Lay Low heldur toppsætinu

  lay low

  Platan Ökutímar með söngkonunni Lay Low er söluhæsta platan á Íslandi í dag,  aðra vikuna í röð.  Platan inniheldur tónlistina úr samnefndu leikriti sem naut gríðarlegra vinsælda í uppfærslu Leikfélags Akureyrar í vetur.  Leikritið verður sett upp í Reykjavík næsta haust.

  Mig minnir að ég hafi áður nefnt að á plötuumslaginu stendur:  "Ágóðahlutur Lay Low af sölu þessa geisladisks rennur til Aflsins á Akureyri.  www.aflid.muna.is."

  Aflið er systursamtök Stígamóta á Norðurlandi.  Þegar þið kaupið þennan disk eruð þið ekki einungis að eignast áheyrilega plötu heldur einnig að styrkja góðan málstað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvet alla lesendur til að kynna sér þennan disk "Ökutíma" svo og tónlist Lay Lowar almennt.

Þarna er held ég á ferðini ein af, ef ekki sú besta trúbadorsöngkona sem  ísland hefur alið fram á þennan dag.

Guðjón Rúnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 18:57

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Takk fyrir ábendinguna

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.2.2008 kl. 19:43

3 Smámynd: Ómar Ingi

Frábær diskur Mr Fake Greengrass

En það þarf ekki að selja marga diska á Íslandi til að ná toppnum

Ennþá að jafna mig á því að þú hafir ekki þorað að segja fólki frá því að þú drekkir víski með bjórnum þínum

Hæna

Ómar Ingi, 23.2.2008 kl. 20:08

4 identicon

Gott mál

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 20:35

5 Smámynd: Heidi Strand

Sammála!

Heidi Strand, 23.2.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband