10.3.2008 | 17:04
Laminn og rændur
Eins og fram kemur á færslu hér aðeins fyrir neðan þá tókst Pönkhátíðin á Grand Rock á laugardaginn afskaplega vel í alla staði. Einn þeirra sem hafði hvað ríkustu ástæðu til að vera ánægður með það hvað kvöldið heppnaðist snilldarlega var söngvarinn, hljómborðs- og bassagítarleikarinn Árni Daníel Júlíusson, oftast kenndur við Q4U.
Kvöldið fékk þó heldur leiðinlegan endi fyrir Árna Daníel. Þegar hann gekk heim til sín um nóttina, sæll og glaður yfir ánægjulegu kvöldi, varð hann fyrir fólskulegri árás þriggja manna. Þeir börðu hann niður í götuna og rændu af honum iPod og 15 þúsund krónum.
Atvikið átti sér stað á Hringbraut við gatnamót Gamla kirkjugarðsins og Þjóðarbókhlöðunnar. Þetta var á sjötta tímanum aðfaranótt sunnudags. Árni Daníel hlustaði á tónlist í iPodinum og var með heyrnartólin í eyrunum. Hann heyrði þess vegna ekki þegar óþokkarnir læddust að honum og réðust á hann með barsmíðum aftan frá. Skyndilega fann hann bara þung högg í hnakka og aftan á háls þannig að hann skall til jarðar og vankaðist. Á örfáum sek. náðu þrjótarnir af honum iPodinum og seðlaveski með 15 þúsund krónum í. Síðan hurfu þeir jafn skjótt og þeir birtust.
Þetta gerðist svo hratt, jafnframt því sem Árna Daníel var eðlilega mjög brugðið, að hann náði ekki að bera kennsl á mennina að öðru leyti en því að þeir virtust vera ungir. Peningurinn og iPodinn eru ekki neitt sem skiptir miklu máli. Né heldur marblettir og bólgur. Það er hinsvegar upplifunin af að lenda í svona fólskubrögðum sem situr eftir.
Rétt er að vekja athygli á því að nágrenni Gamla kirkjugarðsins er hættusvæði á nóttunni. Ungir dópistar halda sig iðulega í kirkjugarðinum að nóttu til í góðu veðri. Árásin á Árna Daníel er hvorki sú fyrsta né önnur sem á sér stað þarna.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
- Pottþétt ráð gegn veggjalús
- Stórmerkileg námstækni
- Staðin að verki!
Nýjustu athugasemdir
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Sigurður I B, svona fyndinni skemmtisögu hendi ég ekki út! jensgud 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Þetta minnir mig á þegar tveir íslenskir nemar í Kaupen voru á ... sigurdurig 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Guðjón, það er margt til í því! jensgud 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Jóhann, heppinn! jensgud 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Svo vitnað sé í Bibbuna, fólk er lýgið og svikult og líður best... gudjonelias 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Úps, ég er lukkunnar pamfíll að þurfa ekki að hafa áhyggjur af ... johanneliasson 29.10.2024
- Varð ekki um sel: Stefán (# 11), ætli þetta sé ekki einhverskonar misskilningur?... jensgud 26.10.2024
- Varð ekki um sel: Mér varð ekki um sel þegar ég fór að fylgjast með ágreiningi Va... Stefán 26.10.2024
- Varð ekki um sel: Stefán, ég hef borðað selspik með signum fiski. Það er góður ... jensgud 23.10.2024
- Varð ekki um sel: Mér varð ekki um sel að lesa þetta og datt fyrst í hug að þarna... Stefán 23.10.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 14
- Sl. sólarhring: 302
- Sl. viku: 1698
- Frá upphafi: 4107533
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 1479
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Voðalegt er að heyra
Markús frá Djúpalæk, 10.3.2008 kl. 17:11
Ja, hvur þremillinn! Ég átti eitt sinn íbúðir í bláa húsinu, Grenjaðarstað, ská á móti Björnsbakaríi, öðru húsi frá horninu, og þar býr Alexander, sonur minn, enn. Árni Daníel býr nokkrum skrefum frá því býli, samtýnis, þannig að ráðist hefur verið á hann í túnfætinum. Ég lenti hins vegar aldrei í neinu veseni þarna, þrátt fyrir að ganga í og úr vinnu niðri á Mogga þúsund sinnum seint á kveldin. Og Alexander hefur ekki lent í neinu veseni þarna heldur. Sjö, níu, þrettán!
