í bloggverlkfallinu og erum að þoka niðurstöðu áleiðis en vera með svona! Bloggstrækið mitt blívur. Eins og heimurinn stendur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.2.2008 kl. 12:24
Bíddu var hún ekki hætt við að hætta , eða hætti hún við að hætta ekki og HÆTTI
Nei Hættu Nú alveg
Jóhanna á bara að fara að þrífa fyrir Geir og vera góð kona fyrir hann Geir littla
Það er nóg af öðrum fallegum konum í Ljósinu hjá honum Þórhalli sem hann kastar iðulega á virkum dögum
Ómar Ingi, 16.2.2008 kl. 13:21
'Eg varð miður mín þegar ég las þetta blogg minn kæri Jens, og hringdi því í Jóhönnu og tjáði henni um alvarleika málsins, og hún ætlar að byrja með þátt sem að mun fjalla um gervigreind hjá gervigrösum í gervallafinnstekkilandi. Svo þú mátt byrja aftur að blogga
og er jafnfram að pæla í að kvarta yfir þér við tilfinninganefndina, mér finnst ótækt að þurfa að hugsa til þess að geta ekki heimsótt síðuna þína, sem að er orðin daglegur rúntur hjá mér
með bestu kveðjum
Anna M (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 16:50
Ég hefði ekkert á móti því að setja í vélina með Jóku, á suðu og alles.
Steini Briem (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 21:59
Magnús Geir! Nei ég fer ekki að kjökra ef karlmannlega er á mig yrt! Enda tel ég ekki neitt karlmannlegt við þig, röflandi og tuðandi út í allt og ekkert líkt og húsmæður í Vesturbænum forðum.
Býrðu kannski í Vesturbænum?
Kjartan Pálmarsson, 17.2.2008 kl. 00:44
hey engin skot á Vesturbæ hér takk fyrir
Jens hvernig gengur í verkfallinu ?
Óskar Þorkelsson, 17.2.2008 kl. 10:44
Tek undir með Óskari - enging skot á Vesturbæinn, takk! Ég held nú að Jens sé ekki í neinu verkfalli. Ætli hann sé ekki bara að kenna skrautskrift á Ísafirði svo þeir geti skrautskrifað skjalið sem hafnar olíuhreinsistöð á Vestfjörðum um alla eilífð.
Það vona ég.
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.2.2008 kl. 10:53
Jensinn er að hreinsa á sér fjaðrirnar en það er að sjálfsögðu eðlilegt að Maggi majónes haldi með KR, enda þótt hann sé akureyrskur Þorpari. Því er ætíð tekið á móti Magga með Lúðrasveit verkalýðsins hér í Vesturbænum.
Steini Briem (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 12:53
Hahaha Steini, takk fyrir það, en kann reyndar betur við Rautt og hvítt í keppnisbúningum íþróttaliða en Svart-hvítt! Margir KR-ingar og þar með taldar ´húsmæður í vesturbænum hið besta og vænsta fólk! Og jájá, þykist líka vita hvað kappinn Jens er að gera, en segi hins vegar ekki orð um það!
Magnús Geir Guðmundsson, 17.2.2008 kl. 15:59
Þessi hugmyndir um olíuhreinsunarstöð á vestfirði eru skelfilegar og allgjört brjálæði.
Mér er alveg sama hvaða puntudúkka er í sjónvarpinu.
Heidi Strand, 17.2.2008 kl. 16:45
Til að forðast misskilning, þá hef ég ekkert út á Vesturbæinn að setja. Sleit barnskónum þar og er KR-ingur út í eitt.
Áfram KR
Kjartan Pálmarsson, 17.2.2008 kl. 17:12
Jamm, Maggi minn, þetta var náttúrlega slys í gærkveldi hjá Arsenal en þannig verða nú börnin til í mörgum tilfellum.
Mér finnst mun skemmtilegra þegar dúllan hún Heidi Strand skrifar hér á norsku. Ekkert mál að skilja norsku eftir að ég lærði sænsku. Hins vegar skil ég varla orð í talaðri dönsku, enda þótt ég hafi fengið níu í henni hjá Jóni Árna í MA, og segi bara eins og Klakverjinn forðum í Köben: "Jæ ska ha fjúre stúre bjúre!" Og þá bregst aldrei að danskurinn skenki mér fjóra stóra bjóra.
