22.2.2008 | 03:20
Mikilvæg leiðrétting á bloggfærslu
Fyrir nokkrum dögum birti ég mynd af því að Eiríkur Sigurbjörnsson sjónvarpsstjóri Omega lagði ólöglega í bifreiðastæði fatlaðra. Í gær hringdi Eiríkur í mig. Við erum gamlir vinir til margra ára. Hann ætlar að bjóða mér í súpu og bað mér guðblessunar. Frábær náungi og hann sagðist ekki hafa hringt í mig nema vegna þess að við erum góðir vinir.
Ástæðan fyrir því að Eiríkur lagði í bílastæði fatlaðra var sú að það er aldrei lagt í þetta bílastæði við Omega. Eiríkur var með slæmsku í hné og þurfti að styðjast við hækjur eftir að hafa gengist undir uppskurð. Þegar öll önnur bílastæði voru upptekin þá hugsaði Eiríkur: "Ef ég á einhvertímann rétt á að leggja í þetta bílastæði þá er það nú."
Ég fellst algjörlega á það að Eiríkur var þarna í rétti þó að hann væri ekki með löglega merkingu öryrkja í bílrúðu. Eiríkur er maður vandaður að virðingu sinni og mér er ljúft að votta að hann er heilsteyptur fyrir því sem hann stendur fyrir. Heill, sannur og einlægur. Það verður beðið fyrir mér á Omega og ekki í fyrsta sinni.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:42 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 26
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 1048
- Frá upphafi: 4111609
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 879
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Það skýrir samt ekki stóra jeppann, hjá manni, sem fer fyrir stofnun, sem lifir á sníkjum af öryrkjum og gamalmennum með óttaprangi og loforðum um ávöxtun á himnum. Það væri líka gaman að heyra hvernig melurinn skýrir aðdáun sína á Bush og barnamorðum hans í austurlöndum. Spurðu hann líka út í hvað hann sendir evangelistum í US mikla peninga í gerfihnattasvindli þeirra. Hann er örugglega að láta spila illilega með sig þar, einfeldningurinn, sem hann er. Segðu honum svo að lesa vandlega allt sem Kristur segir um hræsnara og Farísea.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.2.2008 kl. 03:41
Kæri skólabróðir, er það virkilegt að Eiríkur styðji hryðjuverkadólginn Bush? Ég trúi því varla. Mann sem er blóðugur upp að öxlum eftir olíurán í Írak sem hefur valdið um eða yfir dauða milljón manns, gert 4 milljónir manna að flóttamönnum, þar af hart nær 2 milljónir í sárri neyð. Ég neita að trúa því að Eiríkur styðji þennan mesta hryðjuverkamann aldarinnar. Ég verð að kanna málið. Eiríkur er góður maður. Hann hlýtur að fordæma böðulinn frá Texas.
Jens Guð, 22.2.2008 kl. 04:45
Jens ,ég tek ofan fyrir þér.
Ég er einn af þeim sem vissi þetta og þekki Eirík ekki neitt persónulega,en til eru jafn margar fréttir og mennirnir eru margir.Hver af þeim er rétt? Oftast verða hinar röngu ofan á. Flest ykkar sem lesið blöðin, trúið því sem í þeim stendur.Við vitum ekki betur FYRR EN KEMUR AÐ FRÉTT SEM VIÐ ÞEKKJUM VEL TIL. OG ÞAÐ ER ÞÁ SEM OKKUR ER BRUGIÐ, ÞVÍ FRÉTTIN SEM BIRTIST MÉR(PERSÓNULEGA) VAR UM ALLT ANNAÐ EN ÉG VISSI AÐ VAR RÉTT..SVO VIÐ SKULUM ALLTAF GANGA VARLEGA Í HÁLKU.
OG ÞETTA MEÐ BLESSAÐAN JEPPANN.ER EKKI HUGSANLEGT AÐ HANN SÉ FENGINN Á HEIÐARLEGANN HÁTT.þAÐ TEL ÉG
. VIÐ EIGUM ALLIR ÞRÍR ÖKUTÆKI.EIRÍKUR BLESSAÐUR Á JEPPANN FRÆGA,ÉG HELD ÉG FARI MEÐ SATT(LEIÐRÉTTU MIG) AÐ ÞÚ AKIR UM Á LANDROVER OG ÉG Á LÍKLEGA BESTA BÍLINN NISSA ALMERA ÁRG 99.HANN KEMUR MÉR TIL LÆKNIS,Í VERSLUN,Í APOTEK,TIL SÉFRÆÐINGA OG ER FENGINN FYRIR TILSTILLI ALMANNATRYGGINGA SEM ER STYRKUR OG LÁN.ÉG ER ÚRSKURÐAÐUR SVO MIKILL AUMINGI AÐ MÉR BER AÐ HAFA BÍL SAMKVÆMT ÚRSKURÐI SÉRFRÆÐINGA TRYGGINGASTOFNUNAR.ÉG ER EKKI BEISKUR ÚT AF ÞVÍ.ÉG ER SÁR HVAÐ ÞAÐ ER ALLTAF TIL NÓG AF FÓLKI TIL AÐ RAKKA ANNAÐ FÓLK NIÐUR. OG ER ÞÁ NÓG AÐ SEGJA Í GLEÐI SINNI, ÉG ER KRISTINN ÍSLENDINGUR OG TRÚI Á GUÐ ALMÁTTUGAN ,JESUS EINGETINN SON HANS OG HEILAGAN ANDA(HUGGARANN).ÞAÐ ER SKO KOMIN TÍMI Á AÐ ÉG FARI AÐ LEGGJA MIG FRAM VIÐ ÞAÐ AÐ BIÐJA FYRIR ÞÉR JÓN STEINAR MINN.ÞÚ ERT ALLTOF GREINDUR TIL AÐ HAGA ÞÉR SVONA. GÓÐUR GUÐ KOMI VITINU FYRIR ÞIG.OG ALLT ÞAÐ BESTA FYRIR ÞIG.
JENS,FYRIRGEFÐU MÉR FREKJUNA Á SÍÐUNNI ÞINNI.OG HAFÐU ÞAÐ SEM BEST.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 04:48
JENS SMÁ VIÐBÓT.
Ég er sko alls ekki ánægður með slóðann hans Bush.Og ekki heldur hvað ísraelar gera stundum,sama gildir um Hamasliða. En það breytir því ekki að ég tel mig vera Kristinnar Trúar. Það var mín ákvörðun í frjálsu landi Ég valdi sjálfur þá trú og staðfesti með skírn.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 04:58
Verður þetta fiskisúpa, verður brauð með súpunni og syndir sannkristin fötluð fluga baksund í súpunni? Situr Jensinn aftur í súpunni? Er hann líka fatlafól, sem keyrir um með blörrað bílnúmer og parkerar þar sem honum sýnist? Og hvað með brauðin og fiskana í Sjónvarpinu? Er Gettu betur bænarefni í Omega út af þessari mistalningu? Kann Páll Ásgeir Faðirvorið og hvaða klúður verður hjá honum í kveld? Fær Páll Ásgeir borgað fyrir að skemmta Skrattanum? Þegar stórt er spurt...
Steini Briem (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 04:59
Sko Omega sýnir mjög oft þætti með ofstópafullum ofurkrissum eins og Pat Robertson & öðrum álíka mönnum sem hvetja til óhæfuverka í nafni trúar.
Omega messar áróðri fyrir Ísrael lon & don, hvað allir þar séu góðir en allir aðrir séu vondir bla bla
Hann lofar fólki gulli & grænum skógum ef fólk gefur honum peninga, að leggja í eitthvað fargin stæði er klárlega eitt af því saklausasta sem þetta lið stendur fyrir.
DoctorE (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 09:36
Guð minn góður....