Steini Briem (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 17:53
Ég labba þarna um í hvert sinn sem ég fer í bæinn til að krúsa mig.. hef aldrei séð neinn þarna og fer ég oftast í gegum kirkjugarðinn sjálfan. kannski er ég ekki nógu seint á ferðinni....
Óskar Þorkelsson, 10.3.2008 kl. 18:23
Óskar: af færslu Jens að dæma þá sagði hann ekki að árasarmennirnir hefðu verið ungir dópistar.
Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 19:01
Nú ertu væntanlega að rugla saman Ólafi og Óskari, Birkir minn.
Steini Briem (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 19:13
Ljótt að heyra
Ómar Ingi, 10.3.2008 kl. 19:37
Ólafur: Ég sé ekki mun á því hvort að árásarmenn voru ungir eða gamlir dópistar, edrú eða fullir, alveg sama hvað þetta er kallað, þá sýnist mér aðalega verið að vara við áhættunni við að labba þarna, og svona for ðö rekkord, þá er kirkjugarðurinn vinsæll staður dópista, mér er alveg sama hversu gamlir þeir eru, æji fyrirgefðu ég meinti að kirkjugarðurinn er vinsæll staður, óheppinna einstaklinga sem eiga í vandræðum með fíkniefnaneyslu.
Afhverju má ekki nefna þetta það sem það er, ég á alla samúð til handa þeim sem lenda illa út úr lífinu, og hef lagt mitt af mörkunum til að aðstoða þá sem ég get, en hvað nafngiftin skiptir mig engu
Ylfa Lind Gylfadóttir, 10.3.2008 kl. 19:39
Hver nafngiftin er átti það að vera
Ylfa Lind Gylfadóttir, 10.3.2008 kl. 19:40
Hræðilegt að heyra um allar líkamsárásir, og erfitt að vita að þetta ástand fer vaxandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2008 kl. 20:48
sorlegt en staðreynd
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.3.2008 kl. 22:16
Markús, mér var illa brugðið þegar ég heyrði tíðindin.
Ólafur, eins og Birkir bendir á þá held ég því ekki fram að árásarmennirnir séu dópistar. Það er rífleg oftúlkun á mínum texta. Þvert á móti tók ég fram að ekkert væri vitað um árásarmennina annað en að þeir hafi verið þrír og virst vera ungir.
Hitt er annað mál að mér þykir full ástæða til að vekja athygli á þessu svæði. Mér er kunnugt um tvær aðrar árásir á þessu svæði og eina nauðgun. Ég held að ekkert af því hafi verið kært, nema kannski nauðgunin. Mig rámar í fréttir af fleiri árásum á þessu svæði til viðbótar því að fullorðinn maður var myrtur.
Ég bý rétt hjá og rölti þarna um, bæði að nóttu til og á degi. Ég sé til unglinga sitja á leiðum og verksummerki eftir dópneyslu. Að auki þekki ég unglinga sem hafa sagt mér að þeir dópi í kirkjugarðinum.
Ég sé ekkert rangt við það að fólk sem dópar sé kallað dópistar. Fíkniefnaneytendur er að mínu mati full hátíðlegt og stofnanalegt orð. En ég er líka opinn fyrir tillögu um annað orð eða leiðbeiningu um heppilegri orðanotkun.
Steini, ég bjó á Garðarsstræti fyrir 30 árum eða svo. Borgarbragurinn hefur breyst töluvert síðan. Þá gekk maður frekar fram á rænulitla róna en ekki útúrspíttaða sniffara.
Óskar, miðbæjarliðið er rólegt fram til klukkan 4 - 5 á morgnana. Upp úr verður það herskárra.
Ómar og Helgi, ég tek undir það að þetta sé hrikaleg frétt. Og einhverra hluta vegna þykir mér ennþá verra þegar svona einstök ljúfmenni og gæðasál eins og Árni Daníel verða fyrir hrottalegri mannvonsku.
Ylfa Lind, ég er algjörlega sammála þér.
Ásthildur og Linda, því miður er þróunin vaxandi í þessa átt.
Jens Guð, 10.3.2008 kl. 22:46
Hmm...
Ég gekk þarna framhjá um svipað leiti sólarhring áður...
...ég geri það reglulega þar sem ég bý sunnan bókhlöðu. Hef aldrei lent í neinu, en það segir nákvæmlega ekki neitt.
En andskoti leiðinlegt að heyra engu að síður.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 10.3.2008 kl. 23:22
Sorglegt og ljótt að heyra, ég vona það svo innilega að sá góði drengur sem hann Árni Daníel Júlíusson er, nái sér aftur.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 23:27
Síðan hvenar var bannað að tala um samkynhneigða sem homma og lessur, hefuru lesið slagorðin á skiltum of fleira á t.d. gay pride. Þoli ekki þessa helvítis vitleisu um að það verði að kalla allt þetta eða hitt til að móðga engann, fordómar felast í meiningunni á bakvið frekar en orðinu sem notað er, fíkn er ljótur hlutur og orðið dópisti er ljótt orð, það hefur ekkert með fortíð fólks sem á í þessum vanda að gera
Kveðja
stoltur BÆJARI og ættingi dópista
Ylfa Lind Gylfadóttir, 10.3.2008 kl. 23:55
Einar Loki, eins og þú bendir á þá segir það fátt þó að þú eða ég eða Steini Briem höfum ekki orðið fyrir árásum á þessu svæði. 1 eða 2 eða 3 árásir á ári þarna eru ekki hátt hlutfall samanborið við þann fjölda fólks sem röltir þarna um á nóttunni. En dæmin sýna að ástæða er til að vera á varðbergi.
Ólafur, er eitthvað að því að kalla samkynhneigða homma og lesbíur? Ég veit ekki betur en samkynhneigðir noti þau orð og vilji að þau séu notuð þar sem þau hafa ekki neikvæða eða særandi merkingu. Ylfa Lind, vinkona mín, er tvíkynhneigð og verður seint vænd um fordóma eða fáfræði. Ég skal aftur á móti glaður í bragði þiggja allar leiðbeiningar um að nota orð sem betur henta í umræðunni. Sjálfur hef ég fullan hug á því að verða dópisti. Ég reyndi það smá í Amsterdam í fyrra. En gekk illa. En það þýðir ekkert að gefast upp.
Steinn, hann Árni Daníel nær sér fljótt líkamlega. Og vonandi kemst hann líka sem fyrst yfir "sjokkið".
Jens Guð, 10.3.2008 kl. 23:56
Verð reyndar að vera sammála því að það er neikvæð merking hlaðin í orðið 'dópisti' en ég vil frekar nota það skömmustulaust og heimfæra það á fleiri hluti...
Spurningin er bara hvað þitt dóp er.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.3.2008 kl. 00:25
Ekki er ég nú meðmæltur einhverju ofbeldi, með eða án lyfja.
Minnir samt að Þórbergi heitnum hafi nú runnið það til stafs að rita um hálfgerða nauðgun á sér fyrir lángt liðnu síðan á sama stað.
Svo man ég ekki betur en að hámark pönksins væri að vera laminn fyrir að vera pönkari.
En einlægar samúðarkveðjur á Áddnann samt, þetta er ömurlegt að lesa.
Reykjavík, ó Reykjavík, er sífellt að verða minna aðlaðandi Tjöruborg...
Steingrímur Helgason, 11.3.2008 kl. 00:29
Það hlýtur að vera leiðinlegt að vera drepinn í kirkjugarði.
Steini Briem (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 00:52
Hrikaleg saga. Ég óska stórgóðum sagnfræðingi og kunningja mínum góðs bata.
Lýður Pálsson, 11.3.2008 kl. 01:39
Einar Loki, ég hef ekki beinlínis neikvæða afstöðu til dópneytenda. Margir af mínum bestu vinum eru dópistar. Og eins og ég hef sagt þá ætla ég að verða dópisti á næstu árum. Ég get alveg kannast við að kannski er orðið neikvætt. Þó að það sé ekki eiginlega neikvætt í mínum huga. Ég er frekar jákvæður gagnvart dópneyslu.
Aftur á móti leiðist mér þegar dópistar fara yfir strikið, yfirfyllast af úttútnuðu sterabrjálæði og ráðast á mig. Ósjaldan hef ég þurft að taka til hendi þegar það gerist. Og er ég samt að öllu jöfnu ljúfur sem lamb. Þó að ég ætli ekki út í smáatriði þá hef ég lent í óvæntum árásum og barsmíðum frá nánum ætttingjum undir þannig kringumnstæðum. Sem betur fer er ég líkamlega þokkalega vel í sveit settur og vanur tuski. Þannig að ekki hefur illa farið. En vissulega hefur það lagst miður vel í mig að þurfa að verjast heiftarlegri árás nákomins ættingja. En ég er líka fljótur að sýna umburaðarlyndi og skilning.
Jens Guð, 11.3.2008 kl. 02:30
Steingrímur, ég get alveg verið sáttur við að hafa lent í alvöru áflogum við "sítt-að aftan lið". Ég hef aldrei verið laminn fyrir að vera pönkari. Enda var ég aldrei alvöru pönkari. En ég taldi aldrei eftir mér að taka til hendi þegar dæmið snéri að viðbjóði á borð við Wham! eða Duran Duran. Þar fyrir utan hef ég bara tvívegis verið laminn í klessu. Í annað skiptið var það fyrir utan Tónabæ þar sem ég var með uppvöðslu. Í hitt skiptið var það í Varmahlíð þar sem synir Björns á Löngumýri voru með uppvöðslu.
Jens Guð, 11.3.2008 kl. 02:41
Steini, það er djöfullegt að verða fyrir árás við kirkjugarð.
Lýður, Árni Daníel er einhver ljúfasti náungi sem ég þekki. Sannarlega óska ég honum góðs bata.
Jens Guð, 11.3.2008 kl. 02:45
Margir þeir sem misnota fíkniefni eru veilir á geði fyrir. Þegar þetta tvennt kemur saman losnar um allar hömlur og þá getur oft farið illa. Vitanlega er þessum einstaklinum vorkunn, enginn vill vera í þeirri aðstöðu að allt lífið snúist um að fá næsta skammt. Samt eru margir í þeirri stöðu og hvort sem okkur líkar betur eða verr er það staðreynd að margir þessara einstaklinga eru hættulegir.
Helga Magnúsdóttir, 11.3.2008 kl. 13:03
Ólafur:
Nr 1: Hörður Torfa var og er hetja, ég fer aldrei ofan af því, tók einu sinni viðtal við hann og átti ekki orð allt viðtalið yfir því hversu erfitt þetta var fyrir hann, miðað við að ég marsera niður Laugarveginn frá mínum fyrsta degi stoltari en andskotinn.
Nr 2: Lögleiðingu kannabis er ég algerlega á móti, minn "dópisti" þrífst á kannabisefnum og eftir að hafa séð það þá vil ég ekki sjá þessa lögleiðingu.
Nr 3: Þó ég sé ung og ómenntuð hef ég unnið mörg störf um æfina sem snerta fíkniefnaneytendur, og það fyrsta sem ég lærði var að það er ekki hægt að taka líf neytandanns inn á sig og ætla að fara að vorkenna, hef oft rekið mig á þann vegg og það er í eðli FÍKNARINNAR að taka frá þér allt sem þú hefur og hefur ekki að bjóða þó svo að það sé ekki í eðli manneskjunnar á bak við fíknina. Veit ekki alveg hvernig þú hefur farið að þessu með þínum aðferðum en samkvæmt minni reynslu þá er þetta merki um útbrennslu sem fyrst
Nr 4: Það er samt gott hjá þér að standa á þinni sannfæringu, og auðvita er ég sammála því að fólk hefur mætt skilningsleisi á mörgum stöðum en þurfum við ekki frekar að fara að einbeita okkur í að mennta og fræða fólk til að eiga við þennann sjúkdóm, frekar heldur en að fara að lögleiða eitthvað og líta framhjá?
Nr 5: Ég er sammála þér að fangelsismálayfirvöld eru ekki að standa sig
Nr 6: Í guðs almáttugs bænum ekki væna mig um fordóma takk fyrir
Ylfa Lind Gylfadóttir, 11.3.2008 kl. 13:36
Árni Daníel frá Syðra-Garðshorni býr á Hringbrautinni við hliðina á meistara Þórbergi. Þar er mikil traðfíkn (traffík) og mengun sem veldur því að menn, sem þar búa, verða andlega getulausir, ef þeir hafa ekki alla glugga lokaða sem út að götunni snúa. Þetta sýna rannsóknir. Ítem starfar téður Árni Daníel að sagnfræðigrúski sínu í Reykjavíkurakademíunni, JL-húsinu við Hringbraut. Utan á því húsi er eitt heljarinnar L í JL, sem gæti hvenær sem er og ófyrirsynju dottið ofan í kollinn á Árna Daníel. En L eru varasöm, eins og dæmin sanna.
Þegar Óskar Björnsson ætlaði að verja doktorsritgerð sína í líffræði við Háskóla Íslands datt L-ið í VÍSINDIN EFLA ALLA DÁÐ fyrir ofan dyrnar að hátíðasal Háskólans ofan í kollinn á Óskari og nú stendur þar VÍSINDIN EF_A ALLA DÁÐ. Upp úr þessu hóf Óskar að kanna hvort líf væri í tuskunum, það er að segja íslenskum borðtuskum. Því verður fróðlegt að lesa ritverk það sem Árni Daníel skrifar nú um íslenskan landbúnað, Bænda-Atlasinn, eftir þessa uppákomu við kirkjugarðinn, ítem eventúellt og yfirvofandi hrap á L-inu utan á JL-húsinu ofan í kollinn á honum.
En að sjálfsögðu er Árna Daníel slétt sama um æpodinn og peningana, því hann er kommúnisti og þeir gefa nú lítið fyrir alla heimsins æpoda og peninga. Árni Daníel stóð fyrir sellufundum inni í Hafnarstræti á Akureyri, þar sem uppi á vegg voru flennistórar myndir af félaga Maó, félaga Lenín og félaga Marx. Og þeim var öllum skítsama um æpoda.
Og hvað fíkn áhrærir þá getur "alkagen" nú varla verið til, því alkóhólið varð til eftir að maðurinn var fundinn upp, held ég megi segja. Eða hvað segja guðfræðingarnir um það atriði? En ef fíkngenið væri tekið úr okkur öllum myndu öll hagkerfi hreinlega hrynja, því þetta gen stjórnar allri fíkn, til dæmis fíkn í áfengi, kynlíf, eiturlyf, sígarettur, skrif hér á Moggablogginu, sjónvarp, fótbolta, útivist, súkkulaði, ferðalög og skemmtanir. Fíkn getur því birst í ýmsum myndum og við verðum að læra að hafa stjórn á okkar fíknsortum.
Maður sem er sólginn í útivist getur líka verið mikill kynlífsunnandi, og þetta getur farið ágætlega saman, en náttúrlega farið úr böndunum, eins og dæmin sanna. Og sumir verða að láta útivist alveg eiga sig, sem og áfengi og eiturlyf. Það held ég nú.
Steini Briem (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 13:58
Þessi málsgrein átti reyndar að vera svona, svo vísindamenn ruglist nú ekki í ríminu:
"Þegar Óskar Björnsson ætlaði að verja doktorsritgerð sína í líffræði við Háskóla Íslands datt eitt L-ið í VÍSINDIN EFLA ALLA DÁÐ fyrir ofan dyrnar að hátíðasal Háskólans ofan í kollinn á Óskari og nú stendur þar VÍSINDIN EF_A ALLA DÁÐ."
(Sjá nánar í Lífheimur borðtuskunnar eftir Þórarin Eldjárn.)
Steini Briem (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 14:12
Sæll, Helgi frændi. Þú ert náttúrlega náttúrufræðingur en ég var að velta þessu fyrir mér frá sjónarhóli guðfræðinnar, því ég sé ekkert um áfengið í Genesis, hvenær það hafi verið fundið upp nákvæmlega. En auðvitað hafa apar verið sólgnir í áfengi, setið á barnum og drukkið frá sér allt vit. Það segir sig sjálft þegar maður spekúlerar smávegis í þróunarsögunni. Það slær enginn hendinni á móti áfengi þegar það er í boði á annað borð, nema þá kannski Helgi senior Seljan.
Steini Briem (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 16:20
Ylfa, eiga aðrir neyendur Canabis að lýða fyrir það að 'þinn fíkill' hefur ekki stjórn á neyslu sinni þegar málið er að langsamlega flestir sem reykja þetta hafa stjórn á þessu?
Þetta er eins og að banna áfengi vegna sídrykkju einstakra einstaklinga...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.3.2008 kl. 17:18
Sérfræðiþekkingin og vitið lekur svo af orðum Ólafs S. og Einars hér síðast, að ég skil bara hvorki upp né niður í að þessir herramenn skuli ekki vera í hásætum hjá heilbrigðisyfirvöldum hvað þessi mál varðar! En það æri til dæmis afar fróðlegt að Einar héldi áfram að ausa úr sínum viskubrunni varðandi "heilbrigðisneysluna" á kannabisefnunum, hvernig neyslan skiptist nánar tiltekið á milli hinna ýmsu flokka efnanna og fleira í þeim dúr. hann virðist hafa mikið vit á þessu samkvæmt skilaboðum sínum til Ylfu Lindar hér að ofan!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.3.2008 kl. 16:16
Ylfa, eiga aðrir neyendur Canabis að lýða fyrir það að 'þinn fíkill' hefur ekki stjórn á neyslu sinni þegar málið er að langsamlega flestir sem reykja þetta hafa stjórn á þessu?
J. Einar Valur Bjarnason Maack: Ekki koma með þessa vitleisu einu sinni enn, sannaðu fyrir mér að þetta sé barasta allt í lagi og ég skal hugsa málið....... hef ég hitt allnokkra og kynnst allnokkrum canabis neytendum um árið, og viti menn allir vilja lögleiðingu afþví að þeir geta hætt þegar þeir vilja, en ENGINN getur sannað það!!
Og ef þú ætlar að koma með þau rök um að alcahol sé jafnslæmt eða verra, þá spyr ég er þá ekki nóg að Íslenska ríkið skeit á sig einu sinni með að leifa alcahol, þurfa þeir þá nauðsynlega að gera það aftur með því að lögleiða canabis?
Ylfa Lind Gylfadóttir, 12.3.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.