23.2.2008 | 23:37
Bestu pólitísku söngvarnir
Á dögunum efndi útbreiddasta músíkblað heims, hið bandaríska Rolling Stone, til skoðunar meðal lesenda sinna á besta sönglaginu með pólitískan boðskap. Yfirskriftin hjá Rolling Stone var reyndar leitun að besta mótmælasöngnum (protest song) en á listanum eru alveg eins lög sem flokkast frekar undir að vera baráttusöngvar. En þetta varð niðurstaðan:
1. Creedence Clearwater Revival: Fortunate Son
2. Bob Dylan: Masters of War
3. Rage Against the Machine: Killing in the Name
4. Country Joe & The Fish: I-Feel-Like-I'm-Fixin'-To-Die Rag
5. U2: Sunday Bloody Sunday
6. Bob Dylan: Blowin´ in the Wind
7. Marvin Gaye: What´s Goin´ On?
8. Sex Pistols: Anarchy in UK
9. Bruce Springsteen: Born in the USA
10. Edwin Starr: War
11. The Who: Won't Get Fooled Again
12. John Lennon: Gimme Some Truth
13. Buffalo Springfield: For What It's Worth
14. Public Enemy: Fight the Power
15. Neil Young: Let's Impeach the President
16. Guns ´N´ Roses: Civil War
17. Bob Marley: Redemption Song
18. John Lennon: Working Clash Hero
19. Bítlarnir: Revolution
20. Crosby, Stills, Nash & Young: Ohio
21. The Rolling Stones: Street Fighting Man
22. Bright Eyes: When the President Talks to God
23. Bob Marley: Get Up Stand Up
24. Sam Cooke: A Change is Gonna Come
25. REM: Ignoreland
Flokkur: Tónlist | Breytt 25.3.2008 kl. 23:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 5
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 813
- Frá upphafi: 4111624
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 662
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þetta er barasta flottur listi,topplistamenn
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.2.2008 kl. 00:18
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.2.2008 kl. 00:46
Linda, þegar ég renndi yfir þennan lista þá áttaði ég mig á því að ég á öll lögin á honum á plötum nema þetta með Bright Eyes. Það kom mér á óvart að lag með CCR toppi listann. Ég hef aldrei sett CCR í samhengi við pólitík. En ég á allar plötur CCR og allar sólóplötur forsprakkans, Johns Foghertys, nema þá nýjustu. Önnur lög á listanum koma ekki á óvart. Þó að ég sé pólitískt þenkjandi þá er ég að öllu jafna seinn til að hlusta á texta nema þegar menn eins og Neil Young fara á flug. Hann er "skemmtilega" hægri sinnaður með sterka réttlætiskennd. Studdi Ronald Reagan og Margréti Thatcher á sínum tíma (sem ég hef jafn mikla andúð á og ég hef á Bush W.). Neil Young á þarna 3 lög (Buffalo Springfield og Crosby, Stills, Nash & Young).
Anna, einhverra hluta vegna er The Wall ekki á listanum. Samt er samnefnd plata ein söluhæsta plata allra tíma í Bandaríkjunum. Þegar þú nefnir The Wall til sögunnar þá tek ég undir spurningu þína um það hvers vegna það lag náði ekki inn á listann.
Einnig hefði ég að óreyndu haldið að Imagine með John Lennon yrði á listanum frekar en Gimme Some Truth og Working Class Hero.
Jens Guð, 24.2.2008 kl. 01:03
Gunnar, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 24.2.2008 kl. 01:03
Kanski hefði Imagine átti frekar heima á listanum heldur en hin en mér finnst textinn í Working class hero svo beittur að hann má alveg vera á listanum mín vegna
Ylfa Lind Gylfadóttir, 24.2.2008 kl. 01:32
Í mínum huga erImagine ekki aðeins ofurfallegt lag heldur er ljóðræna framsetning textans svo mögnuð. Upptalning á öllum þeim ástæðum sem leitt hafa til stríðs. Og ákallið til hlustandans um að taka ekki þátt í stríði (á þessum forsendum).
Working Class Heroer eitt af mínum uppáhalds Lennon-lögum. Ekki aðeins er textinn beitt ádeila á stéttskiptinguna í Bretlandi heldur er lagið rosalega flott. Magnús Geir Guðmundsson vill meina að það sé stolið úr gömlu bresku þjóðlagi. Og Magnús veit hvað hann er að segja um músík.