Jón Árni kenndi latínu og dönsku í MA en hann var alltaf eins og sofandi í tímunum og svo lengi var hann að komast á milli enda á ganginum í gamla skólanum að hann þurfti að hefja ferðalagið snemma að morgni til að ná ætlunarverki sínu að kveldi. Eitt sinn þegar hann var að útskýra málið í latínutíma segir hann si svona: "Bróðir minn á verksmiðju, sem heitir ORA, sem þýðir strönd." Og þetta fróma orð er það eina sem ég kann í latínu en ég viðurkenni hins vegar fúslega að það hefur oft komið sér vel. ORA fiskbollur eru sígildur hversdagsmatur og ORA lúxus síld er einstakt ljúfmeti á brauðið. Og hver getur ímyndað sér jól án hangikjöts með ORA grænum baunum og rauðkáli eða grillmat án ORA maískorns?
Í annað sinn var Jón Árni að kenna dönsku, nemendurnir lítt áhugasamir að vanda en hrukku þó upp af værum blundi við að kallinn stendur upp og segir með nokkurri áherslu: "Þetta er eins og að kasta perlum fyrir svín!" Síðan "strunsar" hann út úr skólastofunni en það tók hann að minnsta kosti klukkutíma.
Steini Briem (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 18:47
Hvaða mál er þetta með Jóhönnu, má ekki Þórhallur mæra hana í fjölmiðlum,leggjast á hnén ef honum hugnast og hvernig á að skilja þvæluna í þér Steini þetta með þvottavélina og dönskukennarann, ég er bara ekki að ná því hvaða það kemur bullinu í jGuð við hann í verkfalli
Fríða Eyland, 17.2.2008 kl. 22:14
Jájá STeini minn, Jón Árni J'onsson var skilst mér mörgum eftirminnilegur kennari sem fleiri slíkir, en hann er nú látin fyrir nokkru held ég? Má ekki styggja ættingja sem hugsanlega kynnu að lesa þetta!
Magnús Geir Guðmundsson, 17.2.2008 kl. 22:37
Jamm, það eru nokkuð langar leiðslurnar í þér stundum en það er nú algjör óþarfi að skilja alla skapaða hluti í lífinu, til dæmis hvers vegna "konan er eyland", frú Eyland.
Hvaða styggð ætti að koma að ættingjum vegna þessa atriðis, Maggi minn? Ég sagði ekki eitt styggðaryrði um kallinn en það er náttúrlega hugsanlegt að einhver glæpastarfsemi hafi farið fram í ORA, sem mér er ókunnugt um. Bíddu bara þangað til ég fer að tala hér um glæpastarfsemi sem mér er kunnugt um, og það jafnvel akureyrska glæpastarfsemi, kallinn minn.
Steini Briem (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 23:01
Jamm, þetta snýst um hana Jóku, þó með smá útúrdúrum á meðan þvottamaskínan er að vinda. Þá situr Jóka á vélinni, Orginator 9000, og lætur sér vel líka.
Steini Briem (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 00:24
Þú ert drepfyndinn, Steini Briem...
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.2.2008 kl. 00:46
God morgen.
Jeg visste ikke at Ora betyr Strand. Da heter jeg Heidi Ora
Jeg har fortalt en historie om Ora grønne erter før på blogget før, men her kommer den på norsk:
For noen år siden var en norsk journalist hos meg til middag og vi hadde fin mat med friske råvarer. Noen dager senere hadde hun ærend hos meg og jeg inviterte henne til middag. Jeg hadde medisterpølse fra Kjøthøllinni. Da jeg åpnet Ora box med grønne erter (for siste gang,) da utbrøt norke damen: "Si meg, skal vi ha fispatroner i dag?"
Heidi Strand, 18.2.2008 kl. 08:19
Æ...Gott Jens. Gott að þú farir í frí....
Sveinn Hjörtur , 18.2.2008 kl. 08:48
Í öllum bænum far þú líka í langt bloggfrí Sveinn Hjörtur, eða sjáðu bara að þér og hættu alveg að blogga, því að það virðist ekki nokkur maður hafa áhuga á því að svara bloggunum á bloggsíðunni þinni.
Stefán (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 09:40
ég tek undir þetta og vil jafnframt nota tækifærið og mótmæla því að Doddi kröfukall sé hættur hjá Vinnuvélaleigu Valda. maður með áralanga reynslu og sem algjör unaður er að sjá moka.
Brjánn Guðjónsson, 18.2.2008 kl. 10:03
You don't have to say you love me on the TV-screen,
and you don't have stay forever on my big machine,
but, believe, believe me, I will always tie you down,
and never I'll behave like Paul the Radiohead clown.
Steini Briem (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 10:57
Vóó....Stefán!!! Eitthvað hef ég náð að særa þig. Farðu varlega. Stundum er gott að draga inn andann áður en pústað er.
Hvað varðar heimsóknir, þá er ég ekki í kapphlaupi að fá teljarann til að rísa. Það er nú meiri vinnan ef það á að vera svo. Ég er sáttur við mínar heimsóknir og sáttastur er ég að gera sett inn mínar skoðanir eins og þær eru. Það þarf ekki alltaf að svara þeim, mundu það. Ég vil samt endilega svara þér og hvetja þig til að vera bjartsýnn og ekki tapa þér í reiðinni.
Gangi þér vel,
Sveinn Hjörtur , 18.2.2008 kl. 14:31
Hún Heidi Strand er aldrei strand!
Steini Briem (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 15:26
Norskundrvisning 1. leksjon mat: På menyen blir hangikjöt med strands fispatroner.
Heidi Strand, 18.2.2008 kl. 20:20
Takk fyrir þessa uppskrift, frú Heidi, en ég mæli frekar með þessari:
Mexíkóskur appelsínukjúklingur
1 kjúklingur, skorinn í sneiðar
2 matskeiðar maísolía
1 meðalstór laukur, afhýddur og saxaður
2 hvítlaukslauf, afhýdd og söxuð
2 heilir negulnaglar
1 ca. 5 cm langur kanilstöngull
5 svört piparkorn
3 blóðbergssprotar
2 lárviðarlauf
safi úr 2 appelsínum
salt til bragðbætis
Snöggsteiktu kjúklinginn í maísolíu á stórri steikarpönnu þar til hann orðinn sterkgulur. Malaðu kryddið í ferskan appelsínusafann, saltaðu til bragðbætis og bættu við hálfum bolla af vatni. Helltu blöndunni á kjúklinginn á pönnunni, settu lok yfir og eldaðu á meðalhita í 35-40 mínútur þar til kjúklingurinn er gegneldaður.
Berðu fram með hvítum hrísgrjónum. Fyrir sex manns.
Meðan kötturinn er úti leika mýsnar sér.
Steini Briem (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 22:09
Einn kjúlli fyrir sex manns ?
Ekki undrar mig lengur að rýrt komi mannfólkið úr Skíðadalnum, þó að sauðir þaðan þyki vænir.
Steingrímur Helgason, 18.2.2008 kl. 22:54
Steingrímur mikið er ég sammála þér, þetta eru kannski bara dvergar....
Fríða Eyland, 18.2.2008 kl. 23:01
Þetta er mexíkóskur kjúlli, ekki eitthvert sýnishorn af Hauganesinu, Steingrímur minn. En þú getur náttúrlega fengið að bryðja allan kanilstöngulinn.
Steini Briem (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:36
Steini minn, vænn ertu, þó rýr sértu,
Et þinn kanil sjálfur með sykurglassúr, hænur hér Haugnesis eru vænar.
Steingrímur Helgason, 18.2.2008 kl. 23:38
Takk Steini for oppskriften. Den vil jeg ha til 30 årsdagen. Til min 25 årsdag skulle jeg ha gryterett med ris, aubergine og kyllinglever. jeg kunne ikke få kjøpt leveren så jeg kjøpte en kylling i stedet.
Det ble en fin fest til 15 mennesker.
Heidi Strand, 19.2.2008 kl. 09:31
Mér líst vel þá þetta hjá þér, fröken Heidi. Það er sjálfsagt að halda að minnsta kosti einu sinni á ári upp á afmælisdaginn sinn og ég sé nú ekki að röðin skipti þar máli, frekar en í Lottóinu. Það sama á hins vegar ekki við um kjúklinga, eins og dæmin sanna. Þeir verða því að halda upp á afmælisdaginn sinn í réttri röð.
Á Hauganesi hænur vænar,
þar hlandsprænur grænar,
er kellingin mænir á kænur,
kallinn að sér hænir hænur.
Steini Briem (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.