"Óhapp" á lögreglustöð

garbarino-beforegarbarino-after

  Höfum það á hreinu að hér er ekki verið að afsaka ölvunarakstur.  En ofbeldi með þvaglegg eða annarskonar ofbeldi gagnvart ölvuðum ökumanni er ekki síður alvarlegt mál.  Myndirnar hér að ofan segja meira en mörg orð.  Efri myndin sýnir unga konu áður en hún var handtekin fyrir ölvunarakstur.  Neðri myndir sýnir sömu konu eftir skýrslutöku.

  Myndband af skýrslutökunni fer nú eins og eldur um sinu um netheima í Bandaríkjunum (og víðar).  Myndbandið sýnir konuna handjárnaða í skýrslutöku.  Skyndilega slekkur lögreglumaðurinn á upptökubúnaði.  Þegar kveikt er á búnaðinum aftur nokkrum mínútum síðar er konan í því ásigkomulagi sem neðri myndin sýnir:  Nefbrotin,  er tveimur framtönnum fátækari,  blóðug,  marin og blá.

  Eftir að myndbandið og ljósmyndirnar urðu opinberar var lögreglumaðurinn leystur frá störfum en yfirmenn hans hafa komið í veg fyrir að hann yrði kærður.  Þrjár konur til viðbótar hafa þó komið fram sem lýsa svipuðum kynnum af lögreglumanninum:  Það er að segja að hann hafi lamið þær í klessu. 

  Lögreglumaðurinn heldur því fram að hann hafi í einhverju fikti slökkt á upptökubúnaðinum en þá hafi konan dottið í gólfið með þessum afleiðingum án þess að hann gæti rönd við reist henni til hjálpar.  Þetta hafi bara verið eins og hvert annað óhapp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

jesús minn eini!vá ég fékk hroll við að lesa þetta, en takk fyrir gott blogg!

Adda bloggar, 28.2.2008 kl. 23:25

2 identicon

Ertu svona auðtrúa Jens.?

Númi (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 23:33

3 identicon

Ef við viljum virkilega stöðva ölvunarakstur, þá eigum við að hafa dauðarefsingu við því, honum myndi snarfækka. Og við viljum stöðva ölvunarakstur er það ekki.

Ari (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 23:40

4 Smámynd: Linda litla

Þetta er alveg skelfilegt.....

Linda litla, 28.2.2008 kl. 23:43

5 Smámynd: Jens Guð

  Adda,  það er dálítið stuðandi að sjá þetta.  Tek undir það.

  Árni,  já,  ég freystast til að efast um orð lögreglumannsins.  Konan heldur því fram að hann hafi gengið í skrokk á sér á meðan slökkt var á upptöukubúnaði.  Hann var leystur frá störfum.  Sem gefur vísbendingu um að lögregluembættið í Shreveport Louisiana sé ekki reiðubúið að "bakka upp" hans skýringu.  Fleiri konur hafa hinsvegar "bakkað upp" frásögn konunnar.  ENGINN hefur efast um að myndbandið sé falsað.  Þvert á móti hefur verið staðfest að það sé ófalsað.  Ágreiningur er einungis um það hvort að konan datt eða lögreglumaðurinn lamdi hana.

  Sjálfur er ég þaulvanur því að detta.  Eins og þú kannski manst eftir úr Ármúlanum.  Án þess að ég hafi slasast á þennan hátt.

  Númi,  ég er frekar laus við trúgirni.  Það sveiflast þó til eftir atvikum. 

Jens Guð, 28.2.2008 kl. 23:49

6 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  já,  þú átt við aftöku á staðnum.  Jú,  jú.  Það myndi áreiðanlega draga úr ölvunarakstri til lengri tíma litið. 

  Árni,  ertu að meina að konan hafi dottið viljandi af klókindum um leið og slökkt var á upptökubúnaði?  Hún sé með öðrum orðum að brjóta úr sér tennur og dúndra á sig tveimur glóðuraugum vegna þess að hún sé anarkisti?  Það er fræðilegur möguleiki.  En af hverju var lögreglumaðurinn þá leystur frá störfum? 

  Linda,  þetta er dálítið sláandi þó að Árni geri því skóna að þetta sé sviðsett.  En vissulega voru hvorki hann né ég vitni að því sem gerðist.

Jens Guð, 29.2.2008 kl. 00:00

7 identicon

Þetta er sama konan á því liggur engin vafi.. nóg að líta á breiddina á milli augnbrúna og lögun þeirra ásamt breiddinni á milli þeirra og auga sem er all sérstakt persónueinkenni. Andlitsfallið er það sama þó hún sé tölvert bólgnari á öðru og eins er nefið með sama lag. Allir lýtalæknar væru mér sammála.. 

 Fyrir utan það... þetta er skelfilegt. Hreint út sagt..

Björg F (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 00:10

8 Smámynd: Jens Guð

  Árni,  þú ert í grallarastuði.  Sem er ágætt út af fyrir sig.  Og blessunarlega er þetta önnur útfærsla en á skrautskriftarnámskeiðum.

  Björg,  enginn hefur borið brigður á myndirnar né myndbandið - nema Árni.  Vestan hafs hefur umræðan snúist um það hvort að réttlætanlegt sé að lögreglumaðurinn þurfi ekki að svara fyrir gjörðir sínar.  Hvort að réttlætanlegt sé að hann sé laus allra mála með því að hafa verið leystur frá störfum. 

Jens Guð, 29.2.2008 kl. 00:26

9 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Ari, þú ert fyndinn...  not.

Hlynur Jón Michelsen, 29.2.2008 kl. 00:30

10 identicon

Það er náttúrlega eðlilegt að Árni Guðmundsson verði langleitur af því að sjá þessa konu svona í tvíriti, þar sem hann heldur að kópíeringin hafi tekist svona illa. Hins vegar held ég að enginn geti litið út eins og Árni og andlitið á honum sé því feikað og það með fábjánalegum hætti. Pétur ljósmyndari á Húsavík hefur margboðið Árna að sjæna til á honum fésið en Árni lætur sér ekki segjast og heldur því jafnvel fram að fólk út um allan heim sé með feikað fés.

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 00:39

11 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Það finnast drulluspaðar í öllum starfsstéttum -

"mistök" lögreglumanna einkennast af því að þeir hafa í höndum ákveðnar valdheimildir sem enginn ætti að gera lítið úr þegar útaf er brugðið.

Án þess að vega að þessum annars fórnfúsa flokki manna og kvenna sem gerast lögregluþjónar er talsvert meira um ofeldi og yfirgang af þeirra hálfu en ratar réttlætisleið.  Skýrist enda af því að þeir sem verða fyrir eru oftar en ekki búnir að komast eitthvað í kast við lögin og hafa komið sér í aðstæður sem verða einhverjum um megn að leysa úr eða hitta á slæman dag hjá einhverjum.

Það er engin leið að réttlæta svona - hvað sem einhver kann að hafa látið ljós sitt skína á kostnað þess sem (í þessu tilviki) slökkti á vélinni og "puntaði" konuna.

vcd 

Bragi Þór Thoroddsen, 29.2.2008 kl. 00:48

12 Smámynd: Fríða Eyland

Árni líttu á myndbandið og lestu fréttina hér, fyrst þú varst ekki búinn að því.

Annars finnst mér merkilegt hvað þú tekur þessu persónulega erfitt að lesa vitleysuna í þér "Í Bandaríkjunum er það alþekkt að fólk beitir öllum brögðum til að fá háar skaðabætur.  Það er líka mjög almennt að orðspor lögreglunnar sé svert á kerfisbundinn hátt af allskonar stjórnleysingjahópum." Að trúa blint á valdstjórnina er ekkert skárra, eitt dæmi frá því í fyrra þar sem lögreglan níddist á 19 ára stúlku í marga klukkutíma er héðan, einnig þvagleggsmálið, finnst þér valdníðsla í lagi?

Fríða Eyland, 29.2.2008 kl. 00:59

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

æjæ, rak hann sig í stop takkann og þá bara....úps...datt ekki blessuð konan í gólfið, eða kannski beint á hnefann hans? árans ólukka er þetta.

Brjánn Guðjónsson, 29.2.2008 kl. 01:07

14 Smámynd: Fríða Eyland

Lögreglan fékk áminningu varðandi meðferðina á stúlkunni frá ríkissaksóknara als sjö stykki Lögreglumenn og konur.

Konan í þvagleggsmálinu, það er aðeins hálfnað Árni, við bíðum eftir dóminum fyrir valdníðsluna sem logreglan beitti  hana og fór yfir strikið.

Fríða Eyland, 29.2.2008 kl. 01:18

15 identicon

Þvagleggur var settur upp hjá konunni á lögreglustöðinni á Selfossi til að kanna hvort hún hefði neytt eiturlyfja. Það hafði hún hins vegar ekki gert, samkvæmt niðurstöðu þvagsýnisins, en læknar sögðu að komast hefði mátt að því með öðrum og mun mildari hætti. Lögreglan verður að gæta meðalhófs í rannsókn mála en það gerði hún ekki í þessu máli.

Blóðprufan, sem búið var að taka úr konunni áður en þvagleggurinn var settur upp hjá henni, leiddi hins vegar í ljós að hún var drukkin. Konan var sakfelld fyrir það og svipt ökuleyfinu í eitt ár. Hins vegar hefur hún höfðað mál vegna þvagleggsins, enda var stórhættulegt að mati margra lækna að setja hann upp gegn vilja konunnar.