Þetta lag er af fyrstu alvöru sólóplötu Lennons, Plastic Ono Band. Plötu sem var slátrað af gagnrýnendum á sínum tíma. Plötu sem fékk þá umsögn að vera illa unnið "demo" án söngrænna laglína. En hefur síðar ítrekað lent ofarlega á lista yfir bestu plötur poppsögunnar.
Það merkilega við þetta lag er að það er aðeins 2ja hljóma (E, A) að vísu með einni undantekningu yfir í D. Töluvert frábrugðið hljómasúpunni sem Bítlarnir báru oft á borð.
Það er líka gaman að því hvað þetta lag hefur oft verið "coverað" af jafn ólíkum súperstjörnum og Marianne Faithful, Green Day, Marilyn Manson og Manic Street Preachers.
Jens Guð, 24.2.2008 kl. 01:57
Það sem mér finnst undarlegast er að sjá Anarchy In The U.K. á listanum en ekki God Save the Queen
Haukur Viðar, 24.2.2008 kl. 03:55
Ænei Jens minn, ég sagði nú aldrei að Lennon hefði stolið einu né neinu, heldur að þetta væri augljós skýrskotun hjá honum, eins einföld og hún er, til þjóðlagahefðarinnar, eða eitthvað á þá leiðina minnir mig allavega að ég hafi meint.En jújú, allir stela meðvitað eða ómeðvitað einhverju. Sumir "semja" lög sem menn uppgötva svo að hljómar ærið líkt frægari lögum, en þeir koma þá bara af fjöllum er þeim er bent á það, segja þetta bara tilviljun!Slík dæmi þekkir þú auðvitað mætavel!
Þótt svefndrukkin sitji og pári þetta, man ég til dæmis að mörgum þykir og mér hefur alltaf dottið það í hug, að "Í sól og sumaryl" Gylfa Ægis, sé ansi hreint líkt "As Tear goes By" með Rollingunum, sem einmitt já hún Ylfa Lind söng á plötunni sinni og þú skrifaðir um svo fallega um daginn Jens!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 04:13
Það er rétt hjá þér, Magnús, yfirleitt fá menn nú bara kurteislega ,,lánað" hver hjá öðrum við lagasmíðar eins og eiginlega allur blúsinn er dæmi um. Lennon gerði hins vegar meira en að taka að láni þegar hann samdi Happy Xmas, War is Over, aðallaglínan í því er gamla þjóðlagið um veðhlaupahestinn Stewball í nær því heild sinni - og enginn þarf að segja mér að Lennon hafi ekki þekkt það.
Matthías
Ár & síð, 24.2.2008 kl. 09:17
Sæll Jens.
Þegar ég las pistilinn þinn kom upp í huga minn Universal soldier með Donovan. Hvort það á heima þarna veit ég ekki en lagið heillaði mig uppúr skónum í kring um 1990. Kær kveðja, JS
Jóhanna Seljan (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 13:16
Þegar verið er að tala um lagastuld, ber að hafa eitt í huga. Það er búið að finna upp alla tóna sem til eru. Þegar menn "semja" lag, eru þeir aðeins að reyna að raða þessum tónum niður eins og enginn hefur gert áður. Vegna þess hversu tónarnir eru fáir, þá heyrist mönnum oft að þeir hafi heyrt þessa niðurröðun áður.
Stundum er tónunum raðað alveg eins, en áherslur á mismunandi tónum.
Dæmi: My sweet Lord og He's so fine. Söknuður og You raise me up.
Hjalti Garðarsson, 24.2.2008 kl. 13:43
No Comment
Ómar Ingi, 24.2.2008 kl. 13:47
Sá sem skrifaði þennan lista hefur verið búinn að fá sér einum og í aðra tánna. Þarna vantar í fyrsta sætið lagið Volare með Domenico Modugno 1958.
Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 14:02
greinilegt að þeir hjá ísraelska sjónvarpinu hafa ekki hlustað á Forystuna, með Tönnunum hans afa. enda þekkja þeir hvorki ASÍ ne VSÍ, eða SA (var það ekki lífvörður Dolla?)
Brjánn Guðjónsson, 24.2.2008 kl. 15:51
Fyndinn misvísandi titill haha.