Halla Rut , 22.2.2008 kl. 09:37
No comment. En endilega láttu okkur vita hver er skoðun mannsins á Bush og Ísraelsstjórn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 10:08
Víst ertu Jesús kóngur klár....
Gulli litli, 22.2.2008 kl. 10:31
Ætti ekki stöðin hens Eiríks að heita BETLIhem í stað Omega.kv
Rannveig H, 22.2.2008 kl. 11:11
ef hann á rétt að leggja í stæði fyrir fatlaða þá á hann að vera með viðeigandi kort í bílum ef ekki þá á hann alls eingan rétt á að leggja þarna hvort sem hann er með slæmsku eða ekki svo það er mjög leleg afsökun
eva (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 12:18
Maður þarf ekki afsökun þegar almættið er með manni!!
Gulli litli, 22.2.2008 kl. 12:20
NOTA BENE
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.2.2008 kl. 12:34
Þaka þér fyrir að birta þetta Jens heiðarleiki er einstakur eiginleiki sem margur lætur víkja sínu sjónarhorni í vil, og það gleður mig að sjá þennan manndóm sem þú hefur og hefur þú faxið stórlega í áliti hjá mér, efast um að ég verði alltaf sammála þér frekar en fyrridaginn, en, þannig er jú bara lífið. Ég blandaði mér í umræðuna á sínum tíma og þetta kemur mér ekki á óvart, og já Eiríkur er einlægur og góður maður alveg sammála.
Knús.
Linda, 22.2.2008 kl. 12:44
*þakka* átti þetta að vera þarna í byrjun..
Linda, 22.2.2008 kl. 12:45
ekki gerir þú miklar kröfur til góðra manna Linda, ég sé alveg boðskap Omega þó þeir feli sig á bakvið guð.. guð er ekki til þannig að ég sé þá alveg þó þeir reyni að fela sig á bakvið ósýnilega ímyndaða vinin sem þarfnast peninga mest af öllu
DoctorE (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 12:56
Det som Eva sier i anmerkning nr. 12 er akkurat det som saken dreier seg om.
Árni Jonsen parkerte ogsð en gang i plass som var beregnet bevegelseshemmede og som unnskyldnig hadde han at han hadde discosprolaps.
Jeg har to av denne sorten sð ifølge denne teorien kan jeg parkere på to slike parkeringsplasser og da får jeg god plass.
Det er jo forresten mange som bruker to parkeringsplasser for en bil. Det er ofte de som har for stor bil i forhold til kjøreferdighetene.
Apropo Omega så hadde jeg helt glemt de. Det er så mye annet å velge i mellom.
Heidi Strand, 22.2.2008 kl. 13:27
også skulle det være. å og ð deler plass pð tastaturet.
Heidi Strand, 22.2.2008 kl. 13:28
Eiríkur, yfirstrumpur á Omega, getur tekið leigubíl þegar hann er með slæmsku í hné, og fyrst hann Þórarinn Þ. Gíslason, sem trúir Biblíunni en ekki Mogganum, vinnur ekki utan heimilis er mun hagstæðara fyrir hann að taka leigubíl til "læknis, í verslun og apótek", frekar en að reka einhvern bílskrjóð sjálfur. Þar að auki geta leigubílstjórar hjálpað honum við að skottast inn og út úr bílnum og gefið honum góð ráð varðandi matar- og lyfjainnkaupin.
Afsakanir þessara sýslumanna Guðs hér á jarðarkringlunni norðanmegin eru því ekki upp á marga fiska, í mesta lagi tvo, roðlaust og beinlaust, alfa og omega.
Steini Briem (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:40
Hvurslags... á ekki annar hver Íslendingur jeppa?! Hvar stendur það að kristinn maður megi ekki aka um á jeppa? Þetta er nú meiri dellan. Að hann skuli hafa lagt í stæði fyrir fatlaða er ekki hið besta mál, en enginn er fullkomin... Hver keyrir yfir 94 km/klst, leggur ólöglega (t.d. öfugu meigin á veginum).... Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.
Daníel (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 14:06
Fastafulltrúar Guðs hérlendis eiga að ganga á undan með góðu fordæmi, Daníel. Því er forkastanlegt að þeir skuli eiga jeppa. Það er ekki fallegt að eiga slík verkfæri Djöfulsins vegna gróðurhúsaáhrifanna. Guð bjó til Jörðina, segja fulltrúarnir, og því ber þeim að fara eins vel með hana og hægt er. Safnið ekki því "sem mölur og ryð eyðir". Ergó: Fulltrúunum ber skylda til að ganga, hjóla eða taka leigubíl og þá í algjörri neyð. Það segir Biblían. Annars fara menn beinustu leið til Helvítis með smá viðkomu í Ártúnsbrekkunni til að taka bensín.
Steini Briem (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 14:48
HA?
Hvernig er beðið fyrir þér Jens minn?
'Ó Guð, blessaðu nafna þinn, Jens Guð' ? 'Ó Guð vors Jens, ó Jens vors Guðs' ?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.2.2008 kl. 14:52
"Annars fara menn beinustu leið til Helvítis með smá viðkomu í Ártúnsbrekkunni til að taka bensín." Þú ert stundum alveg óborganlega fyndinn, Steini Briem!
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.2.2008 kl. 16:15
Sæll Steini Briem.
Ég þakka hugulsemina í minn garð. En væri ÉG, ÞÚ, þá færi ég fyrir alvöru að huga að mínum eigin málum. Hroki gagnvart mér er eins og dropi sem fellur á heita hellu.
Dreymi þig vel,því TILVERAN BÍÐUR ÞÍN,OG SEM MEIRA ER ÞÚ VEIST EKKI UM ÞAÐ HVORT AÐ ÞÚ VERÐUR GANGFÆR AÐ MORGNI, FREKAR EN ÉG.
(ég varð að skrifa þér því það býr svo margt gott í þér.)
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 18:18
Ég þakka hlý orð í minn garð, Þórarinn minn, en ég er aldrei gangfær á morgnana. Ég er svona B-maður, án þess þó að vera framsóknarmaður. Stelpurnar koma í heimsókn á kveldin og ég kúri með þeim frameftir morgni. Eftir hádegi huga ég hins vegar að öðrum og ómerkilegri málum. Þannig að ég huga nú að ýmsu, elsku kallinn minn, og ég slæ nú ekki hendinni á móti því að messa dáldið yfir stelpunum í Fíladelfíu.
Steini Briem (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 18:50
Við erum ekki bloggvinir (veit ekki af hverju) en mig langar bara að segja að mér fannst þú standa þig þræl vel í viðtalinu. Gaman að sjá persónuna bakvið orðin.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.2.2008 kl. 18:59
Þórarinn, þú hefur verið bráðþroska ef þú valdir kristni og staðfestir með skírn.. nema að þú hafir skírst seinna en flestir.
Ég myndi segja að 18 ára væri lágmarks aldur til þess að geta ákveðið á hvaða geimgaldrakarl menn ætla að trúa, reyndar ætti að skylda menn í að lesa allt dogmað og taka próf í skilningi manna á því áður en menn fá inngöngu í trúarsöfnuð, það er allt of algengt að fólk viti varla hvað stendur á einni blaðsíðu í trúarriti sínu, sem er bara sorglegt.
DoctorE (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 19:32
Jens maður á bara ekki að bulla svona eins og þú gerir elskulegur Welcome to the group, ég bulla alltaf eða næstum því. Aha, fatta núna þegar ég les Gunnsa Svíafara að ég get farið inn á netið og séð þig í þessu fræga Kastljósi, geri það á morgun. Helgarkveðja Ía en ekki Ingibjörg, svei því nafni!
Ía Jóhannsdóttir, 22.2.2008 kl. 20:46
ÉG VIL KOMA ÞVÍ Á FRAMFÆRI AÐ ÉG ER EINN AF ÞEIM SEM FINNST HELVÍTI SKEMMTILEGT AÐ SKRIFA Í KOMMENTAKERFI BLOGGA MEÐ HÁSTÖFUM TIL AÐ LEGGJA DRAMATÍZKA ÁHERZLU Á ORÐ MÍN OG ENNFREMUR GEFA ÞEIM MEIRA VÆGI EN ANNARRA. ANNAÐ VILDI ÉG EKKI SEGJA. LIFIÐ HEIL.
Ari (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 00:30
P stæðin eru ekki fyrir öryrkja þau eru fyrir hreyfihamlaða, sem eru ekki allir öryrkjar. Vildi bara árétta það.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 23.2.2008 kl. 01:29
Einar Loki, síðast þegar var beðið fyrir mér á Omega gekk það út að djöflinum var skipað af mikilli ákveðni að láta mig í friði.
Lára Hanna, við Rannveig H (#11) vorum einmitt að ræða það í kvöld hvað Steini getur verið rosalega fyndinn - í bland við það hvað hann er fjölfróður. Ósjaldan framkalla innlegg hans góða hláturgusu.
Gunnar Helgi, takk fyrir jákvæð viðbrögð við Kastljósspjallinu. Ég er alveg undrandi á því að nánast hver einasta manneskja sem ég hef hitt eða heyrt í eftir viðtalið hefur séð það. Jafnframt er ég orðinn montinn yfir því hvað allir eru jákvæðir varðandi viðtalið. Nema móðir mín. Henni var brugðið við skorpulifrina en var ánægð með að bölvað áfengið væri notað til að sótthreinsa húsgögn.
Við þurfum bara að kippa þessu í lag með bloggvinaskiptin.
Ingibjörg, mér er bullið svo eðlislægt að það hrekkur upp úr mér án þess að við það verði ráðið. Ingibjargarnafnið er bara flott. Það er þekkt bæði úr Landnámu og Sturlungu. Nafnið þýðir konungshjálp.
Jóhann, fólk sem ég þekki nýtur viðskiptavildar hjá mér ef mér líkar vel við það fólk. Í þessu tilfelli er ég fyrst og fremst að koma á framfæri útskýringu Eiríks á því hvers vegna hann lagði í þetta stæði. Ég fellst alveg á hana. Eiríkur á meira að segja ennþá hækjurnar sem hann studdist við þennan dag og bauðst til að sýna mér þær. Þar fyrir utan bað hann mér guðblessunar, ætlar að bjóða mér súpu og biðja fyrir mér.
Ása, það að P stæði séu fyrst og fremst fyrir hreyfihamlaða styður ástæðu Eiríks fyrir því að leggja í þetta stæði. Hann var með slæmsku í hnjám og studdist við hækjur.
Jens Guð, 23.2.2008 kl. 02:38
Mér er smá illt í löppinni þannig að miðað við þetta þá get ég lagt í stæði fyrir fatlaða án þess að vera með sérstakt leyfi til þess, þetta meikar sense, ef ég verð nappaður þá bendi ég bara á fordæmisgefandi mál hjá Eirík og rökstuðning hér í athugasemdum.
Spurning um að kaupa sér hækjur og hafa þær alltaf með sér í bílnum, sparar tíma & fyrirhöfn
DoctorE (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 10:58
Ég held nú að Eiríkur sé meira en bara hreyfihamlaður. Jeppaeigendur sem lifa á allskonar pýramídarsvindlum og peningagjöfum frá trúgjörnu fólki eru ekki gott fólk þó viðkomandi sé trúr sjálfum sér og duglegur í verkum sínum. Þegar ég sé þessa Omega kalla tala um frið og hamingju hugsa ég bara um Simpson þáttinn þar sem Monty Burns missir aleiguna og Lisa Simpson hjálpar honum. Lisa kennir Monty að endurvinna rusl og Monty í framhaldinu eyðileggur/endurvinnur lífríkið í sjónum til að selja sem fóður ef ég man þetta rétt. Burns verður ríkur aftur og kaupir kjarnorkuverið sitt til baka og allt gengur sinn vanagang í Sprinfield.
Einu sinni var ég að vinna með konu sem tilheyrði Krossinum. Hún kvartaði mikið undan peningaleysi og mikilli vinnu. Við nánari hlustun kom í ljós að hún bakaði og þreif fyrir Krossinn og Gunnar ókeypis. Ég hugsað með mér að þetta væri hennar val og hobbý. En henni fannst þetta ekki vera val heldur kvöð sem hún þurfti að uppfylla. Þegar kallinn átti síðan afmæli þurfti hún að borga í mjög dýra afmælisgjöf sem hún hafði ekki efni á.
Björn Heiðdal, 23.2.2008 kl. 11:55
Oh, my Good! (Guð) enn meira bull, sama hvað þú reynir ég hnika ekki frá minni meiningu. Hver vill líka heita Madam Konungshjálp. Hjálpi mér Guð! Góða helgi vinur.
Ía Jóhannsdóttir, 23.2.2008 kl. 11:56
Þá má enginn leggja í stæði fyrir fatlaða nema að vera með leyfi fyrir því frá lögreglustjóra. Þó þú sért með slæmsku í hné þá máttu ekki leggja í fötluð stæði, alveg eins og þú mátt ekki keyra fullur út í búð þó þú sért svangur.
Mummi Guð, 23.2.2008 kl. 18:07
DoctorE og Mummi, umferðarlög eru eitt og neyðarréttur annað. Eða réttara sagt þá koma upp tilvik þar sem ástæða er til að sýna umburðarlyndi. Dæmi: Þegar allt er á kafi í snjó þá er litið framhjá því þó bíl sé lagt að hluta upp á gangstétt eða nær götuhorni en 5 metra.
Björn, það er til fólk sem kann ekki annað hlutverk en hlutverk píslavottarins. Það sækir í hlutverkið af áfergju og fær eitthvað mikið út úr því að kvarta undan örlögum sínum. Konan sem þú vitnar til er líkast til þessi týpa.
Ingibjörg (= konungshjálp), góða helgi.
Jens Guð, 23.2.2008 kl. 21:56
Nú er það staðfest sem mig svo sem hefur grunað lengi, Jens og ragnar nokkur Reykás eru frændur!
Magnús Geir Guðmundsson, 23.2.2008 kl. 23:30
Maggi, ég snýst hraðar en nokkur vindhani í afstöðu til manna og málefna. Ragnar Reykás kemst ekki með tærnar þar sem ég hef hæla þegar sá gállinn er á mér.
Jens Guð, 24.2.2008 kl. 02:04
Stóra "fatlaðastæðismálið"heldur áfram, menn vegnir hægri vinstri fyrir að leggja í blámáluð stæði. Eftirlitsnefnd EFTA hefur tekið saman fjölda stæða fyrir fatlaða og fjölda fatlaðra, og niðurstaðaðn er að stæði fyrir fatlaða eru fimmfalt fleiri en fjöldi fatlaðra gefur tilefni til. Líkamsræktarstöðvar standa sig best allra í að bjóða stæði fyrir fatlaða sé litið til fjölda viðskiptavina, átta stæði á hvern fatlaðann viðskiptavin. Þannig hefur World Class fjögur stæði fyrir fatlaða þó svo aldrei í tíu ára sögu fyrirtækisins hafi fatlaður einstaklingur kíkt í kaffi. Hinsvegar hafa andlega fatlaðir einstaklingar einstaklega gaman að því að ráfa um í reyðuleysi, leitandi að ófötluðum einstaklingum, sem voga sér að leggja í ónotuð bílastæði fatlaðra. slíkir einstaklingar eiga skilyrðislaust að fá að leggja í þessi ónotuðu stæði fatlaðra.
bjarni (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 02:20
Bjarni, það er rannsóknarefni fyrir sig hverjir sækja líkamsræktarstöðvar. Þar keppast menn við að leggja ólöglega til að þurfa ekki að ganga langt frá jeppunum sínum til að komast á hlaupabretti. Ég þekkti konu sem bjó stutt frá líkamsræktarstöð. En hún þurfti daglega að fá kallinn sinn til að keyra langa leið úr vinnu til að skutla henni nokkur hundruð metra til að hún kæmist á hlaupabrettið.