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 02:38

16 identicon

Ja hérna. Ég ber mikla virðingu fyrir störfum lögreglunar og þakka iðulega tilveru þeirra. Ég bý í miðbæ Reykjavíkur og sé þá hörmung sem þeir eiga við hérna um helgar.

En Árni, bara vegna þess að það er til fólk sem að reynir allt til að komast undan því að vera ábyrgir lög og reglu og vanvirða lögregluna, þá þýðir það ekki að allir séu sekir allan tímann né að það séu ekki til vondar löggur. Árni, sástu videoið af lögreglunni í Flórida sem að sturtaði fatlaða manninum úr hjólastólnum vegna þess að honum var ekki trúað að hann væri í alvörunni fatlaður? Það er hættulegt þegar að lögregla er orðin svo lituð af þeirri neikvæðni sem að þeir eiga við dag eftir dag að það er tekið út á öllum sem þeir eiga að þjóna. Þá er kominn tími til að hætta í lögreglunni eða endurmeta gildismatið.

Mér þykir ekki hægt að réttlæta meðferðina á konunni í þessu svokallaða þvagleggsmáli. Það verða að vera takmörk fyrir því hversu langt yfirvaldið og heilsugeirinn má fara í meðferð á öllu (líka seku) fólki. Læknar og hjúkrunarfólk sverja þann eið að valda ekki skaða. Í þessu tilviki brutu þau þann eið.

Linda (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 08:08

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Ekki benda á mig, sagði varðstjórinn"

Sigurður Þórðarson, 29.2.2008 kl. 08:14

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta lögregluofbeldi vestur í Bandaríkjunum segir ekkert um lögregluna, heldur einungis að þarna er ofbeldismaður á ferð í lögreglubúningi. Ég tek undir sjónarmið Árna, það er örugglega skelfilegt að vera lögreglumaður.... á köflum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.2.2008 kl. 08:19

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hræðilegt alveg.  Hér var einu sinni svona maður, einn eða fleiri.  Það hefur sem betur fer ekki farnið neinum sögum að því seinni árin sem betur fer.  Menn voru teknir inn í klefa og lamdir sundur og saman, og ekkert gert í fleiri ár, þó allir vissu um þetta.   Hvað er að fólki að verja svona lagað.  Eru þeir ekkert betri sjálfir eða ???....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 08:38

20 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það vill oft gleymast að lögreglan er að vinna fyrir okkur, ekki öfugt.

Árni, ég er viss um að það var ýmislegt gert af illri nauðsin í GestaPo líka, en ÞAÐ AFSAKAR ÞAÐ EKKI.

Og svo eiga stjórnmálaskoðanir (sbr anarkisma) EKKI að breyta því að maður fái sanngjarna meðferð af lögreglunni.

Haltu áfram að afsaka ofbeldi gegn saklausum.

kv.

Maður sem hefur lent í valdníðslu. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 29.2.2008 kl. 08:46

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það eru til góðar löggur og vondar löggur í öllum löndum. Þeir eru ekki öfundsverðir í sínu starfi..ég hef oft og mörgum sinnum lent í valdníðslu. Aldrei til nein afsökun á ofbeldi, hver sá sem beitir því..

Óskar Arnórsson, 29.2.2008 kl. 08:57

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hér er mynd fyrir þá sem vilja heyra löggæslumenn viðurkenna "syndir" sínar á heiðarlegan og  ábyrgan hátt.  Þeir eru síður en svo að draga neitt undan í öllum illverkum sem þeir hafa tekið þátt í....http://www.leap.cc/cms/index.php

Óskar Arnórsson, 29.2.2008 kl. 09:03

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

Til Árna: "Ég var prakkari á yngri árum og komst í kast við löginn. Ég man ekki eftir svona meðferð af íslenskri lögreglu. Síðan hef ég unnið með sérstakri sveit lögreglu í Svíþjóð, gerði hluti í nafni "réttlætis" sem ég er ekkert stoltur af. Og að bera saman lögreglu í USA og Norðurlöndum gerir bara sá sem veit ekkert.

En það má ekki verja lögreglu alveg svona hastarlega. "Men Hunters" fyrirtækin í USA eru oft mannaðar af lögreglu sem var vikið úr starfi fyrir eitt og annað, ekki satt??

Óskar Arnórsson, 29.2.2008 kl. 09:18

24 identicon

Eftirlitsmyndavélar eru almennt ekki með hljóð.

http://www.wkrg.com/news/article/police_dump_paralyzed_man_out_of_wheelchair/10226/

Heldurðu að fatlaði maðurinn falsaði þetta video, sem var nota bene tekið beint úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar?

Linda (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 09:24

25 Smámynd: Steinn Hafliðason

Hún hefur þurft að detta ansi illa til að fá þess áverka

Steinn Hafliðason, 29.2.2008 kl. 10:20

26 identicon

Ef slökkt var á upptökubúnaðinum, stutta stund, svona rétt á meðan að hann gekk í skrokk á þessari konu, viljiði þá útskýra fyrir mér nokkur atriði í sambandi við þetta ?

 1.er til svo heimsk lögga, að kveikja aftur á upptökubúnaðinum, með skýrslugjafa svona útlítandi ?

2. Afhverju er hárið á konunni á efri myndinni, talsvert styttra en á konunni á neðri myndinni, augnliturinn annar, andlitsfallið annað og svo framvegis?

3.ef kveikt var aftur á myndbúnaðinum eftir barsmíðarnar, og þessi mynd er fengin þaðan, afhverju er hún ekki með eyrnalokka? Afhverju er hún orðin ber að ofan ? og tók lögreglumaðurinn sig til og saumaði ennið á henni saman, því konan á neðri myndinni er klárlega búin að láta sauma nokkur spor í mitt ennið á sér .

4.Þessar tvær konur deila ekki sama nefi, það er alveg á hreinu, og ef þú rýnir vel í augun, þá sérðu að lögun augn-opsins er ekki það sama.

Þetta er feik, og það lélegt..

Kvasir

Kvasir (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 10:40

27 Smámynd: halkatla

maður þarf að vera ansi auðtrúa til að samþykkja allar tilviljanirnar sem þurftu að hafa átt sér stað til þess að saga lögreglumannsins sé sönn (og sögur annarra í hans stöðu yfirleitt...)

halkatla, 29.2.2008 kl. 10:55

28 identicon

Skemmtilegasta hrollvekja sem ég hef heyrt um störf lögreglunnar gerðist fyrir mörgum árum. Þá var ungur blaðamaður „á frívakt" á leið heim af einhverri kránni upp úr miðnætti, og sá lögreglumenn handtaka mann sem lét ófriðlega.

Blaðamanninum þótti aðfarirnar harkalegar, reif upp minnisblokk og penna, og ætlaði að skrifa niður númer lögregluþjónanna. Einn þeirra leit upp úr áflogunum og kallaði: „takið hann; hann er með penna" !

hb

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 10:58

29 identicon

Er nú líklegt að nef, kinnbein og tvær tennur konunnar hafi brotnað við FALL á lögreglustöðinni í umsjá lögreglumannsins??!! Hér er myndbandið og dæmi nú hver fyrir sig:

http://www.mahalo.com/Wiley_Willis

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 11:49

30 identicon

Og hér er listi yfir nokkur önnur mjög alvarleg ofbeldismál af hálfu lögreglunnar, ásamt nokkrum myndböndum:

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_cases_of_police_brutality

Hið fræga Rodney King-mál í Los Angeles árið 1991, ásamt myndbandi:

http://www.youtube.com/watch?v=ROn_9302UHg

http://en.wikipedia.org/wiki/Rodney_King

http://en.wikipedia.org/wiki/Police_brutality

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 12:07

31 identicon

Gunnar Skúli Ármannsson, læknir á Landspítalanum, um þvagleggsmálið á Selfossi hér á Moggablogginu:

Þvagleggur og læknar.

"Ég á í vandræðum með þvaglegginn. Sem læknir er ég kominn þó það langt að læknar taka ekki þátt í ofbeldi á fólki gegn vilja þeirra. Ef lögregla biður mig að setja upp þvaglegg er þá viðkomandi ekki orðinn skjólstæðingur minn? Svo hlýtur að vera því á mig er kallað vegna sérþekkingar minnar. Ef api hefði ekið drukkinn hefði verið kallað á dýralækni. Það eina sem skyldar mig til samstarfs við lögreglu gegn vilja skjólstæðings míns er annars vegar landráð eða ásetningur skjólstæðings til að svipta einhvern lífi. Að öðrum kosti er ég "ambassador" skjólstæðings míns. Til að komast fram hjá læknum væri sennilega ráð að sérþjálfa starfsmenn hjá lögregluembættunum í þvagleggsísetningu. Þeir eru ekki bundnir af lækna eða hjúkrunarfræðinga eiðum.

Segjum svo að dómari kveði upp þann úrskurð að mér beri að aðstoða við þvagtökuna. Segjum að það sé snarbrjálaður karlmaður með stóra vöðva og stóran blöðruhálskirtil. Þvagtakan fer fram með ofbeldi og er því ekki framkvæmd við kjöraðstæður og hann fær í kjölfarið sýkingu í þvagið, síðan í nýrun og að lokum sýklasótt(blóðeitrun) og á þriðja degi er hann látinn. Er ég ábyrgur?

Þessi sterki maður snarbrjálast vegna þess ofbeldis sem dómarinn ákvað og sparkar í einn lögreglumanninn og hann deyr á þriðja degi vegna heilablæðinga. Hver er ábyrgur?

