Spurningakeppnin á Organ

  Ég ætlaði í kvöld að taka þátt í popp-spurnginarkeppninni á Organ.  Ég skutlaði Danna í Gyllinæð þangað korter yfir sex og leitaði að gjaldfrjálsu bílastæði.  Fyrir viku síðan fékk ég nefnilega 1500 krónu sekt fyrir að leggja í gjaldskylt bílastæði.  Það jafngildir næstum 3 bjórum. Þegar ég loks mætti í hús var spyrjandinn að bera upp spurningu númer 17.

  Við Danni kunnum svörin við næstum því öllum spurningum sem við heyrðum.  En það var of langt á keppnina liðið til að við hefðum möguleika.  Sigurvegari kvöldsins var Helga Þórey,  plötugagnrýnandi Morgunblaðsins.  Hún og félagi hennar (sem ég náði ekki nafni á) voru með 23 rétt svör af 30. 

  Helga Þórey er ekki aðeins alfræðiorðabók um poppmúsík og plötugagnrýnandi sem ég er ALLTAF sammála.  Hún er líka einlægur Færeyingavinur,  bráðgáfuð,  gullfalleg og skemmtileg. 

  Svo broslega vill til að Helga Þórey er spurningahöfundur næsta föstudags.  Þá verð ég fjarri góðu gamni.  Verð í Færeyjum og get ekki svarað rétt spurningum Helgu Þóreyjar um það hvað Eivör hefur sent frá sér margar sólóplötur (5) eða verið liðsmaður hvaða hljómsveita sem hafa sent frá sér plötur (Clickhaze og Yggdrasil).    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þú ert væntanlega að mæla bjórverð á einhverju öldurhúsi, þegar þú segir 1500 vera 3ja bjóra verð. allavega færðu 6 bjóra kippu fyrir lægra verð í ríkinu.

ég hélt reyndar að öllarinn kostaði meira en 500 kall á bar, nema þú sért að tala um flöskubjór.

en það er aukaatriði.

Brjánn Guðjónsson, 8.3.2008 kl. 01:49

2 identicon

Þá er ekki til nokkurs að mæta á þessi kvöld fyrst sjeníin mæta í hópum og allir vita allt en enginn hefur áhuga á fyrsta lagi Whitney Houston eða af hverju Kenny Rogers fór fyrir ofan garð og neðan árið 1986.  Lifi byltingin.

dab (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 07:03

3 identicon

Það er nú gott að Helga Þórey skuli vita svona mikið um plötur, fyrst hún er plötugagnrýnandi. Og þar sem ég er mikill bókasafnari hef ég náttúrlega áhuga á gullfallegum alfræðiorðabókum.

Steini Briem (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 08:32

4 identicon

Ég má til með að leiðrétta að ekki var það Bogason Ágúst sem þarna var spurningahöfundur og lesandi, heldur Fréttablaðsmaður sem mig minnir að heiti Steinþór.

Hann stóð sig þó vel þrátt fyrir að vera ekki Bogason, þó hann hefði mátt hafa uþb 12 spurningar öðruvísi en þær voru þar sem ég og félagi minn náðum bara 18 réttum.

Gísli Már (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 09:22

5 Smámynd: Ómar Ingi

700 kall á Organ ekki satt , nema ef eitthvað tilboð

Ómar Ingi, 8.3.2008 kl. 12:30

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvernig gekk spurningakeppnin? Við erum spennt.

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 13:40

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Æiiiii. Þarna varð ég mér til skammar. Hélt að færslan hefði verið skrifuð fyrir keppnina.

Slæmt að þú skyldir missa af þessu. Kannski hefði verið betra að taka áhættu með að tapa virði þriggja bjóra? 

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 13:44

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ferlega spælandi Jens minn að missa svona af þessu. En þú hefði hvort sem er ekki getað tekið þátt næst, svo ......

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2008 kl. 14:03

9 Smámynd: Jens Guð

  Brjánn,  já,  ég er að miða við bjór úr krana. 

  Dab,  það er einmitt þetta góða við gestina á Organ:  Enginn hefur áhuga á Whitney Houston eða Kenny Rogers.

  Steini,  góður að vanda!

  Gísli Már,  takk fyrir að leiðrétta þetta með spyrilinn.  Mig minnir að einhversstaðar hafi komið fram að Ágúst Bogason yrði spyrill.  Ég er rosalega nærsýnn en sá þó í móðu að spyrillinn var dökkhærður með gleraugu svipuð þeim sem Ágúst ber.  Ég velti því ekkert fyrir mér og bara hélt að þetta væri Ágúst.

  Ómar,  1/2 lítra kranabjór á Organ kostar 600 kall.  Á milli klukkan 6 og 8 fást tveir bjórar á verði eins.

  Siggi,  það sem plataði mig í gær var að fyrir viku hófst keppnin ekki fyrr en um klukkan hálf 7.  En núna hófst hún á réttum tíma.

  Ásthildur,  ég er laus við keppnisskap þó að ég hafi gaman af að taka þátt í svona músíkkeppni.  Mér þykir eiginlega alveg jafn skemmtilegt að fylgjast bara með keppninni eins og að taka þátt í henni.

Jens Guð, 8.3.2008 kl. 18:40

10 identicon

æi takk esskan.  bið að heilsa út :)

Helga Þórey Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.