þekkti ekki lag nr. 3 né bandið ég youtubaði það bara, skondið lag http://www.youtube.com/watch?v=s5btZWbViPA
Donovan lagið er mjög gott, tek undir það m. Jóhönnu.
Ari (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 17:05
Uuuhh ég meinti lag nr. 4 (Country Joe & The Fish: I-Feel-Like-I'm-Fixin'-To-Die Rag)
Hér er annars Donovan lagið http://www.youtube.com/watch?v=QLzUNDaF00U
Ari (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 17:17
Haukur, Sex Pistols er ekki stórt nafn í Bandaríkjunum. Hinsvegar er Anarchy in UK stórt lag í Bandaríkjunum eftir að Mötley Crue og Megadeath "coveruðu" það. Ég held að það hafi ráðið úrslitum.
Magnús, Ár & síð og Hjalti, Lennon fór aldrei leynt með það þegar hann hnuplaði lögum. Bæði hann og McCartney notuðu stundum þá uppskrift að spila eitthvert hratt og flott lag löturhægt og með öðrum hrynjanda. Þannig gátu þeir dottið ofan á eitthvað sem varð nýtt lag.
Lennon sagði frá því að Because á Abbey Road plötunni væri að uppistöðu til Tunglskinssónata Beethovens spiluð afturábak. Mother á plötunni Plastic Ono Band er hnupplað úrBring It On Home. Þannig mætti áfram telja.
Jóhanna, Universal Soldier á vel heima þarna. Reyndar er þetta "cover" lag í flutningi Donovans. Upprunalegi flytjandinn og höfundurinn er Buffie Saint Mary. Ein skýringin á því að þetta lag er ekki á listanum er hugsanlega sú að það náði aldrei inn á vinsældalista í Bandaríkjunum, þó það færi hátt á vinsældalista víða í Evrópu.
Ómar, takk fyrir innlitið.
Siggi, listinn er settur saman af lesendum Rolling Stone. Lesendur blaðsins eru milljónir og ætla má að þeir sem kusu þessi lög séu einhverjir tugir þúsunda. Engu að síður er líklegt að sá hópur hafi verið búinn að fá sér aðeins um of í aðra tána þegar hann kaus.
Brjánn, vertu ekki of viss um að þeir hjá ísraelska sjónvarpinu hafi misst af Tönnunum hans afa. Ég hef heyrt í ótrúlegustu íslenskum hljómsveitum í erlendum sjónvarpsstöðvum.
Eitt sinn kom í heimsókn til mín Kanadamaður. Þar rak hann augun í djassplötu sem heitir Klæment. Hann spurði mig hvort þetta sé færeysk plata hljóðrituð í helli. Jú, ég kannaðist við það. Þá sagði hann mér að nokkrum dögum áður hafi þessi plata verið tekin fyrir í kanadíska útvarpinu.
Jens Guð, 24.2.2008 kl. 17:29
Ari, takk fyrir þessa linka. Country Joe var síðastur til að vera bókaður á Woodstock hátíðina. Sagan segir að hann hafi troðið sér með frekju inn í dagskrána. Hann hafi ekki átt að vera með en heyrt af því þegar einhver hljómsveit boðaði afföll á síðustu stundu.
Hvað sem til er í því þá sló hann rækilega í gegn á Woodstock með þessu lagi og væri öllum gleymdur í dag ef ekki væri fyrir þetta lag.
Af því að tal hefur borist að lagahnupli þá var Country Joe óvænt kærður 2001 fyrir að hafa hnuplað umræddu lagi úr öðru lagi. Dómstólum þótti kærandinn heldur seinn að bregðast við, þremur áratugum eftir að lagið sló í gegn. Country Joe slapp því með skrekkinn.
Jens Guð, 24.2.2008 kl. 17:49
Give Ireland back to the Irish eftir Paul McCartney verður að teljast pólitískt. Allavega var lagið bannað á BBC.
Hjalti Garðarsson, 24.2.2008 kl. 19:36
Haha, verð nú að grínast með Hjalta hérna, hans gullvæga punkt, að "búið sé að finna upp alla tóna sem til eru"! Ja, það segir´sig nú eiginlega sjálft er það ekki, að það sem er til er þegar fundið upp eða skapað haha! En auðvitað átt hann við að búið væri að finna upp alla MÖGULEGA tóna, eða kannski rekar að búið væri að raða þeim öllum á alla hugsanlega vegu!