Mér sem svæfingalækni er falið af dómara að svæfa manninn svo að hann fái mannúðlegri meðferð við þvagsýnatökuna. Ég framkvæmi svæfinguna samkvæmt bókinni miðaða við aðstæður. Þrátt fyrir það gerist það sem svæfingalæknar óttast alltaf þegar sjúklingar eru svæfðir og eru ekki fastandi. Áður en mér tekst að tryggja loftveginn kastar sjúklingurinn upp og súrt magainnihaldið lendir í lungunum. Þrátt fyrir þrotlausa vinnu á gjörgæslu í 6 vikur andast maðurinn úr fjölkerfabilun. Hver er ábyrgur???????"



Ennfremur:



http://skulablogg.blog.is/blog/skulablogg/entry/291986/

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 12:26

32 Smámynd: Jens Guð

  Ath.: Ljósmyndirnar hér að ofan voru ekki teknar á lögreglustöðinni og alls ekki sama dag.  Efri myndin er nýleg mynd af konunni tekin nokkru fyrir handtökuna .  Neðri myndin var tekin þegar konan fékk áverkavottorð.

Jens Guð, 29.2.2008 kl. 13:25

33 identicon

STAÐREYND:       Ef þú kemur bólgin og marinn út af lögreglustöð, þá þarft þú heldur betur að hugsa þinn gang, á hvaða leið ertu í lífinu.

Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 16:25

34 identicon

"Allt í einu eru lögreglumenn orðnir hópur stálheiðarlegra manna sem ber að trúa í öllum tilfellum. Reynsla mín er nú reyndar önnur. Þegar ég var í óreglu á sínum tíma (óreglu, ekki afbrotum) þá fékk ég svokallaða lyftumeðferð niðrá stöð tvisvar, þ.e. barinn til óbóta af tilefnislausu af lögreglunni í lyftunni niðrá Hverfisgötu. Reyndi að kæra í seinna skipti, en þá stóð nú bara í skýrslunni " hann var í þessu ásigkomulagi þegar við tókum hann" ! Engin vitni, þeir pössuðu uppá hvern annan þessir andskotar. Síðan þetta var tek ég ÖLLUM EINHLIÐA FRÁSÖGNUM LÖGREGLUNNAR MEÐ MIKLUM FYRIRVARA, jafnvel þegar vafasamir Litháar eiga í hlut."

Óskar, 12.1.2008 í athugasemd #26 á http://einartor.blog.is/blog/einartor/entry/412111/

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 16:38

35 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Voðalega er þér (Árni) í mun að verja lögregluna í einu og öllu.

Stefán Þór Steindórsson, 29.2.2008 kl. 16:41

36 identicon

Tek undir með Árna,að þetta er EKKI sama konan,á myndunum.

Númi (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 17:03

37 identicon

Valur Línberg á http://www.alvaran.com/forum/lofiversion/index.php/t3152-1550.html :

"Ég ber virðingu fyrir störfum lögreglunnar upp að vissu marki, en að öðru leiti vil ég ekkert af henni vita vegna gamalla samskipta við hana þar sem ég fékk þá frægu lyftumeðferð í nokkur skipti og meðan einstaka hrottar innan lögreglunnar komast upp með að berja fólk til óbóta í bílum eða lyftum og kvelja þá svo andlega þegar búið er að henda þeim í klefa, eru í lögreglunni, þá ber almenningur enga virðingu fyrir henni."

Umræða um Óskar Bjartmarz, bróður Jónínu Bjartmarz:

http://alvaran.net/spjall/lofiversion/index.php/t14.html

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 17:05

38 identicon

Verulega blöffuð mynd vil ég bæta við hér, sjáið að á myndinni með áverkunum vantar EYRUN á konuna og aunliturinn er ekki sami...............

Númi (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 17:07

39 identicon

Hér er 21 mynd af áverkum á konunni frá ýmsum sjónarhornum í vefútgáfu The Shreveport Times, undir Photo Galleries, Images of Angela Garbarino:

http://www.shreveporttimes.com/apps/pbcs.dll/article?AID=/20080220/NEWS03/302200001/1060/NEWS01

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 17:25

40 identicon

Ég vefengi ekki fólk þegar það talar um sína eigin reynslu, ef ég hef enga sérstaka ástæðu til að gera það, Árni minn. Til dæmis Óskar í athugasemd #26 á http://einartor.blog.is/blog/einartor/entry/412111/ þann 12.1.2008. Ég veit ekki til þess að hann hafi orðið uppvís að lygum hér á Moggablogginu.

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 17:37

41 identicon

Ég hef nú lítið spekúlerað í því hvort þetta er sama konan eða ekki. Ég fæ ekki séð að það skipti nokkru máli fyrir okkur að vita nákvæmlega hvernig hún leit út fyrir barsmíðarnar.

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 17:44

42 identicon

Ég veit nú ekki hvar þú býrð, Árni minn, en það er hægt að fara tvær leiðir í þessu:

A. Ímynda sér að allir í hverfinu séu fjöldamorðingjar og haga sér í samræmi við það, vera til dæmis með exi á sér þegar farið er út á vídeóleigu.

B. Gera ráð fyrir að íbúarnir séu yfirleitt friðsamir og geri ekki árásir á mann að ófyrirsynju.

En í gervi lögreglumannsins vona ég nú að þú trúir því sem fólk segir, hafir þú ekki ástæðu til annars, til dæmis þegar fólk segir að það hafi verið barið af öðrum lögreglumönnum.

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:00

43 identicon

Hvaða einstakling ertu að tala um, Árni minn? Ég hef ekki tekið neina afstöðu til þess hvort þetta er sama konan eða ekki, enda skiptir það engu máli, eins og ég sagði. En þú hefðir væntanlega borið þig svona að við rannsókn málsins:

"Hvers vegna ætti ég að trúa því að þú hafir verið barin?

Varstu með eyru áður en þessar meintu barsmíðar áttu sér stað?

Hvað heitir afi þinn?

Finnst þér gott að láta berja þig?

Varstu í eggjandi fötum þegar þessar meintu barsmíðar áttu sér stað?

Varstu með blá eða grá augu áður en þessar meintu barsmíðar áttu sér stað?

Hversu langt var á milli eyrnanna á þér fyrir þessar meintu barsmíðar?

Var eitthvað á milli eyrnanna á þér fyrir þessar meintu barsmíðar?

Ég ætla að setja upp þvaglegg til að kanna hvort eitthvað er hæft í því sem þú ert að segja."

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:17

44 identicon

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:30

45 identicon

Árni minn,

hér er frétt abc af afburðinum. Blóðpollurinn á gólfinu er sjálfsagt feik er þaggi? Og fréttastofa eins og abc hefur ábyggilega ekki dobbúltékkað að myndinar séu örugglega af réttri konu er þanokkuð?

María (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:32

46 identicon

María (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:33

47 identicon

Sumir eiga bara ekkert að vera í lögreglunni, Árni minn, og það er mín bjargfasta trú eftir þessar samræður okkar að þessi lífsreynsla þín hafi orðið þér um megn andlega. Því held ég að þú ættir að láta einkennisbúninginn og handjárnin einskorðast við svefnherbergið. Það þarf enginn að fara í grafgötur með það að þessi kona hefur verið lamin sundur og saman og það ekki eingöngu í andlitið, eins og myndirnar sýna.

Það dettur enginn á gólf lögreglustöðvar með þessum skelfilegum afleiðingum. Konan kom ekki í þessu ástandi á stöðina og þar var lögreglumaðurinn að öllu leyti ábyrgur fyrir velferð hennar. Almenningur hefur ekki eingöngu skyldur, heldur einnig réttindi. Íslenskur lögreglumaður, sem sér ekki þessar staðreyndir málsins, á ekki að starfa hér til að þjóna fólkinu, vera lögregluþjónn, því hann er engan veginn hæfur til þess.

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:47

48 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef Árni Guðmundsson er í lögreglunni, þá hljóta yfirmenn hans að klóra sér í kollinum þegar þeir lesa þá speki sem hann hefur látið frá sér hér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.2.2008 kl. 19:07

50 identicon

Æi Árni mikið ógeðslega ertu vitlaus.

Þú ert ekki tilbúinn að gútera að hugsanlega séu allar löggur ekki dásamleg góðmenni án nokkurra mögulegra undantekninga. Alla bandaríska fjölmiðla telur þú svo bera út lygar vegna þess að þú varst ekki sammála fréttaflutningi einhverra þeirra af Íraksstríðinu.  

María (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 19:19

51 identicon

Hver er að efast um að mikið álag hvílir á lögreglumönnum?

María (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 19:50

52 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er athyglisvert að þeir sem hvað mest hafa látið vaða á súðum hér gera það nafnlaust eða undir dulnefni. Þó ég geti ekki skrifað undir málflutning  Árna Guðmundssonar í þessu máli, má hann þó eiga það að hann skrifar undir nafni. Þar mættu aðrir taka hann sér til fyrirmyndar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.2.2008 kl. 19:56

53 identicon

Einu sinni skrifaði maður um það að prestar sem væru undir miklu vinnuálagi og þreyttir væru þess vegna afsakaðir í barnaníðingsmálum...

