26.2.2008 | 16:25
Stórfrétt ársins 1977
Tímarnir líða og breytast. Það er broslegt að rifja upp að eftirfarandi frétt, sem birtist í dagblaðinu Degi árið 1977, vakti mikla athygli og forvitni. Var það sem kallast gott "skúbb". Í kjölfarið þyngdist umferð mjög á norðausturlandi því margir vildu berja furðuveruna augum. Heilu fjölskyldurnar gerðu sér ferð um langan veg. Sala á sjónaukum og ljósmyndavélum með aðdráttarlinsu tók vænan kipp.
Ég hef grun um að bóndinn sem gerðist svo djarfur að fá negra í vinnu sé bróðir Steingríms J. Sigfússonar.
Ef smellt er á fréttina þá stækkar hún og verður auðlesnari.
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:56 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
Nýjustu athugasemdir
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Sigurður I B, segðu! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Stefán, hún var einbúi og dugleg að hringja í útvarpsþætti. Á... jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Hún hefi nú alveg getað bætt fasteignagjöldunum við!!! sigurdurig 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Kerla hefur legið í símanum á milli þess sem hún hlúði að kindu... Stefán 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Jóhann, Anna frænka var snillingur! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Þetta kallar maður að bjarga sér og að vera snöggur að hugsa og... johanneliasson 16.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jóhann (#9), kærar þakkir fyrir þessa greiningu og umsögn. jensgud 12.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ég er alltaf jafn hrifinn af því hvað þú svarar öllum athugasem... johanneliasson 11.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jósef, vinsældalistar og listar yfir bestu plötur eru ágætir s... jensgud 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Það er töluverður munur á vinsælarlistum og listum yfir bestu p... jósef Ásmundsson 10.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 13
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 1185
- Frá upphafi: 4136280
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 987
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Eitt sinn kom Eva Ásrún Albertsdóttir, sem var í Brunaliðinu, í heimsókn til tengdamóður minnar fyrrverandi á Húsavík í fylgd blámanns af kvenkyni. Tengdó brá nokkuð við þessa uppákomu, enda þótt hún hefði verið í vist í Reykjavík, og spurði Evu Ásrúnu: "Borða svertingjar nokkuð rjómatertur?"
Eva Ásrún, sem er frá Akureyri, var kosningastjóri Framsóknar á Norðurlandi eystra fyrir Alþingiskosningarnar í fyrra og helmingur þeirra sem nú sitja á Alþingi fyrir Framsókn eru einmitt úr því kjördæmi. Þar að auki er móðir Evu Ásrúnar jafn mikil spákona og jafn mikið fyrir handan og annar Norðlendingur, móðir Jens Guðs.
Steingrímur Sigfússon alþingismaður er frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði og Jóhannes Sigfússon, sem nefndur er í fréttinni hér að ofan, er væntanlega bróðir hans.
Steini Briem (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 17:09
Ertu viss um að þetta sé ekki eldra en frá 1977...???
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.2.2008 kl. 17:13
Þetta er nú með því sniðugasta sem ég hef lesið á síðunni þinni, góður uppgröftur..
Atli Viðar Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 17:38
Hehehhe.. ertu viss um að þessi pistill sé ekki bara settur niður á blað til að gera grín að okkur sem erum fædd fyrir miðja síðustu öld! ,, Sala á sjónaukum og myndavélum með aðdráttarlinsu eykst"! Síðan klikkar þú út með því að voga þér að segja hér: klikkið á fréttina þá stækkar hún og verður auðlesnari!!! Meiri kallinn!
Ía Jóhannsdóttir, 26.2.2008 kl. 17:49
mig rámar í þessa frétt og er ekki frá því að stuttu síðar hafi negrinn góði komið í viðtal á RUV í lopapeysu sitjandi í snjóskafli...
Óskar Þorkelsson, 26.2.2008 kl. 18:27
Hahaha... ef það væri stórfrétt í hvert skipti sem maður sæi svertingja nú til dags...
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 18:41
Þetta er ein frægasta fyrirsögn íslenskrar prentsögu og þú átt hrós skilið fyrir að finna hana og koma henni í tölvutækt form! Þessi hending lifir reyndar ágætu lífi á ritstjórnum hér og þar, því henni er stundum kastað fram þegar fyrirsögn og/eða myndatexti standa á sér. Nú þarf bara að finna aðra dásamlega fyrirsögn, sem sveipuð er viðlíka dýrðarljóma..."Tveimur sleppt úr haldi eftir krufningu"!!!
Snorri Sturluson, 26.2.2008 kl. 19:03
Með ólíkindum að þetta skuli vera svona ,,ung" frétt.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.2.2008 kl. 19:36
"Sveppir týndir af konu í Öskjuhlíd í gær" er reyndar besta fyrirsögn sem fyrir mín augu hefur borid....en negri í Thistilfirdi er annsi nálægt...
Gulli litli, 26.2.2008 kl. 20:02
Það verður örugglega gaman að lesa öll bloggin okkar aftur eftir ~30 ár
Voru fótanuddtækin ekki á þessum tíma líka, held að allir íslendingar hafi átt amk 1 stk :)
DoctorE (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:26
hehehehe
Ómar Ingi, 26.2.2008 kl. 20:37
Það er líka negri í Breiðholtinu, ég sá hann um helgina.
Markús frá Djúpalæk, 26.2.2008 kl. 20:42
Takk Jens. Við hér fyrir norðan vorum búin að grafa þetta upp. En skemmtilegt samt. kv gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:59
Það má líka bæta við að þessi frétt var á forsíðu Dags, málgagni framsóknarflokksins fyrir norðan.
Guðmundur (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 21:05
Steini, takk fyrir þennan skemmtilega fróðleik.
Lára Hanna, fréttin birtist í Degi 4. febrúar 1977.
Atli Viðar, þetta er svo fyndið vegna þess hvað stutt er síðan fréttin birtist.
Ingibjörg, það sem ég á við með því að fréttin stækki er að þá verður hún raunveruleg STÓRfrétt.
Óskar, þetta er áreiðanlega rétt hjá þér. Mig rámar í sjónvarpsviðtalið.
Ása, það hafa svo margir Íslendingar farið til útlanda síðustu árin og séð þar blökkumann að dagblöðin og Séð & heyrt eru hætt að borga fyrir fréttaskot þegar fólk sér einhvern hörundsdökkan.
Snorri, það var reyndar Auðjón bróðir minn á Akureyri sem fann þessa frétt. Akureyringar hafa svo gaman af að lesa gömul eintök af Degi.
Anna, svona líður tíminn hratt á gervihnattaöld.
Gulli, hvað var verið að reyna að segja með þeirri frétt?
DoctorE, ég held að fótanuddtækin hafi slegið í gegn eftir 1980. Reyndar voru þau búin að vera til sölu í mörg ár áður án þess að seljast. Þá hannaði Auglýsingastofa Kristínar góða auglýsingaherferð sem stillti tækjunum upp sem jólagjöfinni það árið handa ömmu og afa.
Ómar, takk fyrir innlitið.
Markús, nú ertu farinn að "skúbba" - og það á mínu bloggi! Hehehe!
Jens Guð, 26.2.2008 kl. 21:25
Gísli, ég var einmitt að pikka það inn þegar athugasemd þín birtist.
Guðmundur, þetta var náttúrulega uppsláttarfrétt blaðsins. Mér er sagt að lausasala blaðsins hafi slegið met þennan dag. Blaðið seldist upp á öllum sölustöðum og útgáfustjórnin íhugaði að láta prenta aukaupplag en prentsmiðjan var uppbókuð í öðrum verkefnum.
Jens Guð, 26.2.2008 kl. 21:32
Thad var eitthvad um ad tími matsveppana væri kominn...
Gulli litli, 26.2.2008 kl. 21:33
Já það er margt skrýtið í kýrhausnum. Menn hafa sennilega ekki verið búnir að finna upp orðið rasismi á þessum tíma.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 21:37
Gulli, samt alveg furðuleg fyrirsögn.
Ásthildur, menn vissu ekki að rasismi væri til.
Jens Guð, 26.2.2008 kl. 21:45
Þetta var reyndar á baksíðu Dags og það var 9. febrúar 1977. Það var umfjöllun um þetta á bloggi Péturs Gunnarssonar í síðustu viku og þá sagði Steingrímur m.a. frá því hvernig stóð á veru Stevens í Þistilfirði: http://eyjan.is/hux/index.php/archives/330
Steven þessi mætti einmitt í partí hjá mér nokkru síðar og vakti vægast sagt athygli, enda voru svartir menn álíka sjaldséðir og hvítir hrafnar á Akureyri í þá daga:
http://nannar.blogspot.com/2008/02/vetrarmaurinn-istilfirinum.html
Nanna Rögnvaldardóttir, 26.2.2008 kl. 22:01
"Slökkvistarf gekk vel, allt brann sem brunnið gat," er ekki síður skemmtileg fyrirsögn úr blaði frá síðustu öld.
Björn (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:03
Sagan
Blús er upprunnin í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Blúsinn er alþýðutónlist blökkumanna og hafa margir reynt að finna fæðingarvottorð blússins en án árangurs. Það þarf að fara aftur í tímann til að skilja þann þjóðfélagslega bakgrunn sem blúsinn spratt úr.
Blús er ekki bara tónlist, blús er hugarástand og það er kaldhæðnislegt að hugsa til þess að þessi tónlist sem hefur veitt svo mörgum ánægju er sprottin uppúr mikilli þjáningu.
Blúsinn á rætur í von og vilja til að gefast ekki upp fyrir þjáningum kynþáttamisréttis, grimmd og ofsóknum . Blúsinn er sunginn með djúpri tilfinningu, sungið er um ástir, lífið og tilveruna og hvernig hægt er að sigrast á erfiðleikum. Kímnigáfa og kaldhæðni er aldrei langt undan...
Rætur blússins liggja í þrælahaldinu en sá tími er milljónir þræla voru fluttir frá Afríku til nýja heimsins er eitthvert grimmilegasta tímabil vestrænnar sögu. Menn, konur og börn voru tekin af heimilum sínum og flutt vestur um haf við ömurlegar aðstæður. Við komuna til Vesturheims gengu þessar manneskjur kaupum og sölum eins og hvert annað heimilisdýr. Fjölskyldum var sundrað, þrælarnir pyntaðir til hlýðni og settir í þrælkunarvinnu.
Blúshátíð í Reykjavík, 26.2.2008 kl. 23:00
Nanna, það er ekkert launungarmál að þetta er ekki ný frétt. Þar fyrir utan var baksíða Dags forsíða blaðsins. Þetta var, jú, málgagn Framsóknarflokksins.
Björn, þessi fyrirsögn sem þú vitnar til er gullkorn!
Blúshátíð í Reykjavík, takk fyrir þennan fróðleik.
Jens Guð, 27.2.2008 kl. 00:37
Já, og mér hlýnar alltaf um hjartarætur við að sjá mynd af Robert Johnson. Hinsvegar kannast ég ekki við manninn á hinni myndinni. En hún tekur af vafa um að það var blökkumaður sem fann um hárgreiðsluna sítt-að-aftan, eins og svo margt annað sem tengist músík.
Jens Guð, 27.2.2008 kl. 00:40
Ég man eftir bruna fyrir vestan, þar sem sagt var í útvarpinu að allt hefði brunnið sem brunnið gat en slökkviliðið hefði staðið sig frábærlega vel.
Baksíða Moggans var í raun forsíðan, þar til hann sneri við blaðinu.
Steini Briem (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 01:05
Sæll höfðingi.
Takk fyrir að hafa loksins sett Þorraþræl inn á tónlistarspilarann hjá þér.
Strömmaðir þú á rafgítarinn ? Nokkuð gott ef svo er.
Var þetta Fender gítar eða eitthvað annað ?
Hvar var þetta tekið upp og mixað ?
Já, ég er alsæll með Alsælu :-)
Með bestu kveðju, Steinn Skaptason.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 03:05
Tek undir með Steini Skaptasyni...Þorraþrællinn er vel heppnaður og flott sándið í rafgítarnum..festi kaup á diskinum RYMUR á sínum tíma bara útaf tveimur lögum sem liggja hlið við hlið, áðurnefndur Þorraþræll og Fire með Akureyrsku sveitinni LIL' MARLYN. Þorraþrællinn stendur enn fyrir sínu.....en hitt hefur elst illa enda kanski aldrei mjög burðug smíð en gítarsólóið er flott í laginu....
Bubbi J. (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 09:15
Man að þegar ég ungur var að vinna á bæ í Núpasveitinni og komst í Dag þá byrjaði ég alltaf að leita að fréttum eftir Óla á Gunnarsstöðum til þess eins að bera saman fyrirsögnina á fréttinni og innihaldinu því sjaldan var fréttin sjálf í einhverju samhengi við fyrirsögnina, tók ekki eftir að það ætti við aðra pistlahöfunda.
Satt, þegar þessi frétt um svertingjann á Gunnarsstöðum kom þektist ekki orðið rasismi eða það var ekki búið að finna það upp þá, hvað ættli yrði sagt ef þetta sæist á prenti í dag? Held að bloggheimur færi alveg á límingunum en spyr sá sem ekki veit.
Takk fyrir góða pistla.
Sverrir Einarsson, 27.2.2008 kl. 10:58
SVo ég stelist til að svara fyrir hönd félaga Jens, þá var það örugglega drengur að nafni Jón Elvar Hafsteinsson sem fór fimum fingrum um gígjuna í Þorraþrælnum! SEgi ekki meir, ef svo ílla vildi til að mig misminnti, sem og læt ég ásagt na´nar um hver Jón Elvar er, ef einhver skildi ekki vita það!
Magnús Geir Guðmundsson, 27.2.2008 kl. 14:54
Veit hver Jón Elvar Hafsteinsson er, ég man það að hann var gítarleikari í gleðipopp hljómsveit sem hét og líklega heitir enn þann dag í dag, Stjórnin !
En spurningin er ennþá þessi, hvar var þetta meistaraverk tekið upp ?
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 16:17
Steinn, Þorraþrællinnvar tekinn upp heima hjá Jóni Elvari. Mér þykir líklegt að hann hafi strömmað gítarinn í upptökunni frekar en ég, þó ég muni ekki hvernig þetta gekk fyrir sig. Hann er miklu flinkari á gítar. Ég man bara að þetta gekk mjög hratt fyrir sig. Tók kannski hálftíma eða eitthvað álíka.
Sverrir, takk fyrir hólið.
Maggi, þú manst þetta betur en ég. Mig hálfminnti að ég hafi spilað á gítarinn. En áreiðanlega er þetta rétt munað hjá þér. Það hefði verið kjánalegt að láta Jón ekki afgreiða gítarinn.
Jens Guð, 27.2.2008 kl. 16:43
Nú væri einfaldast að spyrja Jónsa sjálfan bara að þessu! ÉG var nú ekki viðstaddur, en við kjöftuðum svo mikið saman um þetta, að pottþétt var að Jónsi kom við sögu. En afsakaðu að ég skildi fara að blaðra um þetta, en hélt kannski að þú værir of upptekin til að svara.
Magnús Geir Guðmundsson, 27.2.2008 kl. 23:08
Maggi minn, ég kann þér bestu þakkir fyrir að taka þátt í umræðunni. Ég er yfirleitt fjarri tölvu allan daginn og er afskaplega kátur yfir því þegar þú getur svarað einhverju fyrir mig.
Jens Guð, 28.2.2008 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.