Jens Guð, 24.2.2008 kl. 03:08
Ég er einn þeirra sem bera ábyrgð á því að birta þessar myndir og ekki dettur mér í hug að breyta nokkru í þeirri frásögn útaf þessari "leiðréttingu". Það hefur ekkert verið leiðrétt, þetta er bara léleg afsökun manns sem er gripinn í bólinu.
Eiríkur betlar grimmt af fátæklingum og hvetur það til að gefa síðasta aurinn. Hann lofar því að Gvuð muni endurgreiða með vöxtum. Maðurinn lofar fólki lækningu við ólæknanlegum sjúkdómum, ef það bara trúir og gefur nógu mikið af peningum. Svona hyski á ekkert gott skilið.
Matthías Ásgeirsson, 24.2.2008 kl. 10:58
Þannig að hugsanlega er Birkir kominn með afsökun fyrir spilaríi sínu, ég var totally blankur og þurfti nauðsynlega að fá mér skotsilfur.
Ef þetta er ásættanlegt þá þarf að stækka þessi merki sem sýna stæði fyrir fatlaða, setja stjörnu og smátt letur undir sem segir; má leggja ef þú ert með slæmsku í hné eða ef þú ert með líkþorn.
DoctorE (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 11:16
Nánari útskýring:
Þau eru fyrir hreyfihamlaða sem hafa fengið þar til gert stæðiskort sem aðeins fæst skv. vottorði hjá lækni og að auki fer það fyrir sérstaka nefnd áður en því er úthlutað.
P stæðin eru ekki fyrir aðra sem eiga við tímabundna hreyfihömlun að ræða eða veikindi. Einungis fyrir rétthafa P korta.
Mjög bagalegt er þegar aðrir nota stæðin þó svo þau séu að öllu jöfnu ekki mikið notuð þá veit maður aldrei hvenær að ber bíl með p merki sem þarf svo sannarlega á stæðinu að halda og á jafnvel ekki kost á að komast á svæðið nema vegna þessa stæðis sem að öllu jöfnu eru breiðari en önnur þar sem flestir hreyfihamlaðir þurfa meira pláss til hliðar við bílana til að fara út. Eða setja lyftubúnað út úr bílnum
Virðum P stæðin við vitum aldrei hvenær við sjálf verðum í þeim sporum að þurfa á þeim að halda
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 24.2.2008 kl. 12:00
Það er þetta með kortin. Eitt sinn ristarbrotnaði ég og var tímabundið stökk í gifsi. Gat þó keyrt með því að nota hækjuna á kúplinguna. Hefði sjálfsagt getað fengið KORTIÐ vegna hreyfihömlunar en nennti ekki að standa í því vafstri vegna tímabundinnar hreyfihömlunar. Hversu margir eru með KORTIÐ vegna tímabundinnar hreyfihömlunar, en eru löngu orðnir sprækari en methafi í spretthlaupi? Hef heyrt að þessi KORT gangi í erfðir mann fram af manni, kort sem var úthlutað vegna langafa einhvers sem aldrei tók bílpróf.
bjarni (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 13:15
Kæri Jens þó ættir að benda Eiriki vini þínum á að þaað var sannað á Laugardaginn, í næsta húsi við Krossinn í Kopavogi, að guð er ekki til. Þar hristu hundruð kynvillinga á sér kynfærin, en kópavogi var ekki eytt með jarðskjálfta eins og stendur skyrt í biblíuni að hann muni gera.
Kalli (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.