Axel: Ertu nýbyrjaður á netinu, hefur þú skoðað netið útfyrir moggabloggið, áttar þú þig á því að yfirgnæfandi hluti netverja í heiminum notar alias, áttar þú þig á því að mönnum er jafnvel ráðlagt að nota alias nema þeir ætli bara að tala um Andrés Önd, síðan hvenær hafa ummæli manna með alias minna vægi en annarra, ef Einstein hefði skrifað E = mc2 undir alias hefði verk hans orðið ómarktækt.
Farið nú og seljið bomsurnar ykkar og komið ykkur út út torfkofanum, það er það eina sem ég fer fram á.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:05

54 identicon

Það hefur náttúrlega ákveðinn fælingarmátt að vera með Árna Guðmundsson í lögreglunni. Alla vega myndi ég ekki vilja lenda í Árna eftir að hafa kynnst viðhorfum hans til lögreglumála.

En á hvaða stétt hvílir ekki mikið álag? Hvað með lækna, hjúkrunarfræðinga og leikskólakennara, svo einhverjir séu nefndir?

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:21

55 identicon

Þessi Árni er ekki einusinni til, það er enginn Árni Guðmundsson í þjóðskránni. Þessi mynd af honum er líka greinilega tölvuteiknuð.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:25

56 identicon

Árni þarna toppaðir þú sjálfan þig og gerðist bara hallærislegur sem gerist þegar menn hafa ekkert viturlegt að segja.... vá hvað þetta var lummó, svona svipað og ef ég myndi svara þér í rökræðu og segja að þú hefði gleymt að setja punkt

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:28

57 identicon

"Maðurinn" er greinilega tröll, það er ekki til nokkur skrifandi maður í heiminum sem heldur því fram á opinberum vettvangi og í fullri alvöru að það skipti máli hverning "before" myndin lítur út vs. "after" myndina þegar áverkarnir eru augljóslega málið. Þetta er bara aulahúmor eins og að sjá mynd af bleikri mörgæs og kvarta yfir því að kennileiti á myndinni bendi til þess að mörgæsin sé á röngu heimskauti þar sem hún þrífst ekki í raunveruleikanum.

Slíkur húmor er ekki sérlega viðeigandi við þessa færslu og svo sannarlega ekki eitthvað sem mér finnst að þið ættuð að vera að svara nema til að ganntast með kauða til baka.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:34

58 identicon

Árni: stóra rauða bólu sem ég fékk vinstra megin við nefið um daginn.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:35

59 identicon

Skritin viðhorf hjá Árna, hér er verið að tala um police brutality og hann þeysist fram á völl eins og hvít riddaralögga, byrjar strax á að stórefast um allt að konan hafi jafnvel meitt sig á rúllujárni eða eitthvað, allar löggur séu frábærar, besta stétt í heimi sem kannski reka sig óvart í fólk ef þeir eru rosalega þreyttir og stressaðir.
Ég veit ekki en ef ég væri lögga þá myndi ég nú fyrst og fremst halda með fólkinu, okkur í samfélaginu frekar en að halda með lögregluliðinu, eða þannig.

P.S. Í gamla daga kannaðist ég við dreng sem fékk að finna fyrir því í lyftunni í hvert skipti sem þeir tóku hann, verst var það sagði hann mér þegar hann hleypti loftinu úr öllum hjólbörðum á löggubíl :)
Það eru örugglega einhverjar stafavillur í þessari athugasemd sem þú getur nýtt þér í andsvari ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:44

60 identicon

Hvaða endemis væl er þetta í þér Árni.  Ég var lögreglumaður í 20 ár og hafði gaman af því allan tímann.  Enda neyddi mig enginn til að vera í þessu starfi.   Það getur verið álag stundum og stundum er rólegt.  En þetta er fjölbreytt, skemmtilegt og þokkalega launað starf með góð eftirlaun í boði fyrir þá sem vilja enda ævina í þessu.

Hins vegar veit þessi meinti Árni það jafnvel og ég að lögreglumenn eru hvorki verri né betri en fólk almennt.  Meðal almennings er margur misjafn sauðurinn og meðal lögreglumanna einnig enda fer ekki fram neinskonar vandað inntökuferli.  Það er þrekpróf og þekkingarpróf - annað ekki.  Og lögreglan er sú ríkisstofnun þar sem er hvað lægst menntunarstig og menntunin sem menn fá er í raun aðeins þannig að þeir kenna hver öðrum. 

Meðal almennings er fólk sem brýtur af sér.  Meðal lögreglumanna eru menn sem brjóta af sér.  Það er ótrúverðugt að neita að horfast í augu við það.

Varðandi "þvagleggsmálið" þá hefur fátt verið sagt hér af viti um það.  Ég leyfi mér að benda á grein í Lögfræðingi - tímariti laganema við Háskólann á Akureyri, en það kom út í þessari viku.

Hreiðar (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:46

61 identicon

Það hefur nú aldrei stöðvað neina umræðu á íslensku bloggi þó bennt sé á að tilteknum mönnum sé máski ekki alvara með skrifum sínum. Fólk hefur bara gaman af því að rífast.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:51

62 identicon

Ég held að það sé ekki skynsamlegt að láta Árna eða aðra í lögreglunni hér fá rafstuðbyssur eftir þessar umræður.

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:53

63 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Er fólk virkilega að reyna að réttlæta svona framkomu hjá lögreglumönnum er ekki allt í lagi,hvort þetta er sama konan eða ekki einhvað skeði það er alveg á hreinu  að lögreglumönnum er ekki vikið frá störfum að ástæðulausu það getum við öll verið sammála um.

Eyrún Gísladóttir, 29.2.2008 kl. 20:59

64 identicon

Hreiðar. Það er nú harla einkennilegt ef þú heldur því fram að Gunnar Skúli Ármannsson, læknir á Landspítalanum, hafi ekkert vit á þvagleggsmálinu. Sjá hér að ofan í #42. Þú hefur kannski meira vit á því en hann og gaman væri að sjá þá speki.

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 21:04

65 identicon

Árni, þú ert í lögreglunni og Með lögum skal land byggja. Manstu eftir að hafa séð þetta einhvers staðar áður?

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 21:18

66 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

DoctorE,

Þvílíkt bull. Ef meirihluti viðskiptavina Hagkaups hrækir á gólfið er það þá orðið rétt? Ég leyfi mér að efast um að formúla Einsteins væri þekkt ef hann hefði birt hana nafnlaust.

Eru þeir sem skrifa undir nafni óupplýstir durgar í moldarkofum en þið hugleysingjarnir sem felið ykkur bak við dulnefni aðallinn sem erfa skal landið? Ja mikill er andskotinn.

Gunnar Hrafn Jónsson,

Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að jafn algengt nafn og Árni svo ekki sé talað sé um föðurnafnið Guðmundsson sé ekki í þjóðskránni? Líttu á síðu 65 í símaskránni. Þar eru einir 25 með þessu nafni. Þá er restin af landinu eftir. Ætlar þú að segja að engin þeirra sé í þjóðskránni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.2.2008 kl. 21:23

67 identicon

Mér sýnist Árni vilja lögreglulög og ríki, Þeir ósnertanlegu.

Hugsanlega ættu þeir sem hafa andmælt Árna að skoða hvort þeir verði stoppaðir oftar af löggunni... bara að grínast Árni minn 

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 21:24

68 identicon

Hvað kemur það málinu við að hrækja á gólfið í Hagkaup, er það eitthvað svipað og að nota alias.. 2 + 2 = 5
Ertu kannski lögga líka og vilt getað tjékkað alla út, flett þeim upp jafnvel og fylgst með þeim ef þeir blogga óvarlega.. ;)
Auðvitað hefði kenningin orðið fræg maður, eina leiðin til þess að hún hefði ekki öðlast frægð er ef hann hefði sleppt því að skrifa hana eða hefði brennt hana og ekki átt aukaeintak og drepist.
Ef þú finnur góða hljómplötu með grúppu sem þú veist ekki hvað heitir, verður diskurinn þá ömurlegur...

Kannski er þetta eina leið þín til þess að vera hetja, að skrifa undir nafni; hetju staðallinn er orðin svo lágur

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 21:30

69 identicon

Axel Jóhann: Þetta var nú bara spaug í anda færslu Árna um þetta svakalega samsæri lögreglunnar til að skálda upp manneskju og falsa myndband til að koma óorði á eigin lögregluþjón í óskilgreindum tilgangi.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 21:45

70 identicon

Þvagleggsmálið á Selfossi. Ekki veit ég hvað laganemar á Akureyri eru að pæla, því samband þeirra við Netið virðist hafa rofnað.

Enga sérstaka nauðsyn, hvað þá lífsnauðsyn, bar til að komast að því á lögreglustöðinni á Selfossi hvort María Bergsdóttir hefði neytt eiturlyfja. Augljóst var að María hefði neytt áfengis en tekin var blóðprufa til að sanna það áður en þvagleggurinn var settur upp. Og María var meðal annars svipt ökuleyfi í eitt ár vegna þess.

En það var stórhættulegt, jafnvel lífshættulegt, að setja upp þvaglegg við þessar aðstæður, til að komast að því hvort María hefði einnig neytt eiturlyfja og því ekki réttlætanlegt frá lagalegu sjónarmiði, frekar en pyntingar, til að komast að sannleikanum. Og í þessu tilfelli var alltof langt gengið til að komast að sannleikanum. Sjá hvað Gunnar Skúli Ármannsson læknir segir um þetta þvagleggsmál í #42 hér að ofan.

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 22:29

71 identicon

Ég er sáttur við lögregluna svo lengi sem hún sinnir alvöru útköllum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 22:32

72 Smámynd: jósep sigurðsson

Halló Árni,annað hvort ertu siðblindur eða hefur gaman að því að draga úr hlutunum öðrum til leiðinda.Þú segist þekkja til lögreglu,á Íslandi og USA.Ég þekki mjög vel til þessara stétta á báðum stöðum og get frætt þig um það,að það sem kemur fram fyrir almenning er bara brot af því sem þeir framkvæma. Sem betur fer eru þeir flestir starfi sínu vaxnir,en hinir sem það ekki eru,eru óþverrar.Ég var og er farin að halda að annað hvort sértu í löggunni eða þá góður vinur þinn. kv jobbi

jósep sigurðsson, 29.2.2008 kl. 23:53

73 identicon

FEYKUÐ MYND OG EKKERT ANNAÐ........................................................no,100 ha hmmmmmmmmmm já blogg no 100,váááá.

Númi (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 00:17

74 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

DoctorE,

Takk fyrir, það er deginum ljósara af skrifum þínum, af hverju þú þarfnast nafnleyndar.   Þú átt bágt.

Nei ég er ekki lögga, en myndi hreint ekki skammast mín fyrir að vera það. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.3.2008 kl. 00:26

75 Smámynd: Halla Rut

Ég bara vona og bið að Árni sé ekki lögga og alls ekki í stöðu þar sem hann hefur eitthvað vald yfir öðrum.

Halla Rut , 1.3.2008 kl. 02:17

76 identicon

Ég geri nú ráð fyrir að þú hafir sömu skoðanir í vinnunni og einkalífinu, Árni minn, þannig að þú sért ekki sífellt að skipta um skoðun og jafnvel líkama, eins og þessi bandaríska kona.

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 08:32

77 identicon

Afsakið, ég fór að sofa eftir innleggið mitt.  Ég biðst forláts ef ég hef gert lítið úr sjónarhorni læknisins í þvagleggsmálinu.  Hann er vissulega sérfræðingur á sínu sviði sem er mjög mikilvægur þáttur þess máls.  Það er læknisfræðilega sviðið og svo hið lögfræðilega.  Og reyndar verða sumar hliðar þess lögfræðilega ekki útkljáðar nema með aðstoð læknisfræðinnar.  En 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrárinnar þarfnast ekki læknisfræðilegrar útskýringar því hún bannar "....ómannúðlega og vanvirðandi meðferð eða refsingu". 

Læknisfræðilega matið kemur til athugunar í sambandi við Lög um meðferð opinberra mála nr. 19 frá 1991 sem heimila sýnatöku ef það verður gert sakborningu "að meinalausu".   Lögin víkja þó fyrir stjórnarskránni ef ákvæðin skarast.

Lög um meðferð opinberra mála heimila hins vegar hvergi, berum orðum, valdbeitingu við sýnatöku og taka það skýrt fram að dómsúrskurð þurfi til slíks ef ekki liggur fyrir samþykki sakbornings.

Hreiðar (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 10:30

78 identicon

Flott! Ég er sammála þessu áliti ykkar í þvagleggsmálinu í einu og öllu, Hreiðar minn. Allt þetta vissi nú sýslumaðurinn á Selfossi allan tímann en hann kaus hins vegar að líta framhjá þessum staðreyndum málsins.

Háskólinn á Akureyri: 1. Sóknin til fyrirmyndar og markið skorað úr víti strax á 10. mínútu fyrri hálfleiks.

Sýslumaðurinn á Selfossi: 0. Vörnin afspyrnu slök, bæði í fyrri og seinni hálfleik, enda stöðugt verið að gefa þvagprufur.

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 10:58

79 identicon

Árni lögga kemur heim í kveldmatinn til Gunnu sinnar og sest við matarborðið.

Árni: Get ég treyst því að þetta sé falskur héri?

Gunna: Já, þú getur alveg treyst því að þetta sé falskur héri, Árni minn.

Árni: Hvernig get ég treyst því að þetta sé falskur héri?

Gunna: Þú verður bara að treysta því, Árni minn.

Árni: Ég get engan veginn treyst því að þetta sé falskur héri. Ég hef engar sannanir fyrir því og fyrst ég get ekki treyst því ertu sennilega að halda framhjá mér í ofanálag! Og fyrst það er sennilegt hljóta að vera að minnsta kosti 70% líkur fyrir því! Ætlastu til þess að ég treysti þér bara 30% og geti búið með þér út á það?! Og fyrst ég get ekki treyst þér, konunni minni, hverjum get ég þá treyst??!!

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 12:13

80 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Steini Briem,   ...., ?     

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.3.2008 kl. 12:21

81 identicon

mér finnst geðveikt gaman af því að það séu virkilega til menn í dag sem eru ekki búnir að sjá í gegnum valdakerfið og halda að þeir lifi hinu besta lífi á "frjálsa" Íslandi... hvað þá að sumir séu í lögreglunni og haldi að það geri þá jafnvel enn "frjálsari"(innan með sér þ.e.)

við höfum ekki verið frjáls síðan um þar síðustu aldamót.

Með lögum skal vald tryggja, og frelsinu eyða... það er hið sanna takmark

Jón Ingvar (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 12:22

82 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það er fólk hérna sem efast um að þetta sé sama konan á báðum myndunum. Hefur það eitthvað verið til umræðu í USA að þetta sé ekki sama konan eða er það bara hérna sem menn eru að efast um það?

Ég sé enga ástæðu fyrir því að þetta geti ekki verið sama konan þó að hárið falli ekki eins og eyrnalokkarnir hafi verið teknir af hjá lækninum sem saumið hana saman. Augnlitinn er erfitt að sjá af svona myndum en mér sýnist hann vera sá sami ef horft er á vinstra augað á fyrri myndinni.

En ég hef heldur engan séð sem vísar á USA fréttir sem efast um að þetta sé sama konan. Er ekki sannað að konan varð fyrir líkamstjóni í yfirheyrslu lögreglunnar.

Steinn Hafliðason, 1.3.2008 kl. 17:51

83 identicon

Steinn. Konan gekk á hurð og hurðin gekk frá henni, að sögn lögreglunnar.

Hins vegar er ég búinn að sjá hvaðan fyrirmyndin var fengin að Grana löggu í Spaugstofunni.

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 19:07

84 identicon

Hver er mergur málsins:::::::::að vera lögga eða ekki,,er umræðan um það hér.Er ekki þetta spurning um MYNDINA,sem er ALGJÖRLEGA,,,,,,,,,,RAMMFÖLSUÐ..........100%,,,,,,,,,,,,,,,,T H E   E N D,,,,,FIN,,,,,,,,,,,,,,,SLUT...........ENDIR..........

Númi (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 20:32

85 identicon

Steini Briem - Af hverju leggur dómarinn út frá áfengismagni í þvagi og í blóði í dómnum í málinu ef það hefur bara átt að nýtast til athugunar á fíkniefnum. 

 Hreiðar - Hver er staða skylduákvæða sérrefsilaga s.s. skylda um að láta í té blóð- og þvagsýni sbr. 47. gr. umferðarlaga versus ákvæði opinberu laganna.  Ég sé ekki minnst á það í grein þinni í lögfræðingnum

Af hverju ætli dómarinn sé svona vitlaus að kveða upp úr um það að lögreglan hafi ekki farið út fyrir heimildir sínar.  Hann hefur greinilega ekkert vit á lögfræði.

Af hverju lét konan ekki í té þvagsýnið með góðu, skv. atvikalýsingum í dómnum þá hefur verið reynt að fá hana til þess í allt að klukkustund áður en sýnið var tekið.

Af hverju er ég ekki að skilja þetta,  mér sýnist menn tjá sig hér fram og til baka án þess að hafa lesið dóminn spjaldanna á milli.

Lúkas (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 00:07

86 identicon

Árni. Það er ekki hægt að sýna því neitt umburðarlyndi þegar lögregluþjónar brjóta lögin, því þeir eiga að framfylgja lögunum. Hvað þá þegar þeir níðast á fólki sem er í þeirra umsjá og halda því svo fram að það hafi verið að ljúga. Í Breiðavík var níðst á drengjum og fólk efast almennt ekki um að þeir hafi sagt satt og rétt frá, til dæmis í lögfræðilegri úttekt á málinu.

Og að sjálfsögðu er engin ástæða til að sýna þeim starfsmönnum í Breiðavík umburðarlyndi, sem níddust á skjólstæðingum sínum þar, frekar en lögregluþjónum, sem níðast á sínum skjólstæðingum, sama hversu starfið er erfitt. Og þá gildir einu hvort þeir búa í Bandaríkjunum eða hérlendis.

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 09:07

87 identicon

Númi. Lesa fyrst, kommenta svo, takk!

Hér er 21 mynd af áverkum á konunni frá ýmsum sjónarhornum í vefútgáfu The Shreveport Times, undir Photo Galleries, Images of Angela Garbarino:

http://www.shreveporttimes.com/apps/pbcs.dll/article?AID=/20080220/NEWS03/302200001/1060/NEWS01

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 09:11

88 identicon

Lúkas. Dómarinn leggur meðal annars út frá áfengismagni upp á meira en eitt prómill í blóði í þessu máli og ég hef sagt að það hafi ekki verið nauðsynlegt að taka þvagsýni í þessu þvagleggsmáli. Og ekki bara ónauðsynlegt, heldur einnig brot á stjórnarskránni, sem er öðrum lögum æðri í landinu.

Lögreglan á Selfossi hafi verið komin með blóðsýni úr konunni og átt að láta þar við sitja, í stað þess að taka þvagsýni með valdi til að komast að því hvort konan hefði einnig neytt eiturlyfja, þegar engin sérstök þörf var á því og það gat verið stórhættulegt, jafnvel lífshættulegt, við þessar aðstæður. Sjá athugasemdir #42 og #96 hér að ofan.