En er það alveg öruggt?
Magnús Geir Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 19:42
Mikið er ég ánægður með lagið sem vermir toppsætið. Meistaraverk, eins og svosem mörg önnur sem neðar eru á listanum.
Bestu kveðjur kæri Jens frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 24.2.2008 kl. 20:04
Hjalti, þetta er pólitískasta lag Pauls en hlaut dræmar undirtektir. Enda umræðuefnið viðkvæmt; krafa um sjálfstæði N-Írlands. Paul hefur raðað lögum í 1. sæti bandaríska vinsældalistans og vinsældalista víða um heim, bæði fyrir og eftir útkomu Give Ireland Back to the Irish. Það lag rétt slefaði aftur á móti í 21. sæti bandaríska vinsældalistans.
Maggi, þetta er góður punktur hjá þér.
Jens Guð, 24.2.2008 kl. 20:08
Það er bara til einn sannur tónn, Maggi minn. Allir aðrir tónar eru misskilningur og tóm vitleysa, sama í hvaða röð þeir eru.
Steini Briem (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 20:11
Kalli, þú hefur sennilega trommað þetta lag oftar en önnur á listanum. Enda er það á Gildrumezz plötunni ykkar.
Jens Guð, 24.2.2008 kl. 20:14
Steini, assgoti getur þú verið fyndinn.
Jens Guð, 24.2.2008 kl. 20:16
nei ekki sjálfstæðis N-Írlands sem sér lands heldur að N-Írland verði gefið Írum aftur.
Hafði heyrt af þessu lagi en aldrei heyrt það. Auðvitað youtube-aði ég það líka og skil hvers vegna það er ekki á listanum þó það sé mjög pólítízkt og eldfimt. Lagið er einfaldlega ekki nógu gott, það er líka frekar hallærislegt. Samið sérstaklega út af "Blóðuga Sunnudegi" sen var nokkrum vikum fyrr.
http://en.wikipedia.org/wiki/Give_Ireland_Back_To_The_Irish
http://www.youtube.com/watch?v=NRc0ZPcZ7Xc
Ari (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 01:37
Jens
Buffalo Springfield lagið For What It's Worth er eftir Stephen Stills.
Misstirðu nokkuð af Hayseed Dixie í gærkvöldi??? þvílíkir eðal tónleikar, og löðrandi í húmor. Barley Scotch reytti af sér brandarana og upplýsti okkur um að hann hefði fimm gallona hlandblöðru. Einnig sagði hann að úr því að svo margir Íslendingar töluðu ensku, þá fannst honum ekki taka því að læra íslensku fyrir tónleikana.
Fimm stjörnu tónleikar og ekki skemmdi að Dr Gunni og Baggalútur hituðu upp. 2800 kall fyrir allt þetta, Grímur Atla TAKK FYRIR
Leifur
Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 23:20
Ari, ég hef ekki greint Give Ireland Back to the Irish. Að óreyndu held ég að það fjalli um að breski herinn yfirgefi N-Írland. Ég hef svo sem ekki sett mig sérstaklega inn í þá pólitík. Ég veit að Paul McCartney hefur sagt að hann hafi haft hljómsveitina Wings heilshugar að baki sér fyrir boðskap textans. Danny Laine, gítarleikari Wings, heldur því gagnstæða fram: Að Paul hafi verið svo einstrengislegur að hann hafi ekki hlustað á nein andmæli sem aðrir í hljómsveitinni höfðu í frammi.
Danny sagði: "Paul hefur aldrei verið jafn pólitískur og hann mun aldrei setja þetta lag á geisladisk." Sem var rangt til getið. Paul setti þetta lag sem aukalag á geisladisk. Ég man ekki hver hann er en Paul hefur enn í dag varið boðskap textans.
Jens Guð, 26.2.2008 kl. 01:35
Þórleifur, ég fór ekki á hljómleika Heyseed Dixie. Ég er meira fyrir orginal AC/DC. En kann samt vel að meta blúgrassútgáfuna. Ég á 10 - 20 plötur með AC/DC og hef dálæti á þeirri hljómsveit. En blúgrass-útfærslan er ekki alveg mín bjórdós.
Jens Guð, 26.2.2008 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.