23.2.2008 | 04:01
Aldeilis furðulegt lag - hulunni svipt af
Í dag er síðasti dagur þorra, svokallaður Þorraþræll. Af því tilefni hef ég sett í tónspilarann gamalt lag sem ég gerði við kvæði Kristjáns Jónssonar, Þorraþræl (Nú er frost á Fróni...). Kristján þessi gegndi einnig nafninu Kristján Fjallaskáld.
Þetta lag hljóðritaði ég í galsa á tíunda áratug síðustu aldar. Líklega 1997 fremur en 1998. Ég sendi upptökuna til rásar 2 og þar var hún spiluð grimmt, samkvæmt STEF-gjöldum. Af því að ég var dómharður plötugagnrýnandi á þessum árum, kominn á fimmtugsaldur og lagið furðulegt þá skráði ég flytjanda lagsins Gleðisveitina Alsælu þó að ég væri bara einn að verki. Umræða um E-pilluna bar hátt og sumum þótti nafn flytjandans orka tvímælis. Til að mynda var heill þáttur á rás 2, Þjóðarsálin, lagður undir hugleiðingu um það hversu óheppilegt væri að kalla hljómsveit Alsælu. Eða réttara sagt fordæmingu á því uppátæki.
Sérstaklega fyndið þótti mér þegar lagið var kynnt í útvarpi þannig að talað var um strákana í Alsælu.
1999 kom lagið út á safnplötunni Rock for the Cold Seas. Plötu sem innihélt lög frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Samalandi. Hún seldist í 20 þúsund eintökum og lagið náði 6. sæti grænlenska vinsældalistans og fékk einnig góða spilun í færeyska ríkisútvarpinu. Í kjölfarið var mér í tvígang boðið að fara í hljómleikaferð til Grænlands. Þar tók ég með mér til undirleiks dauðapönksveitina Gyllinæð og Bjarna heitinn Móhíkana úr pönksveitinni Sjálfsfróun. Þær hljómleikaferðir urðu ansi skrautlegar vegna þess að töluvert varð um slagsmál og aðrar óvæntar uppákomur.
Magnús Geir Guðmundsson gerði þeim ævintýrum góð skil í dagblaðinu Tímanum ásamt grænlenskum, færeyskum, dönskum og kanadískum fjölmiðlum.
Einnig fékk ég boð um að spila á skoskri tónlistarhátíð út á Þorraþrælinn. Þangað fór ég bara einn en afgreiddi málið vel bara með kassagítar. Kynntist í leiðinni syni söngvara Nazareth og náunga sem síðar sló í gegn sem léttpoppari á breska vinsældalistanum. Ég man ekki nafn hans. Enda var vinsæla lagið hans leiðinlegt.
Þessar góðu viðtökur Þorraþrælsins míns komu mér verulega á óvart. Af minni hálfu var þetta sprell og viðlagið er afskaplega kjánalegt. Ég syng það reyndar þokkalega vel. En textinn er út í hött. Ljóðið um þorrann fjallar eðlilega um það tímabil ársins. Þess vegna er út í hött að í viðlagi segi:
Ó, það er löng löng bið,
frá maí til desember.
Ég finn engan frið
fyrr en í september.
Algjört hnoð og bara bull. Lagið er neðarlega í tónspilaranum mínum. Ég vil taka fram að í þessu lagi er ég ekki að reyna að rappa. Þetta er þulusöngur. Hinsvegar fékk sjónvarpið snillingana Erp Blazrocka og Sesar A til að flytja þetta lag á degi íslenskrar tungu 1998. Þá hafði sjónvarpið reynt - án árangurs - að finna Gleðisveitina Alsælu til að flytja þetta lag í sjónvarpssal. Erpur og Sesar A eru vinir mínir og vissu allt um feluleik minn með Alsælu. Þeir afgreiddu dæmið með stæl, eins og þeirra var von og vísa og þóttust ekkert vita um Alsælu.
Daginn eftir gerði Spaugstofan sína útgáfu af Þorraþrælnum mínum. Síðan hefur mér verið hlýtt til Spaugstofunnar. Núna er langt um liðið og allt í lagi að afhjúpa allt um Gleðisveitina Alsælu og Þorraþrælinn. Ég er ennþá að fá þokkaleg STEF-gjöld fyrir þetta lag og aðallega fyrir spilun á því í útlöndum.
Flokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:11 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 33
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1055
- Frá upphafi: 4111616
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 884
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Sussu suss! Hvað á það að þýða að vera að blogga á þessum tíma sólarhrings? Ertu eitthvað að misfara með hreingerningalöginn þinn? Reyndu ekki að telja neinum trú um að þú sért árrisull!
Annars er Þorrþrællinn síðasti dagur Þorra, daginn fyrir fyrsta dag Góu, sem er konudagurinn.
Soffía Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 04:52
Soffía mín, sólarhringurinn hefst hjá mér síðdegis og fjarar út með morgni. Takk fyrir að leiðrétta þetta með Þorraþræl. Það vantar allar upplýsingar um þetta í dagbókinni sem ég fékk hjá Glitni. Ég er að hugsa um að skipta um banka. Hreingernigarlögurinn hefur verið látinn afskiptalaus þessa helgi. Enn sem komið er.
Jens Guð, 23.2.2008 kl. 05:52
Ég má í leiðinni til með að hæla þér og ykkur hinum á Suðurlandi fyrir góða skemmtun í Útsvari. Þið stóðuð ykkur vel og það var gaman að fylgjast með ykkur.
Jens Guð, 23.2.2008 kl. 06:17
Í sól og sumaryl ég sat einn fagran dag, í sól og sumaryl ég samdi þetta lag.
gymli (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 07:52
Brjánn Guðjónsson, 23.2.2008 kl. 09:40
FLottur ertu karlinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2008 kl. 09:50
Man reyndar eftir þessari umræðu um hljómsveitina Alsælu prakkarinn þinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2008 kl. 09:51
Bestu kveðjur og góða helgi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.2.2008 kl. 10:48
Það er nú löngu búið að banna allt þrælahald hér, Jensinn minn, og bæði Þorri og Lóa komin á Litla-Hraun fyrir þetta atriði.
Steini Briem (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 11:12
Ekki eins furðulegt og Ho Ho Ho We Say Hey Hey Hey.........
Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 11:46
Útgáfa þín af Þorraþrælnum,mun lengi lifa.
Númi (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 23:07
Jens minn, kannski gaman að bæta því við, að þú lést taka einvherjar myndir af skuggalegum mönnum, sem áttu að skipa "Gleðisveitina Alsælu" eða er það ekki rétt munað hjá mér? Mér finnst sömuleiðis eins og þú hafir látið mig fá slíkar myndir til að skreyta einhver skrif?
En hitt er rétt, að ég skrifaði væna grein um ferðina eftir að við höfðum spjallað örugglega saman í svona tvo tíma um hana. Einhverjar myndir fékk ég þá frá tónleikunum m.a. og birti með.
Magnús Geir Guðmundsson, 23.2.2008 kl. 23:17
Ég þakka ykkur öllum fyrir innlitið og jákvæð viðbrögð við laginu.
Maggi, ég man ekki eftir myndinni af Gleðisveitinni Alsælu. En mér dettur í hug að það hafi verið einhver óskýr mynd af okkur sem spiluðum á Grænlandi. Það er að segja af mér + Gyllinæð + Bjarna Móhíkana.
En ég man eftir að þú skrifaðir heila blaðsíðu í Tímann um fyrri hljómleikaferðina til Grænlands, birtir mynd af hljóðfærum sem Gyllinæðardrengir brutu og eitthvað fleira. Greinin þín vakti mikla athygli og var fylgt eftir af öðrum blaðamanni á Tímanum með forsíðuviðtali við Gústa í Gyllinæð. Aðrir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið og umfjöllunin varð fyrirferðarmikil.
Jens Guð, 24.2.2008 kl. 00:13
Dagur-Tíminn hét víst snepillinn þarna er kkomið var sögu held ég, msáatriði svosem, en allt í lagi að láta það koma fram.
Magnús Geir Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 04:20
Var einmitt að spá í þetta Tíma tal....
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 16:28
Svo vill nefnilega til Jens, að sómakonan hún Auður vann þarna á blaðinu um þær mundir sem þetta var og svei mér gæti vel verið að hún hafi prófarkalesið greinina, blíð og brosmild!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 19:57
Ég var einmitt að spá í það hvers vegna Auður undraðist tal um Tímann. Hehehe! Þarna kom skýringin.
Jens Guð, 24.2.2008 kl. 20:19
Ég held að ég hafi eignast lagið af einhverri safnplötu. Getur það ekki verið????
Gulli litli, 25.2.2008 kl. 14:20
Gulli, jú, auk þess að koma út á safnplötunni Rock from the Cold Seas þá kom það líka út á safnplötunni Tyrkland, sem var gefin út til styrktar fórnarlömbum jarðskjálfta í Tyrklandi.
Einnig gaf Rabbi heitinn Jónsson lagið út á safnplötu sem heitir Rymur og Axel Einarsson gaf það út á safnplötu sem heitir Lagasafnið. Að auki hefur það komið út á óþekktum safnplötum í útlöndum.
Jens Guð, 25.2.2008 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.