Þetta þarf ekki því að vera lögfræðileg spurning, heldur "einungis" siðfræðileg. En lögfræðilega gengur þetta heldur ekki upp, því það er að sjálfsögðu ekki leyfilegt að leggja líf fólks í hættu með þessum hætti, Í 68. grein stjórnarskrárinnar segir að engan megi beita pyntingum, né ómannúðlegri meðferð eða refsingu. Í 3. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir "Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi." Og í Mannréttindasáttmála Evrópu segir að réttur manna til lífs skuli verndaður með lögum.

Í dómi Héraðsdóms Suðurlands í þessu máli 26. febrúar síðastliðinn segir meðal annars:

"Í frumskýrslu lögreglu segir að tilkynning hafi komið frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra klukkan 2.21 þann 4. mars 2007 um umferðaróhapp á Suðurlandsvegi við Þingborg. Þegar lögregla kom á vettvang sást hvar bifreiðin SL-493 var utan vegar og ökumaður í bílstjórasæti. Í viðræðum við ökumann hafi fundist megn áfengislykt frá vitum hans. Þá hafi ökumaður sagst hafa fengið að drekka áfengi frá vegfarendum sem komu á vettvang og tilkynntu um umferðaróhappið en hún gat ekki greint frá því hvað hún hefði drukkið. Þá hafi vegfarendur sem komu að umferðaróhappinu verið á vettvangi og voru nöfn þeirra tekin niður.

Þá kemur fram að blóðsýni var tekið úr ökumanni klukkan 2.37 en við öndunarpróf með SD-2 mæli, sem ökumaður blés í, hafi niðurstaðan verið 1,30‰. Í framhaldi var ákærða færð á lögreglustöð til frekari sýnatöku. Á lögreglustöðinni var ákærða beðin um að gefa þvagsýni en hún neitaði því alfarið. Í framhaldi var hún færð í fangaklefa og þvagsýni tekið þar af henni af lækni og hjúkrunarfræðingi ásamt lögreglu."

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 10:34

89 identicon

Eftirfarandi er ætlað Lúkasi: 

1)  Í títt nefndum dómi var tekist á um sekt tiltekinnar konu.   Dómurinn fjallaði ekki um það hvort lögregla hafi farið út fyrir heimildir sínar.  Dómarinn fjallaði lítillega um þá vörn ákærðu að svo hefði verið en þeirri umfjöllun lauk án niðurstöðu enda ekki viðfangsefni dómstólsins að þessu sinni.

2)  Staða 47. gr. laga nr. 50 frá 1987 er, líkt og annarra skylduákvæða umferðarlaganna boðregla sem segir til um hvernig ökumönnum ber að hegða sér.    Viðurlög við brotum á þessu ákvæði, sem og öðrum ákvæðum umferðarlaga, eru í 100., 101. og 102. gr. laganna.  Í þeirri síðastnefndu er sérstaklega tekið fram að það varði minnst eins árs sviptingu að neita að láta sýni í té.  Löggjafinn hefur greinilega, af visku sinni, séð það fyrir að ökumenn mundu reyna að færast undan því að gefa þvagsýni og að engin leið væri að ná því nema með atbeina þeirra.  Því hefur löggjafinn sett sömu refsingu við neituninni og við alvarlegari ölvunarakstursbrotum.  Hvergi í lögunum er svo mikið sem minnst á að heimilt sé að taka þvagsýni með valdi.   Það er farið í þetta í grein minni en þú hefur greinilega ákveðið að tjá þig um þetta "án þess að hafa lesið greinina spjaldanna á milli".   Að öðru leiti er því til að svara að staða 47. gr. umferðarlaganna er líkt og allra annarra laga sú að stangist hún á við ákvæði stjórnarskrárinnar þá verður lagagreinin að víkja og verður ekki lögð til grundvallar dóms.

3)  Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli Ákæruvaldsins gegn Maríu Bergsdóttur er ekki umfjöllunarefni greinar minnar í Lögfræðingi og því engin ástæða til að lesa hann við gerð hennar.  Aukinheldur var þessi dómur óuppkveðinn þegar greinin var rituð.

4)  Ekki vil ég draga í efa kunnáttu dómara sem framkvæmdavaldið hefur af visku sinni skipað dómstólum.  Hitt er annað mál að ég rak augun í það í öðrum dómi Héraðsdóms Suðurlands um daginn að árás á sjúkraflutningsmanna var af dómara talin "brot gegn valdstjórninni" og nú aftur í dóminum Ákæruvaldið gegn Maríu Bergsdóttur.  Ég hef einhvern veginn þann skilning á störfum sjúkraflutningsmanna að þeim sé ætlað að mæta á slysstað, í bifreiðum merktum Rauða Krossi Íslands og flytja þaðan slasaða.  Ég hafði ekki frétt að þeim hefði verið falið eitthvert vald eða að koma á einhvern hátt fram fyrir hönd valdstjórnarinnar.  En konan var sakfelld fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hóta sjúkraflutningsmönnunum.   Það sýnir auðvitað hve dómarar jafnt sem aðrir geta gert mistök enda er það ekki að ástæðulausu að það eru tvö dómstig í landinu (sumir segja að þau ættu að vera þrjú.

Annars held ég að flest sjónarmið ættu að vera komin fram í þessari umræðu og hún svolítið komin í hring.  Mér þætti hins vegar vænt um, ef menn ætla að fara að vitna í það, hvað er í grein minni og hvað ekki, að þeir færu rétt með það.

Hreiðar (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 10:35

90 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Mér finnst skelfilegt hvað þessi kona sýnir lítinn samstarfsvilja gagnvart yfirvaldi. Hún er þarna vegna gruns um að hafa valdið árekstri undir áhrifum vímuefna. Augljóslega slæmt eintak af manneskju og hræðileg fyrirmynd gagnvart börnum sínum.

Róbert Þórhallsson, 2.3.2008 kl. 10:38

91 identicon

Árni: 

Ég þekki mjög vel til starfa lögreglumanna og ber mikla virðingu fyrir lögreglunni sem stofnun.  Þess vegna þoli ég alls ekki þá fáu lögreglumenn sem með framkomu sinni og brotum setja blett á þessa mikilvægu stofnun og það sem hún stendur fyrir.  Ég hef ekkert umburðarlyndi gagvart þeim og minna heldur en gagvart öðrum brotamönnum.

Hreiðar (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 10:40

92 identicon

Ég er algerlega sammála Árna, Það er þannig að stundum brýtur nauðsyn lög, löggan er yfir lögin hafinn, hún drottnar, menn verða að virða lögguna. Lögreglumenn eru búnir að klára fyrstu 2 árinn af menntaskóla og fara í gegnum árs námskeið sem er að meiri hluta verklegt, geri aðrir betur. Þessir gífurlega reynsla og erfiða braut sem menn velja sér gerir þá líkari guð en mönnum, fólk verður að fara þegja og hlusta og skilja að það er að díla við heilaga menn sem vita ávallt hvað þeir gera og gera enginn mistök.

Löggumaðurinn (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 14:32

93 identicon

Árni ég kýs að tjá mig hér nafnlaust. því ég tel að þú sért ofbeldismaður og sé enga aðra ástæðu til að verja þessa hegðun og krefjast þess að ódæðismönnum og illþýði í lögreglubúingum sé sýnt umburðarlyndi. Ég tel að þegar þú segist kunnugur svona málum sértu að tala um að þú hafir gengið í skrokk á konum og komist upp með það ,þar sem orð stóð á móti orði. Ég þekki ágæta menn í lögreglunni og þeir eru ekki ósáttir við að svona aumingjum og ofbeldismönnum sé vikið úr starfi og telja ekki að þurfi að vernda þá sérstaklega, frekar en aðra ofbeldismenn.  Aftur á móti hef ég heyrt sambærileg rök og þú viðhefur frá mönnunum sem þykir sjálfsagt að dangla í konuna sína ef hún er ekki nógu skemmtileg.

Kona (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 16:00

94 identicon

Það má ekki gleyma að þetta eru samskipti tveggja misvitra mannvera það að hún hafi verið sek (um ölvunarakstur) gerir hann ekki saklausan af því hann er lögga. Svo veit ég að þeir sem geta ætlast til að þeim sé sýnt umburðarlyndi þurfa að sýna það sjálfir og þessi lögga sýndi þessum brotamanni ekkert umburðarlyndi. Ég þekki Árna ekki neitt og má vel vera að hann sé ekki ofbeldismaður heldur hafi bara mjög takmarkaða greind. En það borgar sig ekki að líta á löggur öðrum augum en aðra menn og segja að þeir séu yfir lög hafnir eða betri mannverur af því þeir eiga búning, það er misjafn sauður í mörgu fé og við eigum bara að vera ófeimin við að uppræta vandann og losa okkur við svörtu sauðina. í stað þess að fara út í kjánalegar umræður um falsanir mynda og augn og háralit á þeim sem hver kona veit að getur verið mismunandi eftir birtu og ljósnæmi og gæðum myndavéla.  Kona sem hefur verið svo bólgin í framan að ekki sáust eyrun á henni ef horft var beint framanfrá.

Kona (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 16:27

95 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi ég get ekki hugsað mér að lesa kommentin hérna.... Ég fæ alltaf sting í magann þegar ég les komment frá fólki sem annars vegar réttlætir alllllllt sem löggan gerir og hins vegar trúir engu slæmu upp á lögreglumenn. SVO SORGLEGT!

Fólk "slasast" og nokkrir hafa dáið í vörslu lögreglunnar. Skrýtið

Heiða B. Heiðars, 2.3.2008 kl. 17:41

96 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Og ykkur er alveg óhætt að trúa því að "Árni Guðmundsson" er til.... því miður. Kannast við fíflið.... og þið megið giska á í hvaða geira hann vinnur;)

Heiða B. Heiðars, 2.3.2008 kl. 17:46

97 identicon

Heiða.   Þegar einhver deyr í höndum lögreglunnar, heitir það "óráðsæsingsvilluheilkenni" sem er sérstakt fyrirbæri sem fundið var upp í Bandaríkjunum til að skýra út dauðsföll í fangbrögðum við lögreglumenn.

Heiðar B. Heiðars (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 17:57

98 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Heyrðu... af hverju kommentar þú undir mínu nafni?

Heiða B. Heiðars, 2.3.2008 kl. 17:57

99 identicon

Þegar betur er að gáð þá er þetta ekki þitt nafn, heldur karlmannsnafn sem er líkt þínu.

ÚPPS (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 19:01

100 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hahaha það er rétt!! En samt... plat nafn....er það ekki?

Árni; Ég kannast við þig og veit að þó ótrúlegt sé, þá ganga svona rugludallar eins og þú lausir

Heiða B. Heiðars, 2.3.2008 kl. 19:42

101 identicon

He, he.  Jú þetta er plat nafn.  En fallegt samt.

Jú Plat Nafn (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 20:23

102 identicon

          MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA,,,,,,,,,,,,,,,,,Fólk gott hættiði bara  að brjóta af ykkur,myndin er feikuð.

           Segðu mér Steini Briem þú skemmtilegi penni sem þú ert:Sýður á þér, rýkur úr þér?

Númi (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 21:06

103 identicon

Númi minn. Ég veit að þú ert ekki svona heimskur en sumir hér eru ennþá heimskari en þeir líta út fyrir að vera og er þá mikið sagt.

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 21:21

104 identicon

Afhverju er svona mikil illska hér gagnvart Lögreglunni,alveg óskiljanlegt finnst mér.Ég tel að starf Lögreglunnar sé mjög svo vanmetið,það myndi ég aldrei vilja starfa við,það þarf sterka einstaklinga að vinna svo erfið störf.Förum bara eftir lögum,hlýðum Lögreglunni í sínu vanmetna starfi,og högum okkur einsog siðað fólk,flest hljótum við að vera fyrirmyndir barna okkar.        OG það sem er svo furðulegt hér hvað TVÆR myndir hafa komið af stað.  Mér finnst hér vera komið nóg.

Númi (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 22:33

105 identicon

Númi. Ef það er "illska hér gagnvart lögreglunni" er það vegna þess að margir eru reiðir henni vegna illsku ákveðinna lögreglumanna. Það þarf að vísa þeim strax úr lögreglunni, í stað þess að láta þá leika áfram lausum hala innan hennar og verja allt sem þeir gera, sama hversu hættulegt og heimskulegt sem það er. Sumir ruglast við það eitt að fara í búninginn. Það þarf andlega sterka menn til að sinna þessum störfum en sumir eru hreinlega óhæfir til þess, bæði hérlendis og erlendis. Lögreglan á að þjóna okkur, ekki öfugt.

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 23:08

106 Smámynd: Jens Guð

  Heiða og Árni,  í hvaða geira starfar Árni?  Ég get staðfest að Árni er til.  Við sóttum um tíma sama pöbbinn,  Wall Street í Ármúla.  En ég hef aldrei vitað við hvað  maðurinn vinnur.  Það er forvitnilegt að fá svar við því. 

Jens Guð, 2.3.2008 kl. 23:22

107 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Leiðbeinandi í íslensku stendur á blogginu hans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.3.2008 kl. 23:49

108 Smámynd: K Zeta

Það er ekki gott að gera mistök en sá sem ekki gerir mistök gerir ekkert.

K Zeta, 2.3.2008 kl. 23:55

109 Smámynd: K Zeta

Mistakes are a part of being human. Appreciate your mistakes for what they are: precious life lessons that can only be learned the hard way. Unless it's a fatal mistake, which, at least, others can learn from.

Al Franken:

K Zeta, 2.3.2008 kl. 23:58

110 identicon

K Zeta. Ekki eru allir apar bavíanar. (Akureyrskur málsháttur.)

Steini Briem (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 00:02

111 identicon

Hvers lags reiði sýður  innra með þér þú ágæti Steini Briem.Ég segi bara fyrir mitt leiti hér að ég skil ekki þessar árásir á hann Árna,ég þekki manninn ekki neitt og hvað með það þó að hann sé í Lögreglunni,það mætti halda að hann væri búinn að handtaka helmingin af þeim sem hér hafa ritað suma pistlana.Þetta er ekkert annað en offorsi.Hlýðum lögum og reglum og skömmumst okkar ef við erum fyrirmyndir allavega sumir hér.Svo segir hann Jens Guð,hér í færslu no137 að hann og Árni hafi sótt sama pöbbin um tíma og að Árni sé til.Er ekki komið nóg mér finnst þessar umræður hér snúast orðið mest um Árna.

Númi (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 00:04

112 identicon

Það er búið að útskýra þetta allt saman fyrir þér fram og til baka, Númi minn, og algjör óþarfi að gera það einu sinni enn. Hættu nú að gera þér upp þessa heimsku. Hún fer þér illa.

Steini Briem (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 00:15

113 identicon

Einn af mínum uppáhaldspennum er að fara  yfirum en vona að það sé rangt hjá mér Steini Briem,sérðu hvað klukkan er góða nótt kallinn,þetta er orðið að vitleysu hér og ég tek þátt í því,skammastu þín Númi.

Númi (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 00:21

114 identicon

Jamm, þetta er orðið ágætt hjá okkur í dag, Númi minn. Góða nótt og ekki gleyma mér, þínum hjartans vini, í bænum þínum fyrir svefninn í kveld, elsku kallinn minn!

Steini Briem (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 00:37

115 Smámynd: Jens Guð

  Lögregluofbeldi á ekki að afsaka.  Aldrei.  Fremur en annað ofbeldi.  Tilvísun í álag,  að lögreglumenn sinni erfiðum verkefnum eða eitthvað álíka er engin afsökun fyrir því að lögreglumenn misbeiti valdi,  lemji skjólstæðinga sína,  troði í þá þvaglegg eða neitt í þá veru.

  Hlutverk lögreglu er að gæta laga og reglna.  Orðið lögregluþjónn útskýrir bærilega þeirra hlutverk.  Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að lögregluþjónar standi vörð um að lög séu haldin og að þeir standi undir því álagi sem starfið krefst. Vissulega eru lögregluþjónar oft að fást við erfiða skjólstæðinga.  En það gefur þeim ekki grænt ljós á að ganga í skrokk á fólki í misgóðu ástandi.

Jens Guð, 3.3.2008 kl. 00:41

116 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Fyndið hvað smekkur manna er misjafn... mér finnst þessi heimska einmitt fara þessum Núma svo fjandi vel. Nokkurs konar samnefnari yfir þetta lið sem getur ekki fyrir sitt litla líf komið auga á að ekki eitt einasta lögregluembætti í víðri veröld er laust við menn sem eiga minna en ekkert erindi í það starf
En Steini Briem klikkar ekki... ferlega ertu skemmtilegur! Kommentar þú aldrei hjá neinum nema Jens? Af hverju? Hver ertu? ;) 

Heiða B. Heiðars, 3.3.2008 kl. 00:44

117 Smámynd: Jens Guð

  Heiða, Steini hefur lagt grunn að vinsældum míns bloggs.  Margir af daglegum lesendum minnar bloggsíðu hafa haldið því fram að þeir hafi mesta skemmtun af athugasemdum Steina.  Sjálfur lendi ég ítrekað í því hlutverki að skella upp úr við lestur athugasemda Steins.  Enda er maðurinn ekkert minna en snillingur og allar hans athugasemdir eru gullkorn.

  Þar fyrir utan eigum við Steini sameiginlegan kunningjahóp úr Svarfaðardal.  Hann þekkir mág minn á Uppsölum í Svarfaðardal og marga fleiri af mínum ættingjum frá Hæringsstöðum í Svarfaðardal.  Okkar góði vinur,  Magnús Geir Guðmundsson,  er enn einn sem við þekkjum báðir.

  Enn eitt sem tengir okkur saman er áhugi fyrir frama hljómsveitarinnar ágætu Soundspell. Sonur Steina er söngvari þeirrar hljómsveitar og ég er aðdáandi.  Ennfremur var föðurbróðir Steina,  Alexander,  kennari minn í barnaskóla á Hólum í Hjaltadal.

  Þannig að margt tengir okkur saman. Burt séð frá því er Steini sá allra skemmtilegasti og gáfaðasti sem tekur þátt í umræðum á mínu bloggi.  Innlegg Steina eru bara gullkorn.

  En,  Heiða,  þú átt ennþá eftir að upplýsa okkur nánar um Árna Guðmundsson.    

Jens Guð, 3.3.2008 kl. 01:15

118 identicon

Þú Heiða ert bara yndisleg og algjörlega óvitlaus það sést á myndinni af þér þú hlýtur að vera fluggáfuð og gjöful og dásamleg eftir því svo ertu með tvö samsíðaóhallandi augu sem horfa í sömu áttina,og þráðbeina augasteina en bara fluggáfað fólk hefir sá eiginleika,,,,,,,,,,,,,,,ekki trúa mér er alltaf að skrökva,annars trúðirðu þessu?Nei var það nokkuð,en svona byrja stundum leiðinleg blogg bara með einhverji steypu líkt og ég var að bulla,Veistu það Heiða,að mér finnst þú ekkert vitlaus,þó svo að þér finnist heimska fara mér vel,hægjum á okkur og berum virðingu gagnvart skoðunum annara en eitt verðum þó að muna að..kurteisi kostar ekki peninga.   Kæra,Kæra Fólk  Góða Nótt....................

Númi (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 01:19

119 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér verður það nú á að vilja leggja hér orð í belg, enda náttúrlega jafn kjöttugur í laumi & Steini Bríem, enda könkuðumst við stundum á í ritmáli í gömlum stílabókum hér til forna, báðum til gamans að ég best veit.  Þannig að ég get vottað að persónan er vissulega til & er jafnskemmtileg í persónu sem og penna, að mínu skásta minni.

Ég veit að margir halda að Steini Briem sé 'útfrymissjálf' Jensa, en nei, það er ekki svo vel, Skíðdælíngar ske, eins & sagt er hérna fyrir norðann.   En hann er húsbóndahollur Móranum síðun, & lyftir allri umræðu hér upp.

Nú þekki ég nú þennann Árna Guðmundson ekki neitt, en ég vil nú bera af honum blak fyrir sína framsetníngu í athugasemdum sínum við þessa færslu, sem að vissulega er komin langt frá uppruna sínum.

Má vera að maðurinn starfi við löggæslu eða ekki, en fyrir mér er það nú hreinlega ekki aðalatriðið í þessu, heldur það að hann hefur hagað sýnu máli skynsamlegar en andmælendur hans.  Óefnislega er hann frá mér sigurvegari rökræðunnar með því.

Það býr vissulega í mér eitthvert fól um hjal um efnisatriðin, en fram að þessu hélt ég nú að Árni væri nú stóri brói þinn, Jensi minn...

Steingrímur Helgason, 3.3.2008 kl. 01:21

120 identicon

SIGURVEGARI Í UMRÆÐUM Á ÞESSARI SÍÐU ER:ÁRNI GUÐMUNDSSON,ÞAÐ ER EKKI SPURNING ÞAÐ ER STAÐREYND..... 

Númi (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 01:23

121 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  eigum við ekki að fá fram í hvaða geira Árni vinur okkar starfar?

Jens Guð, 3.3.2008 kl. 01:56

122 Smámynd: Jens Guð

  www.skessa.blog.is hefur staðfest að Árni vinnur innan lögregluembættis. Kemur svo sem ekki mjög á óvart.

Jens Guð, 3.3.2008 kl. 02:20

123 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hey!Rólegur Jens.... hef svo sem ekki staðfest neitt nema það að ef þetta er sá Árni sem ég held... þá hafi hann verið eða sé enn starfsmaður lögregluembættis

Ég er ómannglöggasta manneskja hérna megin Alpafjalla og því ber að taka því með miklum fyrirvara þegar ég þykist vita hver einhver er!

Heiða B. Heiðars, 3.3.2008 kl. 02:30

124 identicon

Já svona getur farið hjá manni Heiða,það er betra að fjarlægja bjálkann úr eigin auga en að sjá að andstæðingurinn er bara með flís í sínu auga.Þú ómannglögg getur það verið,og taka því með fyrirvara sem þú segir ritar þú , vá getur það verið.Stattu við gífuryrðin þín,eða hvað.

Númi (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 12:09

125 identicon

Mér finnst það ekki skipta máli hvort Árni er lögreglumaður eða ekki.  Hann hefur rétt á að hafa sínar skoðanir á málum og hann hefur rétt til að hafa rangt fyrir sér.  Að þessu sinni nýtir hann þennan rétt sinn.

Hreiðar (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 12:37

126 identicon

Ég þakka hlý orð í minn garð, krakkar mínir, en frábið mér allt hrós, nema þá sem háð og spé. Hrósyrði voru illa séð í Skíðadalnum, þóttu ókurteisi og bera vitni um lélegt uppeldi. Það var því litið hornauga ef gestir tóku til dæmis upp á þeim óskunda að þvaðra um góða búskaparhætti og fyndni gestgjafans. Slíkir gestir voru ekki aufúsugestir og í þá voru yfirleitt ekki bornar nema fjórar hnallþórur, í stað átta, sem var standard.

Steingrímur. Ég man að sumir biluðust við það eitt að fara í Securitas-búninginn og fengu reisupassann út af því atriði.

Jens. Ingibjörg, móðir Alexanders Jóhannssonar, kennara þíns á Hólum í Hjaltadal og bónda í Hlíð í Skíðadal í Svarfaðardalshreppi, og móðurafi minn, Kristinn Árnason frá Hæringsstöðum í Svarfaðardal, voru hálfsystkini. Ég ólst upp í Hlíð frá sex ára aldri, þegar foreldrar mínir skildu, og sonur minn, söngvari Soundspell, heitir í höfuðið á Alexander í Hlíð.

Heiða. Ég skrifa aðallega athugasemdir hér hjá Jens en einnig til dæmis hjá Auði Ingólfsdóttur frá Akureyri, sem er í 180. sæti á vinsældalistanum hér á Moggablogginu í dag, þannig að Jens hefur greinilega misskilið það hrapallega að ég haldi hér uppi vinsældum hans, enda þurfa Skagfirðingar nú seint á aðstoð Svarfdælinga að halda í þeim efnum.

Steini Briem (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 12:42

127 Smámynd: Jón Ragnarsson

Sorry, ég á bara erfitt með að treysta löggunni eftir að ég varð vitni að skýrslufölsun í drulluómerkilegu máli.

Jón Ragnarsson, 3.3.2008 kl. 14:06

128 identicon

Árni hefur horft á aðeins of mikið af bandarískum löggumyndum.

Hann notar 11.september sem dæmi og leyniplott anarkista sem vilja sverta lögregluna. Einnig segir hann að fjölmiðlar séu aldrei hlutlausir né að þeir séu færir um að fjalla um lögregluna yfir höfuð vegna þess að eitt sinn var blaðamaður í Reykjavík handtekinn og buffaður af lögreglumönnum. 

Árni talar um reynslu sína sem hann má samt ekki tala um og talar um "reglur" sem hann hefur sett sér eins og að "halda einkalífi sínu og starfi sínu aðskyldu"...Hvaðan fékk hann þetta endemis bull? Úr Clint Eastwood mynd? Ég sé Árna fyrir mér rúllandi um Reykjavík í amerískum kádiljálk með "partnerinn" sér við hlið sötrandi kaffi úr pappamáli á leið í "stakeout"... Gengur hann máski í síðum regnfrakka með skammbyssuna í axlaböndunum og kallar konur "dollface"? Eða er hann kannski engin lögga? 

Árni: Hættu að horfa svona mikið á bíómyndir og hættu að þykjast vera lögga... Og ef, bara ef, þú skyldir svo reynast vera lögga, þá hef ég þetta við þig að segja: Ef að ég stend mig ekki í mínu starfi, þá skoðar yfirmaður minn málið og rekur mig jafnvel. Þitt starf er ekkert heilagra en mitt.  Þess vegna skalt þú alltaf muna að ÉG, sem skattgreiðandi,er yfirmaður þinn. Ég borga launin þín, þú ert ráðinn til að gæta réttar míns og öryggis, og ef að þú sýnir mér ofbeldi, þá verður þú rekinn...Svo einfalt er það. 

Og vertu svo ekki að rífa kjaft við yfirboðara þína...Þ.e.a.s. ef þú ert lögga.  

nafnlaus ónafngreinds-son/dóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 15:37

129 identicon

Innlegg Jóns Ragnarssonar er merkilegt og alveg nýr flötur á þessu máli.  Ég hef af og til séð merki þess, að mér virðist, að lögreglumenn hagræði sannleikanum fyrir dómi til að "hjálpa" dómaranum til að komast að "réttri niðurstöðu".   Um daginn sá ég óyggjandi sönnun fyrir þessu.

Þetta fyrirbæri þarf að rannsaka betur.

Leynigestur (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 16:00

130 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Leynigestur,

"Þetta fyrirbæri þarf að rannsaka betur."  Segir þú.

Telur þú nafnlausan vitnisburð þinn vega þungt í þeirri rannsókn?

  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2008 kl. 17:24

131 Smámynd: Evil monkey

Axel minn. Hér á nokkrum stöðum í bloggheimum er verið að rökræða það fram og aftur hvort að réttlætanlegt sé fyrir fólk að koma fram undir nafnleysi. Viltu ekki bara taka þátt í þeirri umræðu og halda þig við umræðuefnið sem til tals er hérna? Svo vil ég líka benda þér á að það þykir hvergi góður siður að bera hægðir á borð fyrir annað fólk, en ég get ekki túlkað þessa mynd þína í kommentinu þínu sem neitt annað en hægðir.

Evil monkey, 3.3.2008 kl. 17:49

132 identicon

Árni. Hvaða "vitrænu ábendingar" ertu að tala um af þinni hálfu? Ég hef ekki séð þær hér. Að þínu mati eru skoðanir annarra hins vegar "arfavitlausar" og byggðar á "algjörri vanþekkingu".

Mér er algjörlega nóg boðið hvað þig snertir. Ég hef unnið með núverandi dómsmálaráðherra og feður okkar voru mjög góðir vinir. Björn myndi ekki verða hrifinn af þessum skrifum þínum og ég hef beðið hann um að kanna hvort þú ert í lögreglunni.

Steini Briem (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband